Tíminn - 09.09.1933, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.09.1933, Blaðsíða 1
Reykjavík, 9. sept. 1933. XVII. árg. 42. blaS. Sala landbúnaðarvaranna, Hverjir græða á skuldunum? lhaldið er alltaf að tala um eyðslu og skuldasöfnun og telur það eina ráðið, að íhaidsflokkurinn taki að sér forystu í fjármálunum. Til þess að skýrt verði, hvað vel flokkurinn er fallinn til fjánnálaforystu, er vert að athuga skuldasöfnunina við út- lönd síðustu árin. í árslok 1927 og í árslok 1931 voru skuldir við útlönd, taldar í þús. kr., ingu þjóðarinnar við útlönd á þess- um fjórum áx-um, liafa aðal máttar- stólpar íhaldsins stofnað til meira en þrjátíu miljóna króna............ Og. þetta eru mennirnir, sem tala um skuldir og telja sig -sjálfkjöma til fjármálaforystu. Enn eru þeir ekki búnir að safna nógum skuldum. — þeir vilja enn ótakmarkaðan innflutning, þarfan sainkvæmt útreikningi sem hér segir: Hagstofunnar, Og að óþarfan — þeir vilja halda áfram taka út, án þess að hugsa um Ríkið Bæir Bankar Einstaklingar og stofnanir Samtals . 1927 23668 5372 9206 2865 41111 1931 36U55 4959 21185 19337 81536 12387 + 413 4- 11979 -j- 16472 -í- 40425 -h þýðir skuldaaukning og -|- skuldalækkun. Hið lága verðlag á landbúnað- arvörum, sem hvarvetna þjakar að, hefir vakið menn til umhugs- unar um fyrirkomulag framleiðsl- unnar yfir höfuð og sérstaklega hvernig unnt sé að tryggja hærra og stöðugra verðlag á vörunum. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa gert ýmsar ráðstafanir í þessu efni, sem síðar mun skýrt frá hér í blaðinu. Undanfarin ár hafa verið uppi háværar kröfur um það í blöðum og á opinberum fundum hér á landi, að nauðsyn beri til að skipuleggja sölu landafurða. Eng- an hefi ég þó heyrt skýra það neitt nánar, hvernig þessari •skipulagning skuli háttað. Þegar um er að ræða sölu framleiðsluvara landbúnaðarins hér á landi, verður ekki hjá því komizt, að skilja á milli þeirra vara, sem fluttar eru úr landi, og þeirra, sem seldar eru til neyzlu í landinu. Á undanfömum 50 árum hafa bændur unnið ósleitilega að því að koma skipulagi á verzlun sína með stofnun kaupfélaganna. Hef- ir mikið áunnizt. Af útflutnings- vörum landbúnaðarins selur S. í. S. allt freðkjötið, 80—90% af saltkjötinu, 70—80% af ullinni og viðlíka, eða öllu meira af gærun- um. Það má nú segja, að hér þurfi umbóta við, að allar útfluttar landbúnaðarvörur ættu að seljast af samvinnufélögunum. Ekki álít ég að gera beri neinar þving- unarráðstafanir til þess, því það, sem einstakir kaupmenn flytja út, og sem aðallega er ull og gærur, er svo lítið, að þess gætir ekki verulega með slíkar vörur, sem hægt er að selja víðs- vegar um heim. Að því er viðkemur sölu út- fluttra landafurða, getur ekki verið skipulagsleysi til að dreifa, ef sala þeirra fer illa úr hendi. Getur þá ekki verið um að ræða nema tvö úrræði til umbóta. Ann- að er það að skifta um menn til að annast söluna, en hitt er að taka einhverskonar einkasölu á öllum útfluttum landafurðum. Síðara úrræðið tel ég óþarft eins og áður er sagt. Eins og kunnugt er, hefir út- flutningur landbúnaðarvara dreg- ist smátt og smátt í hendur sam- vinnufélaganna. Það hefir ekki skeð með neinni þvingun eða bylt- ingu. Þetta skipulag, samtökin um útflutning og sölu landafurða hefir sigrað, af því það hefirsvo mikla yfirburði yfir hið svokall- aða „einstaklingsframtak", eða „frjálsa samkeppni“. Þetta er nú orðið viðurkennt af