Tíminn - 04.01.1934, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.01.1934, Blaðsíða 4
TlMINN beztu og frægustu bókum, sem til voru í söfnum í landinu. Þeir hafa í fangaherbúðum við fullkomið réttleysí þúsundir manna, sem ekki hafa annað til saka unnið en að vera frjálslyndir og hafa óbeit á skrílræði nazista. Stjórnin kúg- ar allt og alla. Hún bannar konum þátttöku í störfum ut- an heimilis, og undirbýr að svifta konur menntunarskilyrð- um á sama hátt. Stjómin kúg- ar presta og snýr guðsþjónust- unni upp í tilbeiðslu á Hitler. öllum eignum verkamannafél., húsum þeirra og bókum hef- ir verið rænt. Kaupfélögin hafa verið eyðilögð, forkólfar þeirra seldir í fangabúðir, en verzlun- ir gefin gæðingum nazista, sem einkaeign þeirra og hinum gömlu félagsmönnum hótað af- arkostum, lífláti og misþyrm- ingum, ef þeir ekki haldi áfram að verzla við eftirmennina. Hálf þjóðin gengur með skammbyssu við beltið, reiðu- búin til að skjóta niður hinn helming íbúanna. Allt frelsi er horfið, ritfrelsi, prentfrelsi, trúfrelsi og hugsunarfrelsi. Friðhelgi heimilanna er að engu orðið. Vopnaðir nazistar geta vaðið inn á heimili raun- verulegra eða ímyndaðra and- stæðinga. Það er tilgangslaust að leita vemdar hjá lögregl- unni. Stjórnin hefir sagt, að lögreglan hafi annað að gera en vernda „glæpamenn", þ. e. þá, sem ekki hugsa eins og valdhafamir. Nazistar hafa eina afsökun og ekki nema eina, það sem hún nær. Þeir segjast hafa orðið fyrri til en kommúnistar. Þeir segjast hafa lært kúgun- araðferðir sínar af kommúnist- um. Og það má með nokkrum rétti kenna kommúnistum um hina blindu og siðlausu kúgun efnastéttanna í nokkrum lönd- um Evrópu. Þar sem byltingar- stefna svokallaðra öreiga byrj- ar til muna að gera vart við sig í lýðstjómarlöndum, notar íhaldið fávísleg orð og athafn- ir kommúnista, sem skálkaskjól til að stofnsetja álíka kúgun og þá, sem kommúnistar hafa boðað mesta. v Þjóðabandalagið og einræðið. Þegar Japanar óttuðust að- hald Þjóðabandalagsins út af yfirgangi þeirra við Kínverja, gegnu þeir úr bandalaginu. Kom þá í ljós, að Þjóðabanda- lagið var ekki nógu sterkt og nógu starfhæft til að leysa öll alþj óðleg vandamál, en hinu má ekki gleyma, þó að því sé lítt haldið á lofti, að það hefir til þessa dags leyst úr fjöl- mörgum deilumálum, og látið réttlæti en ekki vald ráða. En japönsk-kínversku málin urðu Þjóðabandalaginu álitshnekkir hinn mesti, er það hafði orðið fyrir. Nú liðu enn nokkrir mánúðir. Ofbeldisstjóm Hitlers tók við völdum í -Þýzkalandi. Vissu nazistar, að öllum ofbeld- isþjóðum var illa við Þj óða- bandalagið, og þann tilgang þess, að láta réttlæti en ekki vald ráða í alþjóðaskiptum. Þóttust þýzkir nazistar sjá sér leik á borði, að beita samskoii- ar frekju í Geneve, eins og þeir höfðu áður beitt heima fyrir við aðra þingflokka. Gengu þeir nú úr Þjóðabandalaginu og þóttust menn að meiri. Töldu þeir sig bera úrsögnina undir þjóðaratkvæði, en yfir því vöktu vopnaðir menn, og andstæðingar Hitlers höfðu hvorki ritfrelsi né málfrelsi. Var stjóminni því auðunninn sigur, enda var svo látið, að ná- lega allir kjósendur hefðu fylgt Hitler í þessum málum. Uní hitt fer færri sögum, hve margir dönsuðu nauðugir. ítalir létu nú allófriðlega við Þjóðabandalagið, og reyndi stjórn þeirra að rjúfa það með því að koma á einskon- ar stórveldasamtökum, þar sem smáþjóðimar væru ekki kvadd- ar til mála. Hefir nú svo skip- ast, að