Tíminn - 28.05.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1934, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 97 æðraskólinn á Hallormsstað Námstíminn er 2 vetur: Yngri deildar frá vetumóttum til aprílloka, en eldri deildar frá 20. september til aprílloka. Aðalnámsgreinar í yngri deild: Islenzka, reikningur, nátt- úrufræði, danska, vefnaður og saumur, en eldri deildar: Is- lenzka, danska, matarfræði matreiðsla og almenn eldhússtörf og hannyrðir. Aldurstakmark 18 ár. Skólakostnaður ca. 450 krónur. Gjalddagi 1. nóv. og 1. febrúar. Umsóknir sendist forstöðukonu fyrir miðjan ágúst n. k. Hallormsstað 8. maí 1934. Sigrún P. Blönda! Viðbætir við sálmabók til kirkju- og heima-söngs Gefin út að tilhlutuu Kirkjuráds hinnar ísieuzku þjódkirkju. Þessi viðbætir við sálmabókina er 196 blaðsíður í sama broti og sálmabókin. Eru þar 144 frumsamdir sálmar og 76 þýddir, eftir 55 nafngreinda höfunda og 4 óþekkta. Þarna eru sálmar eftir t. d.: Davíð Stefánsson, Einar Benediktsson, Einar H. Kvaran, Freystein Gunnarsson, sr. Fr. Friðriksson, Grím Thomsen, Guðm. Guðmundsson, Hall- grím Pétursson, Hannes Hafstein, Hannes Blöndal, Bólu- Hjálmar, Jakob Smára, dr. Jón Helgason biskup, Jón Magnússon, Jónas Hallgrímsson, Ólínu Andrésdóttur, Svein- björn Egilsson, Unni Benediktsdóttur, Valdimar Snævarr, Þorst. Gíslason og marga fleiri. Bókin kostar, í fallegu bandi, 2 krónur. Fæst í öllum bókaverzlunum. Það bezta er ekki of gott Viljið þér fá reglulega gott og kröftugt súkkulaði, þá drekkið einn bolla af Pan- Liílu- Bellu- Fjallkonu- eða Prímúla súkkulaði. Þessar tegundir eru nærandi og styrkjandi og,fram- leiddar úr kraftmiklum cacaobaunum. ------öllum þykirþað gott. Súkkulaði-verksmiðja H.f. EfnagerS Reykjavíkur Ljóma vitamin-smíörlíki hefir lagt fram vísindalegar sannanir Byggingarefni Þér, sem ætlið að byggja eða endurbæta hús yðar at hugið að þér getið fengið flest sem að byggingu lítur , á einum stað. Vér höfum ávalt fyrirliggjandi: Sement, steypustyrktarjárn, steypumótavír, þak. pappa, þakjárn, saum allskonar, kork, gluggatróð, gólfdúka, veggfóður, flókapappa. Eldtæri miklar birgðir af eldavélum og ofnum bæði svörtum og amaleruðum. t Miðstöðvar- og hreinlætistæki: miðstöðvareldavélar, miðstöðvarkatla, miðstöðvarofna, Baðker, fajance handlaugar, eldhúsvaska, saleani, jarð- bikaðar skolppípur, vatnsleiðslupípur, öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. J. Þorláksson & Norðmann Símnefni: Jón Þorláks. Sími 1280 (4 línur) frá Statens vitamín Laboratorium um að Ljóma smjörlíki innihaldi sóiskinsvitámínið - D vitamínið Engin önnur smjörlíkísgerð á iandinu hefir getað lagt fram slíkar sannanir frá þessari þekktu, ströngu og viður- kenndu vísindastofnun. Fréttir „Sendiherrann“ komlnn. Sendi- herra Magnúsar Guðnaundssonar, Gunnlaugur Jónsson, kom frá út- löndum með Gulfossi seinast. Ekki skal sagt um það, hvort för hans hafi endað þannig, að Magnús verði að halda einhverju eftir, þeg- ar hann sendir hann út nœst. En þá verður Magnús líka að hafa hraðan á og gera það fyrir kosn- ingarnar. Frá Siglufjarðardoilunni. Rann- sókn hefir staðið yfir út af þerk- fallstilraun kommúnista á Siglu- firði við Dettifoss. það voru konur, sem gengu tiltölulega harOast fram þar í ryskingunum.— Var tekinn hamar af einni, sem hún hafði beitt i slagsmálunum. Einn aðalforsprakkinn, Aðalbjöm Pét- ursson var um tíma settur í jám. Var mikið af grjóti í vösum hans og hníf tók lögreglan af honum, sem hann játaði, að hafa haft til að skera á vatnsslöngu. Frambjóðendnr FramsóknarfL í Rangárvallasýslu, Sveinbj. Högna- son og Helgi Jónasson hafa afsal- að sér rétti til uppbótarþingsæta. Sama hefir gert Vilmundur Jóns- son. Skrlfstofa Framsóknarflokksins er í Sambandshúsinu í Reykjavík, s,ma 2979. Áhugamenn flokksins em minntir á að hafa samband við skriistofuna. Kaupendum Tímans vat' sent það eintak af Nýja dagblaðinu, sem skýrði frá og ræddi