Tíminn - 20.12.1932, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.12.1932, Blaðsíða 4
218 TlMIZfW Kiæðaverksmiðjan Gef j ixn Akureyri framleiðir allskonar tóvörur úr ull, svo sem: Karlmannaf ataef ni, Yfirfrakkaefni, Kjólaefni, Drengjafataefni, Rennilásastakka, Sportbuxur, Ullarteppi, Band og lopa Á Akureyri og í Reykjavík hefir verksmiðjan saumastofur. Þar eru fatnaðir saumaðir eftir máli sérlega ódýrt. Vörur klæðaverksmiðjunnar GEFJUN hafa fyrir löngu hlotið al- menningslof, enda vinnur verksmiðjan eingöngu úr norðlenzkri ull. Gefjunarvörur eru góðar, smekklegar og ódýrar. Athugið bláa cheviotið, er verksmiðjan framleiðir, áður en þér festið kaup á jólafatnaði annarsstaðar og að þér getið fengið klæð- skerasaumaða vetrarfrakka fyrir 90—95 krónur Útsala og saumastofa 1 REYKJAVlK Á AKUREYRI Laugaveg 33. Sími 2838 hjá Kaupfél. Eyfirðinga l’rarali. af 1. siðu. anir um verð hennar i kaupi og sölum". Og svo kemur rétt á eftir: „pað getur ekki heldur ráðið nein- um úrslitmn, þótt eignin á Lindar- götu 14 seldist undir kr. 60000,00 nær því ári síðar“. það er alveg óskiljanlegt, að svona röksemdafærsla skuli þykja boðleg i hæstaréttardómi. það skal jafnframt upplýst, sem íram keinur í réttai-prófunum, að eignin var seid fyrir um 53 þús. kr. eða 7 þús. kr. minna en hún var „sett á"1). Eignaylirfærslan 7. nóv. þá setja dómararmr upp nýjan efnahagsreikning, sem á að gilda eítir að Behrens haíði aíhent vöru- birgðir og skuidir til líoepíners þann 7, nóv. 1929. Samkvæmt þeim efnahagsreikningi, sem að ýmsu leyti er rangur, eins og síðar verð- ur sýnt, heíir efnahaguiinn, jafnvel i augum dómaranna, versnað svo, að B. á nú ekki nema kr. 678,89 um- fram skuidir (áður kr. 1239,57). í þessum eínahagsreikningi eru sömu vitleysurnar og i hinum (iiísábyrgðin, innanstokksmunirnir). En auk þess sýnir 2. gr. samn- ingsins 7. nóv., að Behrens átti að greiða M. G. alian kostnað við inn- Leimtu skuldanna, sem framseldar voru. Enda liggur fyrir um þetta játning frá Behrens sjálfum. á bls. 29 í réttarpróíunum. Batt B. sér þar enn nýjan bagga með samningnum, þótt forðast hafi verið að geta um það í hæstaréttardómnum. Dómararnir íá eftirþanka. þó að dómararnlr séu nú búnir að strika yfir skyldmennaskuldirnar kr. 23489,93 og meta húseignina (Lindar- götu 14) a. m. k. 7 þús. of hátt, of- telja tvo eignaliði (lifsábyrgðina kr. 3400,00 og veðsetta innanstokksmuni kr. 1458,15) og vilji ekki gera ráð fyrir neinum innheimtukostnaði til Magnúsar Guðmundssonar, lítur efna- hagurinn ennþá svo illa út, að dóm- urunum þykir hann ískyggilega bágborinn. Er það heldur engin furða, því að þá var eftir að reikna með sjálfsögðum og væntanlegum af- föllum á þeim útistandandi skuldum, sem eítir voru og hugsanlegum af- föllum á vörubirgðum. Enda voru þetta aðaleignirnar: Skuldir rúml. 23 þús. og vörubirgðir rúml. 7 þús. Um þetta atriði segja dómararnir: „Hinsvegar mátti gera ráð fyrir. því, að útistandandi skuldir hans reyndust ekki nafnverðs síns 'virði, og samantaidar eitthvað lakari en sá hluti þeirra, er hann framseldi Hoepfner". En hinar framseldu skuldir voru eins og kunnugt cr, úrvalið, og þó reiknuð rúml. 2000 kr. afföll af þeim. Segir svo í forsendunum: „Og gat hann þvi varla talið sig eiga fullkomlega fyrir skuldum eftir ráðstöfunina 7. nóv. 1929 ...