Tíminn - 11.11.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.11.1932, Blaðsíða 4
188 TlMINN Fyrirspurn til ritstjóra Morgunblaðsins. Mbl. réðist í gær á Hermann Jónas- son lögreglustjóra út af óeirðunum í fyrradag og áfellir hann fyrir það, að lögregluþjónunum hafi verið „sig- að út af fyrirhyggjulausum lögreglu- stjóra gegn margföldu ofurefli11. Mbl. veit, að lögreglustjóranum í Reykjavík hafði ekki verið fengið meira lið í hendur en hann hafði á að skipa í fyrradag og að engin heimild var frá ríkisstjórninni til að hafa annað lið. Mbl. veit ennfremur, að það voru fyrst og fremst flokksbræður þess, íhaldsmennirnir í bæjarstjórninni, sem kommúnistarnir ætluðu að ná sér niðri á, og að það var skylda lög- reglustjórans að láta verja þessa bæjarfulltrúa, og það þó að árásin væri gerð á þá í tilefni af ráðstöfun, sem Hermann Jónasson sem bæjar- fulltrúi hafði sjálfur verið mótfallinn. Vilja ritstjórar Mbl. svara afdrátt- arlaust eftirfarandi spurningu: Átti lögreglustjórinn í Reykjavík, af því að“ hann sá, að við margmenni var að eiga, að framselja hina átta íhaldsmenn, þá Pétur Halldórsson, Jón Ólafsson, Jakob Möller, frú Guð- rúnu Jónasson, Magga Magnúss, Hjalta Jónsson, Pétur Sigurðsson og Sigurð Jónsson, varnariausa í hend- ur kommúnistanna? Framhald af 2. siðu. ryðja húsið til fulls, bæði salinn og ganginn fyrir framan. En þegar lögregluþjónarnir sjálf- ir, ásamt lögreglustjóra, komu út úr húsinu var ráðizt á þá frá öllum hliðum með allskonar bareflum, sem voru mörg miklu lengri en lög- reglukylfurnar. Varð fyrir þá sök erfiðari vörnin. Barst viðureignin út á Kirkjutorg og næstu götur. Urðu þá meiðsli meira og minna al- varleg bæði í liði lögreglunnar og þeirra, sem að henni sóttu. En þeir lögregluþjónar, sem voru minna eða ekki meiddir fluttu, að viðureign lokinni, félaga sína á næstu lækn- ingastofu. Á meðan á þessu stóð komust bæjarfulltrúarnir, sem eftir voru, burt úr húsinu. Það verður ekki hjá því kornizt, að undirstrika sérstaklega þá al- varlegu staðreynd, sem nú hefir sannast á eftirminnilegan hált, að til eru nú hér í bænuin nokkur hundruð manna, sem sýnilega af á- settu ráði, stofna öryggi almenn- ings í voða og grípa fegins hendi hvert tækifæri, sem gefsí til að hrinda af stað óeirðum méð voveif- legustu afleiðingum. Framkoma kommúnistanna í gær, sem þúsundir manna eru vitni að, sannar það svo greinilega, að ekki verður um villst, að kauplækkunin í atvinnubótavinnunni, sem út af fyr- ir sig er alls ekki bót mælandi, eins og á stóð, er ekkert annað en yfir- skynsástæða af þeirra hendi, til þess að fá í sínar hendur forystu í her mdar ver kum. En vitanlega verður að gæta þess stranglega, þegar svo fordæmalaus- ir og alvarlegir atburðir gerast hér í landi, að taka á þeim með fyllstu einurð og festu, og hins þá jafn- framt eigi síður að yfirvega þessi mál með ítrustu stillingu og geðró. Það verður sjálfsagt mörgum ljósar nú en áður, hversu skyldur lögreglunnar eru alvarlegar og jafnframt hættulegar, þar sem þess er af henni krafizt, að hún verji líf og limi annara manna, hver sem í hlut á, fyrir líkainlegu ofbeldi. Og