Tíminn - 03.09.1932, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1932, Blaðsíða 1
©faíbleri og afgrci&slumaour tE i m a n s cr HanitDeig þorsíetnsoóttir, Cœfjargötu 6 a. Xeytiaoít. A W W^VW 'W w ^ 2^fðrci60Ía C f m a n s er f £œf jargðtu 6 a. (Dpin oagtcga* fL 9—6 5ími 2355 XVI. árg. Reykjavík, 3. september 1932. 38. blað. Starfslaun í rfkisstof nunu Samanburður á launum fyr og nú. i. Mbl. og ísafold hefir 28. f. m. gjört að umtalsefni launakjör starfsfólks í nokkrum stofnun- um, seni ríkið lætur reka, en hafa sérstakan fjárhag. Þær stofnanir, sem: blaðið telur, eru: Skipaútgerðin, tjtvarpið, Við- tækjaverzlunin, Áfengisverzlun- in, Landssmiðjan, Tóbakseinka- salan og Ríkisprentsmiðjan. Viðvíkjandi launagreiðslum þessara stofnana er í Mbl. sér- staklega haldið fram þrem at- riðum: 1. Að laun starfsmanna í um- ræddum ríkisstofnunum séu of há. 2. Að þessir starfsmenn hins opinbera njóti of góðra kjara samanborið við embættismenn ríkisins, sem laun taka samkv. launalögunum frá 1919. Er þar m. a. bent á hæstaréttardómara og prófessora, sem Mbl. þykir verða hart úti í þessum! saman- burði. 3. Að Jónas Jónsson fyrv. dómsmálaráðherra hafi ráðið hin- um háu launum í ríkisstofnunum og með því ætlað að „hlaða undir pólitíska flokksbræður". Viðvíkjandi 3. atriðinu er rétt að taka það fram strax, að*af þeim sjö ríkisstofnunum, sem taldar eru í Mbl., heyrðu aðeins tvær undir ráðuneyti Jónasar Jónssonar. Gefur þetta, þó í litlu sé, sýnishorn þeirrar ráðvendni, sern Mbl. beitir í umræddri grein. Tíminn vill sízt bera á móti því, að laun starfsmanna í opin- berri þjónustu (og þá ekki síður þeirra, sem laun taka frá öðrum en ríkinu) séu of há, samanbor- ið við tekjur alls þorra almenn- ings í landinu. Hefir hér í blað- inu á sl.. vetri verið bent á ör- uggasta og sanngjarnasta ráðið í þessu efni, sem er aukaskatt- ur á háar tekjur, og mundi sá skattur koma réttlátlega niður ál hálaunamönnunum. En íhalds- flokkurinn er þessum skatti and- vígur af ótta við, að hann muni, sem satt- er, koma niður á hátt- launuðum framkvæmdastjórum einkafyrirtækja, t. d. togarafé- laganna. Helzt er að skilja svo á Mbl., að Framsóknarstjórnin hafi hækkað launin í ríkisstofnunum, þeim sem til voru fyrir hennar tíð og ákveðið launakjör í nýjum stofnunum óhæfilega há, saman- borið við það, seiri áður tíðkað- ist. Skal þetta nú athugað með samanburði, annarsvegar úr skýrslu Mbl. um launakjörin nú og hinsvegar úr skýrslum ríkisgjaldanefndar árið 1926. Það ár var þriðja stjómarár íhalds- flokksins. Jón Þorláksson var þá fjármálaráðherra, og forsætis- ráðherra síðara hluta ársins. Hæstu laun í Áfengisverzlun ríkisins voru sl. ár, samkvæmt skýrslu Mbl.: Forstjórinn: (Guðbr. Magnússon).. .. kr. 10,312 Skrif stof ustj órinn: (Helgi Larusson).....— 7.200 Gjaldkerinn: (Tryggvi Guðmundsson) .. — 7,200 Lyfsölustjórinn: (Ól. Thórlacius) ......