Tíminn - 09.01.1934, Qupperneq 3

Tíminn - 09.01.1934, Qupperneq 3
TIMINN 7 Til bænda og búnaðarfólaga MUNIÐ að panta allar ræktunarvörUr svo sem girðingarefni, verkfæri, sáðvörur og tilbúinn áburð o. fl. svo tínri- anlega að ekki þurfi að treysta á síðustu stundu til aðdrátta og- framkvæmda. MUNIÐ að vér útvegum yður allar slíkar vörur, og veljum þæi- eftii' óskum yðar, og þeirri reynslu, sem við má styðjast bæði hér og erlendis. MUNIÐ að vér svörum greiðlega öllum fyrirspurnum, um þessi atriði, og sendum verðjista hvert sem óskað er. Virðingarfyllst, Samband isl. samvinnufélaga til Þýzkalands, Englands og Norðurlanda. Hestar. Út hafa á þessu ári verið flutt 600 hross til Dan- merkur og Englands fyrir kr. 56.450. Er það 156 hrosstlm fæi-ra en flutt voru út í fyrra, og hefir verðið verið svipað. Útflutningur á hrossum minnk- ar alltaf árlega, sökum aukinn- ar vélanotkunar, bæði við land- búnað, akstur í bæjum og í námum. Garnir. Garnahreinsunar- stöð í Reykjavík starfaði nú og var meiri eftirspurn eftir gömum en að undanförnu. Mestur hluti af gömunum var því hreinsaður. Kaupverð á görnunum var frá 25—30 aur- ar st. Samkv. útflutnings- skýrslu gengisnefndar hafa garnir verið fluttar út í ár til 1. des. fyrir 29 þús. kr. Fiskverzlunin. Fisksalan var með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra. Sölu- samband ísl. fiskframleiðanda annaðist um söluna. Fiskverð- ið var stöðugt allt árið og út- flutningurinn greiður. Óþurrk- arnir á Suðurlandi töfðu þó nokkuð fyrir fiskverkuninni. Engir sérstakir örðugleikar voru á fisksölunni, nema hvað innflutningurinn til Grikklands var tepptur sökum innflutn- hamla, en þangað seldi sölu- sambandið töluvert árið sem leið. Fiskverðið hefir verið heldur hærra en í fyrra. Verð á I. fl. stórfiski, komnum á skips- fjöl, var kr, 74—88 skpd., eftir því hvaðan af landinu fiskurinn var. Verð á sams- konar fiski í fyrra var kr. 70—85. Verð á Labradorfiski, þvegnum og pressuðum, var frá 57—58 kr. pr. skpd. Á samskonar fiski var verðið í fyrra kr. 57—58 pr. skpd. Skuldir bankanna. 1 árslok 1932 voru skuldir bankanna við útlönd 9 milj. kr. Nú eru þær líka 9 milj. Þess ber þó að gæta, þegar þessar tölur eru bomar saman, að ríldð tók í fyrra bráða- birgalán hjá bönkunum, svo að nokkuð af þessu fé, eða hátt á aðra miljón kr. lánaði bankinn ríkinu, en nú hefir ríkið tekið um 60.000 sterl- ingspunda br.áðabirgðalán beint frá útlöndum, svo að í raunog veru er skuldaaukningin við útlönd á þessu ári um 60.000 sterlingspund, eða um 1.330 þús. krónur. Ríkisbúskapurinn. Um afkomu ríkisbúsins er ekki mikið hægt að segja að svo stöddu, þar eð mikið er óinnkomið af tekjum ríkisins og heldur ekki vitað endanlega um útgjöldin. Endanlegt upp- gjör getur ekki farið fram fyrr en í febrúar eða marz. Tekjur ríkisins hafa þó reynzt meiri en gert var ráð fyrir og stafar það vitanlega að nokkru af auknum innflutn- ingi og þar af leiðandi meiri tollum, og yfirleitt líflegra at- vinnu- og viðskiptalífi. — Út- gjöldin hafa líka orðið mun meiri en áætlað var, sem staf- ar af aukinni vinnu fyrir ríkið (vegalagningar), kreppuráð- stöfunum og varalögreglunni. Bændafundír í Árness- og Rangárvallasýslu. 