Tíminn - 04.01.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1934, Blaðsíða 1
1 LANDSBOKASA 135152 ©|aíbbagt 6 laí 3i;*s cr J. jáai. Árgangutlnn fostar 10 fr. inní>cimta d Caugaocg 10. öimi 2353 - Pást&ólf ðOJ XVm. árg. Reykjavík, 4. janúar 1934. r Islenzk stjórnmál um áramótín 1933-’34 ÞingiS 1933. Það var langt og- ekki að- gerðamikið. íhaldsmenn og socialistar héldu enn uppi nei- kvæðri baráttu út af kjör- dæmamálinu, og neituðu um skatta enn sem fyr. I þinglok- in gengu íhaldsmenn þó með til lágmarksfjárveitingar, eftir að auðséð var að vöm var þrotin í kjördæmamálinu. En samsteypustjórnin brást að því leyti hlutverki sínu, að íhaldið hindraði bæði niðurskurð á óþörfum embættum, stóð á móti hámark^launum, og veru- legri hækkun á eigna- og tekjuskatti og lét fjármála- stjómina þannig verða í fyrir- sjáanlegum vandræðum og með tekjuhalla á ríkisbúskapnum. I Englandi taldi sambræðslu- stjórnin það sitt fyrsta verk að losna við tekjuhallann. En hér brást íhaldið alveg í þeim efnum sem öðrum, og bæði á vetrar- og haustþinginu hrúg- aði íhaldið inn í þingið gífur- legum fjárkröfum, 7 miljóna ábyrgð fyrir Reykjavík, eina miljón í síldarbræðslustóð, sem enginn veit hvar á að standa o. s. frv. Jón Þorl. hefir bæði í útvarpinu og í Mbl. ráðist á Ásgeir Ásgeirsson fyrir að hafa ekki bætt úr tekjuhallanum, en leynir því, að það er íhald- inu kenna, að tekjuhallinn helzt og er allmikill. Stjórnarskráin. 1 þinglokin síðastliðið vor töldu þeir menn, sem nú hafa gengið úr Frámsóknarflokkn- um, að ekki yrði hægt að bjarga „málum bænda“ nema gefast upp í kjördæmamálinu. Sömdu þeir Tr. Þ. og ól. Th. þá um hina nýju stjórnarskrá og var hún samþykkt í hasti. Ihaldsmenn höfðu sett sem há- markskröfu, að þingmenn yrðu 50. Nú urðu þeir 49. Ihaldið græddi langmest við breyting- una, socialistar nokkuð, en Framsóknarflolíkurinn tapaði. Sættin var gerð á kostnað hans. Ungur bóndi í Árnessýslu sagði um kjördæmamálið í vet- ur: Ég álít að kjördæmaskip- unin hafi verið fyrir okkur, gagnvart íhaldinu, eins og eign- ir burgeisa í Reykjavík eru fyrir þá gagnvart kommún- istum. Burgeisamir vilja ekki sleppa eignum sínum við kom- múnista, og ætla að verja þær til hins ítrasta. Á sama hátt var hið pólitíska vald bænd- anna mesta eign þeirra í lífs- baráttunni. Það var ekki eðli- legt, að þeir afhentu þetta vald meðan nokkur kraftur var að standa á móti. Stjórnarskráin og kosninga- lögin, sem á eftir fylgdu, er hinn mésti óskapnaður. En í gegnum báða lagabálkana gengur óslitinn rauður þráður, að skaða Framsóknarflokkinn sem mest. Framsóknarmenn missa sína hlutdeild í land- kjörinu og er ætlast til að þeir fái engin uppbótarsæti, en að allir aðrir flokkar geti notið þeirra hlunninda. Þungamiðja valdsins er flutt burtu úr byggðunum. Þrátt fyrir hina gífurlegu þingmannafjölgun, er þm. Reykjavíkur fjölgað með tilliti til þess að hindra Fram- sóknarmenn frá að fá þar nokkurt þingsæti, jafnframt því sem atkvæði flokksins það- an koma ekki að gagni á ann- an hátt. Loks upplýsir Mbl. að það hafi orðið að gera kosn- ingalögin þannig úr garði, að láta miðstjórnir flokkanna ekki hafa eðlilegt vald við kosning- arnar, af því að það hafi þurft að skaða Framsóknarflokkinn í því efni. íhaldið