Tíminn - 12.03.1934, Blaðsíða 3
TlMINN
43
Roykjavík. Slmi 1249 (3 línur)
Símnefni: Sláturfélug.
Áskurður (á brauð) ávalt
íyrirliggjanili:
Hangibjúgu(Spegep.)nr.l, glld
Do. — 2, —
Do. — 2, mjó
Sauöa-Hangibjúgu, gild,
Do. nvjó,
Soðr.ar Svína-rullupylsur,
Da Kálfarullu-pylsur,
Do. Sauða-rullupyfsur,
Do. Mosaikpylsur,
Do. Malakoffpylsur,
Do. Mortadelpylsur,
Do. Skinkupylsur,
Do. Hamborgarpylsur,
Do. Kjötpylsur,
Do. Lifrarpylsur,
Do. Lyonpylsur,
Do. Cervelatpylsur.
Vörur þessar eru allar
búnar til á eigin vinnustofu,
og standast — að dóml neyt-
enda — samanburð vlð
samskonar erlendar.
Verðskrár sendar, og pant-
anir afgreiddar um allt land.
Fréttír
Landsfundur bœnda var settur í
Reykjavík á laugardaginn var, 10.
þ. m.
Flokksþing Framsóknarmanna
verður sett laugard. 17. þ. m.
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð-
inga er nýafstaðinn. 11% útborg-
aður arður til félagsmanna á síð-
asta starfsári. Vörusala aukin um
eina milljón.
Aðalgjaldkeri Landsbankans í
Reykjavik hefir verið settur í
gœzluvarðhald vegna óreiðu í
starfi hans. Málið er í rannsókn.
Ullarmarkaðurinn. Síðan upp-
boðunum lauk í London hefir ull-
arsalan gengið frekar treglega, en
verðfall hefir þó ekki átt sér stað.
það sem átt hefir mestan þátt í
að halda verðinu uppi er sam-
keppni milli franskra ullarkaup-
enda. Er ullarvinnsla að færast
í vöxt í Norður-Frakklandi, vegna
þess, að atvinnuleysi hefir verið
þar mikið undanfarið og hún ver-
ið tekin upp til atvinnubóta.
Ábyrgð. Atvinnu- og samgöngu-
málaráðuneytið hefir leyft bæjar-
stjórn Rvíkur f h. bæjarsjóðs
að takast á liendur ábyrgð fyrir
allt að 200 þús. króna láni eða lán-
um til skipakaupa.
Frá Flateyri. þar er nú meiri
útgerð en verið hefir nokkru sinni
áður. í vetur ganga þar 13 mótor-
bátar til fiskjar Eru það flest
bátar um 12 tonn að stærð. Gæftir
hafa. verið litlar, sem af er ver-
tíðinni, en sæmilegur afli þegar
gefur.
Hafnarfjarðarbær kaupir nýjan
togara. Samþykkt var á fundi
nýlega að kaupa nýjan togara
fyrir bæinn. Var samþykkt að
taka sölutilboði, sem fengizt hefði
í Englandi, en það er 5750 ster-
lingspund. íhaldsmenn voru á
móti togarakaupunum, Alþýðu-
flokksmenn hafa meirihluta í bæj-
arstjórninni og fengu þessu fram-
gengt.
Wlerkilegt fuglalíf. Haraldur
Jónsson í Gróttu hefir tekið eftir
því i vetur, að margir fuglar, sem
annars fara héðan alltaf á haust-
in, en koma á vorin, hafa stað-
næmst hér yfir veturinn. Munu
þeir ekki hafa áttað sig á vetrin-
um, sökum þess hvað hann er
mildur. 8. febrúar segist hann t. d.
hafa séð lunda úti í Gróttu, en
lundinn fer allra fugla fyrstur á
haustin, og sézt hann næstum
aldrei eftir að október er liðinn.
Lóuhópur hefir einnig haldið til
þarna úti í vetur. Tvo hegra hefir
Haraldur séð hér í allan vetur
og er það mjög sjaldgæft að þeir
séu hér, og allra síst á þessum
tíma árs. Auk þessa hafa hér ver-
ið skógarþrestir og stelkar.
