Tíminn - 05.03.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.03.1934, Blaðsíða 1
©jaíbbagi 6(a6ðins ct 1. jútti. 'Árganflutinn fostar JO ft. ^figreiböla Ofl innfjtimta á íauflaoEg 10. ©itni 2353 — P6st£>6lf 96) XVIII. árg. Reykjavík, 5. marz 1934 11. blað Við hverju er að Mast? i. í bönkunum hér rekur nú hvert hneykslismálið annað: Peningum stolið úr sjóði, inn- • borguðu fé stungið í vasa bankastarfsmanns, ávísanir gefnar á ekki neitt og samt út- borgaðar, seðlar horfnir þús- undum saman úr peningaskáp banka o. s. frv. Hvar ætlar þetta að lenda? Um það talar hvert mannsbam um allan bæ- inn — og bráðum um allt land- ið. Já, hvar ætlar þetta að lenda? Það er von að menn spyrji svo. En í því sambandi liggur alveg eins nærri að spyrja: Hvemig stendur á því, að svo mögnuð fjármálaspill- ing skuli vera komin upp? Er óráðvendni orðin svona tiltölu- lega almennur löstur í landinu ? Eða eru menn kannske farnir að líta svo á, að pening- arnir í bönkunum heyri ekki undir reglur um almennan eignarrétt — að þeir séu hverj- um frjálsir, sem hirt getur, eins og rekatré á rúmsjó? Maður veit varla, hvað hugsa skal, þegar maður eftir mann reynist sekur, og það opinberir trúnaðarmenn, sem enginn hef- ir grunað um neitt óheiðarlegt. n. En mun hún þó ekki liggja nærri orsökin, skýringin á öllu þessu fárlega athæfi? Mundi það ekki vera eðli- legt, þó að áfram sé nú upp skorið af þeim væna akri fjár- málaspillingarinar og bankaó- reiðunnar, sem svo kostgæfnis- lega hefir verið í sáð? Kaupsýslumaður 1 Reykja- vík gefur árið 1934 út falskar ávísanir — þ. e. ávísun á inn- stæðu, sem ekki var til. En vita menn það, að banka- stjórar Islandsbanka gáfu út mánuðum saman nákvæmlega samskonar ávísanir á Privat- bankann í Kaupm.höfn? Nei, almennt vita menn það ekki, en satt er þetta samt. Bréfin, sem milli bankastjómana fóru út af þessu, eru enn til. Þar eru bein hótanabréf frá stjórn Privatbankans, þar sem hún hvað eftir annað átelur þetta athæfi, og hótar að leysa ekki út ávísanimar. íslenzku banka- stjóramir urðu að taka þegj- andi við ásökunum, sem enginn heiðarlegur smákaupmaður myndi þola. Þeir áttu þær skilið og gátu ekkert sagt. Þetta athæfi bankastjóranna var þaggað niður eins og ann- að. Magnús Guðmundsson bannaði að láta mál þeirra koma fyrir dóm. ra. Enginn ber á móti því, að það framferði einstakra manna í bönkunum sem nú undanfar- ið hefir átt sér stað sé mjög vítavert. Ýmsir þessara manna hafa verið dæmdir til refsing- ar. Þeirra atferli heitir þjófn- aður og fyrir þjófnað eru þeir dæmdir. En hvað er það að lána fé bankanna út tryggingarlaust 33 HXikill er IC og þegar fyrirsjáanlegt er, að það komi ekki inn aftur? Hvað er það að gefa einstökum mönnum eftir ábyrgðir, sem þeir geta staðið við, ef þeir vilja? Það er vitað, að einn af bankastjórum Islandsbanka lánaði sjálfum sér stórfé til að byggja hús fyrir, tryggingar- laust. Það er vitað, að bankinn síðarmeir ætlaði að taka húsið upp í þessa skuld, en það var miklu minna virði. Það er vit- að, að Ólafur Thors gekk þá í ábyrgð fyrir 27 þús. kr. eftir- stöðvum. — Og það er vitað, að Ólafi var seinna gefin eftir þessi ábyrgð, að ástæðulausu. Honum voru í heimildarleysi gefnar 27 þúsundir af fé bank- ans. Og