virðist í þessu efni hafa verið eins og maður sá, sem lét stinga úr sér ann- an augað til að nábúinn missti bæði sín. Að lokum ætlaði Jak- ob Möller að lauma inn í kosn- ingalögin ákvæði, sem myndi hafa rænt 3 uppbótarsætum frá jafnaðarmönnum til íhalds- ins, með því að stærsti flokk- urinn átti að fá meira en að tiltölu af uppbótarsætum. En úr þessu tókst að bæta á síð- uslu atuuuu meo samxoKum Framsóknarmanna og socialista móti þessu ranglæti. Stjórnarskrármálið hefir ver- ið borið fram með ofbeldi og hrekkvísi. Og sem löggjöf er bæði stjómarskráin og ,kosn- ingarlögin óvanalega illa gerð lagasetning. Það er tæplega líklegt, að reynt verði að not- ast við þessi lög nema svo sem eitt kjörtímabil. En bygðimar vita nú hvað þær' áttu, og hvað þær hafa misst. Kreppulögin. Tíminn beitti sér fyrir því sumarið 1932, að sett yrði lög- gjöf um kreppuhjálp til sveita- bænda, vegna hins gífurlega verðtolls landbúnaðarvaranna. Stjórn Sambandsins og síðar flokksþing Framsóknarmanna bjuggu aðalatriði málsins í hendur Alþingis. Úrræðið, sem hallast var að, var að ríkið lánaði skuldugum en dugandi mönnum í sveit nokkurt fé með lægri vöxtum, heldur en þeir eiga við að búa. Jafn- framt var gert ráð fyrir niður- færslu á skuldum. En hjálp ríkissjóðs var falin 1 lækkun vaxta, en ekki í eftirgefnum höfuðstól, eins og sumir halda. Og talið er að þessi vaxta- lækkun til allra bænda muni ekki kosta landið nema 180— 200 þús. kr. árlega. Til saman- burðar má geta þess, að Al- þingi 1930 lagði, eða varð að leggja á landsbúa ca. 350 þús. kr. árlega vegna framkomins taps á Islandsbanka. Bændur landsins þurfa þess vegna ekki að vera bognir í baki af þakk- látssemi fyrir kreppuhjálpina margumtöluðu. En þessa lítilfjörlegu hjálp var sjálfsagt og óhjákvæmilegt að veita. Hálft landið átti hlut að máli, og aðrar stéttir voru búnar að fá sína kreppuhjálp áður. 1. blað En því furðulegra er það, að þeir menn, sem nú hafa geng- ið úr Framsóknarflokknum og tóku að sér forustu um stjórn- arskrá og kreppumál í þinginu, fullyrða, að þeir hafi orðið að verzla við íhaldið um hina lít- ilfjörlegu kreppuhjálp, og sjálf mannréttindi byggðanna. Eftir því hefir íhaldið verið svo ó- svífið, að ætla að neita um lækkun vaxta á nokkru af skuldum landbúnaðarins, nema mannréttindi kæmu í staðinn? Ef þetta er rétt, þá er fram- koma íhaldsins í þessu meii*a ódrengskaparbragð heldur en þægilegt er að ætla, jafnvel þeim flokki. En þá eiga „vinir bænda“ eftir að gera bændum grein fyrír því hversvegna þeir létu svo auðveldlega undan? Því heimtuðu þeir ekki þingrof, og sögðu þjóðinni frá hinni skemmilegu framkomu íhalds- ins, að það blandaði sjálfri stjórnarskránni inn í lítilfjör- lega vaxtalækkun til fjölmenn- | ustu atvinnustéttar í landinu. [ Marga mun gruna, að ef fast j hefði verið haldið á málinu, myndi íhaldið heldur hafa látið undan í svo sjálfsögðu máli, eins og kreppuráðstafan- | irnar voru, heldur en að þola þingrof um það efni. Fisksalan í Suðurlöndum. ! Fisksölusambandið hefir haldið áfram þetta ár, með j sömu kostum, og flestum göll- um fyrra árs. Það má tvímæla- laust telja kost, að mestöll fisksalan er nú á einni hendi, ' og að það eru Islendingar, sem stýra fyrirtækinu. Hitt er i annað mál, að fyrir Mbl.