Tíminn - 04.01.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1934, Blaðsíða 3
TÍMINN 8 THULE Stœrst á Norðurlöndum. — Stærst á Islandi. Tryggingarhæst á íslandi, Bónushæst á Islandi. Athugið áður en þér tryggið yður, hvort lífsábyrgðar- fé yðar verður kyrf í landinu, og öll iðgjöld innheimt á Islandi. THULE ávaxfar allt isienzkí tryggingarfé sitt á islandi, í islenzkum þjóðþrifafyrir- tækjum og innheimtir öll iðgjöld á Islandi. Dr&gið ekki að líttryggja yður! Aðalumboð THULE á íslandi: CARL D. TULINIUS & CO. Eimskip 21. Sími 2424. Áramótayfirlit um erlenda viðburði. Framh. af 1. síðu. ; og tiltrú, er þjóðin sýnir hon- um við hinar djörfu tilraunir fyrst og fremst að þakka því, að þjóðin finnur, að ef lýðræð- ið getur ekki leyst vandann, þá stendur ekki á öfgastefnunum að bjóða þjónustu sína. Og all- ur þorri sæmilegra manna lít- ur á öfgastefnurnar með full- kominni óbeit og vanþóknun. Gula hættan. Árið sem leið hafa Japanar færst í aukana meir en nokkur önnur þjóð um hemað og víg- búnað. Höfðu þeir kreppt svo að Kínverjum, að þeir urðu að láta laust við Japana geysimikið landflæmi í Manchuriu og hafa Japanar nú raunverulega gert það að skattlandi. Fólki fjölg- ar ört í Japan, en landrými lít- ið. Láta þeir nú straum inn- flytjenda fara til Manchuriu og gera það sennilega aljap- anskt land á einum mannsaldri. Meðan Japanar frömdu yfir- gang sinn og ójöfnuð við Kín- verja, gengu þeir úr Þjóða- bandalaginu til að hafa ekki aðhald þess, né þola af því réttmætan dóm. 1 Japan er raunverulega ofbeldisstjórn. Mesti auðmaður landsins, sem er hergagna- og herskipasmið- ur, á flestöll blöð 1 landinu. Hann vil auka vígbúnaðinn, fá styrjöld og geta selt fram- leiðslu sína mikið og dýrt. Efnamannastéttin í landinu er samhent þessum herbúnaðar- forkólfi. Herinn, flotinn og flugtæki til hemaðar er aukið meir en nokkru sinni fyr. Jap- anar vígbúast móti Bandaríkj- unum og Rússum, og hafa launvináttu við Itala og Þjóð- verja, enda má segja, að skylt sé skeggið hökunni. Brúna byltingin 1 Þýzkalandi. Sá er einna merkilegastur atburður árið sem leið, að auð- menn Þýzkalands efldu ofbeld- isflokk Hitlers þar til honum var fært að taka stjórn lands- ins, fá vald yfir hemum og lögreglunni, og taka í hendur flokksins meira vald heldur en nokkur þjóð í Evrópu hefir fengið stjóm í hendur á síð- ustu öldum. Hitler hafði vopn- að floltk sinn og fengið til þess fjárstyrk frá auðhringum landsins. Eftir að Hitler kom til valda, gerði hann óþjóðar- lýð sinn að viðbótarlögreglu. Kom sú varalögregla fram ým- ist fyrir stjómina, þegar þess þurfti með, eða framdi of- beldisverk fyrir eigin reikning. Nazistar drápu og misþyrmdu tugum þúsunda af andstæðing- um sínum, en flæmdu í útlegð mikinn fjölda af beztu möxm- um landsins, aðeins af þvi að þeir voru frjálslyndir og vildu lifa menningarlífi í landinu. Þannig er nú í útlegð og land- flótta um 1000 af frægustu vís- indamönnum, rithöfundum og skáldum þjóðarinnar. Nazistar hafa brennt á báli eins og mið- aldamenn megnið af hinum hafi skaðað Island enn sem komið er minna en ástæða var til að ætla, og að það sé mest að þakka mannúð enskra