Tíminn - 09.09.1933, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1933, Blaðsíða 3
TlMINN 147 Frjóna/véla.r Fáum prjónavélar með næstu skipum, bæði flat- prjónavélar og hringprjónavélar (sokkavélar). — Þar á meðal nokkuð af hinum frægu Husqvarna vél- um. M I K I L VERÐLÆKKUN. Samband ísl. samvinnufélaga. Fréttir !t ffisti EAUPFÉL. REYKJAVÍKUR, Bankastræti 2, sími 1245. Ferðamenn hafa bezta tryggingu fyrir góðum vörum með hæfilegu verði, verzli þeir við kaupfélagið. Komið i kaupfélagsbúðina, þegar þið — — komið til Reykjavíkur. — — Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLATSSONAR IR, -A- F IIVC .A. G- 3ST Ef þér þurfið rafmagn, rafmagnstæki, aðgerð á ein- hverju því tilheyrandi, eða npplýsingar, þá snúið yður t i 1 Raftækj a verzlunar EIRÍKS Sími 4690 — Laugaveg 20 — Reykjavik — Pósthólf 565 Stórrigning og vatnavextir. Veðrátta hefir í sumar verið mjög votviðra- söm sunnanlands. Væntu ýmsir, að batna myndi um höfuðdaginu og bregða til þerra, en sú von brást al- gjörlega, svo að kalla má, að aldrei hafi tíðin verri verið sunnanlands en siðastliðna viku. í síðasta blaði var sagt stuttlega frá ofviðrinu í ágústlok, er víða varð að tjóni, eink- um á Suðurlandsundirlendinu, en svo virðist sem rigniugarnar undau- íarna 3 daga liafi valdið enn meira tjóni með vatnagangi og skriðuföil- um. — 1 Dölurn vestui' skemmd- ust engjar af aur og sandi en hey- skaðar urðu miklir á nokkrum bæj- um. Mestai- urðu skemmdir í Norð- urárdal. Fjórar brýr braut af Norð- urárdalsvegi og skemmdist vegurinn viða allmiltið. Tók flóðið mikil hey (um 3000 hesta) og auk þess mun iiafa orðið tjón nokkurt á fénaði. — Nokkrar skemmdir hafa oi'ðið af vatnagangi við Markarfljót og aust- ur í Mýrdal, en .eigi stórfelldar. í gær og nótt var afskapieg stórrigning i Mýrdal. Féll skriða mikil á hús í kaup túninu Vik og olli allmiklu tjóni á eignum. Vaxtalækkun. Landsbankinn hefir nýlega auglýst lækkun á innláns- og útlánsvöxtum. Engin önnur lánsstofn- un hefir auglýst lækkun vaxta. Hvem- ig stendur á þessu? í lögum frá síð- asta alþingi er þó svo ákveðið: Allir bankar og sparisjóðir eru skyldir að hafa á hverjum tíma sömu innláns- vexti og Landsbankinn. Saltskjötverkun. Eins og kunnugt er, er verkun á saltkjöti mikið betri hér en annarsstaðar á Norðurlönd- um. Norðmenn salta alltaf nokkuð af kjöti á haustin, en öll meðferð þess er mikiu lakari en á íslenzka kjötinu. Flokkun er engin. Veröið á norsku kjöti er líka miklu lægra en á ís- lenzku kjöti. Blaðið hefir frétt það eftir áreiðanlegum heimildum, að norska stjórnin hefir veitt bændafé- lögunun í Noregi fé til að standast kostnað við breytingu á saltkjötsverk- un. — Norðmenn hafa snúið sér hing- að til lands til að fá færa menn til að kenna kjötverkun. Var borið niðri á Húsavik. það er kunnugt, að nokkrir menn neituðu að gera Norðmönnum þennan greiða, en svo tók kaupmaður þar á staðnum málið að sér og útveg- aði kennara. Meðan kaupmenn fengust við verkun á saltkjöti, var það talin úrgangsvara á erlendum markaði. Samvinnufélögin breyttu því í beztu vöruna í sinni grein. Fer nú ekki ó- laglega á því, að kaupmenn selji út- lendingum þá kunnáttu og reynzlu, sem samvinnufélögin hafa aflað með margra ára rannsókn og fyrirhöfn. Með siðuðum þjóðum er slíkt talið at- hæfi hinna verstu manna og svikara, að selja erlendum þjóðum í hendur þessháttar kunnáttu. ísledingar munu fella likan dóm um þessa Hiisvíkinga. Kolaverð er nýlækkað í Reykjavík. Kostar smálestin nú aðeins 33 krónur. í fyrra kostaði hún um 40 kr. Björgun. Sverrir Sigurðsson stúdent hefir nýlega fengið 800 kr. verðlaun úr hetjusjóði Carnegies fyrir fræki- lega björgun á manni, er datt