Tíminn - 23.01.1934, Page 1

Tíminn - 23.01.1934, Page 1
©faíbbagi blat»in» tc 1. Jinf. J&xgangutlnu tootar 10 H. ^-fgreibeía Ofl Snufeciruta á íougooeg 1p. ©itnt 2553 - ®«í ---1-- , xvm. árg. —nrr-T-%—.Tjr-iai > Reykjavík, 23. janúar 1934. úaia ifliiuuuninurua Viötal viö Jón Arnason, tramkvœmdastjóra. Eins og- skýrt var frá hér í blaðinu hefir stjóm Sambands ísl. samvinnufélaga boðað til fundar í marzmánuði næstkom- andi, þar sem mættir munu verða forstöðumenn eða fulltrúar sam- ; vinnufélaganna víðsvegar um land. Tíminn hefir í sambandi við i þessa fundarboðun átt tal við ; Jón Árnason framkvæmdarstjóra, sem hefir á hendi stjórn afurða- | sölunnar af Sambandsins hálfu, i og spurt hann um verkefni fund- | arins og fleira, sem að sölu af- urðanna lýtur. Tilgangur fundarins er, segir Jón Árnason, að ræða afurðasölu- mál samvinnufélaganna í heild, leitaat við að gera umbætur á henni og finna nýjar leiðir. Á hvað búizt þér við að höfuð- áherzlan verði lögð? Af hálfu Sambandsins hefir með nokkrum fyrirvara verið beint til félaganna spurningum um ákveðin efni viðvíkjandi af- urðasölunni til að vekja athygli á því helzta, sem ráðgert er að taka til meðferðar á fundinum. Má þar telja í fremstu röð kjöt- söluna einkum innanlands. Þegar að því kemur að skipu- leggja kjötsöluna innanlands bet- ur en nú er gert, vantar mjög til- finnanlega skýrslur um ýmislegt, sem nauðsyn er að vita deili á. T. d. hefir aldrei verið safnað skýrslum um sláturfjártölu á haustin. Það eina, sem með vissu verður vitað um þetta atriði, er hve mikið kjöt er flutt til út- landa. Engar skýrslur eru til um, hvað mörgu fé er slátrað á haust- in til sölu innanlands og tii heim- ilisþarfa. Ég hefi snúið mér til atvinnumálaráðherra Þorsteins Briem, og hefir hann brugðist vel við þeirra málaleitan, að afla eins greinilegra skýrslna og hægt er árið sem leið. Slíkum skýrslum þarf að safna eftirleiðis. Jafnframt þessu þyrfti að gera áætlanir um árlega kjötþörf í bæjum og stærri kauptúnum landsins. Ætti að vera mikill stuðningur í skýrslum þessum til undirbúnings því að koma betra skipulagi á kjötsöluna í landinu. Hverskonar fyrirkomulag hafið þér hugsað yður á skipulagningu afurðasölunnar? 1 raun og vex-u er hér ekki um. skipulagningu að ræða heldur umbætur á skipulagi. Afurðir landbúnaðarins eru að langmestu leyti í höndum samvinnufélag- anna. T. d. selja samvinnufélögin 70—80% af útfluttri ull og gær- um, 80—90% af útfluttu saltkjöti og allt það freðkjöt, sem flutt er úr landi. Skipulagið á þessu sviði virðist því vex-a nokkurn- veginn eins fullkomið og- hægt er áð búast við með frjálsum samtökum. Ef hér er umbótaþörf, sem vel getui- verið, þarf hér að bæta vinnubrögðin frekar en skipulagið. Hinsvegar ber því ekki að neita, að vegna breyttra stað- hátta, m. a. breyttra samgangna, er skipulag á afurðasölu bænda innanlands miklu lausara í snið- um en gagnvart útflutningnum. Nú geta bændur komið afurðum sínum til bæjanna af miklu stærra svæði en áður var. Hinn öi'i vöxtur bæjanna*) hefir og leitt af sér þá bi'eyting, að í stað þess, að til skamms tíma var miklu meira en helmingur af kjötinu flutt til útlanda, þá er nú áætlað, að landsmenn noti sjálf- ir a. m. k. tvo þriðju hluta af því kjöti, sem til fellst á haustin, en aðeins um þi'iðjungur sé flutt- ur út. Þar sem samvinnuíélögin í upp- hafi skoðuðu það sem sitt höf- uðhlutverk, að annast urn afurða- söluna til útlanda, þá er það skiljanlegt, að þau séu ekki eins langt komin í því, að skipuleggja innanlandssöluna og sízt þar sem hún heíir aukizt svo hratt á síð- ustu árum, sem ég hefi áður nefnt. En ofan á þann grundvöll, sem samvinnufélögin þó þegar hafa lagt að skipulagning innanlands- sölunnar, verður að byggja með þeim umbótum, sem þörfin kref- ur. Svo að nefnt sé dæmi, væri r.