Tíminn - 20.12.1932, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.12.1932, Blaðsíða 2
216 TlMINN „Réttvísin sefur“ Pétur Magnússon málíærslumaður Behrens í gjaldþrotamálinu sagði i málsvöm sinni fyrir hæstarétti, að i svona málum myndi réttvísin stund- um hafa verið látin sofal Mbl. sagði frá þessu, graf-alvarlega, og skildi ekki að það myndi gera Pétur að athlægi um allt land, og jafn lengi sem einhver kann að minnast þess að maður hafi verið til með því nafni. En i þessari einu setningu er fólgin. innsta lífsskoðun íhaldsins. Hyggnir menn leyna henni, eins og þeir bezt geta. En sumir íhaldsmenn láta þessa hugsun gegnsýra svo hugann, að þeir verða henni sam- dauna. Einn af þeim mönnum, er Pétur Magnússon. Síðan í fornöld hafa málarar og myndasmiðir í listaverkum sínum sýnt guð réttarfarsins með band fyr- ir augum. í því lá ekki sú hugsun, að guðinn væri blindur. þvert á móti. Hann var skygn í bezta lagi. En bandið var fyrir augum til þess að hann sæi elcki mennina, sem átti að dæma, heldur málstað þeirra. Bandið fyrir augum átti að tákna hið fullkomna hlutleysi dómsvalds- ins, hina fullkomnu afneitun þess að dómstóll færi í manngreinarálit. En Pétur Magnússon hugsar sér réttvísina öðruvísi. Ekki með hið venjuhelgaða band fyrir augum, iieldur að réttvísin sofi, stundum, þegar sérstaklega stendur á, þegar þess er þörf. Hugsjón Peturs Magnússonar um starfshætti réttvísinnar er sú, að þegar eitthvert saka- eða svikamál kemur upp i landinu, þá athugar réttvísin fyrst hverir að því standa, hverir séu hihir brotlegu og hvort þeir eða flokkur þeirra bíði skaða við að dómur gangi um mál hins seka. Ef réttvísin sér að sá seki er hátt settur maður, vel alinn, með hökutopp að fornum sið heldri manna, þá á réttvisin að halla sér út af á koddann, lygna augunum ineð íullkominni rósemi, loka aug- unum og sofna. Á meðan á sá seki að hverfa burt út í mannfélagið. Hann á að geta hafið svikaferilinn að nýju, fengið mannaforráð, heið- ursmerki, titla. Ailt það sem bezt hentar þesskonar mönnum. En réttvísin má elcki sofa allt af. Nokkru síðar er hún vakin. Fyrir framan hana stendur kona, mögur og fátæklega klædd, móðir margra barna. Hún er ákærð fyrir þjófnað. Maður hennar er burtu i vipnu, en hefir ekki náð að geta sent kaup sitt heim. Hungrið kemur að dyrum hennar. Börnin gráta af sulti. í ör- væntingu fer móðirin yfir götuna, gengur inn í stofu. Hún sér lykil hanga við skáphurð á veggnum. Hún eykur sekt sína með að taka lykil- inn, opna skápinn. þar inni leggja tvö liundruð krónur. Hún tekur þær. Hún er orðin þjófur, en börn hennar gráta ekki af hungri um kvöldið. Magra, fátæka konan stendur frammi fyri ivj’éttvísinni. Hún rís frá koddunum, hvessir augun grimmdar- lega á móðir hungruðu barnanna og segir: „J>ú ert umkomulaus. Engin meiriháttar manneskja tr kunnug þér. þar að auki hefir þú stolið. Harka laganna skal ná til þín með fullum strangleik". Pétur Magnússon hefir sýnt í verki, að hann veit ofboð vel, hvenær rétt- vísin á að sofa. Skulu hér nefnd tvö dæmi og munu þó fleiri til. í „Bláu bókinni", sem er samsafn dóma og opinberra skilríkja, sem sýnir réttar- gæzlu og réttarþroska nokkuð margra íhaldsleiðtoga, er á bls. 255 prentað bréf, sem Jóh. Jóh. þá bæjar- íógeti, ritar vini