Tíminn - 03.09.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.09.1932, Blaðsíða 2
144 TlMINN En boinamálið er i eðli sínu mik- ilsvert mál, og hingað til hefir það ekki verið krufið fyllilega til mergj- ar í opinberum umræðum. En sjálf- sagt er að gjöra því nokkur skil, úr því að Mbl. gefur tilefni til. Skal hér í fáum dráttum gjörð grein fyrir og minnst á, hver aístaða í- haldsflokksins var til beinamálanna, meðan hann hafði völdin í landinu. það, sem venjulega eru kölluð „bein“ á pólitísku máli, eru eins og ; áður er sagt, ýmiskonar greiðslur til einstakra manna úr ríkissjóði, svo sem borgun fyrir nefndastörf, ferðastyrkir, námsstyrkir, greiðslur fyrir rannsóknir í þágu hins opin- ! bera, lítt þörf embætti o. s. frv. : þessar fjárhæðir eru á hverjum tíma 1 opinberar í landsreikningunum. Oft mælast þær að meira eða minna , leyti illa fyrir, og allar ríkisstjórnir og þing hafa þar eitthvað á sam- vizkunni. En sá kostur er þó við þessa t'egund „beina“, að hún er opinber og hægt að gagnrýna hana, hvenær sem er. Af íhaldsmönnum, sem nutu slíkra fríðinda, þ. e. opinberra bitlinga eða beina, meðan flokksstjórn þeirra sat við völd, má nefna t. d. Árna Jónsson frá Múla, Björn Kristjáns- son fyrv. bankastjóra, Eggert Briem hæstaréttardómara, Einar Arnórsson þáv. prófessor (með frægustu beina- mönnum fyr og síðar), Guðmund Eggerz fyrv. sýslumann, Guðm. Finn- bogason landsbókavörð, Guðm. Hannesson prófessor, Gunnar Ólafs- son i Vestmannaeyjum, Gunnar Viðar, Helga H. Eiríksson, Jóhann- es Jóhannesson, Magnús Jónsson dósent, Ólaf Daníelsson, Ólaf Th. Syeinsson, Pál Halldórsson skóla- stjóra, Sigurð Briem póstmeistara, Arnarhólstúnið. Yfirskoðunarmenn geta þess í XVIII. athugasemd sinní við LR. 1930, að kostnaðurinn við Arnarhóls- túnið í Reykjavík hafi verið rúm- lega hálft þriðja þúsund krónur, en geta þess þó um leið, að inn í þess- ari upphæð sé nokkur kostnaður við trjáplantanir á öðrum stöðum. Telja endurskoðunarmennirnir, að vert sé að taka til athugunar með hliðsjón af því að túnið er í eignaskrá ríkis- ins metið á kr. 1.141.400,00 og með hliðsjón á lóðakaupum ríkissjóðs síðasta ár, hvort ekki væri hægt að gera þessa eign arðberandi. Svar stjómarinnar er á þessa leið: „Ríkissjóður vann Arnarhólstún með málaferlum við Reykjavíkui'bæ, sem taldi sig hafa rétt til þess. Á þríhyrnu þeirri, sem er á milli Ing- ólfsstrætis, Hverfisgötu og Kalkofns- vegar, var reist líkneski af fyrsta landnámsmanni á Islandi. Var sú mynd gjöf alþjóðar og iíkneskið tal- ið tákn þjóðarinnar sjálfrar. Fyrstu árin eftir að mynd þessi var reist, var ekkert hirt um blettinn og mynd- ina. — Sóðaskapur liinn rnesti var oft sýnilegur við myndastyttuna og bletturinn í kring að fara i flag. Ómerkileg girðing var í kring og ,draugur“ í hliðinu, þar sem gengið var upp að styttu Ingólfs. Var allur þessi aðbúnaður að verða þjóðinni til hneisu. Eftir stjórnarskiptin 1927 var túnið girt, friðað og ræktað, ekki svo mjög vegna heyfengsins, sem nú gengur til búsins á Kleppi, heldur til að þessi blettur sé þrifalegur, sam- boðinn myndinni og geti