öllum, bæði kaupmönnum og öðrum, því um mörg undanfarin ár hafa þeir kaupmenn, sem verzla enn með landafurðir, ekki tekið dýpra í árinni, en bjóða framleiðendum sama verð og samvinnufélögin borga. Eins og gefur að skilja, skiftir það ákaflega miklu máli fyrir þá sem flytja út vörur til sölu er- lendis, að vörumagnið sé svo mik- ið, að hægt sé að leggja í tals- verðan kostnað við sölu varanna, án þess það íþyngi vöruverðinu tilfinnanlega. Verzlunarfyrirtæki sem selur t. d. 8000 sekki af ull getur lagt fram mikla vinnu við söluna, þó umboðslaunin séu lág, þar sem t. d. verzlun sem flytur út 200—400 ullarsekki ekki getur lagt neitt að ráði í kostnað við söluna, nema það komi tilfinnan- lega niður á. verðinu. Mesta stórvirkið, sem sam- vinnufélögin hafa unnið í sam- bandi við útflutning landafurða, er sú breyting, sem þau á örfá- um árum hafa gert á kjötverzl- uninni með því að draga úr salt- kjötsútflutningi en flytja í þess stað út frosið kjöt. Þetta hefði verið gersamlega óhugsandi án landssamtaka samvinnufélaganna. Einstakir kaupmenn hefðu ekki getað þetta, og samvinnufélög, sem ekki hefðu haft samband sín á milli, hefðu heldur ekki getað gert það. f umræðum manna um nauðsyn þess að skipuleggja sölu landaf- urðanna, er því næstum ætíð haldið fram, að verð það, sem bændur fá fyrir kjöt á innlendum markaði, sé svo hátt, að óviðun- andi sé, að þeir, sem fjær búa bæjunum og ekki geta notið inn- lenda markaðsins, fái það tjón einhvernveginn bætt. Ég hefi oft ætlað mér að skrifá um þetta at- riði sérstaklega, en aldrei orðið af því. Verður hér aðeins drepið á málið í fáum dráttum. Eins og gefur að skilja hefi ég átt þess kost að gera samanburð á því verði, sem bændur hafa fengið fyrir útflutt kjöt annars- vegar og hinsvegar fyrir það kjöt, sem selt er innanlands. Venjulega hefir verðið verið mjög svipað, þó út af hafi brugðið í einstaka ári, þegar miklar verðsveiflur hafa átt sér stað. Um þetta atriði er hægt að afla skýrslna fyrir mörg ár, ef þörf krefur. En af því einna mest hefir verið rætt um ágæti innlendra markaðsins árið sem leið, skal hér gerður samanburð- ur á því verði, sem bændur hér í nágrenni Reykjavíkur fengu fyrir kjöt sitt, að öllum kostnaði frádregnum, og því verði, sem bændum var borgað á sama hátt í nokkrum héruðum, sem fluttu kjöt sitt út saltað og frosið. Upp- lýsingarnar eru teknar eftir sam- vinnufélögum í hlutaðeigandi hér- uðum. Skýrslan um verðlag á útfluttn- ingskjötinu er sem hér segir. Stafmerkin koma í stað nafna á félögunum: Freðkjöt Saltkjöt aur. pr. kg. aur. pr. kg. A. 55 og 60 éd>. B. 50, 55 og 60 40 C. 47 og 54 40 og 50 D. 48, 50 og 52 48 E. 45, 48 og 52 F. 45 og 52 G. Meðalverð 52 52 H. 48 og 52 I. 50 J. 44 og 50 Á Suðurlandsundirlendinu og í Borgarfirði, en þar seldu bændur allt lcjöt sitt innanlands, var verð- ið sem hér segir: Pr. kg. 13 kg. dilka og þar yfir kr. 0,52 10—13 kg. dilka .... — 0,41 dilka undir 10 kg.....