Tíminn - 19.12.1931, Qupperneq 2

Tíminn - 19.12.1931, Qupperneq 2
260 TÍMINN bezt til að fara með málefni sín og þjóðarinnar á þingi. En við hlutbundið landskjör er sá íhlut- unarréttur að mestu dreginn úr höndum kjósendanna og til yfir- stjórna flokkanna, er oft ekki síður velja eftir dyggu flokks- fylgi en mannkostum. 5. Að þá sé hverju héraði eða kjördæmi landsins tryggður svip- aður eða sami íhlutunarréttur um þjóðarmálefni án verulegs tillits til íbúafjölda á hverjum tíma, en það telur flokkurinn hag- kvæmt, að héröðin standi sem jafnast að vígi giignvart ríkis- heildinni, svo að réttur hins fá- menna landshluta verði ekki fyrir borð borinn í þinginu af þeim landshluta, sem fjölmennari er í bili. Flokkurinn telur slíkt rétt- mæta vernd þess veika gegn þeim sem sterkari er. Þessi eru þá meðal annars rök flokksins fyrir því að vilja skifta landinu í einmenningskjördæmi, svo mörg sem þjóðin telur sig hafa þörf margra þingmanna. Er þá fyrst að spyrja: Á hvern hátt takmarkar þessi skip- an kosningarrétt einstaklingsins. Hún takmarkar þann rétt á þrennan hátt. 1. Við kjörborðið. 2. Við fram- bjóðendur. 3. Við það að kjósa aðeins einn þingmann. En hún rýmkar þann rétt einnig allmikið borið saman við tillögur Alþýðu- og Sjálfstæðisflokksins í þessum málum. Hér er kjósandinn frjáls og má velja hvern frambjóðand- ann sem hann helzt vill. í hlut- fallskosningum er hann bundinn við listavalið eitt. Því fámennara sem kjördæmið er, þess gildara er hvert atkvæði og ætti slík réttaraukning nokkuð að vega á móti þeim atkvæðabrotum, sem hlutbundnu kosningarnar leyfa kjósandanum að varpa á þá menn er ekki standa efstir á lista þeim er hann kýs. Hér falla að vísu minnahluta atkvæðin ógild en þau gjöra það raunverulega líka í hlutbundnu landskjöri, af því að minni hluti kjósenda fær minna- hluta þingmanna, og sá minni- hluti er áhrifalaus gegn meira hlutanum í öllum átaka- og stefnumálum. Veigamesta mótbáran gegn þessu kosningafyrirkomulagi og kjördæmaskipun er sú, að kosn- ingarrétturinn verður ójafn þeg- ar miðað er við höfðatöluna eina, og að svo getur farið, ef kjör- dæmin eru mjög misjöfn að fólkstölu, minni hluti kjósenda tandsins fái meira hluta þing- manna á þing. Síðustu þingkosn- ingar virðast hafa sannað þetta, enda hafa blöðin mjög á því hneykslast og talið það ekki að- eins brot lýðræðisins heldur eitt- hvert makalaust einsdæmi, eins og annað eins hefði aldrei þekkst á bygðu bóli. Þó er þetta sama að gjörast svo að segja daglega um allt land. Hversig er t. d. með sýslunefndirnar ? Sýslunum er skift í einmenningskjördæmi með staðartakmörkunum. Kjör- dæmin eru hrepparnir. Hver hreppur velur einn fulltrúa á sýsluþingið, hvort sem þar eru 500 kjósendur eða 50. Þessir full- trúar hafa jafnan atkvæðisrétt í sýslunefndinni og þykir þetta skipulag sýsluheildinni bezt henta að allir hreppar standi þar jafnt að vígi, án tillits til fólkstölu. Auðvitað kemur það iðuglega fyr- ir að bak við þann meirahluta í sýslunefnd sem ræður úrslitum sýslumála, stendur mikill minni- hluti kjósenda sýslunnar. Á þessu hefir mér vitanlega enginn mað- ur og ekkert blað hneykslast. Svipuðu máli gegnir um bæjar- stjórnirnar. Þar hafa bæjarfull- trúarnir mjög misjafna atkvæða- tölu að baki. í mörgum bæjar- málefnum hlýtur það því að koma fyrir, að minni hluti kjós- enda standi að baki þeim bæjar- stjórnarmeirahluta, sem máli