Tíminn - 12.03.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1934, Blaðsíða 2
42 TIMINN leggðum ekki okkar þúsund ára gamla Al- þingi með stéttareipdrætti. Þingræðið, lýð- ræðið er nú hvarvetna umsetið af þröng- sýnum öfga- og ofbeldisstefnum. Þar sem þjóðþingin klofna í stéttaflokka og alls- konar sérhagsmunaflokka, reynist þing- stjómarskipulagið svo veikt, að traustið til þess brestur og einræðisstefnur brjóta niður lýðræðið. Þarf eigi annað en benda á Þýzkaland þessu til sönnunar. Myndun stétta-þingflokka er að mínu viti glapræði. Þjóðhollir menn eiga ekki að veita þvi máli stuðning. Nú á dögum tíðkast mjög þau breiðu spjótin, að deila á þingstjórnarskipulagið og finna því margt til foráttu. Enn hefir þó eigi verið sýnt með íullum rökum, að annað þjóðskipuleg væri frjálslegra, þroskavæn- legra og fullkomnara. Vér, sem undir því skipulagi búum, eigum að halda því í heiðri, eigum að þroska það og fullkomna. Stofn- un stéttaflokks er spor í öfuga átt, og ber ekki vott um hækkandi pólitískan þroska. Enginn hinna núverandi þingflokka hér á. landi er hreinn stéttarflokkur. Nú er ís- lenzkum bændum ætlað að stíga það spor, sem aðrar stéttir þjóðfélagsins hafa verið of þroskaðar til að stíga. Nú er skorað á þá að stofna stéttarflokk. Svar mitt skal ekki vera tvírætt: Ég hjálpa ekki til að vinna slíkt pólitískt óhappaverk. Létt verk væri að halda áfram og færa fleiri rök gegn stofnun stéttaflokka. En ég gjöri ráð íyrir, að þér, sem nú efnið til nýs flokks, hirðið lítt um andmæli eins bónda. Ég ætla því að breyta til og Lúla þeirra raka, sem ætla má að þér véíengið ekki. Þau eru heimafengin, hjá bændaflokks- stofnendunum sjálfum. í Framsókn, 86. tbl. frá 30. des. sl., situr Dagfinnur við stjórnmálaskjáinn og virðir fyrir sér „stjórnaríormin“. Um „lýðræðið“ segir hann: „Lýðræðið ber mein í barmi, og elur þaú sér við brjóst. Aðalmeinið er hin vaxandi stéttabarátta, sem telja má að eigi aftur rót sína í hinum óréttláta mun á æfikjörum þegnanna, eins og lífið sjálft og stjórnskipulagið úthlutar þeim. . Utan um stéttahagsmuni eru svo aftur myndaðir stjórnmálaflokkar, er stefna til tveggja and- stæðra hliða um yfirráð þjóðmálanna í sín- ar hendur. • A þessum megingrundvelli sprettur upp hm harðvítuga og illvíga barátta á milli stétta og stjórnmálaflokka. — — — Svo má heita, að þjóðirnar logi í innbyrðis sund- urþykkju, stétt á móti stétt-------maður á móti manni.----------Stéttabaráttan er orð- in hrein og bein innanlandsstyrjöld — eins- konar sturlungaöld nútímans“. Þannig farast Dagfinni orð. Heyrst hefir aö liann sé einn af stofnendum Bændaflokks- ins. Samtímis og blað flokksins kveður upp þann dóm um stéttaflokkana, að þeirra vegna logi þjóðirnar í innbyrðis sundur- þykkju og að stéttabaráttan sé orðin hrein og bein innanlandsstyrjöld, einmitt samtímis skorið þér stofnendur flokksins bréflega á bændur landsins að mynda stéttarflokk. Mikið er örlæti yðar á góðum leiðbeining- um bændum til handa; virðist það ná því hámarki að eigi viti hin hægri höndin hvað sú vinstri gjörir. Ég hefi héc í stuttu máli skýrt frá hversu ég lít á stofnun stéttaflokka og afléiðingar þeirra fyrir þingræðið. En þá ber einnig á það að líta, hvort nú sé fyrir hendi hér á landi þær alveg sérstöku ástæður, sem gjöri óumflýjanlegt fyrir bændur að stofna sér- floltk — og sem þá um leið réttlæti þær i aðfarir gagnvart þingræðishugsjóninni. Þér . teljið að svo sé; en 1 bréfum yðar eru engin rök færð fyrir þeirri staðhæfingu, aðeins vitnao í grein Tryggva Þórhallssonar í Framsókn 15. des. sl. 1 nefndri grein er það fullyrt, að Framsóknarflokkurinn hafi brugðist stefnuskrá sinni og svikið „mál- stað bændanna“. Eigi eru þó færð dæmi, | er sanni þetta, t. d. frá nýafstöðnu þingi, enda var ekki við því að búast að þingið j hefði til meðferðar og afgreiðslu stórmál, er snerti landbúnaðinn. Það var háð vegna | sérstaks máls og átti að vera stutt. Ekki er heldur kunnugt að nein áhugamál Tr. Þ. snertandi landbúnaðinn hafi á því þingi i verið felld eða svæfð fyrir honum. Að störf- I um Framsóknarflokksins á hinum fyrri ; þingum getur ásökun þessi ekki lotið, svo ósleitilega var þá unnið að málefnum bænd- ! anna; enda eigi aðrir hælt starfi flokksins að þeim málum meir en Tr. Þ. Nei, ásökun þessi miðast við hvorugt þetta. Hún beinist að þeim samkomulagsgrundvelli til stjómar- myndunar, sem lagður var á síðasta þingi Framh. á 4. síðu. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAKBFN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI OG H V E ITI Meiri vöruéæði ófáanleé S.I.S. skiptir eingöngu við okkur. Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunumL P. W. Jacobsen & Son Timburve!rzlun Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. :: :: :: :: EIK OG EFNI 1 ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: :: Fóðurbætir Munið að þér fáið hvergi betri fóðurbæti en hjá Samband ísl. samvinnufélaga Tilbúinn áburður Munið að nú er tími tilkom- inn að panta tilbúinn áburð; látið ekki dragast að senda pantanir. r Aburðarsala rítisins Flokkssamþykkt Aðalfundur Framsóknar- félags Langnesinga. 2. þ. m. var haldinn á Þórs- höfn aðalfundur Framsóknar- félags Langnesinga og gerðist þar meðal annars þetta. 2. mál. Aðstaða Framsóknar- flokksins til annara flokka. Eftir allmiklar umræður kom fram svohljóðandi tíilaga, sem var samþykkt með öllum i greiddum atkvæðum gegn einu: j „Aðalfundur Framsóknarfé- | lags Langnesinga telur, að mið- stjórn Framsóknarflokks hafi tekið rétta aðstöðu til klofns- ingmannanna Jóns Jonssonar frá Stóradal og Hannesar Jóns- sonar, að reka þá úr flokknum, og telur það ekki hafa gefið þeim Tryggva Þórhallssyni og Halldóri Stefánssyni réttmætt tilefni til þess að segja sig úr Framsóknarflokknum og stofna nýján flokk. Og þar sem Fram- sóknarflokkurinn hefir alltaf verið og er fyrst og fremst flokkur bænda, virðist ekki þörf á öðrum bændaflokki“. Á fundinum var mættur mik- ill hluti félagsmanna og tekin fyrir ýms fleiri mál. Framsóknarfélag Langnes- inga nær yfir Norður-Þingeyj- arsýslu austan öxarfjarðar- heiðar, þ. e. Sauðaneshrepp og Svalbarðshrepp. Aðalfuudnr Mjólkurbús Flóamanna var haldinn 26. f. rn. að Skeggjastöðum í Flóa. Fram- kvæmdarstjórinn, Karl Jörgen- sen, lagði fram skýrslu um rekstur búsins á síðastliðnu ári. Til búsins voru fluttar tæp- ar 2 milj. kílógr., eða mjög svipað og árið áður og fengu bændur útborgaða 16,6 aura fyrir kg., miðað við meðalverð. Meðalfita var 3,64 af hundr- aði, eða lítið eitt meira en árið áður. — Úr stjórn gekk Sigur- grímur Jónsson í Holti og var endurkosinn. Sömuleiðis var endurkosinn varamaður hans Þorgeir Bjarnason á