svo, eftir að búið var að stofna Útvegsbankann átti að h'eimta eftirlaim handa banka- stjóranum, sem lánaði sjálfum sér tryggingarlaust! Þannig eru fyrirmyndirnar. Af þessum fyrirmyndum mót- ast viðskiptasiðferði lands vors óhjákvæmilega. „Réttvísin sef- ur“! En fjármálaspillingin dafnar í réttarfarsleysinu eins og sótt- kveikjan í sólarleysi. Hvem einasta bankastarfsmann á ís- landi ásækja ósjálfrátt hvem dag hugsanir um hin fínu, fyr- irgefnu afbrot á hæstu stöð- um-----------. —---------Við hverju er að búast? Aðalfundur Mjólkursamlags Eyfirðinga. Aðalfundur Mjólkursamlags Eyfirðinga var haldinn á Akur- eyri 28. f. m. Fundinn sátu 100 menn. Á þessu ári nam innlögð mjólk í Samlagið alls 1755 þús. kg., og er það 300 þús. kg. meira en í fyrra. Meðalfita mjólkurinnar var 3,5%. Meðal- feit mjólk greidd með 16,82 aurum. Rekstursafgangur varð 41 þús. 500 kr. Af því var varið til uppbótar á mjólkur- innlegg sambandsmanna 2,5 aurum á hvert kg. Endanlegt verð fyrir innlagða mjólk því rúmlega 19 aur. kg. Þegar búið er að greiða uppbótina verða tæpar 3 þús. kr. eftir og eru þær yfirfærðar til næsta árs. Reksturskostnaður Samlags- ins árið 1933 varð 5,57 au. pr. kg. Árið 1932 var reksturs- kostnaðurinn 6,2 au. pr. kg., og hefir því lækkað um 0,63 au. pr. kg. á þessu ári. í reksturs- kostnaði er innifalin geril- sneyðing mjólkurinnar og heimflutningur hennar til kaup- anda í Akureyrarbæ, og auk þess flutnings og sölukostnað- ar allra annara mjólkurvara. Á fundinum var rætt um endurbætur á húsakynnum Samlagsins. Útsöluverð gerilsneyddrar mjólkur í Akureyrarbæ er nú 25 aurar pr. lítra. sa munur Hver einasti maður, sem haft hefir sauðfé undir höndum, og veitt því dálitla eftirtekt, veit að féð er misjafnt. Menn vita líka að það er mis- arðsamt á bæjunum, en menn gera þrátt fyrir það tiltölulega lítið til að rannsaka af hverju vænleikamunurinn stafar, og til að fá féð allt eins hvað væn- leika og sköpulag snertir. Eg vil enn einu sinni benda mönnum á þennan mun á væn- leikanum, með því að taka tvö dæmi frá síðasta hausti. Ólafur Bergsteinsson bóndi á Hvallátrum við Breiðafjörð, hefir til margra ára verið tal- inn að eiga vænt fé, enda farið prýðilega með það. I haust slátraði hann öllum sínum lömb- um. Eftir ána fekk hann 25 kg. kjöt, 5 kg. gærur og 4 kg. mör. Þetta er góður meðalarð- ur eftir 80 ær. Eg þekki ekki neitt betra frá þessu hausti. Til samanburðar tek eg annan bónda sem ekki er vert að nafngreina. Hann á tæpar 100 ær. Nokkrar þeirra voru geldar, og meðalarðurinn eftir ána varð 9 kg. af kjöti, 2 kg. gærur og V2 kg. mör. Nú læt ég ykkur, sem þetta lesið, um að verðleggja afurð- irnar hjá báðum. Eg veit að ólafur hefir eytt helmingi meira fóðri í sínar ær, en eg veit líka að það hefir átt sinn mikla þátt í afurðamismunin- um. Væri ekki vert að athuga það nú, þegar líður að þeim tíma að fóstrið fer að þurfa að fá meira til sín, hvort ekki sé ástæða til að herða á gjöf- inni frá því sem venjulegt er, og vita hvort það þá fengist ekki betri burður og vænni lömb að hausti. Páll Zophoniasson. 