Tíminn - 18.06.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.06.1932, Blaðsíða 3
TíffllNIf 99 Hjartans þakkir til vina okkar fyrir auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför Friðbjargar Vigfúsdóttur frá Gull berastöðum. Foreldrar og sysík'mi Ferðaskrifstofa íslands Afgreiðsla fyrir gistihúsin á Laugarvatni, Þingvöllum, Asólfsstððuui, Reykholti og víðar. Utvegar liesta, gistingu, máltíðir o. s. frv. Selur farseðla með e. s. Suðurlandi til Borgarness og með bifreið- um til Akureyrar og á fiesta aðra staði sem bifreiðar komast á. Okeypis upplýsingar um ferðalög víðsvegar um landið. Ferðaskriístofa Islands Landsímahúsinu gamla í Pósthússtræti. Sími 1991 opin 4—8 e. h. ugir eru og í fjarlægð búa, ljái ekki eyru þessum orðum and- stæðinganna, vil ég ótvírætt láta þá skoðun í ljós, að Framsóknar- fyokkurinn hafi aldrei átt eins bjart framundan og nú, enda aldrei fyr staðið jafnstyrkur, samanborið við aðra flokka. Hef- ir og Framsóknarflokknum eigi fyr gefizt tækifæri til að sýna á eins áberanda hátt og nú þjóð- hollustu sína fram yfir aðra flokka. Sá flokkur, sem nú síðast á slíka sögu að baki, liann er á- reiðanlega í minnstri hættu að sundrast. Hann á í vœndum vöxt en eltki klofning. Hann á að fá og fær tvímælalaust vax- anda traust þjóðarinnar í heild sinni. Þess vegna munum við Fram- sóknarmenn' samhuga og gunn- reifir búa okkur undir hina nýju framsókn, þegar kringumstæð- urnar leyfa hana — jafnhliða því sem við veitum stuðning okkar til þess að núverandi stýrimenn þjóðarskútunnar geti sem bezt varið hana áföllum. Reynslan mun sýna að sá stjómmálaflokkurinn á mest þrif í vændum sem greinilegast hefir látið þjóðhollustu sína koma fram þá er mest á reyndi. Tryggvi Þórhallsson. -----o---- Frá sakamálsrannsóknum Dómsmálaráðuneytið liefir hinn 13. þ. mán. ritað lögreglustjóranum í Reykjavík um það, að hann endur- sendi ráðuneytinu öll skjöl um utan- réttarrannsókn þá, sem framkvæmd hefir verið um tildrögin að lokun Is- landsbanka, og lætur þess jafnframt getið, að það, meðal annars, telji rétt að leggja gögn málsins fyrir fjármálaráðuneytið til athugunar, áð- ur en frekara verði gert í málinu. pá hefir dómsmálaráðuneytið sent lögreglustjóranum annað bréf um það, að endursenda öll skjöl um bókhaldsrannsókn þá, sem fram- kvæmd hefir verið út af reiknings- skilum Reykjavíkurbæjar og telur rétt að það mál verði lagt fyrir at- vinnu- og samgöngumálaráðuneytið til athugunar áður en frekar verði gert i því máli. Er hér um mál að ræða, sem fyr- verandi dómsmálaráðherra hafði mælt fyrir um að hafin skyldi rann- sókn út af. Með þessari aðgerð hins nýja dómsmálaráðherra, Magnúsar Guð- mundssonar, er ekkert látið uppi um það, að sakamálsrannsóknir þessar skuli stöðvaðar. Að vísu eru þetta óvenjulegar aðgerðir og erfitt að sjá hvaða tilgangur liggur á bak við, að leggja slík mál sem þessi fyrir ráðuneyti, sem engan formlegan úrskurð geta um þau liaft. Eigi verður heldur orðalag liréfsins urn það, að „meðal annars“ sé það tilgangurinn með endurheimt málsskjalanna, að leggja þau fyrir hin tilgreindu ráðuneyti, skilið á þann liátt, að með þessu sé verið að stinga málunum undir stól. Mun Tíminn láta lesendur sina fylgjast nákvæmlega með um það sem gerist í þessum málum. Fyrirlestur um réttarfarið i Vestmannaeyjum o. fl. i því samhandi, hefir Ferdin- and Carlson í hyggju að flytja í Iðnó á miðvikudaginn. — Birtist í Tímanum s. 1. vetur örlítið sýnis- iiorn þess réttarfars í Eyjum, sem bæjarfógeti og