Tíminn - 09.09.1933, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1933, Blaðsíða 2
146 TÍMINN íþróttakennsla* U. M. F. í. greiðir kennslugjald fyrir fimm nemendur í íþrótta- skólanum í Haukadal komandi vetur. Nemöndum þessum er ætlað að kenna síðan íþróttir í ungmennafélögum, og er tilskilið, að þeir njóti einnig námsstyrks nokkurs frá félögum sínum. Umsóknir um styrk þenna eiga að vera komnar til sambands- stjórnar U. M. F. í. (pósthólf 406, Rvík) fyrir 15. nóvember n. k. Um úthlutun verður farið eftir tillögum héraðsstjóma, ef fyrir liggja. SAMBANDSSTJÓKN U. M. F. í. móti var aí þess hálfu viöurkennd nauðsynin á ráðstöfunum þessum tii handa bændastéttinni, þeirri stétt, sem mest afhroð hefir goldið við verðfaliið. Halda menn að svo hafi verið gert? Halda menn að klíka sú i Reykjavík, sem flokknum ræður, liafi viðurkennt nauðsyn bænda á aðstoð? Nei, og aftur nei. íhaldið hafði nefnilega einnig aðstöðu til þess að fella málið, og þeirri aðstöðu hótaði íhaidið að beita, ef stjórnar- skrármálið illræmda yrði ekki af- greitt. AJiir þekkja niðurstöðuna. í- iialdið hefir notað sér neyð bænda til þess að þvínga þá, og aðra sem utan Rvíkur búa, til þess að afsala sér miklum hluta þess réttar, sem þeir haí'a haft til fulltrúavals á Alþing. Enn er þó ekki nema hálfsögð sag- an um afskifti íhaldsmanna á þingi af þessum málum. Kreppuráðstafan- ir þær, sem fengust fram fyrir þetta endurgjald, voru allar meira og minna með fingraförum íhaldsins, og úr þeim dregið frá því, sem þurft hefði að vera. Hér við bættist, að íhaldið felldi lrumvarp Ásg. Ásg. um skatt á há- tekjur og háar eignir, sem m. a. átti að renna til greiðslu útgjalda vegna þessarn ráðstafana. Einmitt í sam- bandi við skattahlið þessa máis kem- ur átakanlegast fram hvemig pen- ingamennirnir i íhaldsflokknum beita kúgun innan flokksins og virða gjörsamlega að vettugi skoðanir kjós- endanna þegar eigin hagsmuni þarf að verja annarsvegar. það er á allra vitorði, að allur almenningur, bænd- ur, sjómenn og verkamenn álitu það alveg sjálfsagt, að frumvarp Á. Á. næði fram að ganga, og blaðinu er það sérstaklega kunnugt, að margir bændur, sem á kjördegi halda að þeir séu íhaldsmenn, álitu frumvarp- ið ganga of skammt, og gerðu sam- þykktir um að frumv. Jónasar Jóns- sonar um hámarkslaun, sem afmörk- uð voru með skatti, bæri að sam- þykkja á Alþingi. Samþykktir og skoðanir þessara manna virðir í- haldið að vettugi. Um og eftir kosn- ingamar núna hefir málefnaflutn- ingur íhaldsins verið á þann veg, að góða bendingu gefur um það, til við- bótar þeim staðreyndum, sem að framan er lýst, hverra hagsmunir það eru, sem flokkurinn ber fyrir brjósti. Væri ekki úr vegi fyrir þá menn, sem í blindni og af gömlum vana fylgja íhaldinu, að athuga af- stöðu sína í málunum sjálíum og síðan framkvæmdir og skoðanir i- haldsflokksins i þeim sömu málum. Undanfarið hafa íhaldsblöðin hert róðurinn um afnám innflutningshaft- anna. Hverjum manni er augljóst, að þar er flokkurinn að berjast fyrir iiagsmunum kaupmanna gegn hags- munum alls almennings í þessu landi. Almenningur hefir beinna hagsmuna að gæta í því að eigi sé lirúgað inn í landið allskonar 6- þarfa á meðan gjaldeyrir er af