Tíminn - 30.07.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1932, Blaðsíða 3
TlMINN 125 Samvinnan við íhaldið. Vísir telur dýrtíðina og liúsaleigu- okrið böl, en segir hinsvegar, að fyrverandi stjóm hefði átt að ráða bót á því. Nú hlýtur þó hlaðinu að vera það kunnugt, að allar verulegar umhæt- ur í þessu efni hafa strandað á þeim íhaldsmeirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur, sem stjórnar Bænum. An aðstoðar þeirra, sem stjórna bæjarfélaginu, er ekki unnt að af- nema húsaleiguokrið með skynsam- legri framlcvæmd laga um verðlag á húsaleigu. Sama er um mjólkur- verðið og verð á helztu lífsnauð- synjum. íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Reykjavikur neitaði allri samvinnu við fyrverandi stjórn um þessi at- riði og hefir hingað til einhliða verndað hagsmuni milliliðanna, okraranna og fasteignaeigendanna. En nú eru ílialdsblöðin daglega að tala um nauðsyn samvinnu og sam- heldni flokkanna. Vill nú íhaldið liafa samvinnu um að afnema iiúsa- leiguokrið og lækka dreifingarkostn- að á helztu lífsnauðsynjum almenn- ins? Eða er það máskc meiningin að samvinnan verði ekki um þetta lieldur eitthvað annao?! Reykvikingur. -----O----- Dýrtíö og dýrtíöarhjálp Atvinnuskorturinn og dýrtíðar- vandræðin hér í Reykjavik verða þung í yöfum fyrir ílialdið í bæjar- stjórninni. Er vant að sjá, hvort hér má meira kæruleysi og inngróin óbeit á því að taka málin föstum og skynsamlegum tökum, eða hugleysið við að horfast í augu við veruleik- ann og næsta fánýt von um að allt geti haldið áfram að dankast ein- hvern vcginn svo sem hingað til. þó er ekki fyrir von komið, að tillögur hinna víðsýnni og vitrari manna verði sigursælli,' og að það takist að skapa færa brú er leitt geti til heppilegrar lausnar út úr öngþveiti ílialdstregðunnar annarsvegar og bylt- ingaheimsku kommúnista og fylgi- fiska þeirra hinsvegar. Lesöndum blaðsins mun i milli hin ítarlega ritgerð Hermanns lögreglustjóra Jónassonar, er birtist í síðasta tölu- blaði Tímans um þetta efni og mun margan fýsa að fylgjast með því sem gerist í málinu. Síðan hefir þetta gerzt: 20. júli hélt fjárhagsnefnd bæjar- stjórnar fund um þetta mái. Borgarstjóri skýrði frá því, að hann hefði, samkvæmt ályktun síð- asta fundar, átt tal við bankastjórnir og ríkisstjórn. Hefðu bankastjómirn- ar engin fyrirheit geta gefið um lán- veitingu til atvinnubóta, að svo stöddu, og ríkissjórn hefði heldur ekki að svo stöddu seð sér fært að taka neina ákvörðun. Samþ. var svofelld till. frá fjhn.: „Fjárhagsnefndin leggur til, að bæjarstjórnin kjósi sérstaka þriggja manna nefnd, til þess ásamt fulltrú- um frá stjórnum Sjómannafélags Reykjavíltur og verkamannafélagsins Dagsbrúnar að ræða við rikisstjorn- ina og leita samvinnu við hana um framkvæmd á atvinnubótum, og skili nefndin tillögum þar að lútandi til fjárhagsnefndar í tæka tíð fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Nefndin leggur þó áherzlu á, að 70—100 menn úr hópi atvinnulausra manna, þeirra, sem lakast eru stæð- ir, geti komizt í vinnu hjá bænuni þegar i næstu viku, þar til viðtækari atvinnubætur komast í framkvæmd í næsta mánuði". Viðaukatillaga kom fram frá Her- manni Jónassyni lögreglustjóra og var hún samþykkt: „Jafnframt skal nefnd þessari falið