Tíminn - 30.07.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.07.1932, Blaðsíða 2
124 TlMINN r A víðavanýi. Jakob Möller og Einar Olgeirsson. Jakob Möller hefir nú ritað marg- ar harðorðar ritstjórnargreinar um framkomu kommúnistanna, er þeir höfðu í frammi ærsl, hótanir og ögr- anir við borgarstjóra, bæjarstjóm og lögreglu. Jakob Möller fordæmir al- veg réttilega þetta athæfi. Hann heimtar hörku gagnvart æsinga- mönnunum. Hann fullyrðir að borg- arar bæjarins muni aðstoða við að slá æsingarlýðinn niður. — En Jak- ob Möller var fyrir ári siðan ná- kvæmlega í sömu sporum og Einar Olgeirsson er nú. í þingrofinu hélt Jakob Möller æsingaræður móti stjórn Tr. þ. þá safnaði hann dreggj- um flokks síns í langar halarófur um göturnar, alveg eins og kom- múnistar nú. þá eggjaði Jakob, Jón J>orl., Eggerz, Árni Pálsson, Guð- brandur Jónsson og Hendrik Ottós- son sameiginlega til æsinga. En þegar mannsöfnuðurinn hafði um- kringt ráðherrabústaðinn og gerði sig sem líkastan kjötætum í dýragarði, þá prédikaði Möller og Jón hófsemi, og fóru heim — alveg eins og Ein- ar Olgeirsson nú. — Jakob Möíler var bent á í Tímanum þá strax og síðan á þingi, að hann og íhaldið væri að kenna kommúnistum. Jakob var bent á vandræði þau sem íhald- ið hefir s.ett bæinn í og að vel gæti farið svo að íhaldið iðraðist eftir að hafa byrjað ofbeldis- og æsingaher- ferð til að koma málum sínum fram. — í fyrra var íhaldið í minna hluta. Og því fanst augnabliksgróði að hefja æsingar, alveg samskonar og kommúnistar nota. íhaldið hvarf þá um stund yfir ó byltingargrund- völlinn. Kommúnistar lokkuðu þá lengra og lengra þá — til að nota íhaldið sem fyrirmynd. En nú hræð- ist Jakob Möller sín eigin verk. Allt er betra en íhaidið. Allvíða út um sveitir hafa Fram- sóknarmenn haldið fundi í vor, ým- ist almenna flokksfundi eða full- trúafundi. Alstaðar þar sem til hefir spurst hafa flokksmenn verið hinir hörðustu í kjördæmamálinu, jafnvel átalið þingflokkinn fyrir að sýna i- haldinu of mikla tilslökun. þar sem minst er á félagsskap við íhaldið, ' er það talin mesta neyðarráðstöf- un og ósltað að slík samvinna vari sem allra skemst. Alstaðar er sama úlit á M. G., eins og þegar hann fór í Krossanes eða tók enska lánið. Kjósendahópur Framsóknar stendur eins og múrveggur og heimtar að jaínan sé siglt eftir hinni gömlu stefnu Tímans: „Allt er betra en í- haldið". Og með hverjum degi koma nýjar fréttir af ihaldinu, sem sanna að þetta er rétt. Opnun landsins fyrir smygli og tollsvikum styrkir ekki lítið trúna á gamla spakmælið. Landlæknir og síldarmálaráðherrann. Helst til glöggt hefir komið fram gáfnamunur á Vilmundi iandlækni og M. Guðm. í sambandi við brott- rekstur úr Laugarnesspítala. Svo sem kunnugt var stóð mikill hluti hússins auður og lá undir stór- skemdum. þá leyfði Jón Magnússon próf. Haraldi Nielssyni að fiytja inn i ibúð ráðsmannsins með konu og börn. Vitnuðu 7 helztu læknar í bæn- um þá að þetta væri hættulaust. En Oddfellowklikunni hér í bænum þótti þetta leitt og myndi haía kúg- að Jón Magnússon til að synja, ef J. M. hefði ekki vitað að málið yrði lagt undir dóm þjóðarinnar í dálk- um Timans. J. J. hélt áfram stefnu J. M. og hinna 7 lækna og leyfði 5 nýjum