Tíminn - 23.04.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1932, Blaðsíða 3
TIMINN -85 Hússtjórnarkennari Kennarastaðan við húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykja- vík er laus frá byrjun næsta skólaárs (þ. e. 15. sept. n. k.). Umsækjendur, með fullkomnu kennsluprófi, og helzt nokk- urri verklegri æfingu, sendi umsóknir sínar ásamt prófskírteini og meðmælum, ef fyrir hendi eru, til undirritaðrar forstöðukonu Kvennaskólans fyrir 15. júlí n. k. Ingibjörg H. Bjarnason. verði því betra til fóðurs, sem blað- vöxturinn er hlufallslega meiri, en að því má stuðla með því að bera á mikið af köfnunarefnisáburði. Eftirfarandi tafla, sem reiknuð er út eftir efnagreiningunni, eða tekin beint eftir henni, sýnir efnainnihald kálsins, blaða og leggja. Sé nú fóðurgildi kálsins reiknað út eftir efnagreiningunni og meltan- leikatölunum, og annars eftir venju- legum aðferðum, þá verður niður- staðan sú, að af hráu kálinu fara FóBurmergkál: Blöð lA og leggir % Vatn............................. þurefni.......................... Af þurefnum er: Aska...........-................. Köfnunarefnissamb................ Hráfita.......................... Tréni............................ Önnur efni....................... Alls Af köfnunarefnissamb. voru: Amidefni....................... • • Hráeggjahvíta.................. ■ • ■ þar af er meltanleg eggjahvita.. .. Meltanleiki eggjahvitunnár er því 78.08%*) pá sköpuðu þelr ríklsskuldír ís- lands. Síðari hluti stríðsáranna var góð- æri. Landið flaut í fjárhagslegri velgengni. Spekulantar söfnuðu stór- auði. Allir voru ríkir nema ríkis- sjóðurinn. Hann safnaði miljóna- skuldum. Og þó var ekkert gert svo að heitið gæti, til að bæta landið. Tvær hneykslislegar opinberar byggingar eru til frá þessum tíma. Hús yfir Sigurð Magnússon á Vífilsstöðum, sem kostaði um 200 þús. og tvö her- bergi í stjórnarráðinu, „kvisturinn", sem kostaði nærri 100 þús. krónur. íhaldið hlífði gróðamönnunum við sköttum, gerði nálega ekkert til framfara, en eafnaðl ríkísskuldun- um, nálega 14 miljónum, á sex ár- uml þegar íhaldið var búið að koma upp ríkisskuldunum, þurftu foringj- ar íhaldsstefnunnar að hugsa um bankana. íslandsbanki var sérstakt e.ftirlætisgoð íhaldsmanna. Hann hef- ir frá upphafi vega og þar til hann andaðist, verið undir stjórn ákveð- inna íhaldssinna. En stjórn hans var alveg samskoriar og stjórn B. Kr., S. E. og M. G. á fjármálum landsins. Á stríðsárunum og síðar tapaði íslandsbanki stórfé á hverju ári. Um 1920 var bankinn að lenda í stórvandræðum. „Fésýsiumenn11 Rvíkur heimtuðu af fulltrúum sínum á Alþingi, einkum Jakob Möiler, að landið tæki stórt viðskipta- lán. M. G. var tregur, en flokkurinn. kúgaði lmnn til að taka lán það sem Páll Torfason og Kúlu-Ander- sen útveguðu í London. Lánið var 10 miljónir. Af því fóru yfir 8 milj- ónir í bankana, en langmest í ís- landsbanka. ílmldið leyndi þessari skuld, eins og hún væri ríkinu óvið- komandi og taldi hana aldrei í landsreikningi. Jón þorl. hélt á- fram uppteknum hætti, sem fjár- málaráðherra. Hann tók aðrar 8 miljónir að láni erlendis, mest í veð- deildina. Fyrir það voru byggðar „villur" í höfuðstaðnum. Verzlun með byggingarefni var hin blómleg- asta. En fyrir forgBngu M. G. og J. p. var á árunum 1921—1927 búið aö taka 16 miljónir að láni erlendis, á nafn lanðsins, án þess að það væri talið fram í iandsreikningum. Og meginhlutinn ai þessn fó lenti hjá gjaldþrota viðskiftamönnum íslands- banka, og í veðdeild þá, sem aðai- lega heflr byggt hús, sem eru of dýr