Tíminn - 12.03.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1932, Blaðsíða 2
40 TÍifflNN haldast, þó að fiskurinn sé í lágu verði. En ólafur Thors biður um ann- að. Fellum krónuna. Slítum hana frá pundinu og krónum nábúanna í austri. Þá getur framleiðslan borið sig. Alþýðuflokkurinn er ánægður, ef einhverjir halda að nafni til sama kaupi og áður. Að öllum líkindum taka verka- menn vel í vinmál Ólafs og Ja- kobs. Þá yrði flokkur verkamanna eins og ofurlítil lagleg og vel hýst hjáleiga í nánd við höfuðbólið. íhaldið yrði náðugt. Það biður ekki nema um lítilræði: Að verka- menn hætti að vinna að umbót- um með Framsókn. Svefn kyr- stöðunnar á að koma eins og áður var. Gott dæmi um heilindin í þess- ari nýju samsteypu má sjá af deilunum um vigtun á síld. Vil- mundur bar fram frv. Hann sann- ar að svikin eru mikil. Hann stað- hæfir að á einum togara frá ísa- firði sé tap fólksins 50 þús. kr. vegna sviknu síldarmálanna, mið- að við verzlun undanfarinna 5 ára. Er til atkvæða kom gengu allir íhaldsmenn í deildinni móti frv. Þeir vildu láta leikinn geta haldið áfram. En það var samþ. til 3. umræðu með atkvæðum samvinnumanna og verkamanna. Hversu myndi frv. þessu hafa vegnað, ef ólafur Thors hefði ver- ið kominn í meirahluta? Hve mik- ið tjón hefði sjómönnum verið að því, ef íhaldið hefði kúgað Vil- mund í þessu máli? Og þó er þetta ekki með stærstu hags- munamálunum. En það sýnir á hverju verkamenn eiga von frá sínum nýju flokksbræðrum. Auk þess myndi íhaldið tæplega hafa látið leita að sviknu mælikerun- um uppi á hinu grunsamlega rimlalofti. Ef til vill reyna verka- menn á sínum tíma að blíðmæli Jakobs Möllers og ólafs Thors eru nærri því eins haldlítil, þegar á reynir, eins og loftið var í hinu dimma pakkhúsi, þar sem ólafur, vinur verkamanna og sjómanna, geymdi sín dýrmætu mæliker. Gangleri. -----0----- Kosningar eru nýfamar fram í ír- landi. Flokkur lýðveldissinna, sem vilja skilnað við Breta, vann sigur. Foringi þess flokks er De Valera. Hann er nú orðinn forsætisrá'öherra íra. - 'i'rTírJjUÍi MDif i sveitun Einn af bankastjórum Búnaðar- bankans liitti mig á götu í Reykjavík í fyrra. Af því að við vorum mál- kunnugir tókst með okkur samræða. Meðal annars segir bankastjórinn á þessa leið: Nú verðið þið bygginga- mennimir að finna nýjar og ódýrar byggingaraðferðir fyrir bænduma, þvi þrátt fyrir allar góðar ráðstafan- ir, Bygginga- og Landnámssjóð og Búnaðarbankann, þá eru nýju bygg- ingamar í sveitum að sliga bænd- uma og allan búskap þessa lands. Eins og nærri má geta, gaf ég lítið út á þetta mikilvæga atriði, en dá- lítið hefi ég hugsað um það siðan. Langar mig nú til að skýra banka- stjóranum, öðrum valdhöfum búnað- armálanna og þeim bændum, sem enn eiga eftir að byggja upp bæina sina, frá athugunum mínum og til- lögum viðvíkjandi þessu máli. Síðan um 1915 að farið var að byggja upp sveittabæina, hefir það fyrst og fremst vakað fyrir bændum og þeim lánsstofnunum, sem hafa hjálpað þeim til þess, að byggt væri úr varanlegu efni, steinsteypu, og að stærð og gerð húsanna væri sniðin fyrir framtíðina. Annars hafa ekki fengizt lán til bygginganna. Stund- úm, þegar ég hefi viljað draga úr stærð sveitabæja, sem ég hefi gert uppdrætti að, hafa bændur sagt við mig stór orð, er hafa hljóðað á þessa leið: Við eigum að byggja stór og góð híbýli í sveitunum. það sem kostað er til húsakynna