þjónar lians fram- kvæma. Annars hafa ýms önnur tíð- indi gerst þar í Eyjum s. 1. vetur á pólitískum og réttarfarslegum vett- vangi, svo sem hið íræga „bílmál" Carlsons og þeirra Tangamanna, er leiddi af sér kærur á ýmsa menn þar í bygðarlaginu. — Mun hér mörgum ekki með öllu forvitnislaust að heyra mál þessi rakin og þá at- burði, er í senn geta talizt broslegir og hneykslanlegir. (Augl.) viö leiði Jóns Siðurdssonar forseta 17. júni 1932 Flutt af sr. jporsteini Briem atvinnumálaráðherra. Cóðir íslendingar, konur og karl- ar! Vér teljum það skyldu vora á þess- um minniugardegi, að staðnæmast liér frainmi íyrir varða .Tóns Sig- urðssonar og lúta eitt. augnahlik höfðum vorum með þakklátum ltuga við gröf hans. Vér helgum þenna dag minningu þess foringja, sem þjóð vor liefir átt, fullkomnastan og frægastan Vér minnumst fulihugans og frels- ishetjunnar, Vér minnumst þess að í honum liefir oss hirzt kraftur. og áræði forn- aldarinnar í fegurstu mynd. Vér minnumst þess að í honum bjó allur sá viðnámsþróttur og þrautseigja, sem þjóðinni hafði lærs^ á liðmim hönnungaöldum. Og vér minnumst þess vorhuga sem fyilti brjóst hans, er hann sótti fram í fylkingarbrjóstinu og vakti sór liðsmenn meðal æskulýðs lands- ins, til þess að skapa þjóð vorri nýja öld. En vér minnumst þess jafnframt hvei’su þar fór saman máttur og mildi, snilld og skarpleiki, hetju- hugur og hreinlyndi, svo að hvergi hai skugga á skjöldinn. það - er nálega sama hvaða svið vér tilnefnum, meðal þeirra málefna er þjóðinni reið á mestu til þess að verða frjálsborin menningarþjóð. Jón Sigui'ðsson var þar hvarvetna fremstur að áhuga, hyggindum og þekkingu, til að þoka þeim málum sem bezt áfram. Ilann lióf aldartak í stjórnmálum og frelsismálum landsins. Hann lióf annað aldai-tak í þjóðlegum vísind- um og sögufræðum landsins. Hann var fyrsti visindalegur hagiræðingur þessa lands. Hann var forgöngu- maður vor í v.erzlunarmálum, og sá sem mestu fékk um þokað í þá átt að vér íslendingar fengjum verzlað í eigin húðum. En hann hafði eigi síður eldlegan áhuga á búpenings- rækt og grasrækt, á fiskveiðum og vöndun þeirrar vöru, og á hverri þeirri atvinnugrein, er til gagns rnátti koma landi og þjóð. í menntamálum taka tillögur lians fram öllu því, sem áður hafði sagt v.erið eða ritað. Og langfærastur hefði hann verið að taka að sér for- stöðu hinnar elztu menntastofnunar lands vors, þó að þjóð vor bæri ekki gæfu til þess að fá að njóta hans við þau störf. Og á samkomu sem íþróttasamband íslands gengst fyrir má það eigi gleymast að minna á það, af hve miklum áhuga hann rit- ar í einkabréfum til skólamanna, um kennslu í fimleikum og íþrótt- um, til þess að ala upp hrausta vog tápmikla æsku handa íslenzkri þjóð, til þess að bera á herðum sér fram- tíð landsins. Og þá fær það oss eigi minni undrunar, hversu sá maður er helg- aði krafta sína hverju þörfu þjóð- máli, fékk því áorkað að vera ná- lega sem sendisveinn samlanda sinna í hverju smámáli og erinda- rekstri. Hvernig hann greiddi fyrir ungum mönnum, er lians leltuðu og reyndi að koma þeim til þess þroska, er hann liugði liollastan landi og þjóð. Mega oss hér i hug koma orð ann- ars ágæts foringja um Jón Sigurðs- son: „Lífsstríð hans varð landsins saga langar nætur, stranga daga leitaði að lijálp við hverjum baga hjartkærs lands með örugt magn. Allt hið stæista, allt hið smæsta, allt hið fjæreta og héndi næsta, allt var honum eins: — hið kærsta, ef hann fann þar lands síns gagn. H. H.