Tíminn - 23.04.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.04.1932, Blaðsíða 4
/ m TTMTHTN Hjartans þakklæti votta ég hérmeð öllum þeim fjölda manna, bæði Reykvíkingum, sveitungum mínum og öðrum nær og fjær, sem með sérstakri alúð og drenglund lögðu fram óskifta krafta sína við leit að bróður mínum, Guðmundi Guðmundssyni frá Efri Brú, sem haldið var að orðið hefði úti á austurleið í janúar s. 1. Einnig færi ég innilegar þakkir öllum þeim, sem á einn og annan hátt sýndu okkur fullkomna hluttekningu og samúð við fráfall hans og jarðar- för, svo og við andlát og greftrun bróður míns ögmundar Guðmunds- sonar, er dó 15. marz s. 1. og móður minnar, Steinunnar Þorsteins- dóttur, er lézt 8. janúar s. 1. F. h. föður míns og systkina. Efri Brú í Grímsneai, 17. apríl 1932. Guðm. Guðmundsson. Nýjar Kvöldvökur eru ódýrasta og alþýðlegasta tímarit landsins. Þær eru 24 arkir ár- gangurinn og kosta aðeins kr. 5.00. Þær flytja sögur, kvæði alþýð- legar fræðiritgerðir og bókmenntapistla. — 1 ár er kaupendum, nýj- um og eldri, boðin sérstök vildarkjör: 30.00 kr. í kaupbæti, þannig: að þeir geta fengið 12 góðar bækur, sem kosta 60.00 kr. með út- söluverði, fyrir hálfvirði. Nánar um þetta geta menn séð í auglýs- ingu, sem prentuð er á kápu 1.—3. heftis Nýrra kvöldvaka þetta ár. Nýir kaupendur fá ennfremur seinasta árgang N.-Kv. í kaupbæti, ef þeir greiða yfirstandandi árgang um leið og þeir panta hann. Ennfremur fá kaupendur eldri árganga fyrir aðeins 3.00 kr. hvem. Nýir ábyggilegir útsölumenn óskast í þeim sveitum og kauptúnum, þar sem N.-Kv. hafa enga útsölumenn fyrir. Góð sölulaun í boði. 1 ár flytja N.-Kv. kvæði eftir Davíð Stefánsson o. fl. góðskáld, Fnjóskdælasögu (mjög merkilegt rit), greinar frá Malayaskaga eftir Sigfús Halldórs frá Höfnum, sem hefir dvalið þar í þrjú ár, frum- samdar sögur eftir úrvalshöfunda íslenzlta og þýddar sögur eftir ágæta erlenda höfunda, auk gamansagna, fræðipistla, æfintýra o. fl. o. fl. Nýjar kvöldvökur geta menn pantað hjá flestum bóksölum og öðrum útsölumönnum þeirra víðsvegar um land eða beint frá útgef- anda, sem er Bókaverzlun Þorsteins M. Jónssonar Á AKUREYRI. Nýja söðla-og aktygjavinnustofu opna ég við Ölfusárbrú (í næsta húsi við Landsbankaútibúið) föstudaginn 6. maí næstkomandi. Verða þar ávalt fyrirliggjandi hnakkar, aktygi, beizli og allskonar varahlutir og ólar tilheyrandi söðla- og aktygjasmíði. Einnig unnið að aðgerðum. — Vönduð vinna og efni og sérlega lágt verð. Kristinn Kristjánsson, söðlasmiður FERÐAMENN sem koma til Rvflrur, fá her- bergi og rúm með Lækkuðu verði á Hverfisgötu 32. SKRIFSTOFA FR AMSÓKN ARFLOKKSIN S er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Til sölu góð. og vönduð gufuvinda. Upplýsingar á skrifstotu húsameistara ríkisins. ELOGHROM-filmur (ljós- og listnæmar) 6X9 cm. á kr. 1,20 6V*X9 cm. á kr. 1,50 Ef 10 filmur eru keyptar í einu, reiknum við ekki flutn- ings- og eftirkröfu kostnað. Sportvöruhús Reykjavíkur Reykjavík, Box 384 Tveir dómar 1 áfengismálum. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, varð það á öndverð- um þessum vetri uppvíst, að fs- leifur Briem, fyrverandi starfsmað- ur hjá frakkneska konsúlnum hér í bænum og Bjöm Bjömsson, bakara- meistari, höfðu orðið brotlegir gegn áfengislöggjöfinni. Rannsóknin i málum þessum hófst hinn 26. nóv- ember s. 1. haust. Varð hún af ýms- um ástæðum tafsöm, svo sem vegna þess, að brotin voru framin fyrir alllöngu síðan og þvi örðugra um sönnunargögn, og þó varð það einkum til að málin drógust á lang- inn, að leita varð uppiýsinga er- lendis. Að loknum frumprófum var mál ísleifs Briem fyrir milligöngu dóms- mélaráðuneytisins sent frakkneska konsúlnum í Reykjavík til