verið leik- völlur barna í bænum. Er það eini gi'óni völlurinn, sem börn höfuðstað- arins eiga aðgang að. En til þess, að sómasamlega sé séð fyrir allra umgengni á Amarhólstúni og við Ingólfslíkneskið, hefir stúlka gætt blettsins allt sumarið. Kostnaðurinn við túnið er þessvegna við plöntun þar, ræktun blettsins og umtalaða vörzlu“. (Leturbreyting hér). Hér skal þess getið til skýringar, að þrihyrningur sá, sem stjórnin get- ur um í svari sínu að hafi verið girtur og ræktaður, er einungis nokkur hluti af Arnarhólstúni. Á þeim hluta túnsins, sem4 iiggur aust- an við Ingólfsstræti, hefir hin mikla skrifstofubygging „Arnarhvoli" verið byggð, svo ekki verður annað sagt en að sá hluti túnsins hafi verið gerður arðbær. Allir sem til þekkja, munu minnast þeirra miklu um- skipta, sem orðið hafa á þeim hluta Arnarhólstúns, sem er umhvcrfis styttu Ingólfs. Eins og skýrt er frá í svari stjómarinnar var þessi hluti túnsins í svo dæmafárri vanhirðu í Sigurð Eggerz, Sigurð Thoroddsen, Sæmund Bjarnhéðinsson, þórð Sveinsson á Kieppi, Geir Zoéga, Matthías þórðarson, Jahob Möller, o. fl. I sumum tilfellum er hór um litlar upphæðir að ræða, sem ekki munuðu ríkissjóðinn ýkja miklu samanborið við heildarútgjöldin, en dró sig þó saman hjá hlutaðeigandi persónum, sem „beinanna" urðu að- njótandi. Mönnum, sem þessum hlutum eru kunnugir, kemur næsta kynlega fyrir sjónir beinafræðsla Ottesens og Mbl. nú seinni árin í stjómartíð Fram- sóknarflokksins. II. En til eru aðrar tegundir beina, sem minna bar á, einkum meðan hin dýpri sannindi fjármálanna voru varðveitt, sem einka leyndar- mái íhaldsflokksins. þar er um að ræða pólitísk fríð- indi, sem hafa meiri þýðingu per- sónulega, og alvarlegri fjárhagslega lyrir þjóðfélagið, en þó að nokkur liundruð eða þúsundir séu greiddar utan fjárlaga fyrir störf einstakru manna, þörf eða óþörf. Og í því sambandi er lærdómsríkt að rifja upp fyrir þjóðinni, hvemig hin pólitíska aðstaða var notuð í eigin hagsmunaskyni af vildarmönn- um Moi'gunblaðsins, sem studdu í- haldsstjómina til valda og kostuðu blöð hennar. Viðvíkjandi þessum tegundum pólitískra fríðindu, liinum stóru beinum í tíð íhaldsstjórnarinnar, munu verða gefnar nánari upplýs- ingar í framhaldi þessarar greinar. (Meira). tið íhaldsstjórnarinnar sálugu, að fullkomin vanvirða var að því fyrir Reykjavik og landið í heild. Girðing- in var víða fallin og af lélegustu gerð, „draugur" varði hliðið og tún- blettur þessi aliur úttraðkaður og íullur af óþverra og rusli, og hæð sú, sem á sínum tíma var hlaðin undir lílcneski Ingólfs var svo út- tföðkuð og rifin upp, að hún líkt- ist tóftarbroti. Framsóknaistjórnin lét girða þenna hluta túnsins með sterkri og snoturri girðingu, og gera íallegasta hliðið, sem til er á íslandi af veginum að Ingólfsmyndinni. Hæðin, sem upphaflega var hlaðin undir styttuna, var lagfærð og er nú öll grasi gróin með steintröpp- um og malbornum göngum um- liverfis líkneskið. Túnið er i beztu rækt og hrð fegursta. og þrísett röð af trjáplöntum meðfram allri girð- ingunni að innan. Eftir að túnið hefir verið slegið