— 0,30 Þegar þessi samanburður er at- hugaður, sést á hve miklum rök- um eru 'byggðar ímyndanir manna víðsvegar um land um hagnaðinn af því að selja dilka- kjöt innanlands, þegar á heildina er litið, en ekki á einstök undan- tekningartilfelli. — Ilinu ber auð- vitað ekki að gleyma, að bændur, sem búa í nánd við Reykjavík geta selt ýmsar aðrar búsafurðir hingað, sem bændur úr fjarlægari héröðum fara á mis við, en það kemur ekki því við, sem eg geri hér sérstaklega að umtalsefni. Bæjarblöðin hér í Reykjavík hafa sí og æ klifað á því, að bænd ur og samvinnufélög þeirra okri á Reykvíkingum, selji þeim kjöt- ið miklu dýrara en unnt sé að fá fyrir það með því að flytja það út. Eg vil nú halda því fram, að það sé ekkert óeðlilegt, þó nokkru meira fengist fyrir kjöt, sem selt væri til neyzlu í landinu, en það sem út er flutt. Svo er það víðast hvar annarsstaðar, að sá hluti framleiðslunnar, sem notað- ur er í landinu, gefur framleið- endum hærra verð, en það sem út er flutt. Þegar leita á orsaka þess, að bændur, sem selja allt kjöt sitt hingað til Rvíkur, fá lægra verð fyrir það en þeir, sem selja allt kjöt sitt til útlanda, þá liggur það fyrst og fremst í samtakaleysi og fávíslegri samkeppni um söl- una innanlands. Bændur sjálfir eiga hér mesta sök, því í þeirra valdi stendur að mynda svo öfl- ug samtök, að hægt sé að reka þessa verzlun á heilbrigðan hátt. Það er í þeirra valdi að afhenda ekki allskonar pröngurum og laus- ingjalýð þessa aðalframleiðslu- vöru sína til sölu, oft án þess að fá hana greidda fyrr en seint og um síðir og sumt aldrei.. Með öflugum samtökum má ráða bót á allflestum misfellum, sem nú eru á kjötsölunni innanlands. Hér í bænum eru nú 30—40 kjötbúðir. Langmestur hluti af því kjöti, sem bæjarbúar kaupa, er þeim sent heim. Það ætti því að vera alveg nægilegt, að hafa 5—10 kjötbúðir í bænum og með því væri hægt að borga bændum talsvert meira fyrir kjötið, án þess að það hækkaði í verði í smá- sölunni til bæjarbúa. Samkeppni um innlenda mark- aðinn á sér eklíi stað aðeins milli kaupmanna og samvinnumanna; hún er líka hugsanleg milh sam- vinnufélaganna sjálfra á meðan þau vinna ekki öll saman. En eins og kunnugt er hafa tvö stærstu samvinnuf élögin' sunnanlands, Sláturfélag Suðurlands og Kaup- félag Borgfirðinga (og Sláturfé- lag Borgfirðinga) ekki enn tekið þátt í samtökum annara sam- vinnufélaga á landinu og gengið í Samband ísl. samvinnufélaga. Ef unnt á að verða að koma viðun- andi skipulagi á kjötsöluna innan- lands með frjálsum samtökum, verða öll samvinnufélögin fyrst og fremst að mynda eina heild, eins og hér er bent á. Þar næst verða allir bændur að vera í félögunum. Þeir tímar eru liðnir, að vanda- málin verði leyst með hinni svo- kölluðu „frjálsu samkeppni“, eða því, að hver smábóndi pukri út af fyrir sig með sölu á afurðum sínum, og að ótakmarkaður fjöldi kaupmanna berjist um það inn- byrðis, hver geti selt ódýrast, eða með öðrum orðum, hver sé dug- legastur að lækka verðið, sem bændur fá fyrir framleiðsluvör- urnar. Þetta virðast flestar menn- Skuldáaukning bankanna, einstakl- inga og stofnana er samtals 28451 — tuttugu og átta miljónir fjögur hundr- uð fimmtíu og eitt þúsund krónur. Hverjir liafa stofnað þessar skuldir? Langsamlega mestan lilutann af þessum skuldum hafa stórútgerðar- menn og kaupmenn stofnað — menn- irnir, sem mynda aðalkjama íhalds- flokksins og i’áða þar öllu. Á sama tíma hefir ríkið lagt frain af því fé. sem það lánaði, 3 milj. kr. lianda Landsbankanum og 1,5 milj. kr. til stofnunar Útvegsbankans. Ef bankarnir hefðu ekki verið búnir að tapa hálfum fjórða tug miljóna eða vel það á stórútvegsmönnum og kaup- mönnum, hefði ríkið ekki þurft að leggja bönkunum til þetta fé. Hálf fimmta miljón af skuldaaukningu ríkisins hefir því farið til þess að bæta fyrir syndir þessara manna. Af fjörutíu miljóna skuldaaukn- ingarþjóðir vita, nema við Islend- ingar. Jafnvel kaupmennimir