Tíminn - 09.06.1934, Qupperneq 3

Tíminn - 09.06.1934, Qupperneq 3
T 1 M I N N 105 eðii málanna, réttarganginum og niður- stöðunum. Hún hefði tvímælalaust orðið léttari og ’&hrifameiri barátta umbóta- fiokkanna í réttarfarsmálunum, ef al- menningur hefði hannig fengið tækifæri tii að fylgjast með og standa á bak við þessa baráttu. Erlendis, þar seiri þessi barátta hefir verið háð svo lengi, og reynslan, sem við einnig höfum hér á landi, sýnir það og sannar nægilega, að verulegum umbótum í réttarfarsmálun- um verður ekki komið í kring nema með því móti að opna réttinn — og fá abrienn- ingi dómsvaldið í hendur að nokkru leyti. Með þeim hætti væri þjóðinni sjálfri gefin aðstaða til þess að fylgjast með og skilja réttarfarsmálin eins og önnur al- menn mál í þjóðfélaginu, taka þátt í bar- áttunni með forvígismönnum sínum fyrir umbótum og bættu skipulagi og leiða þá baráttu til sigurs. Og það er eina leiðin. Á þessum grundvelli verður Framsókn- arflokkurinn að taka upp baráttuna í réttarfarsmálunum nú á næstu árum, og það er eitt af stærstu verkefnum hans, sem nú eru framundan. Aðalatriðin í baráttu okkar Framsókn- armanria í réttarfarsmálunum nú á næst- unni eiga að vera þessi þrjú: Að skipaður verði ópólitískur opinber ákærandi. Að rétturinn verði opnaður fyrir al- menningi. Að dómsvaldið verði, með kviðdóms- eða meðdómsfyrirkomulagi, að meira eða minna leyti fengið í hendur fólkinu sjálfu. Með því að barátta umbótamannanna í nágrannalöndunum hefir fengið öll þessi atriði viðurkennd, sem ein sjálfsögðustu undirstöðuatriði siðaðs réttarfars, á sú þarátta að vera auðsótt — auðsótt að fá þessi meginatriði viðurkennd einnig í ís- lenzku réttarfari. Þegar þessu hefir fengizt framgengt, mun það reynast auðveldara en það hefir reynst hingað til, að afnema í íslenzku réttarfari það ömurlega ástand, sem nú ríkir, og koma á í þessum málum því á- skrifað um þessi mál, að heyra menn segja sem! svo: „Ég get ekkert um þessi mál dæmt, ég er ekki löglærður né fag- maður í þessum málum og treysti mér ekki að segja hver hefir rétt fyrir sér“. Og því miður er þessi staðhæfing manna alm'ennt á talsvert miklum rökum reist. Almenning hér á landi vantar raunveru- lega réttarfarsmenningu, hliðstæða þeirri menningu, sem almenningur hefir al- mennt í öðrum’ máluni og er á þessu sviði miklu ver að sér og ver upplýstur og ver menntur yfirleitt en almenningur erlend- is. Þetta stafar af því, að baráttan í rétt- arfarsmálunum hefir hér á landi verið háð með allt öðrum hætti en erlendis hefir tíðkast og fyrirkomulag dómsmál- anna, einkanlega í opinberum málum1, er á allt annan veg en tíðkast hjá flestöll- um þeim þjóðum, sem! hafa lýðræðis- skipulag. Við sjáum að vísu, að baráttan er tekin upp af einstökum mönnum, svo sem fyr- nefndum sýslumanni í Árnessýslu. En þjóðfélagið stendur ekki á bak við þenn- an mann. Afbrotamaðurinn ræðst á hann rneð fólskulegum ádeilum, án þess að þjóðfélagið taki nægilega sterkum tökum á því, að kveða slíkt framferði sökudólgs- ins niður. Launin, sem þessi embættismaður fær fyrir röggsemi sína, var því eingöngu tjón fyrir sjálfan hann. Á þennan