snemma á sumrin hefir fólk fengið að dvelja þar á daginn og börnin að leika sér. Er það livorutveggja, að mjög fögur út- sýn er af liæðinni sem Ingólfsstytt- an stendur á, enda var þar jafnan mjög mannkvæmt og mátti segja að þessi liluti Arnarhólstúnsins væri einasti grasbletturinn og skemmti- garðurinn, sem Reykvíkingar og gestir bæjarins höfðu aðgang að á sumrin. Nær enginn útlendingur | mun hafa heimsótt Reykjavík' án ; þess að skoða Ingólfsstyttuna, sem j er hið ágætasta listaverk og á mjög ! fögium stað. Nokkur hluti af þeim rúml. tveim- ur og liálfu þúsundi, sem talinn er kostnaður við Arnarhóistún í LR. 1930, fór til þess að gróðursetja trjáplöntui' annarsstaðar en á Arn- arhólstúninu, en mestur lilutinn af þessu fé fói' þó til gróðursetningar á trjáplöntum þar, til þess að ljúka við að rækta t.únið og hylja íhalds- flögin þar og nokkur hundruð krón- ur til þess að greiða konu þeirri er gætti túnsins, kaup. Munu fáir verða til þess að segja, að þessurn pening- um hafi verið illa varið og allir þeir scrn þeklcja önnui' verðmæti en pen- inga eina, munu tclja að túnið hafi þá verið arðberandi fyrir Reykjavík og alla íslenzku þjóðina. Vel má það vera, að Morgunbl. þc-klci engin önnur verðmæti en pen- inga eina, og styðst sú ágizkun með- al annars við það, að blaSið skrif- ar lieilan kafla, XV. kaflann, í lang- lokunni um LR. 1930 um athuga- semdina um Arnarhólstúnið. Engar tillögur birtir Mbl. þó um það, á hvern hátt eigi að gera Arnarhóls- túnið arðberandi. En aftur á móti liefir Magnús Guðmundsson ráð- herra Morgunblaðsflokksins sýnt . þetta nú í sumar í verMnu. Hlið- j inu hefir verið læst í allt sumar og auglýsing sett á staur um að eng- inn mætti klifra yfir girðinguna. Allmargir hafa þó klifrað yfir girð- inguna, en flestir, þar á meðal fjöl- margir útlendingar, staðnæmst við hið læsta hlið, sem hefir varnað þeim að skoða einhvem ffallegasta staðinn í Reykjavík og eitt af feg- urstu listaverkum þjóðarinnar. Við þetta hafa sparast nokkur hundruð krónur, sem greitt hefði verið gæzlu- lconunni. Á sama tíma hefir þó rík- issjóður orðið að borga nokkur hundruð þúsund krónur til atvinnu- leysingja í Reykjavik. ----0----- Samgöngur á sjó og landi. Mbl. og Isafold birtu nú í vikunni ádeilugrein á Framsóknarflokkinn fyrir afstöðu hans til samgöngumál- anna á síðasta kjöi'tímabili, þar sem sagt er m. a., að Framsóknarflokkur- inn hafi haldið því fram „að sjálf- sagt væri að kaupa skip til strand- ferða í viðbót við það, sem fyrir var“. Hinsvegar mun eiga að lesa það út úr greininni, að Framsóknar- flokknum hafi verið minna áhuga- mál að auka samgöngumar á landi. Fyrra atriðið er rétt. Framsóknar- flokkurinn barðist fyrir kaupum á strandferðaskipi, með kælirúmi fyr- ir kjöt o. f 1., og kom því máli fram. Hitt getur Mbl. sagt hverjum, sem trúa vill, að flokkurinn liafi lít- inn áhuga haft fyrir samgöngum á " landi. Framkvæmdir síðustu ára skera úr um það mál. það er aftur á móti rétt, að um það virðist vera nokkur ágreiningur, þótt undarlegt sé, hvort ódýrara sé, að tiltölu við afnot, landsamgöngur eða