4. jan. var almennur bænda- fundur haldinn að Strönd á Rangárvöllum og 5. þ. m. að Tryggvaskála við Ölfusá. Til þessara funda var boðað af Búnaðarþingsfulltrúunum Guð- mundi Þorbjarnarsyni á Stóra- hofi, og Páli Stefánssyni á Ás- ólfsstöðum, að tilhlutun nefnd- ar þeiri’ar er þeir eiga sæti í, og kosin var á landsfundi bænda, sem haldinn var í Reykjavík 1933. Á fundinum við Tryggva- skála voru um hundrað bændur úr Árnessýslu. Dagskrá fundarins var sem hér segir: 1. Framleiðslan og skipulagn- ing hennar, frummælandi Ás- geir L. Jónsson. . 2. Afurðasalan, málshefjandi Pálmi Einarsson. 3. Lánakjör landbúnaðarins, málshefjandi Ólafur Bjarnason, Brautarholti. 4. Um búnaðarfélagsskap og stofnun stéttafélags bænda, málshefjandi Pálmi Einarsson. Samþykktar voru þarna margar tillögur. Meðaí annars bar Sigurgrímur Jónsson í Holti fram svohljóðandi til- lögu, sem var samþykkt í einu hljóði. (Síðasta málsgr. samkv. viðaukatill. frá Magnúsi Torfa- syni sýslumanni): „Almennur fundur í Árnes- sýslu skorar á ríkisstjómina að hlutast til um, að sveitamönn- um sé eigi greitt lægra kaup fyrir sömu viimu en kaupstaða- mönnurn, þegar um opinbera vinnu er að ræða og jafnframt sé samræmd betur en nú er, kaupgreiðsla í slíkri vinnu í hinum ýmsu héruðum landsins, þar sem aðstaða og lífskjör eru svipuð. Fundurinn leggur áherzlu á að eins mikið af vegavinnunni og hægt sé, sé framkvæmt vor og haust fyrir og eftir slátt, enda sitji hér- aðsmenn fyrir um vinnuna“- Eftirfarandi tillaga var samþ. í einu hljóði: „Fundurinn skorar á Alþingi að breyta þegar á næsta þingi gildandi fyrirmælum um kosn- ingu á stjórn Búnaðarfélags íslands, þannig að Búnaðar- þingi sé leyft að kjósa alla stjórn félagsins. Væntir fund- urinn þess, að sú breyting mundi orka því að félagið megi verða framkvæmdasöm og samhuga stofnun til forgöngu um öll málefni bænda“. Samþykktar voru einnig ít- arlegar tillögur um skipulag á afurðasölu innanlands, aukning xframleiðslu á þeim vörum, sem fluttar eru inn í landið en hægt er að framleiða hér, tillaga um rannsókn áhrifa verðmats og lágmarkssöluverð, hver áhrif það hefði til verðfesting- Keiðruðu húsmæður! Minnist þess er þér gerið innkaup í verzlun yðar, að eftirtaldar vör- ur eru þekktastar og fyrir löngu orðnar þjóðkunnar fyrir gæði. Lillu-gerduft, Lillu eggjaduft, Lillu-bökunardropar, Lillu- búðingsduft. Lillu-krydd vörur, Lillu-sælgætisvör- ur og Efnagerðar-soyan Þá skal ekki gleyma hinu óviðjafnanlega Liilu-súkkulaði og Fjallkonu-súkkul. sem öllum neyt- endum líkar fullt svo vel sem bezta ú 11 e n t súkku- Fjall- k o n u- gljá v a x Fjallkonu- skóáburður, Fjallkonu-fægi- lögur og Mum- skúriduft. Þessar vörur ásamt m. fl. teg. .eru fram- leiddar í h.f. Efnagerð Reykjavíkur, sem er elzta stærsta, fullkomnasta og fjölbreyttasta verksmiðjan í «inni grein hér á landi, og svo vel þekkt og vinsæl fyrir sína góðu framleiðslu. að varla mun flnnast sú hérlend húsmóðir, sem ekki kannast við nafnið EfnagerðReykjavíkur ar á vöruverðinu. Samþykkt var og’ tillaga um að breyta fasteignaveðslánum til landbún- aðar og lánum, sem sýslu- eða hreppsjóðir ábyrgjast, í 50 ára lán með jöfnum afborgunum og 4% vöxtum. Loks voru 8 menn kosnir til þess að mæta á landsfundi bænda, sem vænt- anlega verður háður í Reykja- vík í febrúar eða marz. Á fundinum á Strönd á , Rangárvöllum, var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Með því að Alþingi og ríkis- stjóm ekki hafa hafið neinn undirbúning til rannsókna á hvern hátt verði hægt að koma á betra skipulagi á byggðir landsins. á þeim grundvelli er Búnaðarþing 1931 og landsfundur bænda ! 