einræðisþjóðimar reyna að eyðileggja Þjóðabandalagið, en þær tvær lýðræðisþjóðir, sem líka eru stórveldi, Eng- land og Frakkland, standa fast með Þjóðabandalaginu og hug- sjón þess, og fylgja þeim að málum smáþjóðif, sem unna lýðræði og persónufrelsi, svo sem Norðurlandabúar, Hollend- ingar, Belgir og Svisslending- ar. íslendingar standa enn utan við Þjóðabandalagið, og má um það kenna íhaldinu ís- lenzka. Virðist það hafa fund- ið á sér, að sú stefnan myndi ekki verða vinsæl, nema hjá lýðræðisþ j óðum. Norræn kreppupólitík. íhaldsflokkamir láta minna á sér bera í Noregi, Svíþjóð og Danmörku heldur en hér á landi. Veldur því meiri pólitísk- ur þroski þeirra þjóð, sem hafa lengri sjálfstjómarsögxi að baki. Er þar komin sú reynsla á stjóm íhaldsins, að því er trúað fyrir litlu. I Svíþjóð og Danmörku sitja að völdum verkamannastjómir, en í hvorugu landinu hafa þær meirihluta nema með tilstyrk samvinnubænda. Bæði í Dan- mörku og Svíþjóð hefir tekizt samvinna við bændur um gagn- kvæma hjálp fyrir báðar und- irstöðustéttir landanna, bændur og verkamenn. Hefir verka- mönnum verið tryggð aukin at- vinna, en bændum hærra verð, og tryggara fyrir smjör, og kom og fleiri framleiðsluvörur. Hafa verkamenn gengið inn á að hækka í verði einstakar inn- lendar matvörur, til að hjálpa bændum, en hafa aftur fengið bætta aðstöðu í öðrum efnum. Ný stórvelda' samtök. Rússar hafa fram til síðasta árs staðið mjög einangraðir. Hafa þeir neitað að greiða skuldir frá keisaratímunum, og átti það mikinn þátt í að gera i veldi þeirra óvinsælt hjá þeim i þjóðum, sem áttu þar fjár- | muni, svo sem Frakkar, Eng- ! lendingar og Bandaríkjamenn. En á þessu ári, sem liðið er, hefir svo skipast, að allmikil vinátta hefir tekizt með Frökk- um og Rússum. Herriot, einn hinn mesti athafnamaður, fór í sumar sem leið til Rússlands, sem nokkurskonar sendiboði þjóðar sinnar. Var honum tek- ig með kostum og kynjum, og hafa síðan verið mikil vinmæli með þeim þjóðum. Litlu síðar viðurkenndi Roosevelt forseti ráðstjórnarveldi Rússa. Þykjast menn sjá í þessu sameiginleg- an ugg Bandaríkjamanna, Rússa og Frakka við ofbeldi og árásarstefnu Þjóðverja og Jap- ana. Á sama hátt má skilja viðleitni þingræðisþj óðanna að viðhalda Þjóðabandalaginu eins og sameiginlega sjálfsvörn þeirra gegn ofbeldisríkjunum, sem gera allt sem þau geta til að brjóta niður veldi Þjóða- bandalagsins. Markaðslöndín við Miðjarðarhaf Verðmesta framleiðsla ís- lendinga, saltfiskurinn, er seld- ur í fjórum ríkjum við Mið- jarðarhaf: Á Spáni, Italíu, Beztu eigarettumar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1.10 — ertt Comma'i&ilex* Westminster Virginia dgarettur Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá Tóbakseinkasölu ríkisins Búnar tii af London M Roykjavík. Sími 1249 (3 línur) Símnefni: Sláturfélr.g. Áskurður (á braitð) ávalt fyrirliggjanili: Haigibjúgu(Spegep.)nr.!,gild Do. - 2, Do. - 2,: Savða-Hangibjúgu, gild, Do. D tjó, Soði ar Svína-rullupjisur, Do. Kálfarullu-pyl sur, Di i. Sauða-rullupyisur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malakoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Dt\ Kjötpylsur, Do. Lifrarpvlsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vúrur þessar eru a bún.ir til á eigin vinnu-ttofu, og standast — að dómi neyt- enda — samanburð við samskonar erlendar. Verð^krár sendar, og pant- anir aigreiddar um allt l.md. I Sjalfs er