Tíminn - 11.11.1932, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.11.1932, Blaðsíða 3
TÍMINN 187 greiðslu á skuldunum, og hefir ákærður Magnús Guðmundsson viður- kennt það undir rannsókn málsins, að hann áliti, að greiðslutilbóðið hafi verið of hátt. Ákærður Magnús Guðmundsson afhenti svo ákærð- um C. Behrens bankainneignina kr. 3000,00, en samningatilraunir féllu niður án þess að ákærður Magnús Guðmundsson leitaði nokk- urntíma nauðasamninga, svo sem hann kveðst þó í bréfinu ætla að gera, og án þes$ að skuldheimtumönnum væri nokkurntíma tilkynnt að samningaumleitunum væri hætt. Hinn 16. janúar 1931 var ókærður C. Behrens svo loks gerður gjaldþrota samkv. kröfu málfærslufirma hér í bænum í umboði firma eins í Kaupmannahöfn, senl hafði látið gera þar árangurslausa að- farargjörð hjá honum. Átti þá ákærður C. Behrens eina ritvél og leifar af hinum útistandandi skuldum, sem tæpast mun hafa svarað kostnaði að innheimta. Mun þetta því ekki einu sinni hafa svarað kostnaði við gjaldþrotið og fengu því skuldheimtumennirnir ekki neitt, aðrir en h.f. Carl Hoepfner, sem þá þegar hafði fengið greiðslu samkvæmt framansögðu. Ákærður C. Behrens. Það sem þá liggur næst fyrir að athuga er, hvort ákærðum C. Behrens hafi hlotið að vera það ljóst, er hann gerði eignayfirfærsluna til h.f. Carl Hoepfner, tók vörur að láni og greiddi nokkrum skuld- heimtumönnum sínum, að g-jaldþrotið var yfirvofandi. Ákærður hefir aðallega borið það fyrir sig sér til málsvarnar, að hann liafi ekki þurft að taka tillit til skyldmennaskuldanna og skuldarinnar við bankafirmað Bruhn & Baastrup, samtals kr. 23489,93 og að H. Tofte hafi fyrir hönd h.f. Carl Hoepfner gefið sér eftir kr. 6000,00, hafi hann þá átt fyrir skuldum og eignayfirfærslan þá ekki refsiverð. Þótt þessi málsvarnaratriði væri bæði rétt, hlaut ákærðum C. Behrens að vera það ljóst, að fjárhagur hans var raunverulega stór- um verri en sýnt er á efnahagsreikningi 28./10. 1929. — Húseignin nr. 14 við Lindargötu er talin um 60 þúsund króna virði, en er kr. 28800,00 að fasteignamati. 1 bréfinu, er ákærður Magnús Guðmunds- son sendi skuldheimtumönnunum um vorið 1930, er á það bent, að eignin sé ekki svona mikils virði, og þá um sumarið var eignin seld fyrir kr. 53.200,00. Það var frá upphafi auðsætt, að verð þessarar eignar var of hátt reiknað. Þá eru og allar útistandandi skuldir, eldri og yngri kr. 42261,52, taldar í nafnverði. Nær slíkt vitanlega ekki nokkurri átt, því hver og einn veit, að verzlunarskuldir eru meira og minna óvissar og af þessum skuldum hafði verið mjög óeðlilega lítið afskrifað und- anfarin ár. — Úrvalið úr þessum skuldum afhenti hann h.f. Carl Hoepfner sem greiðslu með meir en 10% afslætti og var þar með sýnt, að ákærður C. Behrens og áðurnefndir viðsemjendur áliti ekki úrval skuldanna nærri nafnverðsvirði. — Þær kr. 10454,56 í skuldum, sem getur um í bréfi ákærðs Magnúsar Guðmundssonar, eru aðal- lega sömu skuldirnar og í efnahagsreikningnum 18./10., en þá taldar um kr. 2000,00 virði. Ilver og einn, sem athugaði efnahagsreikninginn frá 28./10. hlaut að sjá, að eignirnar voru tilfærðar með hærra verði en þær voru verðar og skuldir ákærðs umfram eignir, þótt varnar- ástæður hans, sem greindar eru að framan, hefði verið fyrir hendi. En nú skal athugað, hvort varnarástæðurnar eru sannar. Hin framannefnda kr. 6000,00 eftirgjöl' frá H. Tofte f. h. Carl Hoepfner hefir verið athuguð við rannsókn málsins mjög gaumgæfi- lega. Þegar borinn er saman efnahagsreikningur 28/10. 