hátt lærðu yfirvöldin það æði fljótt hér í þessu landi, að það var heppilegast að beita ekld allt of mikilli röggsemi við þá lögbrjóta, sem voldugir menn stóðu að eða áttu að öðru leyti mikið undir sér. Reynslan sýndi það, að þessi röggsemi var aldrei þökkuð, en hún gat verið hættuleg fyrir embættismenn- ma sjálfa. Þessum aðferðum virðast menn æði fljótt hafa lært að beita, m. a. við Björn Gíslason. Á þennan hátt þró- aðist það réttarfar hér á landi, sem mun mega telja næstum fordæmalaust meðal siðaðra þjóða. Baráttan við „hvítbrystingana“. Ekki verður því þó neitað, að barátt- an fyrir réttlátara dómsvaldi var tekin upp hér á landi með nriklum þrótti fyr á árum t. d. af Birni Jónssyni ritstjóra ísafoldar. Sýndi hann fram á það með þróttmiklum greinum í Isafold, að hér ríkti „tvennskonar réttur“, réttur fátækl- inganna sem lögin næðu til með allri sinni hörku, og réttur hinna efnuðu borg- ara, sem raunverulega væru hafnir yfir lögin. Hann kallaði þessa efnuðu borgara „hvítbrystinga“ (það eru mennirnir, sem eru með hvítt um brjóstið) og staðhæfði að nöfn þeirra sæust aldrei í dómabók- unum eða í hegningaskránum. Og eftir því sem ég kynnist betur hegningaskrá Reykjavíkur fyrir undanfarandi áratugi, verð ég að álíta, að þessi staðhæfing Björns Jónssonar sé sannanlega rétt. En ádeila Björns Jónssonar var aðeins al- menn ádeila á réttarfarið og oft á með- ferð einstakra mála, en í þessari ádeilu var ekki aðallega bent á nýjar leiðir í fyi'irkomulagi réttarfarsmálanna er leitt gæti til umbóta á dómsvaldinu og réttar- farinu í landinu. Þess vegna var Birni Jónssyni minna ágeng-t í réttarfarsmálun- um en ætla hefði mátt. Barátta Framsóknarflokksins í dóms- og réttarfarsmálunum hefir að mörgu leyti verið mjög svipuð baráttu Björns' Jónssonar. Hún hefir að miklu leyti ver- ið ádeila á meðferð einstakra mála og rökstudd staðhæfing um það að lögin ná ekki til allra borgara þjóðfélagsins jafnt. Jafnframt hefir flokkurinn tekið upp baráttuna fyrir því að bæta nokkuð úr lögreglumálunum hér í Reykjavík, að tekin væri upp opinber atkvæðagreiðsla í Hæstarétti o. fl. En að öðru leyti hefir þessi barátta flokksins ekki verið nægi- lega jákvæð þannig, að hún hafi bent á leiðir til þess að bæta úr fyrirkomulagi á baráttuaðferðum þjóðarinnar fyrir bættu skipulagi á réttarfarsmálunum. Og þetta álít ég, að hafi verið höfuðgallinn á okkar baráttu hingað til. Réttarfarsbaráttan erlendis. Þegar þjóðirnar fengu lýðræðisskipu- lagið eftir langvinna baráttu við einræð- ið og ógnir þess, var það eitt af fyrstu kröfunum, að ekki mætti taka menn fasta nema leiða þá fyrir dómara innan 24 klukkustunda, skýra þeim; frá, fyrir livað þeir væru ákærðir og kveða upp rökstuddan úrskurð um það, hvort þeir skyldu látnir lausir eða settir í gæzlu- varðhald. Ennfremur krafan um friðhelgi heimilisins. Bæði þessi ákvæði ásamt fleirum um persónufrelsi, prentfrelsi, skoðanafrelsi, trúfrelsi o.fl. voru tekin upp í stjómarskrá allra lýðræðislanda og eru árangurinn af þeirri baráttu, sem þjóð- irnar höfðu háð öld eftir öld og kostaði nrikið blóð. En á seinni árum hefir einnig verið tekin upp