Tíminn - 26.09.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1931, Blaðsíða 1
jAfgteifcsía í í m a n s et i Cœfjargötu 6 a. ®pin öaglego^fl. 9—6 SiriU 2353 Ofaíbfeti og afgrciðslumaður Clmans er Hannoeig þorsteinsöóttir, Caefjargötu 6 a. JSeytjavít. XV. árg. Reykjavík, 26. sept. 1931. 62. blað. . á Dittor ór siu „ískipoliisiis" Magnús G-udmundsson og Kúlu-Andersen Frá Magnúsi Guðmundssyni hefir Tímanum alveg nýlega bor- izt eftirfarandi: „Leiðrétting: f síðasta tölubl. „Tímans" er sagt, að ég hafi borgað manni, sem nefnd- ur er Kúlu-Andersen, 60 þús. kr., fyrir að taka lán handa ríkissjóði, sem nefnt er „óskapa-lán“. Af fyrri ummælum sama blaðs þykist ég sjá, að hér sé átt við enska lánið 1921, en þessi ummæli gefa mér- tilefni til þess að lýsa yfir því, að ég hefi ekki greitt þessum Kúlu-Andersen, né látið aðra greiða honum, einn einasta eyri, hvorki fyrir þetta né annað, enda hefi ég hvorki séð hann eða heyrt og hann var ekki umboðsmaður íslenzku stjórnarinnar við lántökuna 1921, heldur Sveinn Björnsson sendiherra og L. Kaaber bankastjóri. þessa leiðréttingu krefst ég, herra ritstjóri, samkvæmt 11. gr. tilskipun- ar 9. maí 1855, um prentfrelsi, að þér takið upp í 1. eða 2. eintak af blaði yðar, sem kemur út hér á eftir. Reykjavík 14. sept. 1931. Magnús Guðmundsson." Tíminn birtir að sjáifsögðu fúslega framanritaða „leiðrétt- ingu“ Magnúsar Guðmundssonar. Ilinsvegar þykir blaðinu rétt, úr því að tilefni er gefið af hálfu M. G., að rifja upp nokkur at- riði, sem kunn eru um afskifti hins nafntogaða Kúlu-Andersens af „óskapaláninu". Mætti svo fara, að ýmsum yrði þá ljósara en áður, af hverju M. G., sem ábyrgðina ber á láninu, er svo umhugað um að láta líta svo út, sem Kúlu-Andersen hafi aldrei verið til! Á árinu 1929 bárust Alþingi og íslenzku ríkisstjóminni fjár- greiðslukröfur frá manni, sem heitir Páll Torfason, og segist hafa verið aðalmilligöngumaður íslenzku stjórnarinnar við lán- tökuna, enda virðist Alþingi hafa fallizt á að svo hafi verið. Kveðst Páll hafa áskilið sér 1% af láns- upphæðinni fyrir ómak sitt. En af þessu fé segist Páll aldrei hafa fengið nema lítinn hluta, meginþorri umboðslaunanna hafi lent í vösum annara, sem við lántökuna hafi verið riðnir. Tel- ur Páll sig eiga rétt á um, 64 þús. kr. greiðslu nú frá hinni ís- lenzku ríkisstjóm, til leiðrétting- ar vanhöldnum loforðum við sig í stjórnartíð Magnúsar Guð- mundssonar. I bréfi til fjármálaráðuneytis- ins, dags. 23. sept. 1929, skýi’ir Páll all ítarlega frá ýmsum at- burðum viðvíkjandi lántökunni 1921. Er skýrsla sú fróðleg af- lestrar á margan hátt, einkum af því að höf. hennar er sjálfur ein aðal söguhetjan og hefir því að- stöðu til að vera kunnugur mál- inu. Vorið 1921 var Jón heitinn Magnússon forsætisráðherra staddur í Khöfn, og hafði þá eftir því, sem Páli segist frá, „með vinsældum sínum meðal Dana“, verið í þann veginn að koma því í kring, að Island fengi lán í Danmörku með 80 gang- verði og meir en 8% vöxtum. Taldi Páll sig þá geta útvegað betri kjör í Englandi, og átti tal við J. M. um þetta efni. I sam- bandi við þetta viðtal kemur Kúlu-Andersen til skjalanna. Segir Páll svo frá innreið And- ersens í íslenzka fjármálapólitík: „.... Tók ég Andersen með mér upp til forsætisráðherra — (Ander- sen þessi var umboðsmaður brezk- amerikanskra peningasölubanka og hafði útvegað Dönum borga- og rík- islán, þingmaður o. fl.), svo að hann gæti heyrt staðfest á dönsku*), að hér væri alvara á ferðum". Eftir að Kúlu-Andersen hafði „staðfest á dönsku, að alvara væri á ferðum“, virðist hafa gengið saman með þeim félögum og