hér í nágrannalöndunum hafa með sér félagsskap í hinum ýmsu grein- um verzlunarinnar, til þess að draga úr skaðlegum afleiðingum samkeppninnar. Ef bændur ekki hafa þroska til þess að mynda svo víðtæk sam- tök um afurðasöluna, að hægt sé að skipuleggja hana á skynsam- legan hátt gegnum samvinnufé- lögin, sé ég ekki aðra leið til að ráða bót á þessu vandamáli, en að þvinga ófélagslyndu mennina til jxátttöku, með því að setja lög um það, að þeir borgi tiltekinn skatt af því kjöti, sem þeir selja utan samvinnufélaganna, á sama hátt og gert var ráð fyrir í frum- varpi, sem lá fyrir síðasta Alþingi um fisksöluna. Sumir mundu vilja benda á þá lausn í þessu máli, að ríkið tæki einkasölu á öllum landbúnaðarafurðum innanlands og til útlanda. Ég teldi það hina mestu neyðarkosti, ef til þess úr- ræðis þyrfti að grípa og ekki samboðið samvinnumönnum að geta elcki leyst málið á annan hátt, eins miklu og þeir hafa þó þegar áorkað með frjálsum sam- tökum. Jón Ámason. ----o---- Tíxninn er lang útbreiddasta blað landsins. þess vegna hafa auglýsing- ar hvergi annarsstaðar jafn mikil álirif. Ivomið axiglýsingum helzt fyrir iiádegi daginn áður en þær eiga að birtast, annaðhvort i Acta eða á afgr. blaðsins, Laugaveg 10. greiðslu á úttektinni. Hversvegna vilja þeir þetta? Af því að máttarstólparnir hafa hag af því — hag af að relja vörur og hag af að í-áða yfir skipum. — þeir hafa reynt, að þjóðin box-gar svo þessai1 skuldir — hefir boi’gað hálfan fjórða tug miljóna króna af svipuðum skuldum fyrirfarandi ár, er jafnað liofir vei’ið niður á almenning með háum vöxtum og dýrtíð. það er eðlilegt, að þessir menn vilji liafa forystuna í fjármálum — þeir hagnast vel á því. En það er óeðlilegt, að þjóðin feli þeim forystu i fjái’málum, því hún tapar á því öllu sem hún getur tapað og meiru til. Svona er fjármálastjórn íhaldsins og hún er alveg jöfn, hvort heldur mennirnir ganga með sjálfstæðis- aða nazistagrímur. 1 í tjóðrí blekkinganna. — Vorrar aldar vitringar votta djöflar ei séu þar nær þeir helzt á þeim herja. Jón þorláksson. því verður eigi neitað, að allmarg- ir bændur, sjómenn og verkamenn kjósa með íhaldinu. Hitt er annað, hversu mikil álxrif þessir menn hafa á stefnu íhaldsins og framkvæmdir. Tilraun sú, sem þingmenn Framsókn- arflokksins gerðu til samstarfs við íhaldsmenn á þingi, en nú er raun- verulega á enda, var byggð á þeirri skoðun nokkurra manna, að vegna þessara kjósenda og áhrifa þeirra i flokknum, hlyti að vera hægt að þoka fram einhverjum verulegum hagsbótakiöfum almennings með sam vinnu við Sjálfstæðisflokkinn. En þetta fór nokkuð á annan veg. Við tilraunina kom það i ljós, sem oft hefir komið í ljós áður, að þeir bændur, sjómenn og verkamenn, sem kjósa með ílialdinu, ráða bókstaflega engu í flokknum. það kom átakan- lega i 1 jós, að tiltölulega fámenn þingmannaklíka í Reykjavík, hefir öll ráðin. Peningunum fylgja yfirráð. Hinir eru góðir á kosningadaginn, en endranær mega þeir hvergi nærri koma. Á síðasta þingi voru tvö stórmái útkljáð. Stjórnarskrármálið og kreppu löggjöf landbúnaðarins. í því sam- bandi ’fékk íhaldið enn einu sinni tækifæri til þess að sýna hug sinn til íslenzkra bænda, sem ýmsir glæp- ast enn á að fylgja til kosninga. Hvernig i’eyndist íhaldið? það hafði aðstöðu til þess að láta kreppumál landbúnaðarins ganga fram á þing- inu skilyrðislaust, og með því eina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.