— 6,600 Árið 1926 voru samsvarandi starfslaun þessi: Forstjórinn: (P. L. Mogensen) .. .. kr, 18,000 Skrifstofustjórinn: (Jón Á. Rgilsson) .. . — 8,400 Gjaldkerinn: (Tr. G.) .. . — 7,200 Guðmundur F.ggerz1). .. . — 7,200 (starf ókunnugt). Til samanburðar við Tóbaks- einkasöluna nú mætti helzt taka Landsverzlunina 1926. I einka- sölunni telur Mbl. meðal hæstu launa nú: Forstjórinn: (Sig. Jónasson) .. .. .. kr 10,000 Aðalbókarinn: (Gestur Pálsson) . .. .. — 6,420 Gjaldkerinn: (Ól. þorsteinsson) . .. .. — 4,620 Árið 1926, á stjórnartíma íhaldsflokksins eru samsvarandi laun í-Landsverzluninni: Forstjórinn: (Magn. Kristjánsson) . . kr. 12,000 Aðalbókarinn: (Guðm. Kr. Guðm.son) . — 8,400 Gjaldkerinn: (Matth. Óíafsson) . .. . — 7,200 Kaupgreiðslur í skipaútgerð ríkisins s. 1. ár verður helzt að bera saman við samsvarandi launagreiðslur hjá Eimskipafélagi íslands árið 1926. Eimskipafélagið hefir alltaf verið hálfopinber stofnun, að því leyti, að ríkið hefir lagt henni til stórfé. Árið 1926 var ríkisstjórnin og meiri- hluti Eimskipafélagsstj órnarinnar úr sama flokki og því líkur til samvinnu. Samanburðurinn verð- ur þessi: Launagreiðslur hjá Skipaút- gerð ríkisins í fyrra: Forstjórinn: (Pálmi Loftsson)2) .. •• kr. 9,600 Skri f stof ust jórinn: (Guðjón Teitsson) .. ..— 6,000 Aðalbókarinn: (Sig. Sveinsson)......— 4,200 Gjaldkerinn: (Helgi Steingrímsson) .. — 8,600 Samsvarandi launagreiðslur hjá Eimskipafélagi íslands árið 1926: Forstjórinn: (Emil Nielsen)3) ......kr. 21,778 Skrifstof ustj órinn: (Sig. Guðmundsson).. ..—10,594 Aðalbókari: (Jón Guðjónsson)......— 9,450 Gjaldkerinn: (Jóh. Jónsson).......— 5,198 ; I ' Landsmiðjan, Viðtækjaverzlun- in og Útvarpið eru nýjar stofnan- x) Hafði þar að auki sýslumanns- eitirlaun kr. 2607,92. 3) Auk þess ókeypis húsnæði. 2) Fyrir reikningshald ' varðskip- anna einna, sem þó reyndist í ólagi, greiddi íhaldsstjórnin 10 þus. kr. á ári. ir og ekki tilsvarandi samanburð- ur til frá árinu 1926. En viðvíkj- andi launagreiðslum í þessum stofnunum, má þó benda á nokk- ur atriði. Forstj óri. Viðtækj averzlunarinn- ar og forstjóri Landsmiðjunnar hafa hvor um sig nákvæmlega helmingi lægri árslaun en for- stjóri Áfengisverzlunarinnar, P. L. Mogensen, hafði árið 1926 og 1000 kr. minna en forstjóralaun Áfengisverzlunarinar eru nú, þrátt fyrir hina miklu lækkun þar. Launin í ríkisprentsmiðjunni voru ákveðin samskonar og í öðr- um prentsmiðjum í Reykjavík og gat það varla talizt nein fjar- stæða. Prentarakaup er taxta- bundið, eins og Mbl. veit. Um starfslaunin í útvarpinu er erfitt að miða við nokkur önnur, af því að útvarpið er talsvert sér- stæð stofnun, sem að nokkru leyti hefir með höndum viðskipti en á hinu leytinu margháttað menn- ingarstarf. Tveir af þekktustu hljómlistarmönnum landsins, Emil Thoroddsen og Þórarinn Guð- mundsson, eru þar á 630 kr. lægri árslaunum en Einar M. Jónasson sýslumaður hafði hjá íhaldsstjórn- inni 1926. Utvarpsstjórinn, sem er þjóðkunnur maður, og einhver mesti snillingur á íslenzkt mál, sem nú er uppi á landinu, hefir rösklega þriðjungi minna en M. G. borgaði Mogensen á sínum tíma. Þá er að geta þess, sem ekki er nefnt í Mbl., að starfslaun í ríkisstofnunum voru yfirleitt lækkuð um 15% við síðustu ára- mót, og ber að draga þá lækkun frá í skýrslu Mbl. II. Það er að vísu rétt hjá Mbl., að laun embættismanna sam- kvæmt launalögunum frá 1919 virðast í mjög mörgum tilfellum hafa verið ákveðin lægri (og það þó reiknað sé með sú dýrtíðarupp- bót, sem nú gildir) en nú tíðk- ast, þar sem ráðning fer fram með samningi hjá ríkisstofnunum eða einstaklingum. En þess ber þar vel að gæta, að