að rannsaka og skila tillögum sínum til fjárhagsnefndar svo fljótt sem verða má um það á hvern hátt bezt megi takast að þvinga niður með íhlutun ríkis og bæjarfélagsins verð- lag á húsaleigu, brauði, mjólk, fiski og öðrum helztu lífsnauðsynjum al- mennings hér í bænum'. Sýndi H. J. fram á að atvinnu- bætur væri engin lausn á vandræð- unum. Peningar til atvinnubóta þryti fljótt, ef framleiðslan, sjálf peningalind þjóðfélagsins, stöðvaðist að meira eða minna leyti. Eina lækning bölsins væri að lækka allan framleiðslukostnað þahnig að at- vinnuvegirnil' sjálfir gæti blómgvast og veitt borgurunum atvinnu. S. P. Lausanneráðstefnan 9. júlí lauk ráðstefnunni í Laus- anne. Meira on liálft ár höfðu menn hvarvetna í löndum hins menntaða heims lieðið þess með óþreyju, að sú ráðstefna kæmi saman. Og óþreyj- an varð nokkrum kvíða blandin, því nær sem dró fundinum og úr- slitum þeii-ra vandamála, er hann hafði til meðferðar. Nú, þegar úr- slitin eru kunn orðin, má óhætt segja að mikill árangur hefir feng- izt. Enn kemur mönnum ekki sam- an um það, hver óhrif samþykkt- irnar i Lousanne muni hafa, er frá líður. En það er ólit fróðra manna, að Lousanne-ráðstefnan sé merkileg- ust af öllum róðstefnum stórveld- anna síðan ófriðnum mikla lauk með Versaiasamningnum. Eins og kunnugt er hefir fjár- kreppa sú, er hófst 1928, og kalla má, að síðan liafi farið æ ' harðn- andi, náð slíkuiA heljartökum um heim allan, að því nær hefir þótt sem alls væri freistandi til þess að reyna að létta henni af. Um orsakir hennar fer ýmsum sögum og verða fræðimenn ekki allskostar á eitt sáttii', enda langt að grafa fyrir ræt- ur á svo stórkostlegu meini. lín áhrifin er auðvelt að sjá og þau lýsa sér víðast á einn og sama veg: Framleiðsla teppist og þverr, verzl- un hnignar, bankar verða gjald- þrota, tiltrú og lánstraust þjóða á milli og svo innanlands hnignar mjög. Æg'ilegasta bölið: atvinnuleys- ið, sýgur merg og blóð úr þjóðun- um. Flestar ráðstafanir sem reynd- ar liafa verið til að bæta úr krepp- unni, eru verri en ónýtar: tollmúr- ar og tollstríð ógna með því að leggja i rústir öll millilandavið- skipti. En á þeim hefir menning' vorra tíma þroskiist mest. Svo ramt hefir að þessu kveðið, að mörgum hefir sýnst að eigi lægi annað fyrir en algert hrun nútímamenningarinn- ar og afturhvarf til þess óstands, er ríkti fyrrum, á miðöldum, þegar hver þjóð varð svo sem innilokuð og varð að búa nær eingöngu að sínu eigin. Vér Islendingar eigum, eða ættum að eiga, afarlétt með að skilja, livað í þessu liggur. Fáar þjóðir eiga jafnmikið á hættu ef verkaskiptingin milli þjóða og milli- landaverzlunin gerist stórkostlega örðug. Fábreytni atvinnuveganna og þar af leiðandi einhæf iramleiðsla myndi skapa þjóðinni fátæklegt og einhæft iíf. Vel myndi sloppið, ef ekki yrði hér daufara og daprara í landi en var um 1830. Ráðstefnan í Lausanne átti að leita ráðs til þess að afstýra meira hruni af völdum heimskreppunnar og leita viðréttingar. Síðan forseti Bandaríkjanna, I-Ioover, gekkst fyrir því fyrir óri síðan, að frestað yrði greiðslum á hernaðarskuldum ófrið- arþjóðanna, þjóðverja fyrst og fremst, hefir athyglin beinst meir og meir að því máli. Mjög mörgum mönnum mun nú koma saman um, að Versalasamningurinn, með sínum