ræður til lykta. Meira að segja á þingi alþýðunnar veit ég ekki betur en að fulltrúarnir frá verkamannafélögunum víðsvegar um land hafi jöfn atkvæði, hvort sem kosnir eru af fámennu eða íjölmennu félagi, svo að jafnvel þar hafi svo getað farið, að minni hluti kjósenda í verkalýðs- félögunum hafi staðið að baki þeim meira hluta fulltrúa er réði úrslitum mála er alþýðu varðaði. Þetta, að meirihluti kjörinna fulltrúa hafi að baki sér minni- hluta kjósendanna, er því ekki svipað því eins mikið einsdæmi og blöðin hafa látið í veðri' vaka. Næst er að athuga einmenn- ingskjördæmaskipulagið frá sjón- armiði alþjóðarlieillar. Kemur þá í ljós: 1. Að þetta skipulag heftir all- mjög stéttaríg og stéttabaráttu á þingi, þar sem hver þingmaður þá mun venjulega hafa þingfylgi kjósenda af fleiri stéttum. I ein- menningskjördæmum er marg- brotín stéttarflokkaskipting úti- lokuð. 2. Að héröð landsins standa þá tiltölulega jafnt að vígi gagnvart ríkisheildinni. Ekkert kjördæmi fær meiri áhrifarétt en annað hvort sem fjölmennt er eða fá- mennt. Varðveitist þannig það jafnvægi héraða og atvinnuvega, er þjóðarheildinni verður að telj- ast nauðsynlegt. 3. Að þá er þinginu tryggð al- hliða þekking á staðháttum, þörfum, áhugamálum og atvinnu allra héraða landsins, en slík þekking verður að teljast hin mesta nauðsyn á þeim stað, þar sem ákvarðanir eru teknar um löggjöf, fjármál og atvinnuvegi þjóðarinnar. Til þess að tryggja þetta atriði enn betur, gæti til mála komið að takmarka fram- boðsrétt þingmannaefna þannig, að engum væri heimilt að bjóða sig fram í öðru kjördæmi en því, þar sem hann er búsettur. Er það í fullu samræmi við þá takmörk- un kosningarréttarins, að hver kjósandi hefir kosningarétt aðeins í því kjördæmi þar sem hann á heima. Þessi þrjú atriði virðast mér svo þung á metum, að ég hlýt að telj a einmenningskj ördæmaskipu- lagið þrátt fyrir nokkrar tak- markanir á kosningarréttinum það skipulagið þeirra þriggja, sem að framan er lýst, sem far- sælast muni reynast landi og þjóð. Þar með er auðvitað ekki sagt, að það sé sú bezta skipan þess- ara mála, sem hægt sé að fá. Gallarnir eru takmarkaður og ójafn kosningaréttur. Kostirnir eru þannig skipað þing, að líkur eru til að það beri hag alþjóðar fyrst og fremst fyrir brjósti, en ekki stundargengi vissra stjórn- málaflokka eða stétta, né heldur erhér nokkuru einu kjördæmi gef- in séraðstaða á þingi til að sækja og verja sína sérhagsmuni á kostnað hinna kjördæmanna. Hér skal eigi út í það farið hve margir skulu vera þingmenn eða kjördæmi eða hversu skiptingu landsins í kjördæmi skuli háttað með því að eigi liggja fyrir til- lögur Framsóknarflokksins í því efni. Það sem sagt kann að verða um slíkt hér á eftir, eru aðeins mínar tillögur en ekki flokksins í heild. Kosningarréttur og kjördæmi. Ilvað er frjáls kosningarréttur? Frjáls kosningarréttur er það, að .hver einasti þjóðfélagsþegn megi óhindraður velja hverja þá menn á þing, sem hann bezt treystir til þess og svo marga sem hann telur hæfilegt fyrir þjóðina á hverjum tíma. Þenna rétt á ekki að skerða, nema þjóðfélagsheill krefji, og að svo miklu leyti sem hún krefur. Nú mundi svona víðtækur kosn- ingarréttur valda hinum mesta glundroða í hvaða þjóðfélagi sem er. Þess vegna er það alviður- kennt að hann beri að skerða. Sá réttur er víðast takmarkaður við vissan aldur, óflekkað mannorð o. fl. Eru þær