Tíminn - 07.05.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1932, Blaðsíða 4
74 TÍMINN Vér tilkyxixiiim hér með að vér höfum falið söluumboð vort á Islandi: Skipasmíðastöð Reykjavíkur (Magnús Gruðmundsson). Pyrverandi ^imboðsmaður vor, Ingólfur Espholin, hefir því engan rótt til að annast nein viðskifti fyrir vora hönd. J. & C. G. Bolinders Mek. Verkstads A.B. Stockholm. (Frh. af 1. síðu). láta allt sitt liö ganga til þess eins, aÖ framleiða sem mest. þeir spara viö sig á öllum sviöum, meöan á kreppunni stendur. — Framsóknar- stjómin, „bœndastjómin", fer ná- kvæmlega eins aö. Hún neitar nú aö taka vinnuaflið frá framleiðsl- unni og halda uppi stórum flokkum til aö skapa framtíðarverðmæti- eins og stórhýsi, vegi, brýr, hafnir og símalínur. Hún hefir, eins og bændumir, fundið rétta meðalið við kreppunni, — að láta aUt vinnuaflið stunda þá íramlelðslu, sam gelur skjótan arð. þegar framleiðslan er fallin í verði, er eina ráðið til við- reisnar, að auka hið innlenda vöru- magn. Flestum vegagerðarmönnum, simamönnum og öðrum, sem ríkið hefir haft við framtíðarstörf, verður það nú að skila af sér til atvinnu- veganna. þessir menn verða að framleiða meiri fisk, meirl landbún- aðarafarðir, mairl iðnaðarvörur. Og öll þjóðin verður að spara. þess vegna hefir stjómin sett innflutn- ingshöft og lagt fram frumvarp um skatta á óhófsvörum. þetta em þau ráð, sem eiga að bæta úr brýnustu vandræðunum. En öllum Framsóknarmönnum er ljóst, að ef grafa á fyrir rætur kreppu þessarar og annara viðskiptahallæra, verður eina ráðið gjörsamlegt niður- brot á öllum skjaldborgum íhalds- manna i h.eiminum. En þessar skjaltíborgir em í öllum löndum: Vald íárra manna yfir atvinnu og veltufé, (eins og t. d. útgerðarmanna hér), háir tollmúrar milli landa og hemaðarlund ihaldsflokkanna. í þessa stað þarf að koma ■'vald sam- vinnufélaga innanlands og frjáls og vinsamleg samvinna þjóða, IV. íhaldsmenn og jafnaðarmenn höfðu harðar hótanir á eldhúsdag- inn. Eigingirni þeirra flokka og öf- und til Framsóknar em drápsklyfjar á húðarklárnum, sem þeir eignuðust í félagi í brallinu í fyrra, svo skepn- an er farin að draga kviðinn í saur- inn. Ekki hallar á, og ekki er rúm fyrir lóð af ættjarðarást að hafa í pinkli ofan á milli........ Fjárlögin á aö fella, banna ríkinu að afla sér nauðsynlegra tekna, ef Framsóknar- meirihluti þingsins beygir sig ekki fyrir minnahlutanum, selur hags- muni alls landsins aftur fyrir flokkshagsmuni þeirra sameinuðu. Öðmvísi höguðu Framsóknarmenn sér í minnahluta, er þeir knúðu J. þorl. til þess að hætta skuldasöfn- un. þetta nýja Reykjavíkur-„com- pany", er stutt af blöðum, sem kost- uð em af dönsku fé. Enda virðist það verra en sk,eytingarlaust um menningarlegt, fjárhagslegt og stjómarfarslegt sjálfstæði landsins. Sveitimar og hin fomislenzka þjóð- lega menning eiga aö lúta fyrir al- þjóðlegri auðvaldsstefnu, eða rúss- neskum bolsevisma, fjárhagur lands- ins íyrir f lokkshagsmunum „com- panysins", stjómarfarið að molna sundur fyrir „handafli" upphlaups- manna í Reykjavík............. Gaman- samur náungi hefir búið til „íhalds- kort" af landinu. þar em ihaldshér- uðin svört, aðeins þrír útskagar og Borgarfjarðarsýsla, Hitt er hvítt. Gaman væri að Tíiminn birti svona kort....... Ég er viss um að við næstu kosningar fækkar svörtu blettunum íhaldsins. V. Mikiö er talað hér um kjördæma- málið. Líklega verða írambjóðendur íhaldsins margir tugir héma næst. Alltaf gaman að sjá nafnið á prenti. Og þegar þingmenn verða hátt á þriöja hundrað, þá er alltaf vissara að hafa munninn npinn, til þess aö taka við því, sem hrjóta kann af flokksstjómarborði, það er að segja, eí J. þorl. tekst að gera landið frægt að þessum endemum. — Ég hefi heyrt að öll forgöngu- lönd í þingræðismálum hafi fyrir reglu, að láta þingmannatölu höfuð- borganna vera minni að tiltölu en annara landshluta. Ekki getur J. þorl. um þetta. þaö var sagt, að þegar íhaldið var að taka lánin hefði það æfin- lega snúið sér til bankaþjóna, en ekkí farið til forystumanna i fjár- málum. Ef þessi saga er sönn, þá er sama hugarfarið enn hjá J. þorl. Hann vill heldur læra af nemend- nm en kennurum. Englendingar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa kennt öörum þjóöum þingræöiiregl- ur. Af þeim vill hann ekkert læra. Hvernig fara forystulöndin að spoma við ofurvaldi höfuðborg- anna? það þyrfti að rannsaka það og birta opinberlega. Engin þjóð er i meiri hættu fyrir höfuðborgarein- veldi en íslendingar. Reykvíkingar hafa svo marga aðstöðu til að ráða mestu um landsmál. Flokks- stjórnirnar eru vanalega skipaðar Reykvíkingum eingöngu. þær ráða rnestu um hverjir eru í kjöri, og gangi mála á þingi. Reykvíkingar hafa aðstöðu til að tala máli sínu við alla þingmenn. þeir sitja við kjötpott landsins, þar er stjórn landsins og stjórnir allra ríkis- stofnana. Reykjavík mun, að tiltölu við þjóðarstærð, einhver stærsta og öflugasta höfuðborg heimsins. Við bændur krefjumst þess af Framsóknarmönnum, að þeir lialdi fastan vörð um réttindi þeirra 3A hluta þjóðarinnar, sem búa utan Reykjavíkur, gegn einveldi fjórða hlutans í Reykjavík. Hinir flokk- amir mundu, ef þeir væru einráðir, með kjördæmaskipan sinni, gefa Reykjavík og flokksstjómunum þar fullkomið einveldi í stjórnmálum. VI. Ég var búinn að leggja bréfið til hliðar, en ekki að loka því nú þegar áfengisumræður hófust... Nú er Guðm. Hannesson öllum undrunarefni. Og þó era nú ýmsar gátur ráðnar. Mönnum hefir verið það, til dæmis, ráðgáta, hvers vegna læknar eru, að því er almenningi virðist, drykkfeldasta stétt lands- ins, og sú, sem einna mest hefir farið í kring um bannlögin, að til- tölu við fólksfjölda stéttarinnar. Nú er sú gátan ráðin. Allir ungu lækn- amir hafa haft fyrir læriföður æst- asta brennivínspostula, sem opnað hefir sinn munn á íslenzku, mann, sem virðist vilja brjóta allar stiflur fyrir áfengisflóðinu, veita því ó- hindruðu inn í landið, og leyfa hverjum, sem vill, að opna áfengis- lindir hér heima, mann, sem græt- ur frammi fyrir allri þjóðinni af meðaumkvun með smyglurum og brugguram, en á ekki skilning á böli kvenna og bama ofdrykkju- mannsins, sem lærisveinar hans hafa látið íá áfengi. þessi maður er einig hylltur, sem foringi eldri læknanna. — Verður þung ábyrgð þessa lækna-„goða“ á efsta eldhús- degi. ----•---- Spurning-ar til útvarpsnotenda. Útvarpsráðið biður alla útvarps- notendur að svara eftirfarandi spurningum og senda svörin til út- varpsráðsins. 