brjálæðiskenndu fjárkröfum á hend- ur hinum sigruðu þjóðum, hafi i raun réttri grafið undan öllu heil- brigðu viðskipta- og atvinnulífi, og lausnin á vandræðunum nú væri sú fyrst og fremst, að fella skaða- bótagreiðslurnar gjörsamlega niður. I raun og veru var Lausanne-róð- stefnan háð til þess fyrst og fremst að ganga formlega frá afnámi hern- aðarskaðabótanna, þótt annað væri látið í veðri vaka. þetta tókst líka i raun og veru, þótt látið sé heita : svo, að þjóðverjar eigi enn að greiða j 3 miljarða í skaðabætur á næstu 15 ! árum. það er nærri vist, að til þess ; kemur aldrei. Fróðlegt er nú að athuga hinar ; pólitísku verkanir Lausanne-fundar- i ins, að þvi leyti, sem enn er komið i ljós. í þýzkalandi og Frakklandi má segja, að það ástand, sem þetta 1 mál skapaði, hafi mjög mótað ! stjórnmólabaráttuna undanfarið og þegai' það er úr sögunni, hlýtur við- , horfið í báðum þessum löndum að I breytast. það er kunnugt, að Hitl- i ersflokkurinn á þýzkalandi hefir \ einkum náð fylgi sínu með því að ; reyna að safna þjóðinni saman um | að neita algerlega að greiða hernað- arskaðabæturnar framvegis. í Frakk- I landi hefir verið hamrað á því, að ■ eigi yrði gefinn einn eyrir eftir af j ýtrustu kröfum á hendur þjóðvei’j- 1 um. Öðrumegin öfgafullt íhald, hin- j um megin öfgafulll stefna er brjóta ! vildi öll bönd og engar skuldbind- ingar þola. það er vafalaust, að happasæl úrslit skaðabótamáisins í Lausanne munu lægja til muna stjórnmálaofsann og fjandskapinn með öndvegisþjóðunum á megin- landi Evrópu, og ýmsir þykjast nú sjó hið fyrsta sinni í fjögur ár rofa til í myrkri fjárkreppunnar miklu. Hér sem oftar fyrr eru það Eng- lendingar s.em vísa veginn. For- ganga þeirra og áhrif í Lausanne hefir ef til vill firrt stærstu vand- ræðum sem Norðurálfuþjóðum hefir að höndum borið síðan lauk ófriðn- um mikla. ----u--- Eftirmæli Karl Emil Friðriksson andaðist á s. 1. hausti, Guðrún Pálína Jóns- dóttir, kona hans, ári óður. Bæði voru þau á Mýri í Bárðardal hjá einkasyni sínum, Jóni, og konu hans, Aðalbjörgu Jónsdóttur. Karl fæddist á Brúarlandi í Skagafirði, 3. júní 1855, en fluttist þaðan órsgamall að Ljósavatni, og var síðan í Bárðardal og Köldukinn til æfilolca. Móðir hans, Hólmfríður Halldórsdóttir, var systir Bjargar, konu Sigurðar Guðnasonai' liónda á Ljósavatni. Hólmfríður giftist aldrei og var rtieð syni sínum til dauða- dags. Kari var á Ljósavatni til 1875. þá fluttist liann að Stóruvöllum í Bárðardal. Giftist' hann dóttur Jóns bónda Benediktssonar og Aðalbjarg- ar Pálsdóttur, er lengi bjuggu rausn- arbúi á Stóruvöllum. Reistu þau Karl og Pálína bú ó Stóruvöllum og bjuggu þar móti foreldrum hennar 3 eða 4 ár. Árið 1879 fluttust þau að Ljósavatni og hjuggu þar móti Sig- urði Guðnasyni í 4 ár. Fluttust þá aftur að Stóruvöllum og bjuggu þar til 1899. þá fóru þau að Hálsi í Kaidakinn og bjuggu þar til 1904, er þau brugðu búi og fluttust að Mýri í Bárðardal, þar sem þau dvöldu síð- ar til dauðadags. Ekki veit ég til þess, að Kari nyti fræðslu nema í heimahúsum. En var vel að sér, las afburðavel og skrifaði fagra hönd með miklum hraða. Dönsku las hann, en ekki önnur útlend mál. Hann var ræðinn gamansamur og orðheppinn, gat vor- ið ofsakátur og snjall i eftirhermu, ef hann vildi það