barátta af frjálslyndum flokk- um í öllum lýðræðislöndum fyrir bættu skipulagi í réttarfarsmálunum og meiri vitneskju borgaranna um rekstur hinna opinberu mála og beina þátttöku í dóms- valdinu. I fyrsta lagi hefir baráttan verið háð um það, að ákæruvaldið skyldi tekið úr höndum hinna pólitísku ráðherra og fengið í hendur ópólitískum ákæranda, og þessari kröfu hafa frjálslyndu flokkam- ir fengið framgengt næstum alstaðar í lýðræðislöndum. Með þessu er það á- unnið, að pólitískur ráðherra getur ekki misnotað ákæruvaldið sínum flokk til framdráttar með því að láta falla niður sakamál sinna fylgismanna, en ofsækja andstæðingana með ástæðulausum rann- sóknum og málshöfðunum. 1 öðru lagi hafa frjálslyndu flokkarnir iiáð harða baráttu fyrir því að rétturinn væri opnaður fyrir almening. Fyrirkamu- lag hins garnla rannsóknarréttar var þannig, og er, að embættisdómarinn yf- irheyrir að viðstöddum tveimur réttar- vottum og fyrir lokuðum dymm þá, sem eru ákærðir og þá sem leiddir eru sem vitni í þeim málum. Almenningur á þess ]>ví engan kost, að fylgjast með því á hvern hátt þessi próf fara fram, og hve samvizkusamlega þau eru rekin. En á þessum leynilegu rannsóknum! er svo byggð ákvörðun hins pólitíska ráðherra um það, hvort sakamál skuli höfðað eða málið falla niður. Þetta rannsóknafyrir- komulag hefir verið miisnotað eftirminni- lega í mörgum tilfellum og hefir oft verið bent á það með óyggjandi rökum. En með því að opna réttinn fyrir al- menningi er komið í veg fyrir það, að lxægt sé að misbeita ákæruvaldiiju. I hverju einasta lýðfrjálsu landi tilheyrir réttarsalnum stórt áheyrendasvæði, sem er opið fyrir almenning ásamt sérstöku svæði, sem ætlað er fréttamönnum blað- anna. Þessu hafa hinir frjálslyndu um- bótamenn komið í framkvæmd, og nú þykir það svo sjálfsagt, að rétturinn sé opinn en ekki lokaður, að meira að segja í Þýzkalandi þorði ríkisstjórnin ekki að brjóta þessa meginreglu í brennumálun- um. Réttarhöldin í Leipzig voru þess vegna fyrir opnum dyrum og þess vegna fengum við þaðan fréttir daglega af því hvernig réttarhöldin fóru fram. Ef al- menningur hefði ekki verið búinn að fá þessa kröfu viðurkennda og rétturinn hefði verið lokaður, er líklegt, að niður- staða brennumálanna hefði orðið á ann- an veg heldur en hún þó "varð. Þriðja atriðið, sem umbótamennimir hafa barizt fyrir, er það að almenningur taki þátt í dómsstörfunum annaðhvort með kviðdómsfyrirkomulagi eða sem með- dómendur með hinum löglærðu dómur- um. Þessari kröfu hefir nú, eftir langvinna baráttu, verið fullnægt í flestöllum ef ekki öllum lýðræðislöndum álfunnar ann arsstaðar en hér. Það hefir almennt feng- izt viðurkennt, að það þarf ekki laga- kunnáttu til þess að segja um það, hvort ákærður maður er saklaus eða sekur, heldur þarf til þess hina almennu rétt- lætistilfinningu góðra og gegnra borgara í þjóðfélaginu. Þjóðfélagið getur ekki gert hærri kröfur til þeirra, sem það á- kærir, en það, að breytni þeirra sé víta- laus frá sjónanniði hins almenna borg- ara í þjóðfélaginu. Réttlætiskennd borg- arans verður því að vera sá mælikvarði, sem sakleysi eða sekt hinna ákærðu er