Tíminn - 05.03.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1934, Blaðsíða 3
TI M I N N 39 Fréttir Hjónaband. í fyrrad. voru gefin saman í hjónaband hjá lögmanni un'gfrú Ásgerður Guðmundsdóttir kennslukona frá Lundum í Staf- holtstungum og Jón Guðmundsson endurskoðandi í fjármálaráðuneyt- inu og áður hjá Samb. isl. sam- vinnufélaga. Brúðhjónin fóru utan með Dronning Alexandriue. Nýlátin er Ingibjörg þorsteins- dóttir húsfreyja á Kaðalsstöðum í Borgarfirði. Hún var af hinni góð- kunnu Húsafellsœtt, systir sr. Magnúsar, sem nú er starfsmaður í Búnaðarbankanum, porsteins bónda á Húsafelli og þeirra syst- kina. Ingbjörg var vellátin kona á bezta aldri. Dánarfreyn. Nýlátin er á Lands- spítalanum Ingibjörg Erlendsdótt- ir frá Borgarnesi. Var hún ættuð og uppalin í Vestur-Skaftafells- sýslu, en giftist ung Bjarna Guð- jónssysi verzlunarmanni í Borgar- nesi og dvaldi þar síðan. — Ingi- björg var sérstaklega dugleg kona, ósérhlífin , hjálpsöm og vinsæl af þeim, er bezt þekktu hana. Tíniinn vi 11 benda mönnum á að tryggja sér gulrófnafræið i tíma, sem auglýst er á öðrum stað í blaðinu. Skákþingi Reykjavíkur lauk íyrra föstudagkvöld. Úrslit urðu þaú, að Jón Guðmundsson sigraði i meistaraflokki . og varð þar með skákmeistari Reykjavik- ur. Er þetta í fyrsta sinn, sem Jón vinnur titilinn. Hafði hann 6% vinning af 8 fáanlegum. 2. varð Eggert Gilfer með 5 vinninga og þriðji Baldur Möller með 3y2 vinning. Keppendur voru 5 og var tefld tvöföld umferð. — í fyrsta ílokki varð efstur Sigurður Hall- dórsson með 6 vinninga af 8 fá- anlegum. 2. varð Benedikt Jó- hannsson með 5y2 vinning. Kepp- endur voru líka 5 í þessum flokki og einnig tefld tvöföld umferð. — í 2. flokki kepptu 16 í tveim jöfn- um flokkum. í öðrum flokknum sigraði Áki Pétursson með 5 vinn- inga, en í hinum sigraði Hösk- uldur Jóhannsson' með 4vinn- ing. Báðir efstu mennirnir flytjast nú upp í 1. flokk og keppa þar næst. Árshátið samvinnumanna var haldin að Hótel Borg 23. febr. s. 1. Hátiðin. hófst með borðhaldi. Voru margar ræður fiuttar undir borð- um. Ræðumenn voru Gísli Guð- mundsson ritstjóri, Jónas Jónsson skólastjóri, Arnór Sigurjónsson frá Laugum, Jörundur Brynjólfs- son alþingismaður, Guðbrandur Magnússon forstjóri, Sigurður Baldvinsson póstmeistari og sr. Sigurður Z. Gíslason prestur á þingeyri. — María Markan söng nokkur lög. A oftir borðhaldinu var stiginn dans til kl. 4 um nótt- ina. Var þetta hin ánægjulegasta samkoma. „Bræðumir“ nefnist karlakórs- flokkur, sem Bjarni bóndi á Skán- ey í Reykholtsdal hefir stjórnað sl. 18 ár. Flokkinn skipa nú tuttugu menn og hafa nokkrir þeirra verið í honum frá byrjun. Elstu félag- arnir eru nú flestir bændur, sem dreifðir eru um fleiri sveitir beggja megin Hvítár. Hefir þaö oft verið harðsótt og mikið á sig lagt, að sækja æfingar í vetrar- byljum eða rosaveðrum, en það hafa þeir löngum gert. Laugar- daginn 9. f. m. efndu þeir til skemmtisamkomu i Reykholti til ágóða fyrir leikfimishús skólans, sem byggt var fyrir lánsfé. Á skemmtiskrá var söngur Bræðr- anna, einsöngur Magnúsar Ágústs- sonar læknis, „Eiginmennimir", gamanleikur í einum þætti, upp- lestur og dans. Skemmtunin var fjölmenn, eftir því sem vænta mátti og fór hið bezta fram. Læknisbéraðið á Blönduósi. Um það hafa sótt: Magnús Ágústsson Kleppjárnsreykjum, Guðmundur Guðmundsson Reykhólalæknis- héraði, Páil Kolka Vestmannaeyj- um, Lárus Jónsson Siglufirði, Haraldur Jónsson Breiðumýri og Einar Guttormsson