Tíminn - 19.02.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.02.1934, Blaðsíða 2
30 TÍMINN ið varð í minnihluta 1927 hefir sýnt, að sú leið, sem M. Kr. opnaði í síldai-vinnslunni er að verða þjóðvegur við lausn þeirra vandamála. Menn þekkja sögu samvinnu- útgerðarinnar á ísafirði, sem reisti hungur- morða bæ úr rústum, verkamannabústað- ina í Reykjavík, sem eru beztu heimkynni, sem íslenzkir erfiðismenn við sjó fá að njóta, samvinnuhúsin, sem verða reist í Reykjavík næsta sumar fyrir miðstéttar- menn, og mun bera langt af öðrum húsum, ef borið er saman verð og' gæði. Ég nefni að lokum tunnuverksmiðj una á Siglufirði. Hún er spor í rétta átt, og byrj- un að samvinnuiðnaði. Bærinn og landið hafa hjálpað til að koma upp verkstæðinu og vélunum. Síðan vinna verkamenn á Siglu- firði að tunnugerðinni á vetrum, og fá í kaup, það sem vinnan gefur af sér. Bnn er ýmislegt viðvaningslegt við þessa byrjun. En hún er spor í rétta átt. Á Akureyri eyði- lögðu kommúnistar undir áhrifum Einars Oigeiissonar samskonar fyrirtæki með lieimskulegum kröfum. Þeir vildu ekki þola að smiðirnir bæru úr býtum saimvirði starfsins. Þeir heimtuðu að tunnugerðin yrði bæjarrekstur, og auðvitað rekin með tekjuhalla til að sprengja þjóðfélagið. Vandinn er hinn sami í kaupstöðum og sveitum. Atvinnan þarf að vaxa. Heimilin þurfa að fjölga. Og atvinnan má ekki vera lögð niður, brauð, keypt fyrir sál og sann- færingu eða tekj uhallavinna til að veita at- vinnu. Og nýju heimilin mega ekki vera rakar Jjg, dimmar kjallaraholur og hana- bjálkaloft. Það eru fleiri menn en þeir, sem búa í skrauthýsum. Allir sómasamlegir menn þrá að fá að vinna, haía hreinleg og heilsusamleg húsakynni, geta séð fyrir sér og sínum og notið frelsis og mannréttinda. Sé bætt úr þessum þörfum heyrist ekki minnst á byltingu, hvorki af verkamönnum til að hlunnfara suma borgara þjóðfélagsins eða frá þeim, sem betur mega til að geta hneppt iðjumenn landsins í þrældóm. Ég tek þessi tvö atriði jöfnum höndum: Meiri framleiðsluatvinnu í kaupstöðunum, og fíeiri og betri ný heimili. I sveitum er krafan um möguleikana til landnáms fyrir allt dugandi fólk, sem vill vera í sveit og vinna með atorku. Þannig verður hin eðhlega krafa í bæjum og kaup- túnum sú, að allir, sem vilja vinnameð þreki og dugnaði að framleiðslu og sjávarafurðum eða iðnaði, sem skynsamlegt er að stunda á íslandi, geti átt þess kost. Sömuleiðis að verkamannabústöðum og samvinnuhúsum verði fjölgað jafnmikið og heimilisþörfin vex. Frá mínu sjónarmiðið á að vera eitt skil- yrði og ekki nema eitt, fyrir því að unga fólkið fái aðstoð þjóðfélagsins til að fá því atvinnuskilyrði og heimiliskost. Unga fólkið verður að vilja vinna, vinna mikið, og eyða ekki íé eða kröftum til skaðlegra nautna. En þeir sem vilja vinna vel og drengilega, eiga ekki að þurfa að vera atvimiulausir og búa í rökum kjallaraholum eða hanabjálka- loftum. Það er miklu meiri þjóðarnauðsyn að koma upp 20 nýjum heimilum handa fáeinum, sem vinna að framleiðslunni, held- ur en byggja eitt skrauthýsi handa eyðslu- sömum og athafnalitlum fjárbrallsmanni. Ekkert er fjær mér en að vilja að ríkið taki fram fyrir hendur þeirra manna sem vilja framleiða og eiga tækin