Tíminn - 23.09.1933, Síða 2
154
TlMINN
Ihaldið og byggingarnar
í sveitunum.
í tveimur síðustu tölublöðum Tím- i
ans heí'ir verið skýrt írá staðreynd- j
um um skuldasöfnun aðalmanna í- j
haldsins á árunum 1927—1931. linn- !
iremur heiir verið skýrt frá hvernig ;
samskonar skuldasöfnun sömu ;
manna á árunum um og eftir 1920, |
hefir verið eftirgefin og ýmist yfir- !
herst heinlinis á rikissjóðinn eða
bankamir hafa unnið upp eftirgjaí-
irnar með háum vöxtum, sem aitur
iiafa verið eiu ai aðalorsökum dýr-
tiðarhmar.
Orsökin tii J?ess að þessir tiltöiu-
lega fáu ráðamenn íhaldsins geta
skapað þjóðimii ný og ný fjármála-
vandrœði, er einrœði þeirra yiir íénu :
og atvinnuvegunum. þessu einrœði 1
vilja þeir halda og berjast því með
oddi og egg gegn því að veltuíé þvi
sem almeimingur hefir skapað og
bankarnir ráða yfir, sé lánað til ann- j
ara en þeirra einna — þeir berjast ’
gegn dreifingu veltuíjárins til al- ’
ínennings og atvinnurekstrar hans.
Hér skal aðeins bent á eitt dæmi af
mörgum.
þegar frumvarpið um stofnun j
Byggingar- og landnámssjóðs var j
borið fram aí Jónasx Jónssyni, di'ap
íixaldið málið á þremum þingum i
íöð og það stundum við fyrstu um- j
ræðu málsins. Fyrst þegar Framsókn-
inu 1928 náði málið samþykki þings- !
ins. Enn halda blöð ihaldsins áfram
andstöðunni gegn Byggingar- og
landnámssjóðnum, en nú er mála-
flutningur þeii’ra orðinn sá, að þen'
segja, að húsin séu allt of dýr —
iánin ólióflega há og það sé þetta,
sem setji bændur á höíuðið.
pegar jafnaðarmenn báru fram
frv. um vei'kamannabústaði, var and-
staða ihaidsins gegn því máli hin á-
kafasta. En máiið náði þá fram að
ganga af því að Framsóknarfiokkur-
inn var i mairahluta og studdi jafn-
aðaimenn í málinu.
í Heykjavik er nú fyrir 2 árum
síðan búið að byggja fyrsta verka-
mannabústaðinn — vandaða sam-
byggingu með nál. 50 íbúðum, hver
með 2 eða 3 íveruherbergjum, auk
eldhúss, baðhei'bei'gis, geymslu og
aðgangs að þvottahúsi. Hefir rikis-
sjóður og bæjarsjóður lagt fi'am og
ábyrgst 85% aí byggingarkostnaðin-
um, en verkamenn leggja fram 15%
af kostnaðinum og greiða húsin á
■42 árum. Húsaleiga, afborgun af íbúö-
arverðinu og opinber gjöld eru 53
kr. á mánuði fyrir 2 herbergja íbúð-
ir og 70 kr. á mánuði fyrir 3 her-
bergja ibúðir. Fullyrða má, að þessi
húsaleiga er miklum mun lægri en
almennt gerist fyrir samskonar hús-
næði i Reykjavik og þó er innifalið
í henni afborgun af húsverðinu,
þannig, að verkamaðurinn eignast í-
búðina skuldiaust á 42 árum. Enda
er það vitað, aö bygging verka-
mannabústaðanna hafði veruleg á-
hrif i þá átt, að þoka nokkuð niður
húsaleigunni i Reykjavik.
Hvað kostuðu nú þessar verka-
mannaíbúðir?
Tveggja herbergja ibúðirnar kost-
uðu kr. 8492,69. Lán til þeirra hefir
þvi numið nál. 7200 kr. þriggja her-
bergja ibúðirnar kostuðu kr. 11121,38
og ián til þeirra hefir numið nál.
9400 kr.
En livað heíir nú Byggingar- og
iandnámssjóður lánað að meðaltaii
til bygginganna i sveitunum?