umsagn- ar og barst umsögn hans lögreglu- stjóranum í hendur hinn 27. febrú- ar s. 1. Var rannsókninni þá þegar haldíð áfram og var dómur síðan kveðinn upp í málinu hinn 11. marz. Var ísleifur Briem dæmdur i 3 mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 4000 króna sekt til ríkissjóðs, og var vararefsing sektarinnar ákveðin einfait fangelsi í 95 daga. Auk þess slcyldi hann greiða 2160 króna aukagjald í ríkis- sjóð og allan kostnað sakarinnar. — þess er vert að geta, að ísleifur hafði í fyrstu haldið því fram, að hann hefði haft fulla heimild frakk- neska konsúlsins til þess að flytja áfengi til landsins á hans nafn, en siðar játaði hann þann framburð sinn rangan og að konsúllinn hefði á engan hátt komið við þetta mál. Enda upplýstist, á annan hátt, að svo hafði ekki verið. Eins og áður hefir verið getið, var brot Björns Björnssonar í því fólg- ið, að hafa flutt áfengi til landsins á nafn franska herskipsins, er hér var statt vorið 1931. Vegna viðskifta hans við menn á skipi þessu, þótti nauðsynlegt, að fá málið rannsakað 1 Frakklandi og var málið þvi sent þangað í desem- ber. Rannsókn þessi gekk mjög seint, og loks hinn 4. apríl s. 1. barst lögreglustjóranum skýrsla franska utanríkisráðuneytisins um rannsókn, sem flotamálayfirvöldin höfðu framkvæmt í málinu. Var rannsókn þá þegar . haldið áfram, sem leiddi til málshöfðunar gegn Birni Björnssyni. Var dómur i þvi máli kveðinn upp hinn 12. apríl. Var Bjöm talinn sekur um að hafa smyglað til landsins 62 kössum af á- fengi og var liann dæmdur í 60 daga fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi og 24 þús. króna sekt til ríkissjóðs. Vararefsing sektarinnar var ákveðin einfalt fangelsi í 12 mánuði. Mun þetta sú þyngsta refs- ing, sem dæmt hefir verið í fyrir á- fengisiagabrot hér é landi. — -----o----- „ Arásir Morgunbl. á ríkisútvarpið. Mbl. hefir eins og kunnugt er legið á þvi lúalagi að gjöra ríkisútvarpið tortryggilegt og koma þvi inn hjá almenningi, að útvarpið skýrði rangt og hlutdrægt frá atburðum. Allir vita að þetta er vanmáttug helndartilraun blaðsins við þann pólitíska andstæðing, sem veitir út- varpinu forstöðu. En allar dylgjur Mbl. hafa hingað til orðið því sjálfu til minnkunar. Hér skal nefnt eitt dæmi. I sambandi við fregnir J;ær, sem útvarpið flutti um úrslit Keflavíkur- deilunnar í vetur birtist eftirfarandi grein í Mbl. 13. febr. s. 1.: „Útvarpsfréttirnar eru að jafnaði, sem kunnugt er, sniðnar ineð það fyrir augum, að þær fegri málstað sósíalista. í gærlcvöldi var t. d. talað um Keflavikurdeiluna í útvarpið með þeim hætti, að hlustendur, sem ekki hafa aðrar fregnir af deilunni, gátu vel litið svo á, sem Alþýðu- samband' íslands hefði farið þar með sigur af hólmi. Sjálfstæðis- mönnum um land alit, er nú svo kunnugt um hlutdrægni ríkis- útvarpsins, að þeir glæpast vart á því að trúa útvarpsfréttum er snerta kaupdeilur eða þess háttar". Stjórn útvarpsins sendi Mbl. tafar- iaust eftirfarandi vottorð og krafð- ist þess, að þau yrðu birt í blaðinu, eitt frá oddviíanum í Keflavík og tvö frá starfsmönnum í útvarpinu: Vottorð nr. 1. „Afrit aí simskeyti til Ríkis-útvarps- ins Nr. 30, þ. 13. februar 1932, kl. 12,50. „það vottast hérmeð, samkvæmt beiðni, að útvarpsfrétt um lok Kefla- víkurdeilunnar, er lesin var í kvöld- fréttum útvarpsins 12. þ. m., var borin undir mig af fréttamanni út- varpsins. Eftír því sem ég þá bezt vissi, hafði óg ekkert við fréttina að at- iiuga, það sem hún náði. Guðmundur Guðmundsson. oddviti". Vottorð nr. 2. „það vottast hérmeð, samkvæmt beiðni, að þ. 12. febr. 1932, að kvöldi, gaf útvarpsstjóri þá skipun é frétta- stofu útvarpsins, að skýrsla um lok Keflavíkurdeilunnar, er útvarpinu barst frá