Tíminn - 19.02.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.02.1934, Blaðsíða 3
Tf MINN 81 Flokksfundir f Þingeyjarsýslum. Fulltrúaráðsfundur Norður-Þingeyjarsýslu. Á fundi fulltrúaráðs og fé-.i lagsstjórnar Framsóknarfélags í Norðursýslu voru samþykktar j eftirfarandi tillögur með sam- ! hljóða atkvæðum: „I. Fundur fulltrúaráðs og félagsstjórnar Framsóknarfé- lags Norðursýslu, haldinn að Garði í Núpasveit 29. janúar 1934, lýsir yfir því áliti sínu, að hann telur brottvikningu al- þingismannanna Hannesar Jónssonar og Jóns Jónssonar úr Framsóknarflokknum í des. s. 1. hafa verið óumflýjanlega vegna starfsemi flokksins í framtíðinni. II. Fundurinn ákveður að halda fast við stefnu og starfs- reglur þær, er samþykktar voru á síðasta flokksþingi Framsóknarmanna og lýsir fullri andstöðu við hinn ný- stofnaða Bændaflokk. f tilefni af því, felur fundurinn deildar- stjórum sínum að safna með- limum í félagið. III. Fundurinn lýsir ánægju sinni á framkomu þingmanns- ins og viðhorfi til stefnumála Framsóknai-flokksins og felst algerlega á þann samstarfs- grundvöll sem ráðgerður var af Framsóknar- og Jafnaðar- mönnum í sainbandi við sam- komulagstilraunir um stjórnar- myndun á s. 1. Alþingi.“ Fundarstjóri var Pétur Sig- geirsson á Oddsstöðum, en fundarskrifari Sigurður Björns- son á Grjótnesi. Framsóknaríélag Norður- sýslu nær yfir Norður-Þing- eyjasýslu vestan Öxarfjarðar- heiðar, þ. e. Presthólahrepp, Öxarfjarðarhrepp, Fjallahrepp og Kelduneshrepp. Aðalfundur fulltrúaráðs Suður-Þingeyinga. Fulltrúaráð Framsóknarfél. Suður-Þingeyinga hélt aðalfund sinn 11. febrúar að Laugum í Reykjadal. M. a. samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélags Suður-Þing- eyjarsýslu-kjördæmis lítur svo á, eftir þeim skýringum, sem fram hafa komið frá báðum hliðum, að það hafi verið óhjá- kvæmilegt að víkja alþingis- mönnunum Hannesi Jónssyni og Jóni Jónssyni úr Fi'amsókn- arflokknum,. enda hafi þeir áð- ur gefið íullkomið tilefni til þess. llinsvegar lýsir fundurinn vonbrigðum sínum út af frá- hvarfi Tryggva Þórhallssonar og megnri vanþóknun á ásökun-’ um þeim, sem hann varpar á Framsóknarflokkinn í vikublað- inu Framsókn og mótmælir eindregið öllum tilraunum hins svokallaða „Bændaflokks“, er sýnilega leiða eingöngu til þess að kljúfa stjómmálasamtök bænda og veikja viðnámsþrótt þeirra gagnvart andstæðingun- um. Fundurinn skorar því fast- lega á alla samherja, sem fyr og síðar hafa skipað sér undir merki Framsóknarflokksms og samvinnufélagsskaparins í land inu, að láta ekki blekkjast af slíkum frávillingum, heldur þjappa sér sem fastast saman um áhugamál sín fyrir næstu kosningar og treysta skipulag flokks síns á öllum sviðum“. Mættir voru fulltrúar úr ílestum eða öllum hreppum Suður-Þingeyjarsýslu, þar á meðal þingmaður kjördæmisins, Ingólfur Bjamarson í Fjósa- tungu. Tillagan var samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna, og var um hana enginn ágrein- ingur. Borgarastyrjöldin í Austurríki. Fi’amh. af 1. síðu. hafi 1000 af liði jafnaðar- manna, en 53 af stjórnarliðinu. I öðrum borgum er talið að drepnir hafi verið 500 jafnað- armenn, en sárfáir af liði stjórnarinar. Fjöldinn allur hefir særst. Á föstudaginn var búið að hneppa 2000 jafnaðar- menn í fangelsi í Vínarborg einni, en síðan hafa verið stöð- ugar fangelsanir, bæði þar og í öðrum borgum Austurríkis. Herréttir hafa