Samkvæmt upplýsingum bankans
er meðallánsupphæð til hvers húss
kr. 7000.00 eða nokkru lægri en lánin
til 2 og 3 herbergja ibúða i verka-
ínannabústöðunum.
Má þó hverjum manni vera það
auósætt, að þeir, sem haía atvinnu-
rekstur og framleiðslu á heiiniium
sínum eins og bændurnir, þuria
stærra iiúsnæði iieldui en þ.eir, sem
hvorugt stunda, eins og verkamenn-
irnir.
En ihaldsmeiin segja að bændurnir
geti ekki staðið straum af svona stór-
um lánum, sem þó eru mun fægri en
lán tii vei'kamannabústaða, og meina
þá auðvitað, að bændurnir’'eigi að
búa við verra húsnæði heldur en
verkamenn, hvað þá heldur þeir
sjálfir, sem margir búa i 100 þús.
kr. húsuin.
Svarið gegn þessu getur aldrei
verið nema eitt. pað getur ekki kom-
ið til nokkurra mála, að bændastétt-
in búi í lakari húsakynnum en aðrar
stéttir þjóðfélagsins. Ef tekjur bænd-
anna lirökkva ekki tii að standa
straum af liúsnæðinu, þá verður
þjóðfélagið að hlynna að atvinnu-
rekstri þeirra þangað til að minnsta
kosti þessari lágmarkskröfu er fuli-
nægt. Hitt er það, að líklegt er að
aukin reynsla kenni mönnum ódýr-
ari byggingaraðíerðir, bæði viðkom-
andi sveitabæjum og verkamannabú-
stöðum kaupstaðanna.
En ihaldið liefir aldrei skilið
þetta og hefir engin skiiyrði til þess
að skilja það. Ráðamenn þess ala
þá skoðun, að þeir séu og eigi að
vera yfirstétt i þjóðiéiaginu, þeir eigi
að ráða yfir fénu og atvinnutækjun-
um og hinar vinnandi stéttir, bænd-
ur og verkamenn, eigi að þjóna þeim
og gera sig ánægða með þau lifsþæg-
indi, er þeir skammta þeim.
þess vegna hafa þeir barizt á móti
byggingunum í sveitunum og verka-
mannabústöðunum og þessi andstaða
er mjög eðlileg frá þeirra sjónarmiði.
jlví að ilialdið missti umráð yfir dá-
litilli íúlgu af veltufé og það sem
verra var, bændur og verkamenn
bættu lifskjör sín og skáru um leið
kúfinn af húsaieigugróða íhaldsins í
lteykjavik.
En samkvæmt líísskoðun íhaldsins
liafa hinir efnuðu einir rétt til þessa
gróða — það skiptir engu máli þótt
dýrtíðin sé aukin með því, og á
þann hátt tekið nokkuð af aurum
þeirra, sem sízt mega við að missa
þá — „þvi frálst og stolið pund er
pund“.
íhaldinu bráðliggur því á að fá
völdin í sínar hendur, til þess að sjá
um, að stjórnað sé eftir þessum
grundvallarreglum þess!
Frá skólunum. Skýrsla gagnfræða-
skólans í Reykjavík fyrir síðastl. vet-
ur hefir Tímanum nýiega borizt.
Skólinn starfar í þrem bekkjum, en |
aðsóknin hefir verið það mikil, að ■
tveimur neðri bekkjunum hefir orðið
að tviskifta. Alls stunduðu nám við
skólann 166 nemendur. Húsnæðis-
ieysið hefir bæði verið kennslunni og
íélagslífi nemenda mjög bagalegt.
Er það þýðingarmikið atriði í uppeld-
ismálum Reykjavíkur, að þessi skóli,
sem er sérstaklega ætlaður alþýðu-
æskunni, fái þá aðstöðu hvað hús-
næði snertir, að geta staðið hinum
skólunum jafnfætis. Fastir kennarar
við skólann, auk skólastjórans Ingi-
mars Jónssonar, eru Ámi Guðnason
eand. mag., Sveinbjörn Sigurjónsson
magister og Friðrik Á. Brekkan rit-
höfundur. — Tímanum hefir einnig
borizt skýrsla gagnfræðaskólans á
ísafirði. Sá skóli er aðeins tveggja
ára gamaR, stofnaður samkvæmt lög-
unym um gagnfræðaskóla frá 1930.