úrslit hins svokallaða Kollumáls, en svo stóð á í prentsmiðj unni, að ekki var unnt sakir anna, að prenta Tímann, svo menn fengju þá strax frengir af þessu póli- tíska ofsóknarmáli íhaldsins á hendur Her- manni Jónassyni. Málið var sem kunnugt er hafið fynr síðustu bæjarstjórnarkosningar hér í Rvík, og var ætlað að hafa áhrif á úrslit þeirra, þar eð Hermann Jónasson var aðalframbjóð- andi Framsóknanuanna við þær kosningar. Síðan liggur málið lengi í stjórnarráðihu hjá Magnúsi Guðmundssyni, eftir að hinni hjákátlegu rannsókn er talið lokið. En dag- inn eftir að H. J. lagði af stað í kosninga- leiðangur norður í Strandasýslu með Tr. Þórhallssyni, er kveðinn upp dómur. Til þess að gefa mönnum hugmynd um hverskonar skrípaleikur þetta mál er, skal hér birt orðrétt lýsing á einhverjum dular- fullum manni, sem rannsóknardómarinn Arnljótur Jónsson taldi sig þurfa að hafa upp á. Geta menn af því markað hæfileika dómarans og skerpu vitnanna, sem verið er að styðjast við í þessu þokkalega máli. Hér fer á eftir lýsingin: „Maðurinn var þannig búinn, að hann var í þunnri yfirhöfn, annaðhvort rykfrakka eða þunnum súmarfrakka, og áferðin á efn- inu ekki slétt. Efnið var að meiri hluta ljós- ara, en í því var einnig dekkra með. Á höfð- inu hafði maðurinn frekar ljós-blá-gráan hatt. Um hálsinn hafði maðurinn ljósan dúktrefil brugðinn í kross að framan yfir hálslínið, og álítur vitnið að það hafi ekki verið ull í þessum trefli. Maðurinn var hærri en ég og þreknari, hakan á honum var sterkleg og breiðleit, hann var ekki föl- ur í andliti, hörundsliturinn í andlitinu var jafn, hann skifti ekki litum og liturinn var ljósbrúnleitur og ekki rjóður. Augun voru grá, hörð, köld. Munnurinn var oft eins og mjó lína þegar hann virtist vera að hugsa sig um. Hann var skegglaus og húðin slétt, og frekar var maðurinn feitlaginn í andliti. Ég man ekki eftir háralitnum svo ég þori að fara með það. Mér virtist andlitið sámsvara sér vel. Málrómurinn var karlmannlegur, ekki dimmur, og hann þurfti ekki að tala hátt til að ég heyrði greinilega til hans. Ég hygg eftir útlitinu að dæma, að maðurinn hafi verið um þrítugt eða yfir þrítugt. Mað- urinn gekk beinn í baki, en dálítið álútur með höfuðið. Göngulagið var stillt og fall- egt“. Til hvers fitjar íhaldið upp á slíkum og þvílíkum málum sem þessum? Til þess að reyna að leiða athygli fólks frá aðalatriðum, kjarna sjálfra málanna, sem um er deilt. Þetta er ryk í augu kjósendanna, enda býr það svo um að „slík mál“ séu uppi um hverjar kosningar. Eymd þess og illur málstaður, lýsir sér hvergi átakanlegar. Pólitísk hólmganga. Hinni dæmafáu ofsókn á Hermann Jón- asson, sem íhaldið, með Magnúsi Guðmunds- syni stendur fyrir, hefir nú verið svarað mjög myndarlega. — Hermann Jónas- son ætlar nú á opinberum og almennum fundum í Skagafirði að leggja fyrir kjós- endur M. G. sjálfs hans eigin feril í rétt- árfarsstjórn þjóðarinnar. M. G. veit um veilur sínar, vesalmennsku og undirlægjuhátt við afbrotamenn lands- ins, óstjórnina, fjársukkið heimildarlausa og afglöp forn og ný. Honum er það áreiðan- lega ekkert tilhlökkunarefni að eiga að svara til þessara saka frammi fyrir kjós- endum sínum. Þetta er í rauninni hólmganga milli tveggja stefna. Stefnu sem vill réttlæti, al- menningshag, djarfhuga fraipsókn og um- bætur; hinsvegar stefnu hins rotnandi í- halds með misrétti og spillingu í óhófseyðslu fárra en örbirgð almennings. 1 einu orði: lífsskoðun Framsóknarmanna annarsvegar en íhaldsins á hina hliðina. Og Hermann Jónasson býður andstæðing sínum fyllsta jafnrétti. Boð Hermanns er í samræmi við drengskapartilfinningu í- þróttamannsins. Leiksviðið hentar báðum. M. G. hefir verið fulltrúi Skagfirðinga. Her- mann er fæddur og uppalinn í Skagafirði. Báðir hafa jafnan ræðutíma. Hér er ekki neitt sem minnir á ódrenglyndi íhalds og „bændavina“ um ræðutíma og fundarsköp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.