byggð á. Þjóðfélagið getur hvorki farið lengra eða skemmra og á heldur ekki að gera það. Út frá þessu sjónarmiði meðal annars er kviðdómsfyrirkomulagið og meðdómsfyrirkomulagið tekið upp. Það er álitið, að dómarnir verði með þessu fyrirkomulagi í meira samræmi við rétt- Jætistilfinningu þjóðarinnar í heild held- ur en ef dómarnir eru eingöngu upp- kveðnir af löglærðum embættisdómurum, sem hafa það fyrir meginstarf að kveða upp dóma, en eru að öðru leyti irieira eða minna slitnir úr samhengi við líf og starf borgaranna í þjóðfélaginu. Hér á landi þarf að gera sömu kröfur og annarsstaðar: Opinber ákærandi, opin réttarhöld, og dómsvaldið í hendur almennings. Fyrir engu þessara þriggja meginat- riða í réttarfari allra lýðræðisþjóða nú- tímans hefir verið tekin upp barátta af umbótaflokkunum hér á íslandi. Og þó hafa þessi mál verið einna stærstu bar-. áttumál umbótaflokkanna um víða ver- öld. Þessi þáttur í baráttunni * hefir ein- hvernveginn gleymst eða orðið eftir hér a íslandi, þótt merkilegt megi virðast, og ég fyrir mitt leyti er ekki í vafa um það, að fyrir þessa sök skortir hér nokk- uð á þá réttarfarsmenningu meðal al- mennings, sem þarf að vera undirstaðan undir allri umbót í þessum málum. Ég geri ráð fyrir, að flestir munu við nánari íhugun verða mér sammála um það, að hún hefði orðið eitthvað öðruvísi rannsóknin í ýmsum sakamálumj hér á iandi, ef hún hefði verið framkvæmd fyr- ir opnum dyrum og almenningur hefði átt þess kost að fylgjast með því, hvað fram hefir komið í málunum. Og ætli það hefði þá ekki orðið dálítið erfiðara fyrir standi, sem viðunandi getur talizt fyrir siðaða lýðræðisþjóð. Við Framsóknarmenn heitum því að ger.a það á næstu árum, ef þjóðin vill, að það verði gert. Hún sýnir það með kosningunum 24. júní næstkomandi. Hermann Jónasson. 16 ára striðið í 35. tbl. „Framsóknar" í vet- ur, sendir Tryggvi Þórhallsson þjóðinni „ávarp“ og boðar um leið stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem hann og aðrir 4 menn úr Framsóknarflokknum ætla að stofna. Og í sama blaði lýsir hann því yfir, að hann og þeir séu þar með gengnir úr Framsóknarfl. Ég hygg, að slík frétt hafi komið fleirum en mér á óvart og harmi að slíkt skuli hafa skeð. Tr. Þ. hefir nú í 16 ár verið einn aðal- fulltrúi Framsóknarfl. og eins og hann tekur fram, 10 ár ritstjóri hans, 5 ár ráðherra hans og 11 ár þingmaður hans. í nær öll þe.ssi ár hefir Tr. Þ. barizt látlausri baráttu við höfuð- andstæðing bænda og samVinnu- manna, íhaldið — braskaralýðinn. Ég segi nær öll þessi ár, því hin síðustu ár virðist friður hafa færst yfir Tr. Þ., sem nálgast værð minnkandi framsóknará- huga. Það mun víst, að margur hefði hugaað annan endi Fram- sóknarstjórnmálaæfi Tr. Þ. en þann, seml orðið hefir. Tr. Þ. telur brottför sína úr flokknum stafa af því, að nú sé Framsóknarflokkurinn hættur að starfa jafnvel fyrir bændur og áður, og hitt, að hann láti Rvík- urmálin um of til sín taka. Er Tr. Þ. ekki jafn víðsýnn nú eins og fyrir 16 árum? Er Tr. Þ. sjálf- ur jafndjarfur og fús til orustu nú eins og hann var íyrir skríl- vikuna sælu? Ég efast um það. Sé þetta rétt, þá