Nær skýrslan yfir báða veturna 1931
til 1932 og 1932—1933. Skólastjóri
hefir Lúðvig Guðmundsson veriö frá
byrjun. Skólinn er í þrem deildum.
Fyrri veturinn voru í skólanum 66
nemendui' og seinni veturinn 64 nem-
endur. Hafa þeir allir verið heimilis-
fastir á ísafirði, nema einn. Félagslíf
nemenda við þennan skóla virðist
vera tii fyrirmyndar. Hafa þeir hait
samtök um að koma sér upp sér-
húsi, nokkuð utan við bæinn, þar
sem aðstaða er góð til vetraríþrótta
og á það í framtíðinni að vera sam-
komustaður þeirra til slíkrar starf-
semi. Ýmsir góðir menn hafa styrkt
þá til þessarar framkvæmdar, en
sjálfir hafa þeir lagt fram vinnu, án
endurgjalds, sem nemur um 1700 klst.
Skólastjóri mun hafa átt drjúgan
þátt í framtakssemi þessari. Er hún
i alla staði hin merkilegasta og vel
til þess fallin að vera öðrum for-
dæmi.
Kosningar tii annarar þingdeildar-
innar í Svíþjóð eru nýafstaðnar. —
Kosið var um 19 þingsæti. Banda-
lagsflokkarnir, sem að stjórninni
standa, bændaflokkurinn og jafnað-
armenn, hafa unnið fjögur þing-
séeti af ihaldsflokkunum. þessi kosn-
ingaúrslit sýna, að sænskir kjósend-
ur líta með skynsemd og velvild á
samtök milli fulltrúa hinna vinnandi
stétta um löggjöí og stjórn.
A viðavangi.
Vitavert athæíi.
Frá því var skýrt hér í blaðinu
fyrir nokkru, að kaupmaður einn á
Suðurlandi hefði gert samning viö
heildsala í Rvík, þar sem kaupmaö-
urinn lofar að selja heildsalanum j
kjöt í haust 15 aura pr. kg. undir |
verði Sláturíólags Suðurlands. Svona !
atvik eru alvarlegt íhugunarefni fyr- j
ir bændur. Á kaupmönnum eða öðr-
um einstaklingum að geta haldizt
það uppi að bjóða vörur bænda eða
annara langt niður fyrir framleiðslu-
kostnað og skaða þannig fjölda
manna, en trufla óeðlilega verðlag j
íramleiðslunnar. Sýnir og reynslan, j
að slikt óeðliiegt niðurboð kemur
ekki heldur neytendunum til góða,
en lendir oftast i vasa milliiiða.
Væri full þörf á, að setja löggjöf til
að hindra skaðiegt „framtak ein-
staklinga" á þessu sviði, og mun
því efni verða nánar gaumur gefinn
hér í blaðinu. j
M. G. og landhelgisgæzlan.
Tímanum hefir borizt grein eftir
austfirzkan formann, sem sýnir ásig-
komulag iandhelgisgæzlunnar þar
siðan M. G. kom í stjórnarráðið.
Mun M. G. á sinum tima verða erf- ,
itt að standa fyrir svörum í málum !
þessum. Smábátafiskimennirnir víðs-
vegar um land munu aldrei gjalda
íhaldinu neina þökk fyrir meðferð-
ina á Einai'i skipherra. þeir munu
iieldur ekki þakka 4000 kr. land-
helgisgæzlubitlinginn lianda Guð-
mundi Sveinbjörnssyni. Og lítið ijiun
þeirra hagur batna, þó að M. G. hafi
launað Lúðvik C. Magnússon til að
búa 'tii óliróður um Pálma Loftsson,
sem áður hafði umsjón landhelgis-
gæziunnar á hendi samvizkusam-
iega og aukaborgunarlaust, en leyfa
síðan Mbl. óhróðursskýrslu L. C. M.
til afnota, þó að M. G. viti sjálfur,
að þar er um fals eitt að ræða, og
taki ekki mark á henni í fram-
kvæmd. Lítilmennska og rangsleitni
M. G. í iandhelgismálunum mun
koma honum sjálfum í koll, en hún
kemur líka sjómannastéttinni í koll
— og það er verst.
