Tíminn - 10.06.1933, Page 3

Tíminn - 10.06.1933, Page 3
TÍMINN 07 Ólaíur vill ekki fara fram, nema þar sem hann telur sig hólpinn, en á þeim stööum vilja líka aðrir forkólf- ar ihaldsins vera, og stendur því fyrir dyrum allhörð innbyrðishar- átta hjá ihaldinu um það, hverjir þau kjördæmi eigi að hljóta. En það eitt er vist, að Ólafur er á flótta. Keflvíkingux. Vísað til stjómarinnar. það munu flestir vera sammála um, að þau embætti séu niðurlögð, sem breyttar aðstæður hafa gert óþörí. Hugsunin um það, hvað af manninum verður, sem i embættinu er, á engin úrslit að hafa í þeim efnum, þvi embættin eiga að vera til vega hagsmuna heildarinnar, en ekki einstaklingsins. þá ætti það líka að vera ófrávikjanleg regla, að þeg- ar slik embætti losna, yrði þau ekki veitt aftur. Seinasta Alþingi hefir þó ekki lagt þennan skilning i þetta. Á þinginu komu að minnsta kosti þrjár tillögur fram, um að leggja niður ákveðin embætti, sem eru óþörf með öllu, en endalok allra þeirra tillagna urðu á sama veg: þeim var vísað til stjórnarinnar. þær tillögur, sem hér er átt við, er að leggja niður rikis- iehirðisembættið, vel laimað starf, og íela það Landsbankanum fyrir nokk- ura þóknun. Embætti þetta er nú laust og þessi ráðstöfun því í alla staði vel til fallin. Annað var að leggja niður bankaeftirlitsstarfið, sem er annaðhvort ekkert, ellegar van- rækt með öllu. þriðja var, að fela Skipaútgerð ríkisins útgerð varðskip- anna, en það starf hefir nú skrif- stofustjói’i í stjórnarráðinu og tekur fyrir 4000 kr. Skipaútgerðin gæti og hefir unnið það starf án nokkurs aukakostnaðar. — Hér skal að vísu ekki um það sakast, þó málum þess- um yrði vísað til stjórnarinnar, því að óreyndu skal' hún ekki grunuð um græsku, enda_gerir hún vonandi það sem hún. hefir nú orðið heimild til, að leggja þessi störf niður. Við það mundi sparast nokkrar þúsundir. — En vel sýna þessi mál einlægni íhaldsins. það heimtar sparnað, en svo þegar því gefst kostur á að styðja spamaðartillögur, eins og þessar, snýst það allt á móti. Er það sem allt annað hjá þeim flokki, að efndimar stangast við loforðin. Styrbjðrn. „Aldrei mök við óréttinn“. Kosningar standa fyrir dyrum. Reynsla þjóðarinnar að undanförnu á að skera úr um það, hverjir eiga 'sæti á Alþingi, er það kemur næst saman. Mörg tíðindi hafa gerzt frá því að alþjóð hafði úrslit um hverjir réðu málum þjóðarinnar. Illu heilli hefir rás viðburðanna orðið sú, að íhaldsmaður gagnstætt vilja meirihluta þjóðarinnar hefir um stund setið i ráðherrasæti. Illu heilli, því þangað má rekja mörg hin óheillavænlegustu verk, sem unnin hafa verið í embættisnafni á Islandi. Um það á þjóðin að dæma í næstu kosningum, hvert hún vill, að slíkt viðgangist framvegis. Munu þeir ekki vera erin í meiri- hluta, mennirnir, sem greina rétt frá röngu, mennirnir, sem ekki vilja hafa nein „mök við óréttinn". Hafa þessi seinustu verk íhalds- manna ekki sannfært þjóðina til fullnustu, aö það sé stærsta óham- ingja íslands, að íhaldsmenn fari með völd i landinu. í þeirri trú munu