kandidat, sem nú er í Kaupmannahöfn. Dr. phil. Björg C. porláksdóttir andaðist í Kaupmannahöfn fyrir rúmri vlkú. Hafði hún all- Ódýrar bækur: Grettisljóð Matth. Jochumss., Jón Arason, leikrit eftir Ind- riða Einarsson, Skipið sekkur, leikrit eftir Ind- riða Einarsson, Dulrænar smásögur, Sagan af Hinriki heilráða, Sagan af Hringi og Hringvarði, Sagan af Huld drottningu, Sagan af Vilhjálmi sjóð, Ljóðmæli Jóh. M. Bjarnasonar, Víglundarrímur, Reimarsrímur, Líkafrónsrímur, Svoldarrímur, Rímur af Jóhanni Blakk, Rímur af Gísla Súrssyni, Rímur af Álaflekk, Rímur af Gesti Bárðarsyni, Rímur af Stývarði og Gný, Rímur af Hjálmari hugumstóra Rímur af Gríshildi góðu, Sagan af Ambales, Þáttur Eyjólfs og Péturs. Allar þessar bækur — bók- hlöðuverð 25 kr. — fást send- ar burðargjaldsfrítt hverjum þeim, sem sendir 10 krónur til P. O. Box 863, Reykjavík. Aðrir, sem biðja um þær í pósti, verða að auki að greiða burðareyri og póstkröfugjald. Upplagið mjög takmarkað. Linoleum, fjölbr. úrval. Linoleum-lím, Kopalkítti. Filtpappi. Látúnsbryddingar á borð, stiga og þröskulda. Þakpappi „Tropenol“ margar tegnudir. Vírnet. Saumur allskonar. Vegg- og Gólfflísar. Asbestsementplötur. Hurðarhúnar, Skrár, Lamir. Hurðarpumpur. Skothurðarjárn ,Perko‘. Loftventlar. Handdælur, Gúmmíslöngur o. m. m. fl. Ávalt fyrirliggjandi. Góðar vörur. Lágt verð. Á Einarsson & Funk Tryggvagötu 28. iengi verið veik og var lögð á sjúkrahús í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Dr. Björg C. þorláksdóttir var eini íslenzki kvendoktorinn. Varð hún doktor við háskólann í París fyrir nokkrum árum fyrir ritgerð, sem hún samdi um sálar- fræðileg efni. Hey brennur. Fyrir skömmu brann heyhlaða með nokkuð á annað bundrað liestum af heyi til kaldra kola á Stað i Súgandafirði. Engu varð bjargað af heyinu. Fjós var áfast við hlöðuna og bi-ann það einnig, en kúnum varð bjargað. Presturinn á Stað er Halldór Kol- iæins, og átti hann heyið. Styrjaldir. í Englandi hefir pró- fessor nokkur og liðsforingi í fé- lagi reiknað út, hversu mörgum styrjöldum Norðurálfulöndin liafa tekið þátt í seinustu þúsund árin. Frakkland er þar efst á blaði með 185 styrjaldir. Næst koma Eng- land með 176, Rússland 151, Aust- urriki 131, Spánn 75, Ítalía 32, þýzkaland 24, Holland 23. Önnur lönd eru þar fyrir neðan. Tvennir tímar. Einn af þeim mörgu, sem orðið hefir fyrir of- Sóknum þýzkra nazista, er fyrv. forsætisráðherra, Phillip Scheide- mann. Hann er kominn um sjö- tugt og býr sem flóttamaður í öðru landi við aumleg kjör. Tvö af börnum hans hafa framið sjálfs- morð, til þess að kcmast hjá ógn- um nazista. Um eitt skeið var Scheidemarm einn valdamesti Frakk&stíg 8 — Reykjavik Bímar: 3060 & 3061 Framleiðir oé selur margskonar prjónavörur, lopa og band. Tekur til vinnslu ull, hvort heldur er t lopa eða band. Kaupir og tekur upp í vinnulaun hreina og góða vorull. Unnið er með fullkomnustu vélum. — Vörugæði eru viðurkennd Afgreiðsla gegn póstkröfu, hvert á land sem erl Stórbýli í Rangárvallasýslu fæst keypt nú þegar og til ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni er nálægt 2000 hesta heyskapur í með- alári, allt véltækt land. Hús í sæmilegu ástandi og girðingar miklar. Öll áhöfn getur fylgt, þar á meðal 10 valdar kýr, jarð- yrkjuverkfæri o. fl. Eignaskipti á góðu húsi í Reykjavík, gætu komið til mála. Nánari upplýsingar gefur Helgi Bergs forstjóri Sláturfé- lags Suðurlands og Pétur Magnusson hæstaréttarmálaflutnings