takmarkanir ávált álitamál, enda breytingum háðar.. En út í það skal eigi frekar farið, með því að það snertir ekki kjör- dæmamálin beinlínis. önnur takmörkun kosningar- réttar stafar af tölu þingmanna. Ríki telur ekki rétt að leyfa þegn- um sínum að kjósa fleiri þing- menn, en það telur sig þurfa á að halda. Nú mætti hugsa sér ríki, sem ekki skerti kosningar- rétt þegna sinna nema að þessu eina leyti. Mætti þá hver þegn velja hvaða t. d. 30 þingmenn er hann vildi helzt á þing, en það væri sú tala þingmanna er talin væri hæfileg þjóðinni. Þeir þrjá- tíu, er flest fengju atkvæði, væru réttkjörnir á þing, og færi hver með svo mörg atkvæði í þinginu sem hann væri kjörinn með, svo kjósendaviljinn fengi einnig þar að njóta sín. Þetta sýnist vera víðtækasti kosningarétturinn sem liægt er að koma við í skipulags- bundnu þjóðfélagi. Hann tak- markaðist aðeins af tölu þing- mannanna. En í framkvæmd mundi þessi kosningarréttur bæði varhugaverður og óvinsæll. Og hann mundi ekki gefa rétta mynd af þjóðarviljanum vegna þess hve víða mundu dreifast atkvæð- in og mörg falla ógild. Svipaðir agnúar eru á kosn- ingahugmynd Dr. G. Finnboga- sonar. Þar fær hver atkvæðisbær þegn aðeins að velja einn þing- mann. Atkvæðahæztu mennirnir hljóta þingsetu og fara þar með jafnmörg atkvæði og þeir hafa hlotið við kosningu hver um sig. Iíér mundi einnig fjöldi atkvæða lenda á menn, er ekki næðu þingsetu og því fara forgörðum. Þriðja kosningaleiðin gæti ver- ið þessi: Hver atkvæðisbær þegn velur einn þingmann er hann bezt treystir. Réttkjörnir eru þeir, er flést fá atkvæði svo margir, sem lögákveðin þingmannatala segir tíl um. Að lokinni atkvæðataln- ingu öðlast síðan hver sá maður, er atkvæði hefir hlotið en eigi þingsetu, rétt til þess að fela hverjum þeim kjörnum þing- manni er hann bezt treystir, að fara með umboð sitt og atkvæða- magn í þinginu. Hver þingmaður hefir síðan svo mörg atkvæði á þingfundi, sem hann hefir sjálfur hlotið við kosningarnar og auk þess þau atkvæði, er honum hafa verið falin af kjörmönnum þeim, er eigi hlutu sjálfir nægilegt at- kvæðamagn til þess að hreppa þingsæti. Með þessum hætti koma atkvæði allra kjósenda að notum. Ekkert atkvæði þyrfti að verða ónýtt. Þetta er langtum frjálsari óg víðtækari kosninga- réttur en nú tíðkast við hlut- bundnar kosningar, þar sem að- eins má velja um frambjóðendur og ekki um aðra en þá, sem skip- að er saman á flokkslista. Þeir, sem hæst gala um kosn- ingafrelsi og kosningarétt ættu að athuga þessa hugmynd, og ef þeim sýndist hún nýtileg í fram- kvæmd, þá að reyna hana t. d. við stjómarkosningar í félögum og við fulltrúakosningar á sam- bandsfundi félagsdeilda. Ef hún gæfist vel, gæti síðan til mála komið að lögleiða hana við hreppsnefndar og bæjarstjórnar- kosningar og ef til vill við þing- k j ör. Ég hefi nú drepið á þrjár kosningaleiðir, sem allar eru miklu frjálsari frá sjónarmiði einstaklingsréttarins, heldur en hlutbundið landskjör. Gallar þeirra snúa ekki að einstakling- unum heldur að þjóðfélaginu sjálfu. Sameiginlegir ókostir alls landskjörs í hvaða formi sem er, eru þeir, að þá skortir þjóðfé- lagið alla tryggingu fyrir því, að á þingið veljist þeir menn, sem hafa alhliða þekkingu á þörfum, staðháttum, atvinnuvegum, af- komu og atvinnumöguleikum þessa stóra lands og dreifðu þjóð- ar. Til þess að koma í veg fyrir þetta, verður þjóðfélagið að leggja nýja