sérstaklega erfiða aðstöðu á hin fá- menna lögregla, ef hún þarf að eiga í höggi við æsta ofbeldisinenn, svo að hundruðum skiptir eins og i þessu tilfelli. Lögregluþjónarnir, sem þannig leggja líf sitt og limi í hættu, vegna skyldu sinnar, til varnar almennu öryggi, eiga kröfu almennrar samúðar og skilnings á hinu vandasama starfi þeirra. Ein sú krafa, sem gera verður til almennings, þegar svo stendur á sem nú, er að menn ekki að þarf- lausu safnist saman, þar sem lög- reglan er að afstýra vandræðum, því að engin lögregla, hversu æfð og gætin, sem hún er, getur ábyrgst það, að óviðkomandi menn verði ekki fyrir slysum í slíkum tilfellum Ritstjóri: Oísll QuSnmndsson. Mímisveg 8. Sími 1245. PrentamiOj&n ▲cta. hefir metið þessar eignir, sbr. ummæli hans um fasteignina í bréf- inu til skuldheimtumanna vorið 1930 og að hann skömmu síðar hjálpaði ákærðum C. Behrens til að selja þessa fasteign fyrir kr. 53200.00. Úrvalið af útistandandi skuldum ákærðs C. Behrens geng- ur ákærður Magnús Guðmundsson inn á að afhenda með talsverðum afslætti, sbr. samninginn frá 7. nóvember og kr. 10.454.56, sem er aðallega hluti sömu skuldanna, sem taldir eru í efnahagsreikningn- um 28/10., telur hann samkvæmt upplýsingum frá ákærðum C. Be- hrens, um 2000 króna virði. >— Ákærður Magnús Guðmundsson sá það því, að ákærður C. Be- lirens skuldaði raunverulega mikið umfram eignir, er hann gerði samninginn 7. nóvember og það þó að þær skuldir, er hinir ákærðu telja að hafi mátt sleppa og gefnar hafi verið eftir af H. Tofte f. h. C. Höepfner séu ekki taldar ákærðum C. Behrens til skulda. En það er og upplýst, að húsgögn ákærðs C. Behrens, sem talin eru til eigna á efnahagsreikningnum 28/10.,, kr. 1.458.15, voru veð- sett Ivar Behrens fyrir skuld, sem haldið er fram að ekki hafi þurft að taka tillit til, og versnaði fjárhagur ákærðs C. Behrens enn við það frá því sem efnahagsreikningurinn sýnir. Eins og upplýst er áður, gekk ákærður Magnús Guðmundsson frá samningnum 7. nóvember og undirbjó hann, og hann vissi því, að 6000 króna eftirgjöfin var aðeins á yfirborðinu, þar sem jafn- framt voru færðar ákærðum til skuldar ýmsar nýjar upphæðir, sem voru samtals talsvert hærri og versnaði því efnahagurinn hjá ákærð- um C. Behrens svo, að skuldir hans umfram eignir urðu talsverðar, þótt gengið sé út frá efnahagsreikningnum 28/10. og eignirnar færðar með hinu óeðlilega háa verði eins og þar er gert. En þó verður mismunur eigna og skulda að sjálfsögðu ennþá meiri, ef litið er á eignirnar með því sannvirði, er ákærður Magnús Guðmunds- son hlýtur eftir framangreinda athugun að hafa gert, sbr. og athuga- semdirnar í bréfi hans og var þá gjaldþrotið yfirvofandi, þótt skuld- um við skyldmennin og bankafirmað Bruhn & Baastrup væri sleppt. Eins og nú hefir verið sýnt, skiftir það ekki afgerandi máli, hvort skuldirnar við skyldmennin og bankafirmað Bruhn og Baa- strup eru taldar ákærðum C. Behrens til skuldar 7. nóvember, er eigna-yfirfærslan fór fram. — En rétt þykir þó að athuga þetta nánar, þar sem hér er um að ræða aðalvarnarástæðu ákærða Magn- úsar Guðmundssonar. — Ef tekinn væri trúanlegur