Tíminn - 04.01.1934, Page 2

Tíminn - 04.01.1934, Page 2
2 TlMINN hluti Framsóknarilokksins er vikinn af grundvelli bændastefnuxmar og tekur á- kvarðanir sínar gegn hagsmunum bænda- stéttarinnar“. Nei, herra Tryggvi Þórhallsson. Um það liggur einmitt ekkert íyrir, og mun ekki liggja fyrir, að Framsóknarflokkurixm sé „vikixxn af grundvelli“ bændastefnumxar. Það, sem „liggur fyrir“ er, að Tryggvi Þórhallsson, sem búixm var að vera „rit- stjóri flokksins í 10 ár, þingmaður hans í 10 ár og ráðherra hans í 5 ár“, heíir „vikið af grundvelli" Framsóknarflokksins og snú- izt á móti stefnu sinnuog samherjum —. Það var af því, að Framsóknarflokkurinn vildi fara nákvæmlega sömu leiðina og Tr. Þ. sjálíur hrósar dönskum Vinstrimönnum fyrir að hafa farið? Það var til þess og með þeim árangri, að samsteypustjórnin og Magnús Guðmunds- son fær að sitja að völdum fram á næsta þing eins og fonmaður íhaldsflokksins lýsti yfir í haust, að hún ætti að gera. Þessi þrjú dæmi úr grein Tr. Þ. nægja. Þau sýna, hvernig sá maður þarf að rita, sem búinn er að yfirgefa samherja sína og snúast á móti sjálfum sér. íslenzk stjórnmál. Framh. af 1. síðu Fjárhagur Reykjavíkur. Ibúum höfuðstaðarins finnst skuggalegt framundan með fjármálin. Tekjuhalli er stöðugt á rekstri bæjarins, skuldir safnast vegna óarðgæfrar eyðslu, skipastóllirm geng- ur úr sér, engin ný skip eru keypt. Næsta útlitið að reksturshalli bæjarins verði allt að 800 þús. kr. á ári. Þó eru útsvörin svo há, að boi'gararnir rísa ekki undir þeim og stór- fé er í vanskilum ár frá ári. Svona hefir íhaldið stjórnað Reykjavík. Með vaxandi atvinnuleysi hleðst meira og meira af fátæki'aframíæri á bæinn. Það er vitað að framkvæmd fátækramálanna er í megnasta ólagi. Bænum dettur ekki í hug að kaupa inn handa þurfalingum sínum með föstu skipulagi, eins og landið hefir nú um i’jhin.cL.flsvsís .skip^.VÍU- ingana, svo að þeir hafi sína „atvinnubót“. Á nýafstöðnum bæjarstjórnarfundi í Reykjavík kom í ljós hver er stefnumunur flokkanna. íhaldið veit, að útvegurinn er að hrynja í rústir, atvinnuleysið og eymdin í bænum að aukast. Samt vill það ekkert gera til að koma fótum undir heilbrigt atvinnu- líf. Socialistar vilja kaupa nýja togara og láta bæinn gera út. Það myndi allt of geysi- áhætta, en ekki sízt ef íhaldsmenn ættu að íramkvæma, þvílíkt vandaverk fyrir aðra. Þeim gengur nógu illa, þótt eigin hags- inunir knýi þá fram. Fx’amsóknarmenn báru fram þá tillögu að bærinn ætti sjálíur skip, en lánaði þau til samvinnuútgerðar. Þar er haldið áfram sömu braut og M. Kr. lagði fyrstur inn á, og sem allir flokkar keppast nú um að fylgja. Landið á vei'ksmiðjuna. Landið vinn- ur úr hráefninu, en útgerðarmenn fá það sem inn kernur fyrir vöruna að frádregnum vinnslukostnaði. Engimi vafi er á að hér er hin rétta leið í atvinnulífi bæjarins, ef auka þarf við útgerðina, af því að „athafna- mennirair“ gefast upp. Þeir sjómenn, sem vantar vinnu, en fá hvergi skiprúm, munu finna, að aukinn liðstyrkur Framsóknar- manna á þingi og í bæjarstjóm er þeirra bezta hjálp. Lögreglumálin. Eftir kommúnistauppþotið 9. nóv. 1932 vildi Ólafur Tliors di'aga saman allt að 600 menn, líkt og Órækja Snorrason fyr á dög- um. Hugðist Ólafur þurfa þenna liðsafla til að verja eignir „athafnamannanna“ fyrir verkamönnum. Ekki varð úr þessu, en stór liðssveit var á landslaunum í heilt ár og hefir kostað ríkið um 400 þús. kr. Magn. Guðm. kom með herfrv. fyrir þingið og mátti stjórnin samkv. því hafa ótakmark- aðan her, að liðsafla eða kostnaði. — Ríkið borgaði allt. Hermann Jónasson lagði drög að nýju skipulagi og féllst fulltrúai'áð flokksins hér í bænum á það og síðar flokksþingið og þingflokkurinn. Var sú lausn lögfest á Al- þingi síðastliðið vor, með nokkrum skemmd- um frá íhaldinu. En aðalatriðinu var bjarg- aö. Bærinn eykur lögreglu sína þar til tveir lögregluþjónar koma á hverja 1000 bæjai’- búa. Ríkið tekur að litlu leyti þátt í kostn- aðinum, en getur líka haft samsvarandi not Framh. á 3. síðu. P. W. JACOBSEN & SÖN Timburverzlun. Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannáhöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboössalar annast pantanir. :: EIK OG EFNI 1 ÞILFAR TIL SKIPA. Bændafrömuður látinn. Nýlega er prófessor Lars Frederiksen við Landbúnaðar- náskólaim í Kaupmannahöfn lát inn. • Með honum er hniginn í valixm einn af þekktustu og bezt metnu forvígismönnum landbúnaðarins. Lars var fædd- ur 1883 og því ekki nema fimmtugur. Faðir hans, Sören Frederiksen, var skólastjóri við lýðháskólaim í Stövring á Jót- landi, og er exm á lífi, kominn um áttrætt. Við skóla S. Frede- riksen var fyrst komið á fót kennslu fyrir samvinnumenn, og síðar breyttist sú byrjunar- kennsla í samvinnuskóla Dana. Lars stundaði nám við Land- búnaðarháskólann og var þar skólabróðir Halldórs Vilhjálms- sonar, skólastjóra á Hvanneyri. Að afloknu ágætu prófi við Landbúnaðárháskólann, gerðist hann starfsmaður við „De danske Atlantiske Öer“. Þar kynntist hann Daniel Bruun, og fyrir þau kynni mun það einkum hafa verið, að hann fekk því ráðið, að félag danskra ferðast um ísland sumarið 1905. Einn í hópi kandídatanna var Lars, og hann og Land- brugskonsulent Sörensen í Lon- don ferðuðust meira um landið en allir hinir. Á þessari ferð sinni kynntist Lars mörgum íslendingum og kom til með að þykja vænt um landið og þjóðina. Þessi kynning hans varð líka til þess, að undirrit- aður, sem þá varð einn af þeim sem hann kynntist, sigldi og las búfræði, og sama má segja um nokkra aðra Islendinga, sem beint fyrir kynni af hon- um hafa farið til Danmerkur og stundað búfræðinám. Vorið 1907 tók Lars að lesa framhaldsnám í búfjárrækt. Stundaði han nám sitt bæði í Englandi, Skotlandi, Ameríku og Þýzkalandi og var við það í tvö ár. Þegar hann kom aftur heim til Danmerkur, varð hann formaður og ráðunautur í sambandi józku búnaðarfélag- anna. Meðan hann var þar, kom hann því meðal annars til leiðar, að farið var að sýna ís- lenzka hesta á aðal búfjársýn- ingu félaganna, en það studdi aftur um tíma að sölu hesta í Danmörku og útbreiddi þekk- ingu manna á þeim. Ásamt nokkrum öðrum bún- aðarfrömuðum Dana, átti Lars frumkvæði að því, að landbún- aðarráðið, sem í sitja fulltrú- ar frá samvinnu- og búnaðar- félögum bænda, var stofnað, og varð han fyrsti starfsmaður þess. Það lenti því í hans hlut að skipuleggja þar vinnuna, leggja drög að því á hvern hátt upplýsinga um markaði í öðrum löndum væri aflað, hvemig unnið væri úr þeim upplýsingum og hvernig þær væru tilkynntar bændum. 1923- varð Lars prófessor við Landbúnaðarháskólann og jafn- framt var honum falið að hafa umsjón með fóðurtilraun- um ríkisins með mjólkurkýr. Kennsluna rækti hann með prýði og var vinsæll meðal nemenda sinna sem góður kennari, er meira leit á nem- endur sem félaga, en menn, sem stæðu skör lægra en hann og sem hann ætti að drottna yfir og skipa fyrir, en það hef- ir, því miður, oft orðið þrösk- uldur, sem staðið hefir í vegi fyrir góðri samvinnu milli kennara og nemenda, að kenn- ararnir hafa litið smáum aug- um á nemendur. Það var fjarri Lars, enda varð hann vinsæll meðal nemenda sinna. Fóðurtilraunirnar rak hann með dæmafáum dugnaði og skapaði með þeim nýja þekk- ingu á ýmsu er snerti fóðrun kúnna. Og hann gerði meira en það. Hann hafði alveg sér- stakt lag á því að gera niður- stöður tilrauna sinna að eign allra bænda, með því að gefa þær út í litlum pésum og töfl- um, búnar í svo aðgengilegan búing, að allir vildu lesa. Með þessu hefir hann pnnið bænda- stétt allra Norðurlanda ómetan- legt gagn. til Norðurálf unnarT ° ameris’íía hreyfingin, sem kölluð er „Boy’s and Girl’s Club“ og sem við hér á landi mundum kalla Ungmennavinnufélög. Þessi félgsskapur útbreidd- ist töluvert bæði í Svíþjóð og Danmörku, og í Danmörku stjórnaði Lars honurp. 