við hafa. Söng- rödd hafði hann óvonju góða, og er mór hún minnisstæðust þeirra radda, er ég heyrði ungur. Karl var tæplega meðalmaður að vexti, en beinvaxinn og svaraði sér vel. Hann var fjörmaður mikill og afkastamaður, að hverju sem hann gekk. Fór saman áhugi, slcarpskygni og lægni. Smiður var hann á járn og- tré og gerði hvern hlut, er til bús þurfti. Um skeið lagði hann allmikla stund á rokkasmíð og gei'ði svo góða rokka, að öllum ,sem reyndu, þótti af bera. þá vann hann og að hinni fyrstu handspunavél, sem gerð mun hafa verið á landi hér, ásamt Al- bert Jónssyni mági sínum á Stóru- völlum — 1890. Enn vann hann mik- ið að húsasmið. Ekki er mér kunn- ugt um, að' hann nyti neinnar kennslu í smíðum. Smíðarnar voru lijáverk, bústörfin aðalstörfin. þau sótti hann af sama kappi og önnur störf. þrátt fyrir það, þó að Karl afkast- aði óvenjulega miklu, varð hann aldrei efnaður. Bar tvennt til: Fyrst það, að hann fyrirleit alla ágengni í viðskiptum og ætlaði sjólfum sér aldrei „bróðurpartinn". Annað það, að hann var að eðlisfari mjög rót- tækur umbótamaður, sem aldrei hik- aði við það, sem honum þótti þurfa að gera. Hann kunni ekki að spyrja um það, hvað hann fengi fyrir starf sitt. Hann spurði aðeins um það: livað þurfti að gera. Og honum þótti þurfa að gera æðimargt. Enda skorti hann aldrei atvinnu. Árið 1885 féll skriða ó Stóruvalla- túnið og svo nærri bænum, sem var toí'fbær og mikið þorp, að honum stóð hóski af, og jaínvel skemmdist oitthvað. þá bjuggu 3 bændur á jörðinni. Ekki gat Karl hugsað til þess, að fólkið byggi við hættu þessa, og fékk lcomið því til leiðar, að ráð- izt var í það i félagi að byggja stein- hús, góðan spöl frá gamla bænum. Var það iilaðið úr höggnu stórgrýti og kostaði mikið crfiði og fé. þrem til fjórum áratugum síðar var farið að reisa nýhýsi á öðrum jörðum í sveitinni, og þá úr steinsteypu. Og þó al þau séu — sum að minnsta kosti — vistlegri en Stóruvallahúsið, þá er það samt og verður óbrotgjarn lof- köstur þeim Stóruvallabændum, framsókn þeirra og hugrekki. Hitt er annað mál, að þetta þrekvirki létti pyngjur þeirra tilfinnanlega. og mun liafa átt drjúgan þótt í því, að Karl fiutti af Stóruvöllum og keypti Háls i Kaldakinn. E*i sú jörð var niður- nídd og húsalaus. Hann réðst strax í að hyggja þar og skildi við jörðina vel hýsta cftir 5 ár. Enn lifði hann það, sem liann hafði lengi þráð: að lcggja hönd að traustri nýbyggingu á Mýri. Síðustu handtöic hans við það voru þau að gera glugga- og dyrakarma — einmitt þegar hann sjálfur var að verða blindur og þurfti ekki að nota dyr — nema til siðustu útfarar. Pálína var hávaxin kona og bein- vaxin, döklc yfirlitum og cinlcar fríð sýnum. Hóglát var hún og dul, svo að varla get ég sagt, að ég vissi liana skipta skapi. Hún var fegurð- arnæm og lireinlát með afbrigðum, og eklci hefi ég kynnst prúðari lconu. Eklci var hún slcólagengin en mjög vel að sér „til munns og handa“. Las hún dönsku milcið, og þó einlc- um rómana. Hún saumaði föt og sneið, bæði fyrir lieimili sitt og aðra, og veitti tilsögn í þeim c-fnum. Af- kastamikil var hún, þó hún færi að engu óðslega, en hver hreyfing stefndi að ákveðnu marki — og náði því. Öll störf herinar báru blæ og önduðu ilmi hreinnar, fegurðar- næmrar og göfugrar