Tíminn - 09.06.1934, Qupperneq 2

Tíminn - 09.06.1934, Qupperneq 2
104 T í M I N N um allt Suðurland, eru svo alkunn, að þau þarf ekki að rekja. Hvað eftir ann- að hafði verið reynt að koma lögum yfir þennan mann fyrir afbrot hans, en ekki tekizt. Hafði þetta verið reynt bæði hér í Reykjavík og Árnessýslu, þar sem Ei- ríkur Einarsson átti um eitt skeið við Bjöm og félaga hans og endaði sú viður- eign með fullum „sigri“ Bjöms Gíslason- ar. Hann hafði hvað eftir annað verið sett- ur í varðhald, en alltaf sloppið við það að fá dóm fyrir verknaði áína. Hann var tví- mælalaust, af þeim, sem stunduðu sömu „atvinnu" og hann, talinn í allra fremstu röð og átrúnaðargoð „stéttarfélaga" sinna. Bjöm Gíslason hafði sem sé notað þá aðferð í hvert skipti, sem við hon- um var hreyft, að ráðast opinberlega og með þvílíkri fólsku á hlutaðeigandi em- bættismann, að varla þekkjast dæmi til, annars eins, svo sem menn geta séð, ef þeir kynna sér Gaulverjabæjarmálin. Kemur saga þeirra að nokkru leyti fram í 10. hefti Landsyfirréttardómanna. Árás- ir hans á hinn ágæta og samvizkusama sýslumann Sigurð Ólafsson á Kaldaðar- nesi eru alveg einstakar. En tilefni þeirra var það, að Sigurður sýslumaður tók íöstum tökum á Birni í Gaulverjabæjar- málinu og öðrum málum, sem Björn átti í 1 sýslunni. Þessar ofsóknir telja ýmsir raunverulega ástæðumar fyrir því, að Sigurður sýslumaður sagði af sér em- bætti, því að þótt árásimar væru vitan- lega aliar ástæðulausar, tók sýslumaður sér þær mjög nærri. Það var því fyrir nokkrum árum litið svo á, að bezt væri fyrir dómara að snerta sem minnst við Birni Gíslasyni. . En það var jafn augljóst, að ekki þýddi að víkja úr vegi fyrir þessum fjársvikara, og dómsvaldið og réttarfar- ið í landinu varð að sýna það öllum al- menningi, og minniháttar fjársvikurun- um, að lögin næðu einnig yfir Bjöm Gíslason. Það hafði stórfellda þýðingu fyrir til- trú almennings til réttvísinnar. Það má því gera sér í hugarlund við hvað var að fást, þegar ég samkvæmt embættisskyldu minni lagði mig í þetta verk fyrir 5 árum síðan. Og í ofanálag við þá mótstöðu, sem að málið hefir alls- staðar mætt hjá íhaldsöflunum í dóms- málaráðuneytinu og Hæstarétti, hefir í- haldið lánað Birni Gíslasyni rúm í saur- blaði, sem það gefur út, til hinna allra auðvirðilegustu lygasagna og áburða á hendur mér. Gengur þetta svo langt, að tæpast er til það afbrot, sem ég sam- kvæmt þessum skrifum á ekki að hafa drýgt. Að vísu hefir þessu verið hnekkt með dómsboði í undirrétti og Hæstarétti, en það hefir kostað bæði fé og fyrirhöfn af minni hálfu og hins opinbera. Og hver hefir svo orðið niðurstaða af allri þessari baráttu og öllu því erfiði, sem lagt hefir verið í þetta mál, þar sem prófin eru á þriðja hundrað blaðsíð- ur? Tvímælalaust tap fyrir virðingu al- mennings og tiltrú á dómsvaldinu og réttarfarinu. Málsmeðferðin hefir sýnt það, að á æðri stöðum er ekki vilji á því, að lögin nái jafnt til allra — heldur alveg þvert á móti. Lögreglan hefir líka orðið óþægilega vör við áhrifin. Það er ekki ósjaldan, þegar menn eru téknir fyrir smá afbrot svo sem að stela mj ólkurflösku, flík eða þessháttar, að hinir ákærðu segja: Já, ég er tekinn og lögin ná til mín, en hversvegna gengur Björn Gíslason laus? Þessar spurningar