áttúrlega ekkei’t vit í því að leggja niður t. d. Sláturfélag Suðux-lands, sem starfar að mestu leyti að sölu á innlendum markaði og á að baki sér þori'a allra kjötframleiðenda á Suður- landi, og setja upp eitthvert nýtt skipulag í þess stað. Það er á valdi bændanna sjálfra alstaðar á landinu, að afla svo hin frjálsu samtök samvinnufélaganna, að þau séu einhlít til þess að halda uppi sanngjörnu verðlagi. Má það teljast neyðarúri'æði, ef þetta í’eynist óframkvæmanlegt, svo að löggjafai'valdið þurfi að skerast í leikinn eins og í’addir heyrast um nú í seinni tíð. Það lítur út fyrir, að mönnum hafi til skamms tíma ekki ver- ið það ljóst, að umbóta á afurða- sölunni væri sérstaklega þörf hér heima fyrir. Allt fram á árið, sem leið, virðast hugir manna svo að segja eingöngu hafa beinst að erlenda markaðinum. Þetta kom glöggt fi’am í því, að grein, sem ég skrifaði í Tímann 9. sept. sl. um sölu landbúnaðarafurð- anna, virtist koma öllum þorra manna mjög á óvart. Það, sem mönnum virtist koma sér- staklega á óvart xar það, að við samanburð á verði fyrir útflutt kjöt við það verð sem bændur fengu á innlenda markaðinum, sýndi það sig, að innlendi mark- aðui’inn hafði á árinu 1932, þrátt fyi'ir hið óvenjulega lága vei’ð á heimsnxarkaðnum, yfirleitt ekki verið hagstæðara en útlenda verðið. Þessi ókunnugleiki sézt vel á skrifum sumra blaða um þetta mál, þar sem þessum sam- anburði var í fyrstu jafnvel harð- lega mótmælt. Þau mótmæli eru raunar löngu þögnuð, og síðan *) Fólksfjölgunin í bæjunum og þorpunum er svo ör, að af henni gæl.i A hverjum tveim árum mynd- ast nýr bœr á stærð við Akureyri. hafa ýmsiv menn orðið til þess að ræða umbætur á innanlands- n.arkaðnum og telja þær nú eitt hið mesta nauðsynjamál landbún- aðarins, sem og rétt er. Hafið þér nokkrar ákveðnar tillögur að gera viðvíkjandi um- bótunum á innanlandssölunni ? Að svo komnu máli hefi ég ekki gert neinar ákveðnar tillög- ur. Hér er um mikið vandamál að ræða eins og bezt sézt af öi'ð- ugleikum nágrannaþjóðanna við að koma góðri skipun á þessi mál. Ég vinn að því, að viða að mér efni unx þessar erlendu ráð- stafanir, sérstaklega á Norður- löndum. Árangurinn af þeirri vinnu verður lagður fyrir fund- inn. Álít ég í'étt að bíða aðgerða hans um allar ákveðnar tillögur. A síðastliðnu ári var gerð tölu- verð breyting um mat og með- íerð á kjöti til þess m. a. að korna í veg fyrir, að menn geti slátrað undir beru lofti heima hjá sér eða í bæjum og selt kjöt- ið svo í skjóli samvinnufélaga og vei-zlana, sem lagt hafa í ærinn kostnað til að meðhöndla allt kjöt, sem selt ei', bæði innan- lands og til útlanda, sem hæfir fyrsta flokks vöru. Það skiftir miklu máli, að þessum lögurn verði röggsamlega framfylgt, því að það myndi minnka glundroð- ann á innlenda markaðinum til mikilla muna. Það er líka mjög til athugunar, hvort ekki þarf að taka upp í löggjöf refsiákvæði við því að bjóða fram afurðir landsmanna óeðlilega lágu verði og- spilla þannig fyrir eðlilegri og heil- brigðri verzlun með vörur bænd- anna. Hvernig er verðlag á kjötfram- Ieiðslu bænda í nágrannalöndun- um nú sem stendur? Síðustu upplýsingar um þetta efni, sem ég hefi í höndum, eru frá því um 20. des. Þá var verð- ski'áning á kjöti í Oslo, sem hér segir: Uxakjöt . . . . 