sjálfir. Magn- úsi Kristjánssyni datt ekki í hug að leysa síldariðjumálið með því að kaupa þær verk- smiðjur sem voru til, aðeins til að ríkið ætti þær. Hann bað þá sem áttu þær að fram- leiða eins mikið eins og þeir gætu. Hann bætti verksmiðju við og síðan hefir þurft að fjölga þeim enn meira.. Þannig koma til- l lögur mínar á engan hátt í bág við einka- : reksturinn. Þeir sem eiga togara, línuskip og j vélbáta halda þeim úti eins og bezt hentar. j En það vantar atvinnutæki samt. Það eru | oí fá skip handa þeim sem vilja og þurfa að lifa af fiskveiðum. Þessi vöntun er orðin svo tilfinnanleg að í sumum kjördæmum er það að verða atvinnuvegur nokkurs hluta æskumanna að kjósa til alþingis eins og smalar sumra skipaeigenda vilja, til að fá atvinnu á sjónum. Það er spilling sem staf- ar af vantandi atvinnuskilyrðum. Of þessi spilling er einhver mesta andlega pest, sem til er í þjóðfélaginu. Aiveg eins og M. Kr. myndi ekki hafa bygt síldarverksmiðjuna ef einstakir menn hefðu átt nógu margar slíkar verksmiðjur og starfrækt þær, þanig á ekki að grípa til samvinnuútgerðar eða samvinnuiðnaðar nema þar sem einkaframtakið nær ekki til, en duglegt fólk verður vinnulaust, og leggst Framh. á 3. síðu. Fasisminn vofir y fir Þau skelfingartíðindi, sem borizt hafa frá Þýzkalandi á árinu, sem leið, og fregnirnar um blóðbaðið mikla í Austur- ríki núna allra síðustu daga, gefa átakanlega til kynna, hvað í vændum er hér á voru landi og yfirleitt með lýðfrjáls- um þjóðum, ef ofbeldis- og kúgunarhreyfing sú, sem þess- um atburðum veldur, nær að magnast meðal vestrænna þjóða meir en orðið er. Nú er tími til þess kominn, að þeir menn og flokkar allra landa, sem hafa vilja og sinnu á því að hindra það, að hnefa- réttur og fámennisstjórn of- ríkismanna komi í stað lýð- ræðis, taki höndum saman um að afstýra hinni yfirvof- andi hættu. Viðurkenningin á jafnrétti allra manna og sú aðstaða til íhlutunar um mál þjóðfélags- ins, sem alþýða manna hefir á- unnið sér, er dýrmætasta eign mannkynsins á þessari öld. Sú kynslóð, sem nú lifir, hefir í skjóli þessara mannréttinda, vaxið að manndómi og menn- ingu meir en nokkur önnur kynslóð. En núlifandi kynslóð hefir notið þessara réttinda án þess að hafa, nema að nokkru leyti, barizt fyrir þeim eða gert sér fyllilega grein fyrir, hvað þau kostuðu. Hún þekkir ekki hæl einvaldskúgunarinnar af eigin reynd. Þögul gleymskan er búin að þagga niður stunur lítil- magnanna, sem á liðnum öldum þoldu ranglætið, og lemstrin eftir svipur kúgaranna eru horfin í duft moldarinnar, þar sem enginn finnur til. Núlifandi kynslóð hefir naumast gefið sér tíma til að kynnazt því og skilja það, hversu hörð og hversu löng baráttan var fyrir frelsi al- mennings og hversu mikið hún kostaði af dýrmætustu manns- lífunum, sem heimurinn hefir átt. Við íslendingar á 20. öldinni þekkjum að vísu nöfn Skúla Magnússonar, Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar og mann- anna, sem stofnuðu fyrstu kaupfélögin. En við skiljum ekki líf þeirra, ekki baráttu þeirra, ekki hina gömlu bölvun kúgunarinnar, af því að við þekkjum hana ekki eins og hún var. En nú eftir 150 ára baráttu fyrir „frelsi, jafnrétti og bræðralagi“ syrtir aftur í lofti meðal