Tilhæfulaus ósannindi
j eru það hjá Mbl., að lögreglan i
Rvík hafi ekki verið komin nógu
! snemma á vettvang, þegar kommún-
j istauppþotið varð við þýzka skipið
i Diana, á þriðjud. var. Klukkan 101/*
j íyrii’ hádegi voru tveir lögregluíor-
ingjar komnir niður á hafnarbaíka
i til að fylgjast með því sem gerðist
og kalla til lið, ef með þyrfti. En
i fyrir hádegi var aðeins vinnustöðv-
! un, þ. e. verkamennirnir hættu að
j vinna, og skipti lögreglan sér auðvit-
að ekki af slíku. En rétt fyrir há-
degi lýsti formaður verkamannafé-
lagsins, Héðinn Valdemarsson, yfir
því, að verkamannafélagið gengist
ekki fyrir neinni vinnustöðvun, og
verndaði lögreglan síðan félags-
bundna verkamenn fyrir áreitni
kommúnista. Hakakrossfáninn var
ekki skorinn niður fyr en eftir há-
degi, meðan lögreglan var önnum
kafin að vernda verkamennina, sem
unnu. Hlægileg eru þau ósannindi
Mbl., að lögreglan hafi ekki fylgst
með þvi, sem gerðist á hafnarbakk-
anum fyrir hádegi, þar sem fregn-
irnar sem útvarpið flutti af þessu
um hádegið, voru einmitt, eins og
tekið var fram þar, eftir heimildum
lögreglunnar sjálfrar!
„Sjálfstæði“
Magnúsar Guðmundssonar!
Eins og margir muna glæptust
nokkrir kommúnistar á Siglufirði á
þeim bamaskap í sumar, að skera
niður hakakrossfána á þýzka konsul-
atinu þar. Var sá verknaður vita-
skuld ólöglegur, hvaða hug sem
menn annars kunna að bera til
þýzkra nazista. M. G. lét rannsaka
málið eins og rétt var. En nú í vik-
unni flytur Mbl. þá frégn, að máls-
skjölin hafi verið „að rannsókn lok-
inni, send þýzku stjóminni, og hún
spurð um"), hvort hún óskaði ákæru
á hendur þeim, ,er verknaðinn
frömdu". Segir Mbl., að svar sé kom-
ið frá Hitler, og óski hann þess, að
„ákæi-t verði í málinu"! Mörgum mun
verða að spyrja, hvernig dómsmála-
ráðherra i sjálfstæðu ríki geti farið
svo að ráði sínu. Á að fara að spyrja
Borgarstjorinn í Reykjavik
og Itfgregluaukningin nýja.
Eins og kunnugt er samþykkti síð-
asta Alþingi lög, sem heimiia ríkis-
i
stjórninni að fyrirskipa kaupstöðum
að liaía lögregiulið, sem svarar tveim
lögregluþjónum fyrir hverja 1000
íbúa. Eftir þeim ættu iögregiuþjón- ■
ar i Reykjavík að verða um 60, en
haía verið 27.
í sumar ákvað Bæjarstjórn Reykja-
vikur i sami'áði við dómsmáiaráð-
herra, að íjölga lögreglumönnunum
um 21, eða upp í 48.
þegar lögreglumönnum hefir verið
fjölgað i Reykjavik, heíir það verið
framkvæmt á þann hátt, að lögreglu-
stjóri heíir auglýst stöðurnar tii um-
sóknur og atliugað skilríki umsækj-
endanna. þvínæst hefir lögreglustjór-
inn gert tillögur um hverjum veita
skuli stöðurnar og bæjarstjórnin sið-
an valið úr, eí Jögreglustjóri taldi
fieiri umsækjendur hæfa en stöðurn-
ar voru. En ákvæðin um skipun i
lögregluþjónastöður eru i 17. gr. í
tilskipun um bæjarstjórn Reykja-
víkur ii'á 20. apríi 1872. Greinin hljóð-
ar svo:
„Bæjarstjórnin setur embættismenn
og sýslunarmenn bæjarins og veitir
þeim iausn. — Lögregluþjóna, næt-
urvei’ði og fangaverði setur bæjar-
stjórn eftir uppástungu lögreglu-
stjóra, en hann getur veitt þeiin
lausn án samþykkis bæjarstjómar-
innar.*)“
Um skipun í lögregiuþjónastöður
gilda því önnur lagafyrirmæli en al-
mennt um aðrar stöður í þjónustu
bæjarins. Lögregluþjónastöðurnar á
að veita eftir uppástungum lögreglu-
stjóra. Hann getur vikið lögreglu-
mönnum frá án þess að spyrja bæjar-
stjórnina. Eru þetta eðlileg lagaá-
kvæði, því að lögregluþjónarnir
starfa i umboði lögreglustjóra og á
ábyrgð hans. Lögreglustjórinn á því
manna mest á hættu, ef val lög-
regluþjónanna tekst illa.