Sjálís er
höndin
hoilust
Kaupið innlenda framleiðslu
þegar hún er jöfn erlendri og
ekki dýraii.
framleiðir:
Kristalsápu, grænsápu, stanga-
sápu, haiuisápu, raksápu,
þvottaefni (Iireins hvítt), kerti
allshonar, skósvertu, skógulu,
leðurfeiti, gólfáburð, vagn-
áburð, i ægilög og kreólin-bað-
lög.
Kaupið H R E IN S vörur,
þær eru löngu þjóðkunnar og
fást í flestum verzlunum lands-
ins.
Hi, Hreinn
Skúlagötu. Reykjavflc.
Siml 4625.
Jarðyrkjustörf
Maður vanur jarðyrkju-
störfum, með hestavélum, óskar
eftir atvinnu næstkomandi sum-
ar hjá einhverju búnaðarsam-
bandi úti á, landi. Tilboð merkt
„plægingamaðuru sendist á af-
greiðslu blaðsins, sem fyrst
Býli
nálægt Reykjavita til sölu.
Vel ræktað tún. Góð bygging.
HÚSNÆÐISSKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR.
Aðalstræti 8.
porsteinn M. Jónsson bóksali á
Akureyri hefir nú kevpt höfuðból-
ið Svalbarð á Svalbarðsströnd á
41.200 kr. af ekkjunni Berthu Lín-
dal. Byrjar hann þar búrekstur
með vorinu, en holdur þó áfram
bóksölu og útgáfustarfi á Akur-
eyri. Björn heitinn Líndal keypti
Svalbarð árið 1908. Hús jarðarinn-
ar voru þá léleg og tún þýft og gaf
af sér aðeins 200 töðuhesta. Líndal
sléttaði túnið og færði það svo
mikið út, að nú gefur það af sér
1000 hesta töðu. Hann girti og tún,
engjar og haga og byggði upp öll
hús jarðarinnar úr steini, íbúðar-
hús hið vandaðasta, 2 hæðir auk
kjallara, fjós yfir 24 nautgripi,
fjárhús yfir 300 fjár, hesthús yfir
10 hesta og hlöður yfir 800 hesta
heys. Auk þess gerði Líndal mjög
mikil mannvirki á Svalbarðseyri,
er þá fylgdi eigninni, þar á meðal
stórt og vandað íshús, en þær
eignir keypti Kaupfélag Eyfirðinga
í fyrra.
Útílutningur á ísflskl. Útflutt
var í janúar 2.148.000 kg. fyrir
1.059.860 kr. í fyrra vom 3.511.700
kg. fyrir 913.600 kr. á sama tlma.
Fiskmagnið í ár er miklu minna
en í fyrra, en upphæðin, sem íyrir
hann hefir fengizt miklu meiri.
Verðið í janúar var ágætt.
Frá pórshöfn. Nýiega átti frétta-
ritari Tímans tal við Harald
Guðmundsson oddvita, þorvatds-
stöðum Langanesströnd. Sagði
hann honum frá því, sem talið cr
einsdæmi, að í allan vetur hefði
SláittuvélaiX*.
Nú er auðvelt að velja
Ræktunarmepning.
Eftir Árna G. Eylands ráðunaut.
Framh.
Við skulum athuga í mjög stuttu máli
breytingarnar, sem eru að þakka aukinni
Lækni og auknu valdi á verkefnunum innan
landbúnaðarins síðustu 10—15 árin. Það er
enginn óratími í þróunarsögu búnaðarins.
1920 námu túnasléttur og nýrækt 200 ha.
en kreppuárið 1932 1777 ha.
Túnasléttur á árunum 1921—30 eru 2011,6
ha., en nýrækt 4904,2, samtals túnasléítur
og nýrækt 6916 ha. Kreppuárin 1931—33 er
hýræktin 3860,5 ha. og túnasléttur 1088,1
lia. Nýrækt og sléttur áranna 1931—33 er
því alls 4948,6 ha. Á síðustu 13 árum hafa
túnin því stækkað um 22,5%, miðað við tún-
stærðina eins og hún var talin 1920.
vélarnar með sjáltvirkri smurningu eru og verða
bestar.
Sænskt efni, sænsk vinna. Allar nýjustu endurbætnr.
Athug-ið HERKULES sláttuvélarnar.
Samband ísl samvinnufélaga.