1929 og samn- ingurinn frá 7. nóvember sama ár, ber skuldarupphæðunum ekki saman. Víxilskuldin, sem samkvæmt efnahagsreikningnum 28/10. er talin kr. 14362.50, er þá Íækkuð niður í danskar krónur 8349.72, eða ísl. kr. 10.148.00 samkv. bókunum, sem stafar af því, að í millitíð- inni höfðu verið greiddir 2 víxlar. En upphæðin kr. 50805.69 í samningnum er þannig framkomin, að frá skuldarupphæðinni í efnahagsreikningnum 28/10., sem er eins og að framan greinir kr. 53785.69, auk víxilskulda, eru dregnar kr. 480.00, er virðist hafa sýnt sig að vera ofreiknað, og verður þá þessi skuld ákærðs C. Behrens við h/f. Carl Höepfner kr. 53305.69. Við þessa upphæð er svo bætt ferðakostnaði II. Tofte, kr. 1660.00 og vöxt- um til h/f. Carl 1-Iöepfner, kr. 1840.00. Verða þessar tvær upphæðir samtals kr. 3500.00. En síðan er aftur dregin frá upphæðinni kr. 6000.00, sem er umboðslaun og eftirgjöf frá h/f. Carl Höepfner og verður þá skuldin kr. 50805.69 svo sem segir i samningnum.' En auk þessa kemur það að nokkru leyti fram í samningnum og hefir ná- kvæmlega upplýzt með skoðun á verzlunarbókum ákærðs, C. Behrens, að honum voru reiknaðar í afskriftir á framseldar skuldir kr. 2000.68 og kostnað við sendingu og vátryggingu varanna norður á Akureyri, kr. 1540.00, sbr. niðurlag 1. gr. samningsins. Það er því að vísu svo, að H. Tofte hefir fyrir hönd h/f. Carl Höepfner lækkað skuldina hjá ákærðum C. Behrens um kr. 6000.00, en alveg jafnframt er svo bætt við skuldina nýjum liðum, sem ekki komu fram í efnahagsreikningn- um áður: Kr. 1660.00 + kr. 1840.00 + kr. 2000.68 + kr. 1540.00 eða samtals kr. 7040.68, — og auk þess á ákærður C. Behrens að greiða ákærðuih Magnúsi Guðmundssyni innheimtulaun, sbr. 2. gr. samningsins. Það er því sannað í málinu, að þótt þessar kr. 6000.00 séu gefn- ar eftir við samningsgerðina 7. nóvember, þá voru nýir skuldaliðir, sem voru samtals nokkru hærri, færðir ákærðum C. Behrens til skuldar, og versnaði því fjárhagur ákærðs C. Behrens svo sem sýnt er, talsvert við þenna samning. Ákærður Magnús Guðmundsson gekk frá þessum samningi með ákærðum C. Behrens við H. Tofte, og þeim var því vitanlega báðum ljóst, er þeir gengu frá þessum samningi, að skuldir ákærðs C. Be- hrens námu talsverðu umfram eignir samkvæmt efnahagsreikningn- um, þótt allar eignir væru færðar með hinu óeðlilega háa verði og þótt öllum skyldmennaskuldum sé sleppt og skuldum við bankafirmað Bruhn & Baastrup. Skyldmennaskuldirnar og skuldin við Bruhn & Baastrup. Ákærðir halda því fram sem varnarástæðu svo sem fyr segir, að þessum skuldum hafi mátt sleppa. f hinum fyrstu réttarhöldum (4. maí og 19. apríl 1931) við rannsókn þessa máls, minntist ákærður C. Behrens ekkert á það, er hann var spurður um fjárhaginn, að framangreindar skuldir hefði ekki þurft að taka til greina. En er ákærður N. Mancher mætti í réttinum 21/8. 