Tíminn - 12.03.1934, Blaðsíða 4
~ 44
TÍMINN
Dæmi úr skýrslum frá 1932
sýna þetta glöggt.
Á Vífilstöðum eru þá heyj-
aðir 2040 hestar, mest allt sleg-
ið með vélum, snúið með vél-
um, tekið saman og rakað með
vélum. Það fara 55 karlmanns-
dagsverk í að slá þetta og alls
er karlmaðurinn 1 klt. og 15
mín að heyja hestinn með að-
stoð hesta og véla.
Á öðru býli, sem taka má til
samanburðar, en engin véla-
notkun kemur til greina, því
þar er heyjað úthey á þýfðu
landi, fara 13 dagsverk karl-
manns til að slá 70 hesta og
þar fara 3 klt. karlmannavinna
og 5 klt. og 39 mínútna kven-
mannsvinna í að heyja útheys-
hestinn. Útkoman verður því
sú, að með sömu verðlagningu
á vinnunni verður vinnukostn-
aðurinn við að heyja töðuhest-
inn á Vífilsstöðum 1932 kr.
1,22, en við að heyja útheys-
hestinn á hinu býlinu, þar sem
ekki verður öðru við komið en
hinni gömlu frumstæðu tækni,
kr. 5,32. Slík samanburðar-
dæmi mætti mörg telja, því
þetta eru engin einsdæmi. Á
öðru býli þar sem töðufall er á
annað þúsund hestar sló dreng-
ur innan við fermingu allt, sem
slegið var í fyrra — með slátt-
vél og hestum. Þetta sýnir að
tæknin og vinnubrögð við einn
mjög merkan þátt í búrekstrin-
um er mjög langt á veg komin,
þar sem lengst er komið í
þeim sökum. En um leið er
þetta orðið misskiptara en áður
var. Þá voru vinnubrögðin hin
sömu alstaðar og tækin hin
sömu eða tækjaleysið. Nú ber
langt á milli eins og dæmið um |
heyskaparkostnaðinn sýnir og
jafnvel ennþá lengra. Á
Hvanneyri voru heyjaðir um
5000 hestar í sumar. Þá dag-
ana, sem bezt var verið að,
voru fluttir í hlöðu frá 500 og
upp í 650 hestar á dag. Það
er langt á milli slíkra vinnu-
bragða og þess, sem því miður |
á sér stað alvíða ennþá, þar |
sem einyrkinn reitir inn eitt
hundrað hesta yfir sumarið af
þýfðri og óræktaðri jörð og án
annara tækja en ómerkilegustu
handverkfæra.
Einmitt þessi mikli munur
bendir skýrt til þess að við sé-
um á réttri leið, og leiðin er
aukin ræktun, aukin tækni og
aukin afköst. Þar fyrir er ekki j
sagt að allur búskapur vor
þurfi að verða af sömu stærð
eða ennþá stærri en það sem nú
er fyrirferðarmest hjá okkur,
en hann þarf að verða eins og
betri að tækni og afköstum, og
það verður hann furðu fljótt
með aukinni ræktun og auknu
þéttbýli.
Margir benda til þess að full-
komin tækni og vélanotkun geti
ekki átt sér stað nema með
því einu móti að býlin séu
geisistór. Reynslan er þá á
góðum vegi með að sýna hið
gagnstæða. Skipulagsbundinni
ræktun út frá kauptúnum og í
hverfum og fleirbýli, en þannig !
er aðall ræktunarinar að verða, :
fylgir fjölþætt félagsleg sam- !
vinna, hún leysir þann vanda
á fullnægjandi hátt, enda er
slík ræktun tii orðin, og verður
framvegis til, mest og bezt til
við slíka samvinnu.
Ég hefi þá rakið í fáum at-
riðum það, sem ég tel bera þess
vitni að skrílmerkin séu sem
betur fer, hvergi svo einráð í
íslenzkum landbúnaði, að það
sé réttmætt að kalla hann
heildarheitinu barbari, og verði
vonandi aldrei framar, þótt '
ennþá skorti mikið á að hann
sé rekinn með jafnmiklu menn-
ingarsniði alstaðar. Ég hef
haldið mér við búreksturinn
einan. Engu ómerkari er þó sú
Klæðaverksmiðjan GEFJUN*
Aknreyri
framleiðir beztu innlendu fataefni, sem völ er á. A saumastofu Gefjun-
ar í Reykjavík er saumaður allskonar karlmannafatnaður og' frakkar
eftir nýjustu tízku. Drengjaföt og telpukápur eru afgreiddar með mjög
stuttum fyrirvara. Avallt fyrirliggjandi allar stærðir af drengjafötum
og pokabuxum.