1931 varð hann forseti í Landhusholdningsselskabet. Lars Frederiksen var starfs- maður með afbrigðum. Hann gat varla verið óvinnandi.Hann var vandvirkur en þó jafnframt fljótvirkur. Eftir hann liggja ekki lítil ritverk, þar á meðal ferðasaga frá för hans hingað til lands, fleiri gremar um ís- lenzka hesta o. fl. sem snertir okkur íslendinga. Allir bændur Norðurlanda mega sakna Lars Frederiksen. Hann var þeim svo mikið, hann vann svo vel fyrir þá og þeir höfðu svo mikil nót af verk- um hans. En þótt maðurinn deyi, sem kallað er, þá lifa verkin hans. Og þegar hægt er að segja, að þau hafi gert öðrum gagn, og muni í framtíðinni gera öðrum gagn og hafi verið unnin þann- ig, að sá er þau vann hafi auk- izt að manngildi og andlegu atgerfi við hvert verk, þá má með sanni segja, að vel sé lif- að, að lífinu sé vel varið. Þetta gerði Lars áreiðaniega. Hann óx með hverju nýju verkefni er hann tók sér fyrir. Og af því að hann gerði það, þá veit ég að hann enn mun vaxa með hverju nýju verkefni sem hann nú tekur fyrir á þeim sviðum tilverunnar, sem hann starfar nú á. Kvæntur var Lars dóttur Jensen Sönnerrup, er um eitt skeið var landbúnaðarráðherra og áttu þau hjón eina dóttur barna. Páll Zóphóníasson. dCCunt og farsceCðar * á n$ja ártnu giotef '2ðorcj Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á því liðna. ElMSKlPAFÉLAG ÍSLANDS 4$, | Gleðilegt nýár! +8 Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Samband fsl. samvinnufélaga $4 «4. Umsóknír um styrk tíl skáida og listamanna (kr. 5000,00), sem veittur er á fjárlögum ársins 1934, sendist ritara Menntamálaráðs Barða Guðmundssyni, Seljaveg 29, fyrir 20. febrúar 1934. Mér undirrituðum var á síð- astliðnu hausti dregin hvít lambgimbur með mínu marki: Blaðstýft aftan hægra, stýft og biti aftan vinstra. Þar sem ég á ekki þetta lamb, getur réttur eigandi vitjað andvirðis þess og samið við mig um markið. E. Óli Diðriksson, Eyrarbakka. Fundur i Vik Á fjölmennum fundi Fram- sóknarbænda í Vestur-Skapta- fellssýslu, sem haldinn var í Vík í Mýrdal 12. des. s. 1. og boðaður hafði verið af Lárusi bónda Helgasyni í Kirkjubæj- arklaustri, voru einum rómi samþ. eftirfarandi tillögur: 1. „Fundurinn ályktar, vegna klofnings þess, sem nú er í Framsóknarflokknum, að standa saman einhuga nú sem fyr í flokknum og gera allt sem hægt er til að klofning- urinn geri flokknum sem minnstan óskunda í héraðinu". 2. „Fundurinn álítur það réttlætismál, að unnið sé að því, að jafna þann mismun sem átt hefir sér stað í kaup- greiðslu í opinberri vinnu í hinum ýmsu héruðum lands- ins“. Auk þessara tillagna voru margar aðrar samþykktar. Samhugur og áhugi fundar- manna var eindreginn um það, að vinna að eflingu Framsókn- arflokksins í kjördæminu og stuðla að sigri fulltrúa hans í næstu kosningum. Síminnog sveitirnar Nú er komin út ný símaskrá. í henni eru nú í stafrófsröð nöfn þeirra bæja, sem sími er kominn á. Sést þá að þeir eru yfir 360 eða 16. hver bær í sveit á landinu. Símastöðvar í sveit eru um 400 og eru það því um 760 sveitabýli seni nú hafa síma um áramótin. Þetta er gleðilegt tímans tákn um vaxandi framfarir, þrátt fyrir kreppu. Fyrir 5 árum síðan, þegar Framsóknarfglokkurinn komst til valda, voru bæirnir, sem höfðu síma, um 100, með landsímastöðvunum sem þá voru í sveitunum. Síðan hefir tala sveitaheimila með síma sjöfaldast. Og mjög mikið er þetta að þakka lögunum um sveitasíma, sem flokkurinn kom í gegn og þeirri alhliða fram- kvæmdaöldu, sem farið hefir yfir landið, og sem sumum þykir nú að hafi verið nokkuð háreist og eigi að lækka aftur/ En vildi nú nokkur, sem sím- ann hefir, missa hann aftur? P. »Við skjáinn« Krumminn á skjánum — kallar hann inn: Gefðu mér bita af borði þínu bóndi góður minn. (Gömul vísa). Sr. Eiríkur á Torfastöðum hefir, að gefnu tilefni beðið þess getið, að hann hafi ekki bannað kosn- ingabílum íhaldsflokksins, að flytja annara flokka menn á kjör- stað í Biskupstungum 16. júlí sl.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.