hondín hollust Kaupið innlenda framleiðsiu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrari. Kohverzlun Símn.: EOT.. Reykjavík. Simi 1933. MYNDA. og RAMMAVERZL. ISLENZK MÁLVERK. Freyjugötu 1L Sími ^IOS KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR Bankastræti 2, simi 1245. Ferðamenn hafa bezta tryggingu fyrir góðum vðrum með hæfilegu verði, verzli þeir við kaupfélagið. Komið í kaupfélagsbúðina, þegar .. þið kornið til Reykjavikur. .. Portúgal og Grikklandi. Fram að þessu hefir lítið verið flutt inn frá löndum þessum, nema salt. Hafa þessar þjóðir lítið um það fengizt, með því að þær vissu, að íslenzka þjóðin var fámenn og lítils að vænta um sölu hingað til lands. En eftir því sem verzlunarkrepp- an harðnaði og einkum eftir að Bretaveldi hafði hafnað frí- verzlunarstefnunni, tóku þessi ríki við Miðjarðarhaf að gera kröfur um gagnkvæm viðskipti og kom þá röðin að okkur líka, því að við erum talsvert mikl- ; ir innflytjendur til þessara i landa, en litlir kaupendur. Virðist nú svo horfa um þessar mundir, að í þrem af fjórum markaðslöndunum muni hafa dregið upp bliku, sem úr geti komið áfelli í íslenzka verzlun og þjóðarhagi. Grikkir hafa riðið á vaðið, og telja sig ekki vilja kaupa af neinni erlendri þjóð, nema hún kaupi grískar vörur fyrir jafnmikla upphæð. Ef allar Suðurlandaþjóðirnar gerðu slíka kröfu, þá væri Is- landi voði búinn, því að þjóðin | þarf svo margt að kaupa og borga, sem ekki fæst bezt í þessum löndum. Sem betur fer, mun stærstu þjóðunum, sem framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, han.lsápu, raksápx;, þvottaeini (Iíreins hvítt), kerii allskonar, skósvertu, skógulu, leðurfeiti, gólfáburð, vagn- áburð, iægilög og kreólin-bað- lög. Kaupið HREIN S vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum lands- ins. H.f. Hreinn Skúlagötu. Reykjavflc. Sími 4625. við eigum mest undir í þessum efnum, engin ósanngirni í hug komin í þessum efnum, en lít- ill vafi virðist á því, að þetta vandamál þjóðanna fari að ná til skiptanna við ísland, eins og til stóru landanna. Nýja árið. Árið 1934 byrjar þannig, að margar hinar stærstu þjóðir vígbúast í ákafa. Nálega öll ríki liggja í verzlunarstríði inn- byrðis, og hvert land reynir eftir föngum að vera sjálfu sér nóg í sem flestum efnurn, Þessi stefna er mjög óhagstæð ís- lenzku þjóðinni með sína fá- breyttu framleiðslu. Einræðis- ; aldan leggur undir sig fleirí og ! fleiri lönd, og sumstaðar á þann hátt að menningarbarátta \ margra alda er að mestu þurk- uð burtu, og siðleysi vilii- mennskunnar sett í hásæíið. En í þessu stormflóði standa eftir Norðurlönd, England og Frakkland og nokkur önnur smáríki með vel menntum , borgurum. Þessi ríki slá skjald- borg um hugsjón Þjóðabanda- lagsins. 1 málefnum frelsisins er nú lífið eftir trú Forn- Persa: Tvö andstæð öfl berjast um heiminn birtan og myrkr- ! ið. I byrjun hins nýja árs verður flestum að óska mann- kyninu þess, að birtan verði myrkrinu yfirsterkari. J. J. Vegavinnan. Herra ritstjóri Árni Þórðarson sendir mér kveðju í blaði sínu „Framsókn“ í dag. Er hún í því formi, sem skammargreinar eru venjulega skrifaðar og verður hún því að setjast þar á bekk. Árna ritstjóra „til lofs og írægðar“. Mun tilefnið vera smágrein er ég skrifaði í Tímann s. 1. laugardag, þar sem ég fór nokkrum orðum um það atriði, er hinir brottgengnu menn úr Framsóknar- flokknum tilgreina sem aðalástæðu fyrir því að þeir