1 ' Flokksf undír Fundur í Framsóknarfélagi Þingeyrarhrepps í Vestur-Isa- fjarðarsýslu. Á fundi, sem haldinn var í Framsóknarfélagi Þingeyrar- hrepps 7. f. m. , voru eftirfar- andi tillögur samþykktar með öllum þorra atkvæða: „Fundurinn telur eðlilegt og sjálfsagt að miðstjórn og þing- menn fylgdu fram flokkslögun- unum frá 1933 móti þeim Hannesi Jónssyni og Jóni í Stóradal, nú í vetur“. „Fundurinn vífi leggja áherzlu á það, að menn beiti sér móti því að annar verði í kjöri, hér í sýslunni, en sá, sem fylgir skipulagslögum Fram- sóknarflokksins frá 1933“. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Árnessýslu. Fulltrúaráð Framsóknarfél. Árnesinga hélt aðalfund að Minni Borg í Grímsnesi 20. f. m. Þar var m. a. samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélags Árnesinga lítur svo á, eftir þeim mála- fluthingi, sem fyrir liggur frá báðum hliðum, að óhjákvæmi- Jörundur Brynjólfsson hrepp- stjóri og alþingismaður í Skál- holti varð fimmtugur 21. f. m. Hann er fæddur á Starmýri í Álftafirði eystra. Stundaði nám við Kennaraskólami, var nokkur ár kennari í Reykjavík og var kosinn á þing í höfuð- staðnum árið 1916 með fleiri atkvæðum en nokkur þingmað- ur Reykvíkinga hafði áður hlotið. Nolikru síðar byrjaði hann búskap austur í Biskupstung- um, fyrst að Múla og síðan í Skálholti. Hann bauð sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Ár- nessýslu haustið 1923, og náði þá þegar kosningu. 10 ár sam- fleytt hefir hann átt sæti á Al- þingi sem fulltrúi Árnesinga. Jörundur hefir síðan 1931 verið forseti neðri deildar, og skipað það sæti með skörungs- skap, svo sem honum er lagið. Hann var um eitt skeið end- urskoðandi landsreikn. og for- maður milliþinganefndar í land- búnaðarmálum. Nú á hann sæti sem formaður í milliþinga- nefnd í launamálum, sem kosin var á síðasta þingi. Á fundum er hann með skörulegustu ræðumönnum, rökfastur og fylginn sér í hverju máli. legt hafi verið, frá flokkslegu sjónarmiði, að víkja alþingis- mönnunum Hannesi Jónssyni og Jóni Jónssyni úr Framsókn- arflokknum, enda hafi þeir áð- ur gefið fyllsta tilefni til þess. Á hinn bóginn ályktar fundur- inn að lýsa sárum vonbrigðum vegna brotthlaups Tryggva Þórhallssonar og megnri van- þóknun á ásökunum þeim er hann varpar á þingflokk Fram- sóknarflokksins í vikublaðinu Fi-amsókn og mótmælir harð- lega stofnun hins svokallaða „Bændaflokks“, er kynni að vaida klofningi í stjórnmála- samtökum bænda og efla þann veg andstæðinganna. Fyrir því skorar fundurinn fastlega á alla samherja, sem fyrr og síð- ar hafa fylkt sér undir merki Framsóknarflokksins og sam- vinnufélagsskaparins í landinu, al láta ekki blekkjast af „Bændaflokks“-villunni, heldur þjappa sér sem fastast saman um áhugamál sín fyrir næstu kosningar og treysta, svo sem kostur er, skipulag flokks síns“. Till. samþ. í einu hljóði. Jörundur Brynjólfsson alþm. var mættur á fundinum. Sömu- Jeiðis Jónas Jónsson alþm. Ræktunarmenning Eftir Árna G. Eylands ráðunaut. Eitt sinn í fyrra vetur átti ég tal við einn af menntamönnum vorum um viss at- riði, er ég haföi nefnt í útvai’pserindi. Tal- ið barst að því hvert það, sem um var að ræða gæti orðið íslenzkum bændum að liði. Taldi ég tormerki á því að svo gæti orðiö, fyrst um sinn. Menntamaðurinn var mér í raun og veru sammála, en hann formaði það þaniiig í orðum : Nei, það er ekki von að við getum notað slíkt meðan landbúnaðurinn er rekinn eins og