“ Munu fleiri verða sammála um það, En dómararnir finna ráð við þessu. „Hér við er athugandi", segja dóm- aramir, „að ákærði mátti gera ráð fyrir sem líklegu'), að hann losnaði við skuldabréfskröfuna kr. 5805,00. þetta skuldabréf hafði ákærði látið Hoepfner liafa. Dómararnir upplýsa, að þessa skuld hafi Behrens ekki þurft að greiða „nema hann gæti“! Er þetta að því leyti rétt hjá dómur- unum, að menn, bæði B. og aðrir, munu alls ekki greiða skuldir, nema þeir geti! En heimildin til að draga þetta skuldabréf frá, er algerlega gripin úr lausu lofti. það eina sem fyrir réttinum lá um þetta, er að hinn ókærði sjálfur gaf þetta í skvn í prófunum, og rétturinn tekur það trúanlegt eins og um sönnun væri að ræða! Á sama hátt færir rétturinn það fram ákærða til málsbóta, að hann sjálfur gefur í skyn, að hann hafi haft „ýms góð verzlunarsambönd önnur en Hoepfner" og að hann „hafi haft í hyggju að setja upp arð- berandi atvinnurekstur" og hafi „gert sér vonir um“ — „að hann gæti unnið sig upp“. *) Auðkennt hér. J) Leigan, 600 kr. á mánuði, sem hæstiréttur segir, að greidd hafi verið, er leiga sem fyrri eigandi hússins sagði B. að hann hefði reikn- að sjálfum sér! Eftir að dómararnir hafa gengið þannig frá efnahagnum og sannfært sjáifá sig um, að „vonirnar“ hafi verið góðar, komast þeir að þeirri niðurstöðu, að gjaidþrotið hafi ekki verið yfirvofandi, að afhending eign- anna hafi verið iögleg og ákærði sýkn saka. FrambuzSur N. Manscher. Ákærðum er talið það til máls- bóta, að N. Manscher endurskoð- andi „hafði einnig samkvæmt skýrslu sinni fyrir iögreglurétti 1. okt. þ. á., talið samninginn 7. nóv. 1929, eins og hann var að lokum, ekki skaða lánardrottna ákærða". Hér er farið með aigerðar blekk- ingar i forsendunum. Manscher lýsir yiir þessu sem sinu áliti i réttar- haldi ásamt M. G. 1. okt. í liaust, en gætir þess jafnframt að taka fram, að „hvort hann hafi látið þá skoð- un i ijós, kveðst hann ekki muna". M. ö. o. kannast hann ekki við, að hann hafi látið þessa skoðun í ljós, þegar eignayfirfærslan fór íram 7. nóv. 1929. En um þetta liggur lika fyrir skýr eidri iramburður, bæði Irá honum og Behrens. í réttarprófunum bis. 31 (21. á- gúst 1931) hljóðar framburður Man- schers þannig: „Yfirh. kveðst ekki hafa verið við þessa samninga, kveðst hafa sagt við Toite, að þetta væri sama og að taka allt af Behrens og kasta hon- um á götuna. — — Hann kveðst ekki vita, hvað hafi komið Magnúsi til þess að gera slika samninga fyr- ir hönd Behrens — —“. Framburður Behrens á sömu bls. í sama réttarhaidi er á þessa leið: „Yfirh. kveður Manscher hvað eftir annað hafa sagt, að þetta mætti hann ekki gera vegna hinna skuld- heimtumannanna. Sagði þá Tofte, að þetta mætti Manscher ekki segja, því hann (Mansclier) væri Hoepfners maður". Og ennfremur i sama réttarhaldi: „Manscher telur þennan framburð réttan, en kveðst aldrei hafa mælt með því, að þessi eignayfirfærsla ætti sér stað, hvorki við Behrens, Tofte né nokkurn annan". Eins og sjá má af þessu, er frá- sögn hæstaréttar um framburð Man- schers því meir en lítið villandi, og getur fráleitt talizt sæmileg. „Reynslan er ólygnust". En eftir allt