“ Jón Sigurðsson dvaldi jafnan á vetrum í Kaupmannahöfn. En liann kom hingað oftast annaðhvort ár með vori til íslands, til þess að taka forsæti á þingi þjóðarinnar. Hann kom þar sjálfur með vorið, vorhug- ann til landsins. Frá lionum breidd- ist vorhuginn smám saman út um lands vors breiðu bygðir og inn til sonanna í afdalakotunum. Á þeim vorhuga hefir þjóð vor lifað síðan. prátt fyrir vor mörgu misstig, hefir þjóðin avalt síðan reynt að keppa fram i hans anda og reynt að varð- veita vorhug Jóns Sigurðssonar í brjósti sér. peim vorhuga má þjóð vor aldrei glata, því að þá mun hún glata sjálfri sér. pað var sagt um Jón Sigurðsson meðan hann var enn á dögum, að af því að hann dveldi hér aðeins á sumrum, þá þekkti hann landið að- eins i sumarskrúðanum, en ekki í vetrarharðindunum. En mönnum gleymdist að sá sem dyggilega vinn- ur á sumri, hann er að undirbúa sig fyrir veturinn. Og það hefir Jón Sigurðsson gert. Vorhugur lians og voryrkjustörf iians bjuggu menn ekki aðeins und- ir aihliða átök til framfara á öllum sviðum þjóðlífsins. N?orstörf hans fyrir þjóð vora veittu henni og hinn bezta undirbúning til alhliða við- náms og þolgóðrar þrautseigju gegn hallæri og hörmungum á áratugnum næsta eftir lát hans. í ís og hungri harðindaáranna milli 1880—90, fékk andi Jóns Sigurðssonar lifað í brjóstum ungu mannanna og allra vorra úgætustu manna. Og því tókst þeim á svo undraskömmum tíma að rétta þjóðina við og hefja viðreisn- urstarfið aftur. I þeim höi-mungum sem yfir land 'ort gengu í lok hinnar 17. aldar styrktu menn sinn fallandi huga við nýnumin ljóð Hallgríms. Með þau orð fei'sk i huga signdu íslenzkar mæður þá deyjandi börn sín, ósigr- aðar af hörmungum og áþján. En á næstseinasta áratug liðinnar aldar liafði þjóð vor eignast enn nýjan aflvaka í hönnungum sínum. Hún átti anda Jóns Sigurðssonar 'ný- látins sér í brjósti, er skilaði henni aftur ósigraðri út úr eríiðleikunum, svo að hún hefir aldrei verið mátt- ugri og tekið á verkefnum sínum með stærri og stæltari huga, en eft- ir þá eldraun. Nú er þjóð vor enn að ganga út í nýja eldraun. Heimskreppan, sem þegar liefir teygt til vor klær sínar, stöðvar nú lijá oss stórhugann og munu mörgum fallast hugir, er þeir hugsa um hvað þetta ár og hið næsta beri í skauti sér. En aldrei er oss rneiri þörf vor- huga, en í vetrarhörkunum. Og fyrir því óska ég þess, að andi Jóns Sig- urðssonar og vorhugur hans megi enn lifa í brjóstum ungu mannanna og í brjóstum allra vorra ágætustu rnanna, í erfiðleikunum íramundan. pví að ef andi Jóns forseta býr í brjósti alþjóðar, þá er það enn bjargföst trú mín, að þjóðin komist einnig ósigruð úr liinni nýju eld- raun. pjóðin hefir sýnt það í hverri þungri raun, s.em yfir hana hefir dunið hingað til, að hún hýr yfir liuldum krafti, sem jafnan leysist úr læðingi þegar mest liggur á. I vorum ágæta kynstofni búa þau öfl, sem ekkert hefir enn getað sigrað. pessi öfl hefir enginn maður bet- ur getað vakið, en Jón Sigurðsson. Rödd hans boðaði nýjan dag yfir þjóðina, svo hún vakiiaði og reis ú að sjá verðleika sina og kosti og 1 þekkja ákvörðun sína og takmark. — Rödd lians hljómaði svo skýrt út tii alþjóðar, að hún þekkti sjálfa sig í svip hans og taldi það sæmd sína og tign að fylgja honum. Og röddin hans lifir enn. Um liann má með fullum sanni segja hið sama sem Jónas Hallgrímsson kvað urn Tómas: „Lengi mun Iians lifa rödd, hrein og djörf um liæðir lautir, liúsin öll og' víðar brautir, er ísafold er illa slödd!" ísafold er nú enn ú ýmsari veg illa stödd, svo