-stefn- una er nauðsyn sambandsins fullkominn ósigur. Samkeppni eins og hún var 1930—31-var framkvæmd á kenningum í- haldsmanna. En samkeppnin var þá búin að stórskaða bank- ana og nálega alla útgerðar- menn. Kaupmennirinr urðu að gefast upp og biðja um lands- verzlun. Ól. Thors varð jafn- vel að gefa út bráðabirgðalög til að styðja þessa landsverzl- un. Annars gengust bankarnir fyrir því að skipa öllum út- gerðarmönnum inn í þennan hring. Þar er ekki um frelsi að ræða fremur en gagnvart löggjöf. Skipulagið hafði á sér mörg einkenni fljótræðisins. Sölumenn þriggja útgerðar- og sölufélaga skipuðu sig sjálfir í sölunefndina. Þeir ákváðu sjálfum sér 2000 kr. mánaðar- laun hver um sig, eða 24 þús. kr. árslaun fyrír þennan hluta af störfum þeirra. Tveir eða þi’ír undirmenn, áður á skrif- stofu Kveldúlfs, sættu sig við 12—15 þús. árslaun. Enginn þessara manna kann tungu ítala eða Spánverja, og svo lítil rækt og samúð er lögð við skiptin í Suðurlöndum, að ekkert af hinum stóru útflutn- ingsfirmum með saltfisk virð- ist hafa álitið ómaksi.ixs.. .yerf- þekktu til í Suðurlöndum. Menn hafa í einu sætt sig við framkvæmdir Samlagsins og þó verið óánægðir. Mönnum hefir þótt verðlagið tryggara, heldur en meðan samkeppnin var, en hinir minni útgerðar- ; menn kunna illa einræði fá- einna fiskkaupmanna. Framh. á 2. síðu. Áramótayfírlit um erlenda viðburði Árið 1933 hefir verið auðugt að nýjungum í heimspólitík- inni, einkum í fjárhagsmálum. Stórþjóðirnar hafa tekið upp margskonar nýbreytni til að reyna að leysa fjármál sín, og er enn óséð um árangur margra þeirra tilrauna, sem stór- felldastar eru. Tollverndar- stefna Breta. Sú breytingin, sem fram að þessu snertir mest íslendinga var fráhvarf Breta frá frí- verzlunarstefnunni. Brezkur stóriðnaður hófst eftir 1750. Bretar voru á undan öðrum þjóðum í að finna upp og hag- nýta vinnusparandi vélar í sambandi við notkun gufuafls- ins. — Hagfræðingar Breta kenndu þeim þá, að líf þeirra og gæfa væri undir því komin að hafa enga tollmúra, geta fengið óunnar vörur sem ódýr- astar hvaðan sem var af hnett- inum, og selt iðnvarning sinn erlendis, án þess að þar væru tollmúrar. Aðrar þjóðir fylgdu lengi vel í kjölfar Breta og verndartollastefnan var lengi vel í miklu óáliti. En þegar kom nokkuð fram á 19. öld og einkum fram á 20. öld, fóru j margar aðrar þjóðir að efla stóriðnað sinn, og tóku þá upp tolla, ekki sízt til að vernda sig gegn brezkri samkeppni. En Bretar voru þrautseigir og héldu út þar til komið var langt út í yfirstandandi heims- kreppu. Ihaldsflokkurinn enski hafði um alllangt skeið viljað koma á tollvemd, en þjóðin j risið á móti og fellt flokk þeirra við kosningar hvenær sem tollastefnan var sett á odd. Kom þar þó loks, að for- ingi verkamannaflokksins, Mac- Donald, breytti um stefnu, mitt í kreppunni, og bauð í- haldinu félagsskap um stjórn ríkisins, og að hylla stefnu þá, er hann hafði áður barizt á móti. Frjálslyndi flokkurinn fór sömu braut. Sameinuðust nú leiðtogar allra enskra flokka í því að byrgja ríkið með tollmúrum, og freista að eiga sem mest sldpti við ný- lendurnar. Voru Ottawa-samn- ingarnir byggðir á þessum bræðingi enskra flokka. Eftir atvikum má segja, að þessi innilokunarstefna Breta