fjölskyldum að búa í hinu auða húsi, en íbúðirnar voru strang- lega einangraðar frá spítalanum. Meðan Framsóknarstjórnin sat við stýrið var það fullftunnugt að Odd- fellow-klikan var stöðugt að reyna, að knýja stjómina til að kasta leigj- endunum út, en því var ekki sint. þeirri stjóm mun ekki hafa þótt á- stæða til að kasta sex fjölskyldum á götuna fyrir skammsýnar áskor- anir. Undir eins og M. G. var kom- inn í stjórnarráðið, koma klíkubræð- ur hans með sina sömu ósk til hans. Var því fremur ástæða fyrir M. G. að reynast vinum sínum haukur í homi, þar sem J. J. hafði bjargað Thorkillisjóðnum úr greipum Odd- fellowfélagsins 1927 og tryggt féð áfram til afnota fyrir böm í Gull- bringusýslu. Magnús leitar nú til Vilmundar landlæknis og biður hann fulltingis. Hann virðist hafa séð, að hér var gott tækifæri til að spila með Magnús og tryggja landlækni sem mest óskorað vald í heilbrigð- ismálum. Vilmundur er allt of greindur maður til að sjást yfir, að ekki myndi vitneskjan um holds- veikina hafa breyst mikið síðan 7 læknar gáfu leyfi til að börn séra Haralds flyttu í spítalann. En M. G. segir að landlæknir hafi vitnað með sér og Oddfellow-reglunni og ætlar að kasta sex fjölskyldum út á göt- una í haust þessvegna. En eftir að M. G. er búinn að leita skjóls bak við núverandi iandlækni í þessu máli og virðir að engu gagnstæðan dóm 7 annara helztu íhaldslækn- anna í bænum, þá hefir Vilmundur ágæta ástæðu til þess framvegis að hafa að engu tillögur M. G. í heil- brigðismálum. Alltaf þegar ágrein- ingur ris milli þessara manna um heilbrigðismál, hlýtur M. G. að segja við sjálfan sig. Ég hefi metið Vilmund meira en 7 af mínum eigin samflokksmönnum í læknastétt. Hví skyldi ég ekki láta hann leiða mig framvegis? H. Mbl. og Laugarvatn. Mbl. ætlar ekki að gera endasleppt við Laugarvatnsskólann. það á mjög verulegan þátt í hinni miklu aðsókn æskunnar að námi þar, bæði í vetrar- skólanum og vornámskeiðum. Mbl. virðist ennfremur eiga drjúgan þátt í að ferðamenn, sem til fívikur koma telja það nálega jafn sjúlfsagt, að heimsækja Laugarvatn eins og sjáif- an helgistaðinn á þingvöllum. Og ‘ið lokum eru aliar líkur til að Mbl. geri sitt til að Laugarvatn verði á sumrin fjölmennasta heimk.vnni ísl. æskumanna, sem leggja stund á alls- konar iþróttir og jafnframt baðstaður fyrir eldri og yngri menn. Nú liggur Jón þorl. við á baðstað í þýzlcalandi og v.erður að borga oí fjár fynr að fá að lauga sig í uppsprcttuvatni, sem talið er að liati iieilsubaúatidi áhrif. En hvað mundi þá verða sagt um skilyrðin við hverina islenzku? Gæti ekki svo fanð, að inuan tiðar yrði til þeirra aðsókn frá útlöndum? Hinn skamma tíma, sem hægt Jielir verið að taka móti sumargestum á Laugarvatni hefir þangað streymt mikill íjöldi gesta, einmitt til að nota náttúruskilyrðin, til að geta sólbaðað likamann í skóginum, fundið lúta jarðarinnar í sandinum við hv.erina, tekið gufubað við hver- ina og synt og baðað sig í vatninu. þessi náttúruskilyrði eru óvenjuleg, og til þess að þau njóti sín til fulls vantaði lítið annað en hæfilega mikl- ar auglýsingar í blöðunum. þetta starf hefir Mbl. gert, og án þess að ætlast til endurgjalds. Hinu „virðu- lega“ blaði er það ljóst að ekki geta allir