og ræktunar landsins verður aldrei tekið paðan Fulltrúar flokkanna í kjör- dæmaskipunamefndinni bera fram mismunandi tillögur um kjör- dæmaskipunina. Er því von á þrem nefndarálitum. Er álit „Sjálfstæðis“-manna komið, en ókomin eru enn álit Framsóknar- manna og Jafnaðarmannsins, en munu væntanleg von bráðar. Tíminn mun ekki ræða málið al- mennt fyr en þau álit liggja fyr- ir. 1 þingbyrjun héldu „Sjálfstæð- is“-menn flokksfund hér í bæn- um. Tillögurnar voru lagðar fyrir hann. Reykvíkingarnir höfðu tek- ið þessu vel. En fundarmenn utan af landi höfðu tekið þessu mjög illa. Urðu harðar umræður og er fullyrt að höfundur tillagnanna, Jón Þorláksson, hafi farið af fundinum í reiði og ekki komið þangað aftur. En fundurinn sam- þykkti síðan mjög strangar at- hugasemdir við tillögurnar og koma þær í bága við það, sem Jón Þorálksson telur aðalatriði málsins: en það er það atriði, að tala uppbótarsæta sé ótakmörkuð. Tillögur Jóns Þorlkssonar skapa kosningafyrirkomulag, sem hvergi á sinn líka í heiminum. Að hafa smákjördæmi samfara takmarka- lausum uppbótarsætum er kjör- dæmaskipun, sem engin þjóð hef- ir hingað til látið sér detta í hug að leiða í lög. Er það varla tilvilj- un, heldur mun hitt valda, að þetta mun óframkvæmanlegt án óviðunandi annmarka. Lætur Tíminn það bíða hinna ókomnu nefndarálita að ræða þetta fyrirkomulag í einstökum, atriðum. Þess skal aðeins getið, að ef þessar tillögur Jóns Þor- lákssonar hefðu verið orðnar að lögum er síðast var kosið' og ef atkvæðatölu.r þeirrar kosningar eru lagðar .til grundvallar með þeirri einu undantekningu að gert er ráð fyrir að Jafnaðarmanna- flokkurinn á Seyðisfirði hefði klofnað, þá hefði útkoman orðið ærið eftirtektarverð. Ef gert er ráð fyrir að kosningu hefði hlotið það flokksbrotið, sem klauf sig út úr Alþýðuflokknum — kallað sig t. d. flokk óhiáðra jafnaðarmanna — og frambjóðandinn hefði fengið rúmlega helming þeirra atkvæða, aftur. Og þó að við verðum gjald- þrota vegna þess koatnaðar, þá kaupa aðrir jarðimar fyrir lágt verð og njóta framkvæmdanna. En hver greiðir það sem framkvæmdamaður- inn ekki getur greitt? Lánsstofnunin, sem tapar fé á honum, verður að taka tap sitt með háum vöxtum af þeim, sem hún síðar lánar fé. Hafi sú lánsstofnun einnig viðskipti við aðra t. d. útgerðarmenn eða iðnaðar- menn, flyzt tapið yfir á þá atvinnu- vegi. Hið gamla góða orðtak verður þá ekki lengur fullgilt: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi“. Til þess að gera sér grein fyrir því, hvaða áhrif byggingarkostnað- urinn hefir á afkomu bændanna, vil ég taka dæmi af tveim bændum. Báðir hafa við lík búnaðarskilyrði að búa og þurfa báðir að byggja upp bæi sína. þeir hafa báðir fremur lítil bú og i mesta lagi einn vinnumann og eina vinnukonu. Hvor um sig get- ur lagt fram í vinnu og peningum til byggingarinnar 2000 kr. og fær afgang byggingarkostnaðarins lánað- an í lánsstofnun, sem lánar út á jarðimar til 24 ára með 6% vöxtum. Annar bóndinn byggir íbúðarhús úr steini í líku sniði og nú tíðkast og vandar til alls, svo sem verða má, og ætlast til að húsið verði fram- tíðarbygging fyrir bújörðina. Ég vil hugsa mér að þetta hús kosti 10.000 kr. Annars munu flest hús i sveitum kosta meira, þótt jörðin sé lítil og fólkið fátt. Bóndi fær þvi 8000 kr. lán og þarf að greiða árlega af því 640. kr. í vexti og afborgun, en á svo húsið skuldlaust