Gefjunar band og lopar er unnið úr valinni fyrsta flokks norð-
lenzkri vorull. Allar tegundir fyrirliggjandi. Verðið hvergi lægra.
Hvítt band einfalt kr. 2,90 pr. V, kg.
— tvinnað — 3,75 11 n n
Blágrátt band þrinnað — 3,90 n n n
— — tvinnað — 3,75 n n n
Rauðk. — — — 3,75 n n n
Grátt — þrinnað — 3,55 n n n
Mórautt — — — 3,55 n n n
Sauðsv. — — — 3,55 n n n
Svart, litað band — — 4,65 n n n
Hærfatalopar . — 1,65 n n ii
Sokkalopar . . — 1,50 n n n
Sjóvettlingalopar • • • . — 1,25 n n n
Verzlið við Gefjuni, með því gerið þér beztu og hagkvæmustu inn-
kaupin um leið og þér styrkið innl. iðnað.
Tökurn ull í skiptum fyrir vörur.
Vörur sendar gegn póstkröfu um land allt, beint frá verksmiðjunni eða
útsölunni í Reykjavík. 6 £ F J U N, Laugaveg 10, sími 2838.
@1
Q B e z t a
i Munntóbakið
er frá
Brödrene Braun
KAUPMANNAHÖFN
(©
q'
iQ
Q
© Biðjíð kauptnann yðar um
§ B. B. munntébak
Q
® Fæst allsstaðar.
Q
©
©
©
^J)
©)
©)
^p)
©
breyting sem orðin er til bóta
og aukinnar tækni á sumum
öðrum sviðum landbúnaðarins.
Berum t. d. sláturhúsin með
frystihúsum og mjólkurbúin,
saman við pinklasmjörið og
klífkkaflutning á heimaslátruðu
kjöti fyrir ekki ýkjamörgum
árum síðan. Ég hampa því,
sem vel er í hófi, ekki af því
að við eigum að vera ánægðir
með allt eins og það er, heldur
af því að það má engin myrk-
fælni eða miðaldatrú, barlóm-
ur eða blekkingar fela þann
sannleika fyrir okkur að það
eru umbæturnar, menningar-
sniðið sem orðið er á búskaph-
um furðu víða, sem bjargar
landbúnaðinum frá því að gjör-
sligast niður í eymd og ómenn-
ingu undir hrömmum krepp-
unnar.
að guma af því, nú þegar |
kreppulánasjóður er að auglýsa (
eftir skuldum manna, þá er það !
föst trú mín, að ef allt væri
ógert, sem gert hefir verið síð-
ustu 10—12 árin, ef lýsing E.
B. í íslandsljóðum ætti enn við,
— þá hefði enginn kreppulána-
sjóður þurft að starfa næstu
árin, því þá væri ísl. landbún-
aður nú að hníga í þá örtröð,
að honum yrði ekki við bjarg-
að.
Sem betur fer liggur það
ekki fyrir, Vonsýn E. B. er svo
vel á vegi með að rætast. Hann
getur nú senn hvað líður litið
um heil héruð og séð, og sagt:
„Og garður við garð í breiðum
byggðum
stóð bjartur eins og sumarsaga,
HÁRKLIPPUR
með kömbum 3 og 5 mm á
kr. 5,00.
RAKVÉLAR
á kr. 1,75, 2,50 (vestisvasa) í leð-
urhylki á kr. 5,00.
Sportvöruhús Reykjavíkur,
Reykjavík.
KAUPFÉLA6 REYKJAVÍKUR
Bankastræti 2, simi 1245.
Feröamerm hafa bezta tryggingu
fyrir góðum vörum meö hæfilegu
verði, verzli þeir við kaupfélagið.
MYNDA- og RAMMAVKRZL.
Freyjugötu 11. Slmi tlOð
ISLENZK MÁLVERK.
Kolaverzlun
Svarað bréfnm.
Framh. af 2. siðu.
af Framsóknar- og Jaínaðarmannaflokkun-
um. Þar liggur ásökunareínið.
Tryggvi Þórhallsson sat sem forsætisráðh.,
iengst aí með stuðningi Jafnaðarmanna
og vann á þann hátt mikið starf og gott
fyrir flokk sinn og fyrir alþjóð. Samvinna
við Jafnaðarmenn getur því ekki nú verið
ói'ær leið fyrir Framsóknarflokkinn — ekki
nú frekar en þá. En það voru samningamir
sjálfir sem voru ótækir; þeir voru svik við
„málstað bændanna". Um þá segir Tr. Þ. í
grein sinni: „Sanmingarnir hljóðuðu upp á
það, að gjöra ekki nokkurn skapaðan hlut
íyrir bænduma“.