form. Verkamálaráös Al- þýðusambands íslands, Héðni Valdi- marssyni, skyldi borin undir for- vígismenn útgerðarmanna i Keflavik, og að athugasemdir, er kynnu að verða gerðar, skyldu aftur bornar undir formann Verkamálaráðsins og það eitt birt, er báðir aðilar kæmi sér saman um í málinu, svo komizt yrði hjá þrætum. Vottorð þetta er ég reiðubúin að staðfesta með eiði, ef krafizt verður. Reykjavík, 13. febr. 1931. Aðalbjörg Johnson“. Vottorð nr. 3. „])að vottast hérmeð, samkvænu beiðni, að þ. 12. febr. 1932 að kvöldi, bar ég, samkv. fyrirmælum útvarps- stjóra, undir oddvita Keflavíkur- hrepps, Guðm. Guðmundsson, skýrslu um lok Keflavíkurdeilunnar, er útvarpinu hafði borist frá for- manni Verkamálaráðs Alþýðusam- bands íslands, Héðni Valdimarssyni, áður en hún var lesin upp i útvarp- ið. Hafði oddvitinn ekkert við skýrsl- una að athuga. Vottorð þetta er ég reiðubúinn að staðfesta með eiði, ef krafizt verður. Reykjavik, 13. febr. 1932. Ásgeir Magnússon". Loksins þann 15. apríl eftir ir tveggja mánaða tíma, og eftir tvær stefnuvottaheimsóknir á skrif- stofu blaðsins, neyðast ritstjóramir til að birta vottorðin og ómerkja þannig rógburð sinn. -----o----- Tilkynniné um síldarloforð til Síldarverksmiðju ríkisins á Síglufirði Þeir, sem vilja lofa síld til vinnslu í Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði á næstkomandi sumri, skulu innan 20. maí n. k. hafa sent stjórn verksmiðjunnar símleiðis eða skriflega tilkynningu um það. Útgerðarmaður skal tilkynna hvaða skip hann ætlar að nota til veið- anna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess að afhenda verk- smiðjunni alla bræðslusíldarveiði skips síns eða skipa, eða aðeins hluta veiðinnar. Þau skip, sem afhenda verksmiðjunni alla veiði sína, eða alla bræðslusíldveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipum með samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af bræðslusíldarveiði sinni, eða hafa enga samn- inga gert fyrirfram. Verði meira framboð á síld en verksmiðjustjómin telur sýnilegt að verksmiðjan geti tmnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur til að ákveða, af hve mörgum skipum verksmiðjan taki síld til vinnslu. Ef um framboð á síld til vinnslu er að ræða frá öðrum en eigend- um veiðiskipa, skal sá, er býður síldina fram til vinnslu, láta skilríki fylgja fyrir því, að hann hafi umráðarétt á skipinu yfir síldveiði- tímann. Verksmiðjustjómin tilkynnir fyrir 10. júní n. k. þeim, sem boðið hafa fram síld til vinnslu í verksmiðjuna, hvort hægt verði að veita síldirmi móttöku og skulu þá allir þeir, sem lofað hafa síld til verksmiðjunnar og stjórnin hefir ákveðið að taka síld af, hafa inn- an 20. júní n. k. gert samning við verksmiðjustjórnina um afhend- ingu síldarinnar. Að öðrum kosti er verksmiðjunni ekki skylt að taka á móti lofaðri síld. Siglufirði, 4. apríl 1932. Stjóm Síldarverksmiðju ríkisins. Þormóður Eyjólfsson G-udm. Skarphéðinsson Sveinn Benediktsson Sáðvörur Eins og að undanförnu seljum vér eingöngu vel verkaða norska sáðhafra og úrvals grasfræ. Gi'asfræblanda vor kostar kr.: 2.60 kílóið og er þannig sam- sett: Háliðagras, finskt fræ...................... 86% Vallarfoxgras, norskt fræ................... 23% Vallarsveifgras, canad. fræ............... 18% Língresi, norskt fræ........................ 12% Hávingull, danskt fræ.......................4,5% Akurfax, danskt fræ.........................4,5% Hvítsmári (Morsö), danskt fræ .. .. 2% AUs 100% Tryggið ræktunina með því að nota eingöngu góðar sáð vörur. SAMBAND lSL. SAMVINNUFÉLAGA. |*fi Allt með islenskiiin skipum! Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Frentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.