íslendingar sem vilja fara á baðstað sér til heilsubótar, elt Jón þorl. til útlanda. þess vegna tekur Mbl. þátt i þjóðlegri uppbygg- ingu, eftir því sem eðli blaðsins leyfir, með því að auglýsa sem oft- ast þann íslenzka stað, sem virðist vera á undan öðrum með að geta skapað heppilegt dvalai-lieimili fjöl- mörgum íslendingum, sem myndu óska að dvelja á erlendum baðstöð- um, ef þeir ættu þess kost. Um landnám Jóns þorlákssonar. í siðasta blaði var krufin til mergj- ar grein J. þ., þar sem hann hafði lýst þeirri ætlun ihaldsins að gera einhv.ern hluta af Frám'sóknarflokkn- um að einskonar hjáleigu frá höfuð- bóli Mbl. — Allir munu sammála um að öllu heimskulegra plagg er ekki til í ísl. blaðamennsku heldur en þessi grein Jóns. þegar menn sáu þessa til- lögu hans með hæfilegum skýringum varð flestum skynbærum mönnum ljóst hve eðlilegt það er að Ólafur Thórs skuli hafa líkt gáfnafari og skaplyndi Jóns — og það á opinber- um fundi í Iíjósarsýslu — við sams- konar eiginleika hjá „stóra nauti“ Thor Jensens á Korpúlfsstöðum. En þegar Tíminn var búinn að endur- sanna kenningu Ólafs Thórs, reiddist Mbl. og jós út gremjuyrðum. Var Mbl. virkilega svo vitlaust að halda að íhaldið gæti fengið einhvern hluta Framsóknar til að bregðast málstað flokksins, vinna á móti samvinnustefnunni og gerast andf^ legir þrælar óhófsstéttanna í Rvík? Hlutfallskosningarnar í tvímenningskjördæmunum fá harðan dóm hvarvetna þar sem til spyrst. Á einum fundi í sveita- kjördæmi, þar sem trúnaðarmenn flokksins ræddu þesa tillögu M. Guðm. Vildu sumir orða mótmælin þannig, að uppástungan væri „fyrir- Iitleg“. Niðurstaðan varð þó sú, að meir þótti í samræmi við þinglegt orðalag að „mótmæla harðlega" þess- ari árás á bygðir landsins. En fyrsta uppástungan sýnir þó meiri gremju sem fyllir hug dugandi manna út um allt land, er þeir minnast á þetta lúalega vélræði sem M. G. lagði fyrstur til að upp væri tekið, er hann átti sæti i stjórnarskrár- nefnd neðri deildar. — Merkur dansk- ur stjórnmálamaður hefir lýst því hve ill áhrif hlutfallskosningar hflfi haft á mannval í danska þinginu. I skjóli hlutfallskosninganna sé mjög auðvelt fyrir ýmsar lítilfjör- legar persónur að komast á þing. Sama er reynslan hér frá íhaldinu. Sá flokkur hefir komið á þing þrem persónum við hlutfallskosningar á landlista, sem ekki hefðu getað unnið meirihlutakosningu í neinu kjördæmi. þar er enn ein viðvör- unin. Iiversvegna að breyta nokkru? Ihaldið reynir að ógna Framsókn- armönnum með því að ef ekki verði samþykkt stjórnarskrárbreyting á þingi í vetur, þú fái íhaldið stöðv- unarvald i efri deild við landkjör- ið 1934 og gefa i skyn, að það vald myndu þeir nota illa og ódrengi- lega til þess að stöðva alla umbóta- löggjöf í landinu. Sízt er að neita því, að íhaldið myndi fúslega nota vald sitt illa í þessu sambandi eins og endranær. En rétt er að geta þess, að Framsókn myndi lengi lialda neitunarvaldi í annari deild- inni líka. Og á meðan svo er Astatt. getui' íhaldið ekki komið fram neinni kúgunarlöggjöf á hendur byggðamönnum. Sennilegt er að kreppan og miljónatöp bankanna á mörgum fyrirtækjum ílialdsmanna valdi samt kyrstöðu i noklcur ár. þá mætti vera löggjafarkyrstaða líka. Og íhaldið myndi ekki