þetta segir nú í for- sendunum: „Vonir ákærða, framannefndar, rættust ekki. Hann kom ekki íyrir- íetlunum sínum í framkvæmd og vann ekki upp verzlun sína — — Ýmsir skuldunautar hans brugðust lionum — — Vörur sínar kveður hann hafa spillzt af vatni1) — — Um áramótin síðastnefndu2) taldi hann því hag sínum svo komið, að hann yrði að segja upp starfsfólki sínu — — Eftir þann tíma virðist rétturinn loks líta svo á, að B. hafi hlotið að sjá gjaldþrot sitt fyrir. En rétturinn segir, að ekki sé sannað, að hann hafi pantað neinar vörur eftir þann tíma. Hitt geta dómaramir ekkert um, að hann tók á móti vörum eftir áramót, og er það vitanlega á sama hátt refsivert (sbr. skrána á bls.' 35—36 í réttarprófunum). þá segja dómararnir, að um greiðslur, sem fram fóru eftir ára- mótin, hafi „ekki verið fengnar nán- ari upplýsingar, hvort þær hafi ver- ið fyrir vörur, sem ákærði fékk þá fyrst í hendur, þegar greiðslur fóru fram, eða fyrir vörur, sem hann hafði fengið í hendur sínar“. það er þó a. m. k. upplýst, sbr. bls. 49 í réttarprófum, að greiðslur til Hoepfners fóru fram eftir ára- mót, og hefði dómurunum verið vorkunnarlaust að sjá það. Sparisjóðsbókin. I forsendunum segir: „það er upplýst í málinu hér fyrir dómi, að ákærði tók í desember 1929 út úr sparisjóðsbók þeirri, er í hin- um áfrýjaða dómi getur,^kr. 2500,00, og afganginn að undanskildum 2 *) Auðkennt hér. a) þetta er raunar ósatt, þó í litlu sé. Behrens minntist aldrei á það í prófunum, að vörur hefðu spillst af vatni. Hinsvegar talaði hann lítilsháttar um, að vörur hefðu skemmst, ótiltekið hvernig. 2) þ. e. um nýár 1930, eftir tæpa tvo mánuði! krónum, i janúar 1930. paS er ekki upplýst í málinu, hvort ákærði heíir notað þessa upphæð til greiðslu á vörum eða verzlunarkostnaði, eða til einkaneyzlu*), og verður hann þeg- ai- af þessari ástæðu ekki dæmdur til refsingar sakir þessa atriðis". En í réttarprófunum, bls.. 29 i rétt- arhaldi e/a. 1931 stendur: „Aðspurður skýrir yfirh. svo frá, að meðan á umleitun nm nauða- samninginn stóð, haíi Magnús Guð- mundsson geymt sparisjóðsbók yf- irh. með kr. 3000,00 inneign. En þegar hann tilkynnti í október— nóv. 1930, að nauðasamningar myndu ekki nást, afhenti hann yfirh. sparisjóðsbókina skömmu síð- ar, og eyddi yíirh. penlngunum til lífsíramfæris næstu mánuði1**). Hér er þvi farið með bein ósann- indi í íörsendunum, og virðast dóm- ararnir ekki hafa iesið framburðinn i réttarpróíunum. Magnús Guðmundsson. Næstum ailar athugasemdirnar, sem gerðai- hafa verið hér að fram- an, eiga eftir eðli málsins, einnig við um afstöðu M. G. En þegar kemur að því í forsend- unum, að ræða hlutdeild M. G., setja dómararnir upp tvo nýja efna- hagsreikninga — fyrir og eftir yfir- færsluna —, sem eiga að vera sjón- armið M. G. I þessum reikningum eru endur- teknar allar sömu staðleysumar og raktai’ hafa verið hér að framan, og nýjum bætt við, sem kemur af því, að M. G. er látinn sjá .eignir, sem aðrir vissu ekki að B. ætti á þeim tíma1), en aftur á móti er hann ekki látinn vita um skuldir, sem til voru, ef þær komu ekki fram á efnahagsreikningnum 2S/io.2) Með því þannig að gera ráð fyrir, að M. G. viti það, sem honum er hentugt að vita, en sé ókunnugt um það, sem honum er óhentugt