sjósamgöngur. Mbl. virðist hafa staðið í þeirri trú fyr og síðar, að í landi eins og okk- ai', þar sem mikið er um góðar liafnir og byggð cinkum með strönd- uin fram, séu samgöngur á sjó sér- staklega óheppilegar, og jafnframt að þar sem fámenn byggð er dreifð um víðáttumikið og fjöllótt land, séu flutningar á landi stórum hentugri. Eftir þessari kenningu ætti hafn- leysið að vcra mikið lán fyrir Sunn- lendinga, en sjálfir virðast þeir vera á öðru máli. Sannleikurinn er sá, að bæði hér á landi og annaisstaðar eru flutn- ingar á sjó og vötnum miklu ódýr- ari en landflutningar með járn- brautum eða bifreiðum. Sú staðr reynd er víst alstaðar viðurkennd nema í íhaldsflokknum hér á ís- landi, á sama hátt og tvöfalt bók- liald er nú hvergi talið skaðlegt í ríkisreikningum nema í nokkrum í- haldsheilum á Alþingi og við Mbl.! Tíminn hefir til fróðleiks gjört samanburð á útgjöldum ríkisins annarsvegar til samgangna á landi og hinsvégar til samgangna á sjó í 20 ár, á timabilinu 1906—1931. Sá samanburður er tekinn eftir lands- reikningnum og bráðabirgðayfirliti fjármáláráðherra fyrir árið 1931. Yf- irlitið fer hér á eftir. Til samgangna. (Minni upphæðum en þúsundum er sleppt). Á landi Á sjó Ar: þús. þús. 1906 .. .. 94 58 1907 .. .. 126 62 1908 .. .. 189 60 1909 .. .. 175 72 1910 .. .. 159 98 1911 .. .. 82 93 1912 .. .. 176 108 1913 .. .. 138 102 1914 .. .. 174 104 1915 .. .. 171 132 1916 .. .. 100 151 1917 .. .. 198 180 1918 .. .. 290 174 1919 .. .. 214 188 1920 .. .. 664 216 1921 .. .. 356 211 1922 .. .. 430 325 1923 .. .. 360 286 1924 .. .. i 339 260 1925 .. .. 481 294 1926 .. .. 791 359 1927 .. .. 1.083 400 1928 .. .. 1.191 356 1929 .. .. 1.555 261 1930 .. .. 1.980 509 1931 .. .. 1.475 588 Samtals 13.051 5.647 Árið 1930 nám viðhald þjóðveg- anna fvrir utan allar viðbætur, rúml. 611 þúsundum króna. Sú upp- hæð er 102 þús. kr. hærri en allur reksturshalli strandferðanna það ár (Strandferðaskipin — Eimskipafé- lagið — Flóabátar). það liggur i augum uppi, að sam- göngurnar á þessu strjálbýla Inndi eru mjög dýr fórn, sem þjóðin legg- ui' á sig og verður að leggja á sig vegna hinna dreifðu byggða, og að- allega til farþega- og póstflutninga pungavöruflutningar á landi eru neyðarúrræði og koma ekki til mála nema á hafnlausum svæðum og frá höfnum inn til næstu byggða. þeir, sem kynnu að láta sér detta í liug, að Mbl. hafi rétt fyrir sér, þegar það heldur því fram, að rangt sé þjóðliagslega að efla strandferð- imar, ættu að bera saman þau út- gjöld, sem ríkið hefir -haft af strand- ferðunum og vegunum síðasta aldar- fjórðunginn, og gjöra sér þá um leið grein fyrir, hvaða gagn almenning- ur muni hafa haft af hvoru um sig. ----O- _ r A víðavanúi Skipulagið á fisksölunni. I „Verzlunartíðindunum", mál- gagni kaupsýslustéttarinnar, sem gefið er út af Verzlunarráði íslands, birtist nýlega eftirtektarverð grein um saltfiskssöluna. í þessari grein er yfir því lýst alveg undandráttai'- laust, að fiskmarkaðurinn í Suður- Evi'ópu hafi „nú fyrirfarandi alveg verið að fara forgörðum". jivínæst bætir blaðið við: „Kreppunni er nú kennt um