Tíminn - 11.12.1933, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.12.1933, Blaðsíða 2
198 TÍMINN I byrjun yikuonar. gera hann að höfuðvirki íslenzkra fjármála. Hann grundvallaði nýja tegund verzlunar á íslandi, verzlun ríkisins, við hlið kaupfélaga og kaupmanna. Síðasta stórvirki hans var að koma á réttlátri og þjóðlegri skipun um síldariðnaðinn. Honum einum er að þakka, að síldariðnaðurinn er nú að verða innlendur og rekinn á samvinnugrundvelli. Þannig er þróun lífsins. Sumir eldast fyrir aldur fram og lifa samkvæmt því — geta ekki annað. Aðrir fá vöxt æskunnar tvis- var. Menn koma til Framsóknarfl. meðan orka æskunnar býr í þeim, hvað sem árunum líður. III. Ihaldið og dýrtíðaruppbótin. í fyrravetur stöðvuðu Framsóknarmenn í efri deild sókn íhaldsins í dýrtíðarmálun- um. íhaldið vildi hafa dýrtíðaruppbót jafnt á hæstu laun eins og hin lægstu. Framsókn- armenn sögðu: Það er hart í ái'i. Meginið af heimilum í landinu hefir litlar tekjur, og verður að fai'a á mis við flest kaupanleg gæði. Þessvegna eiga þeir sem hafa hærri launin, að sýna þegnskap sinn í að spara líka. Við Ingvar Pálmason fluttum þá tillögu um að heimila aðeins dýrtíðaruppbót á laun hinna lægstlaunuðu. Þessu neitaði íhaldið. Og málið var fellt í það sinn. Nú byrjaði íhaldið á nýjan leik. Ingvar Pálmason flutti aftur tillögu sína um að borga ekki uppbót á háu launin. Sú tillaga var felld. Móti henni gengu Magnús, fyrrum dócent, Eiríkur frá Hæli, Pétur Magnússon þm. Rangæinga, Guðrún Lárusdóttir, Bjarni Snæbjömsson, Jón Þorláksson og Kári á Hallbjarnarstöð- um. Jón Baldvinsson studdi íhaldið einnig í þessu. Allir Framsóknarmenn studdu till- En þeir voru færri. Ihaldið fékk sinn vilja að borga dýrtíð líka á hin hæstu laun. Margir fátæklingar á Suðux'landi, sem íhaldið flutti á kjörstað í vor til að kjósa Eirík og Pétur, sjá nú að þeir hafa mjög heiðarlega borgað bílfarið til hátekjumann- anna. IV. Ihaldið og útlendu skipin. Bergur sýslumaður og Eysteinn skatt- stjóri fluttu frv. um, að þjóðin sjálf tæki í sínar hendur siglingar með ströndum fram. Samkvæmt frv. hefðu ríkisskip og skip Eimskipafélagsins fengið mestalla flutningana, en nú taka útlend félög mikið af beztu atvinnuskilyrðunum við sigling- arnar. Fá mál lágu fyrir þinginu, sem sýndu eins ljósa viðleitni til að auka sjálfstæði landsins. En „sjálfstæðið" var ekki á þessu. Allur íhaldsflokkurinn í þinginu reis upp gegn þessu frv. og felldi það frá fyrstu um- ræðu. Þó að útlendu félögin hefðu haft norska og danska þjónustumenn með at- kvæðisrétti á Alþingi, þá hefði málum Björgvinjarfélagsins og Sameinaða ekki get- að orðið betur borgið, heldur en af þing- mönnum íhaldsins. V. Fjármál ríkissjóðs. Ekkert þing hefir samþykkt jafnmikið af ábyrgðum ríkissjóði til handa, á jafn- skömmum tíma, eins og það sem nú er liðið, nema ef vera skyldi vetrarþingið síðasta. | Þá barði Jón Þorl. fram ábyrgð fyrir Reykjavík með 7 miljónum, þó að sannað væri, að gera mætti Sogsvirkjunina fyrir ; 4. Þannig er ráðlag þess íhaldsmanns, sem j helzt hefir talið sig mótfallinn skuldasöfnun. 1 Hvað mun þá um hina flokksbræður hans? Ásgeir Ásgeirsson hefir haft erfiða að- stöðu í fjármálunum. Ihaldið hefir yfirleitt sýnt honum lítinn drengskap. Það hefir fellt óhjákvæmileg skattafrv., sem varð að samþykkja, ef unnt átti að vera að rísa undir útgjöldunum. Og það hefir heimtað peninga í sínar þarfir og ábyrgðir á ótrú- lega mörgum stöðum. Nú í vetur var að- staða stjómarinnar enn veikari. Hún vildi sitja, en vantaði stuðning. Þessvegna var heimilið húsbóndalaust, og vinnubrögð eftir því. Mér var ljóst, að sífelldar lántökur og ábyrgðir ríkissjóðs hljóta að leiða til stór- kostlegra vandkvæða í náinni framtíð. Ég varaði við þessari hættu