hinna frjálsu þjóða. Fyrir rúmum 10 árum hófst hin svarta afturganga einveld- isins suður á Italíu. Og nú fyrir rúmu ári síðan var tákn svörtu hættunnar dregið við hún í móðurlandi germanskra þjóða. Og alla vikuna, sem nú var að líða, hefir eitt helzta menn- ingarland álfunnar flotið í blóði. Það er blóð frjálsrar alþýðu, sem rennur að fótskörum hinna nýju harðstjóra. Einnig hér á Islandi er fas- isminn, harðstjórnarstefna síð- ustu ára, að festa rætur. Nú er það á voru valdi, Is- lendinga, að nema af dýr- keyptri reynslu vorra ger- mönsku frænda í Þýzkalandi og Austurríki. Það er enn á valdi frjálsrar alþýðu, að sjá svo um, að „ís- lands óhamingju“ verði ekki fasisminn að vopni. A víðavamii. Hvaðanæfa af landinu berast nú þær fregnir, að íhaldið missi fylgi með degi hverjum, og ganga menn í aðra flokka. Veldur því einkum tvennt ofan á það, sem fyrir 'var: I stjórn þess í bæjarmál- um Reykjavíkur, sem kunn er orðin af umræðupi í blöðum og útvarpi, og fylgi þess við naz- ista. Þykir mönnum nú fulhllt til þess að vita, að hafa sjálf- an höfuðstað landsins ofurseld- an íiialdinu þó eigi nái kyr- staða íhalds og vargöld nazista fullum tökum á þingi og þjóð. Framkvæmdir í Barðastrandarsýslu. Hvernig hugsar íhaldið um sveitirnar? Gott dæmi er Barðastrandarsýsla. Þar var 1- haldsmaður þm. í nálega 20 ár. Hann var dyggur stuðnings- maður þess flokks, lipurmenni og bjartsýnn. Hann hjálpaði öðrum héruðum stundum til að koma .áleiðis framfaramálum, sem samherjar hans gengu á móti. En hann kom engu fram í sinni sýslu, ekki fynr vilja- leysi sitt, heldur fyrir óbeit flokksins á að hlynna að sveit- unum. Vorið 1931 sagði maður, sem fór þrjár dagleiðir um sýsluna, að hann hefði varla séð metralangan vegarspotta, og ekki nema eina gamla tré- brú, sem var frá tíma eldra þingmanns. Síðan Bergur Jóns- son tók við þingmennsku fyrir kjördæmið, hefir skift um, þrátt fyrir kreppuna. Nú er að verða akfært frá Rauðasandi og allt að Patreksfirði. Síma- lína komin út í víkumar norð- an við Látrabjörg, myndarleg sundlaug komin í Tálknafirði, akvegur frá Kleifum og langt út með Gilsfirði, margar brýr gerðar yfir ár í nyrðri sýsl- uni, komið á betri strandferð- um við Króksfjarðarnes, og efldar skipulegar bátaferðir frá Flatey og milli eyjanna og upp til meginlands. Þetta er vel af sér vikið á 3 árum. Viðureignin á Selfossi. Leiðarþing var við ölfusá fyrir skömmu. Þingmenn Ás- nesinga héldu það. Jón Jóns- son í Stóradal kom þangað. Var það fyrsta trúboðsferð þeirra félaga, sem. ætla að setja sprengingakandidata til að skaða hvern Framsóknarfram- bjóðanda nú í vor. Ungur bóndi úr Flóanum, Páll Hannesson í Sandvík, skaut því til Jóns, hvort hann vildi ekki gera grein fyrir ástæðum sínum að skaða Framsóknarflokkinn. Jón réðist þá á þingflokkinn, og taldi hann hafa ætlað að innleiða Reykjavíkurkaup allsstaðar á landinu. Jörundur svaraði hon- um rækilega. Sýndi fyrst fram á að ekki var talað um annað en kauptaxta hvers hér- aðs, þ. e. það, sem atvinnurek- endur þar borguðu sínu verka- fólki. Og þó var ekki einu sinni að Framsóknarflokkurinn gengi að þessu sem föstu marki, heldur að hafa hliðsjón af við- urkenndum taxta, sem í raun- inni er ekki annað en að