framburður ákærðs Magnúsar Guð- mundssonar sjálfs um það atriði, að hann hafi verið í góðri trú (bona fide) og álitið, að rétt væri að sleppa framangreindum skuldum 7. nóvember, er það þó sannað, með bréfinu, er hann sendi skuld- heimtumönnum ákærðs C. Behrens, vorið 1930, að liann þá hefir á- litið, að taka ætti fullt tillit til þessara skulda og þannig hefir hann í slæmri trú (mala fide) haldið áfram að aðstoða ákærðan C. Be- hrens í þeim verknaði sem hann drýgði með eigna-yfirfærslunni 7. nóvember, með því að reyna að koma því til leiðar, að skuldheimtu- menn ákærðs C. Behrens kepptu nú um greiðsluhluta við skyldmenn- in og Bruhn & Baastrup, en sjálfur hefir ákærður Magnús Guð- mundsson játað, að hagsmunum skuldheimtumanna hefði því aðeins verið borgið og eignayfirfærslan 7. nóvember hefði því aðeins verið heimil, að ekkert tillit væri tekið til þessara margnefndu skulda við skyldmennin og Bruhn & Baastrap. — Það er því sannað, að þótt framburður ákærðs Magnúsar Guð- mundssonar væri tekinn trúanlegur um þetta atriði, hefir þó ásetn- ingur hans um að veita ákærðum C. Behrens aðstoð við brot hans verið fyrir hendi ekki síðar en er hann sendi skuldheimtumönnum bréfið og er þá um eftirfarandi ásetning (dolus superveniens) að ræða og getur því staðhæfing hans um góða trú 7. nóvember ekki leyst hann undan refsingu fyrir þessa síðari aðstoð hans við að halda áfram broti ákærðs C. Behrens gagnvart skuldheimtumönn- unum. En eins og upplýst er í málinu hafði það við engin rök að styðj- ast, að telja ekki með til ^gkulda ákærðs C. Behrens 7. nóvember skuidir skyldmennanna og skuldina við Bruhn & Baastrup. Fyrir þessu liggur aðeins eigin staðhæfing hinna ákærðu, en hinsvegar sannað, áð engin loforð eða vilyrði lágu fyrir um eftirgjöf frá skuldareigendum. Sú staðreynd, að ákærður C. Behrens og Magnús Guðmundsson telja skuldina ekki niður fallna er þeir skrifa skuld- heimtumönnunum og bjóða 25% upp í skuldirnar sem fullnaðar- greiðslu, sýnir, að þeir hafa jafnan talið skuldirnar í gildi sem aðr- ar skuldir, því ef skuldimar voru ekki til 7. nóvember gátu þeir held- ur ekki álitið þær til í maímánuði. Ákærður Magnús Guðmundsson sá því greinilega, að gjaldþrot C. Behrens var yfirvofandi, er hann ráðlagði eignayfirfærsluna 7. nóvember og kom liehni í kring, öðrum skuldheimtumönnum ákærðs C. Behrens til tjóns. En það má og jafnframt benda á það, að ákærður Magnús Guðmundsson vissi, að H. Tofte var sendur hingað beinlínis til að tryggja hagsmuni h/f. Carl Höepfner. II. Tofte heimtar að sér sé framselt megnið af og úrvalið úr vörum ákærðs C. Behrens, (sbr. 2. gr. samningsins „góðar og ósviknar verzlunarvörur“) og úrvalið af útistandandi skuldum hans (sbr. 2. gr. samningsins: „góðar trygg- ar kröfur“). Að H. Tofte, eftir að hafa kynnt sér efnahag ákærðs C. Behrens, heimtaði þessi framsöl og þar með greiðslu í svo óvenjuleg- um gjaldeyri, stafaði vitanlega af því, að hann óttaðist yfirvofandi gjaldþrot ákærðs C. Behrens. Það er og upplýst af ákærðum C. Be- hrens og N. Manscher, að H. Tofte hafi og jafnframt því að heimta þessi framsöl beinlínis hótað kæru