Framsóknar- mennirnir heyja kosningabaráttuna. í trú á glöggskyggni þjóðarinnar, í trú á það, að þjóðin vilji, að „engin mök séu höfð við óréttinn". Styrbjöm. Ofbeldisdeild íhaldsins, nazistarnir, beita sér nálega ein- göngu gegn samvinnufélögunum og með hinum óvenjulegasta munn- söfnuði, bæði í flugritum sinum og á funduin. Hafa ræðumenn þeirra á opinberum götufundi sagt, að það væri tilætlun þeirra, þegar þeir væru þess umkomnir, að ryðja úr vegi nokkrum samvinnumönnum í Rvík, og voru þessir tilnefndir: Jón Árria- son, Svafar Guðmundsson, Sigurður Kristinsson, Jónas Jónsson, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson, Jónas þorbergson og Guðbrandur Magnús- son. Jafnhliða bera þessir piltar út sögur um fjármál samvinnufélag- anna, sem standa sízt að baki sögum vellygna Bjarna. Einn ræðumaðurinn, búðarpiltur hjá Tómasi kjötkaup- manni, sagði t. d. þá frétt, að kaupfélögin hefðu nýlega tekið 9 miljónir að láni og skift þeim á milli nokkurra félagsmanna. — Naz- istar fara lítið út um sveitir. Reyndu þó nýlega að hitta Árnesinga. Við Ölfusárbrú vildi enginn á þá hlusta, cn á Stokkseyri og Eyrarbakka íáku heimamenn þá af höndum sér. — Baráttan er háð undir erlendu merki og eftir erlendum fyrirmynd- um. En andinn í „hreyfingunni" er ekki nýr. það er andi hinnar reykr vísku kaupmennsku, afturgenginn á ný, og magnaður af fjandskap til samvinnrifélaganna. Til samvinnu- manna fyrst og fremst er skeytunum stefnt, í von um að takast megi nú fremur en áður að leggja þá undir hæl íhaldsins, í „friði", ef hægt er, en annars með ofbeldi. Ólafur Thors og Jón porL eiga nú i mögnuðum deilum inn- an ílokksins. þykir Ólafi Jón ætla að lifa lengur en þurfti sem íorráða- maður flokksins og gerir honum lifiö súrt. Hefir- verið þrotlaust rifrildi á fundum ílokksins og legið við spreng- ingu. Ólafur vill styðja stjóraina og vera í skjóli hennar, með landhelgis- varnir o. fl., en Jón bráðlangar að komast í stjórn sem fyrst. Mbl. og héraðsskólarnir. Mbl. lætur nú grernju i ljós út af því að of mikil aðsókn sé að hér- aðsskólunum. Á það við um Laugar, Laugarvatn og Reykholt. Aðsóknin að þessum skólum sannar nauðsyn þeirra, og sannar að forgöngumenn þessara skóla hafa kunnað að mæta óskum og kröfum æskunnar í land- inu. Mbl. átelur, að fólk sæki of mikið liéraðsskólana, en of lítið bún- aðarskólana. Hið fyrra er rangt, hið síðara rétt. Mbl. má að töluverðu ieyti kenna sjálfu sér og íhaldinú um að minni er aðsókn að búnaðar- skólunum heldur en veraætti. Muna ritstjórar Mbl. eftir Hvanneyrarfjós- inu og hlöðunni? Hve oft hafa þeir afflutt þá framkvæmd og reynt að gera hana tortryggilega? Og hve oft liafa íhaldsmenn ekki í ltyrþey unn- ið á móti einkarekstri á Hvanneyii, fjölyrt um, að landið legði þar í hús fyrir menn og bústofn og fengi litlar tekjur af. Á hitt minnast íhaldsmenn ekki, að á báðum búnaðarskólunum er verið’að undirbúa framtíðina með byggingum og ræktun. það er enginn vafi á, að smátt og smátt eignast landið bústofninn á báðum búnaðar- skólunum, að skipulagi