að vita, tekst nú dómurunum að koma eignum B. umfram skuldir — frá sjónarmiði Magnúsar — upp í kr. 3806,32. Ennfremur ganga dómararnir út frá þvi (sem haft er eftir M. G. sjálfum og engum öðrum), að B. hafi sagt M. G., að skuldir B. væru tryggari en venjulegar v.ei'zlunar- skuldir, svo að ekki þyrfti að gera ráð fyrir afföllum, og að Magnús hafi trúað þessu. Eftir yfirfærsluna hækkar svo skuidlaus eign upp í kr. 4785,64. — En frá sjónarmiði Behrens haíði hún Iækkað(!) um rúml. 600 kr. eins og sjá má hér að framan. Flutningskostnaður varanna. Viðvikjanda síðara efnahagsreikn- íngnum — frá sjónarmiði Magnúsar — segir svo í forsendunum: „Sendingarkostnaður varanna, sem Behrens átti að greiða, er þó ekki hér talinn, vegna þess, að hann get- ur ekki hafa verið ákveðinn þegar 7. nóv. 1929“3). En dómurunum virðist hafa sézt yfir það, að um þetta or elnmitt samið í niðurlagi 1. gr. samnings- ins 7. nóv., sem Magnús sjálfur gerði. Riftunariresturinn. þá segir í forsendunum, að ekki sé „nákvæmfega upplýst í málinu, hvenær Behrens kom til ákærða með beiðni um aðstoð hans við samn- ingagerðir við lánardrottna Be- lirens". það er þó upplýst með játningu beggja hinna ákærðu, að þetta hafi gerst í febrúar — eða marzmánuði. Behrens segir í febrúar eða marz (bls. 29 og 59), en M. G., að Behrens hafi ekki komið til sín „fyr en í marzmánuði" (bls. 56 í réttarprófun- um). þó að þetta hefði verið sein- ast í marz var samt eftir á annan mánuð af riftunarfrestinum (6 mán- uðum). í forsendunum segir: „Og ekki er það heldur sannað, að ákærði hafi á nokkum hátt *) Auðkennt hér. J) Sbr. greiðsluna til Hoepfners, kr. 6085,00, sem síðar kom fram. 2) Sbr. útsvarið, skuldin við vá- tryggingarfélagið og veðsetning inn- anstokksmunanna. 3) Eins og menn geta séð fyr í forsendunum, er þó Behrens ætlað að hafa séð sendingarkostnaöinn, og þannig að hafa verið mun gleggri en Magnús, sem hann var að leita ráða hjá! varnað lánardrottnum Behrens að krefjast gjaldþrotameðferðar á búi Behrens, meðan þessi frestur var að líða“. En í réttarprófunum stendur á bls. 59 (framb. Behrens): „Stöðvuðust þá skuldheimtumenn- irnir á meðan, með því að þeim var skýrt frá, að samningar voru í und- irbúningi, og meðal þeirra var Garðar þorsteinsson lögfr., sem gekk nokkuð hart að, þar til Magn- ús Guðmundsson skýrði honum frá, að leitað yrði samninga". Og í réttarprófunum, bls. 76 i rétt- arhaldi 1. okt. 1932 stendur svo í framburði M. G. sjálfs: „Annars kveðst hann minnast þess, að Garðar þorsteinsson hafi ætlað að ganga að Behrens fyrir skuld, sem hann hafði til innheimtu, og liafi hann (M. G.) óskað eftir við Garðar, að hann biði meðan hann væri að leita eftir samningum". Hér er því enn einu sinni farið með rangt mál í forsendum hæsta- réttardómsins. Afleiðingamar. Blaðið liefir því miður ekki rúm til að birta að þessu sinni frekari leiðréttingar og gagnrýni. á þessum makalausa dómi og forsendum hans. Röð viðburðanna, sem þetta mál er sprottið af, er í rauninni einföld og auðskilin. Kaupmaður byrjar verzlun með 14 þús. kr. skuld og onga eign. Heildsölufirma (C. Hoep- ner) lánar honum vörur til að verzla með og felur honum innheimtu. Kaupmaðurinn tapar ár frá ári og fjárhagurinn fer síversnandi. Hann