eftir 24 ár. Ég vil hugsa mér að bóndi geti með dugn- aði staðið straum af þessu láni. En að hann geti ekki ræktað, nema að fá lán til þess dg ræktuirarstyrk. R&yk j avikurannáll Vetrarvinna. Á hverjum vetri koma fram há- værar raddir um hjálp í einhverri mynd til verkamanna hér í bænum, sem hafa litla atvinnu frá hausti til vertiðar. Kröfur komu fram um þetta á síðasta þingi og var ætlað nokkurt fé úr ríkissjóði í því skyni. Nokkuð eru skoðanir skiptar um það, hvernig haga skuli hjálp til at- vinnuleysingja. Er um þrjár leiðir að ræða, 1. að veita einungis lán eða styrk úr hlutaðeigandi sveitarsjóði, 2. að veita atvinnuleysisstyrk, sem svo er kaliað, og 3. að veita mönnum, sem þess þarfnast, einhverja atvinnu. Sú skoðun virðist helzt ríkjandi hér á landi, að verja því fé, sem ríki og sveitarfélög leggja fram til hjálp- ar atvinnuleysingjunum, til einhvers- konar framkvæmda. Nú skyldi mað- ur ætla, að borgarstjórinn í Reykja- vík hefði haft einhverja fyrirhyggju um vinnu lianda atvinnuleysingjun- um i vetur, þvi bæði var strax í sum- ar búizt við að slíka vinnu yrði að i'ramkvæma liér í vetur, og svo hefir bærinn undanfama vetur lagt fiam nokkurt fé til atvinnubóta. En eins og við er að búast ,er öll framlcvæmd hinna svokölluðu atvinnubóta hinn mesti skrípaleikur. Menn eru settir í jarðabótavinnu um hávetur. Sú vinna hefir gengið þannig, að verka- mennirnir hafa orðið að byrja á þvi á morgnana að moka veginn svo bíl- fært verði út á akurinn! í verstu ill- viðrunum komust verkamennimir stundum alla leið, ,en urðu svo strax að byrja að moka slóð til baka, ef þeir áttu að ná háttum heim til sín um kvöldið. Jarðabæturnar biðu, enda hefði ekki gert betui' en menn- irnir hefðu haft við að moka burtu snjónum, þegar verst viðraði. Gatna- gerð er lítið betur framkvæmanleg í hríðum og illviðrum en jarðabætur. fin þetta eru vinnuvísindi bórgar- stjóra og íhaldsbræðra hans i bæjar- stjórninni. Er hverjum heilskygnum manni sjáanlegt að betra er að borga verkamönnum einhvern lítilsháttar styrk heldur en hrekja þá út i ófær veður til að gera ekki neitt nema stofna heilsu sinni í hættu. Hvað á þá að láta vinna? Hér skal bent á tvennt. sem Haraldur Guðmundsson fékk, þá varð sú atkvæðatala undir- stöðutala um útreikning upp- bótarsætanna. Og tala íslenzkra alþingismanna hefði átt að verða 246 — tvö hundruð fjörutíu og sex. Grjótnáma bæjarins er rekin aðal- lega á sumrin. Hana ætti að reka ein- göngu frá hausti til vertíðar. Má auð- veldlega búa svo um, að unnið sé við mulning á grjóti og sandhreins- un í skýlum, sem hlífa verkamönn- um fyrir verstu illviðrum. í grjót- námunni má einnig höggva grjót til gatnagerðar og bygginga. Við þetta gæti fjöldi manna unnið í 4—5 mán- uði. þá þarf bærinn að koma upp vinnuskýli þar sem hann getur látið steypa allar pipur í skolpræsi, hell- ur og steina til gatnagerðar og bygg- inga, og ýmislegt fleira. pessa vinnu á eingöngu að vinna að vetrinum. ------------o--- F A víðavangi. Undirskriftirnar. íhaldið í Reykjavík hefir nú und- anfarna_ daga gengið bei’serksgang um bæinn í þeim tilgangi að heimta af mönnum, að þeir skrifuðu undir áskorun til þingsins um að breyta stjórnarskránni og knýja fram nýj- ar kosningar í miðri kreppunni. Ein- hverjir fávísir íhaldsmenn kunna að ímynda sér, að kosningar, sem stofnað er til út af breytingum á kjör- dæmaskipuninni