þeirra verð- ur breytt, að verklega kennslan verð- ur aukin, bæði vetur og sumar, og þeirra vegur aukinn s.em skylt er. ----o----- Kjðtútflutningurinn til Bretlands. Af misskilningi stafar sú frétt, að enn sé ósamið um, hversu mikið megi flytja af kjöti frá íslandi til Bretlands. þessu til skýringar skal tekið fram eftirfaranda: það, sem sérstaklega snerti utan- ríkisverzlun Islendinga í Ottawa- sanmingnum, voru ákvæðin um inn- flutning á kindakjöti til Stóra-Bret- lands í verzlunarsamningunum milli brezku ríkisstjórnarinnar og stjórn- anna í Nýja Sjálandi og Ástralíu. þessi ákvæði eru sem hér segir: Stjórn Stóra-Bretlands skuldbindur sig til þess, gagnvart þessum tveimur rikjum, að takmarka inn- flutning á kindakjöti frá löndum ut- an Bretaveldis. Skal leggja til grund- vallar kjötinnflutninginn eins og hann var frá 30. júní 1931 til 1. júlí 1932. þetta kjötmagn á svo að minnka, að minnsta kosti niður í 90% á fyrsta ársfjórðungi 1933, í 85% á öðrum ársfjórðungi, í 80% á þriðja ársfjórðungi, í 75% á fjórða ársfjórðungi, í 70% á fyrsta ársfjórð- ungi 1934 og í 65% á öðrum ársfjórð- ungi þess árs. Eftir 1. júli 1934 geta Bretar því ekki samkvæmt Ottawa- samningunum leyft neinni útlendri þjóð að flytja meira kindakjöt til Stóra-Bretlands en 65% af því kjöt- magni, sem hlutaðeigandi þjóð hafði flutt inn frá 30. júní 1931 til 1. júlí 1932. Hinsvegar geta Bretar haftkjöt- skammt þennan minni, ef þeim býð- ur svo við að horfa. Eina undan- þágan í sanmingunum, sem heimil- ar þeim að auka innflutninginn, er atriði sem lýtur að því, að ef heild- söluverðið i Bretlandi ætlar að verða óeðlilega hátt, getur stjómin leyft aukningu á hinu tilskilda kjötmagni í bili. Stjórnir Nýja Sjálands og Ástralíu urðu einnig að skuldbinda sig til að auka ekki kjötinnflutning Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga verður settur á Akur- eyri 15. þ. m. Gunnlaugur Halldórsson frá Vest- mannaeyjum, sonur Halldórs heitins læknis Gunnlaugssonar, er nýkominn heim frá útlöndum og hefir í vor lokið húsameistaraprófi í Kaup- manna eftir tæplega 7 ára nám við •listaháskólann. Gunnlaugur er í námi sínu viðurkenndur hæfileika- og dugnaðarmaður. Hann er yngsti maður, sem lolcið hefir húsameistara- prófi í Khöfn, aðeins 23 ára gamali, og. var sá eini, sem prófið stóðst í vor, af þeim, sem undir það géngu. Bílslys. Tvö bílslys urðu hér í bæ seint í sl. mán. 23. f. m. varð verka- maður, Guðmundur Björnsson fyrir vörubíl niður við höfn og lézt af af- leiðingunum. 27. f. m. varð átta ára gamall drengur undir bíl með þeim liætti, að liann hafði hangið aftan í bílnum án vitundar bílstjórans, en missti takið og lenti undir afturlijól- urium. Beið hann bana samstundis. í nótt varð þriðja bílslysið all-alvar- legt, og meiddust menn, en af því hefir Tíminn ekki haft nánar fregnir enn. Skip stxandar. Frakkneskt fiski- skip strandaði skammt frá Siglufirði 27, í. m. Kom rétt á eftir eldur upp í skipinu og tókst ekki að vinna á honum bug, fyr en skipið var mikið brunnið. Mannbjörg varð. Mikið