skorn- um skammti, og hans er full þörf til nauðsynja-vörukaupa. Ýmsir halda því fram, að af innflutnings- höftunum stafi verðhækkun á ýmsum vörum, sem almenningur þurfi að kaupa, Enda þótt kaupmenn þannig reyni að notfæra sér vöruþurð í ein- stökum dæmum, þá er það eigi hættulegt almenningi, ef menn hafa skilning á þvi, að verzla við sín eigin kaupfélög eða ganga í kaupfélag eða stofna þau, þar sem þau eru eigi til. Með því geta menn varið sig fyrir verðhækkuninni. Hvemig sem á þetta er litið, er það sýnilegt, að þetta er hagsmunamál kaupmanna '■ einna. þess vegna hafa íhaldsmenn tekið það upp á sína arma. Peninga- mennirnir, sem í flokknum ráða, eru margir kaupmenn. í kosningunum og nú eftir kosn- ingarnar hafa íhaldsmenn flutt það, sem „sparnaðarmál“, að leggja beri niður Tóbakseinkasöluna, Viðtækja- verzlunina, Ríkisprentsmiðjuna og Landssmiðjuna. Á þessum stofnunum græðir ríkissjóður kringum */* miljón á ári. Mörgum finnst að vonum torskilið hvemig sparnaður má að því veröa, að rikið afsali sér þessum tekju- lindum. íhaldsmenn gera tilraunir til þess að skýra það með því að í stofnununum sé bundið fé ríkis- sjóðs, og það borgi sig ekki fyrir hann að hafa það bundið þar. Hvað eftir annað hefir verið upplýst, að í fyrirtækjum þessum er bundin lægri upphæð samtals en árságóðinn er, m. ö. o., að féð gefur yfir 100% í arð. Á máli ihaldsins er það spam- aður að leggja þessar stofnanir nið- ur. Hve margir menn á fslandi skyldu trúa þessum þvættingi? Hve margir menn á fslandi skyldu geta látið vera að sjá það, þrátt fyrir góðan vilja hjá mörgum til þess að trúa ihaldsblöðunum blint, að þessi málefnafölsun íhaldsins er uppfund- in og iramborin í því skyni, að sá verzlunargróði, sem nú rennur í rík- issjóð og' kemur almenningi því til góða, renni til kaupmanna og hluta- fjáreiganda í Reykjavík. það vald er sterkt, sem getur fengið óbrjálaða menn til þess að halda því fram, að það sé spamaður fvrir ríkið að leggja niður gróða- fyrirtæki sín. En það vald er til og það er vald peningamannanna og kaupmannanna innan íhaldsflokks- ins. Hvernig halda menn að fram- kvæmdir þessa flokks yrðu núna, ef hann fengi völdin? Fyrir hverja mundi verða unnið? Kreppumál landbúnaðarins eru að verulegu ieyti óleyst enn. íhaldið hefir fellt hátekju- og stóreigna- skattinn og þeir hafa enn aðstöðu til þess að fella hann á Alþingi. íhaldið ætlar sér að ráða þvi hvein- ig peningarnir til kreppuráðstafan- anna verða teknir. Enginn er í vafa um, með hvaða móti það á að ske, — vitanlega með tollum. íhaldið ætlar sér að gera meira. þaö ætlar að afnema innflutnings- höftin og hleypa yfir landið glys- varnings- og óþarfavörustraum, til hagsbóta fyrir kaupmenn og til skemmtúnar fyrir eyðslustétt bæj- anna. Aðstaða landsins út á við versnar, skuldir við útlönd hækka. það skiftir engu þegar íhaldið eyðirl íhaldið ætlar að leggja niður gróðastofnanir ríkissjóðs. Kaupmenn- irnir græða. Almenningur tapar. Framkvæmdir ríkisins minnka þeg- ar tekjur ríkissjóðs eru skertar, eða ér það ætlun íhaldsins að vinna tap ríkissjóðs upp með tollum? En ekkert af þsesu verður, ef al- menningur vill annað. Munið það bændur, sjómenn og verkamenn. Við næstu kosningar, í