launaupphæð- in, einkum í hinum „hæstu" em- bættvim, gefur í rauninni enga hugmynd um, hvaða upphæð við- komandi embættismenn hafa fengið greiddar úr ríkissjóði. Aukastörf, sem kostuðu litla fyr- irhöfn en voru vel borguð, fest- ust við þessi embætti. Skýrslur ríkisgjaldanefndarinnar 1926 gefa glögga hugmynd í þessu efni eins og ástatt var á því ári. Einar Arnórsson núv. hæsta- réttardómari og þáv. prófessor við háskólann, .hafði það ár tekjur'af opinberu fé sem hér segir: Embœttislaun........kr. 9030,00 Skattstjóralaun.. ......— 4183,25 Aukav. f. stjórnarráðið .. — 2575,00 Vinna við lagasafn .. .. — 1500,00 Setu- og varadómarastörf.. — 803,16 Nefndarstörf..........— 500,00 Málafl.............— 66,93 Samtals kr. 18658,34 Um prófessorana og aðra kenn- ara við háskólann má það segja, að tekjur háskólans af sáttmála- sjóði mun í ýmsum formum hafa orðið góður styrkur í þá átt að bæta kjör þeirra. Yfir þessum sjóði hefir háskólinn einræði, og vinnst e. t. v. síðar tíma til nán- ari athugana í því efni. Einn af skrifstofustjórunum í stjórnarráðinu (en þeir taka laun samkv. launal. 1919) hafði tekjur sem hér segir árið 1926: Embættislaun........kr. 9030,00 Aukav. í stjórnarráðinu .. — 2100,00 Endursk. áfengisverzl.. .. — 2400,00 Reikningsh. Kirkjuj.sjóðs — 3000,00 Stjórn Landhelgissjóðs .. — 4000,00 Samtals kr. 20530,00 Þessi dæmi nægja til að sýna það, að hæstaréttardómarar, pró- fessorar og skrifstofustjórar í stjórnarráðinu, hafa oft á tíðum ekki verið alveg eins illa á sig komnir og Mbl. vill vera láta, þó að embættislaun þeirra séu ákveð- in í launalögunum. Hinsvegar er það ómótmælan- legt, að ýmsir þeirra, sem lökust kjör hafa samkv. launalögum 1919, verða hart úti við lækkun dýrtíðaruppbótarinnar. Var og tekið tillit til þess í tillögu Fram-: sóknarmanna í e. d. í vetur. III. En það sem gjörir erfiðast fyr- ir um niðurfærslu á launum í þeim stofnunum, sem ríkið hefir full umráð yfir, eru hinar geysi- háu launagreiðslur hjá fyrirtækj- um einstakra manna (t. d. tog- arafélögum) eða hálf opinberum stofnunum, sem eru komnar upp á ríkið fjárhagslega, en hafa þó sjálfstjórn (Bankarnir. Eimskipa- f élagið). Síðastliðið ár voru gerð út hér á landi 38 botnvörpuskip. Rekstri þessara 38 skipa stjómuðu 24 framkvæmdastjórar. Launaupp- hæðir þessara framkvæmdastjóra er ekki hægt að birta'af því að nákvæm gögn vantar. Eru þær (launaupphæðirnar) allt upp í 30 þús. kr. árlega á hvern fram- kvæmdastjóra. Eimskipafélag íslands, sem al- gjörlega er stjórnað af flokks- mönnum Mbl., og nú þiggur stór-, fé árlega af ríkinu, greiðir forstjóra sínum 26 þús. kr. ár- lega, en skrifstofustjóra og aðal- bókara um 10 þús. kr. hvorum (Svipað og 1926). Landsbankinn borgar þrem bankastjórum 24 þúsundir hverj- um á ári og starfsmönnum í næsta launaflokki 11.500 kr. á ári hverjum, auk greiðslu í lífeyris- sjóð. Útvegsbankinn greiddi s. 1. ár þrem bankastjórum 19200 kr. hverjum1), en aðalbókara og fé- hirði Í2 þús. kr. hvorum. Um þann mikla fjölda einstak- lingsfyrirtækja, sem að öðru leyti væru helzt sambærileg við ríkis- stofnanirnar, eru engin gögn fyrir hendi, sem Tíminn hefir aðgang að. Hvað hafa t. d. forstjbrarnir í vélsmiðjunum: „Hamar" og „Héðinn", sem samanbærilegar eru við landsmiðjuna? Og hvað