Framh. á 8. síðu. Þrjú dæmi úr grein Tr. Þ. 30. des. síðastl. Tryggvi Þórhallsson ritar í Framsókn 30. des. s.l. grein, sem nefnist „Félagsskapur bændanna“, og mun eiga að vera ný tilraun af hálfu Tr. Þ. til að verja framkomu sína gagnvart Framsóknarflokknum. • I þessari grein Tr. Þ. eru, því miður, ýmsar mjög óviðkunnanlegar missagnir. Hér skulu fáar nefndar. Búnaðarþingið. Tr. Þ. segir, að búnaðarfélagsskapurinn hafi „að sumu leyti náð meiri þroska hjá okkur en öðrum þjóðum“. Vera má, að svo sé. En dæmið sem Tr. Þ. sérstaklega tekur um þennan „meiri þroska“ búnaðarfélags- skaparins er einkennilega valið. En það er það, að Búnaðarþingið sé „alveg hliðstætt AIþingi‘1 Því fer mjög' fjarri, að þetta sé rétt, að Búnaðarþingið sé „alveg hliðstætt Alþingi‘1 Þar er a. m. k. einn mikill munur á. Alþingi velur sjálft ríkisstjórnina og hún ber á- byrgð gagnvart því. En Búnaðarþingið fær ekki að velja nema einn niann í stjórn Bún- aðarfélagsins. Hinir tveir eru kosnir af Alþingi og þeir eru alveg ábyrgðarlausir gagnvart Búnaðarþingi og þurfa þar af leið- andi ekki að hlíta ákvörðunum þess, enda dæmi til, að þeir hafi ekki gert það. Búnaðarþingið hefir hvað eftir annað látið flytja á^Albinvi.frv.„'i 03 -'av. fá að velja sína eigin stjóm. En það hefir ekki náð fram að ganga. Og einn af and- stæðingum, þess, þó einkemiilegt sé, hefir verið sjálfur foi’maður Búnaðarfélagsins, Tryggvi Þórhallsson! Á flokksþingi Framsóknarmanna 11. apr. 1933, var samþykkt eftirfandi yfirlýsing: „Flokksþing Framsóknarmanna 1933 lýsir yfir því, að Búnaðarfélag Islands eigi að vera frjáls stofnun, sem geti notið sín á óháðum félagslegum grundvelli. Fyrir því skorar flokksþingið á þingflokk sinn að vinna óskiptur að því á Alþingi, að félagið fái þau sjálfsögðu réttindi, að kjósa sjálft sína eigin stjórn“. Þetta flokksþing hafði Tr. Þ. ekki tíma til að sækja nema part úr einum degi. Hann hafði heldur ekki þá tíma til að berjast fyrir þessari réttarbót landbúnaðarins á Alþingi. Hann komst ekki lengra en það að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. — — Og eftir sjö mánuði er hann bú- inn að stofna „bændaflokk“------ Erlendu bændaflokkarnir. Tr. Þ. talar mikið um „bændaflokkana" annarsstaðar á Norðurlöndum, sérstaklega í Danmörku. En sannleikurinn er sá, að í Danmörku er enginn flokkur til, sem heitir „bændaflokk- ur“. Vinstri mennirnir svo kölluðu í Dan- mörku eru einmitt mjög hliðstæðir Fram- sóknarflokknum hér. Meirihluti kjósenda er í sveitunum. „Það er árangurinn af starfi bænda- flokksins í Danmörku, að hægt er nú að reka arðvænlegan búskap þar í landi“, segir Tryggvi Þórhallsson. Hvaða starfi? „Samningum þeim, sem nýlega eru af- staðnir milli Vinstrimanna og Jafnaðar- manna í Danmörku“, segir Tr. Þ. sjálfur. Svo er það í Danmörku. En hér á íslandi gerast þau tíðindi jafn- hliða, að formaður Búnaðarfélagsins, Tryggvi Þórhallsson, segist hafa orðið að ganga úr Framsóknarflokknum af því að Framsóknarflókkurinn vildi fyrir hönd ís- í lenzkra bænda, reyna nákvæmlega sörnu i leiðina og danskir Vinstrimenn höfðu geng- ið inn á fyrir hönd danskra bænda. Hver hefir „vikið“? Tr. Þ. segir: „Það liggur nú einnig fyrir, að meiri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.