stjómarvalda, sem líta á Is- lendinga eins og nábúa og skjólstæðinga þegar á reynir. En ekki er því að leyna, að í tollastefnu Breta er fólgin mik- il framtíðarhætta, ef ekki verða straumhvörf þar í landi. Ósigur bræðingsins. Og þau straumhvörf eru nú sýnileg. Ihaldinu enska hafði tekizt að lama andstæðinga sína stórlega, er þeir fengu báða höfuðleiðtoga enskra verkamanna, Macdonald og Snowden inn í bræðingsstjóm, þar sem íhaldið réð öllum stefnumálum. Þar voru og nokkrir af leiðtogum frjáls- lynda flokksins. 1 fyrstu hafði enska íhaldið leyft Macdonald að lofa því, að ekki kæmi til kosninga fyr en árangur sæist af bræðingnum. En það varð að brigðmælgi. Eftir fáar vik- ur var þingið leyst upp. Ihalds- menn unnu stórkostlegan sig- ur, en umbótaflokkamir töp- uðu. Flokkur verkamanna tap- aði úr tæplega 300 þingsætum og niður í 50. Nokkuð svipað- ar ófarir fór frjálslyndi flokk- urinn. Macdonald fór úr flokki sínum, en eftir nokkura mán- uði kom Snowden heim aftur, viðurkenndi að flest hefði orð- ið brigðmælgi, sem íhaldið lof- aði, og að verkamönnum væri ólán eitt að binda við þá fé- lagsskap. Fór nú straumurinn mjög að snúast aftur frá tolla- stefnunni. Vinnur verkamanna- flokkurinn nú hverja auka- kosninguna af annari, og sama hefir orðið raunin á við kosn- ingar í bæjarstjórnir. Loks kom þar, skömmu fyrir jól, að þingmenn frjálslynda flokksins „gengu yfir gólfið“, sem kallað er á ensku þingmáli. Þeir fluttu sig úr þeirri sætaröð, þar sem ! stjórnin hefir sitt fylgi og yfir i til þeirra, sem eru í andófi við ! stjórnina. Eru nú bæði verka- j menn og frjálslyndir menn í fullu andófi við bræðings- stjórnina og tollapólitík henn- ar. Hefir reynslan líka sýnt það, að tollastefnan hefir stór- um aukið dýrtíð og erfiðleika í landinu. Tilraunir Roosevelts. Fátt hefir vakið meiri eftir- Saumavélarnar V HUSQVARNA og JUNO eru áreiðanlega beztar. Samb. isl. samvínnuíélaga Tilkynning frá Sálusambandi ísl. fiskframleiieuda. Vér undirritaðir stjórnendur Sölusambands ísl. fiskfram- leiðenda erum staðráðnir í því, að halda Sölusambandinu áfram næsta ár ef þátttaka framleiðenda verður nægilega mikil og verður þá starfsemi þess hagað svipað og verið hefir, þó með þeirri breytingu, að vér mmtum hlutast til um að hver lands- fjórðungur velji sér trúnaðarmann, er komi á fund vorn til þess að fylgjast með störfum og athuga hvernig gætt sé hags- muna hinna einstöku fjórðunga. Er þeíta gjört í því skyni að auka viðkynningu og traust milli stjórnar Sölusambandsins og meðlima þess. Viljum vér því hér með beina þeirri ósk til allra sem taka vilja þátt í slíkum samtökum um sölu á næsta árs fisk- framleiðslu, að þeir sendi oss umboð sín eigi síðar en 10. jan. næstkomandi og munum vér þá taka ákvörðun um það, hvort vér treystum oss til þess að halda starfseminni áfram. Verði þátttaka eigi nægileg að vorum dómi, munurn vér leggja niður störf vor jafnskjótt og vcr höfum ráðstafað sölu á þeim hluta af þessa árs fiski sem enn er óseldur. Til þess að ná sæmilegu verði fyrir þann fisk mun verða leitáð aðstoðar ríkisstjórnar- innar ef nauðsyn krefur. Að lokum viljum vér lýsa yfir þeirri skoðun