1931 gefur hann þá skýringu, að þessar skuldir hafi ekki verið talin þörf að telja með og því hafi hinir ákærðu litið á fjárhag ákærðs C. Behrens 28/10. eins og þessar skuldir væru ekki til. Um kröfur Idu Hedvig Behrens er það upplýst, að hana hefir sízt þurft að telja með skuldum ákærðs C. Behrens, en hinar skuld- irnar eru alveg venjulegar skuldir. Þannig er til þeirra skulda stofn- að, að ákærður C. Behrens fékk peninga lánaða hjá móður sinni Lauru Behrens árin 1926, 1927 og 1928. Og árið 1928 fékk ákærður lánaðar hjá bróður sínum ívar Behrens kr. 4000.00 danskar og þá fékk hann jafnframt lánið hjá bankafirmanu Bruhn & Baastrup og > setti bróðir ákærðs tryggingar fyrir því. Kveðst hann þá hafa sagt við bróður sinn og móður, að hann væri svo svartsýnn á framtíðina, að þau gætu búist við að tapa þessum lánum. Annað kveður hann ’ ekki hafa verið um þetta rætt, og hann hefir játað, að alls ekkert loforð eða vilyrði hafi legið fyrir um neina eftirgjöf á kröfum þess- um, er eignayfirfærslan fór fram 7. nóvember. En ákærður C. Be- hrens kveðst hafa talið sig geta afstýrt því, að þessum kröfum yrði lýst og kveðst hafa farið. fram á það við móður sína árið 1930, að , hún lýsti ekki sinni kröfu og hafí hún fallist á það. En það er fyrst seint á árinu 1931, eftir að rannsókn er nokkuð langt komin, að á- kærður C. Behrens fer fram á það við bróður sinn Ivar Behrens, að skuldinni við hann og bankafirmað Bruhn & Baastrup verði ekki lýst. — Eftir nokkur bréfaskifti féllst bróðir ákærðs á þetta, kveðst ekki vilja gera neitt sem skaði ákærðan C. Behrens og sagði honum að hann mætti eyðileggja þá kröfulýsingu, sem málfærslumaður bróð- ur ákærðs C. Behrens hafði sent ákærðum til að afhenda skipta- réttinum. Það er því sannað, að þessar skuldir voru 7. nóvember 1929, er eignayfirfærslan fór fram, til með sama rétti og aðrar skuldir á , hendur ákærðum C. Behrens, og það er fyrst löngu (1—2 árum) síðar, að skuldareigendur fallast á að lýsa ekki kröfunum, þegar - þeir fengu að vita áð það gat komið ákærðum illa. En auk þeirra lýsti og fjöldi skuldheimtumanna ekki kröfum í búið, eftir að þeir, að því er virðist, vissu, að það mundi ekki gefa neinn greiðsluhluta. — Ákærður C. Behrens hafði því alls enga heimild til þess 28/10. að sleppa þessum skuldum, frekar en einhverjum öðrum, til þess að bæta með því fjárhag sinn. Það kemur og hvergi fram í málinu, heldur alveg það gagnstæða, að ákærður hafi talið sig lausan við þessar skuldir; hann sjálfur heldur þessu ekki fram við i-annsókn málsins fyr en ákærður N. Mancher og ákærður Magnús Guðmunds- son hafa gefið þessa skýringu. — Og eins og bréf það ber með sér, er ákærður Magnús Guðmundsson sendi skuldheimtumönnunum um vorið 1930, eru allar þær sömu skuldir, er hinir ákærðu segjast hafa talið heimilt að sleppa aó reikna með í efnahagsreikningnum 28/10., þá taldar ákærðum C. Behrens til skuldar, og þá er meira að segja, eins og bréf þetta sýnir, þess getið, að skuldir þessar hafi verið tryggðar fx-amar öðrum, með veði í húsgögnum ákærðs. En af þessu verður augljóst, að er eignayfirfærslan fór fram 7. nóvember, hafa skuldir ákærðs C. Behrens numið miklu umfram eignir, og hann ekki getað komizt hjá að sjá að gjaldþrot hans, sem hafði byrjað verzlun eignalaus með kr. 14000.00 skuld og sítapað, var alveg yfir- vofandi. — Með því að taka eftir þetta vörur að láni, sem hann sá að hann gat ekki greitt, og með eignayfirfærslunni 7. nóv. og greiðslu á skuldum sínum eftir það, hefir ákærður C. Behrens því brotið gegn ákvæðum 262. og 263. greinar almennra hegningarlaga. — Ekki verður séð að ákærður hafi skotið eignum undan, og bók- hald hans var ])annig, að hann verður ekki dæmdur til refsingar fyrir það. Ákærður