fyrlr íslendlnga að búa i. Jón Magnússon, Magnús Guðm. og Jón þorláksson róðu E. Claessen að íslandsbanka með 40 þús. kr. árs- iaunum. þessi kaupdýri maður stýrði bankanum meðan til vannst í anda síns t'lokks. Og að lokum fór svo, að banki þessi fór ó höfuðið 1930. Eftir rannsókn þeirra Einars Amórssonar, St. Jóh. Stefánssonar og þórðar Eyjólfssonar eru sannanleg töp bankans á fáeinum mönnum I8V2 miljón króna. Hefir sá listi ný- lega verið birtur hér i blaðinu. þar við bætist, að Útvegsbankinn, sem tók við af íslandsbanka, mun nú vera búimi að afskrifa nokkrar milj- ónir ul skuldum frá tíð fyrirrenn- arans og á því miður að likindum eitthvað eftir. íhaldið hefir þaimig myndað stórar rikisskuldir á árunum 1917 —1922, án þess að leggja í fram- kvæmdir. það hefir á árunum 1921 —1927 tekið um 16 miljónir að láni fyrir ríkið, án þess að telja það á landsreikningi, og látið féð í húsa- brask sitt, og bankastarfsemi Claes- sens. það hefir látið íslandsbanka blæða út. Ríkisskuldirnar voru 1927 raun- verulega 27,9 miljónir króna, og ís- landsbanki á heljarþröminni. Miðað við síðustu áramót hafa skuldirnar aukizt úr 27,9 milj. upp í 38,9 milj. En þessi aukning fór í bankana þrjá, síldarbræðsluna, símstöðina og útvarpið. Skulda-aukning Framsóknarfl. er þessvegna eingöngu í sambandi við umbætur og nýsköpun þjóðfé- lagsins, útvarp, símann, síldar- vinnzlu íslenzkra manna, eflingu þjóðbankans, eflingu landbúnaðar- ins, og að því er snertir Útvegs- bankann, vegna gamalla synda ís- landsbanka. En íhaldsleiðtogamir stofnuðu rikisskuldirnar, og töp íslandsbanka með því að halda uppi heimsku- legri fjármálastjórn fyrir þjóðina og hlutabankann, í því skyni að láta „merginn" þaðan ganga til að ala iðjulau»a óhófsstétt í iandinu. ** Fóðurmergkál A síðustu árum hefir athygli jarð- ræktarmanna á Norðuriöndum beinst m. a. að káltegund, sem kallast fóðurmergkál. f öðrum lönd- um, svo sem: þýzkalandi, Frakk- Jandi, Englandi og Ameríku á rækt- un þess sér lengri aldur en í ná- grannalöndunum er ræktun þess að vissu leyti á fyrsta tilraunastigi. Og liér á landi hefir það aldrei verið reynt, svo kunnugt sé, fyrr en sum- arið 1931. þá var það reynt hér i gróðrarstöðinni og á Sámsstöðum — og þó í mjög smáum stíl — og á Korpúlfsstöðum. Um uppruna ® og ættemi fóður- mergkálsins vita menn ekki með vissu, en álitið er að það sé kyn blendingur af grænkáli og hnúða- káli. Vaxtarlag þess er þannig á þroskaskeiði, að það hefir gildan, merg mikinn stöngul og stór og mikil blöð, sem líkjast liiómkáls- blöðum. Við góð vaxtarskilyrði verða sumar tegundir þess (eða afbrigði) 1,5—2 m á hæð og hver planta getur vegið 1,5—2 kg. því er sáð í raðir — eins og rófum eða kartöfl- um — með 30—60 cm millibili, og þannig sáð í raðirnar — eða grisjað í þeim — að þar verði 20—30 crn milli plantna. Yfirleitt eiga við það mjög hinar sömu ræktunaraðferðir sem við rófur eða kál — þó er grisj- un ekki nauðsynleg —, og sennilega þarf það álíka mikinn áburð. Auk þess að gefa af sér mikíð fóður og holt — m. a. vegna mik- illa vitamina — er því og talið það til gildis, að það sé sérlega vel til þess fallið, að gefa það með heyi, eða öðru þurrfóðri, fyrst eftir að skepnur eru teknar á gjöf, og þá einkum kýr, og svo hitt, að það iná láta það standa óslegið langt fram á haust, án þess að það tréni og verði tormelt við það, svo að gefa má það nýslegið, jafnvel fram á vet- ur, því að reynsla þykir fengin fyrir því, a'ð það þoli jafnvel allt að 10° frost, án þess að skemmast. En sé kálið fi-osið, verður vitanlega að þýða