sáu sér ekki fært að hafa þing- ræðisstjórn í landinu næsta ár, á þeim grundvelli, sem kostur var á. Þetta atriði fannst Árna ritstjóra svð mikilsvert, að hann skipaði sér þegar í hinn nýja flokk. Það stóð því svo á, að nú hefði Árni getað slegið tvær flugur í sama höggi. Hann hefði getað svarað nefndum greinarstúf fyrir- hafnarlaust um leið og hann, sem ritstjóri, gerði grein fyrir þeim ástæðum er færðu bann milli flokka. Þetta gerir Árni ritstjóri ekki. Hann hefir sínar aðferðir, — og noti hann þær í friði. Málefnið minnist hann ekki á. Við Árni erum á svipuðu reki og vorum kunningjar og samherjar íyrir nokki-um dögum. — En nú er hann Ámi allt í eiun orðinn ritstjóri og sendir mér kveðju úr talsverðri fjarlægð. Hann hefir verið það í 3 vikur og gefið út tvö blöð af blaði sínu. Hann finnur hvöt hjá sér til þess að á- varpa mig, og það er hvorki meira né minna en það, að hann tileinkar mér megn- ið af því sem hann á í blaðinu. Minna mátti nú gagn gera. Árni ritstjóri telur sig skrifa fyrir bænda- stétt landsins. Af því, sem ég þekki bænd- ur, hygg ég þá yfirleitt vana að fást við veruleikann og muni þeir því heldur kjósa að fá skýringu en háð um málefnin. Ámi ritstjóri hefir aðra skoðun. Ég vil minna á málefnið. Það er skilyrði jafnaðarmanna til stjórnarmyndunar um að kaupgjald í opinberri vinnu verði samræmt í hinum ýmsu héruðum. Þetta mál er nú orðið almenningi kunnugt af greinum Ey- steins Jónssonar alþingismanns. — Ég benti á að þetta skilyrði hefði verið þann veg, að fulltrúar bændastéttarinnar hefðu getað með smábreytingu gert það að sínu máli og framkvæmt það bændunum til hagsbóta, enda stæði núverandi fyrirkomulag í þessu efni til bóta. — Var þetta ekki hægt eða var þetta ekki reynt? Svörin vantar. Bænd- ur og bændasynir, hvort viljið þið heldur fá svör við þessu eða háð um einhverja persónu? Um þetta (efni málsins) getur Árni ritstjóri „orða bundist". 30. desember 1933. Stefán Jónsson. V erkfr æðingurinn sem „misreiknaði". ! „Verkfræðingurinn á betur að geta reikn- að út, hvert burðarmagn ein brú hafi, sem er í smíðumi undir hans yfirliti og fyrir- sögn. En þó heíir það komið fyrir, að brú- in hefir hrapað nærri fullsmíðuð. Verkfræð- ingurinn hefir „misreiknað“. Að taka upp mó er einfalt verk. Þegar verkfræðingurinn lagði ráðin á og reiknaði út kostnaðinn af tonni c. 25 krónur, þá varð reyndin sú, að kostnaðurinn var nærri þrefaldur og bærinn tapaði mörgum tugum þúsunda. Verkfræðingurinn hafði „misreikn- að“. Franklin fann eldingavarana. En lærður verkfræðingur „reiknaði sér til“ að loft- slceytastengur væri ágætur eldingavari. Hann hafði eftirlitið. Fyrsta eldingin, sem kom, laust niður í loftskeytaklefann, og | hefði drepið símamanninn, ef hann hefði j verið inni. Vekfræðingurinn hafði „mis- ; reiknað“. Sements-hólkurinn mikli, sem „hallast“ ‘ við hliðina á Kveldúlfsbryggjunni, átti að vera „bryggjuhaus“, en lenti á slcökkum stað og er nú kallaður „Reikningshöfuð“. Það er af því að verkafræðingurinn hafði „misreiknað sig“. Framangreind ummæli eru úr grein, sem heitir „Misreikningar J. Þ.“ og kom í Vísi 14. nóv. 1919. Ritstjóri Vísis var þá Jakob Möller og er greinin að öllum líkindum eft- ir hann. Svona álit hafði hann þá á reikn- ingsmennsku núverandi yfirmanns síns og flokksforingja, Jóns Þorlákssonar. Ritstjóri: Grisli OuSmuuðsson, Prentsmiðjan Acta,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.