vorri, að Sölusambandið hefir reynzt landsmönnum til rnjög mikilla hags- bóta og álítum vér, að falii starfsemi þess niður, kunni af því að leiða slíkt verðfall, að valdi fjárhagslegu hruni sjávarút- vegsins. Þess vegna skorum vér fastlega á alla íiskframleiðendur að fylkja sér sem cinn maður, undantékningarlaust, undir merki Sölusambandsins. Reykjavík, 21. desember 1933. Richard Thors. Óiafur Proppé Kristján Einarsson. Magnús Sigurðsson. Helgi Guðmundsson. tekt á undangegnu ári en bar- átta Roosevelts forseta við at- vinnuleysi og kreppu Banda- ríkjanna. Hefir hann komið fram sem einvaldur í landinu, en þó stuðst fyrst og fremst við velvild og ámaðaróskir landa sinna. Þjóðin var orðið leið á aðgerðaleysi og deyfð íhalds- forsetans, sem áður var. Þjóð- in þráði sterk og karlmannleg átök, og valdi sér forseta, sem var fyrir sitt leyti fús að vinna þannig, og hefir gengið ótrauð- ir fram í björgunarstarfsem- inni. Roosevelt hefir komið víða við: Hann hefir stytt vinnudaginn í verksmiðjunum, til að koma fleiri mönnum að vinnu, hækkað kaupið, knúð bankana til að láta atvinnurek- endum fé til að starfa með, reynt að koma skipulagi á sölu landbúnaðarafurða bændunum í vil. Hann hefir fellt gengi pen- inganna til að geta betur auk- ið sölu á vörum landsins er- lendis og til að styðja hækkun verkalauna og verðlag í land- inu. Enn er ekki hægt að segja hversu fer um tilraun Roose- velts. Erfiðleikarnir eru miklir og margir spá að þeir muni verða sterkari heldur en úrræði forsetans og samherja hans, og er þá erfitt að vita hvað við tekur. Óánægja hins stóra ör- eigahóps er mikil, en engar líkur eru til að þeim takist að skapa neitt starfhæft skipulag. Á hinn bóginn hafa þýzkir „nazistar“ mikinn undirróður í landinu, með mörgum launuð- um mönnum, en ekki hefir þeim orðið mikið ágengt. Hitt er annað mál, hversu færi, ef auðmenn Bandaríkjanna töp- uðu trúnni á, að lýðræðisstefn- an geti varið auðæfi þeirra og hagsmuni. Getur þá svo farið, að þeir verði forkólfar ofbeldis- stefnu. En svo mikið er víst, að Roosevelt á hið mikla fylgi aí liðsafla þessum við eftirlit með vegum, samkomum o. s. frv. En ef þetta nægir ekki, má bæta við varalöggæzlumönnum, sem bær- inn og landið kosta í sameiningu. Með þess- um hætti stillir bærinn í hóí' kröfum um liðsafla, er hann ber mikið af kostnaði sjálf- ur. Lausn Framsóknarflokksins á þessu niáli sýnir skapandi afl hans og að sótt er fram með l'estu en gætni. Ihaldið mundi vilja hafa milcinn her á ríkiskostnað, socialistar enga gæzlu, og láta friðsamt fólk vera háð dutlungum tveggja upphlaups- flokka. Bæjarlögreglan hefir verið aukin nokkuð, en elcki nóg. Jón Þorl. vildi hafa 100 manna varasveit, en ríkisstjórnin neit- ar um nema 40. Mun Á. Á. stinga fyrir sig fótum urri kostnaðinn, og er þar enn stillt í hóf á þann veg ssm betur horfir. Má segja að lögreglumálin í Rvík sýni áþreifanlega giftumun ladnsmálaflokkanna við erfið mál. Embættismannaflokkurinn. Sá atburður, sem mest urntal hefir vakið síðustu mánuðina, er það, að fjórir þm. úr Framsóknarflokknum og sr. Þorst. Briem, eru nú gegnir ráðherrastörfum um stund að beiðni konungs, hafa myndað