af salti var í skipinu, sem talið er að haíi eyðilagst. Auk þess 90—100 smáL af fiski, sem skemmdist aðal- lega á þann hátt, að olíugeymar skipsins sprungu, og olían síðan sí- ast gegnum fiskstaflana. Hákon Bjarnason skógfræðingur hefir nú aðstoðað ungmennasamband Borgarfjarðar við að gróðurs.etja ná- lega 1000 norskar trjáplöntur í Snorragarðinum í Reykholti. Hákon hefir nýlega athugað skóginn a þingvöllum og komist að þeirri nið- urstöðu, að áhrif friðunarinnar sé nú þegar farin að sjást greinilega á skóginum í lirauninu. Hjónaband. í dag verða gefin sam- an af séra Hálfdáni Helgasyni ung- frú Unnur Valdimarsdóttir í Varma- dal á Kjalarnesi og Jón Jónsson, sama stað. Heimili þeirra verður í Engey. Iðnaður á Islandi 1932. Sjö smjör- líkisverksmiðjur framleiddu 1118 tonn af smjörlíki. þrjár ullarvei’k- smiðjur unnu úr 174 tonnum af uli. Fimm mjólkurbú unnu úr 5523 tonn- um af mjólk. Tvær niðursuðuverk- smiðjur suðu niður 3 tonn af kjöti, 20 tonn af fiski og 274 tonn af mjólk. í tveim gæruverksmiðjum voru af- ullaðar 127 þús. gærur. Ölgerðarverk- smiðjan framleiddi 4744 lil. af öli. þrjár gosdrykkjaverksmiðjur fram- leiddu 1217 hl. af gosdrykkjum. Sjó- klæðagerð íslands framleiddi 29200 stk. sjóklæða og vinnuföt fyrir 181 þús. kr. þrjár kaffibætisverksmiðjur framleiddu 206 tonn af kaffibæti. Fimm hreinlætisvöruverksmiðjur framleiddu 310 tonn af sápu o. þvíl. Itassagerð Reykjavíkur smíðaði 18 þús. kassa. Skógerð Lárusar G. Lúð- vígssonar smíðaði 11200 pör af skóm. Tíu verksmiðjur framleiddu fiskmjöl fyrir 1800—1900 þús. kr. (6627 tonn) og sex síldarverksmiðjur 7900 tonn af síldarlýsi fyrir nál. 1,7 milj. kr. og rúml. 7800 tonn af síldarmjöli fyrir 1% milj. kr. (Samkv. ársskýrslu Landsbankans). Nemendamót Laugarvatnsskóla hefst á morgun og stendur til 15. — í til- efni þess hefir nemendasambandið gefið út vandað og fjölþætt rit. sinn til Stóra-Bretlands fram úr því, sem hann hefði verið frá 30. júní 1931 tii 1. júlí 1932. Vegna Ottawasamninganna gat brezka stjórnin enga tilslökun gert, og ber 3. gr. samningsins það með sér. Samkvæmt henni fáum við beztu kjör, þ. e, a. s., við fáum að flytja til Bretlands 65%, miðað við það kjötmagn, sem við fluttum þangað af freðkjöti frá 30. júní 1931 til 1. júlí 1932, en það var alls 77.911 skrokkar, 1.091.983 kg. þegar búið er að minnka þetta niður í 65%, verður hlutdeild okkar í kjötinn- flutningi til Bretlands 50.642 skrokk- ar, 709,789 kg. — Kjötþunginn er lagður til grundvallar fyrir innflutn- ingnum. Alþýðuskólinn á Eiðum starfar í tveimur deildum, frá 20. okt. til 1. sunnudags í sumri. Námsgreinir: íslenzka, íslandssaga, mannkynssaga, danska, stærðfræði, náttúrufræði, landafræði, félagsfræði, teiknun, hann- yrðir, smíðar og söngur. Aukanámsgreinir: Enska og þýzka. Leikfimi og steypiböð daglega. Síðastl. skólaár varð dvalarkostnaður pilta kr. 280—290, en stúlkna kr. 230. Nemendur greiða ekkert skólagjald, og verður því dvalarkostnaður á Eiðum minni en við hina héraðsskóla landsins. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst 1933. JAKOB KRISTINSSON. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað, Námstíminn er 2 vetur: Yngri deildar frá veturnóttum til apríl- loka, eldri deildar frá 20. sept. til aprílloka. Aðalnámsgreinar yngri deildar eru: íslenzka, reikningur, náttúru- fræði, eitt norðurlandamál, fatasaumur, vefnaður, þvottur og ræsting, en eldri deildar: Matreiðsla og almenn eldhússtörf, matarfræði, íslenzka, hannyrðir og vélprjón. Fyrirlestrar sameiginlegir fyrir báðar deildir. Inntökuskilyrði eru: Aldurstakmark 18 ár, fullnaðarpróf samkv. fræðslulögunum, heilbrigðisvottorð og ábyrgð fyrir skilvísri greiðslu skólakostnaðar. Inntöku í eldri deild geta og fengið stúlkur, sem hafa stundað nám 1 vetur á alþýðuskóla eða hafa aðra menntun jafngóða. Skólinn leggur nemöndum: Kennslu, húsnæði, rúmstæði með dýn- um, ljós og hita, gegn 100 kr. skólagjaldi hvort ár. Nemendur og kennarar hafa matarfélag. — Kostnaður við fæði og þjónustu var síðastliðinn vetur kr. 1.28 á dag. Skólagjald og helmingur dvalarkostnaðar greiðist 1. nóv., en hinn helmingurinn 1. febrúar. Umsóknir sendist undirritaðri fyrir lok ágúatmánaðar. Hallormsstað, 12. maí 1933; Sigrún P. Blöndal. Gistihúsið á Laugarvatni verður opnað 15. júní n. k. Ungfrú Elísabet ísleifsdóttir svarar fyrirspurnum í síma á Laugarvatni, og gefur allar upplýsingar. Sumargestir, sem vilja taka þátt í íþróttastarfsemi — minnst 7—10 daga — geta fengið tilsögn í tennis — sundi — hlaup- um — stökkum og köstum, gegn 2 kr. kennslugjaldi á viku. Daglegar ferðir frá Bifreiðastöð íslands, Hafnarstræti 21, sími 1540. Bjarni Bjarnason. M emexida.xtiótid á Laurarvatni hefst sunnulaginn 11. júní n. k. kl. 1—2 síðdegis. Ferðir frá Bifreiðastöð íslands — síma 1540 — á sunnu- dagsmorgun kl. 814. Tímaritíð Samvinnan Ritstjóri Jónas Jónsson. Afgreiðslumaður Þórarinn Þór- arinsson, Laugaveg 10, sími 2353. Árgangurinn kostar 4 kr. I hefti sem nú er að koma út, er grein eftir ritstjórann, sem heitir Samvinna og Kommúnismi; þar sem er itarlega rök- stutt að Kommúnisminn befir eingöngu unnið íslenzku þjóð- inni tjón og hlýtur að halda áfram að gera það, meðan hans gætir nokkuð í þjóðlífinu. Námsskeið fyrir farkennara, sem ekki hafa kennararéttindi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefir samþykkt, að hald- ið skuli næsta vetur námsskeið í kennaraskólanum fyrir far- kennara, sem ekki hafa kónnararóttindi, 0g só þeim þar með gefinn kostur á að ná kennaraprófi með eins vetrar námi. Skilyrði eru sett þau, að kennarar hafi stundað kennslu 3 ár á undan vetrinum 1932—33 og hafi að öðru leyti þann undirbúning, sem geri þá hæfa til þess að ná kennaraprófi eftir einn vetur! Umsóknir skulu sendar til forstöðumanns kennaraskólans sem fyrst og eigi síðar en um miðjan ágúst Skal þar tekið fram, hvar og hve lengi kennarinn hefir kennt og rækileg grein gerð fyrir hvað hann hefir unnið og lesið. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður kennara- skólans. I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.