Jöriin Haugakot
í Sandvíkurhreppi, eign sveitarsjóðs Sandvíkurhrepps, fæst til ábúð-
ar í næstu fardögum, og til kaups ef um semur.
Jörðin liggur við þjóðveginn nærri Mjólkurbúi Flóamanna.
Slægjur eru mjög nærtækar, grasgefnar og greiðfærar. Hús öll
nýbygð.
Upplýsingar gefur oddviti hreppsins,
Guðm. Þorvarðarson, Sardvík.
TRYGGIÐ AÐEINS HJÁ HJÁ ISLENZKU FÉLAGI
Póflthólf:
718.
Símnefni:
Incurance.
BRUNATRYGGINGAR
(hús, innbú, vörur o. fl.). Sími 1700.
SJÓVÁTRYGGINGAR
(skip, vörur, annar flutningur o. fl). Sími 1700.
Framkvæmdarstjóri: Simi 1700.
Snúið yður til
Sjóváfryggmgarfélags islands hf.
Eimsldpafélagshúsinu, Reykjavík.
haldið sig þar í nágrenni við bæ-
inn spói. Virlist hann sækja æti í
þara við sjómn, en halda sig ann-
ars á litlum bletti. þögull hefir
hann verið, en ekkert virðist hafa
amað að honum. þá virðist mönn-
um að meira beri þar á sjaldgæf-
um fuglategundum s. 1. ár en áð-
ur, og t. d. voru sumarið 1932 á
jiorvaldsstöðum svöluhjón og áleit
Haraldur að þau mundu hafa
verpt þar.
Atvinnuleysia i Reykjavik. Sam-
kvæmt atvinnuskýrslum voru 544
atvinnulausir í Reykjavík 1. febr.
En á sama tíma í fyrra voru þeir
623, er sú tala.nær því 13% lægri
en í fyrra. Flestir voru atvinnu-
lausir af þeim er stunda daglauna-
vinnu. 81% af þeim atvinnulausu ,
voru í verkalýðsfélagi. Flestir j
voru þeir á aldrinum 20—39 ára. !
372 þeirra voru kvæntir og flestir
ómagamenn, og var ómagafjöldi
þeirra 788. Flestir höfðu verið at-
vinnulausir allan ársfjórðunginn
áður en skráning fór fram.
VerkaSur saltíiskur hefir verið
fluttur út fyrir 1.578.000 kr. í
janúarmánuði. Er það heldur
minna en á sama tíma í fyrra.
VerSmæti inuiluttrar vöru í jan-
úarmánuði var 3.372.155 kr. og er
það dálítið minna en í fyrra á
sama tíma. Mest af innflutningn-
um kom á Reykjavik eða 71%.
Fyrir vorið
Stærsti bóndi í sveit prédikar
öðrum bændum að þeir eigi að
standa saman, en bregst bæði
kaupfélagi sínu og mjólkurbúi.
Thor Jensen hefir með kúabúi
sínu í Mosfellssveit tekið atvinnu-
skilyrði frá 100 heimilum, sem
annars gátu lifað af að selja
mjólk til Reykjavíkur.
Ef bændur létu falla íhalds-
þingmennina í Rangárvallasýslu,
Skagafirði, Dalasýslu og Ámes-
sýslu, væri auðvelt að koma
skipulagi á afurðasöluna og stór-
bæta hag bænda í þessum kjör-
dæmum og landinu yfirleitt.
Ef sjómenn í Vestmannaeyjum,
Gullbringusýslu, Snæfellsnesi og
Borgarfjarðarsýslu vildu kjósa
sér þingmenn, sem væru óháðir
togaraeigendum, mætti gera land-
helgisbrot fátíð eins og skip-
strönd. »
Bændum liggur á að tryggja
með skipulagi verðhækkun á af-
urðum sínum. Til þess þarf lög-
gjöf. Milliliðirnir í íhaldsflokkn-
um standa móti gagnlegri lög-
gjöf. íhaldið þarf að tapa kosn-
ingum til þess að vörur bænda
hækki.
Árin 1924—30 eru grafnir 359 kílómetrar
af framræsluskurðum vegna túnræktar.
Árin 1921—30 eru grafin lokræsi -að
lengd 363 kílómetrar, vegna túnræktar.
Árin 1921—30 eru byggð haughús og
safnþrær, sem eru 77049 rúmmetrar.