hafa ó- blandna ánægju af synjunarvaldi sínu. það þarf að leita til þingsins með ýms fríðindi, töluvert meira en bændur gera. Og þá gæti lcomið krókur á móti bragði. þessi leið myndi þykja allfýsileg meginþorra Framsóknarkjósenda í landinu eins og nú stendur á, en alveg sérstak- lega viðeigandi ef íhaldið og sócial- istar vilja halda fram heimskulegum tillögum í málinu. þá er betra að láta breytingarnar bíða nokkur ár. Sveitakarl. Fúkyrðabindindi Mbl. og Vísis. Svo sem kunnugt er leggja íhalds- blöðin mjög í vana sinn að senda J. J. persónulegar hnútur og mun talið venjan, að varla hafi komið svo út íhaldsblað síðustu ár, að ekki hafi þar v.erið meira eða minna logið um orð og athafnir þess manns. En ekki hefir þetta dugað, því að traust hans vix'ðist hafa vax- ið nokkuð í sömu hlutföllum eins og árásir íhaldsins hafa magnast. Iiefir leiðtogum íhaldsins ekk.i þótt gi’unlaust að árásii’nar myndu auka þessum þingmanni tiltrú og fylgi, og hefii' Mbl. og Vísi þessvegna oft verið skipað að stilla meir í hóf um rógbui’ð og lygar á J. J. Ekki af þvi að leiðtogar ihaldsins hafi ekki verið mjög hlynntir einmitt þess- konai' blaðamennsku, heldur af því að þeir hafa talið sig sjá þess merki að hinn stöðugi austur ósanninda og fúkyrða um tiltekna Framsóknar- menn yrði þeim til meðmæla en íhaldinu til skaðsemdar. —■ Eftir stjómarskiftin í vor var Mbl. og Vísi gefin skipun um að nefna elcki J. J. til eins eða neins. Blöðin til- kynntu hátíðlega að J. J. væri „bú- inn“ og ekki þyrfti meira um hann að hugsa. Blöðin héldu bindindið í eitthvað hálfan mánuð, og á meðan var J. J. á flokksfundum í allmörg- um kjöi’dæmum og átti þátt í stofn- un nýri'a* Fi’amsóknarfélaga í meira en einu kjöi’dæmi. þetta varð of mikið fyrir íhaldið, og bæði Mbl. og Vísir „féllu" í þessu bindindi og það mjög áþi-eifanlega, alvog eins og þegar íhaldsgóðtemplari verður stjömublindur í viku, eftir leiðin- lega föstu í stúku sinni. Taka nú að birtast aftur hinar daglegu skammagreinar um J. J. alveg eins og ekkert hefði í skoi’izt. Væntan- lega vei’ður blöðunum fyrirskipað nýtt bindindi, en líkurnar eru litlar fyrir því að það verði haldið. Framfarir og eySsla. Sig. Eggei’z og Jón Kjartansson virðast hafa búið til eina mei’kilega grein, sem Mbl. birti nýlega. þar er játað, að töp bankanna á nokkrum af gæðingum íhaldsins muni vera um eða yfir 30 miljónir króna. En blaðið’segir að þetta geri ekkert til. Einhver hafi haft gott af töpunum. þjóðin hafi eiginlega grætt á þeim. Aftur segir blaðið að J. J. hafi sem ráðherra eytt úr ríkissjóði álíka upphæð, og það' fé hafi allt farið til ónýtis og sokkið í sjóinn. Jón og Sig. segja að J. J. hafi þannig eytt öllu sem allir starfsmenn landsins ins höfðu handa milli til fram- kvæmda og öllu til einkis. Hann á að hafa byggt landspítalann, símstöð- ina, útvarpið, Arnarhvol, alla hér- aðsskólana, hundi’uð af brúm, hafn- arbryggjur, tengt, saman vegakerfi landsins milli Hlíðarenda og Skútu- staða, keypt þrjú gufuskip, bygt smjörbúin á Suðurlandi, lokið við I;lóaáveituna, reist síldarverk- smiðjuna á Siglufirði, keypt ríkis- prentsmiðjuna Gutenberg, komið upp landssmiðjunni þar sem 50—60 smið- ir framl.eiða fyrir landið árið um kring. Sömuleiðis