vor, er það ykkar að skera úr um það, hvort að íhaldið á að fara með völdin næsta kjörtímabil eða hvort þið viljið fela umbótafiokkunum i landinu foryst- una á Alþingi. Bændur, sjómenn og verkamenn út um land! þrátt íyrir tap það er þið liafið orðið fyrir við samþykkt stjórn- arskrárinnar, getið þið haft alveg úrslitaáhrif í næstu kosningum. Athugið málin sjálfir, hvert fyrir sig, og þið munuð komast að raun um, að með peningamönnum íhalds- ins eigið þið enga samleið. þið munuð komast að raun um, að það er Framsóknarflokkurinn, sem berst fyrir ykkar málum. Takið til starfa í þeim flokki, í honum ríkir fullkomið lýðræði. í Framsókn- arflokknum mun tekið fullt tillit til áhugamála ykkar. -----O----- Búfjáreign íslendinga. Samkv. nýút- komnum búnaðarskýrslum var hún í fardögum 1930 sem hér segir: Sauðfé 690 þús., nautgripir 30 þús., hross 49 þús., geitfé 3 þús. og hænsni 44.500. Borið saman við árið á undan hefir sauðfé fjölgað um 50 þús., tala nautgripa staðið í stað (fjölgað um 13), geitfé hefir fjölgað um tæpt 100 og hænsnum um 4 þús. Hross- um hefir fælckað um 1700. Hefir þeim fækkað i öllum sýslum nema ísa- fjarðarsýslu og Strandasýslu. Sauðfé hefir fjölgað í öllum sýslum, mest í Strandasýslu (um 13%), en minnst í Eyjafjarðarsýslu (um 2%). Tala sauð- fjár hefir aldrei verið eins liá og 1930, og tala nautgripa hefir heldur aldrei verið eins há, það sera af er þessari öld. „Um fyrri hluta 18. ald- ar og eftir miðja 19. öld var hún þó nokkru hærri“, segir í athugssennl- um Hagstofunnar. Ef búpeningseign- in er reiknuð út í hlutfalli við mann- fjölda verður útkoman þessi: A hvert 100 landsmanna koma 642 sauðkind- ur, 28 nautgripir og 46 hross. Um aldamótin 1900 var talan þessi: 614 sauðkindur, 33 nautgripir og 55 hross. RæktaS land. í nýkomnum búnað- arskýrslum segir, að árið 1930 hafi túnstæðin á öllu landinu veriö 26.184 ha., en stærð matjurtagarða 455 ha. Við útreikninginn var farið eftir til- greindri stærð túna og matjurtagarða við fasteignamatið 1930. Við þær jarðir, sem það var ekki tilgreint, samkvæmt eldri mælingum. að við- bættri þeirri nýrækt, sem síðan hefir orðið, samkvæmt jarðabótaskýrslum. Afstaðan til stóttanna. Blekkingin mikla. íhaldið hefir jafnan haldið því íram, að það væri flokkur allra stétta í landinu. Láglaunuðu stétt- irnar og hálaunamennimir ættu jafnt að njóta góðs af því, ef það íæri með völdin. Bæði iðjumennimir og þeir iðjulausu, sem á annara vinnu lifa, ættu að styðja það, því það berðist fyrir beggja hag. Hins- vegar hefir íhaldið haldið því kröft- uglega fram, að hinir flokkarnir, og þá sérstaklega Framsóknarfiokkur- inn, værl þröngsýnn flokkur fárra stétta. þessi kosningapistill er svo oft end- urtekinn, að það er full ástæða, að taka hann til nánari ihugunar. Er þá fyrst að athuga, hvort það er mögulegt fyrir sama flokk að berjast fyrir hagsmunum allra stétta, og síðan, hvernig íhaldið hefir imnið þessu hátthrópaða stefnuskráratriði sínu, að vera flokkur allra stétta. Við sjávarútveginn er t. d. ástandið þannig, að flestir þeir, sem útgerð- ina eiga, stunda ekki atvinnuvegina sjálfir, en kaupa til þess allan vinnu- kraft fyrir ákveðið erð. Vinnukraít- inn leggur sjómannastéttin