sínum, dómsmála- ráðherranum, Jóni Magnússyni, 13. febr. 1922. það bréf er ódauðlegur kjörgripur í sögu réttarfarsins á ís- landi. Dómarinn segir þar að fyr um veturinn hafi fimm kaupsýslumenn í bænum kært sjötta kaupmanniun „fyrir vanrækslu á bókfærslu og svik- samlegar athafnir í sambandi við gjaldþrot". Dómarinn segist ekki hafa viljað rannsaka þetta (sbr. „rétt- vísin sefur“), því að margir aðrir hafi orðið gjaldþrota og framið „at- hæfi, sem liggur á takmörkum þess ólöglega“ (þ. e. verið raunverulega stórbrotlegir við lögin) og mál þeirra þó ekki tekin fvrir. (En það var auð- vitað Jóh. Jóh. og J. M. að kenna, embættisvanrækslu þeirfa). Nú segir Jóh. Jóh., að hann hafi ætlað að taka á sig rögg út af kæru fimmmenning- anna og rannsaka málið. En þá birt- ist hin blíða ásjóna Péturs Magnús- sonar, full af siðferðilegum góðvilja. Pétur segist vera málfærslumaður sjötta kaupmannsins (af undarlegri tilviljun leita svo margir brotlegir verndar hjá þessum manni) og biður hann nú hinn stranga dómara, að fara hægt i að rannsaka svikamálið, því að kona< sjötta kaupmannsins sé að hugsa um — auðvitað með hjálp P. M. — að kaupa sér frið við hina iimm, með því að borga þeim pen- inga til friðar rnanni sínum. Enn líður tími. Jóh. Jóh. hittir Pétur og spyr um hversu gangi verzlunin um x’éttvisina. Pétur segir að þrír vilji verzla, en tveir setji afarkosti, og sé ekki semjandi við þá. Litlu síðar Ieggur Pétur Magnússon inn á skrif- stofu dómarans friðarskjal mikið, aftui’köllun á kærunni á þremenn- ingunum, sem höfðu verið keyptir út með sérborgun. Spyx- Jóh. Jóli. nú yfirmann sinn, Jón Magnússon, hvort ekki megi bíða með sakamálsrann- sókn, þai- til tvímenningarnir endur- nýi kæru sína, eða það sem Jóh. Jóh. álítur betra, að saksókn megi alveg falla niður. Eftir þetta bætir dómarinn við þess- um viturlegu setningum: „Ég fyrir mitt leyti tei réttvísinni ekki full- nægt, þótt sakamálsrannsókn verði hafin gegn einum í sambandi við gjaldþrot hans---------þar sem aðr- ir, sem líkt hefir staðið á með, hafa sioppið við rannsókn". En því var rannsókn ekki lxafin gegn hinum, sem brotlegir voru? J. M. og Jóh. Jóh. liöfðu vam-ækt skyldu sína og gerzt brotlegir við 132 gi’. hegningarlaganna. En svo af- saka þeii- félagai- það, að þeir stinga undir stól kröfuuni um í'annsókn á sjötta kaupmanninum, af því þeir séu áður búnir að vanrækja skyldu sína við meðferð eldii fjársvikamála. Pótur Magnússon er bersýnilega, ekki i vafa um að gjaldþrot sjötta kaupmanns sé sviksamlegt. En hann vill vei'zla, til þess að réttvísin hafi Iieiðarlega ástæðu til að sofa — rétt í þetta eina skipti! Annað dæmi um svefnmeðal, sern átti að byrla réttvísinni: þórðui' Flygenring stórútgerðar- inaðui' i Hafnarfirði verður gjald- þröta um haustið 1930, og sannast, að hann Jiefir auk gjaldþrotsins gert sig selcan í vítaverðu athæfi, með þvi að selja Kveldúlfi upp í gamla skuid við það firma saltfisk, sem var veð- settur l.andsbankanum og Útvegs- bankanum fyrir mörg hundruð þús- und krónur. Bankarnir liöfðu lánað þetta fé til að veiða þennan fisk og á því sama ári. Hér var um tvöfalt refsimál að xæða, bæði gjaldþrot og að selja veð- setta eign. Auk þess var það óþægi- legt fyrir Ólaf Thors og bræður hans að opinbert mál risi út af