hætta að borga bændum í opinberri vinnu lægra en bæjamönnum. Varð Jón að viðurkenna að hann hafði farið með staðleys- ur. Reyndi hann að vitna í Al- þýðublaðið sér til stuðnings. Jörundur bað hann lesa orðrétt úr því um samkomulagstilraun- imar. Var Jón tregur til þess, en varð þó að gera það. Fóru þá áheyrendur að skellihlæja, því að þá stóð annað í blaðinu heldur en Jón vildi vera láta. Jörundur talaði þrem sinnum og hafði þá kreppt svo að Jóni, að hann átti hvergi útgöngu- dyr. Þótti öllum Framsóknar- mönnum, er á fundinn komu, að Jörundur hafa varið vel og karlmannlega ríki sitt, og eru staðráðnir í að veita honum öruggt brautargengi. Enginn maður var með Jóni á fundin- um, en íhaldið sýndi honum nokkura samúð. Lauk þannig fyrstu trúboðsferð hinna prýði- legu embættismanna í bænda- flokknum. Fræsala. Á undanförnum árum hefir S. I. S. og kaupfélögin mjög haft forystu um sáðvöruverzl- un þá, er að nýrækt lýtur, sáðkorn til grænfóðurræktar og grasfræ til túnræktar. — Þannig hefir S. I. S. á árunum 1930—33 selt um 300 smálest- ir af sáðkomi og grasfræi. Væri það útsæði í vænt flag ef á einn stað væri komið. Gras- fræsala Sambandsins hefir komizt hæst í 21.23 smálestir 1931. Á komandi vori verður tek- in upp sú nýlunda, að kaupfé- lögin hafa einnig á boðstólum gulrófnafræ af góðri tegund. Er þetta aðeins byrjun á því sjálfsagða fyrirkomulagi, að meðlimir kaupfélagana geti fengið allar hinar algengari tegundir af matjurtafræi í sín- um eigin verzlunum, kaupfé- lögunum. Gulrófnafræið sem kaupfé- lögin selja, er í þetta sinn að- eins af einni tegund — sbr. auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu — nefnist sú tegund „Gauta“ (Göta) gulrófur, og er reynd að góðu bæði í Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi. Fræ- ið er -úrvalsfræ, ræktað sem stofnfræ við fullt eftirlit. Fræið fá félögin beint frá að- alframleiðslufirmanu í Svíþj óð fyrir milligöngu Sambandsins, en hr. Árni G. Eylands er ráðunautur þess um fram- kvæmdina. Er því full trygg- ing fyrir því að verð og gæði verði hið bezta sem fáanlegt er. I ; Kaupgjaldskröfur Jóns Jónssonar. Jón Jónsson í Stóradal gerði uppreisn í Framsóknarflokl<n- um af því að hann áleit svo mikilsvert fyrir bændastéttina, að sveitamenn fengju lægra kaup en bæjamenn í vega- og brúavinnu. Jóni hefir verið bent á það, að hann ætti sjálf- ur að taka þriðjungi minna kaup í kreppulánasjóði heldur en bæjamennirnir, sem vinna með honum og fá vin sinn vegamálaráðherrann til að vera þriðjungi léttari á fóðrum heldur en Magnús Guðmunds- son. En hvorki Jón eða Þor- steinn Briem virðast lifa eftir þessu boðorði sínu. Þ. Br. er enn á sama kaupi og M. G. Og Jón tekur 600 kr. á mánuði í kaup frá kreppulánasjóði, eða 7200 kr. árlega alveg eins og hinir tveir bæjamennirnir í sjóðstjórninni. Við nánari at- hugun ætti Jón að sjá, að hann verður að lækka sig um þriðjung, ofan í svo sem 400 kr. mánaðarlega, til þess að sanna í verki, að bændastéttin eigi að vera réttminni en bæja- menn. Jón boðar nýja trú, og hver trúarhöfundur verður að lifa eftir kenningu sinni. Framfaramál Skagfirðinga. Ef skagfirzkur umbótamaður er spurður um hver séu mestu áhugamál hans fyrir héraðið, þá mun hann