muni gjöra þá nægi- lega vinsæla í landinu til að koma þeim upp í stjórnarstólana. En ein- kennilegt mætti það virðast, hve fast er gengið að þessari undirskrifta- smölun einmitt nú sömu dagana sem togaramir eru að fara út á veiðar. Timinn hefir frétt nolckur dæmi þess, að mönnum, sem ekki vildu skrifa upp á skjölin hjá íhaldinu, hefir ver- ið neitað um skipsrúm á togurum, þó þeir hafi verið þar lengi undan- l'arið. Vísir birti nýlega áskorun um að birt yrði opinberlega nöfn þeirra manna, sem ekki vilja skrifa undir. En sú ráðstöfun er sjálfsagt óþörf. það er nóg að sýna útgerðarmönn unum skjölin. Mbl. og útgeröin. Annað eins ráðaleysisfálm og for- ystugrein Mbl. í gær mun vára eins- dæmi hér á landi. Blaðið skýrir fiá því, að l okkuð margir af togurun- um í Reykjavík séu nú famir eða í þann veginn að fara á veiðar. Jatn- Iramt er skýrt frá því, að sjómenn- irnir séu ráðnir fyrir sama kaup og áður, þrátt fyrir ndkinn vilja út- gcrðanniunanna til að f.e.’i knojnð niður. Blaðtð barmar sér yfir þvf, að sjómannaféiagið hafi ekki einu sinni svarað bréfi útgerðarmannanna, og þeir hafi orðið að láta sér það lynda. Næst er það fullyrt, að útgerðin gcti ekki borið svona hátt kaup, og því hljóti að verða tap á atvinnurekstr- inum. Hinsvegar minnist blaðið ekk ert á, hver sé hin eiginlega orsök þess, að sjómennirnir ekki sjá sér fært að lækka kaupið, þ. e. hin óbærilega dýrtíð í bænum. Og ráð- stafanir til að draga úr dýrtíðinni má íhaldið ekki heyra nefr.dar. M. a. legst það nú sem fastast gegn húsaleigufrumvarpi Jörundar Bryn- jólfssonar og nýtur þar góðrar að- stoðar frá bandamanni sínum, Héðni. Niðurstaða Mbl. er svo sú, að úr þvi að togararnir hafi farið á veiðar með sama kaupi og áður, hljóti gengi krónunnar að falla. Hafa þá útgerð- armennirnir leyst togarana til þess eins að tapa á þeim og fella krón- una í verði? Eða er þessi grein í Mbl. ekkert annað en sama ábyrgðar- lausa óvitahjalið, sem verið er að stagast á í því blaði dag eftir dag og ár eftir ár? Ólafur Thors og sviknu mælikerin. Ut af Hesteyrarsvikunum hefir Vilmundur Jónsson flutt frv. um að framvegis skuli öll síld vegin en ekki mæld. Menn skyldu halda að Ólafur Thors hefði haft þá sómatil- finningu að segja ekki eitt orð um málið. Með því móti hefði hann gef- ið i skyn, að honum þætti leiðinlegt, að þessi svik hefðu komið fyrir og hann óskaði að slíkt yrði fyrir- byggt framvegis. En það var öðru nær. Að vísu varð hann að játa yfir- sjón sína, enda verður ekki um hana deilt. En hann vildi reyna að sanna sakleysi sitt með því að gróðinn af þessum svikum væri of lítill til þess að Kveldúlfur vildi l.eggja sig að svo litlu. Til sönnunar því vildi liann vitna um 25 ára kunningsskap við Vilmund, sem myndi sýna veg- legra innræti. Landlæknir svaraði því á þann veg að fyrir 25 árum liefði hann þekkt Ólaf að því að „svindla sér í gegnum próf með miklu monti og hundavaðshætti, en ekki þekkt manninn neitt síðan. Ól- afi þóttu þetta dauf meðmæli, sat hnípinn og undirleitur, og því lik- astur sem hann hefði helzt óskað sér að vera niður á botni á vel stóru mælikeri, með töluvert af síld ofan á sér. Allir íhaldsmenn í nd. greiddu atkvæði móti því að Ólafur þyrfti að losna við kerin framvegis. En frv. gekk samt gegnum aðra umræðu. Magnús Torfason og dýrtíSaruppbótin. Mbl. hefir nýlega ráðizt á Magnús Torfason sýslumann fyrir að hafa