eru eðlilegar, og þær eru réttlátar — þess vegna eru þær ó- þægilegar fyrir réttvísina í þessu landi. Og þær eru meira. Þær eru hættulegai’, vegna þess, að þær sýna átakanlega, hvernig tiltrúarleysið til réttvísinnar og trlfinning um réttleysið hefir gagntekið almenning. Misnotkun náðunarvaldsins. En réttvísinni og réttlætiskend almenn- ings hefir og verið misboðið með ýmsum öðrum hætti. Stendur þar fremst í flokki misnotkun náðunarvaldsins. Náðunar- valdið er ætlazt til að notað sé til þess, að fella niður refsingar, þegar hin al- mennu refsiákvæði koma sérstaklega hart niður eftir málavöxtum. Ef maður stelur til að seðja hungur svangra bama, meiðir mann, sem á hann ræðst, vegna þess, að hann hefir ekki gætt hófs í vörninni sakir geðshræringar, eða á ann- an hátt eru fyrir hendi mjög'veigamiklar afsakanir fyrir því, að einstaklingur hef- ir framið afbrot, en ekki er hægt vegna refsiákvæðanna að taka verulega tillit til þeirra afsakana við uppkvaðningu dóms- ins og ákvörðun refsingarinnar, þá er rétt að nota náðunarvaldið. Sem glöggt dæmi þess, að náðunar- valdið hafi verið stórkostlega misnotað, skal ég nefna sem dæmi borgara einn hér í þessum bæ, sem flutti inn áfengi í stórum stíl til þess að afhenda það kunn- ingjum sínum og nota það í veizlufagn- aði. Maður þessi var dæmdur í sekt og þriggja mánaða fangelsi, og var sú refs- ing samkvæmf ákvæðum laganna fremur væg. Þessi maður var leystur frá fang- elsisrefsingunni, og er það samkvæmt því sem að framan segir, fullkomin mis- notkun á náðunarvaldinu. Því þessi borg- ari hafði síður en svo nokkrar sérstakar frambærilegar afsakanir fyrir því, að hann hafði framið þennan verknað. Miklu meiri afsakanir hafa ýmsir þeirra manna, sem brugga áfengi og selja, því eigi all- fáir þeirra rata út í þessa ógæfu vegna fátæktar, atvinnuleysis og erfiðrar lífs- afkomu. En þessir menn eru ekki náðað- ir. Þeir verða að taka* út sínar refsingar. Annað dæmi skal ég nefna um mann, sem einnig flutti inn áfengi og jafn- framt framdi svik og falsanir í sambandi við það; hann falsaði nafn erlends sendi- herra, notaði stimpla hans og sendi fals- að bréf í utanríkisráðuneytið íslenzka. Þessi maður var dæmdur í 3ja mánaða fangelsi. Dómsmáluráðuneytið lét náða hann að mestu leyti. Hann hafði engar sérstakar afsakanir fyrir því að fremja* þetta brot. Náðunin var því ótvíræð misnotkun, því fjöldi manna, sem dæmdir bafa verið fyrir miklu minni afbrot og haft ýmsar afsakanir, hafa verið látnir taka út sínar hegningar til fulls. Það getur ómögulega farið hjá því, að almenningur finni það í þessum tilfellum, sem ég hefi nefnt og mörgurri fleirum, að hér er beitt ranglæti. Rétturinn er mis- munandi eftir því hver á í hlut og hve góða aðstöðu einstaklingarnir eða að- standendur þeirra hafa hjá hlutaðeigandi stjórn. En vitanlega hefir þetta þau á- hrif, að tiltrúarleysi almennings til rétt- vísinnar fer vaxandi og svona framferði valdhafanna grefur grundvöllinn undan þeirri virðingu, sem þjóðin á að hafa fyrir lögum og rétti, ef vel á að vera. Stjórnarskiptin 1932. Að lokum kem ég svo að þeim málum sem raunverulega ollu stjórnarskiptunum 1932. En þessi mál eru borgarstjóramál- ið, Behrensmálið og íslandsbankamálið. Þegar Tryggvi Þórhallsson hafði seint