Á fundi í bæjarráðinu, (sem kosið
er af bæjarstjórn og fer með umboð
hennar), á föstudaginn fyrir hálfum
mánuði, skýrði lögreglustjóri frá
því, að hann myndi þá á næstunni
auglýsa hinar nýju lögregluþjóna-
stöður. Var borgarstjóri þá einnig
viðstaddur, og kom hvorki frá honum
né öðrum bæjari'áðsmönnum, fremur
en vant er, nein athugasemd við það,
að stöðurnar yrðu auglýstar eins og
venja er til. En lögreglustjóri gat
þess, að hann myndi sýna borgar-
stjóra auglýsinguna áður en hún yrði
birt.
En nokkrum dögum síðar rýkur
Jón þorláksson upp til handa og fóta
og auglýsir sjálfur stöðurnar án þess
að tala við lögreglustjóra, og jafn-
framt, að umsóknii' eigi að senda
honum en ekki lögreglustjóranum!
Auðvitað skipti lögreglustjórinn sér
ekkert af þessari framhleypni Jóns
þoriákssonar og auglýsti stöðurnar
eins og um haíði verið talað og lög-
in ætlast til. Enda var auglýsing J.
p. ófullnægjandi m. a. af því, að
ekki var óskað eftir öllum upplýs-
ingum, sem nauðsynlegar eru og um-
sóknarfresturinn aðeins til 1. okt. og
þvi ttiltof stuttur fyrir þá menn, sem
ekki eru staddir i bænum.
Mörguni kann að þykja undarlegt,
að Jón borgarstjóri skuli þannig
skella skoileyi'um við lögum og venj-
um og seilast til embættisfram-
kvæmda sem ekki eru i hans verka-
hring. þvi þó að borgarstj. ef til viii
(sem ótrúiegt er) hefði ekki kynnt
séi' tiiskipunina um bæjarstjórn
Reykjavikur, hefði hann þó átt að
muna, að lögreglustjórinn hefir allt-
aí augiýst lögregluþjónastöðumar, t.
d. bæði 1922, þegar Jón Hermannsson
var lögreglustjóri og eins 1929, í em-
-bættistið Hermanns Jónassonar, þeg-
ar siðasta aukningin var gerð.
En hver er þá tiigangurinn meö
þessu skyndiiega og óviðkunnanlega
tiltæki Jóns þorlákssonar?
Andstæðingar íhaldsins í Reykja-
vik fara nærri um, hver hann muni
vera.
Jón þorláksson og bandamenn hans
í Kveldúlfi og nazistadeild íhalds-
ins vita það, að Hermann Jónasson
lögreglustjóri muni velja menn í
hinar nýju lögregluþjónastöður, eftir
þvi einu, eins og sjálfsagt er, hvaöa
hæíileika mennirnir hafa til að geta
gegnt stöðu sinni vel. Og auðvitað
ber hann, vegna reynzlu sinnar og
þekkingar, manna bezt skyn á, hvaða
eiginleikar eru nauðsynlegastir til
þessara vandasömu starfa, Enda er
það almennt viðurkennt, að nýju
lögregluþjónarnir, sem H. J. valdi
1929, hafi, eins og raunar öll lög-
reglan, reynzt ágætiega og verið
bænum tíi sóma. Jafnvel Mbl. hefir
orðið að taka undir þá staðreynd
í skriíum sinum þessa dagana.