íslenzku stjórninni. En.jafn- skjótt hefst ágengni Andersen, sú hin mikla, er leiddi til fjár- kröfunnar á hendur Alþingi árið 1929. Páll skýrir svo frá: „Með þeirri „mótiveringu", að Andersen ekki þekkti orðheldni ráð- herra, fékk hann mig til að lofa, munnlega þó, að ég skyldi — ef lof- orð forsætisráðherra brigðist og ekk- ert yrði af láni — standa hálft með sér í endurgreiðslu ferðakostnaðar, sem þá var áætlaður 3000 kr. þó batt ég það því skilyrði, að ennfrem- ur yrði lagt út allt að 15000 kr., ef ég óskaði, en það brást, er á herti (I Eftir því sem Páli segist frá, drógst lántakan allt of lengi og markaðurinn versnaði. Svo segir í bréfi Páls: „Loksins um miðjan ágúst — — fékk sendiherra skipun íslands- stjórnar um að fara til London og sækja skildingana. þetta fékk ég mjög óvirðulega að vita og á skot- spónum. Lét ég samt son minn, sem þá hafði góða stöðu hjá Bennet**), búa út sendiherrafarseðla og panta herbergi á Hotel Cecil, sem hæfir diplomötum". En nú koma til sögunnar tveir lítið frægir fjármálamenn, sem Páll nefnir Berner og Buch (eða stundum aðeins B. og B.) og virðast hafa verið í einhverskon- ar félagi við Andersen. Liggur Páli illa orð til þessara manna síðar í bréfinu. En þarna segir hann: .... Áttu ferðapeningar, 5000 kr., að sögn Andersens***), að vera til reiðu hjá sömu mönnum og lánað höfðu honum peninga til ferðakostn- aðar í júní, þ. e. Bemer og Buch, sem báðir eru lifandi ennþá ....“. Aðfaranótt 20. ágúst var á- kveðið, að hinn glæsilegi lántöku- leiðangur Magnúsar Guðmunds- sonar legði af stað frá Khöfn, áleiðis til London. Skyldi sendi- herra vera með í þeirri för. Um aðdraganda þessarar farar ritar Páll ítarlega í bréfi sínu til ráðu- neytisins. Kúlu-Andersen er aðal- persónan í þeirri frásögn. En skýrsla Páls hljóðar á þessa leið: „Föstudag 19. ágúst kl. 10 f. m. kemur Andersen töluvert svinkaður í telefon til mín og segir illt í efni, Hann hafi vakað alla nóttina til þess að ná í peninga, því þeir Berner og Buch neiti að leggja nokkurn eyri *) Auðkennt hjá Páli. **) Ferðamannaskrifstofa í Khöfn. ***) Auðkennt hér. íram í þessa vitleysu, og að hann þurfi að minnsta kosti 2000 kr. til þess að komast á stað frá Khöfn. Við verðum því að aflýsa farmiðum hjá Bennett og verða eftir. Eg fór í vagn og hitti B. og B. þeir sögðu ummæli Andersens rétt. þeir vissu „fra paalidelig Kilde" að sendiherra íæri ekki til lántöku fremur en verk- ast vildi, og úr öðrum ennþá betra stað, að hinum brezka peningamark- aði væri lokað og engin ríkislán fengjust fyr en hann opnaðist. Ég minnti þá á loforð þeirra er ég í maílok ábyrgðist ferðalán til Ander- sens. þeir sátu við sinn keip og sögðust þá heldur verða án meðá- byrgðar minnar en leggja út til þesskonar skemmtiferða. Fór ég svo til kunningja míns — kl. var þá orðin 12 — og bað hann um 8000 kr. strax. Hann átti að eins 4000 kr. heima, en lofaði hinu fyrir kl. 4 heim til mín. Stóð það heima. Allir vita hvað slíkt kostar. Fór ég svo til Bennett til þess að fá farseðla. Var þá búið að sækja farseðla sendi- herra og Andersens. Leitað var að Andersen á öllum vínstofum og hó- telum og fannst hann loksins kl. 1 um nóttina, að því er sýndist dauða- drukkinn, á vínstofu í Gautagötu. Hann vissi ekkert um hver hefði borgað farseðlana. Hann færi ekki fet, nema hann fengi lánuð 100 £ til ferðakostnaðar. Lét ég hann eiga sig, vissi að nr. á farseðlum okkar voru í röð þannig, að við yrðum að sitja saman. Hefi aldrei séð skemmtilegra diplomatandlit en á sendiherra, þeg- ar ég, rétt þegar Esbjerglestin lagði af stað, settist milli hans og Ander- sens, sem svaf í hominu á klefa okkar“. Förin með næturlestinni bar þann árangur, að enski samn- ingurinn um „óskapalánið“ var undirritaður 27. dag ágústmán- aðar 1921. Tolltekjurnar voru veðsettar. 