á þinginu 1932 lýst yfir því við þingflokk Framsóknarmanna, að hann mundi verða að segja af sér, vegna þess að íhaldsmenn hótuðu þá að fella fjárlögin og Tryggvi Þórhallsson var þá á sama tíma lagstur veikur, samþykkti þingflokkurinn að konungi skyldi bent á formann Sjálfstæð- isflokksins til þess að mynda stjóm. Tryggvi Þórhallsson skrifaði þá þing- flokknum bréf og bað þingmerinina að vísa á Ásgeir Ásgeirsson til stjómar- myndunar, en hann lagði til, að sam- steypustjóm yrði mynduð með íhalds- mönnum. Atkvæðagreiðsla fór þá fram um þetta í þingflokknum; voru fyrst 8 atkvæði með; í næsta skipti 12 og síðast lð. En á sama tíma og samningamir hófust um þessa stjórnarmyndun við í- haldsmenn, sendi Tryggvi Þórhallsson fulltrúa sinn úr utanríkisráðuneytinu, Stefán Þorvarðsson lögfræðing, til mín, og óskaði eftir að fá í sínar vörslur öll skjöl í hinum þremur framangreindu málum. Varð ég við þeirri beiðni hans, og voru málsskjölin í vörzlum hans, þangað til samningunum var lokið um stjórnarmyndunina; þá sendi hann þau tií baka. En undir eins og nýja stjómin tók við, heimtaði hún málsslcjölin í Is- landsbankamálinu' og borgarstjóramálinu til sín. Andstæðingar okkar Framsóknar- manna, íhaldsmennirnir, hafa haldið því óspart að almenningi, bæði opinberlega í blöðum og á mannfundum og þá ekki síður í einkasamtölum, að þessar máls- höfðanir hafi allar verið ofsóknir gegn þeim mönnum, sem hlut áttu að málum. Engum efa er það undirorpið, að þessar staðhæfingar eru rangar. Það var full- komin ástæða til málshöfðunar í öllum þessum tilfellum, og meira en það. 0g ég er heldur ekki í neinum vafa um það, að stjórnarmyndunin 1932 var að mjög miklu leyti vegna þessara mála, því það var fyrirsjáanlegt, að ef dómur gengi 1 málum þessum, þá gat niðurstaðan ekki orðið nema á einn veg. Þess vegna not- aði Magnús Guðmundsson þegar aðstöðu sína til þess að láta tvö af málunum, þ. e. borgarstjóramálið og íslandsbankamál- ið falla niður, en í sínu máli skipaði hann Einar Arnórsson sem dómara í Hæsta- rétti, til þess að tryggja niðurstöðu þess þar. Það, sem ég hefi fyrir mér í, að þessi hafi verið einn aðaltilgangurinn með stjórnarmynduninni, er varzla Tryggva Þórhallssonar á málsskjölunum, meðan á samningunum stóð, eðli málanna sjálfra, hvernig Magnús Guðmundsson notaði þegar aðstöðu sína og ennfremur ummæli Ólafs Thors á stórum fundi í Barna- skólaportinu hér í Reykjavík, rétt eftir að samsteypustj órnin var mynduð. Hann mælti þar á þá leið, að Sjálfstæðismenn gæti verið vel ánægðir með samsteypu- stjórnina, vegna þess, að með því hefði tekizt að tryggja fráför dómsmálaráð- herrans, Jónasar Jónssonar. Borgarstjóramálið og Behrensmálið. En ég skal nú finna þeim orðum mín- um nokkurn stað, að málshöfðanirnar hafi verið réttmætar. Um borgarstjóramálið skal ég vera fá- orður. Borgarstjórinn var sakaður um það að hafa hjálpað firma sínu hér í bænum til þess að taka tvöfalt kaup hjá bænum fyrir verkamenn, sem unnu við pípulagningar hér í götum bæjarins und- ir stjórn firma hans og ennfremur fyrir að geta ekki sýnt kvittun fyrir 7000 krónum, sem hann taldi sig hafa greitt útlendum manni fyrir að útvega bænum lán. Ég get ekki betur séð en að full á- stæða haf i verið til að mál þetta væri rannsakað til