maður, Reykjavík. Fóðurbætir Munið að þér fáíð hvergi betri fóðurbæti en hjá Samband ísl. samvínnulélaga Tilbúinn áburður Munið að nú er tími tilkom- inn að panta tilbúinn áburð; látið ekki dragast að senda pantanir. Aburðarsala ríkisins Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ódýr- um vörum. maður þýzku þjóðarinnar og átti góðan þátt í viðreisn hennar eítir heimsstyrjöldina. Landflótta visindamaður látinn. Nýlega er látinn í Sviss einn af merkustu vísindamönnum þjóð- verja, Fritz Haber. Sína stærstu uppgötvun gerði hann a stríðsár- unum. Innflutningur var mjög lít- ill til þýzkalandsins vegna hafnar- hannsins. þýzkur landbúnaður var því að sjá þjóðinni fyrir miklu meiri neyzluvörum en á venju- legum tíma. þaö var þá, sem Fritz Haber tókst að finna upp nýja, fljótvirka aðferð til þess að vinna áburð úr loftinu. Er talið, að fátt hafi hjálpað landbúnaðinum öllu meira á þeim árum en sú upp- götvun. þegar nazistar komust til valda voru samstarfsmenn hans reknir úr embættum. Sjálfur fékk hann að halda sinni stöðu, en hann lagði hana niður í mótmæla- skyni Nú var hann staddur er- lendis. Slíkar þakkir hafa nazist- ar veitt mörgum löndum sínum, er þjóðinni hafa reynzt þarfastir á undangengnum árum. Auglýst eftir konu. í Tyrklandi býr maður að nafni Ali Ismael, sem er merkilegur fyrir það að vera 320 cm. hár. Nýlega hefir hann auglýst það í mörgum blöð- um, að hann skyldi veita há verð- laun hverjum þeim, sem gæti út- vegað sér húsfrú, er væri jufnhá og hann. Fáir munu gera sér von um að vinna verðlaunin. MTNDA. 09 RAMMAYERZL. Freyjugöta 11. Sími £106 ISLENZK MÁLVERK. Kol averzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Slinn.: KOL. Reykjavík. Bfml 1933. Fyrir vorid Hversvegna hjálpuðu Eiríkur Einarsson og Pétur Magnússon íhaldinu til að framlengja dýrtíð- aruppbót á hæstu laun? Ætli fá- tæka fólkið á Suðurlandi heimti þetta? Vilja kjósendur svara fyrir þingmenn sína? Sömu menn, Eirikur, P. M. og Jón í Stóradal felldu á þingi í vetur tillögu Jónasar Jónssonar um að launanefndin setti föst ákvæði um hámarkslaun embættismanna. Hvort voru þessir menn þama háðari kjósendum sinum, eða há- launamönnum kaupstaðanna? Hákon er farinn að biðja sér liðs fyrir litla íhaldið vestra. Aft- ur á móti býður sá flokkur engan fram móti Ottesen. Hann vei'ður þannig fyrir bæði íhöldin. Gunnar á Selalæk kvað eiga að verða i kosningabandalagi við Pétur Magnússon, og frambjóðandi litla íhaldsins á sama hátt með Eiríki í Árnessýslu. Flestallir unglingar frá íhalds- heimilunum í Reykjavík, sem nú eru að búa sig undir embættastörf fyi-ir landið, eða kaupmennsku, hallast að ofbeldisstefnu þeirri, sem afnemur kvenfrelsi, frið heimilanna, trúfrelsi, prentfrelsi, atvinnufrelsi og allar teguixdir af pólitísku frelsi. Ræktun 10 siðustu ára. Framh. af 2. síðu. Heildarlækknuin á dagsverkatölunni, mið- að við árið 1932 er 15% og miðað við há- marksárið 1.931 26,4%. Tala jarðabótamanna árið 1938 var 4683. Dagsverkatalan er hæst í Gullbringu- og Kjósarsýslu að meðaltaldri Reykjavík 76118 dagsverk, og er það hærra en 1932, þá er það 75150 dagsverk. Næsthæst er Árnes- sýsla með 64123. Lækkunin frá í fyrra er lítil í þeirri sýslu eða rúm 2000 dagsverk. Skagafjarðarsýsla er þriðja í röðinni með 45090 dagsverk, en þar er þó lækkunin frá árinu áður um 20000 dagsverk. Sé aftur litið á hinar einstöku umbætur, sést að nýræktin er mest í Skagafjarðar- sýslu, 153 ha., næst kemur Árnessýsla með 114 ha. Árnessýsla er aítur hæst með túna- siéttur 50 ha. og Rangárvallasýsla og Skaga- fjarðarsýslur næstar með 45 ha. Aukning matj urtagarðanna er mest í Ár- nessýslu 11 ha. Rangárvalla- og Skaga- fjarðarsýslur eru næstar með 6,4 og 5,2 ha. Ámessýsla er hæst með safnþrær 1485 m3. Gullbringu- og Kjósarsýsla kemur næst með 842 m3. Þar hefir verið byggt mest af safn- þróm, 1345 m3. Árnessýsla, Skagafjarðar- og Gullbr.