16% voru greidd í af- föll ýmiskonar. Liðsmenn AI. G. hurfu heim aftur úr þeirri aum- ustu herferð, sem farin hefir verið af norrænum mönnum „í vesturveg“. Milliliðirnir áttu að fá 1%. Og þegar til Khafnar kom. hófst baráttan um herfangið. Páll skýrir svo frá: „Byrjaði þá hið svívirðilegasta rif- rildi út af provisions-procentu minni. Berner og Buch, með Ander- sen sem formælanda, sögðust vilja hafa V3, þ. e. 35000 kr., Andersen hefði lofað sér því. Ég sagði, að mig varðaði ekkert um loforð hans. Sagðist myndu liafa borgað ferða- kostnað Andersens, allt að 5000 kr., ef þeir ekki hefðu svikið, þegar mest þuríti með. þeir hótuðu að skandalisera íslandsstjórn, ef ég ekki borgaði sér. Ég hótaði að láta refsa þeim fyrir tilraun til „Pengeafpresn- ing“ — — Andersen lét mig vita, að þeim hluta „provisionar" minn- ar, er þegar væri útborgaður af lánveitendum, yrði haldið fyrir mér, þangað til þetta mál væri settlað". Á þennan hátt gjörðist það — árið 1921 — að brezki peninga- markaðurinn, eins og Mbl. kemst að orði, var „opnaður fyr'.r Is- lendingum“. En allan þennan tíma sat Magnús Guðmundsson, íslenzki íjármálaráðherrann, maðurinn sem „opnaði markað- inn“ og bar ábyrgðina á lántök- unni, í sakleysi sínu úti á Idandi. Hann fékk ekki exrm six.'.ai að sjá Kúlu-Andersea — • Aa heyra — eftir því, sem har.n sjálfur segir! En íslenzka þjóðin hefir bæði fengið að sjá og heyra afleiðing- arnar af „óskapaláninu". Utan ár heimi. Spánn. Spánn er eins og kunnugt er eitt aðalviðskiftaland okkar Is- lendinga. Þar í landi er stærstur og beztur markaður fyrir ís- 1 lenzkan saltfisk. Við eigum því I meir undir fjárhags- og stjóm- j málaástandi á Spáni en máske nokkurs annars lands. Heims- kreppan hefir gengið yfir Spán eins og önnur lönd og þjappað allverulega að spönskum kaup- mönnum undanfarin tvö ár. En ofan á fjárhagskreppuna hefir bæzt bylting, svo ekki er að undra, þó viðskifti við Spán séu núi með örðugasta móti. Verðlækkun af sölutregðu á salt- fiski kreppir nú og mjög að ís- lenzkum fiskimönnum og útgerð- armönnum, og er það annar að- alþáttur þeima vandræða, sem nú steðja að. Eigum við mikið undir því, að festa og öryggi skapist í spönskum stjórnmálum. Nú situr spánska þingið, Cor- tes Constityentes, á rökstólum. Stjórnin virðist sitja allföst í sessi með Alcala Zamora í broddi fylkingar. Stjórnin er studd af lýðveldissinnuðum vinstrimönn- um og jafnaðarmönnum. Hafa þeir samanlagt yfirgnæfandi meirahluta þingmanna á að skipa. En viðfangsefnin eru örð- ug og koma til að reyna á þol- rif hinna nýju stjórnenda hins unga lýðveldis. Zamora telur það þrennt aðal- viðfangsefni stjórnarinnar, að tryggja stjórnskipulagið, koma á samningum við Kataloniu, sem hefir allsterka tilhneigingu til sérstjórnar og að leysa fjárhags- og atvinnuvandkvæði bænda og verkamanna. Eitt hið fyrsta verk þingsins var að láta rannsaka ó- eirðir, sem orðið hafa í Sevilla, en þær óeirðir sýna, að ekki er allt fallið í ljúfa löð þó forseti og þing sé komið í stað kon- ungsvaldsins. Það ólgar enn und- ir hálfstorknaðri hraunskorp- unni. Flokkadrættir og úlfúð hafa enn of mikið eldsneyti. Það er reynt að fara ekki fram með ó- þarflegri hörku gagnvart óróa- seggjum, en orkar þó jafnan tvímælis hve langt skuli ganga. Lögregluliðið er öflugt og fjöl- mennt og búið vélbyssum og öðr- um tækjum. Byggir stjórnin á því mikið traust, þó það sé tekið að arfi frá tímum