fram. Hennar hagsmunir eru að fá sem mest kaup. Hagsmunir skipseigenda eru þeir aftur á móti, að borga sem allra minnst. Hér er skörp mótsetning, sem helzt við, að ástandinu óbreyttu. Hagsmunir annarar stéttarinnar leiða það af sér, að hún sýnir hinni yfir- troðslur og jafnvel fullkomin rang- indi. Og í baráttunni hrósar sú sigr- inum, er betur stendur að vigi. í þessu tilfelli útgerðannannastéttin. Ilvernig ætlar íhaldið að berjast fyrir hagsmunum beggja þessara stétta? Hvernig ætlar það aö bæta hag útgerðarmannanna, án þess að ganga á hlut sjómannastéttarinnar? Hvernig treystir það sér til að bæta kjör sjómannanna, án þess að rýra tekjur útgerðarauðvaldsins? þá má nefna t. d. neytendurna og milliliði í verzluninni. Neytend- urnir þurfa að fá vörurnar fyrir sem lægst verð. Takmark millilið- anna er aftur það, að hagnast sem mest á því að selja vörumar, og það er liægt á þann eina hátt, að hækka hana í verði. Hagsmunir þessara aðilja hljóta þvi alltaf að rekast á, meðan það ástand helzt, sem íhaldið vill varðveita. Hvernig berst íhaldið fyrir hags- munum beggja þessara stétta? Hvern ig ætlar það að láta neytendurna fá nauðsynjar sinar fyrir réttlátt verð, öðruvísi en að minnka milliliðagróð- ann? Hvernig ætlar það að auka liagnað milliliðanna öðruvísi en að láta það bitna á neytendunum? það má benda á fleiri staðreyndir sömu tegundar. Nærtækt er að minna á húseigendur og þá, sem leigja af þeim húsnæði. Leigjendumir þurfa að fá húsnæðið sem ódýrast. Hús- eigendur vilja fá sem hæzta leigu. Andstæðir hagsmunir eru hér enn á ferðinni og verða ekki samræmdir, að íhaldsfyrirkomulaginu óbreyttu. Hvernig getur íhaldið unnið fyrir hag beggja þessara aðilja? Getur það útvegað leigjendum ódýrt húsnæði á annan hátt en að draga úr tekjum húseigenda? Getur það aukið hagnað húseigendanna öðruvísi en að hækka húsaleiguna? þessi dæmi sýna, að það er ógern- ingur að vinna að hag allra stétta, og- eigi að fara að bæta hagsmuni einhverra þessara stétta, þá verður það fyrst og fremst á kostnað ann- arar. Meðan fjárhagsleg og félags- - leg aðstaða skiftir mönnum í and- stæðar hagsmunaheildir, getur eng- inn flokkur unnið fyrir hagsmuni allra stétta. Að halda slíku fram, er kosninga-„númer“ af verstu tegund. í þjónastu rangsleitninnar. Og hvernig hefir íhaldið barizt fyr- ir hag hinna ýmsu stétta innan þjóð- félagsins? Ekki hefir það barizt fyrir hag bændanna. það hefir barizl gegn allri viðleitni hins opinbera til að rétta við hag landbúnaðarins. það Jiefir barizt gegn því að bændurnir fengju gott verð fyrir afurðir sínar. það hefir barizt fyrir því, að okrað væri á aðkeyptum nauðsynjuin bændanna. Með öllum mögulegum meðölum hefir það reynt að eyðileggja sannvirðis- verzlanir þeirra, samvinnufélögin. í öllum málurn hefir það risið öndvert hagsmunum bændanna. Ekki hefir íhaldið barizt fyrir um- bótum á kjörum sjómannastéttarinn- ar. það hefir barizt gegn þvi, að hún fengi styttan vinnutima. ]iað hefir barizt gegn því, i hvert ein- asta sinn, er því hefir verið hreyft, að hún fengi betra kaup. það hefir barizt gegn þvi, að hún væri betur tryggð fyrir slysförum, atvinnumissi o. fl. því líku. í öllum málum hefir það barizt gegn hagsmunamálum