hafa framkvæmdastjórar í heildsölu- verzlunum, álíka og Viðtækja- verzlun ríkisins? Getur Mbl. og ísafold gefið upplýsingar um það ? Ef svo væri, er æskilegt að fá þær upplýsingar þegar í stað. En í stuttu máli má segja þetta. Yms starfslaun við stofn- anir ríkisins, þar sem fólk er ráð- ið með samningum, eru sýnilega of há, samanborið við kj'or afls al- mennings. En þessi laun eru ákveðin í góðæri og með hliðsjón af einstaklingsfyrirtækjum, eða hálf opinberum fyrirtækjum, sem greiddu miklu meira. Þó eru þessi laun stórum lægri en tíðkaðist við ríkisfyrirtæki í stjornartíð ílialdsmanna (sbr. samanburðinn hér að framan). Og viðleitnin er í þá átt að lækka, sbr. 15% lækk- unina um síðustu áramót, sem Mbl. nefnir ekki á nafn, þó ekki sé enn komið nógu langt á þeirri leið. Endurskoðun á launakjöruni opinberra starfsmanna er óhjá- leg nú á næstunni. bæði þeirra, sem á launalögum eru og annara. Sú endurskoðun hefir vafalaust talsverðar breytingar í för með sér. Greinin í Mbl. gefur t. d. ótvírætt í skyn, að blaðið telji réttlátt að launahækkun verði hjá hæstaréttardómurum, bæjar- fógetum, sýslumönnum, læknum, póstmálastj óra, landsímast j óra, vegamálastjóra, biskupi, kennur- um við háskólann og yfirmönnum við ríkissöfnin. öll niðurfærsla á launum við ríkisstofnanir verður erfið og ill- framkvæmanleg svo að nokkru nemi, meðan hægt er að benda á, að við einkastofnanir og hálf- opinberar, sem reka alveg hliö- stæða (og stundum alveg sams- konar eins og Eimskipafélagið og ríkisútgerðin) starfsemi eru greidd miklu hærri laun fyrir sama starf. Sanngjörnum launagreiðslum, verður aldrei komið við fyr en hægt er að hafa hemil á einka- fyrirtækjunum líka, en það er auðveldast með viðbótar tekju- skatti, sem verkar á sama hátt og lögákveðin lækkun á hálaun- um, en hefir þann kost, að lækk- unin nær þá einnig til þeirra, sem hæst laun taka hjá fyrirtækjum einstaklinga. En íhaldsflokkurinn fær sjálf- sagt tækifæri til að sýna það bráðlega, hvort honum er alvara með að lækka launin í landinu á þann hátt, sem réttlátast má verða. x) Eggert Glaessen hafði á sínum tíma eins og kunnugt er, 40 þús. kr. í íslandsbanka. Lítil bein og stór i. Blöð og þingmenn íhaldsflokksins hafa lagt það fyrir sig nú upp á síðkastið að átelja eyðslu á opin- beru íé. Ein tegund eyðslu er það þá, sem oft er nefnd í ihaldsblöð- unum og það eru það, sem kallaðir eru bitlingar eða „bein", fjárupp- hæðir, sem greiddar eru einstökum mönnum, venjulega fyrir störf, sem ekki eru lögákveðin. Beinara»ða Pét- urs Ottesens á eldhúsdaginn hefir kostað 4—5 klukkustunda vinnu 30 manna á hverju Alþingi nú undan- farið, og annað eins i prentun. Beinaræðan er þvínæst dálítið Öfeytt, endurtekin í Mbl. og ísafold a. m. k. einu sinni í mánuði allt árið. Mönnum kom það i fyretu all ein- kennilega fy^rir sjónir, þegar íhaldið fór að prédika sparnað og átelja eyðslusemi hjá andstæðingum sinum í landsstjórninni. Almenningi var í fersku minni, að ihaldsmennimir höfðu évalt verið eyðslusamastir af öllum, bæði í ríkisstjórn og á AI- þingi. Og menn vissu, að ihalds- flokkurinn var að mjög miklu leyti orðinn til vegna þess, að óhófs- eyðslan í landinu þurfti á pólitískri vernd að halda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.