konungsvalds- ins. En öryggi þjóðskipulagsins er aldrei einbert lögreglumál. Það er hugur fólksins, sem ræður öllu um byltingar og gagnbylt- ingar. Óánægja fólksins hefir rætur, sem þarf að grafa fyrir. Ef ekki tekst að leysa svo fé- lagsmál fólksins, að viðunanda megi teljast, brýst óróinn fram með þeim krafti, sem ekkert lög- regluvald ræður við. Það er hug- urinn, sem stýrir hendinni, sem úrslitum veldur, en engar skip- anir ofan að, sem eru í ósamræmi við þarfir og vilja fólksins. Á því hefir konungdæminu á Spáni orðið hált. Lýðveldið heimtar skilning af fólkinu, skilning á því hvað er mögulegt og hvað ó- mögulegt á erfiðum tímum. Þær þjóðir eiga því hvað örðugast á krepputímum, sem jafnframt eru á krossgötum einveldis og lýð- ræðis. Spánverjar eru aðallega bænda- þjóð. Þar býr fjöldi smábænda og vinnumanna, sem hungrar eft- ir landi til ræktunar. En hættu- legra landhungrinu er á þessum tímum féleysi og atvinnuleysi smábænda og verkamanna, sem vart geta fullnægt brýnustu lík- amsþörfum. Atvinnuleysi kaup- staðanna og landleysi bændaxma eru örðugustu úrlausnarefni spænsku stjórnarinnar. Eignar- nám á landi og útdeiling þess hefir hvarvetna reynst örðugt viðfangsefni, og ekki öllum tek- izt að leysa þau mál á friðsam- legan hátt. Spánsldr verkamenn skiftast í tvo flokka, jafnaðarmenn og kommúnista. Eru jafnaðarmenn mun liðfleiri og hafa aðalaðsetur sitt í Madrid, en kommúnistar hafa mest ítök í Katalóníu og þá einkum í Barcelöna. í þinginu eru kommúnistar fremur liðfáir, en jafnaðarmenn hafa fjórðung þingmanna á sínu bandi. En sem stendur eru jafnaðarmenn meðá- byrgir um stjórn landsins og lög- gæzlu, og óttast um það, að fylgi kommúnista aukizt, einkum meðal þeirra, sem skilningslitlir eru á eðli kreppunnar og þeirra, sem harðast verða úti af hennar völdum. Er kreppan þó þar eins og víða annarsstaðar, utanað- komandi og illviðráðanleg fyrir hvaða stjórn, sem að völdum sæti. Vonzka tímanna er styrk- ur andstæðingaxma. Ofan á kreppu og óróa nýorð- innar stjórnskipulagsbreytingar bætist svo sérveldishreyfing Kataloniu. íbúar Kataloniu tala mállýzku, sem skilur mjög frá spönsku og eðlisfar þeirra um margt ólíkt öðrum Spánverjum. Þar við bætist kommúnistafylgi Kataloniumaxma. Er því vont að sjá hvernig leikar fara. Reynir mjög á lægni og festu stjórnar- innar að halda ríkinu saman og þó vel takizt, verða úrslit deil- uxmar vart án sterkra átaka. Katalonia berst ekki fyrir fullu sjálfstæði, heldur þeirri mestu sjálfstjórn sem samrýmanleg getur talizt óklofnu alríki. For- ingi þeirra er Macia, roskinn og traustur héraðshöfðingi og er grunnt á því góða milli hans og Zamora, þó gamalspönsk kurteisi ríki á yfirborðinu. Spánska lýðveldið er nú í deigl- uimi. Það standa yfir örlagarík- ir tímar fyrir hið nýja lýðveldi. Spánn hefir orðið á eftir þeim, sem norðar búa, að koma á lýð- stj órnarfyrirkomulagi og tekur nú út þær þjáningar, sem allri ný- sköpun fylgir, á almennimi krepputímum, sem einir út af fyrir sig reynast fullerfiðir göml- um þingræðisþjóðum. En hin nýja stjórn hefir unnið sér traust og samúð inn á við og út á við, og er talin líkleg til að leysa á heppilegan hátt hin marg- víslegu vandamál. Bíða þess allir með óþreyju að hið unga þing- ræði Spánar sanni nú á eftir- minnilegan hátt tilverurétt sinn. Undir því eiga viðskiftavinir Spánar mikið og þjóðin sjálf allt. Z. Jón Ámason framkvæmdastjórí dvelur erlendis nú um stundarsakir, fór utan seint í fyrri viku. Brynleifur Tobfasson kennari á Akureyri hefir dvalið hér í bænum þessa viku. ■o-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.