Hærings- stöðum. Ágúst Helgason var endurkosinn endurskoðandi, og sömuleiðis varamaður hans Árni Árnason í Oddgeirshólum. — Á fundinum voru sam- þykktar 2 tillögur svohljóð- andi: I. „Með því að vegalagning á nokkrum stöðum í Flóa stendur enn í vegi fyrir al- mennri þátttöku Flóabænda í Mjólkurbúi Flóamanna, þá skor- ar fundurinn á vegamálastjóra og ríkisstjóm, að láta rann- saka, hvaða viðbótarvegi vant- ar, svo að allir Flóabændur geti náð til búsins með sem líkastri aðstöðu“. II. „Með því að aðalfundur Mjólkurbús ílóamanna álítur, að samgönguteppa, sem verður á hverjum vetri, vegna snjóa, á leiðinni mili Suðurlands- undirlendis og Reykjavíkur, sé eitt af aðalmeinum þessara héraða, þá skorar fuhdurinn á :ríkisstjómina, að láta þegar á næsta sumri fara að gera þá samgöngubót milli þessara hér- aða, sem verði örugg í snjó- þyngslum á vetrardegi". Dvö 1 flytur smásögur eftir beztu höfunda, sagnafróðleik, kvæði, skrítlur o. m. fl. Kemur út á hverjum sunnu- degi. Kostar 9 kr. árgangurinn en 25 aura heftið í lausasölu. Pantið þetta skemmtilega tímarit hjá afgreiðslu Nýja dagblaðsins. A víðavanúi. Skagastrandarhöfn. Guðm. Ölafsson í Ási beitti sér fyrir því, með einhuga stuðningi Framsóknarmanna, að lög voru samþykkt á Al- þingi 1929 um hafnargerð á Skagaströnd. G. ó. gat þá út- vegað héraðinu lán til að byrja verkið og framlög úr ríkissjóði, en þá stóð á ein- hverjum undirbúningi heima fyrir. En nú er málið orðið hið mesta áhugamál héraðsins, einkum þó Vindhæhnga, sem vita hve mikla þýðingu höfnin myndi hafa fyrir héraðið og sýsluna. Maður var hér á ferð fyrir hafnamefnd í vetur til að útvega lán í fyrirtækið. En þá rak hann sig á, að ríkisstjórn- in neitar um framlag að sínu leyti, og situr nú allt við það sama. En ekki má við svo bú- ið standa. Höfnin á Skaga- strönd verður að koma. Þor- steinn Briem og M. G. hafa eytt 200 þús. kr. í óþarfa og ólöglega varalögreglu í sumar sem leið. Þá höfðu þeir nóga peninga. En í svo alvarlegu máh má ekki láta ráða tómt hugleysi og afturhald. Stjómin verður að leggja fram féð, og það í vor. „Sparnaður“ íhaldsmanna. Hvar sem íhaldsmaður kem- ur fram og á að gera grein fyrir stefnu flokks síns, er hamrað á því sama — að flokk- urinn vilji sparnað. Það láist venjulega að taka það fram, og menn hafa ekki enn gert sér nægilega vel grein fyrir því, að spamaður íhaldsins er fólg- inn í því, að skera niður og tak- marka útgjöld til almennings- þarfa. Hinu er minna skeytt af íhaldinu, þótt útgjöld til em- bættismannahalds o. þvíl. séu há, enda verða íháldsmenn venjulega fjár aðnjótandi 1 sambandi við slík útgjöld. Gott dæmi um „sparsemi" í- haldsins er'fjármálastjórn þess í Reykjavík. Nýjar fram- kvæmdir bæjarsjóðs eru sára- litlar, en borgarstjóranum eru greiddar í laun 16,800 kr., raf- magnsstjóranum 22 þús., hafn- arstjóranum 18 þús., Knúti 10 þús. í eftirlaun o. s. frvi — Ekkert lát er á aukningu rekstr arútgjalda bæjarins. Síðan bæj- arstjómarkosningamar fóru fram, hafa verið stofnuð 3 ný embætti við rekstur bæjarins og launin ekki skorin við nögl. Svo ætlast íhaldsmenn til að „spamaðarglamur“ þeirra sé tekið alvarlega. Aðeins eitt vilja forkólfar íhaldsins spara — þeir spara skattaútgjöld sín með því að lækka framlög af opinberu fé til almennings- heilla. af þeim hafa varla nema tveir | verið fastir stuðningsmenn