Tíminn - 09.01.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1934, Blaðsíða 2
6 TÍMINN Flokksþingið 1933. Við undirritaðir, sem áttum sæti í Fram- kvæmdaráði Framsóknarflokksins, tókum á- kvörðun um flokksþingið 1933 og stjórnuð- um því, unz miðstjórn var kosin, teljum okkur skylt að gera eftirfarandi leiðrétt- ingar við grein Tryggva Þórhallssonar í „Framsókn“ 6. jan. sl. Ágreiningur sá, sem kann að hafa verið milli Jónasar Jónssonar og Tryggva Þór- | hallssonar um boðun flokksþingsins, skiptir ! ekki máli viðvikjandi flokksþinginu, því að i hvorugur þeirra átti sæti í framkvæmda- ; ráðinu. Við, sem sæti áttum í framkvæmda- : ráðinu, tókum ákvörðunina, vorum allir sam- ; mála um hana og berum ábyrgð á henni Við erum reiðubúnir að standa Framsókn- arflokksmönnum reikningsskap þeirrar ábyrgðar hvenær sem er. Viðvíkjandi boðun flokksþingsins viljum við ennfremur taka fram: Við höfðum í fyrstu hugsað okkur að boða flokksþingið um miðjan febrúar um leið og Alþingi kæmi saman. Það var ein- mitt gert með tilliti til þess, að þingmenn flokksins ættu hægt með að mæta þar, með því að venjulega er minnst að gera á Al- þingi fyrstu dagana. Ennfremur hafði þá verið áformað, að Búnaðarþing kæmi sam- an um sama leyti, og töldum við hlýða, að Búnaðarþingsmönnum, sem í flokknum eru, væri gert auðvelt að sitja flokksþingið. Tryggvi Þórhallsson, sem litlu síðar átti tal við framkvæmdaráðið, tjáði okk- ur þá, að hann ætti mjög óhægt með a'ð sækja flokksþing meðan Búnaðarþing stæði yfir. En hann kvaðst geta sótt flokksþingið í aprílmánuði, og gat þess um leið, að sér þætti ákjósanlegt, að aðalfundúr Sambands- ins yrði haldinn um leið. En ákvörðun um Sambandsfund er vitanlega ópólitískt mál og ekki á valdi neins pólitísks flokks. Til frekari skýringar skal það tekið fram, að framkvæmdarstjórar Sambandsins aftóku með öllu að aðalfundur Sís yrði haldinn á sama tíma og flokksþing Framsóknarmanna. Báru þeir fram þær ástæður, að á aðalfundi Sambandsins mættu fulltrúar samvinnu- félaganna og væru meðal þeirra menn af öllum stjórnmálaflokkum. Auk þess mundi flokksþingið trufla störf Sambandsfundar til tjóns fyrir afgreiðslu mála á þeim fundi. Vegna Tryggva Þórhallssonar ákváðum við flokksþingið ekki fyr en 5. apríl. En eft- ir að það var ráðið, var breytt ákvörðun um Búnaðarþingið og það boðað einmitt um sama leyti og við höfðum boðað flokks- þingið. Það skal ennfremur tekið fram, að aðal- fundur Sambandsins var haldinn á Akureyri að þessu sinni og ekki fyr én í júní. Staf- aði það meðal annars af því, að beðið var úrslita um viðskiptasamninganá við Breta. Þingmenn flokksins og yfirleitt flestir flokksmenn hefðu átt mjög óhægt með að sækja flokksþingið á þessum tíma eins og allir sjá. Af þessu geta menn séð, hvort það hefir við rök að styðjast hjá Tr. Þ., að tilgang- urinn hafi verið, að „þingmennirnir gætu sem minnst komið á flokksþingið". Tr. Þ. telur það hafa einkennt flokksþing- ið 1933 „að langflesta fulltrúa samvinnufé- laganna vantaði". Við vitum ekki gjörla, hvað Tr. Þ. á við með „fulltrúum samvinnufélaganna“ í þessu