Magnús Guðmundsson. Hin almenna umboðsmennska málfærslumanna liggur venjulega í því, að færa eignayfirfærsluna í form og gera aðra samninga, án þess að kynnast nákvæmlega eða að nokkru leyti efnahag umbjóðand- ans. Hér stóð hinsvegar þannig á, að ákærður C. Behrens snéri sér til ákærðs Magnúsar Guðmundssonar og bað hann að ráðleggja sér, hvað hann ætti að gera, er H. Tofte heimtaði eignayfirfærsluna. Yirð- íst ákærður C. Behrens hafa talið þess mikla þörf að hafa lögfræðing með sér í ráðum, þar sem ákærður N. Manscher, er gengið hafði frá efnahagsreikningnum taldi eignayfirfærsluna vafasama, vegna ann- ara skuldheimtumanna ákærðs C. Behrens er samningaumleitanir byrjuðu. En ákærður Magnús Guðmundsson fékk nú efnahagsreikning ákærðs C. Behrens til athugunar og ráðlagði síðan ákærðum C. Behrens eignayfirfærsluna, samkvæmt því sem hann hefir sjálfur játað undir rannsókn málsins. Spurningin er því sú, hvort ákærður N. Manscher hefir með efnahagsreikningnum 28/10. og skýringum á honum, gefið ákærðum Magnúsi Guðmundssyni svo ófullnægjandi eða rangar upplýsingar um efnahag ákærðs C. Behrens, að hann hafi þess vegna ekki haft aðstöðu til að sjá hinn raunverulega fjárhag og að gjaldþrotið var eins og fyr segir alveg yfirvofandi. Þetta hefir því verið rannsakað allrækilega. — f því sambandi hefir ákærður N. Manscher lagt áherzlu á það, að efnahagsreikn- ingurinn frá 28/10. sé gerður samkvæmt bókum ákærðs C. Behrens, „en jafnframt“, segir ákærður N. Manscher, „var gei't allt, sem hægt var, eftir beiðni þeirra Magnúsar Guðmundssonar og H. Tofte, til Þess, að þeir segir, kæmist að raun um hið rétta ástand efna- hagsins.“ Viðvíkjandi útistandandi skuldum hefir ákærður N. Manscher meðal annars sýnt fram á, að skrá hafi verið samin yfir skuldirnar og lögð fyrir þá Magnús Guðmundsson og H. Tofte, til þess að þeir gætu sjálfir myndað sér skoðun á því, hvers virði skuldirnar væru í raun og sannleika. Þetta hefir ákærður Magnús Guðmundsson kann- ast við. Ákærður N. Manscher hefir upplýst, að þannig hafi verið at- hugaður nákvæmlega hver einstakur eignaliður, sem nokkru máli skifti, til þess að sjá, hvers virði hann væri í raun og veru. Hann kveðst hafa verið á mörgum fundum með þeim H. Tofte og ákærð- um Magnúsi Guðmundssyni, einmitt til þess að athuga og útskýra efnahaginn. Ákærður Magnús Guðmundsson hefir í aðalatriðum játað þetta rétt vera, en kveðst ekki minnast ]æss að þessar athuganir á efna- hagsreikningnum hafi breytt neitt heildarniðurstöðu hans. Af því sem að framan segir, er það upplýst, að ákærður Magnús Guðmundsson fékk áður en hann ráðlagði eignayfirfærsluna full- komna 'aðstöðu til þess að vita um hinn rétta efnahag ákærðs. Ákærð- ur Magnús Guðmundsson hlaut því af sömu ástæðum og ákærður C. Behrens sjálfur að sjá, að eignirnar á efnahagsreikningnum 28/10. voru færðar með svo háu verði, að það var ekki sannvirði þessara eigna. Má þar nefna fasteignina og útistandandi skuldir, og liggur að nokkru fyrir í málinu, hvernig ákærður Magnús Guðmundsson Dómurinn sem birtur er hér í blaðinu í dag, var kveðinn upp af lögreglustjóra í aukarétti Reykjavíkur kl. 5 síðdeg- is í fyrradag. Af sérstökum ástæðum er dómur- inn birtur nú þegar hér í blaðinu. Astæðurnar eru þær, að Morgun- blaðið hefir í gær hafið mjög svæsna árás á lögreglustjórann út af dómn- um, og gert tilraun til að telja