sjó- mannastéttarinnar. Ekki hefir íhaldið barizt fyrir Jiags- munum neytendanna, hvort heldur eru í kauptúnum eða sveitum. það liefir barizt gegn allri sjálfsbjargar- viðleitni þeirra um að útvega sér nauðsynjarnar á ódýran hátt. það hefir barizt gegn því, að þeir með samtökum sínum gætu tryggt sér góðar og ósviknar vörur. Við hvert tækifæri, sem hefir gefizt, hefir það unnið á móti hagsmunum neytend- anna. Ekki hefir íhaldið barizt fyrir hin- ar mörgu húsnæðisleigjendur í kaup- stöðunum. það hefir barizt gegn því, að sett yrðu takmörk fyrir hárri húsaleigu. það hefir barizt gegn því, að komið yrði upp verkamannabú- stöðum. það hefir barizt gegn sam- vinnubyggingarfélögunum. í öllum málum hefir það unnið gegn hags- munum húsnæðisleigjendanna. Hefir íhaldið þá ekki barizt fyrir hagsmunum neinna stétta? Jú. í- lialdið hefir barizt fyrir hagsmun- um útgerðarmanna. í hverri einustu kaupdeilu við sjómennina hefir það dregið þeirra taum. Gegn hverri ein- ustu tilraun til að hnekkja yfirráð- um þeirra hefir íhaldið öndvert ris- ið. það hefir á allan mögulegan hátt reynt að skapa þeim enn betri að- stöðu. það hefir lagt fram alla sina krafta til að vinna fyrir þá. íhaldið hefir líka barizt fyrir hags- munum milliliðanna. það hefir reynt að sýna fram á það, með öllum sínum blaðasæg, að þeir væru alveg ómissandi og þeirra verzlunaraðferð hin eina rétta. það hefir aldrei lint árásum sínum gegn þeim, sem hafa unnið ^ móti milliliðunum. íhaldið hefir verið fiokkur milliliðanna. íhaldð hefir líka barizt fyrir þá, sem leigt hafa hús sín út. Gegn öll- um tilraunum til að lækka húsaleig- una hefir það barizt með öllum sín- um krafti. það væri synd að segja, að íhaldið hafi ekki reynst ötult og dugandi í baráttu sinni fyrir hárri húsaleigu. Hvaða niðurstaða verður þá dregin af ofangreindum staðreyndum? Sú, að ihaldið hefir barizt í svo að.segja hverju máli gegn hagsmun- um þeirra stétta, sem ver eru settar innan þjóðfélagsins. það hefir alltaf verið flokkur eignamannanna, há- tekjumannanna, mannanna, sem hafa sölsað undir sig auð og yfirráð og af engu vilja missa til að bæta ann- ara hag. Hreinar línur. Um Framsóknarflokkinn hefir það alltaf verið skýrt fram tekið, að hann væri ekki flokkur allra stétta og slík blekking hefir honum aldrei til hugar komið. Hann hefir frá upphafi verið flokkur hinna fjölmennu stétta, sem lifað hafa á eigin vinnu og orð- ið að leggja fram drjúgan skerf til að halda eyðslustéttunum uppi. Meðal bændanna hefir hann átt sitt aðal fylgi. En fylgi verkamanna og sjó- manna við hann fer stöðugt vaxandi og þá sérstaklega samvinnumanna. Hann hefir hingað til haldið bezt uppi baráttunni gegn auðmannastétt- unum, útgerðarmönnunum, milliliðun- um og húsaeigendunum og mun halda henni áfram. Hann er á móti þvi að einn geti hagnast á annars kostnað, því hefir það réttilega ver- ið um hann sagt, að hann væri auð3- jöfnunarflökkur. Úrlausnir Framsóknarflokksins eru þær, að draga úr hagsmunamótsetn- ingunni, sem aðgreinir stéttirnar. Slíkt verður bezt gert með samvinnu- félagsskapnum. Samvinna framleið- enda, sem skifta arðinum bróðurlegu á milli sín, samvinna neytendanna, sem útvegar þeim á ódýran hátt góðar og ósviknar