sambandi. Samvinnufélögin, sem slík, eru vitanlega ekki í Framsóknarflokknum og kjósa enga „fulltrúa“ á flokksþing. En af trúnaðai-mönnum og starfsmönnum sam- vinnufélaga mættu m. a. þessir á flokks- þinginu 1933: Ágúst Einarsson, kaupfélagsstjóri í Hall- geirsey. Ámi Jóhannsson gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Bernharð Stefánsson, alþm., stjórnar- nefndarmaður í K. E. A. Björn Bimir, bóndi í Grafarholti, stjórnar- nefndarmaður í Mjólkuríélagi Reykjavíkur. Benedikt Guttormsson káupfélagsstjóri í Stöðvarfirði. Björn Kristjánsson kaupfélagssstjóri á Kópaskeri. Einar Árnason, alþm., formaður Kaup- félags Eyfirðinga. Eiríkur Þorsteinsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri. Guðmundur Vilhjálmsson, fyrv. kaup- félagsforstjóri á Þórshöfn. Gísli Jónsson, bóndi, Stóru-Reykjum, stjórnarnefndarmaður i Kaupfélagi Árnes- inga. Framh. á 8. síðu. Atvinnuvegir i á árinu 1933 Eitir Guðlaug Rósinkranz, hagíræðing. Þegar horft er til baka yfir Atvinnuvegir og viðskipti á manni finnist, að bjartara hafi verið yfir því en næsta ári á undan. Við nánari athugun kemur líka í ljós, að svo hefir verið yfirleitt. Atvinna hefir verið meiri og vöruverð hækk- andi. Þessi staðreynd gefur okkur góðar vonir, bjartsýni og framfarahug, þrátt fyrir það þótt viðskiptajöfnuðurinn sé ekki eins góður og við hefði mátt búast. Skal hér nú nokk- uð drepið á helztu atriði í at- vinnulífi voru og verzlun á .liðna árinu. Tíðarfarið. Tíð var góð um land allt, spretta var ágæt allsstaðar og nýting góð á heyjum að Suður- láglendinu og Borgarf. undan- teknum. Á Suðurlandi var úr- koma meiri en á undanförnum árum, og rigndi sumstaðar meira en áður eru dæmi til hér á landi. Voru s. a. s. stöðugir óþurrkar á Suðurlandi. Eigi gat heitið, að snjór félli á jörðu allt haustið, fram að nýári, gránaði aðeins snöggvast, en tók fljótlega upp aftur, og mun það vera einsdæmi að svo sé. Blóm sprungu út um jól og fólk fór jafnvel á grasafjall. Hey voru yfirleitt mikil og góð og litlu búið að eyða af þeim um nýár, þar eð hestar og sauð- fé víðasthvar hefir gengið al- gjörlega úti fram að nýári. Bústofninn. Búpeningi hefir alltaf verið að fjölga hér á landi síðustu 3 árin. Seinustu tölur hagstof- unnar eru fyrir árið 1932. I fardögum það ár var sauðfé alls á landinu 706.415, naut- gripir 29.925, hross 46,318, geitfé 2644 og hænsn 54,694. Sérstaklega hefir sauðfé og hænsnum fjölgað mikið. Mörg stór hænsnabú hafa risið upp í grennd við Reykjavík og í grennd við þorp og bæi víða um land. í fyrrahaust var fleira fé sett á en undanfarið, sökum þess, hvað kjötverðið var lágt, og hinsvegar mikil hey. Á þessu ári mun því bústofn landsmanna hafa verið mun meiri en hann hefir nokkuru sinni fyrr verið. Sláturfé var því með flesta móti í haust. Hjá Sláturfélagi Suðurlands var t. d. slátrað hér í Reykjavík, Iiafnarfirði og Akranesi 50 þúsundum fjár, og er það mun meira en nokkuru sinni fyrr. Fé var þó heldur rýrt. Var veikindum kennt um, því óvenjumiklir kvillar voru í fé á síðastliðnu ári, sérstak- lega illkynjuð orinaveiki, er mest bar á í landléttari sveit- um, þar sem