og gjaldþroti. Hann stöðvaði og öll lán frá h.f. C. Höepfner til ákærðs C. Behrens og heimtaði (sbr. 5. gr. samningsins), að ákærður C. Behrens greiddi víxlana í gjald- daga, enda fór mikill hluti af því fé, sem liann fékk inn, meðan verzl- unin hélt áfram, í gi-eiðslu þessara víxla. Þegar þessar ástæður eru athugaðar í sambandi við sjálfan efna- hag ákærðs C. Behrens, verður það jafnvel enn augljósara, að það gat undir engum kringumstæðum farið fram hjá ákærðum Magnúsi Guðmundssyni, að gjaldþrot ákærðs C. Behrens vofði yfir. Þess er getið hér að framan, að ákærður Magnús Guðmunds- son hafi, er ákærður C. Behrens var að verða gjaldþrota í byrjun árs 1930, með samningaumleitunum frestað gjaldþrotinu fram yfir riftunartímann, sem ákveðinn er í 19. gr. gjaldþrotaskiptalaganna. Þótt ákærðum C. Behrens og Magnúsi Guðmundssyni hafi ekki tek- izt að sýna fram á, að ákærður C. Behrens hafi haft nokkra mögu- leika til að standa við boð sitt um 25% greiðslu af skuldum, og nauðasamninga væri ekki leitað, sem þó var heitið, verður þó ekki talið sannað, að tilboðið hafi verið geft í sviksamlegum tilgangi. En það verður ekki komist hjá að líta á það, að ef ákærður Ný bók. Alríkísstefnan eftir Ingvar Sigurðsson Fæst í bókaverzlunum Fódursíld úr búi Síldareinkasölu íslands er lang ódýrasti og besti fóðurbætir, sem nú er kostui' á. Verðið er kr. 7,50 tunnan komin á allar hafnir landsins, sem strandferðaskip ríkisins hafa viðkomu á. Með e.s. „Esju“ síðast fengum vér tll Reykja- víkur nokkrar tunnur af ágætri sild. Þar sem birgðir vorar í Reykjavík eru mjög litlar er ráðlegt að festa kaup þegar í stað. Skílanefnd SíldareinksOlu Islands Siini 1733. Sambandshúsinu Magnús Guðmundsson hefði gert eignaryfirfærsluna 7. nóvember í þeirri trú, að ákærður C. Behrens yrði ekki gjaldþrota og allir 1‘engi sitt, hlaut það að koma honum á óvart, að sá sami maður, sem hefði blekkt hann þannig, kæmi til hans rétt eftir áramótin og segði honum, að nú væri hann að verða gjaldþrota og vildi nú reyna að greiða öðrum skuldheimtumönnum 25%, sem hann þó ekki gæti, án hjálpar. — Það verður að telja sennilegt, að ákærður Magnús Guðmundsson hefði undir slíkum kringumstæðum ekki látið hjá líða að benda ákærðum C. Behrens á það, að eigi yrði komizt hjá því að leiðrétta það ranglæti, sem öðrum skuldheimtumönnum hefði verið gert með eignayfirfærslunni 7. nóvember eða minnsta kosti að benda ákærðum á að gefa sig þegar upp til gjaldþrotaskifta, til þess að skuldheimtumennirnir gætu látið rifta eignayfirfærslunni. En ákærð- ur Magnús Guðmundsson gerði ekki þetta, heldur hið gagnstæða. Það er því ekki hægt að komast hjá því að líta á þetta sem enn eitt og æði sterkt sönnunaratriði þess, að ákærðum C. Behrens og málfærslumanni hans, ákærðum Magnúsi Guðmundssyni liafi, svo sem áður er sýnt, verið hið yfirvofandi gjaldþrot ljóst 7. nóvember og því ekki komið það á neinn hátt á óvart, að ákærður C. Behrens var að verða gjaldþrota eftir áramótin, er ákærður Magnús Guð- mundsson afstýrði því. Með því að ráðleggja og stuðla að eignayfirfærslunni til h/f. Carl Höepfner 7. nóv. þegar honum var ljóst, að