út af mótorbát á höfninni á Sauðárkrók. Tókst honum greiðlega að bjarga manninum á sundi. Sundkunnáttan er öllum íþróttum gagnlegri og fjögar með hverju ári þeim mönn- um, sem eiga henni að þakka líf sitt og heilsu. Á bókamarkaðinn er nýlega kom- in ljóðabók eftir Bjarna M. Gísla- son, sem heitir: „Ég ýti úr vör“. Höfundurinn er til þess að gera kornungur maður, aðeins 23 ára gamall. Hann er sjómaður að at- vinnu og hefir ekki haft tækifæri til að pjóta neinnar verulegrar mennt unar.Bera kvæðin þess vott, sem von er. En hinsvegar sýnist maðurinn hafa gáfu til að bera og gœti citt- hvað spunnist úr því síðar. , ' 12 bollapör 12 sixiádiskar 1 kaffikanna 1 rjómakanna 1 sykurker 1 stór kökudiskur Verð: kr. 28.00 Sent gegn póstkröfu burðargj aldsf rítt Sigurlur KjartanssoR Laugaveg 41. Reykjavík Konurnar og kaupfélögin. Nýlega var þess getið i smágrein hér i blaðinu, að húsfreyjurnar væru oít félagar i kaupfélögunum erlendis og ættu sjálfar sem séreign ágóða þann, er yrði af viðskiptunum. Tafs- vert hefir orðið vart við að konur hér í bæ tækju þetta til athugunar. Hafa nú ýmsar þeirra á orði að ganga í Kaupiéiag Reykjavikur sjálf- ar, þó að menn þeirra skorti áhuga á þvi að verða félagsmenn. Nú þeg- ar eru nokkrar myndarkonur höfuð- staðarins gengnar i félagið. Konunum myndi líka almennt bregða við, ef þær fengju i vasapen- inga og sjóðeignum í góðu félagi þó ekki væri nema sem svaraði lielm- ing af vanalegri kaupmannsálagn- ingu á vörurnar. Og þær myndu reynast drjúgir félagsmenn til að byggja upp gott kaupfélag, sem væri iiklegt til að lækka fúlgu þá, sem fer í milliliðina og gerir margar vör- ur óhæfilega dýrar í Reykjavík, dýr- ari en viðast annarsstaðar á landinu. í Reykjavík ætti líterinn af mjólk- inni ekki að kosta meira en 25—30 aura, þegar bændurnir í nágrenn- inu fá neðan við 20 aura. í Reykja- vík á kiló af fiski ekki að kosta nema 12—14 aura, þegar þeir, sem fiska hann, fá ekki nema 6—10 aura fyrir hvert kg. og svo mætti lengi telja. En öilu þessu er öflugt sam- vinnufélag líklegast tii að kippa i lag, þar sem neytendur og framleið- endur væru í sem nánastri sam- vinnu. Og hér, eins og víða erlendls eru konurnar engu síður líklegar til að byggja upp samvinnufélögin. þær vaxa af þvi að hafa meiri fyrir- hyggju en að sækja allt í næstu búð jafnóðum og þær vantar í búið, hvað uppskrúfaðar sem vörumar kunna að vera þar í verði. Og þær vaxa af því að styðja aðra í lífs- baráttunni og byggja um leið upp íélagsstarfsemi, sem þær sjálfar njóta góðs af. — „í sálarþroska svanna, býr sigur kynslóðanna". V. ..O---- Til kaupenda Tímans. þess er fastlega vænst að menn hafi einhver ráð með að sýna blað- inu skil í haustkauptíðinni, þó að víða sé þröngt í búi. Að Tímanum standa engir stóreignamenn né auð- hringar, innlendir eða útlendir. — Ilann var stofnaður og hefir ætíð verið borinn uppi af áhugamönnum um landsmál og lifað á skilvísri greiðslu lesenda sinna. Eftir því sem fleiri gera blaðinu skil verður það gert fjölbreyttara og betra. Blaðið vonast eftir að heyra hið fyrsta frá sem flestum af þeim, er tekið hafa að sér innheimtu fyrir það, eða ver- ið beðnir um slíkt, en ekki svarað ennþá. Utanáskriftin er: Afgreiðsla Tímans, Laugaveg 10, Reykjavílc. BæjarráðiS í Reykjavík hefir sam- þykkt að gera ráðstafanir til þess að láta rannsaka hitasvæðið á Reykjum í Mosfellssveit. En áður hefir bærinn tryggt sér notkunarrétt jarðhitans. Lögreglan í Reykjavík. Bæjarráðið hefir nýlega lagt til, að fast lögreglu- lið bæjarins verði 48 menn og sé þar að auki varalögregla. Símn.: KOL. Reykjavík. Siml 1933 Mynda- og rammaverzlun Islenzk málverk. Freyjugötu 11. Sími 2105 KJÖTBÚÐ REYKJAVÍKUR