því, að þeir höfðu fengið fiskinn sem veð- settur var bönkunum. Pétur Magnús- son íinnur, að nú er komið eitt af þeim sjaldgæfu en þýðingarmiklu til- fellum, þar sem réttvísin átti að sofa. Hér var um að ræða afbrot, sem var stói-kostlega hegningarvert. En sá sem hegningin hlaut fyrst að bitna á, var greindur og vel menntaður maðui' af góðri ætt, sem átti fjölda af háttsettum vinum og viðskiptamönn- um. Svo byrjar Pétur liknarstarfsemi sína. í fáeina daga er hann á stöð- ugri rás fram og aft.ur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. — Allt er gert, sem unnt er til að fá bankana til að kæra ekki fjársvikin. En það lánast ekki. Formaður banka- ráðs Útvegsbankans, Svavar Guð- mundsson vildi ekki aðstoða við svæfinguna. Hann kærir. Málið geng- ur sinn gang. Útvegsmaðurinn er dæmdur í margra mánaða fangelsi. Réttvísin fékk ekki að sofa í þetta sinn. En hún blundaði síðar. íhaldið kom fi'am stjóinai’skiptum vorið 1932. M. Guðm. varð dómsmálaráðherra. þórður Flygenring hafði þá byrjað að taka út hegningu sína. M. Guðm. lét það vera citi af sínum fyrstu verkum að opna fangelsisdyrnar og segja við þennan mann: Tak sæng þína og gakk burt héðan. Ef þórður Flygenring hefði ekki átt að marga svokallaða „betri menn" mvndi engum hafa dottlð í liug annað, en að gjaldþrotamál hans yrði að ganga sinn gang, og veðsetn- ingarmálið ekki síður. Auk þess var náðun í byrjun hinnar tildæmdu hegningar xilgert gerræði, og engin foi’dæmi um að i svo gífurlegu fjár- svikamáii væri sama sem felld niður hegningin. Haustið 1931 komst upp um ólögiega söiu áfengis á gistihúsi í Rvík. Mbl. ællaði að ganga af göfl- unum. Biiidindisáhuginn ætlaði al- veg að kæfa Jakob Möller og Valtý Stefánsson! þetta mál var dæmt; gistihúseigandinn fékk mikla sekt og missti veitingaleyfi í hálft, ár. En hinum mögnuðu andstæðingum áfengis, Möller og Valtý, þótti þetta ekki nóg. þeir vildu helzt láta jafna gistihúsið við jörðu. En í þeim svifum komu upp tvö stórkostleg áfengismál, smyglun og auk þess meiriháttar skjalafölsun. Við þetta mál voru riðnir tveir menn, sem áttu marga vini í hópi embættis- manna i Reykjavík. Og það er eng- inn vafi á því, að ef þá hefði verið íhaldsstjórn við völd,' þá hofði rétt- visinni verið boðin góð nótt, henni reidd mjúk sæng og beðin að halla sér út af og sofa. En ihaldið fór þá ekki enn með framkvæmd „réttvís- innar“. Bæði málin voru tekin fyrir og dæmd í undirrétti af Hermanni Jónassyni nákvæmlega eins og sak- borningarnir ættu engan að, nema lög þjóðfélagsins. En „svefninn" kom fram annars- staðar. Valtýr og Jakob Möller misstu að langmestu leyti áhuga sinn fyrir vínmálunum, og blöð þeirra minnt- itst annaðhvoi't ekki eða sama sem ekki á þessi tvö hneykslismál. — Auk þess urðu þau þess valdandi að mikill áhugi varð hjá íhaldinu að af- nema síðustu leyfar bannlaganna — í von um að létta byrði þessara brot- legu manna. Fyrra málið var þannig vaxið, að ungur maður að nafni ísleifur Briem var ritari lxjá ræðismanni Frakka. Isleifur var vel ættaður. Hann var sonur Sigui'ður póstmeistara, bi'óður- sonui' Eggerts Briem núverandi dóm- stjóra og mágur Jóns Kjartanssonar íitstjóra Mbl. þessi maður gerði sig s.ekan um vínsmygl þannig að lxann misnotaði aðstöðu sina hjá raxðismanni Frakka, smyglaði