hömlu á kosninga- réttinn með því að skipta land- inu í kjördæmi, svo mörg sem hentugast þykir þjóðinni. Sú skipting er vandasöm, og verður ávalt álitamál, ekki síður en aldurstakmark kosningaréttaríns. Sumir vilja láta skipta í kjör- dæmi eftir fólkstölu; kjördæmin eigi að vera sem jöfnust að íbúa- fjölda. Það er alveg rangur grundvöllur kjördæmaskiptingar. Það er engin þörf á að skipta þjóðinni í kjördærni. Slíkt væri að takmarka einstaklingsréttinn að óþörfu. Það á að skipta landinu í kjördæmi. Ög það, sem réttlæt- ir þá skiptingu og gjörir hana nauðsynlega er ekki fólksfjöld- inn á hverjum stað, heldur lega, sérhagsmunir, áhugamál og at- vinnuhættir hinna dreifðu byggða landsins. Héruðunum er það nauð- syn að eiga sjálf sérstaka full- trúa á þingi þjóðarinnar og þjóð- félaginu er það gagn, að á þingi sitji jafnan menn með alhliða þekking á öllum byggðum lands- ins. Til að sameina þetta tvennt, nauðsyn héraðanna og gagn þjóð- félagsins, er ekki aðeins þessu landi, heldur ríkjum yfirleitt skipt í kjördæmi. Veit ég engin þau rök fram hafa komið, sem réttlæti það, að frá slíkri skipt- ingu landa í kjördæmi sé horfið, og allra síst á svo dreifðbyggða og fámennu landi eins og Island er. Hitt er annað mál, að kjör- dæmaskipting landsins eins og hún nú er, þar sem sum eru tví- menningskjördæmi og sum ekki, sumstaðar hlutfallskosning og sumstaðar ekki, hún er í mesta máta klaufaleg og ekki við hana unandi til lengdar. Til þess að leiðrétta þann glundroða fæ ég ekki séð aðra skipan heppilegri en þá, að hver sýsla og hvert bæjar- íélag verði gjört að sérstöku ein- menningskjördæmi, og að hver þingmaður skuli búsettur innan síns kjördæmis. Þá er það jafn- an tryggt að í þinginu sé nákvæm þekking á staðháttum landsins og þörfum þegnanna á hverjum stað. Og þá er einnig bezt tryggð samvinna og samband hvers þing- manns við kjósendur sína, af því kjósendurnir eru þá allir meðlim- ir sýslu eða bæjarfélags, kjör- dæmið allt ein félags- og hags- munaheild. Kjördæmi þessi yrðu að vísu nokkuð misjöfn að fólkstölu, eins og nú er háttað byggð landsins. Reykjavík mundi verða langsam- lega fjölmennasta kjördæmið. Og eftir ýmsum þeim röddum að dæma, sem þaðan hafa borist út landið mundu þeir ekki una því allskostar að vera settir á borð með öðrum kjördæmum landsins og fá aðeins einn þingmann. En þess ber að gæta að Reykjavík er höfuðborg landsins og nýtur sem slík mjög margháttaðra fríðinda umfram aðra kaupstaði iandsins. Þar er einnig aðsetursstaður þings og stjórnar, og hefir það eigi litla þýðingu fyrir bæinn og skapar honum betri aðstöðu til þess að koma málum sínum á framfæri við þing og stjórn. Svo mikils virði eru þessi fríðindi tal- in, að t. d. í Bandaríkjum Amer- íku velur höfuðborgm Washington engan sérstakan , þingfulltrúa, er ekki einu sinni sérstakt kjördæmi, að því er sagt hafa mér skilríkir menn. Að öllu þessu athuguðu, virðist það engan veginn goðgá, þótt Reykjavík yrði skipað á bekk með öðrurn kjördæmum landsins, og hefði, eins og þau, einn þing- mann. Væru aftur á móti færð að því skýr og fullkomin rök, að einn þingmaður geti eigi annað þeim störfum, sem þingmennska svo stórs bæjarfélags leggur honum á herðar, virðist eðliiegra og í meira samræmi við þá kjördæma- skipun, sem ég hefi stungið upp á hér að framan, að Reykjavík yrði skipt í tvö eða fleiri kjör- dæmi. Hitt er í mesta máta óeðli- legt, að