sálar. Lífsferill Karls 1 iggur .krókótt — frá Ljósavatni að Mýri. Ljósavatn er ó krossgötum. Stór héruð og margvísleg á alla vcgu. Fögur jörð, en erfið nokkuð. Bærinn er gamalfrægt höfuðból. Heimilið mannmargt fram um s. 1. aldamót, sjálfkjörinn samkomustaður og gestlcvæmt mjög. Slík heimili voru skólar, þar sem iðlcaðar voru starfhæfni og gestrisni, og lærð sú liagnýta náttúrufræði, að „ekkert fæst fyrir ekkert" í heimi þessum. Karl var lærður i þessum skóla, og gleymdi engu því, sem þar var lcennt. Bárðardalur er strjálbygður. Mýri er afdalabær. Á leið Iíarls, frá höfuðbólinu að afdalabænum, risu viðspyrnur í strjálbýlinu. Hann átti ríkan þátt í því að íesta byggðlna í Bárðardal. Nú á dögum orkar það injög tvi- mælis, hvort rétt sé stefnt með því að festa bygðina í afskekktari liér- uðum landsins. Tignendur værðar og hóglifis hrópa hvaðanæva um það, að „fóllcið eigi að flytja sig saman". þeir telja því fé illa varið, sem lagt er afdólum og útsveitum. Menningarbaráttan verði þar ofur- efli, livort sem er. Mýri er næst Sprengisandi allra b.vggðra bæja, og svo að segja undir jaðri Odáðahrauns. Samt sem áður er þar nýreist steinhús, og á s. 1. hausti voru allar uðfengnar vetrarbirgðir fluttar þang- að í lilað — á bíl. Ég veit, að hvorki er liúsið rcist né rúddur vcgurinn af „timavinnu"- mönnum. það hafa gert menn, sem ckki telja stundir og mínútur og meta til fjár. það hafa gert menn, sem miða lífsgildi sitt við afrek en elcki aura. Öðrum en slílcum mönn- um mun tregast menningarbaráttan undir jaðri Ódáðahrauns, og sóknin til Sprengisands. F.n þeim er hún fær. Og meðan andi Karls og sam- herja hans vakir þar yfir vötnum, verður hún háð. það fyrsta, sem ég man, um Karl Emil Friðriksson, er það, að hann lcorn ríðandi á hvítum hesti að Arn- stapa í Ljósavatnsskarði. þar bjó faðir minn þá. Ég var 5 eða 6 ára. Karl tók mig á kné sér og gaf mér lcandís. Faðir minn nefndi hann Kalla. Og ég var lílca nefndur Kalli. Ég man, hvað mér þótti vænt um að mega heita eins og þessi góði, velbúni maður, sem lcorn á hvítum hesti og gaf börnum kandis. Síðar var mér sagt, að ég væri heitinn í höfuð þessum manni. Og þegar faðir minn dó, heimti nafni minn mig til sín. þá var ég 10 ára. þau hjónin reyndust mér foreldrar. Og ég var á vegum þeirra fram yfir tvítugt — og lengur þó. En þessi bernskuminning hefir j með árunum orðið mér skuggsjá: ; Nafni minn fór leið sína — á hvít- , um gæðingi — til að gefa sitt, til að gleðja aðra. Karl Finubogason. Stutt athugasemd I síðasta hefti Búnaðarritsins birt- ist starfsskýrsla eftir Ólaf Sigurðsson lclakfræðing' frá Hellulandi. Gerir hann þar stutta grein fyrir komu sinni að Mývatni sumarið 1930. Kveðst hafa skroppið þangaö til þess að hafa tal af áhuga- og kunnáttu- mönnum þar á fiskiræktarsvæðinu. Má það rétt vera að liann liafi hitt slika menn; en umsagnir höf. um veiði úr Mývatni, virðast þó vera all- einlcennilegar. Greinir hann frá þvi að veiði hafi verið heldur minni úr vatninu tvö síðustu ár, og nefnir þrjú atriði í sambandi við þá veiði- rýniun. Hið fyrsta er „klakið“. Virð- ist það vera fremur torskiiið að klak geti átt nokkurn beinan þátt í þverr- andi veiði, því að ef einhverju er lclakið út og einhverju sleppt í vatn- ið af lifandi seiðum, ætti