það, áður en það er gefið, og það er ekki ráðlegt að gera í fjós- inu — sem mörgum myndi verða að gripa til — vegna þess, að þá er hætt við að annarlegt bragð verði að mjólkinni. það sama getur og komið íyrir, ef mikið er gefiö af því, en ekki er talið að saki, þótt kúm séu gefin 20—30 kg. á dag, af nýslegnu kálinu, og dæmi eru talin til þess að kúm séu gefin allt upp -1 60 kg. á dag. Kýmar taka því vel, þegar í byrjun og sauðfé þó senni- lega enn betur. En fyrír það þarf að brytja kálið. — Meðal annars vegna þess hversu mikil A og D vitamin eru í fóðurmergkálinu, er það talið gott uppbótarfóður fyrir svín, einkum gyltur og grfsi. Svíar telja, að áburður þurfi að vera 200—300 kg 40% kalíáburður, 400 kg 20% superfosfat, og allt upp í 600 kg af þýzkum saltpétri, er sé borinn é í tvennu lagi. Líklegt þyk- ir þó að heppilegt sé að nota held- ur þvag en saltpétur, og skipta því þannig, að bera 50—100 hl á, áður en sáð er, og álíka mikið strax þeg- ar búið er að grisja í röðunum eða um það bil sem það mundi vera gert. Sáðmagn er talið 5—6 kg. á ha. eða 5—6 gr í 100m2. Fræið fæst í vor hjá Búnaðarfélagi íslands. Sé meira ræktað en það, sem brúka má jafnóðum og kálið er sleg- ið, er talið rétt að taka blöðin af og eyða þeim fyrst, en geyma þá legg- ina úti, og þekja þá til varnar, ef óttast má töluvert frost. Frjósi legg- irnir skal ekki taka meira úr byngn- um í einu, til að þiða upp, en það sem daglega verður notað. Hér í stöðinni var kálinu sáð í aðeins 157 m2. því var sáð 7. og 22. maf og slegið var það 24. október. Eftirtekjan varð 946 kg, eða sem svarar 60 þús. kg. af hektar af hráu káli. Við efnagreiningu reyndist þur- efnið 8,47%. Ef það væri þurkað svo að þruefnismagnið yrði 85%, en vatn 15%, þá yrði þurvigtin rétt að segja V10 af hrávigtinni eða 6000 kg af ha. í sambandi við efnagreininguna var athugað um hlutföll blaða og leggja, og reyndust blöðin 1/t, en leggirnir “/7 af öllu kálinu. í blöð- unum var þurefnið 14,9%, en 7,4% í leggjunum, og i hvorutveggja 8,47%, eins og áður segir. Af þessu má ráða, að blöðin hafa miklu meira fóðurgildl en le§gimir, og að kálið 15,4 kg í fóðureininguna, en af því þurkuðu 1.54 kg, eða með öðrum orð- um, að 100 kg af hráu káli gefa ná- lega 6,48 fe., en 100 kg af þurkuðu káli 64,81 fe, og er það lítið eitt lægra en sænskar tilraunir hafa sýnt (100 kg = 66 fe.). Að þessu leyti ber þvi litið á milli, samanborið við tilraunir og runn- sóknir í Svíþjóð. Um eftirtekjuna eru aðeins óbeinar upplýsingar í þeim heimildum, er ég hefi, en eftir þeim hefir uppskerumagnið reynzt frá 20 upp í 150 tonn af ha, og' eftir því sem næst verður komizt, virðist svo sem meðaltal hjá 38 ræktendum hafi verið rétt um 60 tonn, eða sem næst eins og hér í stöðinni. Á Sámsstöð- um samsvaraði eftirtekjan 71 tonni af ha, og lítur þá út fyrir að fóður- mergkálið geti náð hér álíka þroska eins og i Svíþjóð, eftir þeim gögn- um, sem nú liggja fyrir; en hvað okkur snertir skal viðurkennt að þau eru lítil. pað virðist þó auð- sætt, að gefa beri gaum að fóður- mergkálinu á þann hátt, að halda áfram tilraunum með það, og ekki væri nema gott um það að segja, ef bændur vildu þreifa fyrir sér með ræktun þess, þótt í smáum stíl væri i byrjun. Ef sú yrði raunin á, að arð- vænlegt þætti að rækta það og fóður- rófur, þá yrðu möguleikar til þess að hafa safarikt fóður handa kúm með heyi og kjarnfóðri allan vetur- inn, fyrst fóðurkálið framan af, og rófurnar þegar líður fram á. M. Stelánsson. ----O---- Hótanir ihaldsmanna Við umræður um framlenging verðtollsins