1933 samþ., en fundurinn er ; þeirrar skoðunar að skipulags- leysi á byggð landsins og fram- leiðslu landbúnaðarins hafi al- varlega lamandi áhrif á sjálf- stæði hans, skorar hann á Al- þingi og ríkisstjóm að taka mál þetta enn á ný til meðferð- ar og hrinda því í fram- kvæmd“. Á fundinum á Strönd var og samþykkt svohljóðandi tillaga: „Almennur fundur bænda í Rangárvallasýslu skorar á rík- isstjórnina að hlutast til um, að sveitamönnum sé eigi greitt lægra kaup fyrir sömu vinnu en kaupstaðamönnum, þegar um opinbera vinnu er að ræða og jafnframt sé samræmd bet- ur en nú er, kaupgreiðsla í slíkri vinnu í hinum ýmsu hér- öðum landsins, þar sem að- staða og lífskjör eru svipuð“. Tillagan var borin fram af Sigurþór Ólafssyni bónda i Kollabæ. Guðmundur Þorbjarn- arson bóndi á Stórahofi, sem í byrjun kvað hafa hneigst eitt- hvað að hinum svokallaða „bændaflokki", hreyfði lítils- háttar athugasemdum, en að öðru leyti var tillögunni ekki andmælt. Á fundinum munu hafa ver- ið mættir um 100 bændur, Á fundunum voru mættir, auk innanhéraðsmanna, alþing-' ismennirnir Jónas Jónsson og Bjarni Ásgeirsson, þingmenn Rangæinga, ráðunautamir Pálmi Einarsson og Ásgeir L. Jónsson og Ólafur Bjamason í Brautarholti, Sigurður Sigurðs- son búnaðarmálastjóri var mættur á fundinum við ölfusá Til kaupenda. Hérmeð er fast- lega skorað á alla kaupendur Tíin- ans, sem ekki hafa enn greitt síð- asta árgang (1933) blaðsins að senda andvirðið nú strax til af- greiðslunnar á Laugaveg 10, Reylcjavík. Skilsemi við blaðið. Betri skil skapa betra og fjölbreyttara blað. Dragið ekki lengur að borga Tím- ann. Fundur Framsókn- armannaíBsrgrnesi Þann 20. des. sl. var haldinn fundur í fulltrúaráði Fram- j sóknarfélaganna í Mýra- og ■ Borgarfjarðarsýslu, í Borgar- : nesi. Fundurinn var fjölsóttur og ■ sátu hann fulltrúar úr flest- um eða öllum sveitum héraðs- ins. Var fundurinn hinn bezti og var þar rætt af miklum á- huga um verke.fni þau, er núÁ liggja fyrir Framsóknarflokkn- um. Á fundinum var mættur þingmaður Mýramanna, Bjarni Ásgeirsson. Jónas Jónsson al- þingism. var einnig mættur á fundi þessum. Samþykktar voru í einu hljóði eftirfarandi tillögur: ; 1. „Fundurinn lýsir yfir því, að hann telur mjög illa farið, að samningar þeir, sem fyrir lágu um stjórnarmyndun og málefnasamband milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. skyldi ekki takast. Lítur hann svo á, að þar hafi verið séð svo vel fyrir mál- efnum bændanna, sem unnt var, eftir ástæðum, en telur | hinsvegar samband við Sjálf- , stæðismenn í þessum málum, j óhugsandi“. 2. „Fundur Framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, J skorar á alla flokksmenn sína að láta úrsögn tveggja þing- j manna og viðleitni til myndun- ar nýs flokks ekki hafa nein áhrif á fylgi sitt við flokkinn" Bæjarstjórnarkosningar i Vest- ma’miaeyjum ög "|i Neskaupstað fóru fram laugard. 