- og Kjósársýsla, svo og Borgarfjarðarsýsla, hafa mesta framræslu, en miklar líkur eru fyrir því að mjög skorti á, að það land, sem ræktað hefir verið á árinu í mörgum sýsl- um sé nægilega framræst. Lækkunin á jarðabótunum nemur 87.324 dagsverkum miðað við árið 1932 eða 15%. Eftir því sem viðhorfið um afurðasölu land- búnaðarins veturinn 1932—33 var, þá er þessi aftur kippur minni en vænta mátti, einkum þegar það er athugað, að frá há- marksárum jarðræktarframkvæmdanna 1930 —31 er hækkunin einkum vegna mikilla at- hafn aí ýmsum kauptúnum, s. s. Hornafirði, Vestmannaeyjum, Akranesi, Eyrarbakka og víðar. Ilin tvö síðustu ár hefir dregið úr umbótum hjá mörgum kauptúnum og bæj- um að undanskilinni þó Reykjavík. En þess má aftur vænta, að á þessu ári taki nokkur kauptún, sem nú eru að ná föstum umráða- rétti yfir landi, til rækturfár í stærri stíl. (Samkv. uppl. frá Pálma Einarssyni). Ræktunarmenning Frh. af 1. síðu að dómurinn að búskapur vor sé yfirleitt rekinn með menningarsnauðum hætti, sem barbarí, verði lítið annað en slumpur og sleggjudómur þótt nokkuð geti verið hæft í honum ef leitað er á garðinn þar sem hann er lægstur. Það er gaman að frétta af hinni risavöxnu tækni sem tíðkast nú orðið í bú- skapnum eins og öðru, sumstaðar hjá stór- þjóðunum. En menn skyldu varast að láía slíkar fréttir villa sér sýn. Það er hægt að gera of mikið að því að einblína á sína eigin smæð, og miða við slíka mælikvarða. I fyrra skoðaði ég túnræktarfyrirtæki þai' sem 1200 ha. tún nýræktað lá sem ein heild. Á vori komandi verður bætt við 600 ha. og sennilega öðru eins 1935. Eg ók á j ámbraut út um túnin og athugaði þá tækni sem var viðhöfð við framkvæmd þessa mikla fyrir- tækis. Það undarlega skeði, mig svimaði ekki af að sjá og athuga það sem fyrir bar. Eg fann ekki að það verkaði neitt verulega öðruvísi á mig að aka þama langar leiðir á járnbrautinni, en ef eg hefði brugðið mér á Fordinum hans Halldórs á Hvanneyri niður á Hvanneyrarfitina og inn bakkana með Ilvítá. Tæknin minnti mig prýðilega vel á það þeg- ar eg sjálfur ásamt öðrum fyrir fáum ánim vann örast að ræktunarframkvæmdum hér í nágrenni Reykjavíkur, á Vífilsstöðum, Korpúlfsstöðum og víðar. Eg fann að það var umhverfið og eftirspurnin eftir árangr- inum, ef svo mætti að orði komast, sem mótaði stærð fyrirtækisins, víðáttu túnanna. Eg fann ekkert til þess að það sem bezt er nú gert í íslenzkri jarðrækt væri menn- ingarlaust barbarí. Nei, sem betur fer erum við búnir að stíga og erum að stíga sæmilega drjúg og örugg spor frá barbaríinu og hinni frumstæðu tækni í búskapnum, í áttina til sigursællegs og menningarlegs búskaparlags. Engin kreppa má blinda oss svo að við sjáum þetta ekki. Enginn barlómur æra oss svo að vér viljum ekki vita þetta og að án þessara heillaspora hefði kreppan sennilega knúið oss flata niður í barbarí og vesaldóm. Það er engin ómenning þótt tæknin sé frumstæð ef hún er notuð í eðlilegu umhverfi og með fullum dug. Það þarf ekki að vera nein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.