á undanförnum þingum, og nú í vetur út af hækkaðri ábyrgð fyrir Útvegsbankann. En ég stóð fáliðaður um þau mótmæli. Seint á þingi kom ég með tillögu um, að þingflokkamir þrír skipuðu þrjá menn í ólaunaða nefnd til að gera tillögur um breytingu á þessu lána- og ábyrgðafargani. En sú tillaga fékk ekki tækifæri til að verða rædd. Annað meira sat fyrír. En miðstjórn Framsóknarfl. mun taka málið fyrir með öðrum hætti. Framh. á 8. síðtu Kröfur Austfirðnga til Fisksölusambandsins. Hingað kom nýlega til bæj- arins Sigurður Vilhjálmsson útvegsbóndi frá Seyðisfirði, í þeim erindum, fyrir hönd fisk- framleiðenda á Austurlandi, að eiga tal við stjórn fisksölu- sambandsins hér og bera fram kröfur þeirra um afstöðu Austfirðinga til samlagsins. Það mun láta nærri, að saltfisksframleiðslan á Aust- fjörðum nemi 25—30 þús. skip- pundum árlega. Skipulagning sölunnar og innkaup salts og veiðarfæra er nú víðast nokk- uð á veg komin. I því skyni hafa verið mynduð samvinnu- félög á Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Þann 15. nóv. sl. mættu á fundi í Neskaupstað fulltrúar frá fisksölufélögunum og ein- stökum fiskframleiðendum á Austfjörðum. Verkefni fundar- ins var eftir því sem í fund- argerðinni stendur, „að ræða um ýms málefni fiskframleið- enda í Austfirðingafjórðungi“. Þessir fulltrúar voru mætt- ir á fundinum: Ályktanir þessar náðu, seg- ir í fundargerð, „samhljóða samþykki fundarmanna". Og nú er Sigurður Vilhjálmsson hingað kominn til að ræða þær við samlagsstjómina eða „Fisksölunefndina“, eins og hún líka er kölluð Stjómarfyrirkomulag fisk- sölusamlagsins er ákveðið svo í 8. gr. „bráðabirgðafyrirmæla um starfsemi Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda" frá 2. ágúst 1932. En sú grein „bráðabirgðafyrirmælanna" hljóðar svo: „Stjóm félagsins er skipuð 6 mönnum og eiga þessir sæti 1 henni: Formaður: Richard Thors, framkvæmdarstjóri. Meðstjórnendur: Kristján Ein- arsson, framkvæmdarstjóri, ól- afur Proppé, framkvæmdar- stjóri og bankastjóramir Magnús Sigurðsson og Helgi Guðmundsson. Hinir 3 fyrst- nefndu annast allar daglegar framkvæmdir félagsins, en æðsta vald í öllum málefnum þess er hjá stjóminni í heild sinni. Stjóraarfundur er álykt- unarfær ef 3 stjómendur eru mættir og ræður afl atkvæða úrslitum. Ef atkvæði eru jöfn, ræður atkvæði formanns.“ En í 4. gr. áðumefndra „bráðabirgðasamþykkta" eru taldar skyldur fiskframleið- enda gagnvart samlaginu: „1) að gefa stjóm félagsin* ótakmarkað einkaumboð til að selja allan fisk, er þeir eiga eða eignast kunna á ári þessu, og er ætlaður til útflutnings. 2) að hlíta reglum og aam- Frá Fáskrúðsfirði: Marteinn Þorsteinsson kaup- maður. Kristinn Bjarnason kaup- maður. Frá Eskifirði: Ólafur H. Sveinsson kaup- maður. Sigurður Magnússon for- maður. Frá Norðfirði: Kristján Sigtrvggsson kaup- maður. ölver Guðmundsson útgerð- armaður. Sigurður Hinriksson útgerð- armaður. Páll G. Þormar kaupmaður. Gísli Kristjánsson útgerðar- maður. Sveinn Sigfússon verzlunar- maður. Frá Seyðisfirði: Sigurður Vilhjálmsson út- vegsbóndi. Sigurður I. Guðmundsson f ramkvæmdast j óri. Svohljóðandi fundarélyktanir voru gerðar: þykktum, er félagsstjómin setur um rekstur félagsins." Það sem í „bráðabirgðasam- þykktunum" frá 2. ágúst 1932 er nefnd „félagsstjórnin", er það, sem í ályktunum Aust- firðinga er kölluð „fisksölu- nefndin". í þessari „félagsstjóm" eða fisksölunefnd h afa Austfirð- ingar aldrei átt neinn fulltrúa, enda er það lagaákvæði hjá samlaginu, hvaða menn í stjóminni skuli vera. Þegar Árni Jónsson frá Múla fékk atvinnu hjá „Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda" í fyrra, var Austfirðingum hins- vegar gefinn kostur á því, að hann yrði skoðaður sem full- trúi Austurlands við