að þessu sinni óskað að vera í færri nefndum en stundum áður, og fyrir að taka ekki dýrtíðaruppbót af þing- kaupi sínu. það er áreiðanlega ó- Hinn bóndinn byggir sér ódýran bæ, og minna að rúmmáli en stein- húsið, en hlýjan og bjartan eins og það. Hann er byggður úr tré, torfi og sementsplötum. Bónda finnst hann fullnægjandi og að hann muni áreiðanlega endast í 24 ár. En hann kostar helmingi minna en hinn, eða aðeins 5000 kr. parf því þessi bóndi ekki að fá nema 3000 kr. að láni. 6% vextir og afborgun til 24 ára verður af því 240 kr. Bóndi gerir ráð fyrir að bærinn endist ekki nema 24 ár. Hann vill því leggja 200 kr. árlega í sjóð, sem hann á sínum tima geti byggt fyrir framtíðarbæ. Með 41/2% vöxtum v.erður þetta orðinn 1 9000 kr. sjóður eftir 24 ár. þrátt fyrir 1 þetta háa sjóðsgjald á þessi bóndi samt eftir 200 kr. til þess að hafa jafnhá árleg útgjöld og hinn vegna húsnæðisins. Noti hann það fé til þess að rækta fyrir ár hvert, er hann búinn að rækta um 50 dagsláttur eft- ir 24 ár, fái hann ræktunarstyrk sem svarar áburði og fræi í landið, eins og nú er veitt úr ríkissjóði. Rækti hinn bóndinn jafnmikið árlega og taki það fé, sem til þess þarf, að láni með 6% vöxtum, er liann búinn að greiða um 3500 kr. í vexti og skuld- ar 4800 kr. eftir þessi 24 ár. Viðhald á báðum bæjunum| vil ég leggja að jöfnu. Ódýri bærinn eyðilegst alveg í eldsvoða, og dýri bærinn, þótt úr steini sé, mun eyðileggjast að hálfu leyti. Tryggingargjöldunum er þann- ig fyrirkomið, að menn verða að tryggja jafnt það, sem getur ekki brunnið eins og það sem getur brunn- ið, eigi menn að fá skaðann bættan að fullu. Annars væri fullkomin þörf á því að taka til sérstakrar athug- unar eldsvoðatryggingar í sveitum. það virðist mjög ljóst af þessu dæmi, að sjálfsagt er að byggja bæ- ina svo ódýrt sem hægt er, á meðan bændur eru að rækta landið og safna fé til varanlegra bygginga. þetta hafa líka aðrar þjóðir orðið að gera. T. d. þegar Svíar um 1910 lögðu allt kapp á að fátækt fólk byggði sér nýbýli, heldur en að flýja landið til Amer- íku, var byggingarkostnaðurinn örð- ugastur viðfangs. En öllum ráðum var beitt til þess að draga úr honum, og menn létu sér nægja lítil húsa- kynni. Næst er þá að færa líkur að því, að hægt sé að byggja viðunandi hí- býli í sveit, fyrir 5000 kr. Ég bið menn að athuga meðfylgjandi upp- drátt. Herbergjaskipun gétur vel ver- ið á fleiru vegu. En einföld þarf hún að vera. Vinnukonunni ætla ég að sofa í „slagbekk" í stofunni. En hafi bóndi vinnumann, verður hann að þilja lítinn svefnklefa af geymslunni, frammi við bæjardyrnar.þetta er einn- ar hæðar hús, 10X8 m. að utanmáli. Undir því gæti verið dálítill kjallari til matvælageymslu, en ég geri ráð fyrir ca. 1 m. þykkri grjótfyllingu í hans stað, og að geymslan sé útbúin í sjálfu húsinu. Útveggirnir eru þannig gerðir, að grind úr 2X5” plönkum er reist. Utan á hana eru negld langbönd 2X2” og þar á skrúf- aðar „Etemit“-bylgjuplötur, sem eru sterkar, eldtryggar og vatnsþéttar. Upp í grindina sé hlaðið þurru og veltu góðu torfi og mosa. Innan á séu negldir renningar, 1X2” og á þá þiljað með „Masonite“-plötum, sem eru sterkar og brenna ekki, eða öðr- um ódýrum plötum, t. d. krossvið. Gólfið sé úr venjulegum furuborðum, olíuborið, og neglt á 2X5” planka er hvíla á gólffyllingunni. Milli plank-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.