Tíminn - 09.06.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.06.1934, Blaðsíða 1
©jaíbbagi 6ia6stn» ec t. Júnf. Árgangutimi foðtat IO fc. 2^figreibsía ®8 InnfcBltnta á Cauganeg 10. ©ftnt 2555 - P6at£)ól/ 961 XTffl. Arg. Reykjavík, 9. júní 1934. 28. blað Dómsmál og réttarfar Eftir Hermann Jónasson Erindi flutt á flokksþíngi Pramsóknarmanna í marz 1934. Efnið, sem ég hér ræði um, hefi ég- kallað dómsmál og- réttarfar. Um það efni má tala á ýmsan hátt, en ég raun aðallega segja hér frá gangi nokkurra ein- stakra mála til þess að sýna með dæmum, hvar ís- lenzka þjóðin er á vegi stödd í réttarfarsmálunum, aðal- lega í þeim málum, sem kölluð eru opin- ber mál. Hinn forni hnefaréttui-. Áður en dómsvaldið verður til, ríkir meðal mannanna hnefarétturinn — réttur þess sterkasta. Einstaklingamir tóku þá rétt sinn sjálfir, og þegar brotið var gegn þeim, komu hefndir á móti í stað refsing- ar, sem þjóðfélagið nú lætur þá þola er brjóta gegn lögum þess. Venjulega yoru það höfðingjar ættanna, sem sáu um framkvæmd hefndarinnar, ef brotið var gegn einhverjum' einstaklingi í ættinni. En hefndirnar urðu vitanlega misjafn- lega þungai’, allt eftir því hve voldugur sá ættarhöfðingi var, sem hlut átti að máli um hefndina og þekkjum við þetta mæta vel úr fornsögum okkar íslendinga — eftir að dómsvaldið var þó til að nafn- inu að minnsta kosti. En menn sáu fljótt, að þetta gat ekki þannig gengið, og eitt af því fyrsta, er mennirnir verða ásáttir um, þegar þeir taka að mynda með sér þjóðfélag, er að setja lög um að koma á dómsvaldi til að dæma eftir settum lögum. Dómsvaldið hef- ir verið með ýmsu fyrirkomulagi meðal þjóðanna og er það enn, og það hefir oft verið sorglega ófullkomið. Ddmsvaldið hér á landi var á sögu- öldinni eins og kunnugt er með allt öðru fyrirkomulagi en nú tíðkast. 1 fornsögun- um sjáum við oft sagt frá því, að bændur eru tilnefndir í kviðdóma. Með öðrum orðum, við höfum á söguöldinni kviðdóms- fyrirkomulag, ekki ólíkt því, sem tíðkast hefir hjá Englendingum öldum saman og nú hefir verið tekið upp seinustu ártug- ina næstum aistaðar í Evrópu og vfðar. En þessu fyrirkomulagi var breytt hér á landi og er nú dómsvaldið í höndum em- bættismanna sem til þessu eru skipaðir og hefir verið svo öldum saman. Kviðdómar og meðdómendur. Með kviðdómsfyrirkomulaginu er dóms. valdið raunverulega í höndum almennings sjálfs. Almennir borgarar eru útnefndir í kviðdómana eftir sérstökum reglum og eru þeir venjulega 12. Þessir almennu borgarar dæma svo um það, hvort sá mað- ur, sem ákærður er, sé saklaus eða sekur, en embættisdómarnir gera ekki annað en það, að tiltaka, hvaða refsingu hinn ákærði eigi að fá, ef kviðdómurinn hefir dæmt hann sekan. Víða tíðkast og það íyrirkomulag, að almennir borgarar eru tilnefndir sem meðdómsmenn með hinum löglærðu og föstu dómurum, og er þá dómstóllinn saman settur af almennum borgurum og föstum löglærðum dómurum. Næstum alstaðar í Evrópu tíðkast annað- hvort þetta fyrirkomulag, og erum við ein af þeim fáu þjóðum, sem enn hafa ekki tekið það upp. 1 Danmörku hefir nýlega komið fram frumvarp um það, að meirihluti dómar- anna í hæstarétti verði skipaður ólöglærð- um mönnum. Hvað er réttvísi? Tilgangurinn með dómsvaldinu er fyrst og fremst sá, hvernig svo sem fyrirkomu- lagið annars er, að fá skorið úr ágrein- ingsmálunum milli einstaklinganna í þjóð- íélögunum á þann