fé gengur mikið úti og lítið er gefið. Síðastliðið haust mun hafa verið sett álíka margt á og í fyrrahaust. Skýrslum um tölu sláturfjár á öllu landinu hefir enn aldrei verið safnað. En nú hefir Sam- liand ísl. samvinnufélaga ritað atvinnumálaráðherra og farið fram é að hann léti fram fara slíka skýrslusöfnun, enda er það nauðsynlegt, ef skipulagn- ing afurðasölunnar á að komast í framkvæmd. Garðyrkjan. Jarðeplauppskeran var miklu meiri í ár en á undanförnum órum. En kartöflusýki gerði 1 mjög vart við sig á Suðurlandi ig viðskipti og í Borgarnesi, svo mikill hluti af uppskerunni í þessum héruðum varð ónýtur. Sérstak- i lega bar mikið á sýkinni á j Akranesi, Eyrarbakka og i Stokkseyri. Reynt var að verj- ast kartöflusýkinni með því að sprauta með blásteinsupplausn og dufti, og varð það töluvert i til bóta, ef það var gert nógu snemma. Verðið á kartöflum var frá 14—18 kr. tunnan í heildsölu. Sennilegt er talið að framleitt sé nú svo mikið af ; kartöflum hér á landi, að nægi- legt sé með sömu neyzlu og á undanförnum árum hefii' verið. ' v’ Mjólkurbúin. Framleiðsla mjólkurbúanna ' var með minnsta móti. Smjör varð að flytja inn síðari hluta sumars og í haust. Lögin, sem samþykkt voru á síðasta reglu- legu þingi, um að blanda smjör- líkið með ísl. smjöri í ákveðn- ' um hlutföllum (5%), gátu ekki komið til framkvæmda sökum | smjörskorts. Heildsöluverð rjómabússmjörs hefir verið kr. 3,30 pr. kg. Þorskaflinn. Samkvæmt skýrzlu Fiskifé- lagsins hefir þorskaflinn, að meðtöldum öðrum fisktegund- um, sem verkaður eru eins og þorskur. í ár verið mun meiri en í fyrra. 1. desember 1932 var þorskaflinn J6 þúsund smálestir en á sama tíma í ár er hann 68.440 smálestir af þurrum fiski. Aflinn er bví 1. des. í ár 12.440 smálestum meiri en í fyrra. Síldveiðarnai-. Síldveiðarnar gengu ágæt- lega framan af sumri, en síld- in hvarf snögglega síðast í ú- gústmánuði. Síldaraflinn, talinn í tunnum, var í ár sem hér segir: Soltuð síld .......... 71.820 Matjesíld............ 109.728 Kryddsíld............. 21.166 Sykursöltuð síld .. .. 3.234 Sérverkuð............. 13.098 Samtals 219.046 1 fyrra var öll sérverkaða (þar í innifalin matjesíld, sykursöltuð og kryddsíld) og saltaða síldin 247.053 tn. — Bræðslusíldin er aftur á móti miklu meiri í ár efP í fyrra. 1932 voru 525.72 hl. látnir í bræðslu, en í ár 758.198 hl. eða 226.446 hl. meira brætt í ár en í fyrra, síldarmjölið og olían hefir og verið meiri. Skip, sem gengu til veiða. I ársbyrjun voru 38 togarar en 2 fórust á árin, Skúli Fó- geti í fyrravetur og Geysir í haust. Þá mánuði, sem flest skip voru á veiðum hér, voru 37 togarar (22 frá Reykjavík, 11 úr Hafnarfirði, 2 frá Pat- reksfirði, 1 frá ísafirði og 1 frá Önundarfirði), 22 línuveið- arar, 213 vélbátar yfir 12 tonn, 264 vélbátar undir 12 tonn, 406 opnir vélbátar (trillubát- ar) og 60 róðrarbátar. Skip- verjar á öllum þessum flota voru á sama tíma 6615. Iðnaður. Á undanförnum árum hefir iðnaður færzt allmikið í vöxt hér á landi. Þau iðnfyrirtæki sem áður hafa verið starfrækt, hafa verið rekin með svipuð- um hætti 'í ár og undanfarið, en flest