fisksöl- una. En nú fara Austfirðingar fram á það meðal annars að mega velja þann mann sjálfir sem á að gæta hagsmuna þeirra í sambandi við fisksöl- una. Og þeir vilja að fulltrúi þeirra fái aðstöðu til að ráða einhverju, og að hann þá eigi sæti í stjórn Sölusambandsins. Af hálfu Austfirðinga eru þetta eðlilegar kröfur. Um það er ómögulegt að deila. Og yfirleitt mælir öll sann- girni með því að fyrirkomulagi fisksölusambandsins sé breytt og fært til frjálslegra horfs en Eldur uppi. Síðastliðna viku hefir verið eldur uppi inni á ör- æfum og sést bæði af Norður- og Suðurlandi. Gizkað er á, að gosið sé norðan til 1 Vatnajökli, en ó- vlst er um það enn. Þingslit Aukþinginu var slitið síðast- liðinn laugardag og hafði þá setið 38 daga. Fundir voru boðaðir í báð- um deildum þann dag. kl. IOV2 f. h. I efri deild voru þrjú mál á dagskrá. Tillaga um milli- þinganefnd í launamálum var afgreidd til sameinaðs þings. Frv. um ábyrgð fyrir Jóhann- es Jósefsson var afgr. sem lög. Milliþingaforseti deildarinnar var kosinn Pétur Magnússon með hlutkesti milli hans og Jónasar Jónssonar. í neðri deild voru líka þrjú mál á dagskrá. Till. um með- gjöf með fávitum var vísað til stjórnarinnar. Till. um sam- vinnubyggðir var sömulgiðis vísað til stjómarinnar. Um till. um samgöngur við Aust- firði var ákveðin ein umræða. Var þá fundi slitið, en settur nýr funchir þegar í stað til að ræða þá tillögu. Var tillagan samþ. með 11:4 atkv. I þeim umræðum bar það við að Thor Thors lýsti yfir því, að hann bæri ekki traust til hinnar „fungerandi" ríkis- ■ stjómar og vildi enga ábyrgð á henni bera. Þetta voru síðustu fundir deildanna, og óskuðu forsetar þingmönnum góðrar heimferð- ar og þökkuðu samstarfið. En kl. 2 var boðaður fundur í sam- einuðu þingi. Á fundi þeim í sameinuðu þingi, er hófst kl. 2 e. h., voru afgreidd þrjú mál, kosninga- lagafrumvarpið, þingsályktun- artillagan um áfengismálið, 0g þingsályktunartillagan í launa- málum. Var kosningalagafrumvarpið afgreitt frá Alþingi sem lög. Tillagan um að skora á ríkisstjómina að gefaútbráða- birgðalög um afnám bannsins var afgreidd með iWkstuddri dagskrá, sem borin var fram j af Jakob Möller, þess efnis, að , þingið felur stjóminni að und- , irbúa fyrir næsta Alþingi áfengislöggjöf í samræmi við þá niðurstöðu, er fram kom í atkvæðagreiðslunni um bann- lögin í haust. Dagskráin var samþykkt með 26 gegn 16 atkv. Tillagan um milliþinganefnd * í launamálum var samþykkt. í Því næst var gefið fundar- hlé. Kl. 5 síðdegis hófst fundur að nýju. Þá fóru fram kosn- ingar í landkjörstjórn, milli- þinganefnd í launamálum, menntamálaráð og Þingvalla- nefnd. x í landkjörsstjórn, sam- kvæmt hinum nýju kosninga- lögum, voru kjömir Magnús Sigurðsson bankastjóri, Vil- mundur Jónsson alþm., Eggert Claessen málaflutningsm., Jón Ásbjörnsson málaflm. og Þor- steinn Þorsteinsson hagstofu- stjóri. í milliþinganefnd í launamál- um voru kjörnir Ámór Sigur- jónsson ritstjóri, Jörundur Brynjólfsson alþm., Gunnar Magnússon kennari, Kári Sig- urjónsson alþm. og Kristján Albertson rithöfundur. I menntamálaráð voru kjörn- ir Barði Guðmundsson sagn- fræðingur(fyrv. form.),Ragnar Ásgeirsson garðyrkjufræðing- ur, Ámi Pálsson prófessor, Ingibjörg H. Bjarnason skóla- stýra og Kristján Albertson rithöfundur. I Þingvalanefnd voru kjöm- ir Jónas Jónsson, Jakob Möller og Magnús Guðmundsson. Að þessum kosningum lokn- um fór forseti nokkrum orð- um um störf þingsins og ára- „I. Fundurixm leggur til, að fiskframleiðendur A Austurlandi feli Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda í Reykja- vík einkaumboð til sölu fiskjar þeirra fyrir næsta ár, með eftirfarandi skilyrðum: 1. Að fiskframleiðendur á Austurlandi kjósi fulltrúa fyrír sig í fisksölunefndina, sem starfi að sölu á austfirzkum fiski og hafi atkvæðisrétt í nefndinni um allt sem lýtur að sölu á honum. Fulltrúi þessi sé launaður af Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda. 2. Að fiskur Austfirðinga fái að njóta eðlilegs verð- munar framvegis borið saman við sunnlenzkan fisk og að útflutningur fiskjar frá Austfjörðum fari fram sem reglulegast og hagkvæmast fyrir framleiðendur. 