al- menningi trú um, að hér sé um „pólitískan dóm“ að ræða. I greinurn Mbl. urn þetta efni í gær er á ýmsum stöðum mjög vill- andi frásögn og sumstaðar alröng um mikilvæg atriði. Tíminn hefir því talið það alveg sjálfsagt, að birta dóminn í heilu lagi þegar í stað, svo að allur al- menningur hafi aðstöðu til að kynn- ast af eigin raun málavöxtum. Framkoma Mbl. í gær, eftir að dómurinn er fallinn í máli M. G., er í góðu samræmi við framkomu M. G. sjálfs á meðan málið var í rann- sókn. M. G. hafði þá í frammi opin- berlega hótanir við dómarann. þess- ar hótanir endurtekur Mbl. nú jafn framt því, sem það skýrir frá, að M. G. muni segja af sér dómsmála- róðherraembættinu. En málinu hefir hann áfrýjað til hæstaréttar. Almenningur mun iiinsvegar mynda sér skoðun á því, hvort hót- anir ákærðra manna eigi að ráða dómsúrskurðum eða ekki. Til frekari glöggvunar skulu hér birtar þær lagagreinar,- sem dómur- inn er byggður á. 48., 262. oq 263. gr. almennra hegningarlaga. 48. Hafi tveir menn eða fleiri hjálp- ast til að framkvæma afbrot skal hverjum þeirra- um sig refsað, sem hann sé verksins valdur. En hafi nokkur hluttakari einasta veitt for-' göngumanninum liðsinni, er minna er i varið, þá er hann framkvæmdi brot sitt, skal beita vægari hegningu að tiltölu, og sé hún ekki minni en helmingur hinnar vægustu og ekki meiri en þrir fjórðu partar hinnar þyngstu hegningai', sem lögð er við afbrotinu i lögum. 262. Ef að bú manns er tekið til skipta sem þrotabú, og hann eftir það eða um þær mundir, er haun hlaut að sjá fyrir, að gjaldþrotlð vofði yfir, hefst af sérdrægni nokkuð það að, er miðar til þess að lögmæt- ar eigur eða kröfur búsins ekki renna inn í það' eða að komið verði fram með rangar kröfur við búið, eða ef nokkur maður um það leyti, er síðast var á vikið, útvegar sér ný lán í sama tilgangi, þá varðar það hegn- ingarvinnu allt að 6 árum eða fang- elsi við vatn og brauð ekki skemur en tvenna 5 daga. 263. Ef að nokkur maður sem svo er ástatt fyrir, sem segir í næstu grein á undan hefst nokkuð það að, er miðar til að draga ólöglega tauin sumra skuldheimtumannanna hinum til tjóns, en án þess að ætla sjálfur að ábatast á því, t. a. m. með því að selja muni fyrir of lítið andvirði að tiltölu eða með því að nota það, sem hann hefir undir hendi til þess að borga sumum skuldheimtumönnun- um fremur öðrum, eða með því að gefa út skjöl, er ættu að gefa sumum skuldheimtunum réttindi fram yfir hina, þá er þrotabúinu er skipt, þá varðar það fangelsi við ,vatn og brauð, eða einföldu fangelsi ef máls- bætur ei'u, ekki samt skemur en 1 mánuð. - s 'i'iz i . -.wjpgr* 19. gr. gjaldþrotaskiptalaganna. 19. Hafi þi'otamaður á síðustu 6 mánuðum áður en liann varð gjald- þrota greitt skuld, hvort sem hún var fallin í gjalddaga eða eigi með því að lúta af hendi við lánardrott- inn fasteign, skip eða aðra þá muni, er telja verður óvanalegan gjaldeyr-, eftir öllum ástæðum, eða hefir greitt skuld, er eigi var fallin í gjalddaga, þó með vanalegum gjaldeyri sé greitt, þá getur búið riftað gi-eiðslunni og ki-afizt þess, að lánardrottinn skili aftur því, sem hann hefir fengið, eða andvii'ði þess. Auðkennt eru með feitu letri þau ákvæði 262. og 263. gr. almennra hegningailaga, sem til greina koma í sambandi við dóminn. Næsta blað kemur út á morgun. ----------------o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.