1. Hversu langan útvarpstíma vilj- ið þér hafa daglega fyrir almennt efni (erindi, fréttir, hljómleika)? 2. Hverja tvo klukkutíma dagsins teljið þér heppilegasta fyrir útvarp? 3. Hvenær viljið þér hafa: a) al- mennar iréttir? kl....... b) erindi? kl.... c) þingfréttir? kl.... d) hve- nær þingfréttir, ef þær eru um miðj- an dag? kl...... 4. Ef skemmtiútvarp er um miðj- an dag, hvenær viljið þér hafa það? kl.... 5. Viljið þér hafa búnaðarfyrir- lestra? .... Hvaða daga? .... Hve- nær dagsins? kl...... 6. Hversu oft viljið þér hafa er- indi: a) á vetrum? .... b) á sumr- um? .... 7. Hversu löng viljið þér hafa út- varpserindi (í mínútum)? ......... 8. Hversu oft viljið þér hafa upp- lestur? .... 9. Hvaða uppl.estrarefni viljið þér helzt: a) kvæði? .... b) fomsögur? .... c) nútíðar bókmenntir? .... d) annað sórstakt efni? .... 10. Viljið þér hafa leikrit? .... a) einn þátt? ,...b) heilt leikrit? .... 11. Teljið þér rétt að hafa sérstaka barnatíma? .... a) hversu oft?.... b) hvenær dagsins? kl........ 12. Óskið þér eftir tungumála kennslu? .... a) i hvaða málum? ■ •'... b) hvenær dagsins? kl. .... (þó ekki 20—22). 13. Hversu margar messur teljið þér rétt að hafa hvern helgidag?.... 14. Viljið þér hafa föstumessur?.. 15. Hvenær dagsins viljið þér messu, ef ein er? kl...... 16. Ilafið þér nokkrar sérstakar’ óskir um messugerðir að öðru leyti? ....................... 17. Hver tegund hijómleika líkar yður bezt: Óperur? .... Svmphon- íur? .... Kammermúsík? .... Karla- kór? .... Blandaður kór? .... Ein- söngur? karla? .... Einsöngur kvenna? .... 18. Hvaða hljóðfæri feilur yður bezt? ........... 19. Viljið þér hafa danslög? .... Hversu oft? ........ 20. Viljið þér hafa kvæðalög? .... Hversu oft? .......... 21. Hvaða efnis saknið þér mest í útvarpinu? -.................... 22. Hvaða efni þykir yður helzt um of? .......... 23. Hverjar aðrar athugasemdir viljið þér gera um útvarpsefni? 24. Hversu margir fulltíða menn hlusta á útvarpstæki yðar: a)venju- lega? ..... b) þegar sérstakt út- varpsefni er, t. d. útvarp frá Al- þingi, stjórnmálaumræður o. s. frv.? 25. Hversu margir fulltíða hlust- endur standa bak við þau svör, scm þér sendið? .. Eins og sézt á 25. spurningu, er ekki ætlazt til að hver og einn hlustandi svari sér í lagi, heldur t. d. hvert heimili fyrir sig. Að lokum óskast getið um iieim- ilisfang þess, sem svarar, eða liérað, t. d. kaupstað, hrepp, kauptún o. s. frv. Sérstaklega er þess óskað, að svörin beri með sér, hvort þau eru úr sveit eða úr kaupstað. Svörin óskast send sem allrafyrst. ---o--- Mínnmgarorð Föstudaginn 14. ágúst síðastl. and- aðist í Sjávarhólum á Kjalamesi Elli Baldvin Pálsson bústjóri, eftir stutta legu. Elli Baldvin var fæddur á Brekku í sömu sveit 19. apríl 1902 og flutt- ist þá 6 vikna gamall að Sjávarhól- um með foreldrum sinum og dvaldi þar síðan. — Hann hafði verið