þannig víninu á nafni er- lendrar þjóðar, braut trúnað við cmbættið, og falsaði að lokun nafn íæðismannsins undir plöggin, sem þurfti til að ná víninu. það var síðan ilutt heim í kjallara póstmeistara, og almenn trú að riflega hafi verið veitt af því til að auka ungum í- haldsmönnurn kjark við æsingar þeii'ra í skrílvikunni eftir þingrofið. Brot Isleifs sannaðist fljótt. Hann var dæmdui' í fésekt ög þriggja mán- aða fangelsi. Fyrverandi stjórn lét við það sitja og áfrýjaði ekki mál- inu. Isleifur greiddi af höndum fé- sektina, en liafði ekki byrjað að taka út hegninguna. það var vitan- iegt að allt yrði gert til þess að bjarga ísleifi frá fangelsi, því að xnaður hafði gengið undir manns- hönd til að reyna að fá fyrverandi dómsmálaráðherra til að blanda rétt- vísinni svefnlyf til bjargar honum. En eftir stjórnarskiftin tók Jón rit- stjóri Kjartansson að blanda sér í málið, og kom með orðsendingar fi'á ríkisstjórninni um að ekki mætti láta Isleif byrja að taka út hegning- una, því að M. Guðm. væri búinn að lofa uppgjöf saka. Stóð í þessu fram- eftir sumri. Að lokum kom þó þar, að M. G.' lét ísleif vera í fangelsi i nokkra daga, en opnaði þá fyrir hon- | um hurð fangelsisins. jtað er alveg fordæmalaust í ís- lenzkri réttarfarssögu, að maður, sem drýgir skjalafals í stórum stíl, beint í eiginliagsmunaskyni, og haf- andi enga afsökun eða málsbót, sé látinn sleppa við hegningu. En það er líka í fyrsta sinn, sem maður úr embættaklíku Rvíkur er dæmdur fyr- ir fölsun. Og mál ísleifs Briem hefði verið svæft þegar í byrjun, ef íhald- ið hefði þá ráðið í dómsmálaráðu- neytinu. Síðara málið var hin stórkostlega vínsmygluri Björns Björnssonar bak- ara. Hann smyglaði um líkt leyti og ísleifur fimm hundruð whisky- flöskum úr frönsku herskipi, og nokkru af öðrum vínum. Undirdómarinn dæmdi Björn í ca. 24 þús. kr. sekt og tveggja mánaða fangelsi. Við stjórnarskiptin hafði fráfarandi stjórn lýst yfir, að hún myndi ekki áfrýja, að hún myndi athuga hvort hægt væri að semja um að sektin yrði greidd á þrem árum, til að gera manninum kleift að greiða hana án þess að verða að stöðva atvinnurekstur sinn, en að þá yrði trygging að vera fyrir skuld- inni. Aftur var Birni bent á, að um niðurfall fangelsisvistar gæti ekki verið nð tala. Engir.n vafi var á því, að Björn bakari hafði ekki flutt inn 500 whiskyflöskur handa sér einum, eða sínu heimili. Langsamlega mestur hlutinn hlaut að vera handa öðrum. Eftir öllum málavöxtum var Björn einskonar pöntunarstjóri við whisk.v- innflutning handa broddborgurum Rvíkur, eða öðru nafni íhaldsleið- togunum. það mátti ganga að því vísu, að birgðir Björns hefðu átt að fara í 20—30 hús „háttsettra" íhalds- manna. það var því vitanlegt, að utan um Björn bakara myndi standa geysivoldugur hringur áhrifamanna, sem þyrftu, vegna þess, að þeir voru samsekir, að reyna að eyða málinu. „Svæfa réttvísina" rétt í þetta eina sinn. Og réttvisin hefir sofið. M. Guðm. og Ól. Th. hafa legið á skjölunum í allt sumar, ekki áfrýjað og ekki iátið Björn borga sektina, enn síður taka út hegninguna. Og hinir miklu frömuðir bindindis í landinu, Val- týr Stefánsson og Jokob Möller, hafa þagað. það er eins og þeir hafi ótt- ast að réttvísin væri rétt að ná að festa lilundinn. það þyrfti að