verið stofnaðir og þegar framkvæmdir nokkrir líflátsdómar. Atburðir þessir hafa hlotið misjafna dóma. Einna harðast hefir Dollfuss verið áfelldur í blöðum þýzkra nazista. Verk þeirra sjálfra lýsa þó ekki við- bjóð á slíkum aðferðum. En til- gangurinn er sá, að reyna að nota gremjuna yfir þessu blóðbaði st j órnarinnar, til að efla fylgi nazistanna, sem nú eru einu nokkurs megandi stjói’narandstæðingarnir í land- inu. Mikllr vatnavextir hafa verið bæði sunnan- og norðanlands síð- astliðna viku. Einkum hafa árnar í Húnaþingi og á Suðurlands-lág- lendinu verið í mikium vexti og hefii’ sumstaðar orðið tjón af, á \egum og síma. í Frakklandi er nú alit oi’ðið aftur með kyrrum kjörum. Dou- mergue, fyrvérandi forseti iiefir myndað stjórn með stuðningi allra liokka, nema jafnaðai-manna. — þingið hefir kosið nefnd til að rannsaka Staviski-málið. Samvinnubyggingafélagið. Byrj- að er nú að grafa fyrir kjöllur- um sdmvinnuhúsanna. Vinna við það um 20 manns fyrst í stað, en munu verða fleiri síðar. Einnig er verið að grafa fyrir leiðslum í götur á því svæði, sem húsin eiga að standa. Dánardægur. l’veir merkir Norð- ur-þingeyingar eru nýlátnir. þeir Siggeir Pétursson bóndi á Odds- stöðum og Jóhann Baldvinsson bóndi og vitavörður á Rifi. Báðir aidraðir menn, og létust af völd- um illkynjaðrar kvefsóttar, sem gengið liefir í héraðinu. Látiun er Ólafur Kr. þórðarson að Strandseljum. Hafði hann lengi búið að Strandseljum og var mesti dugnaðarbóndi. Nýlátinn er á Syðri-Rauðalæk í Rangárvallasýslu Ilelgi Jónsson; háaldraður maður. Hafði verið um 50 ár vinnumaður hjá Runólfi bónda þar. Úiflutningur. í janúar voru fluttar út vörur fyrir 0.041.000 kr. I sama mánuði í fyrra var út- flutningur fyrir 2.881.400 kr. Heimili á landinu töldust alls 20976 á öllu landinu við manntal- ið 1930. þarna með eru einnig taldar stofnanir, sem hafa sam- eiginlegt mötuneyti eins og t. d. skólar, sjúkrahús o. fl. Slík heim- ili voru 99 talsins með 1813 manns. Einbýlisfólk, sem taldist sérstakt heimili voru 618. Eigin- leg heimili voru því 20.259 með 106.430 manns. Kemur þá 5,3 manns að meðaltali á hvert heim- ili. Fjölmennust eru heimilin enn- þá í sveitunum, þar kemur 5,8 manns á heimili, en 4,9 í bæjum. Ull. Síðastliðið ár hafa verið flutt út 1.287 þús. kg. af ull og verðið verið 1383 þús. kr. 1932 var útflutningurinn 553 þús. kg. og verðið 497 þús. kr. Gærur. Síðastliðið ár voru flutt- ar út saitaðar gærur fyrir 829 þús. kr. Árið 193? var verðhæðin ekki nema 419 þús. kr. og var útflutn- ingsmagnið þó ekki nema litið eitt minna þá. Ostur. Árið 1932 var fluttur út ostur fyrir 3380 kr. Síðastliðið ár var enginn ostur fluttur út. KJöt. Árið 1932 voru flutt út 1766 þús. kg. af freðkjöti fyrir 830 þús. kr. Sama ár voru flutt út 13389 tn. af saltkjöti fyrir 695 þús. kr. Síð- astliðið ár hefir freðkjötsútflutn- Árshátið s amv innu manna verður haldin að Hótel Borg, föstudaginn 23. þ. m. og hefst með sameiginlegu borð- haldi kl. 7V* síðdagis. Til skemmtunar verður: Ræðuhöld, ein- söngur (María Markan) og D ANS. Væntanlegir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að rita nöfn sin á áskriftalista er liggja frammi á þessum stöðum: Kaupfélagi Reykjavíkur, Bankasfræti, Kaupfélagi Alþýðu, Vitasfig og Bræðraborgarstig og Hótel Borg. Undirbúningsnefndin. Happdrætti Háskóla fsiands Með því að fá hæsta vinning á sama númer