á hann að hafa sóáð til einskis á sjöundu miljón af stofnfé Landsbankans og Búnaðai’- bankans, sem Alþingi skipaði að tekið væri til láns handa viðskipta- vinum þeiira stofnana. Sömuleiðis kemur á bak J. J. eftir þessum út- reikningi mikið af jarðræktarstyrkn- um, stórfé til kaupa á tilbúnum á- bui’ði, og ekki svo lítið af fé til lækninga brjóstveiku fólki. þessi grein Eggerz og Jóns Kjartanssonar gefui' hugmynd um stjórnmálabar- áttu íhaldsins. Allt sem íslandsbanki hefir eytt i óreiðumenn sína, segja þessir menn að sé vel geymt. það hafi allt orðið þjóðinni til gagns. Aftur á móti hafi miljóniri^r sem þing og stjóx’n hafa varið til fx-am- kvæmdalífsins í landinu og til að tryggja þjóðbankann og búnaðai’- bankann, farið til einkis, og verið sólundað þjóðinni til skaðsemdar af einum einasta Framsóknarmanni. Gleðilegt má það veia fyrir þjóðina að búa til ný kjördæmi til að fá svona ,heila“ inn í þingið! Nýtt met. Bankaeftii’litsmaðurinn Jakob Möll- er hefii' um hríð undanfarið gei’t snarpar og ítrekaðar tilraunir til þess að láta blað sitt Vísi bera af Morgunblaðinu í almennum bjána- skap og pólitískum óþrifnaði yfir- leitt. Myndi flestir ætla, að slíkt væri ekki auðgert, en nú er það margra mál að þetta hafi heppnast eftir- minnilega. Um langa æfi hefir blað Möllers verið merkilegt ílát fyrir lítilsigld- ustu ti'úmálaþvoglara og leirbullara milli þess sem Möller sjálfur hefir birt þar fáránlegar pólitískar lang- lokur undir nafninu „Gömul kona“ eða „Áhorfandi". Nú urn hríð hefir Möller snúið sér að kommúnistum af mikilli heift. Er hann sýnilega liræddur við þessa lærisveina sína frá skrilsvikunni í fyrra, þegar Möller gekk um bæinn ásamt Elíasi Ilólm og Magnúsi Jónssyni með stóran hóp af götulýð á hælunum og veitti mönnum heimsóknir með grjótkasti og illum látum. Er Möller óánægður yfir því að Tíminn hafi ekki ámælt kommúnistum nógu mik- ið fyrir atferliþeirra.en hann má vera þess fullviss, að Framsóknarmenn hafa viðlíka andstyggð á því og hon- urn og hans frammistöðu og er þá langt til jafnað. Annars þarf Möller ekkert að undrast þótt Tíminn iáti ekki mjög til sín taka þau bola- brögð, sem kommúnistar og íhaldið beita livort annað. þar eigast þeir einir við er vér liirðum aldrei þótt drepist. -----o------ Á aðalfundi Útvegsbankans 22. júlí voru þessir menn kosnir í bankaráðið: Dr. PáJl Eggert Ólason, Lárus Féldsted hrm. og Guðmundur Ásbjörnsson bæjarfulltrúi. — Auk þessara manna eiga nú sæti í bankaráðinu Svavar Guð.mundsson íulltrúi (formaður) og Stefán Jóh. Stefánsson hrm. Útílutningur íslenzkra afurða fyrra helming þessa árs -hefir numið kr. 17.598.980 og er f>að rúmlega 280 þús. kr. meira en á sama \íma í fyrra. En vörumagnið sem út hefir verið flutt er hinsvegar miklu meira nú en í fyrra. íhaldið og dýrtíðin í Reykjavík. Nokkrir molar. Ut af hinni ágætu grein Hermanns Jónassonar: „Ástand og úrræði", hefi ég verið að hugleiða ýmislegt viðvíkjandi íhaldinu og dýrtíðinni hér í fíéykjavík, sem nú er að leggja framleiðsluna í auðn. Fýlungarnir. Hér á Suðurlandi verpir víða í björgum með sjó fram fugl sem kall- aður er fýll eða fýlungi (af fúll). Bjargsigsmenn þekkja það af reynslu, að þegar fýlunginn tekur að spúa óþverra, eru