ganga um á tánum til að vekja hana ekki á óheppilegum tíma. En vel sé Pétri Magnússyni, verj- anda liins löglega gjaldþrota manns, Behrens. Pétur liefir gefið þjóðinni hið rétta kjörorð: Réttvísin þarf stundum að sofa! X. ---o---- Bróf landlæknis um spítalann á Nýja-Kleppi. Ritað dómsmálaráöuneytinu 17. ágúst 1932. Vilmundur Jónsson landlæknir hef- ir hinn 17. ágúst s. 1. sumar ritað heilhrigðismálaráðuneytinu á þessa leið: „Um samþykkt Læluiafélags ís- lands viðvíkjandi spítalanum á Kleppi vil ég taka þetta fram: það er rótt, að mikið hefir mátt setja út á forstöðu hins nýja spítala a Kleppi, og vísa ég til bréfs míns til dómsmálaráðherra þar að lútandi frá 16. nóv. f. á. þar sem ég lagði til, aö yfirlæknirinn væri sem fyrst leystur frá störfum sínum. þá til- lögu tók ráðuneytið ekki til greina. En við þá rekistefnu, sem í bréfinu getur, skipti svo um, að síðan mun allí ganga hneykslanalaust á spítal- anum — og var það raunar meira en ég bjóst við. par má nú heita að hvert rúm sé jafnan skipað, og virð- ist mér öll. óánægja vera að sjatna og allt fara viðunandi eins og fer*). Raunar má segja að yfirlæknirinn, sem að vísu er vel skynsamur lækn- ir, hafi ekki þá fyllstu sérfræði- menntun í þessari gi'ein læknisfræð- innar, en lítt ætla ég að það þurfi að koma niður á sjúklingunum, með því að lækningatilraunir við geð- veika sjúklinga munu yfirleitt ekki hafa ýkjamikið gildi fyrir þá, og er höfuðatriðið að hjúkra þeim með ná- kvæmni, en á það þarf ekki að skorta. Um lækningar geðveikra sjúklinga er ráðandi mjög mikil hjá- trú hér á landi, og halda menn jafn- vel að þar sé töfralyfjum og aðferð- um beitt, sem venjulegum læknum sé með öllu ókunnugt um. Hefir og nokkuð verið alið á þessu hin síð- ustu ár og jafnvel af þcim, sem sízt skyldi. Má heilbrigðisstjórnin ekki láta blekkjast af því. Mér virðist sá friður vera um Kleppsspítalann, að almenningi verði gert vafasamt gagn með því að hleypa öllu á ný í bál og brand, en sú yrði vafalaust afleiðingin ef Helgi læknir Tómassou yrði nú settur þar inn aftur — svo sem allt er í pottinn búið. Verð ég að svo stöddu að ráða frá því. Annað mál er það — og það hefir jafnan verið mitt álit — að hneyksl- anlcg bruðlun sé að hafa tvo yfir- lækna við jafn litla stofnun og Kleppsspítalamir eru. Gera þier báð- ir ekki betur en að jafnast á við litla spítaladeild, sem er fyllilega eins yfirlæknismeðfæri. Náði slíkt vitanlega ekki neinni átt, meðan ekki *) Leturbr. gerðar hér i blaðinu. Ritstj. var hægt að byggja nándar nærri vfir alla geðveika menn í landinu, sem sjúkrahúsvistar þurftu, að roisa yfirlæknisbústað, til viðbótar þeim, sem fyrir var, í stað þess að gera spítalann þeim mun stærri, auk þess sem reksturinn verður dýrari á þennan hátt og margskonar erfið- leikar samfara sundurskiptingunni. Hygg ég, að sem allra fyrst eigi að gera Kleppsspítalana að öllu leyti einn spítala. Og með því að lítið eða ekkert vantar nú á það annað en að setja þar einn yfirlækni, vil ég, að jafnframt því, sem breyting verður gerð á læknisskipuninni þar verði horfið að því ráði. Á það helzt ekki að dragast lengi. Svo hugsunarlaust og fávíslega var unnið, þegar nýi spítalinn á Kleppi var reistur, að hann var eingöngu gerður fyrir ró- lega sjúklinga, sem vandræðalítið