fer að eyða fé úr sjálfs síns hendi og taka lán hjá öðrum, sem að lok- um nema stórum upphæðum. þegar einn lánardrottinn kemst að því, að kaupmaðurinn er kominn í greiðslu- þrot, kemur hann máli sínu svo fyr- ir á laun, að hann fær næstum allt, sem kaupmaðurínn hefir handbært upp í skuldina.. Málafærslumaður leggur á ráðin og sér um, að aðrir gangi ekki að kaupmanninum, fyr en það er orðið um seinan og þeir fá ekki neitt. Svona verzlunarviðskipti eru nú löghelguð liér á landi um óákveðinn tíma með dómi hæstaréttar í málinu gegn C. Behrens og Magnúsi Guð- mundssyni — og jafnframt alvarlegt ranglæti framið gagnvart þeim, sem áður hafa verið látnir sæta fyllstu ábyrgð fyrir samskonar eða minni yfirsjónir. Sækjandi hins opinbera í máli þessu sagði í málfœrslunni fyrir réttinum: „Ef þetta getur talizt löglegt, er ó- hætt að hætta öllum rannsóknum á gjaldþrota menn“. v Undir þessi orð mun verða tekið af öllum almenningi í landinu. ----o----- Tíminn kemur út á föstudags- morgun. Auglýsingum sé skilað helzt ekki seinna en um miðjan dag á fimtudag á afgr. blaðsins eða i Acta. — þetta er einkar hentugt tækiíæri fyrir auglýsendur í Rvík. sem kaupa trúlofunarhringa hjá Sigiirþór verða alltaf ánægðir. Sendið nákvæmt mál, og við aendum gegn póstkröfu um land allt. Ef dómsmálastjórn svæfir réttvisína? I hegningarlögunum í 132. gr. er mælt fyrir, sem hér segir: „Ef að embættismaður, sem er í því embætti, að hann á að stuðla til að Iialda uppi hegningarvaldinu, læt- ur af ásettu ráði farast fyrir að hefja málssókn út af hegningarverðu verki, eða gjörir eða vanrækir eitthvað til þess að koma til leiðar, annaðhvort að maður verði dæmdur sýkn eða í vægri refsingu eða til að hlífa manni við að taka út hegningu, sem á liann hefir verið lögð, þá varðar það einföldu fangelsi eða embættis- missi, eða sektum ef málsbætur eru, ef að verkið að öðru leyti ekki er svo vaxið, að þyngri hegning liggi við því“. Þessi gr. í hegningarlögunum á fyrst og fremst að halda dóms- málaráðherra, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, sýslumönn- um, lögreglustjórum, bæjarfóget- um, lögmanni og hreppstjórum að þeirri beinu embættisskyldu, að láta lögin ganga jafnt yfir alla. Þessi grein er beinlínis stíluð móti þeim hugsunarhætti að láta réttvísina sofa þar sem hún á að vaka, samkvæmt fyrirmælum lag- anna. Og þessi grein sýnir meira. Hún sýnir, að það hefði beinlínis varðað við hegningarlögin, ef Framsóknarstjórnin hefði svæft málið um sviknu mælikerin á Hesteyri, um tvöföldu vinnu- reikningana hjá Rvíkurbæ, um 7000 krónurnar, sem borgarstjóri gat ekki gert grein fyrir, um hið stórkostlega fjársukk íslands- bankastjóranna, gjaldþrot Beh- rens og þátttöku M. Guðm. í því. En greinin sýnir fleira: Að M. Guðm. og Ól. Thors standa óþægi- lega nærri því að vera hegningar- verðir fyrir að „leggja til hliðar“ málin um síldarkerin, mál ís- landsbanka, mál Zimsens, mál Björns bakara, og mál kommún istanna frá í sumar. Vill Jón Kjartansson, hinn lög- spaki ritstjóri Mbl., reyna að verja þessi lögbrot Magnúsar Guðmundssonar og Ólafs Thors? B. T. ----o-----' Ritstjóri: Gisli Guðmandsson. Mimisveg 8. Sími 4245. Prmtemifllnn Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.