allt., sem miður fer, en þetta ástand mun þó vera heims- kreppunni að mestu óviðkomandi’). Auðvitað lilaut liið almenna verð- fall að koma niður á fiskinum eins og öðrum vörum. Við því er ekkert að segja. En það verðfall, sem orðið hefir fram yíir þetta, er að kenna óreglu á framboði fisksins*) í sam- bandi við hina miklu framleiöslu, sem hefir tvöfaldast hjá oss á síð- ustu 10 árum“. þá segir blaðið enn- fremur: „Sú hætta vofði og yfir, að þeir, sem gátu haft hag af því, að ríkiseinkasala á fiski væri sett á stofn,- hefðu nú mál sitt fram. — — — Eina úrræðið*) virtist því vera það, að íslenzkir fiskframleið- endur gerðu frjálst samband sín á milli og seldu fiskinn í sameiningu". — Um árangurinn af skipulagning fisksölunnar segir Verzlunarráðið loks, „að hún hefir þegar haft beztu áhrif á fiskmarkaðinn" og að nú fá- ist „80—85 kr. verð á skippund af bezta fiski, sem fyrir mánuði síðan ekki einu sinni fékkst neitt boð i. Enda mátti þá heita, að útílutningur væri stöðvaður*) fyrir aðra en þá, sem hefðu orðið að grípa til þess óyndisúrræðis að demba út fiskin- um í umboðssölu upp á von og ó- von“. — Og' að endingu kemst blað- ið að þeirri niðurstöðu, að „í því ofsalega striði, sem nú er háð um ntíyzluinarlyiðina um allan heim, gildir ekkert annað en samtök". — þannig hafa sjálfir samkeppnis- mennirnir nú loksins lært af reynsl- unni, og er vel farið, þótt seint sé. Reykjavíkurannáll, 4tvinnuleystð. Fyrir bæjarstjórnarfundunum s. I. fimmtudag lágu ýmsar tillögur til að bæta úr sárasta atvinnuleysinu i bænum og verstu afleiðingum þess. Frá Stefáni Jóh. Stefánssyni lá fýrir tillaga um það, að atvinnubóta- vinnan verði þegar aukin upp i 350 manna daglega vinnu. Pétur^’l^all- dórsson bar hinsvegar fram tillögu um það, að athugað verði með hverju takast megi að auka atvinnu- bótavinnuna upp í 300—350 manns frá 1. okt. n. k.. — Tillaga Stefáns var felld en tillaga P. H. samþvkki. þá lá fyrir tillaga frá St. J. St. um það, að atvinnulausum mönnum verði útlilutað gefins rafmagni, gasi, koksi, ekki innheimt útsvör hjá þeim og þeim séð fyrir húsnæði. — Einnig að undirbúið verði nú þeg- ar almenningsmötuneyti. — Her- mann Jónasson óskaði að þessi til- laga væri borin upp í þrennu lagi og var það gert. Fyrri hlutar tillögunn- ar voru feldir, en síðari hlutinn um aimenningsmötuneyti var samþykkt- ur. Loks var samþykkt tillaga frá flermanni Jónassyni um það að bæjarráði verði falið að láta rann- saka hagi atvinulausra manna hér i bænum. það sem nú hlýtur að vekja um- hugsun allra skynbærra manna er ástandið hér í Reykjavík, þessari paradís íhaldsins, þar sem það liei'ir stjórnað bæjarfélaginu og fram- leiðslu- og atvinnutækjum óslitið um tugi ára. — Bæjarsjóðurinn er svo tómur, að daglega rignir nú yfir ríkisstjórnina beiðnum frá bænum um að ríkið láni honum til atvinnu- bóta, leggi fram fé eða taki ábyrgð á lánum handa bænum. — Og næst- um öll togarafélögin eru svo skuld- ug bönkunum að í raun og veru á ríkið, sem ber ábyrgð á bönkunum, mestan bluta togaraflotans. Ekki er nú annað sýnna en að ríkið verði að grípa inn í