í flokksins. Þorsteinn Briem sendi um jólaleytið ýmsum fyrv. sóknarbömum sínum fjöl- ritað bréf, þar sem hann talar um að ræða pólitík í „fullri ' hreinskilni“. En flestum finnst 1 það lítil hreinskilni, að þora ekki að ræða mál opinberlega, en dreifa út 1 „sendibréfum" bakmælgi um gamla samherja. „Einkafyrirtækið" skipuleggur sig. Jón Jónsson og Þorst. Briem hafa ekki unað lengi að vera án flokksbanda og skipulags. Nú hafa þeir sent út nýtt um- burðarbréf, og segjast þeir ætla að stofna flokksfélög í hverri sýslu og jafnvel hreppi. Einn miðstjómarmaður á að vera fyrir hverja sýslu. Hafa þessir burtviknu menn tekið skipulagið eftir Framsóknarfl,, þar sem þeir voru aldir upp. Að lokum segja þeir, að meðan enginn flokkur er myndaður, þá séu stofnendumir mið- stjóm! Þess má vænta, að þeir fái lengi að njóta þeirrar sælu, \ að vera hálaunaðir embættis- menn í Reykjavík og um leið sjálfskipuð miðstjóm í bænda- flokki án bænda! því að helmingurinn af fylgi Jóns Baldvinssonar frá 1931 fór yfir á Thor Thors vorið 1933, og var engin sýnileg á- stæða til nema sú, að trúað væri á tylliboð smalanna. En nú reka smalar íhaldsins sig á það, að Jón Þorl. þorir ekki annað en auglýsa í Mbl., að utanbæjarmenn fái ekki at- vinnu hér. Þá sjá Snæfellingar og Rangæingar, sem reynt var að blekkja með atvinnuloforð- um, hve lítið er að treysta í- haldinu. íhaklið klofið. Alveg nýkomin fregn norðan úr Húnavatnssýslu hermir, að Hafsteinn Pétursson bóndi á Gunnsteinsstöðum í Langadal hafi lýst yfir því, að hann muni bjóða sig fram í Austur- Húnavatnssýslu Hafsteinn hefir verið einn af aðaláhrifamönnum íhaldsflokks- ins í Austur-Húnavatnssýslu um langt skeið, oft haft hug á framboði og verið talinn til þess líklegur. Fyrir síðustu kosningar fór fram einhvers- konar prófkosning milli hans og Jóns á Akri, og varð Haf- steinn þá undir. Enginn vafi er á því, að Hafsteinn dregur til sín tals- vert mikið af fylgi íhalds- flokksins í sýslunni. Og sér- staklega er gengið út frá því, að þeir íhaldsmenn, sem raun- ar voru fáir, sem hnigið höfðu til fylgis við Jón í Stóradal, muni nú allir fylgja Hafsteini. Hafsteinn á Gunnsteinsstöð- um er bróðir Magnúsar Péturs- sonar bæjarlæknis í Reykjavík. Or Árnessýslu. Mbl. er á nálum um að Ár- nesingar vilji ekki Eirík leng- ur. Þeim er vorkunn. I þeim tveim hreppum, þar sem J. J. var á bændafundum nýlega, er vitað, að í öðrum hreppnum er ekki nema einn bóndi, Jón á Ólafsvöllum Brynjólfsson, sem er með Mbl. og alls enginn með litla-íhaldinu. í Hrunamanna- hreppi var fjölmennur fundur. Ágúst hreppstjóri í Birtinga- holti lýsti yfir á fundinum, að enginn íhaldsmaður væri í sveitinni, og annar bóndi taldi það móðgun við sveitina, að gera ráð fyrir, að þar væri til íhald. Þótti það vel mælt. Ná- , úr vi}ndu að ráða lega 500 félagsbundnir Fram- j fyrir ihaldið. sóknarmenn tóku þátt í próf- | Smalar Jóns ölafssonar og kosningu um nýársleytið, og i Thor Thors kváðu óspart hafa sýndi það styrk flokksins. Eng- j lofað, að ungir menn úr Rang- in félagsdeild hefir verið lögð j árþingi og Snæfellsnesi skyldu niður. Flokkurinn í héraðinu j fá togaravinnu í vetur, ef þeir er að vaxa. En fjórir menn j kysu íhaldið. Eitthvað munu ! hafa sagt sig úr félaginu, en . þessar blekkingar hafa dugað,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.