er hægt að hafa á öðrum spítölum eða í heimahúsum, en enn stendur fólk uppi með óða sjúklinga, sem engin leið er að fá fyrir samastað nema þá með óheyrilegum kostnaði, jafnvel svo tugum króna skiptir á dag. Mér hefir dottið í hug, að ef til vill mætti ráða hér einhverja bót á til bráða- birgða og með litlum tilkostnaði með því að leggja annan yfirlæknisbú- staðinn niður og nota það pláss, sem þar sarast, beinlínis eða óbeinlínis til þess að hýsa óða sjúklinga. Æski ég samþykkis ráðuneytisins til þess að mega fá þetta athugað. Verði nú settur einn yfirlæknir yf- ir allan Kleppsspítalann kemur þar naumast annar til greina en pró- fessor þórður Sveinsson og ætla ég bezt fara á, að hann gegndi þessu starfi fyrst um sinn, enda væri hon- um þá fenginn sérstaklega ötull kandidat til aðstoðar. Helgi læknir Tómasson hefir ærið að starfa í bænum i sérgrein sinni, og virðist ekki vera á það bætandi. Vandræði eru aðeins að því, að milli han.s og ýmsra starfandi lækna i bænum annarsvegar og Kleppsspít- alatis liinsvegar' virðist engin sam- vinna geta verið, og hefir verið kvartað undan því við mig af mörg- um, bæði læknum og öðrum, að þó rúm séu til á spítalanum, sé geð- veikum sjúklingum haldið tímunum saman hér í bænum, jafnvel þeim, sein enga batavon sýnast eiga og i svo dýrri vist að menn sundlar við að nefna þær upphæðir, ekki sízt þegar fátæklingar eða lítils megandi sveitarfélög eiga í hlut. Ef til vill má afsaka þetta að nokkru meðan nýi spítalinn — en þar losna helzt rúm — er í höndum núverandi yfirlæknis, að því athug- uðu með hvaða atburðum hann varð það, en þó einkum því, hversu mik- ið hefir mátt að honum tinna, en ég geri ráð fyrir, að viðunandi sam- vinna hljóti að takast, ef horfið verður að þvi ráði um læknaskipun á spítalanum, sem ég hefi stungið hér upp á“. (Undirskrift landlæknis). ATH.: Ól. Th. hefir reýnt að nota Vilm. Jónsson landlækni sem skálkaskjól í Kleppsmálinu, um leið og hann hefir alveg gengið fram hjá honum við meðferð málsins, enda breytt þvert á móti tillögum hans. Eftir kröfu frá landlækni hefir Ól. Th. nú neyðst til að birta bréf landlæknis, frá síðastliðnu sumri, þar sem V. J. sendir stjórninni aðvörun út af tilraun læknaklíkunnar til að koma II. T. aftur að Kleppi, en nú er það birt hér. V. J. fulyrðir þar, að nálega hvert rúm sé skipað á Kleppi, að almennur lriður sé um spítalann (það héfði átt að hæfa frið- samri landstjórn), að allt myndi fara í bál og brand ef H. T. kæmi þar aftur, og að hann ráði algerlega frá að gera það. Ennfremur vill V. J. undirstrika, að óþarfi sé að liafa tvo yfirlækna, og bezt að taka sem fyrst annan læknisbústaðinn handa mjög órólegum sjúklingum, sem nú vanti rúm á Klcppi. þá á- fellir V. J. þá lælcna sem spilla fyrir Kleppi, og sem hafa að féþúfu að halda sjúklingum að óþörfu á rán- dýrum stöðum í Reykjavík. þá bend- ir V, J. á blekkingar, sem þyrlað er upp til að auka atvinnu geðveikra- lækna. Er þar stefnt að hinu falska skrumi og kynjalyfja-kviksögum, sem haldið er að almenningi „jafn- vel af þeim sem sízt skyldi“. — það, sem sérstaklega skal bent á nú, er það, að jafnvel þótt þurft hefði að víkja fyrv. yfirlækni frá starfi sínu, sem landlæknir í þessu bréfi telur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.