er skiljanleg brottför hans og skilnaður hans við hina frjálslyndu Framsóknar- menn. Og þá er einnig skiljan- legt undanhald og afsláttur Tr. Þ. á sinni fyrri pólitík, og að hann nú hyggst að hvílast í forsælu feyskinna stofna íhaldsins. Eina af ástæðum sínum fyrir brottförinni úr Framsóknarfl. telur Tr. Þ. vera þá, að mynda átti stjórn með verkamönnum, og í þeim samningum hafi Framsókn arflokkurinn látið um of að vilja þeirra, en ekkert heimtað í stað- inn. Þessi skoðun Tr. Þ. verður naumast tekin alvarlega. Fram- sóknarfl. hefði myndað stjórn með Alþýðuflokknum, ef H. J. og Jón J. hefðu ekki verið undir áhrifum íhaldsins. Hvað mundi Tr. Þ. þá hafa sagt? Er Tr. Þ. að kannast við það, að þeir H. J. og Jón í Stóradal hafi haft vit fyrir honum ásamt öllum; hinum í Framsóknarfl. Vægast sagt, er allt sem Tr. Þ. skrifar um þetta, meiri og minni blekking'. Fram- sóknarflokkurinn var búinn að lýsa því yfir, að samsteypustjórn- in yrði ekki viðurkennd áfram. íhaldið var margbúið að taka það fram, að dagar stjórnarinn- ar væru taldir, þegar eftir auka- þing. íhaldið heimtaði aukaþing strax og vetrarkosningar. Þar eð kosningar áttu að fara fram á n. k. vori, þurfti hið fyrsta að hefja baráttu við íhaldið; byrja varð á því, að skilja við það í stjóm. Framsóknarflokkurinn varð að taka höndum saman við þann flokk, sem líklegri var til sam- vinnu uiri stónnál bænda og allrar alþýðu, svo sem skipulagning á sölu landbúnaðarvara. Eins og Tr. Þ. veit, eru yfir- leitt stórmál landbúnaðarins á- samt kreppumálunum óleyst enn, og verða aldrei leyst með neinni aðstoð íhaldsins eða nálægð þess. Hugmyndir Tr. Þ. um nýjan flokk, bændaflokk, eru ótrúlega barnalegar af manni, sem hefir verið í 16 ára þjónustu sairi- vinnuflokks. Eftir 16 ára stríð við íhaldið, hyggst Tr. Þ. að hitta loks dugandi herbragð tíl eflingar samvinnumálum landbændanna: kljúfa gamla samvinnuflokkinn í tvo hluti: frjálslyndi og aftur- hald. Það er ekki að undra þótt Mbl. punti upp á forsíðu sína með glæsilegustu myndum sem til eru af Tr. Þ. fyrir alla hjálpina! Þorst. Erl. mundi hafa kallað þetta: „Höfuðóra, svikna sjón, sálarkröm og valta fætur“. Þannig endar þá 16 ára stríðið. Ég vil svo stuttlega athuga hve heilladrjúgt hefir orðið sam- starfið við íhaldið. Þegar Framsóknarfl. tók við völdum 1927 með stuðningi Al- þýðufl. hóf hapn þ^gar stórfelldaj umbætur nálega á öllum sviðum þjóðlífsins. Flest þessi verk eru hinn óbrotgjarnasti minnisvarði Framsóknarflokksins. 1931 hefir flokkurinn áunnið sér það traust meðal þjóðarinnar, að honum eru sendir fleiri menn og falið að stjórna áfram. Það ei ekki að sjá, að hann hafi unnið sér til ó- helgis þá í sambandinu við verka- mannaflokkinn. Bændur og samvinnumenn, standið þétt saman og óskiftir við næstu kosningar. Tr. Þ. og hans félagar — klofn- ingsmennirnir — eiga ekki að verða kosnir á þing næst. Þeir eru fordyr að ljónagryfju íhalds- ins, hvar öll sporin liggja inn, en engin út aftur. Kr. H. Breiðdal bóndi á Jörfa. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Hmi KOL. lteyk]arflL Hml USL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.