nokkuð verið aukin. Ríkið keypti Pauls-síldarverk- . smiðjuna á Siglufirði og starf- rækti hana, (en hún var ekki starfrækt í fyrra). Smjörlíkis- verksmiðjurnar hafa heldur aukið framleiðslu sína og mun hér nú vera framleitt nægilega mikið smjörlíki til neyzlu í landinu. Sjóklæðagerðin hefir verið aukin. Vinnufata- og veiðarfæragerðir hafa verið settar á laggimar og virðast ganga ágætlega. Mjólkurniður- suðuverksmiðja Kaupfél. Borg- firðinga hefir heldur aukið framleiðslu sína. Súkkulaði- verksmiðjan Freyja hefir og töluvert fært út kvíarnar og sömuleiðis efnagerðirnar. Ull- arverksmiðjurnar hafa unnið úr meiri ull í ár en undanfar- ið. Verið er að byggja við og auka ullarverksmiðjuna Gefj- un á Akureyri. Vélarnar hafa vei’ið bættar og er verið að koma fyrir ullarþvottavélum og kamgarnsvélum. Getur þá verksmiðjan aukið framleiðslu sína að miklum mun, og fram- leitt nýjar og miklu betri og áferðarfallegri dúka en hingað til hefir verið hægt. Gæru- verksmiðjan á Akureyri hefir verið rekin með svipuðu fyrir- komulagi og í fyrra, og í ár hefir garnaverksmiðjan v Rvík verið starfrækt. Þenna tiltölulega hraða vöxt iðnaðarins má sjálfSagt mikið þakka innflutningshöftunum. Hinsvegar má og sjálfsagt nokkuð þakka bættri fram- leiðslu, sem fengizt hefir við meiri þekkingu og reynslu. Verzlun og viðskipti. Útlit er fyrir að viðskipta- jöfnuðurinn, þrátt fyrir góð- æri, mikla framleiðslu og hækk- andi vöruverð, muni verða mjög óhagstæður. Er þar um að kenna miklum innflutningi . á árinu, þar eð mikið hefir ; verið slakað á innflutnings- | höftunum. — Verðmæti inn- fluttrar vöru á árinu til 1. desember var kr. 41.264.000. Á sama tíma í fyrra var verð- mæti innfluttrar vöru krónur 32.052.431. Innflutningurinn er þannig 9.212.569 kr. meiri í ár | en í fyrra. Verðmæti útfluttrar vöruvar í fyrra á öllu árinu nær því 10 millj. kr. meira en verðmæti innflutnings. Þessi mikli út- flutningur framyfir innflutn- inginn var nægilegur til þess að greiða afborganir og vexti af skuldum 1 útlöndum og til greiðslu á ýmsum liðum, sem ekki koma fram í verzlunar- skýrslum. j Verðmæti innfluttrar vöru 1. des. í ár er sem fyrr segir, 41. j 264.000 kr„ en verðmæti út- ' fluttrar vöru sama dag 43.168. 930 kr. Verðmæti útfluttrar vöru framyfir innflutning verð- ur því í ár (hlutföllin munu ekki breytast neitt verulega I þó desember komi til) ekki J fullar 2 millj. króna. Af þessu í verður ljóst, að þar sem nær því 10 millj. kr. þurfti í fyrra til þess að greiða afborganir af skuldum, vexti og aðra þá liði, sem ekki koma fram á verzlunarskýrslum, muni tæpar 2 milljónir hrökkva skammt nú. Viðskiptajöfnuðurinn á þessu ári verður því óhjá- kvæmilega mjög óhagstæður. Gengið. Islenzka krónan hefir allt ór- ið verið látin fylgja sterlings- pundinu og verið skráð í 22.15. Gullgildi krónunnar, saman- borið við franska frankann j hefir lengst af verið frá 52,72 —54,85 gullaurar og verið heldur hækkandi 8 síðustu mánuði ársins. Banknvextir. Landsbankinn lækkaði í sept- embermánuði vexti af öllum lánum. Innlánsvextir lækkuðu úr 41/2% niður í 4%. Útláns- vextir lækkuðu