hátt að lög og réttur gangi jafnt yfir alla. Það er fyrst og fremst sú hugsjón, sem þjóðfélögin stefna að með dómsvaldinu, og eftir því, hvort dómsvaldið er gott eða lélegt, fer það, livort því er treyst af almenningi eða van- treyst og hvort það á skilið að heita hinu virðulega nafni: réttvísi. Ef til vill getur enginn nema sá, sem fengizt hefir við saka- og lögreglumál í mörg ár, skilið það til fulls, hvað ein- staklingamir, sem verða fyrir barði rétt- vísinnar, gera stranga kröfu til þess, að lögin gangi ekki harðar yfir sig en aðra einstaklinga. Þessi krafa er svo rík í eðli hvers manns, að hún er í raun og saxm- leika hið eina réttlæti, sem einstakling- arnir gera kiöfu til. Menn þola alveg um- talslaust stranga dóma, án þess að æðrast eða bera kala til réttvísinnar, ef þeir eru vissir um, að það sé sama refsing og aðr- ir fái undir sömu kringumstæðum. En þó ekki sé lögð á mann nema lítilfjörleg sekt fyrir það, sem hann telur aðra, er eins stendur á fyi’ir, sleppa við, þá þolir bað enginn, sem ekki er heldur von til. Og þegar svo er komið, að lögin ganga ekki jafnt yfir alla einstaklinga í þjóðfélaginu, þá er dómsvaldið ekki lengur orðið rétt- vísi, heldur ranglæti, og þá hafa einstak- lingarnir ekki lengur ástæðu til að virða lög og rétt, enda gera þeir það þá ekki. Ég mun nú athuga það í fáum drátt- um, hvemig okkur hefir tekizt hér á iandi, að halda á okkar réttvísi, hversu okkur hefir tekizt að varðveita þann rauða þráð, sem verður að ganga í gegn um allt dómsvald, ef það á að geta stað- izt — að lögin gangi jafnt yfir alla borg- ara í þjóðfélaginu. Sakamál Bjöms Gíslasonar. Eitt af þeim málum, sem' sýna allra bezt, hvemig það er að framkvæma lög og rétt hér á landi, er mál Bjöms Gísla- sonar kaupmanns, sem ég nú mun skýra frá. j J, Mál þetta hófst á því, að hinn 24. ágúst 1929 var Hansína Inga Pétursdóttir í Reykjavík gerð gjaldþrota, en hún var í einskonar verzlunarfélagi við Björn Gísla- son kaupmann, sem er aðalpersónan i þessu merkilega máli. Gjaldþrotið var eins og lög mæla fyrir, tekið til rannsóknar, en samtímis fékk Bjöm Gíslason úrskurðin- um um gjaldþrotið áfrýjað til Hæstarétt- ar. Þegar frumrannsókn hafði verið fram- kvæmd, voru málsskjölin send dómsmála- ráðuneytinu til þess, að það tæki ákvörð- un um það, hvort mál skyldi höfða. Gaf dómsmálaráðuneytið þá fyrirskipun, að beðið skyldi með framhald rannsóknarinn- ar og málshöfðun þangað til dómur hefði verið kveðinn upp í Hæstarétti um það, hvort úi’skurðurinn um gjaldþrotið skyldi staðfestur. En Bjöm Gíslason hefir auð- sjáanlega fengið vitnesku um, að fram. haldsrannsóknin og málshöfðun yar bund- in við þetta tímatakmark, því einatt þeg- ar málið um gildi gjaldþrotaúrskurðarins átti að koma fram í Hæstarétti, sá mál færslumaður -Björns Gíslasonar, Eggert Claessen fyrverandi bankastjóri, um það, að málinu væri frestað. Þannig leið heilt ár. En þegar það ár var liðið, fékk Bjöm Gíslason sér nýtt áfrýjunarleyfi og hélt málið þannig áfram að því var á ný frestað, þegar það átti að koma fyrir í Hæstarétti. Þegar þessu fór fram og út- ht var fyrir, að á þessu ætlaði enginn enair að verða, tók ég sakamálið fyrir, rannsakaði það og dæmdi í því. Var á- kærður Björn Gíslason dæmdui’ í 5 mán- aða íangelsi við venjulegt fangaviðurværi og ákærð Hansína Inga Pétursdóttir dæmd í 45 daga íangelsi við venjulegt fangaviðurværi. En