gjaldþrot ákærðs C. Behrens var yfirvofandi, hefir ákærður Magnús Guðmundsson brot- ið gegn ákvæðum 263. gr. sbr. 48. gr. almennra hegningarlaga. Ákærður N. Manscher hefir staðfastlega haldið því fram undir rannsókn málsins, að hann hafi ekki átt neinn þ*átt í að stuðla að eignaryfirfærslunni heldur lagst á móti henni í upphafi og síðan látið samningana afskiptalausa. Þetta er viðurkennt af ákærðum C. Behrens og ákærður Magnús Guðmundsson hefir ekki mótmælt því. Það er upplýst, að hann hefir látið semja þann efnahagsreikning, sem fyrir liggur í málinu samkvæmt bókum ákærðs C. Behrens eins og í efnahagsreikningnum segii', og það er viðurkennt af ákærðum Magn- úsi Guðmundssyni og C. Behrens, að ákærður N. Manscher hafi verið viðstaddur til þess að gefa frekari skýringar viðvíkjandi efnahags- reikningnum og efnahag ákærðs C. Behrens í heild og það hefir ekki neitt komið fram við rannsókn málsins, sem bendir til þess, að þær upplýsingar hafi verið villandi, heldur virðast upplýsingar hans hafa verið ítarlegar, svo sem áður segir. Það verður því að sýkna ákærðan N. Manscher af ákæru réttvís- innar í þessu máli. Ákærður Carsten Behrens er kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 19. ágúst 1889, og hefir ekki áður sætt ákæru né refsingu og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið fyrir afbrot sitt sem greint er hér að framan hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í 45 daga og auk þess verður samkv. 8. gr. gjaldþrotaskiptalag- anna að svifta hann rétti til þess að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrirtæki í næstu 6 ár frá uppsögn dóms þessa. Ákærður Magnús Guðmundsson er einnig kominn yfir lögaldur sakamanna fæddur 6. febrúar 1879 og hefir ekki áður sætt ákæru né refsingu og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið fyrir aðstoð sína við framangreint afbrot hæfilega ákveðin fangelsi við venju- legt fangaviðurværi í 15 daga. . Ákærður N. Manscher er og kominn yfir lögaldur sakamanna,, íæddur 17. janúar 1895. Hann hefir með dómi aukaréttar Reykjavíkur, uppkveðnum 1. ágúst 1932, verið dæmdur skilorðsbundið fyrlr brot á ákvæðum 264. gr. 1. málsgr. sbr. 48. gr. almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869. Sá dómur er nú fyrir Ilæstarétti. Eins og fyr segir verður að sýkna hann af ákæru réttvísinnar í þessu máli. Ákærðir C. Behrens og Magnús Guðmundsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan sakarkostnað í máli þessu. Á máli þessu hefir enginn óþarfur dráttur orðið, en fyrir nokkr- um drætti, sem orðið hefir í rannsókn málsins er gerð grein í rann- sóknargerðunum. Því dæmist rétt vera: Ákærður Carsten Behrens sæti fangelsi við venjulcgt fangaviður- væri í 45 daga og skal auk þess sviftur rétti til þess að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrirtæki í 6 næstu ár frá uppsögn dóms þessa. Ákærður Magnús Guðmundsson sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 15 daga. Ákærður Niels Manscher skal vera sýkn af ákæru réttvísinnar í málinu. Ákærði C. Behrens og Magnús Guðmundsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.