barbarí. Mér varð svaralátt, því ég sá strax, að það var yfirgripsmikið mál að ræða það, hvort hér væri rétt álykt- að, að landbúnaður okkar íslendinga sé rek- inn sem barbarí. Að hann sé yíirleitt rek- inn með svo menningarsnauðum hætti, að það verði ekki betur nefnt öðru nafni, svo sanngjarnt sé. Það er fjarri því að ég sjái n;ér enn fært að svara þessu, en mér hafa orðið ummælin minnisstæð, ég hefi oft hug- leitt þau sérstaklega í sambandi við vinnu- brögð bænda og búaliðs og þær breytingar, sem hafa orðið á þeirn, og eru að verða á þeirn þessi árin. Landbúnaður vor er staddur í kreppu, um það er margt mælt. Ýms úrræði eru nefnd. Sumir sjá það helzt til bjargar, að stefna að því að gjörbreyta öllum búnaðarháttum í stóryðjuátt. Óljós kynni af hinurn risavöxnu akuryrkjubúum Ameríkumanna, og samlags og ríkisbúum Rússa, vekja drauma um við- líka hér á landi. Samvinnustórbú langtum stærri en það mesta sem nú þekkist af bú- skap hérlendis. bú þar sem hinni ítrustu tækni yrði við komið á öllum sviðum. Á því þingi yrðu Korpúlfsstaðir með 140 ha. tún og 200 nautgripi ekki meira meðalkot en sú jörð var áður en Th. Jensen fór að brjóta þar land og yrkja ekrur svo af spurð- ist. Ummælin um að búskapur okkar sé nú rek- inn sem barbarí, eru vafalaust sprottin úr gróðrarsverði slíkra hugmynda, og mótuð af sannfæringu um að þetta sé lausnin, bezta og eina. Ekki dugir ófreistað. Eg er fús að fylgja þei mmönnum alllangt á leið, sem hyggja gott til stórskornari búskapar en nú er almennur. Þó virðist svo sem hug- myndir þeirra um stórbúskap séu oft nokk- uð loftkenndar og blandaðar skorti á skil- greiningu þess hver munur er á því að reka akuryrkjubúskap á ómælissléttum Ameríku og svartmoldarlöndum Rússaveldis, við stöð- uga meginlandsveðráttu, og því að stunda búfjárbúskap við ála Norður-íshafsins, þar sem aðaleinkenni veðráttunnar er óstöðug- leiki. En þótt allir yrðu sannnála um það að smæð búanna sé einn af þeim örðugleik- um sem þarf að ryðja úr vegi til þess að afkoma búnaðarins verði sæmilag, munu fáir gera ráð fyrir að hlaupið verði í hæzta haft strax. í þessum málum mun betra að Lrúa á þróun en byltingu, stefnu og störf fi’emur en kraftaverk. Dómur manna um málin mótast af því frá hvaða sjónarmiði er séð. Það tjáir ekki og er ekki vænlegt til liðsinnis að gagnrýna íslenskan búsktp frá sama sjónarhól eins og stóryrkjubú Bandaríkjamanna o gRússa eða hjarðbúskap Ástralíubúa. Ef rétt er að gáð getur 100 kúa bú hér á landi verið meira stórbú en 1000 kúa bú í nágrenni einhverrar stóriðjuborgar vestanhafs, eins mikið að hafa 1000 sauðfjár á búi hér eins og tugi þúsunda á Nýja-Sjálandi, og 100 ha. tún getur verið engu minni tröllabúskapur í okkar umhverfi, en akuryrkjubúskapurinn er notar flugvélar til að sá austur í Ukraine. Umhverfið og staðhættir ráða þar mestu. Gjörhugul athugun á því hver sé hin heppi- legasta stærð og gerð búskaparheildanna, hvort sem það eru bú einstaklinga eða fé- lagsbú, miðað við skilyrði og aðstöðu, á að ráða stefnunni og fyrirkomulaginu frekar en hitt hvað gert er á öðrum svæðum hnattar- ins við fjarskild skilyrði. Sé þetta ekki at- lnigað af sanngimi og þekkingu er hætt við Frh. á 3. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.