Þetta er kraptsetningin, þarna eru rökin,
sem þér vísið til í bréfum yðar, rökin fyrir
þeirri óhjákvæmilegu nauðsyn, að bændur
myndi nú stéttarflokk. Liggur þá næst að at-
iiuga samningana sjálfa.
Að efni til má skipta samningsatriðunum
í tvo flokka. 1 fyrsta lagi: Að haldið sé sömu
stefnu og Framsóknarflokkurinn hefir áður
l’ylgt í tilgreindum, þýðingamiiklum málum.
Og í öðru lagi, að komið sé á nýrri löggjöf
um hin brýnustu nauðsynjamál bændastétt-
iiinnar.
Til hins fyrra ílokks má telja atriðin um
að viðhalda gengi krónunnar í samræmi við
sterlingspundið, um kaupgjaldssamninga við
opinbera vinnu, um að viðhalda innflutnings-
höftunum, um að íleygja ekki stórfé til að
halda uppi lögregluher. Allt eru þetta mál,
sem Framsóknarflokkurinn hefir áður fylgt
og framkvæmt eins og samningai’nir tiltaka
og þai' með Tr. Þ., bæði sem; þingmaður og
ráðherra. Þar var því ekkert nýtt á ferð.
Þá eru í öðru lagi þau atriði samning-
anna, sem snúa beint að bændum. Þar er á-
kveðiö, að skipuleggja skuli sölu innanlands
á kjöti, mjólkurvörum og kartöflum, þannig,
aö dregið verði úr dreifingarkostnaðinum
og verö hækkaö til framleiðendanna. Allt
eru þetta atriði, sem Tr. Þ. nú kallar „mál
málanna“. Og svo leyfir hann sér að segja
að samningarnir hafi hljóðað upp á það, „að
gjöra ekki nokkum skapaðan hlut fyrir
bændui’na".
Enda þótt samningarnir sanni ]iannig, að
sú ásökun á Framsóknarflokkinn, að hann
hafi svikið „málstað bændanna“, er stað-
leysa ein og enda þótt Eysteinn Jónsson
alþm. hafi hrakið þá ásökun í rökstuddri
grein í Tímanum — grein, sem eigi hefir
verið reynt að svara og stendur því óhrakin
að öllu, þrátt fyrir þetta hvorttveggja vitn-
iö þér, stofnendur Bændaflokksins, í grein
Tr. Þ. um þau rök, sem þér þurfið að færa
fyrir yðar máli. Það var auðvitað verka-
léttir fyrir yður. Hitt er að öllu erfiðara
verk fyrir okkur, bréfþegana, að eiga að
finna þar rökin — rökin, sem hvergi eru til.
Ég hefi hér athugað nokkuð þær ástæður,
sem þér teljið að knúið hafi yður til nýrrar
flokksmyndunar. Ég hefi leitt rök að því,
að ])essar ástæður eru einskis virði; enda má
það öllum Ijóst vera, að hér er um skinástæð-
ur einar að ræða. Um þær raunverulegu
ástæður er þagað. Málsflutningur þessi er
]iví þannig vaxinn frá yðar hendi, að hann
gjörir kröfu til meiri gleypigirni hjá okkur
bændum við lélegri málefnatúlkun, heldur
en hægt er að búast við hjá sæmilega hugs-
andi mönnum. Slík bréf, sem þau, er ég
hefi hér rætt um, mega því vera næsta
hvimleið sending hverjum Framsóknar-
manni. Vonandi fríar svar þetta mig frá
því að þurfa að taka á móti þeim fleirum.
Þér skorið á bændur að styðja flokks-
myndun yðar. Ég, sem bóndi, skora aftur
á móti á yður, að láta þessa flokksstofnun
niður falla, þar sem alveg er fyrirsjáanlegt
að það litla fylgi, sem sérstakur bænda-
flokkur nú kynni að fá, verður eingöngu
til að veikja Framsóknarflokkinn að sama
skapi. Með því er spillt aðstöðu framfara
og umbótamannanna til að vinna að nauð-
synj amálum bændanna.
Amarvatni, 13. febrúar 1934.
Sigurður Jónsson.
Dvöl,
fylgirit Nýja dagblaðsins, 52 hefti
á ári, er stærsta tímarit landsins,
W00 bls. á ári. — 'Kostar 25 aura
^^^^—heftið.
Þótt risið sé ekki svo hátt
á landbúnaðinum að það sé til
með röðulgljá í rúðum skyggðum,
með ræktað engi og beittan haga“.
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
Simn.: KOL. Reykjavik. 1933.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Prentsmiðjan Aeta.