i efri deild sagði Jón þorl., að hann og flokkur hans hefði í hyggju að koma í veg fyrir að landið gæti staðið í skilum með lögboðin gjöld. Eini kosturinn frá hendi íhaldsins væri sá, að Frám- sóknarfl. gæfi upp rétt bændanna til að hafa fulltrúa. íhaldsmenn heita fast á sócíalista, að hjálpa sér í þessu máli. Áthugum nú hvað leiðir af þess- ari stefnu. Reykjavíkurbær, þar sem íhaldið ræður, hefir árið sern leið, ékki framkvæmt nema lítið af áætlun sinni, fyrir peningaleysi. í Vestmannaeyjum, þar sem íhald- ið ræður líka, hefir ýmsum starfs- mönnum bæjarins verið borgað kaup nokkuð óreglulega upp á síð- kastið, líka fyrir peningaleysi. Ef íhaldið og sócíalistar standa saman um hótanir Jóns þorl., verður eitt- hvað líkt um gjaldgetu rikissjóðs eins og þessara tveggja heiðarlegu íhaldsbæjarfélaga. Næsta sumar yrði þá mjög lítið unnið að vegum, sím- um, vegaviðhaldi og brúm Verkfall J. þ., sem hann lokkar Héðinn út í, bitnar þannig strax í sumar á verkamönnum. Síðan kemur vetur- inn. Kaupstaðirnir óska eftir fé til atvinnubóta, en vita fyrirfi-am, að fé er ekki til, af því að fulltrúar kaupstaðanna hafa neitað um tekjur. Hrátt Þ u r k a ð Efni alls Þuvefni Efni alls Þurelni 0/0 alls 0/0 0/0 alls 0/0 91.53 15.00 8.47 85.00 • 1.07 12.63 10.73 12.63 1.07 12.68 10.78 12.68 0.16 1.86 1.58 1.86 1.92 22.69 19.29 22.69 4.25 50.14 42.62 50.14 8.47 100.00 85.00 100.00 0.41 4.88 4.17 4.88 0.66 7.75 6.61 7.75 0.515 6.05 5.16 6.05 Kreppufrumvarpið, sem á að lijálpa bændum og bátaeigendum, er byggt á því, að ríkissjóður geti hlaupið undir bagga með að greiða í bili nokkuð af útgjöldum þeirra framleiðenda sem erfitt eiga með skuldir sínar. Embættismennirnir og eftirlaunafólk fengi að lifa að einhverju leyti eins og þeir væru í föðurlandi Jóhanns og Gunnars. — þetta er það ástand, sem Jón þorl. er nú að vonast eftir að geta skap- að. Skyldu embættismenn landsins, verkamenn, bændur og bátaeigend- ur hugsa hlýtt til „leiðtoganna", þegar að kreppir? Bændur landsins eru ekki líklegir til að sinna hót- unum þessum. þeir munu ekki selja frumburðarrétt sinn. Og þeim finnst áreiðanlega ekki ástæða til að trúa Jóni þorl. fyrir að ávaxta stærra pund fyrir þjóðfélagið, eftir fram- komu hans hin síðustu misserin. K. B. ----o---- Síðasta jarðarmenið Ólafur Thors lýsti því yfir í út- varpsræðu á eldhúsdaginn, að hann og hans stétt væri nú fjármunalega mergsogin og máttvana, og að um næstu áramót yrðu læstir á þeim bæ, sem ættu íyrir skuldum. Er þetta hörmuleg lýsing á fjársíjóm þeirru manna, sem bankarnir trúa fyrir miljónum af veltufé þjóðar- innar. Út af þessari lýsingu var sagt i þinginu, að þaö væri sultardropi hangandi á nefinu á Ólafi. En sama vesöldin virðist vera víðar í íhalds- liðinu. Tökum stefnur Jóns þorl. í kjöi'dæmamálinu. Eftir kosningarn- ar 1927 rekur Jón þorl. Kr. Alberts- son ritstjóra frá blaði flokksins, fyrir að stinga upp á því, að upp- leysa kjördæmin. Á þingi 1930 ræðst hann á móti Héðni Valdemarssyni fyrir að vilja láta „höfðatöluna" ráða þingmannatölu. Árið 1931 gerir hann bindandi samning við sócía- lista um að beita öllu afli íhalds- ins til að eyðileggja núverandi kjör- dæmi og bræða saman heila lands- hluta í kosningaheildir. Eftir kosn- ingaósigurinn 12. júní þorir hann ekki að ráðast beint á gömlu kjör- dæmin, en leggur til að ræna Skag- firðinga, Eyfirðinga, Norðmýlinga, Sunnmýlinga, Rangæinga og Ár- nesinga öðrum þingmanni héraðsins, og bæta við uppbótarþingsætum eftir reglum, sem gerðu líklegt að þingmenn gætu orðið 200—300 að tölu. þegar