En það er ekki þesskonar lögregia,
sem Reykjavíkuríhaldið óskar eftir
fyrst og fremst. Jón þorláksson
kærir sig ekki um hinar faglegu
upplýsingar um umsækjenduma, sem
lögreglustjórinn óskar eftir, og ber
heldur ekkert skyn á slikt. J. þ.heimt-
ar fyrst og íremst æfiferilsskýrslu
af þessum mönnum. Hann vill fyrst
og fremst vita um þeirra pólitisku
fortíð.
Varia mun því verða tekið þegj
andi hér í bæ eða annarsstaðar, el
Jón þorláksson ætlar að taka fána-
lið Heimdallar, sem æft hefir verið
i Kveldúlfsportinu, inn í bæjarlög-
regluna í Reykjavík.
Hermann Jónasson lögreglustjóri
hefir þegar iýst yfir því, að meðan
liann gegni embætti muni hann ekki
hafa i sinni þjónustu menn, sem
settir verði inn í lögregluna að óvilja
lians. Slíkt er eðlilegt og sjálfsagt.
Lögin heimila lögregiustjóranum
alveg ótvírætt, að að víkja frá störí-
i um þegar í stað hverjum þeim lög-
; reglumanni, sem hann ekki teiur
! hæfan til starfans. En almenningur
! hér i bænum og um land allt muu
i hafa vakándi auga á því gerræði,
I sem ofstopaseggir Reykjavikuríhalds-
ins ætla sér að láta borgarstjórann
fremja i þessu viðkvæma máli.
1 Hér á landi kærir almenningur
sig ekkert um lögreglu eftir fyrii'-
myndum þýzkra nazista.
*) Leturbr. Tímans.
þýzku stjórnina, hvenær ákæra skuli
íslenzka i'íkisborgara af íslenzkum
stjórnarvöldum? Og ætlaði M. G. að
sleppa kommúnistunum, ef „þýzka
stjórnin" liefði ekki óskað eftir mál-
sókn? En „sjálfstæði" íhaldsmanna
sýnist vera á eina bókina lært, þegar
þýzka nazistastjórnin á í hlut. í
Vestmannaeyjum heimtar Jóhann
Jósefsson alþm., samkvæmt fyrir-
mældm „þýzku stjórnarinnar“, að |
þýzkum manni þar, sem er íslenzkur
ríkisborgari, sé bannað að heimsækja
veika landa sína á sjúkrahúsinu í
Vestmannaeyjum( Hvað myndi hafa
verið sagt hér á landi um slíka ein- \
urð gagnvart dönskum stjórnarvöld- .
um? Og verður ekki bráðum farið
að dæma hér eftir þýzkum lögum,
úr því að þýzka stjórnin fyrirskipai’
málshöfðanir!
pjóðieg menningl
Nýlega fermdur drengur, sem er
sendisveinn í prentsmiðju hér í
bænum, kom í gærmorgun marinn í
*) Leturbr. Tímans.
andliti og grátandi inn i prentsmiðj-
una. Ein af hinum nýbökuðu hetj-
um „þjóðernishreyfingarinnar1', full-
orðinn maður, hafði lumbrað svona
á drengnum úti á götu. Engin af-
skipti hafði drengurínn hal't af kum-
pána þessum, en segist liafa borið í
treyjubafmi sínum merki, sem á
stóð: „Móti fascismanum", eða eitt-
hvað þessliáttar. „Verði gróandi þjóð-
Jíf með þverrandi tár, sem þioskast á
guðsríkis braut", stendur sem ein-
kunnarorð á blaði nazista hér, og
má segja, að vel sé lifað eftir kenn-
ingunni! „þjóðernissinninn", sem
þokkaverkið vann, heitir Kjartan Pét-
ursson og liefir nú verið kærður
fyrir iögreglunni. Ekki hefir heyrst,
að hann hafi sólt um lögregluþjóns-
stöðu hjá Jóni þorlákssyni ennþá!
Hin „frjálsa samkeppnl“ Garðars.
Garðar Gíslason hefir um langt
skeið rekið verzlun í Ólafsvík tii
liagsmuna fyrir sig og íhaldið í land-
inu. Verzlunarstjóri hans þar undan-
farin 7—8 ár, sem er einn af dýrk-
endum hinnar „frjálsu samkeppni“,