á venjulegum víxillánum úr 6V&% í 6%, 6 vöruvíxlum úr 6V2 í 5^4% og á innlánsskírteinum úr 5 í 41/2%. Útvegsbankinn hefir enn þá sömu vexti og áður og hefir þannig toluvert hærri vexti en Landsbankinn. Sala landbúnaðarafurða. Ullarsalan. Um síðastliðin áramót var. mjög mikið óselt af fyrra árs ull. Sambandið geymdi mest af sinni ull sök- um þess hve verðið var lágt árið áður. Ullin seldist þó lítið fyrr en kom fram á vor, og var verð á henni hækkandi fram að áramótum, en litlar verðbreytingar urðu 4 síðustu mánuði ársins. Ullin var aðal- lega seld til Bandaríkjanna og nokkuð til Englands og Norð- urlanda. Til Mið-Evrópu seldist mjög lítið. Samkv. skýrslu gengisnefnd- ar hefir útflutningur ullar 1. des. numið 1.184.770 kg. fyrir kr. 1.268.020, og er nú öll árs- framleiðslan seld. Ullarverðið 1933 hefir verið um 40% hærra en 1932. Verð það sem bændur hafa fengið fyrir I. fl. ull mun hafa verið frá kr. 1,25 til kr. 1,50 pr. kg„ eftir því hvaðan af land- inu ullin hefir verið. Kjötsalan. Samkv. útflutn- ingsskýrslu gengisnefndar hafa verið fluttar út á órinu til 1. des. 6.263 tunnur af saltkjöti fyrir kr. 445.950, því nær allt þessa árs framleiðsla. Saltkjöt- ið hefir hérumbil allt verið selt til Noregs og hefir verðið verið um 20% hærra en í fyrra. Hér um bil allt salt- kjötið er nú selt. Af freðkjöti hefir verið flutt út fram að 1. des. 1.040. 082 kg. fyrir 612.940 kr. Af þ. á. framleiðslu er búið að flytja út um 700 smál. af freð- kjöti til Englands. Verðið á þessu kjöti var um 60% hærra en það var í fyrra, enda var kjötverð þá lægra en það hef- ir nokkuru sinni verið undan- fama áratugi. Sökum innflutn- ingshamla í Englandi hefir ekki verið hægt að selja þang- að meira en gert hefir verið. Um helmingurinn af kjötfram- leiðslunni, sem fryst hefir ver- ið, er ennþá óseldur í landinu. Verðið á frysta kjötinu í Eng- landi hefir nokkuð lækkað seinasta mánuðinn. Þrátt fyrir það má þó gera ráð fyrir, að sæmilegt verð fáist fyrir það kjöt, sem enn er óselt, ef eng- in ófyrirsjáanleg atvik koma fyrir, er valdið geta lækkun markaðsverðsins. Innanlandssalan á kjöti. Sök- um þess að engar birgðir voru fyrir af fyrra árs kjöti í sum- ar, og kjöt hér um bil uppselt snemma ó sumri, byrjaði slátr- un snemma og var sumar- slátrunin með mesta móti. Verðið var allhátt framan af sumri, en lækkaði fljótt og var mjög óstöðugt fram að haust- kauptíð, vegna óreglulegs framboðs og skipulagsleysis á sölunni. Heildsöluverðið á kjöti í bæjunum var mjög mismun- andi 1 haustkauptíðinni. I. fl. kjöt var í heildsölu frá 80—90 aura kg. í heilum skrokkum. 90 aura verðið var þó miðað við sölu til almennings þegar seldur var einn og einn skrokk- ur. Á Akureyri var söluverðið framan af kauptíð 70 aura kg., en hækkaði er á leið upp í 80 aura. Gærur. Samkv. skýrslu geng- isnefndar var 1. des. búið að flytja út 315.099 st. saltaðar gærur fyrir 695.540 kr. Verðið á gærunum var um 60% hærra en í fyrra. Um 100 þús. gær- ur hafa verið afullaðar í gæru- verksmiðjunni á Akureyri. Gærurnar voru aðallega seldar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.