flokk, er þeir kalla „Bændaflokk“. Segja þeir að hann eigi að vera stéttarflokkur sveitabænda. Telja þeir sig hafa verið knúða til þessarar flokksmyndunar, af því að Framsóknar- flokkurinn hafi verið hættur að standa é verði um málefni sveitamanna. Nú er ým- islegt einkennilegt við flokkinn og heiti hans. Hann segist vera bændaflokkur, en í honum eru nú sex menn allir fyrst og fremst á landssjóðslaunum: Tveir við kreppusjóð og banka, einn forstjóri trygg- ingarstofnunar í Rvík, einn kaupstaðar- prestur og ráðherra, einn endurskoðandi Framsóknarflokksins við landsreikningana og síldarverksmiðjuna á Siglufirði. Sá sjötti er skrifstofustjóri í stjórnarráðinu. I þenn- an flokk hafa bændur Framsóknarflokksins misst embættismenn þá, er þeir hafa falið launuð störf í höfuðstaðnum. Enn sem kom- ið er má segja, að „Bændaflokkurinn“ sé hinn prýðilegasti embættismannaflokkur, sem nokkurntíma hefir verið til í þinginu. Þegar Framsóknarflokkurinn missti þessa trúnaðarmenn sína, urðu állir bændur flokksins eftir, og fundu ekki að þeir þá eða fyr hafi brugðizt stétt sinni eða mál- efnum umbjóðenda sinna í sveit. Framsóknarmenn þykjast vita að áður en iangt um líði muni þessir menn sætta sig við að vinna þau störf sem fyrverandi flokksbræður hafa falið þeim, og að vinna þau alþjóð til gagns, þar sem þeir hafa eins og nú háttar miklu betri skilyrði til að verða dugandi liðsmenn í stéttarfélagi em- bættismanna í höfuðstaðnum, heldur en í hreinum stéttarfélagsskap sveitabænda. J. J. Framkvæmdir í Mýi'asýslu. Ihaldsmenn segja, að þeir þurfi að vinna Mýrasýslu. Þeir þurfa þess fremur fyrir sig en fyrir það fólk sem þar býr. Síðan Bjarni Ásgeirsson varð þm. kjördæmisins hefir höfnin verið gerð í Borgarnesi, og þar með lagður grundvöllur að lífi kauptúnsins og samgöngum sýslunnar, brúin gerð á Hvítá, Reykholtsskóli reistur að hálfu leyti \ egna Mýranianna, akvega- og símakerfið fært stórlega út um sýsluna, mjólkurvinnzl- an tekin úr sundrung og niðurlægingu og komið upp góðu mjólkurbúi og mjólkui'nið- ursuðu í Borgarnesi. Frá þeirri stöð er nú i'ullnægt allri innlendri þörf fyrir niður- soðna mjölk. Ef svo er bætt við hinum al- mennu umbótum á mörgum heimilum, þeim sem leiða af starfi Byggingar- og landnámssjóðs, og vélasjóðs, þá mun það mál manna, að elcki hefði betur verið leyst úr sameiginlegum málunr Mýramanna af í- haldinu eða vandamönnum þess. Áukaþingið. Það er nú eins og Mbl. sé að gera spott að sjálfu sér, þegar það er að tala um, hve mikill kostnaður hafi orðið að aukaþinginu. Voru það ekki einmitt íhaldsmenn sjálfir sem heimtuðu aukaþingið? Framsóknar- flokkurinn var því frá upphafi mótfallinn og taldi þetta þinghald gersamlega óþarft. Því var haldið frarn af íhaldsflokknum í sumár, að aukaþingið þyrfti ekki að standa nema 10 daga. Reyndin varð, að það stóð í 38 daga, og var þó kosningalagafrumvarp- ið fyrirfram undirbúið í nefnd. Um eyðslu- tillögur, sem samþykktar hafi verið, ætti Mbl. sízt að tala, því að Mbl.-menn á þessu þingi studdu svo að segja hverja einustu eyðslu, sem farið var fram á, eins og þeir eru vanir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.