Vesturgötu 16. Sími 4769. Ný rullupylsa og ný kæfa. Islenzkur matcr! Súr hvalur, soðin svið, há- karl, ágætar íslenzkar gul- rófur og Akraness-jarðepli. Vörugæðin viðurkennd. Verzlnn Kristínar J. Hagbarð Laugaveg 26. — Sími: 3697. Islendmg’ar! Neytið íslenzku fæðunnar! Steinbitsriklingur (valinn). Lúðuriklingur. Kúlusteinbítur. Hákarl. Saltfiskur (pressaður) Reyktur Lax. Hvalur, soðinn og súr. Allt eru þetta góðar og girnilegar vörur. Páll Hallbjörnsson, Sími 3448 (Von). vrskilahestur, steingrár, vakur, fornjárnaður, mark: sýlt hægra, vaglskorið aftan vinstra, er í Þorlákshöfn í Árnessýslu. Verðskrá september 1933. Kaffistell, 6 manna.............. 11,50 Kaffistell 12 manna.............. 18,00 Matarstell 6 manna............... 20,00 Matarstell 12 manna.............. 32,50 Ávaxtastell 6 manna............... 4,00 Ávaxtastell 12 manna.............. 7,00 Matskeiðar, 2ja turna............. 2,00 Matgafflar, 2ja turna .. .... 2,00 Teskeiðar, 2ja turna.............. 0,65 Borðhnífar, riðfríir.............. 0,80 Skeiðar og gafflar, aip........... 0,50 Bollapör, postulín................ 0,50 Desertdiskar...................... 0,30 Sparibyssur....................... 0,35 Vasaúr, góð...................... 15,00 Vekjaraklukkur, ágætar .. .. 5,00 Sjálfblekungar, 14 karat .. .. 7,50 Sjálfblekungar m. glerpenna .. 1,50 Ótal margt afar ódýrt. K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. BfEKUR Allar fáanlegar íslenzkar bækur og erlendar bækur um margskonar efni fyr- irliggjandi eða útvegaðar fljótt. Sömuleiðis öll er- lend blöð og tímarit. R I T F Ö fl G allskonar, fyrir skrifstof- ur, skóla og heimili, sjálf- blekungar o. m. fl. Allar pantanir utan af landi af- greidar fljótt gegn póstkröfu. E.P.BRIEM Bókaverzlun, Austurstr. 1. Sími 2726. REYKJAVÍK. Júgursmyrsl er efnagerðin Sjöfn á Akureyri nýbúin að senda á mark- aðinn. Erlendis eru júgursmyrsl mik- ið notuð til að varna júgursjúkdóm- um og lialda mjólkinni hreinni og gerilsnauðri. Ættu kúaeigendur að veita þessari nýju vöru athygli. Þakpappi (Initon-steinpáppi), rauður, grænn eða grár er mikið ódýrari en þakjárn og þarf ekki viðhald í 10—15 ár. Veggplötur (Korkotex og Ensonit) ódýrar og hlýjar til að klæða með útveggi innan og til skjóls á gisna timburveggi. Harðviðargólfborð (Oregon-pine) fullþnr og gisna ekki, fal- leg og endingargóð. Harðviðarhurðir (Oregon pine) eru vanalega aðeins lakk- bornar og eru fallegar, ódýrari og endingarbetri en vanaleg- ar málaðar furuhurðir. Hurðarumbúnað (Oregon p.) skrár, handföng. Krossspón úr furu, eik, birki og Oregon pine. Asbest-sement (Eternit) vegg’plötur og þakskífur. --Sýnishorn og upplýsingar sent þeim er óska. — >— Jón Iioftsson Austurstræti 14. Sími 4291. KOLIN • LÆEKVD* Vér höfum lækkað verð á kolum úr kr. 38.oo pr. smál. niður í 33 KRÓNUR Vér höfum fyrirl. bestu kolategundir, sem hingað flytjast þ. e. B. S. y. A. H. (ensk), og ROBUR-kol (pólsk). Afgreiðum kol út um land við afar lágu verði. Munið, hverjir voru fyrstir ’til að lækka. Pantið kolin í síma 1120 (fjórar línur), bjá H|p KOL & SALT REYKIÐ J. GRUNO’S ágæta holfenzka reyktóbak. Verð: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0.85 l/»o kg. FEINRIÉCHENDER SHAG — — 0.90 — — GOLDEN BELL — — 1.05 — — Fæst r 0 1 verzlunutn Stjórn Menningarsjóðs hefir nýlega keypt náttúrugripasafn Guðmundar heit. Bárðarsonar prófessors. Kaup- verðið var 25 þús. kr. Er safnið mjög merkilegt og hin nauðsynlegasta eign fyrir landið. SKRIFSTOFA FR AMSÓKN ARFLOKKSINS er á Laugaveg 10. — — Sími 2353. Klæðist íslenzkum IBtaml Kaupið íslenzkar iðnaðarvUrur! Borðið islenzkan matl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.