sem flestar þjóðir heims- ins. Ég vil því óska að rödd Jóns for- seta rnegi lifa oss til hvatningar og viðvörunar i erfiðleikunum, svo vér fúum komizt ósigruð úr þeirri eld- raun. Vér leggjum í dag hlómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. pau blóm munu fölna, jafnvel áður en þessi dagur er að kvöldi liðinn. En óföln- anlegur er sá lilónrsveigur, sem Jón Sigurðsson hefir sjálfur knýtt um minningu sína í hjörtum þjóðar- innar. Látum ekkert falla á þann sveig, heldur verndum hann og varðveitum i brjóstum sjálfra vor og barna vorra, er við taka að oss látn- um. Lengi lifi minning Jóns Sigurðs- sonar og þrautseigjan og vorhugur hans. Megi sá dagur, er Jón Sig- urðsson vakti yfir þjóðinni, aldrei að kvöldi líða! ----o—---- Hvar eru takmörkin? pegar tveir flokkai' sem jafnan hafa deilt, og aldrei átt gott saman, eiga um stund að láta stjórn starfa og livor flokkur gæta að sínum hluta, þá er fuli þörf að athuga hvar takmörkin eru á samstarfinu, og hvar hlýtur að vera um baráttu að ræða. „Friðarmálin" eru málin út á við, það scm öllum landsmönnum er sameiginlegt gagnvart öðrum lönd- um. par næst koma fjármál rikis- ins. I báðum þessum tegundum mála liefir Framsóknarflokkurinn jafnan litið á hag almennings, þörf þjóðarinnar og framtíð hennar. Framsóknarfl. bregður þess vegna ekki vana, þótt hann hjálpi til að skattar náist til lögmæltra útgjalda og að reynt só að halda þjóðar- skútunni fljótandi. En þegar þessu sleppir, þá hætta friðarmálin. Kaupfélögin vita að kaupmennirnir þrá ekkert meira en að geta lagt þau að velli. Sam- vinnusambönd vita að heildsalana langar að sjá þau dauð. Bóndinn, sem á 100 lömb og fær fyrir þau 1000 kr. til að standast mestöll út- gjöld búsins, veit að liann á ekki samleið með „aflaklónum", sem byggja villur fyrir 100—150 þús. kr. og verða að fá 30—50 þús. kr. í telij- ur fyrir að verzla með fisk, sem dauðþreyttir og fátækir fiskimenn sækja út ú djúpmiðin lianda þeim. Getur bændastétt landsins húist við að fá nokkurn verulegan stuðn- ing i lífsbaráttu sinni frá hinum drykkfellda og nautnasjúka eyðslu- lýð Mbl.-flokksins? Getur nokkur maður með viti ætlazt til að Fram- sóknarmenn liætti að muna hver eru lífskjör bændanna á íslandi? pví fer fjarri. Sá hluti þjóðarinnar sem vinnur mikið og sparar mikið, verður að setja merki sitt á allt þjóðlífið. pað verður að halda við innflutningshöftunum á öllu sem án má vera. pað verður að venja eyðslulýðinn við að hætta að lifa á öðrum og byrja að vinna fyrir sér. pað verður að skattleggja allt óhóf og láta þá sem liafa háar tekjur eða há laun, hera bróðurpart af sköttunum. En ekkert. af þessu vill ilialdið. pað ætlar í góðsemi að taka af bygðunum pólitíska valdið, um leið og það mergsýgur dugnaðarmenn og iðjufólk landsins. í þessum efnum er ekki um neinn frið að ræða. Ef samvinnumenn hætta að skilja að ihaldið er liinn varanlegi ógleyman- legi andstæðingur, þá loka þeir framtið sinni. B. B. Leynisala og vínbruggun. Frá 6.