svara: Hafnar- gerðin á Sauðárkróki og mjólk- urbúið. Framsóknarmenn í héraðinu hafa nú um nokkur ár starfað að undirbúningi mjólkurmálsins, og eru allar líkur til að búið muni rísa í skjóli kaupfélagsins á Sauðár- króki. Skagafjörður er ef til vill eitt allra bezta hérað landsins til mjólkurframleiðslu, en markað vantar fyrir afurð- irnar, þangað til þar kemur mjólkurverksmiðja. Lögin um hafnargerð á Sauðarkróki voru samþykkt, þegar Framsóknar- flokkurinn hafði meirihluta að- stöðu, en lítið verið hreyft fyr en nú í vetur, að Fram- sóknarmenn í Skagafirði hafa komið hreyfingu á málið og gert nýjar tillögur um fram- kvæmdina. Fyrir unga fólkið í Skagafirði skiftir miklu hvort umbótamenn eða kyrrstöðu- menn fara með mál héraðsins á næstu árum. I skjóli við höfn á Sauðárkrók og stórt mjólkurbú, myndi skapast grundvöllur fyrir mikla nýrækt og heimilafjölgun. Ekki vegna málefna. I síðasta tbl. Framsóknar er í fyrsta sinn minnst mála sem klofningsmenn hafa áhuga fyrir og vilja vinna að. Prestur í sveit ríður þar á vaðið. Minn- ist hann þriggja mála, sem öll eru í fremstu röð baráttu- mála Framsóknarflokksins og er því erfitt að skilja þörf- ina á nýrri flokksmyndun til þess að hrinda þeim fram. En presturinn varar sig ekki á því að hann gerir forstjóra „einkaf yrirtækisins“ bj arnar- greiða með því að minnast þessara mála. Hann hefir ef til vill ekki vitað það að „forstjórarnir" hafa aldrei hreyft hönd né fót til f’ramgangs samvinnubyggða- hugmyndinni, sem barizt hefir verið fyrir af Framsóknar- mönnum, og barizt verður fýrir af þeim unz býlafjölgunarmál sveitanna verður leyst. Honum hefir ef til vill ekki verið það fyllilega ljóst að baráttan fyrir skipulagningu afurðasölunnar innanlands var fyrst hafin af fullum krafti af Framsóknarflokknum í haust, fyrst og fremst að forgöngu Jóns Árnasonar og Eysteins Jónssonar, og að á- stæðan til þess að ekki var lagður grundvöllur að fullkom- inni lausn málsins var sú, að kloíningsmennirnir svikust undan merkjum. Hann hefir sjálfsagt ekki vitað, að á flokksfundum í hau&t var ekki farið dult með það af hálfu „forstjóranna" (einkum þó Jóns frá Stóradal) að það væri ekkert neyðarúr- ræði að sæta þeirri meðferð á innflutningshöftunum að þau yrðu afnumin ef þess væri gætt að hamla innflutningi landbúnaðarvara. Þó því aðeins væri þessu sætandi að það gæti orðið til þess að samvinna héldist við íhaldið. Svo á að fara að telja mönnum trú um að þessir for- kólfar verði skeleggastir í bar- áttunni fyrir nýbýlum, skipu- lagningu afurðasölu og inn- f lutningshöftum! Einkafyrirtækið er ekki stofnað málefnanna vegna. Oíug áhrif. Fyrir nokkru ætlaði Ifitlei' að halda ræðu í Berlín. Hann ók til fundarstaðarins í leigubíl og þekkti bílstjórinn hann ekki. þegar þangað kom bað hann bílstjórann að biða eftir s.ér og keyra sig heim, þegar hann hefði aflokið erindinu. þessu neit- aði bílstjórinn ákveðið og sagðist endilega verða að fara heim, til að hlusta á ræðu Hitlers í útvarp- ið. Yfir þessu var Hitler svo á- nægður, að hann gaf bílstjóranum 10 mörk. En hann misskildi gjöf- ina og sagði: Ég gef ekki baun fyrir þennan heimskingja, hann Hitler. Ég skal bíða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.