hlítar og dómur látinn ganga í því, og ég er viss um, að hvar sem er annarsstaðar á Norðurlöndum, mundi það hafa verið gert. Behrensmálið hefir verið svo mikið rætt, að um það mun ég heldur ekki verða margorður. Þó er það ómótmæl- anlegt, að dómsmálaráðherrann, Magnús Guðmundsson, er þar sýknaður ásamt C. Behrens, fyrir verknað sem bæði Hæsti- réttur og landsyfirrétturinn höfðu í 6 tilfellum dæmt aðra menn fyrir. Og eru þó þau brot flest minni heldur en það sem M. G. var sýknaður af. En þó er það kannske enn þá eftir- tektarverðara, að rétt eftir að Hæstirétt- ur hafði sýknað Magnús Guðmundsson og Behrens fyrir að ívilna einum skuld- heimtumanni svo stórkostlega, öllum oðrum skuldheimtumönnum til tjóns, þá dæmir sami réttur kaupmann og útgerð- armann hér í bænum fyrir ívilnun, sem var miklu minni heldur en sú ívilnun, sem Magnús Guðmundsson hjálpaði C. Behrens til að fremja. Og í þessu sam- bandi má geta þess, að þegar Hæstirétt- ur reiknar út efnahag C. Behrens til þess að komast að þeirri niðurstöðu, að hann hafi nokkurnveginn átt fyrir skuldum, þá reiknar hann úrkastið úr útistandandi verzlunarskuldum C. Behrens í fullu nafnverði, en þegar hann reiknar út efnahag kaupmannsins, sem hann sak- felldi rétt á eftir, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að útistandandi skuldir hans sé ekki verðar meira en 50% af nafn- verði. Svona er samræmið hjá hinum virðu- lega Hæstarétti. íslandsbankamálið. íslandsbankamálið er þó áreiðanlega stærst og alvarlegast allra þessai’a mála. Getur það ekki leikið á tveim tungum, að það er stærsta fjársvikamálið, sem komið hefir fyrir á íslandi á þessari öld. Aðal svikin voru í því fólgin, að pening- ar voru lánaðir út í stórum stíl til manna, sem fyrirsj áanlegt var að aldrei gátu greitt þá peninga og ekki boðið fram neinar viðunandi tryggingar fyrir greiðsl- unum. Annar þáttur málsins voru hin stórkostlegu og stórfurðulegu ávísanasvik. íslandsbanki hafði aðalreikning sinn við banka í Kaupmannahöfn, og hafði heim- ild til að ávísa þar á reikningslán sitt að vissri upphæð. En íslandsbanki gaf út ávísanir á þennan banka svo skifti hundruðum þúsunda fram yfir það, sem lionum var leyfilegt að gefa út ávísanir á. Með öðrum orðum: sjálfur bankinn af- henti viðskiptamönnum sínum ávísanir í stórum stíl á erlendan banka, án þess að eiga nokkuð inni fyrir þeim ávísunum. Er hér um samskonar ávísanasvik að ræða, aðeins í miklu stærra stíl, en þau sem komizt hafa upp um einstök fyrir- tæki hér í bænum nú á síðasta vetri. Danski bankinn var sýnilega alveg undrandi yfir framíerði þessa íslenzka viðskiptabanka og lætur það hvað eftir annað ótvírætt í ljós í bréfum til bank- ans, að ef að þessu fari fram um útgáfu ávísananna, muni hann ekki leysa ávís- anirnar út og hljóti bankinn að sjá, hvaða afleiðingar það hafi fyrir hann, ef það verði gert. Af opinberum umræðum um ávísana- málið, sem nú stendur yfir, þar sem Mjólkurfélag Reykjavíkur og aðalféhirðir Landsbankans eru aðalpersónumar, er mönnum nokkuð kunnugt um það mál. Ég býst við að fáir verði til að mæla gegn því, að opinber rannsókn fari fram á því athæfi. Þó eru þau ávísanasvik að- eins lítilræði samanborið við framferði íslandsbankastjóranna, þegar þeir gáfu út ávísanir, jafnvel svo