þeir komnir í námunda við hreiður hans. Og því meir sem fýlunginn rembist við að spúa og því meiri ódaun sem af leggur, þvi nær er bjargsigsmaður- inn lireiðri fýlungans. Um Morgunblaðsritstjórana gildir samskonar regla' og um framan- nefnt fiðurfé. Ef menn nálgast í- haldshreiðrið og það virðist í hættu, byrja fýlungar Morgunblaðsins að spúa. Mönnum mun í fersku minni liin- ar fádæma persónulegu svívirðingar Morgunblaðsins, viku eftir viku, um Eystein skattstjóra, vegna þess að liann benti á það í vetur, að verzl- unarkostnaðurinn í Reykjavík væri milli 10 og 20 miíjónir og væri að gjörsliga framleiðshma. það voru rök blaðsins í því máli. Ennþá nærtæk- ari eru þó dærnin írá umræðunum um vinnudeiluna í síldarverksmiðju rikisins. Einu- rök Morgunblaðsins um það mál, var árásin á Guðmund heitinn Skarphéðinsson, sem nú er orðin landkunn fyrir það tvennt livað hún var ógeðslega rætin og illa gerð. þegar Guðmundur hvarf, lá í und- irbúningi í prentsmiðju blaðsins, samskonar samsetningur um tvo aðra mæta menn. En Morgunblaðs- ritstjóramir voru látnir leggja þess- ar ritsmíðar til hliðar. Og nú síðast eys Morgunblaðið heilmiklu af fúk- yrðum á Hermann Jónasson, vegna þess að hann ritaði í Tímann grein, sem blaðinu þykir höggva of nærri okrurum og fasteignaeigendunum. Fýlungarnir við Morgunblaðið þekkja hreiðrin sín. Hvenær sem flett er ofan af ihaldsósómanum og hneykslin afhjúpuð, gerist sama fyrirbrigðið. Fýlungarnir spúa. Óþef- inn leggur yfir bæinn, yfir landið allt. Jón þorláksson og húsaleigan. Rétt hjá Morgunblaðsskriístofunni stendur steinhús æði stórt. Eigandi liússins er Jón þorláksson, foringi í- haldsins og húsbóndi Valtýs. þetta hús -Jóns kostaði hann um 300 þús. krónur, en þá peninga græddi hann á því aðallega að selja of dýrt sement, frá erlendu firma, sem hann náði í umboð fyrir, er hann var landsverkfræðingur. Jón leigir búsið fyrir um 50 þús. krónur á ári. Húsið svarar vöxtum af höfuðstól og borgar sig auk þess á 10 árum. I húsinu eru skrifstofur, hárgreiðslu- stofur, verzlanir o. fl. þeir sem ganga út og inn um hús þetta hafa þar verzlun eða aðra atvinnu, verða að greiða Jóni 134 krónur í leigu á dag áður en þeir fara að fá nokkuð fyrir vöru sína eða vinnu. Beint á móti liúsi Jóns er hús ann- ars Morgunblaðsmanns, þar er leig- an 150 lcrónur á dag. þetta er það og annað þvílíkt, sem sýgur fram- leiðsluna og er að leggja hana í auðn. það þarf því engum að koma það á óvart þótt Morgunblaðsrit- stjórarnir verði fúlir þegar augu manna eru opnuð fyrir þessu fram- ferði íhaldsins hér í bænum. Húsaleigan sýgur alla. Húsaleigan og dýrtíðin sýgur alla. Rakari hér í bænum skýrði þeim, er þetta ritar, frá því, að hann þyrfti að raka 20 menn daglega fyr- ir liúsaleigunni, áður en hann byrj- aði að taka inn einn eyri sjálfur fyr- ir vinnu sína. Bóndinn líður við dýrtiðina í hækkuðu kaupgjaldi er stafar frá Reykjavik. En ef bóndinn selur hingað afurðir, fer meir“ en helm- ingur söluverðsins i flutningskostn- að, húsaleigu, fólkshald við söluna o. fl. þannig skapast of hátt sölu- verð sem lamar kaupgetu almenn- ings og veldur sölutregðu, en skilar bóndanum lágu verði, sbr. mjólkina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.