þingmenn séu ekki kosnir með sama hætti í öllum kjördæm- um. Reykjavík ein fleirmennings- kjördæmi með hlutfallskosningu, en allt hitt einmenningskjördæmi með óhlutbundinni kosningu. Að enchngu vil ég svo óska hinni nýskipuðu milhþinganefnd í kjördæmamáinu allra heilla í þvl vandasama starfi, sem hún á fyr- ir höndum, — óska þess, að hún beri gæfu til að ráða fram úr þeim viðkvæmu málefnum með al- þjóðarheill, en ekki flokkshags- muni fyrir augum. Sveinn Víkingur. Nýlega sátu allir lögfræðiprófess- orar háskólans sem dómarar í liæstarétti. Og það er mál manna, að þeir hafi dæmt merkilegasta dóm- inn, sem dæmdur liafi verið á ís- landi á tuttugustu öidinni. þetta er dómurinn um það að bankastjórar ísíandsbanka E. Claessen, Sig. Egg- erz og Kr. Karlsson hafi verið orðnir samsekir um ýmsa hluti í stjórn bankans og að þeir hafi verið rétt- rækir úr stöðum sínum, ef á liefði reynt veturinn 1930. Hvort þeir eru skaðabótaskyidir, eða að öðru leyti brotlegir við lög iandsins hefir enn ekki verið dæmt um nema af al- menningsálitinu. Hinir föstu dómarar í hæstarétti, þeir Eggeit Briem og Páll Einarsson viku sæti i þessu máli. Bxáem vók sæti af því hann er náfi'ændi E. Claessen, en Páll af þvi að hann er riðinn við eða frumherji að skaða- bótamáii á hendur Útvegsbankans, vegna þrotabús íslandsbanka. En úr því þrotabúi vill Páll fá upphæð allmikla vegna venslamanns sins Hannesar Thorsteinssonar, sem eitt sinn var bankastjóri i íslandsbanka, en nú látinn fyrir skönmiu. En Páll Einarsson liafði og aði’a ástæðu, ef með hefði þui’ft, til að víkja sæti. Hann hafði um líkt leyti og þeir áttu síld saman Óskar Hall- dórsson og Gaiðar Gísiason, vei’ið i síldarútgei-ð norður við Eyjafjöi’ð, og var Jónas fiá Flatey framkvæmd- arstjóri í því félagi. Töluvei’t af ó- höppum vai’ð á vegum þessarar út- gerðar, og lentu töpin á í slands- banka. Eggei’t Claessen vai’ð^ sem bankastjóri að gi’eiða úr þeirri flækju, og gerði það á þann hátt að Páli Einarsson hafði fulla ástæðu til að minnast lians með velvild og virðingu. þegar dómurinn var uppkveðinn stýrði Einar Arnói’sson réttinum. Honum hafði vei’ið falið af Her- manni Jónassyni lögi’eglustjói’a á- samt tveim öðrum lögíTæðingum, að rannsaka liugsanlegar misfellur á stjóm íslandsbanka í sambandi við annað mál, er snertir bankann. Ein- ar var þess vegna alveg sérstak- lega .kunnugur misfellunum á stjórn bankans. Og meðan stóð á sókn Jóns Asbjörnssonar fyrir Kr. Karls- son leiðrétti Einar livað eftir ann- að villandi frásögn lians, sem und- búin var af E. Claessen. Hinir tveir föstu dómarar í hæsta- rétti, Eggert og Páll, tóku sér stöðu við eða í dyrum lierbergis þess er liggur bak við dómsalinn. Mun þeim hafa þótt mei’kilegt að horfa á prófessora dæma eina í réttinum. Framan af mátti ekki skilja af for- sendum dónxsins hversu fara myndi. En er þar kom að áheyrendur máttu skiljá, hversu fara myndi, sáust glögg merki næmra tilfinninga á báðum dómurunum, einkum þó á Páli Hurfu þeir sýnum inn í her- bergi sitt. Höfðu áhorfendur það til mai’ks að hinir vitru og vel gefnu dómarar hefðu komist í nokkra geðbreytingu, er þeir sáu hinn nýja anda halda i nni’eið sína í réttar- salinn. það sem einkennir pi’ófessoradónx- inn er það, að hann byggir á því, að fyrst komi lífið, svo komi lögin, eins og norskur hæstai’éttardómari

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.