bæði voru þau svift leyíi til að reka verzlun og stjórna at- vinnuíyrirtæki í næstu fimm ár frá því dómurinn var uppkveðinn. Þessi dómur var uppkveðinn 12. des- ember 1930. í Hæstarétti. En þegar mál þetta kom fyrir Hæsta- rétt, var það dregið á langinn þar með alveg óvenjulegum hætti. Fyrst voru skipaöir í því sem verjendur hinna á- kærðu, þeir Magnús Guðmundsson, nú- verandi dómsmálaráðherra og Garðar Þor- steinsson, hæstaréttarmálaflutningsmað- ur. En þegar leið að því, að ætti að taka málið fyrir, ritaði Björn Gíslason Hæsta- rétti bréf og bað um að skipt yrði um verjendur. Óskaði hann eítir, að Eggert Ciaessen yrði slúpaður verjandi beggja hinna ákærðu í stað Garðars og Magnús- a^. liæstiréttur varð þegar við þeirri beiðni. Málið var svo tekið fyrir í Hæsta- rétti 25. nóvember 1931, eða um það bil heilu ári eftir að dómurinn var kveðinn upp í undirrétti. Mér var stefnt til á- byrgðar og refsingar fyrir málsmeðferð- ina, og stóð sókn og vörn í málj þessu í 3 daga. Er óhætt að fullyrða, að sá mál- fiutningur er einn hinn allra einkennileg- asti, sem ég hefi nokkumtíma heyrt eða séð, því jafnóðum og sækjandi málsins sýndi fram á þau reísiverðu atriði, er sönnuð væri á hendur hinum ákærðu, samkvæmt réttarprófunum, komu vottorð í réttinn og yfirlýsingar frá ýmsum mönnum, þar á meðal mörgum félögum Bjöms Gíslasonar, um það, að þessi at- riði í próíunum væri ósönn og þeir gætu vottað alveg hið gagnstæða því sem þar væri tahð sannað. Jafnframt lagði Egg- ert Claessen fram fyrir hönd Bjöms Gíslasonar, bækur, sem hann taldi vera verzlunarbækur Bjöms Gíslasonar, er ekki hefðu áður fundizt. Á gmndvelli þessara framlögðu skjala, sem voru orðin 46 að tölu eftir þeiman þriggja daga mál- flutning, krafðist svo verjandi þess, að kveðinn yrði upp úrskurður um frekari rannsókn í máhnu. Hæstiréttur varð við þessari kröfu og kvað upp úrskurð um framhaldsrannsókn málsins. Framhaldsrannsókn. — Öll vottorðin ónýt. Málið var nú þegar tekið fyrir til fram- haldsrannsóknar, og kom það þá í ljós, að sum af vottorðunum voru þannig til komin, að vottorðsgefendurnir kváðust ekki hafa lesið þau áður en þeir skrifuðu undir þau. Þeir voru ókuhnugir efni vott- orðanna og tóku flestir vottorðin aftur, þegar þeir mættu fyrir réttinum við framhaldsrannsóknina. Þegar, er fram- haldsrannsókninni var lokið, en það var rétt í byrjun ársins 1932, var málið sent dómsmálaráðuneytinu og þaðan til Hæsta. réttar. Eins og máhð þá var komið, eftir að vottorðsgefendur höfðu tekið aftur þau vottorð, sem verjandinn í málinu, Egg- ert Claessen, hafði lagt fram, mátti af einhvei’jum ástæðum, eltki flytja máhð opinberlega á ný, heldur ákvað dómstjór- inn, eftir beiðni Eggerts Claessen, að málið skyldi þá flutt skriflega. Síðari málflutningurinn fékk því aldrei að koma fyrir eyru almeimings, og menn fengu því ékkert um það að vita, hvað uppvíst hafði orðið um vottorðin, semi fram voru lögð við málflutninginn í Hæstarétti og sem voni lesin upp sem sönnunargögn í viðurvist fjölda áheyranda. Dómurinn kveðiim upp. En refsingunni fæst ekki fullnægt. Loks er rnáhð tekið fyrir í Hæstarétti í annað sinn 27. febrúar 1933. Eggert Claessen gerir þá enn kröfu til þess, að úrskurðað verði á ný um framhaldsrann- sokn í málinu, en Hæstiréttur taldi sér ekki fært að fallast á það. Og loksins 23. maí 1933 kveður Hæstiréttur upp efnis- dóm í málinu. Það