6. þ. m. íhalds- menn töpuðu einu sæti á hvorum stað. í Neskaupstað komu Fram- sóknarmenn að einum manni cins og óður. Flokksþingið 1933. Framh. af 2. síðu. Guðbrandur Sigurðsson, bóndi, Hrafnkels- stöðum, stj órnarnefndarmaður í Kaupfélagi Borgfirðinga. Gunnar Þórðárson, bóndi, Grænumýrar- tungu, formaður Verzlunarfélags Ilrútfirð- inga. Hallur Kristjánsson, bóndi, Gríshóli, for- ■maðnr Kaupfélags Stykkishólms. Hannes Pálsson, bóndi, Undirfelli, endur- slmðandi Kaupfélags Ilúnvetninga. Halldór Ásgrímsson kaupfélagsstjóri á Borgarfirði. Hannes Jónsson, alþm., kaupfélagsstjóri á Hvammstanga. Helgi Hannesson kaupfélagsstjóri á Rauðalæk. Helgi Lárusson, kaupfélagsstjóri í Reykja- VÍlv. Ingólfur Bjarnarson, kaupfélagsstjóri í Fjósatungu, formaður Sambands íslenzka samvinnufélaga. Jakob Líndal, bóndi, Lækjamóti, endur- skoðandi í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Jóhann iVIagnússon frá Hamri, stjórnar- nefndarmaður í Kaupfélagi Borgfirðinga. Jón Fjalldal, bóndi, Melgraseyri, stjórnar- neíndarmaður í Kaupfélagi Nauteyrar- hrepps. Jón Ilannesson, bóndi, Deildartungu, stj órnarnefndarmaður í Kaupfélagi Borg- firðinga. Jón Jónsson, bóndi, Hofi, stjórnarnefndar- niaður í Kaupfélagi Fellshrepps. Jón Þórarinsson, bóndi, Hvammi, stjórn- avnefndarmaður í Kaupfélagi Dýrfirðinga. Jón ívarsson, kaupfélagsstjóri í Iiorna- firði. Jón Jónsson alþm. í Stóradal, stjórnar- nefndarmaður í Kaupfélagi Húnvetninga. Kolbeinn IJögnason, bóndi, Kollafirði, st j órnarnefndarmaður í Sláturfél. Suðurl. Kristinn Guðlaugsson, bóndi, Núpi, stjórn- arformaður Kaupfélags Dýrfirðinga. Lárus Ilelgason, aiþm., formaður Kaup- félags Vestur-Skaptfellinga. Magnús Finnbogason, bóndi, Reynisdal, endurskoðandi Kaupfélags Vestur-Skaftfell- inga. Markús Torfason, bóndi, Ólafsdal, endur- skoðandi hjá Kaupfélagi Saurbæinga. Magnús Guðmundsson, kaupfélagsstjóri á Flateyri. Ólaíur Guðmundsson, bóndi, Þóreyjar- núpi, stjómarnefndarmaður í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Óskar Tómasson, kaupfélagsstjóri, Eski- firði. Pétur Sigfússon sölustjóri í Kaupfélagi Þingeyinga. Sigurður Jónsson, bóndi, Stafafelli, stjórnarnefndarmaður í Ivaupfélagi Austur- Skaptfellinga. Þorleifur Jónsson, alþm., fomiaður Kaup- léiags Austur-Skaptfellinga. Þórhallur Sigtryggsson .kaupfélagsstjóri á Djúpavogi. Auk þessara manna mættu ýmsir fleiri sem trúnaðarstörfum hafa gegnt fyr og síðar fyrir samvinnufélögin. Meðundirritaðir, formaður og ritari mið- stjórnarinnar, (Sigurður Kristinsson og Gísli Guðmundsson), viljum að lokum taka það fram, að bréf miðstjórnarinnar 10. des. s. 1., sem Tr. Þ. segir að hafi verið sent í Strandasýslu, sem skilja má á þann veg, að það hafi verið sent í það hérað eingöngu, var sent trúnaðarmönnum miðstjórnarinnar í öllum liéröðum landsins. Það er ekki rétt, að í því bréfi sé „lagt mjög ríkt á við Stranda- menn“ að kjósa Tr. Þ. ekki á þing. Mið- stjórn Framsóknarflokksins hefir vitanlega ekkert um það að ákveða, hvern Stranda- menn kjósa á þing, eða hverjir þar bjóða sig fram utan Framsóknarflokksins. En Framsóknarflokkurinn hefir auðvitað ekki í kjöri aðra menn en þá, sem í flokknum eru, hvorki í, Strandasýslu né öðrum kjördæm- um. Ef Tr. Þ. er ekki í Framsóknarflokkn- um, getur hann ekki heldur verið í kjöri af hálfu þess flokks. Þessvegna verða Fram- sóknarmenn í Strandasýslu að velja sér nýj- an frambjóðanda eins og flókksmennirnir í hinum kjördæmunum, þar sem eins stend- ur á. Það sem við nú höfum skýrt frá, styðst \ið það, sem fyrir liggur skjalfest í gerða- bókum flokksstjórnarinnar. Reykjavík, 8. jan. 1934. Sigurður Kristinsson. Jón Árnason. Gísli Guðmundsson. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.