flokksþing íhaldsins kom saman í vetur, sáu fundarmenn að Jón var að gera flokkinn hlægi- legan með bjánalegum tillögum. Flokksþingið „stýfir" þá Jón og mælir fyrir, að þingmenn megi ekki vera fleiri en 50. Jón tók nærri sér þessa kúgun, en gekk samt undir jarðaimenið, og leggur til að þing- *) Sænskar tilraunir telja meltan- leika hráeggjahvítunnar 75%, hrá- fitu 66%, trénis 48%, annara efna 88%, kolvetna 81% og lífrænna efna 78%. menn skuli tera 50, gömlu kjör- dœmin utan Reykjavíkur halda ein- um þingmanni hvcrt. F.n þó skuli réttur uppbótarþingmanna vera meiri, þannig, að löglega koSinn þingmaður með mikinn meirahluta eins og t. d. þorl. Jónsson 1 Hólum, hefði eftir tillögum Jóns getað orðið að skila Einari á Hvalnesi kjörbréf- inu og Einar farið á þingið, þó að aðeins 9 menn hefðu kosið hann. Auk þess hefir Jón þorl. lýst yfir að hann sé með báðum tillögum sócialistanna, að landið verði eitt kjördæmi, eða að landinu sé skift í sex kjördæmi, heldur en að það skipulag haldizt, sem var Jóni svo heilagt 1927, að hann rak fósturson Kveldúlfs frá flokksblaðinu fyrir það, að hann vildi þá einhverja af þeim mörgu breytingum, sem Jón vill nú. Sé því bætt við, til að sýna póli- tíska festu Jóns, að hann hefir við fimm kosningar boðið sig fram undir fimm mismunandi flokks- heitum, auk þess sem nú má nánast kalla hann handbendi sócíalista- flokksins í landsmálum, þá sést hve innviðaveikur maðurinn er. Eitt af skáldum landsins hefir lýst þessu nýlega í stöku þeirri, er hér fer á eftir: Bognir raftar bila senn. Breytt er nú um tóninn. Hefir skift um skoðun enn skemmsti íhalds Jóninn. K. E. ----o----- Ný spunaplanta Allir kannast við bómull, hör og hamp og ýmsa hluti úr þessum efn- um og flestir munu vita að þau eru unnin úr samnefndum jurtum. þess- ar og aðrar jurtir, sem vinna má úr þráð, garn, kaðla eða voðir 0. s. frv. kallast spunapurtir eða spunaplöntur. og eru þær mannkyninu til stórra nytja. Nú hefir fyrir ári síðan, eða vel það, bætzt við ein ný spunaplanta, sem „jukka" heitir og er af liljuætt- inni. Heimkynni hennar er einkmn Suðui^Ameríka, en einnif' er hún þó þekkt i Norður-Ameríku. Hefir nú tekist að rækta hana í garðyrlcjuskóla í Offenbach við Main i þýzkalandi og gera hana alveg óluiða hitanum, sem hún á við að búa. Eigandi skól- ans hefir nú tekið einkaleyfi á að- ferðum sinum við ræktunina — og er það i fyrsta sinni, sem þýzka einka- leyfisskriftofan hefir gefið einkaleyfi á ræktunaraðferðum. — F.innig hef- ir hann tekið einkaleyfi á aðferðum til þess að vinna spunaefni úr jurt- inni (þ. e. taugum hennar). Nú er og vefnaðarvörufirma 1 Hessen farið að vinna teppi o. fl. úr taugunum, og spunaverksmiðja þar er farin að spinna saman ull og „jukka", þar sem eru 40% ull og 60% „jukka". Segja kunnáttumenn að þetta garn hafi gott þanþol, sé þó fast, taki vel lit og só ódýrt. Ennfremur hafa verið ofnar voðir úr 20% af. ull og 80% af „jukka", og er sagt þær séu þvinær óviðjafnanlega sterkar, og fallegar. í þýzkalandi eru „jukka“-taugarnar lielmingi ódýrari en bómull og tvisv- ar sinnum ódýrari en lin (hör). Sé hér um sannar sagnir að ræða og ræktun þessarar plöntu fær mikla útbreiðslu — þótt ekki yrði hér á landi — þá gæti það e. t. v. orðið þýðingarmikið fyrir íslenzkan ullar- iðnað í framtíðinni, ef fá mætti úr ullinni afbragðsfallega dúka með því að kemba „jukka" saman við hana. — Til ganmns skal þess getið í þessu sambandi, að áður fyr hefir verið spunninn þráður úr brenninetlunni. M. S. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.