hundruðum þúsunda skipti á banka, þar sem þeir höfðu enga inneign og höfðu enga trygg- ingu fyrir því, að ávísanirnar yrðu inn- leystar. — Sakaraðilamir, forstjóri Mjóllc- urfélagsins og aðalféhirðir Landsbanka Is- lands, geta því sagt nú með talsvert mikl- um rökum, að þeim sé gert rangt til með því að höfða mál gegn þeim, vegna þess fordæmis, sem Magnús Guðmunds- son hefir gefið, með því að láta saksókn falla niður í svikamáli Islandsbankastjór- anna, sem var miklu stórfelldara en á- vísanamál Mj ólkurfélagsins. — Og vitan- lega verður ekki komizt hjá því, að al- menningur finni það, þó höfðað sé mál út af ávísanamáli Mjólkurfélagsins og gjald- kera Landsbankans, að í þessu réttarfari er engin heil brú og ekkert samræmi. Og ekki bætir það heldur úr, þegar það er vitað, að alveg á sama tíma í vetur voru af viðskiptamönnum Útvegsbankans og starfsmönnum hans framin ávísanasvik viðlíka stórfelld og þau er í Landsbank- anum voru framin, en út af því hefir engin kæra komið fram og þess vegna engin rannsókn né málshöfðun gegn þeim, sem að þeim verknaði standa. Það þarf ekki að draga það í efa, að réttarfar eins og þetta getur ekki stað- izt. Tvö samskonar mál koma fyrir sitt í hvorum banka. Út af öðru málinu er kært, rannsókn látin fara fram, mál sennilega höfðað. I hinu málinu er ekki gert neitt. Og í stærsta ávísanasvika- málinu, gamla íslandsbankamálinu, er ekki gert neitt. Málssóknin sem búið var að ákveða, er afturkölluð og banka- stjórarnir eru gerðir að trúnaðarmönnum þjóðfélagsins. Hversvegna? Við verðum að leita að ástæðu fyrir því, að sá stjórnmálaflokkur, sem stend- ur fyrir slíkri framkvæmd í réttarfars- málunum skuli nokkurt fylgi hafa meðal almennings í þessu landi. Ég held, að'ef slík réttarfarsframkvæmd hefði átt sér stað annarsstaðar í Norðurálfu, þar sem lýðræði er ríkjandi, mundi alménningur fyrir löngu hafa fordæmt þann flokk. sem að slíku réttarfari stendur. Nýlega hafa farið fram stjómarskipti í Frakklandi eftir miklar æsingar og tals- verðar blóðsúthellingar, eingöngu vegna þess, 3ð almenningur grunaöi ríkisstjórn- ina um það, að taka vetlingatökum! á hneykslismáli, Staviskimálinu, seml sann- arlega var þó að sínu leyti ekki stærra, heldur hlutfallslega miklu minna en ís- landsbankamálið hér hjá okkur. Það er ekkert einsdæmi í Frakklandi, að almenn- ingur taki þannig í taumana. En hér á íslandi rekur hvert réttarfarshneykslið annað, án þess að almenningur rumski nokkuð verulega, og kjósendur ljá méira að segja þeim flokkum mikið kjörfylgi, sem maður getur næstum sagt um1 að hafi réttavfarshneyksli á stefnuskrá sinni. Fyrir þessari deyfð almennings, hljóta að vera orsakir, og ekki geta þær legið í því, að við íslendingar séum yfirleitt ver upplýstir eða áhugaminni um almenn mál, heldur en aðrar þjóðir. Ég held að orsakirnar liggi að mestu leyti í öðru. Það er algengt, þegar talað er eða ýmsa dómsmálaráðherra að stinga svefn- þorni að málunum? Ég býzt við að menn verði mér líka sammála um það, að niðurstaða ýmsra mála, sem dómur hefir gengið í, hefði orðið á annan veg, ef almenningur hefði jtekið þátt í dómstörfunum fyrir opnum dyrum undanfarna áratugi og blöðin hefðu fengið tækifæri til að skýra frá

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.