í hverjum flokki er hægt að vinna á einu ári 185000lo^óx&is.!? Fjórðungsmiði kostar 1 kr. 50 au. í hverjum flokki. Á fjórðungsmiða er hægt að ‘vinna á einu ári 46250 króxiur. Vinningar eru skatt og útsvarsfrjálsir. TRYGGIÐ AÐEINS HJÁ HJÁ ÍSLENZKU FÉLAGI PÓBthðlf: 718. Simnefni: Incurance. BRUNATRYGGINflAE (hús, innbú, vörur o. fl.). Sími 1700. SJÓVÁTRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o. fl). Sími 1700. Framkvæmdarstjóri: Sími 1700. Snúið yður til Sjóváiryggingarfélags (slands hf. Eimskipafélagshúsinu, Reykjavík. iugurinn verið 1054 þús. kg. og verðhæðin verið 624 þús. kr. A1 saltkjöti voru fluttar út 6758 tn. og var verðið fyrir það 479 þús. kr. Mismunur innflutnings og út- flutnings var á árinu 1932 9,8 milj. króna, sem útflutningur var meiri en innflutningur, cn nú or útflutn- ingur aðeins 2,2 milj. kr., meiri. Talið er að 9 milj. kr. þurfi til greiðsiu á afborgunum og skuld- um í útlöndum, svo elcki lítur byr- lega út með verzlunarjöfnuðinn hjá okkur á þessu ári. Hitinn í desember var 5,7° yfir meðaltal. þetta er iilýjasti desem- ber, sem komið hefir hér á landi í 86 ár. Veturinn 1846 var álíka hlýr og í ár, samkvæmt mæling- um, sem þá höfðu verið gerðar í Stykkishólmi. íþróttaskólinn á Álafossi. Sigur- jón Pétursson er nú að láta hyggja skóíahús fyrir íþróttaskóla sinn. Er það stórt l.eikfimishús, sund- skáli og íbúð fyrir nemendur. Til- ætlunin hjá Sigurjóni mun vera að þarna verði iþróttaskóli, sem starfi allt árið, en hingeð til hefir skólinn aðeins starfað á sumnn. Mörg bréf. Líklega hefir enginn maður ó síðasta ári fengið eins mörg hréf og Roosevelt forseti. Frá því &ð hann tók við fors«ta- Jörd við Reykjavík til sölu. Lítil útborgun. Hagkvæmir borgunarskilmálar. Húsnæðisskrifstofa Reykjavíkur Aðalstræti 8 störfum í marz og til ársloka fekk hann lmilj. 620 þús. bréf og 200 þús. símskeyti. Smjör á ferðinni kringum hnött- inn. Fyrir nokkru síðan hefir verið gei’ð merkileg tilraun til að sýna gæði danska smjörsins og hversu lengi það getur haldið sér jafngott. þann 17. októlier í haust var lítiil trékassi með 3 kg. af smjöri. sendur á stuð frá Kaup- mannahöfn og þangað kom liann 89 dögum seinna og liafði þn farið lii’inginn í kringum jörðina, eða 45.212 km. iunga l.eið. Sérfróðir menn voru kvaddir til þoss að úrskurða hvaða breytingum það hefði tekið og dómur þeirra vur a þá leið, að það hefði lmldið gæð- um sínum og væri að öllu lejdi óskemnn , Framh. af 2. síðu. af þeim orsökum í andlega og- líkamlega oymd og volæði. Hinir svokölluðu iðjuhöldar hafa nú og vafalaust einnig í framtíðinni, ætíð nægi- legt svigrúm til að slcapa atvinnu. Nú standa þeir ráðþrota og hundruð og jafn- vel þúsundir manna vantar atvinnu og heilsusamleg’ heimili. Vegna þeirra manna þarf að koma á samvinnuútgerð og sam- vinnuiðnaði og reisa fleiri verkamannabú- staði og samvinnuhús. Ef þetta er ekki gert verður ógrynni fjár fleygt í atvinnubætur og máske síðar í atvinnuleysisstyrki. Og samt getur bölvun stéttastríðsins hvílt eins og martröð á þjóðinni. Eg álít samvinnuiðjuna geta verið með þrennu móti. Fyrst, að sambandið eða ein- stök samvinnufélög eigi iðnfyrirtækin, eins og t. d. Gefjunni, og er það fullkomnasta legund samvinnuskipulags. 