—14. júní liafði lögreglan i Reykjavik hendur í hári fjögra manna, sem fengist hafa við ólög- lega vínsölu. Ennfremur hafði hún upp á þrem áfengisbruggurum á þessu tímabili. Aðfaranótt fimmtu- dagsins tókst lögreglunni ennfremur að hafa upp á mikilvirkustu vín- bruggunarstöð, sem enn þá hefir komist upp um hér í bæ. Voru þar teknir ca. 1200 lítrar af hálfbrugg- uðu áfengi og 20 lítrar af fullbrugg- uðurn vínanda. — Bækistöð þessa bruggara var í Fischerssundi 1 uppi á lágu geymslulofti, var engan stiga að finna upp í vistarveru þessa, en hleri í lofti yfir eldavélinni og hyll- ur í veggskáp auðsjáanlega notaðar til uppgöngunnar. Sömu nótt gerði- lögreglan húsrannsókn hjá konu, sem grunur lék á að seldi ólöglegt áfengi og fann þar 18 heilflöskur af heimabruggi faldar undir gólfi í svefnherhergi konunnar. — Einn hinna seku, aðspurður af lögregl- unni, kvaðst liafa hafið bruggunar- starfsemi eftir leiðbeiningum Guð- mundar prófessors Hannessonar og Morgunhlaðsins. Væri það öll sú þekking, sem hann liefði haft að styðjast við í þessu efni. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem vínbruggarar hafa vitnað til þessara heimilda um þekkingu sína, að þvi er lög- reglan upplýsir. Sumargistihúsið að Laugarvatni. peir sem hafa beitt sér fyrir bygg- ingu h éraðsskólans á Laugarvatni liafa frá byrjun haft það í huga að þar gæti á sumrin verið baðstaður og hvíldarheimili fyrir Suðurland. Nú er þetta smátt og smátt að þok- ast í áttina. Sumargistihúsið er að hefja starf sitt. pangað sækja gestir sem vilja synda á hverjum degi í lauginni eða vatninu. par geta menn róið og siglt á vatninu, tekið böð í vatninu, bakað sig í heitum sandin- um við hverina eða tekið sólböð í skóginum, og það oft á tíðum þó norðanátt sé, því að hlíðin og skóg- urinn skýia. Tennis má spila hæði úti og inni. pá verður gerð þar liin fyrsta tilraun að stunda lækningar við hverina. Ungur nuddlæknir, Torfhildur, dóttir Helga Magnússon- ar stórkaupmanns, rekur þar at- vinnu sína í sumar og freistar hversu bæta má mein gigtveikra með höðum við jarðhitann og nudd- lækningum. — Fyrir íþróttamenn er Laugarvatn hinn ágætasti staður til sumardvalar. paðan er ekki stein- snar upp í óbygðir, að Hlöðufelli, Skjaldbreið og inn til jökla, fyrir göngumenn. Reiðvegur einn hinn fegursti á íslandi er gegnum skóg- ana frá Laugardal og í átt að Geysi. Loks liggur ágætlega við að fara í bílum frá Laugarvatni að Gullfossi, Geysi, Skálholti, Sogsfossunum og pingvöllum. — Allar upplýsingar um sumardvöl á Laugarvatni og ferðir þangað, gefnar i Ferðamanna- skrifstofunni í Gömlu símastöðinni. Góð boð. Jón porl. hefir nýlega birt Fram- sóknarmönnum undarlegan fagnað- arhoðskap. Fyrst segir hann að Fram- sóknarmenn muni hjálpa íhaldinu til að breyta kjördæmaskipuninni þannig, að íhaldið verði nálega í meirahluta á þingi. En það sé þó ekki nóg. Úr þéim flokki þurfi að koma bein hjálp, einskonar „yfir- færsla" — ekki til að létta af krepp- unni, heldur til að koma íhalds- kreppunni yfir á þjóðina — Jón hlýtur að gera ráð fyrir, að Fram- sóknarmenn séu fremur sljóir í hugsun og með lélegt minni, ef hann gerir ráð fyrir að þeir verði við þessari bón hans. peir hafa ekk- ert að þakka lionum eða flokki hans fyrir, ekkert sem getur lokkað þá til að lijálpa honum. íhaldið hefir jafnan unnið á móti áhugamálum Framsóknar, og tafið þau eða drep- ið, eftir því sem geta þess hefir frek- ast leyft. pess vegna er hætt við að Jón fái hryggbrot. F. ——-o------- Hark nokkurt varð á götu hér í bænum kvöld eitt í fyrri viku í sam- bandi við það, að rnaður nokkur, | eitthvað ölvaður, réðist á liðsfor- ingja af varðskipinu Fylla. Lög- reglan kom þegar á vettvang og skakkaði leikinn. Er leitt að slík á- rás sem þessi skuli koma fyrir, því vel getur slíkt valdið misskilningi, er i lilut á opinber starfsmaður er- lendrar þjóðar. Forsætisráðberra sigldi með Gull- fossi 15. þ. m., á konungsfund, með lög síðasta þings til undirskriftar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.