til að koma skipulagi á togaraútgerðina í liverri mynd, sem það verður. þannig er nú ástandið um bæjar- sjóð Reykjavíkur og atvinnuvegina í Reykjavik, þar sem íhaldið ræður öllu. Bæjarráðið hefir á fundi í gæi' fal- ið tveim mönnum að rannsaka at- vinnuleysisástandið i bænum og hagi liinna atvinnulausu, samkv. áður- nefndri tillögu II. J., sem samþykkt var í bæjarstjórninni. og varð, af því að M. G. hafði þá sem oftar beyg af kjósendum sín- um í Skagafirði. Meirihlutinn, í- haldsmennirnir, segir hinsvegar i sínu áliti, sem ekki var nema ein blaðsíða vélrituð: „Álit vort er því í stuttu máli það, að málinu sé frest- að“. Jafnframt leggur meirihlutinn til, að tilraunir séu gjörðar „með leigðum skipum". Nú sogir Mbl., að íhaldsmenn(I) hafi haldið þvi fast fram, að landið þyrfti að „eignast" kæliskip. Slík eru öfugmæli Valtýs. En bændur vita það vel sjálfir, hvar þeir væru staddir nú, ef ekki hefði notið við áhuga Tr. þ. og Jóns Árnasonar í kæliskipsnefndinni. Osannindi Morgunbl. um kæliskipsmálið. Mbl. og ísafold skýra frá því núna í vikunni, að íhaldsmenn hafi liald- ið því fram „á kjörtímabilinu 1924 —1927“, að „þótt gott og blessað væri að hafa tvö strandferðaskipin, væri hitt þó nauðsynlegra, að eign- ast kæliskip, er gæti annast út- flutning á frystu kjöti bænda". Ann- aðhvort fer Valtýr hér vísvitandi með slúður eða hann er farinn að ryðga í þvi, hver afstaða flokks- manna hans var í þessum málum. Sannleikui'inn er sá, að íhalds- flokknum var illa við hvorttveggja. Eins og margir muna var á Alþingi 1924 ákveðið að skipa nefnd til að gjöra athuganir viðvíkjandi mark- aðsmöguleikum fyrir frosið kjöt og byggingu kæliskips. Nefndin klofn- aði, og skiluðu báðir hlutar áliti til þingsins. Eru nefndarálitin dagsctt 26. febr. 1925. Minnihlutinn, Fram- sóknarmennimir Tryggvi þórhalls- son og Jón Árnason, skilaði mjög vönduðu og itarlegu áliti og lagði til, að þegar yrði hafizt handa, sem ’) Leturbr. Tímans. Ríkisútgerðin og Eimskipaíélagið. „Öllu er snúið öfugt þó“ má segja um skrif Mbl. þessa dagana. Nú segir Valtýr, að „eina leiðin út úr ógöngunum sé sú, að ríkið feli Eim- sltip (Mbl.mál — þýðir: Eimskipa- félaginu) að annast strandferðirnar og lögð verði niður hin rándýra skrifstofa, er ríkið starírækir nú í sambandi við útgerð þessa". Ef eitt- hvað ætti að breyta til í þessu efni, væri vitanlega alveg sjálfsagt að gjöra liið gagnstæða og leggja Eim- skipafélagið undir ríkisútgerðina. Eins og giögglega kemui' fram af skýrslum, er útgerðarstjórn öll og ski'ifstofukostnaður stórum lægri hjá ríkisútgerðinni en félaginu. En þess er þó fyrst og fremst að gæta, að fjárframlög rík-isins til Eimskipafé- lagsins hafa verið svo stórkostleg, að tæplega er verjandi, að liið opinbera hafi ekki meiri íhlutun um rekstur félagsins en nú er. Nema nú þessi framlög frá byrjun um tveim mil- jónum króna samtals. Að öllu sam- anlögðu má nánast telja skip félags- ins þjóðareign, og illt til þess að vitu, að þetta þjóðþrifafyrirtæki skuli vera undir yfirráðum fámennrar íhalds-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.