nauðsynjar, eru úrlausn- araðferðirnar, sem Framsóknarflokk- urinn vill beita. Milli þessara tveggja flokka á ís- lenzka þjóðin að velja. Annarsvegar flokksins, sem þykist berjast fyrir allar stéttir, en vinnur aðeins fyrir hinar fámennu auð- mannastéttir. Hinsvegar flokksins, sem segir skýrt og ákveðið, að hann sé aðeins flokkur, sem vinnur fyrir bættum kjörum iðjumannanna í land- inu og starfar samkvæmt því. Ann- arsvegar flokkur, sem hefir misskift- ingu auðsins og yfirdrottnun fárra einstaklinga fyrir höfuðtakmark. Hins vegar flokksins, sem vill að þjóðin sé ein hagsmunaheild og að stétta- skiftingin byggist ekki á þeim grund- velli, að fjármagnið og aðstaðan- til lifsgæðanna geri þær að fjandmönn- um, en nú er þannig ástatt. Friðsam- leg samvinna og réttlát skifting auðs- ins, er aðalatriðið í baráttu Fram- sóknarflokksins. -----o----- Á bíl yfir Sprengisand. í síðasta blaði Tímans var þess getið, að þeir Sigurður Jónsson frá Laug, Jón Vlðis mælingamaður, Einar Magnússon og Valdemar Sveinbjörnsson mennta- skólakennarar hefðu farið nýlega á lítilli fordbifreið (gamla Ford) norð- ur yfir Sprengisand. Er hér nánar skýrt frá þessu merkilega ferðalagi. þeir félagar lögðu upp úr byggð frá Galtalæk í Landsveit. Héldu þaðan inn að Tungná og tókst með erfiði og harðneskju að ferja bílinn þar yfir á fjárferju, er Holtamenn eiga við ána. Héldu þeir- svo áfram norð- ur þar til þeir komu að Mýri í Bárðardal, sem er efsti bær í dalnurn vestan Skjálfandafljóts. Sex daga voru þeir félagar á milli bygða, en þar af fór einn dagur að mestu i að ferja bílinn yfir Tungná og mæla fyrir brú á henni. Annaðist Jón Víðis það. Er þarna gott brúarstæði og er áætlað að sú brú kosti ekki meir en 16 þús. kr.. Fyrstu tvo dagana í ó- bygðum fengu þeir félagar gott veð- ur, enda komust þeir þá alla leið af Búðahálsi, er liggur upp frá Tungná, á milli þjórsár og Köldukvíslar, og norður fyrir Fjórðungsöldu, er liggur norðarlega á Sprengisandi. En þar skall á þá hríð og hélst hún þar til þeir komu að Kiðagili. Úr því var stórrigning og þoka alla leið til bygða og tafði það ferðina mjög. — Vegalengdin frá Galtalæk að Mýri, mæld á korti, er sem næst 220 km., en auðvitað fóru þeir félagar miklu lengri leið, þar sem þeir urðu að leita að færum vegi. Alla þessa leið telja þeir félagar að gera megi að góðum bílvegi, með ótrúlega litlum tilkostnaði. Auðvitað þarf að brúa Tungná, en önnur vatnsföll kváðu ekki vera til tafar á leiðinni. Mjög róma þeir hina fögru og mikilfeng- legu fjallasýn, er þeir höfðu meðan veður var bjart, sérstaklega af norð- anverðum Búðahálsi. En útsýni höfðu þeir sama og ekkert eftir að halla tók til norðuriands og hafa þeir sjálfsagt misst þar mikils. — För þessi er hin frækilegasta og mun gleðja alla þá, er fjallferðum unna, og ekki mun þess langt að bíða, nð þetta vcrði fjölfarin skemmtiferða- leið. Telja þeir félagar, að þessi leið til Norðurlands muni verða miklu fljótfarnari og þægilegri en sú, sem nú er farin. Akureyringar hafa nú veitt volgu vatni ofan úr Glerárgili í sundlaug sína og eykur það mjög aðsókn að I sundnámi í bœnum. Er það mikil framför og sómi fyrir bæinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.