var, eins og óhjá- kvæmilegt var, íangelsisdómur. Úr Hæsta- rétti voru svo dómsgjörðir sendar til dómsmálaráðuneytisins. En fyrst 28. júh 1933, er dómurinn sendur frá ráðuneyt- inu til mín. Fylgja því þá 3 læknisvott- orð, sem einhvernveginn hafa komizt í dómsmálaráðuneytið. Eitt vottorðið er um það, að ákærða þurfi læknisrann- sóknar, en tvö vottorðin eru viðvíkjandi heilsufari Björns Gíslasonar. Annað frá Þórði lækni á Kleppi um það, að Bjöm Gíslason sé geðbilaður, en hitt frá Eiríki Kerúlf lækni um það, að hjartað í Birni væri svo stórt, að það væri ekki vogandi að setja hann í fangelsi. Það var svo lagt , fyrir mig, að láta ráðuneytið vita, ef læknarnir teldu hægt að fullnægja dómp- um. Um þessi læknisvottorð hafa orðið talsverð blaðaskrif og hefir sem vonlegt er verið gert talsvert gys að efni þeirra. Þegar ég leitaði til þessara tveggja lækna um vottorð á ný, þá sögðust þeir ekki telja sér fært að gefa út ný vottorð um heilsufar Björns Gíslasonar. Annar lækn- irinn, Eiríkur Kjérúlf, kvaðst að vísu ef til vih afhenda dómsmálaráðuneytinu vottorð, en mér kvaðst hann aldrei mundi láta afhenda vottorð, því ég væri vís til að láta birta það! Ég hefi tvívegis skrifað dómsmálaráðu- neytinu og krafizt þess, að hin dæmdu, ákærður Björn Gíslason og Hansína Inga Pétursdóttir, væru skoðuð af yfirlæknum Landspítalans eins og venja er í sams- konar tilfellum. 1 fyrra skiftið neitaði dómsmálaráðuneytið að fallast á þetta, en nú í seinna skiftið, íyrir nokkrum dögum, eftir að ritað hafði verið mikið opinberlega um málið, hefir dómsmála- ráðherrann bognað undan þunga almenn- ingsálitsins og þeirri andúð, sem hami hefir bakað sér, með því að neita því að láta fara frarn almenna læknis- skoðun á þessu fólki sem öðru, og hefir ráðuneytið nú fallizt á tillögur mínar um að hin ákærðu yrðu skoðuð á Landspít- alanum. Er þá komið hátt upp í ár síðan dómurinn var kveðinn upp í Hæstarétti. Eins og menn sjá af þessu, hefir málið því verið næstum 5 ár á döfinni. Sterk öfl hafa verið í gangi til að tefja máhð og standa gegn því, að endanlegur dóm- ur yrði felldur. Fyrst frestar skrifstofu- stjórinn í dómsmálaráðuneytinu rann- sókninni með því að binda framliald henn- ar við það, hvenær gjaldþrotsúrskurður- inn verði kveðinn upp í ‘ Hæstarétti. Úr- skurðinum í Hæstarétti er frestað hvað eftir annað. Síðan er veitt áfrýjunarleyfi á ný, þegar eitt ár er liðið og byrjað á nýjum frestum. Þá er málið enn á ný tafið, þegar það kemur til Hæstaréttar og loks kveðinn upp úrskurður í því um framhaldsrannsókn að ári liðnu, og end- anlegur dómur er svo ekki kveðinn upp í inálinu fyr en komið er hátt á annað ár eftir að málið kemur þangað í seinna skiftið. Og að endingu tekur dómsmála- ráðuneytið við, og með því að taka gilt vottorð frá Eiríki Kjerúlf lækni um heilsufar Björns Gíslasonar hefir því nú tekizt að koma í veg fyrir til þessa dags, að dómnum yrði fullnægt. Allir, sem þessari sögu kynnast, munu geta ímyndað sér það, hver áhrif svöna framferði hefir á réttarfarið 1 landinu, og tiltrú almennings til þess. Baráttan við f jársvikin. Hver sá maður, sem tók við lögreglu- og sakamálunum hér í Reykjavík, hlaut að gera sér það ljóst, að Björn Gíslason var einn af allra þekktustu fjársvikur- unum, sem til voru í þessu bæjarfélagi. Viðskifti hans bæði hér í bænum og eins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.