það fremur að verða til að auka veiðina en minnka hana. Enda mun höf. ekki auðtrúa ó þessa orsök til veiðirýrn- unar. En séu einhverjir þeirrar skoð- unár, að árangur af lclaki sé minni en enginn, virðist slíkri skoðun gert fullhátt undir höfði með því að flytja hana ó prent. Ef til vill gæti þessi umsögn líka valdið misskilningi eða ótrú á lclak meðal þeirra manna, er elckert hefðu reynt það. Hér um slóð- ir mun hún engin áhrif hafa, þar sem búið er að starfrækja klalc í nærfelt 20 ár, eða frá 1911 til 1931, að ieinu óri undanskildu, og oftar með góðum árangri. Annað atriðið er svokölluð „hylja-' silungsveiði". Hvað átt er hér við, iverður eigi vitað, því þessi veiði- starfsemi er ekki þeklct hér, hvorki t orði eða raunveruleika. Væri liér um misritun að ræða og ætti þar að standa liitasilungsveiði, þá hefir sú veiði heldur ekki átt sér stað um mörg ár, eftir þess orðs gamalli og glöggri merlcing. þriðja atriðið er svolcallað „veiði- gutl á riðastöðvum um riðtímann, undir því yfirskyni að veiða í klak- ið“. Um þetta má segja, að orsökin gæti legið í þessu að einhverju leyti. En „veiðigutl" þetta mun vera líkt og óður liefir verið, og ekki tekið verulegum breytingum. Má í þessu sambandi benda á, að samhliða þessu „veiðigutli" hefir þó ái’sveiði vatns- ins aulcist úr 20 þús, upp í full 100 þúsund. Liggur því ekki ljóst fyrir að það eit.t út aí fyrir sig hafi valdið mikilli veiðirýrnun. Hitt var óþarft, af því það er algerlega rangt, að nefna „yfirskyn" í sambandi við þessa veiði hér. Enda engin ástæða til að fara í felur með veiðistarfsemi á lögmætri eign sinni. En þess er rétt að geta, að þrátt fyrir umtalað „veiðigutl" hefir þó reynzt fullerfitt að fá nægileg hrogn til klakstöðvar- innar. Gæti það þvi verið vafasamur greiði fyrir klakstöðina, „að fyrir- byggja þetta veiðigutl með öllu", eins og Ó. S. leggur til. Að lokum skal þess getið, að Ó. S. hefir ekki fundið að máli neinn úr stjórn „Veiðfélags Mývatns", og hefir því ekki heimildir sinar þaðan. En hvaðan sem þær eru fengnar, virðast þær bera vott um dálítinn skort af vandlátri nákvæmni í hérgreindri frásögn frá Mývatni. í desember 1931. Sigfús Hallgrímsson. -----O---r- Jónas Jónsson fyrv. ráðherra fór um síðustu lielgi með fjölskyldu sinni vestur í Dali og þaðan norður í land. Mun hann- verða nokkurn tíma í ferð þessari. Húsnæðismál Reylcjavíkur. Eins og sjá má í auglýsingu í síðasta blaði Tímans hefir nýlega verið lcomið á fót slcrifStofu hér í bænum, sem annast allskonar fyrirgreiðslu milli þeirra sem leigja húsnæði og hinna, sem skifta þurfa um íbúðir eða fá sér nýjar. — þótt öll óþörf milli- liðastarfsemi sé sízt meðmælaverð, þá geta vissar miðstöðvar viðslcipta verið óhjákvæmileg’ar. Og eins og nú er komið í Reykjavík, jafnstór- um bæ, verður að telja miklar lik- ur til þess, að húsnæðisskrifstofa muni reynast nauðsynleg.að ininnsta lcosti á vissum tímum órs. Hún ætti að geta mjög greilt fyrir því að þeir aðiljar hittist, sem lílcleg- astir eru til að geta átt viðskipti saman, en sem áður hafa oft farizt á mis, bóðum til tjóns og óþæginda. Og framvegís ætti þessi skrifstofa að verða einn þát.tur betra skipulags og réttlátara samræmis um öll hús- næðismál Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.