0,70—1,10 pi\ kg. Kýrkjöt . • . . 0,45—0,75 — — Kálfskjöt. . . . 0,80—1,30 — — Kindakjöt. . . . 0,70—0,90 — — Lambakjöt.. . . 0,80—1,00 — — ílrossakjöt. . . 0,30—0,35 — — Grísakjöt.. .. 0,60—1,04 — — I kjöthöllinni í Khöfn var boi'gað á sama tíma það verð, senx hér segir: Uxa- og kvígu- kjöt. 0,38—0,60 pr. kg. Nautakjöt.. . . 0,25—0,40 — — Kýrkjöt. 0,20—0,42 — — Kálfskjöt. . . . 0,35—1,30 — — Ungkálfakjöt . 0,15—0,25 — — Grísakjöt. . . . 0,85—1,25 — — Svínakjöt. . . . 0,25—0,35 — — Nýtt lamba- kjöt (prima) 0,90—1,10 — — Er það rétt, sem stóð í blaði einu nýlega, að íslenzkt freðkjöt sé „selt“í London á kr. 1,20 kg. ? Mér er ekki kunnugt um, hvað íslenzkt fi'eðkjöt er selt í London nú, því allt það kjöt, sem flutt var út í síðustu kauptíð var selt fyrii'fram fyrir nokkru lægra vei'ð en þessu svarar. Getur ver- ið, að átt hafi verið við verð, sem selt ei' fyrir til sölubúða. Hihs- vegar var heildsöluverðlag á fi'osnu dilkakjöti í desember síð- astliðnum um það bil 10% lægra en í lok októbermánaðar. En yfirleitt hefir þó sala land- búnaðarvaranna erlendis gengið nxun betur á árinu 1933 heldur en árið áður. Mestur hluti út- ihaldsstjérsaisi i Reykjavík. Fólksfjöldinn i Reykjavík 1924—’32. Fiakiskipaflctinn i Reykjavík 1925—'32. ; Svörtu súlurnar sýna, hvernig fiskiskipatalan (togarar og línuveiðai'ar) bi-eytist frá ári til árs. Súlurnar fara lækkandi, en það þýðir, að skipin fækka, jafnframt því, sem fólkinu, sem þarf að lifa af frantleiðslunni, f j ö 1 g a r. — Strikaða súlan sýnir, hversu ntikill skipastóil ætti að vera í bænum nú, ef skipin væri í hlutfalli við fólksf jölgunina. Það er almennt viðurkeixnt í Reykjavík, að málflutningur Fi’amsóknarflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar hafi verið hinn fullkomnasti, senx þekkzt hafi við kosningar í bænunx — bæði í Nýja dagblaðinu og við útvarpsumi'æðurnar, senx flokkur- imx beitti sér fyrir. Jafnframt því, senx flokkui'inn lagði fyrir viðreisnaráform sín gagnrýndi hann stjónx íhaldsins á Reykjavíkui'bæ í fjái’málum og alvinnumálum. Flokkui’inn telur og hefir fært rök fyrir að afkoma Reykjavíkur er svo nátengd af- konxu annara landsnxanna og þess- vegna verður þjóðin öll að geta íylgst nxeð unx stjórn Reykjavík- ur og fá heildaryfirlit um ástand- ið í bænunx. Hér við bætist að af stjórn Reykjavíkur geta menn lært að þekkja íhaldið ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því síðan 1927 hvernig það stjói'nar. Það er ekki alveg þýðingar- laust fyrir landsmenn að fá í hendur ói'ækar sannanir fyrir því t. d. Framh. á 2. síðu. flutningsvaranna er nú seldur nema freðkjötið, sem ekki var hægt að flytja út í haust vegna innflutningstakmarkana í Bret- landi Er ráðgert að flytja mest- an hluta eftirstöðvanna til Bret- lands í marzmánuði, þar sem það vegna innflutningsleyfa verður að vera komið þangað í lok þess nxánaðai'.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.