um nokkurt skeið mikið kvefaður og oft lasinn, en bar það með leynd. Móðir hans, Elín Halldórsdóttir hús- frú í Sjávarhólum andaðist 24. júlí eftir nokkurra mánaða þunga legu. Andlát hennar tók mjög á hann, og það, ásamt missvefni og áreynslu, lagði hann í rúmið og dró hann til dauða eftir 5 daga legu þ. 14. ágúst. Eftir 3 vikur frá dauða móðurinnar var einkasonurinn liðið lík. Sorgar- fregnin flaug um sveitina og máttu menn því vart trúa. Elli Baldvin var' prýðilega vel gefinn, ágætlega greindur, athugull og röskur maður til allra verka. Hann sýndi frábæran dugnað við stjóm á búi móður sinnar og bætti jörðina mikið að húsum og ræktun. Einnig var hann áhugamaður um öll landsmál og fylgdi Framsókn að málum. í hópi Kjalnesinga er sæt.i hans enn óskipað. Elli Baldvin var mikill trúmaður og sýndi í banalegunni óvenju mik- ið þrek og trúartraust. Síðasta dag- inn sem hann lifði, talaði hann um dauðann sem sjálfsagt verk er þyrfti að vinna, og ráðstafaði öllu. Síldartunnur Bú Síldareinkasölu íslands heíir til sölu fleiri þúsund síldartunnur bæði nýjar og notaðar. Nýju tunnurnar seljum vér til muna lægra verði, en erlendar tunnur kosta hingað komnar, Góðar, þéttar og vel hreins- aðar notaðar tunnur, hentugar undir krydch síld verða seldar með sérstöku tækh færísverðí. Semjið við oss, eða trúnað- armenn vora á Akureyri og Siglufirðí, áður en þér festið kaup hjá öðrum. Skílanefnd Síldareínkasölu Islands Reykjavík. Sími 1733 HAVNEM0LLEN KAUPMANNAHOFN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og HVEITI. Meiri vörugæði ófáanleg S.X.S. slciftir ©Í3ZLg:Ö22LgnjL vlð olc3cvu Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, i& h«r- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 32. SKRIFSTOFA FR AMSÓKN ARFLOKKSIN S er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. „Ég vildi gjarnan lifa lengur og vita hvað ég gæti gert, en guð ræð- ur“, sagði hann. Og seinast er hann mátti varla mæla, jókst honum svo mikill krafíur, að liann blessaði systur sinar, ættingja, vini og svoit- ina með hljómfagurri röddu, er barst um allt húsið, og signdi sig og gaf upp öndina. Orð hans hljóma enn sem síðustu orð hins deyjandi ætt.ingja og vinar, og eru sem heilög orð — orð, sem lýsa inikilleik hinnar sönnu guðs- trúar, er gefur hinum deyjandi rnanni huggun og mátt á dauða- stundinni. Guð blessi minningu hans. Ó. B. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1246. Prentsm. Acta. Reykjavík. Sími 249 (3 llnur). Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauö) ávalt fyrir- liggjandi: Hangibjúgu (Spegep.) nr. 1, gild Do. — 2, - Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soðnar Svína-rullupylsur, Do. Kálfa-rallupylsur, Do. Sauða-rallupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malacoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylaur. Vörur þessar era allar búnar til, á eigin vinnustofu, og stand- ast — að dómi neytenda — sam- anburð við samskonar erlendar. Verðskrár sendar, og pantanir afgreiddar um allt land. Allt uieð islenskum skipuni!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.