1 öðru lagi get- ur hópur einstakra manna átt fyrirtækið og starfrækt það. Þanig eiga nú n.okkrar skips- hal'nir togara og línubáta og framleiða á samvinnuvísu. I þriðja lagi kemur sú sam- vinna sem M. Kr. stofnaði fyrst til hér, tneð síldarverksmiðjunni á Siglufiröi. Þá á ríkið eða bæjarfélög íramleiðslutækið, sivipið eða verkstæðið, en samvinnustarfs- Jolkið fær að nota þessi tæki og vinna með þeim. Á þennan liátt á að útrýma atvinnu- levsinu, liommúnismanum, nazismanum og öðrum glapræðum örvinglaðra manna. A sama hátt á að byggja húsin handa starfsliði landsins. Enginn dugandi maður eða kona á að þurfa að vera húsvillt eða búa í rökum kjallara eða hanabjálkalofti. Það þarf að nota starfsorkuna, beina henni að viðfangsefnum sem gagnlegt er að fást við. Eg- tek dæmi um skilyrðin hér í Rvík. llér eru vanalega þúsundir manna með hend- ur í vörum langan tíma úr árinu. Hér eru líka þúsundir manna sem lifa í heimkynn- um sem ekki eru mönnum boðleg. Hvað er dýrast í húsabyggingum ? Vinnan. Og af hverju hefir þjóðin mest? ónotuðu vinnu- afli og ónotuðu byggingaefni. Ilvers vegna hefir forráðamönnum húslausra bæja aldrei dottið í hug að koma upp verkstæðum þar sem atvinnulausir menn gætu fengið að steypa steina í íbúðarhús handa sér? Hvað væri eðlilegra en að vinna þannig að undir- búningi nauðsynlegrar húsagerðar, þegar ekki er um aðra atvinnu að ræða? En það er bezt að taka það strax fram, að það er ekki hægt að framkvæma neitt af þessum nauðsynlegu hlutum af byltingar- flokkum. Það er ekki heldur hægt að koma neinu verulegu af þessu í framkvæmd með venjulegum aðferðum socialista og íhalds- rnanna, t. d. með því að heimta taxtakaup af öðrum fyrir vinnu við að lcoma þaki yfir höfuð þess sem í húsinu á að búa, eða með því að byggja svo dýrt að fátæklingar geti ekki búið í þeim húsum, sem ætluð eru mönnum. Lausn sú, sem hér er bent á, lausn Fram- sóknarmanna á fjárhags- og atvinnumálum þjóðarinnar, fæst ekki með öðru rnóti en því að hver einstakur maður leggi fram krafta sína eins og nýlendumaður gerir í landnámi, og að jijóðíélagið hjálpi með víðsýni en hófsemi hverjum þeim, senr vill hjálpa sér sjálfur. Konpnúnistar bjóða æskunni byltingu, en meina raunar ekki annað en að herrna eftir kúgunaróp erlendra þjóða sem lent hafa í stórum raunum. Nazisminn lofar að liann vilji gera allt vinnandi fólk að þrælum, sem starfa fyrir iðjulausa yfirstétt undir eftir- liti böðla með skammbyssur og gaddakylf- ur. Socialisminn býður ríkisrekstur sem ekki ber sig. Ihaldið býður takmörkuð atvinnu- skilyrði, kjallaraíbúðir, gjafamat í harðind- um, frá hræsnisfullu fjárgróðafólki, sem leikur sér að neyð aumingjanna eins og börn að glingri. Og þegar sérstaklega stendur á gjafamat fyrir kosningar. Þegar það ekki nægir, þá atvinnubótavinnu við að höggva klaka eða þá beinan sveitarstyrk, tekinn út í uppsprengdum vörum hjá hreinhjörtuðum íhaldskaupmönnum. Framsóknarmenn bjóða áframhald á því, sem þeir hafa byrjað á: samvinnu í verzlun og iðnaði samvinnu í útgerð og húsabygg- ingum, þar til hver dugandi maður, sem vill leggja krafta sína fram til að vinna, hefir fengið verkefni til starfa allt árið og húsa- kynni sem hæfa mannlegum verum. Nú er unga fólksins að dæma um, hvort það vill þróun, frið, menningu, starf, heim- ili, frelsi og farsæld, eða eitthvað svipuð örlög eins og fregnir herma nú frá austur- rízku þjóðinni. Unga fólkið svarar að nokkru leyti fyrlr sig við kosningamar á vori komanda. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.