8. Að fiskurinn sé greiddur við útskipun. 4. Að Fisksölunefndin sendi frá sér sem oftast skýrslur um markaðshorfur og starfsemi sína. II. Fulltrúi Austfirðinga í Fisksölunefndinni sé valinn af fulltrúafundi fisksölufélagann a á Austurlandi til eina árs í senn. III. Fundurinn æskir eftir að Fisksölunefndin boði til al- menns fulltrúafundar um allt land og fundur þessi verði haldinn í Reykjavík í janúamiánuði n. k., til þess að ræða um skipulag fisksölumála í landinu.“ aði þingmönnum góðrar heim- ferðar. Þá las forsætisráðherra upp boðskap lconungs og Alþingi var slitið. Prentvilla var hér í blaðinu fyrir nokkru, þar sem sagt var frá flutningi breytingartillög- unnar um tvo kjördaga 1 sveit- um. I neðri deild var þessi til- laga flutt af Framsóknarmönn- unum Bergi Jónssyni, Bem- harð Stefánssyni og Eysteini Jónssyni, og í efri deild af Framsóknarmönnunum Birai Kristjánssyni og Ingvari Pálmasyni. Allir Framsóknar- menn í þinginu greiddu þessari tillögu atkvæði nema þeir Hannes Jónsson og Jón Jóns- son. En Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn greiddu at- kvæði á móti, og féll tillagan i báðum deildum. Síðar verður hér í blaðinu skýrt nánar frá úrslitum þing- málanna. Alþingismenn, sem heima eiga utan Reykjavíkur, eru nú flestir famir eða í þann veg- inn að leggja af stað. Fóru sumir með Dettifossi á laugar- dagskvöld, en aðrir í bíl norð- ur í gærmorgun. Má það til tíðinda telja, að heiðar norðan- lands skuli bílfærar um þetta leyti. Austanþingmenn fara með Esju í kvöld. Fundur samviunumanna. Stjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga ákvað í síðastUðn- um mánuði að boða tU fundar alla forstöðumenn sambandsfé- laganna, eða aðra í forföUum þeirra, og e. t. v. einnig full- trúa frá öðrum samvinnufélög- um. Er ætlazt til, að fundurinn taki sérstaklega til meðferðar ailt sem við kemur sölu á framleiðsluvörum félaganna ut- an lands og innan. Gert er ráð fyrir, að fundurinn verði hald- inn í Reykjavík snemma á næsta ári, í febrúar- eða marz- mánuði. Hér í blaðinu mun síðar verða gerð nánari grein fyrir verkefnum fundarins. Fyrsta kennslubúið. hér á landi tók til starfa á siðastliðnu vori í Hriflu í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Er þar nýtt íbúðarhús, steinsteypt á þrjá vegu, með tróð í veggjum, en torf og grjót í norðurvegg. Ilúsið er ein hæð, hvítmálað að utan, með jámþaki, hlýtt og sóh’íkt. Kostaði húsið 5.800 krónur með miðstöð og eldavél. Fjárhús eru og nýbyggð, úr steinsteypu, yfir 100 fjár og 40—50 hænsni. Bygging þessi kostaði 3000 krónur. Ljósa- vatnshreppur hefir lagt jörð- ina til. Á jörðinni hafa verið unnin 650 dagsverk að jarða- bótum. Sig. Sigurðsson búnað- armálastjórí skoðaði jörðina í sumar og taldi hana vel fallna til garðyrkju og túnræktar. — Samvinnumnnuablaðið Rewiew of internatianal cooperation, sem Alþjóðasamband samvinumanna gefur út, var fyrir skömmu bann- að í þýzkalandi. Blaðið hefir verið prentað í Sviss og sent þaðan til Sambandanna út um heim og meðal annars til sam- bandsins í Hamborg, en septem- beiblaðið var ekki sent út til kaupendanna i þýzkalandi, en kaupendunum í staðinn skipað að hætta að kaupa blaðið. Ástæðan fyrir þessari ráðstöfun er ekki önnur en sú, að nefnt blað vinn- ur að aukinnl *amvinnu»tarfftemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.