Heildartala, er sýnir unnar jarðabætur,
samkvæmt jaröabótaskýrslum, er 82 þús.
dagsverk 1920, en 762 þús. dagsvei'k 1931.
livemig er svo að þessum jarðabótum
unnið hin síðari árin? Ofanafristuspaðinn
og skóflan voru aðal verkfærin alveg fram
um 1920, svo fer þetta að stórbreytast. A
6 árum, 1927—32 liafa bændur eignast ná-
lægt 80 dráttarvélar með tilheyrandi verk-
færurn, um 600 plóga, á tólfta hundrað
herfi, hátt á annað hundrað hestarekur, um
60 steingálga, rúmlega 100 áburðardreifara,
hátt á annað hundrað forardælur og 6—700
\ altara. Þótt notkun þessai-a tækja sé mis-
jöfn, tala tölurnar sínu máli.
Samhliða notkun þessara verkfæra er sú
breyting orðin á ræktuninni, að í stað þess
sem þúfnasléttun með ofanafristuaðferðinni
var aðal aðferðin, ryður vönduð sáðsléttu-
ræktun sér nú óðum rúm og allvíða með
mjög glæsilegum árangri. 1930 nam inn-
flutningur grasfræs til þeirrar ræktunar
62550 kílógr. Árangur ræktunarinnar hefir
verið tryggður með bættri áburðarhirðingu
og notkun tilbúins áburðar. 1929—32 hafa
bændur keypt að meðaltali 2792 smálestir
af tilbúnum áburði árlega, alls fyrir krónur
2,553,536,00 þessi fjögur ár.
Hver er þá árangur þessarar ræktunar?
1919—21 er töðufallið að meðaltali 641
þús®hestar ái’lega, 1930 er taðan 1121 þús.
hestar. Töðufengurinn hefir því aukist um
480 þús. hesta, eða um 75%.
Á sama tíma hefir útheysskapur minnkað.
Var um 1400 þús. hestar 1920—21, en 1012
þús. hestar 1930. Framyfir 1920 kveður
svxo rnikið að því að í’eita „sinumýrai’, rotn-
ar mýrar“, að þá er úthey oftastnær meira
en tvöfalt að hestatölu á við töðuna. Nú er
svo komið, eftir 1930, í fyrsta sinn í sögu
landsins, að taðan er orðin mun meiri að
hestatölu en útheyið, en af útheyinu er
nokkuð meira en 1/3 af áveituengjum, og
má ætla, að nokkuð svipaður hluti sé af
vélslægum engjum, þótt ekki fari þetta
tvennt saman allsstaðar.
Þessi aukni heyskapur — og aukning
hans er mikið meiri að gæðum en hesta-
tölu, meiri að menningarauka en magni —
hefir gert það kleyft, að fjölga sauðfé um
21% og nautgripum um 15% á árunum
1921—30.
Þessurn árangri hefir ekki verið náð með
því að fleiri handa hafi verið völ til um-
bcta og auka. Því fer svo fjarri, að nú ei’u
mun færri, sem vinna að landbúnaði en fyr-
ir 13 ái’um síðan. 1920 telja skýrslurnar
ao 40600 manns stundi landbúnað, en 1930
ekki nema 39000 og auk þess er vitað —
þótt ekki séu til skýrslur urn það — að
kaupafólk, sem vinnur í sveitum á sumrin,
en telst til annara atvinnuvega, er nú miklu
færra en áður var. Afköst einstaklinganna
hafa aukist, bæði við jarðabæturnar og hey-
skapinn. Hin stóraukna tækni léttir störfin
og eykur afköstin. Auk þess sem ég nefndi
af jarðyrkjuvei’kfærum, hafa bændur á ár-
unurri 1927—32 eignast um 800 sláttuvélar,
200 rakstrarvélar og 40—50 snúningsvélar.
Það er alveg sérstök ástæða til þess að veita
því eftirtekt og halda uppi fræðslu um það,
hve aukin og bætt ræktun og notkun hey-
vinnuvéla gjörbreytir heyskapnum langt
fram yfir það sem menn gera sér almennt
grein fyrtr. En öllum mun lj óst, að heyskap-
urinn er það starf í búskapnum, sem einna
ruest ríður á af öllu að efla að tækni og
afköstum.