Tíminn - 02.07.1934, Síða 2
116
T í M I I? N
hegnt. Nú í vetur og vor hefir íhaldið gert
'aargþætt bandalag við illræmdan byltinga- |
flokk. Aldrei hefir borgáralegur flokkur gert !
slíkt hneykslisbandalag. Afleiðingin er auð-
sæ. Þroskaðir kjósendur sáu hættuna og
fylktu sér undir merki þess flokks, sem
harðast og einlægast berst fyrir því að út-
rýma byltingarstefnum úr landinu.
En það mikla átak, sem Framsóknarmenn
þingmannaefni og kjósendur hafa nú gert
í þessum kosningum, á auðvitað að marka
spor í atvinnubaráttunni, skipulagning af-
urðasölunnar er hið mesta áhugamál bænd-
anna. Þeir eiga að fá auknar tekjur af fram-
leiðslu sinni, án þess að varan hækki til
neytenda. Unga fólkið á að fá tækifæri til
heimilismyndunar, bæði til sveita og við sjó.
Baráttan við atvinnuleysið, iðjuleysið og
skortinn í bæjum og kaupstöðum áaðbyrja
undir merki þekkingar og framsýni, en ekki
með æðisgengnu byltingarbrölti.
Framsóknarflokkurinn hefir sýnt lífsmátt
sinn í þessum kosningum. Enginn flokkur
hafði svo mörg mannvænleg þingmannsefni
í boði. Enginn flokkur hafði slík stefnumál.
Enginn jafn marga áhugasama kjósendur.
Og enginn flokkur hefir unnið eins glæsi-
legan sigur í þessum kosningum og hann.
Þjóðin hefir enn einu sinni sýnt hvers hún
metur umbætur Framsóknarflokksins og
hvernig hún villl að áfram sé haldið. Hún
hefir iíka sýnt hve hún fyrirlítur byltinga-
skraf og ofbeldishótanir öfgaflokkanna.
Framundan eru erfiðir tímar. En samein-
aður vilji þúsunda manna um land allt, sem
stælzt hefir og harðnað í kosningabarátt-
unni, stendur á bak við- þá menn, sem Fram-
sóknarkjósendur hafa trúað fyrir málstað
sínum. Þessvegna munu þeir ganga glaðir
og reifir að úrlausn þeirra verkefna, sem
bíða.
Flokksþing, fiokks'
skipulag og kosn-
íngaúrslit
Framsóknarflokkurinn hefir boðað til og
háð fjögur flokksþing.
Hið fyrsta á Þingvöllum 1919.
Hið næsta var kvatt saman í Reykjavík
skömmu fyrir kosningar 1931, þegar ná-
búaflokkarnir gjörðu bandalag um að gjör-
breyta kjördæmaskipaninni. Á þessu flokks-
þingi var í fyrsta sinn hafinn undirbúning-
ur að skipulagi flokksins.
Tr. Þ. hafði fyrir mörgum árum skrifaö
merka grein um skipulag lýðræðisflokka,
þar sem meginvaldið lægi í höndum kjós-
enda, ekki aðeins á kjördegi heldur hvenær
sem til þyrfti að taka.
Þessu skipulagi hafði ekki verið komið
á innan Framsóknarflokksins, enda var hið
fyllsta samræmi milli starfa þingflokksins
og vilja kjósendanna allt til þessa.
Flokksþingið 1931 kaus fjóra menn í full-
trúaráð, er ynni með þeim mönnum, er
þingmennirnir kysu í stjórn flokksins, en
fulltrúaráðinu var fengið fullt vald yíir
einu #máli. Það skyldi geta kvatt saman
flokksþing þegar þurfa þætti. Ennfremur
voru ákvæði um það, að af þingmannahálfu
skyldu ráðherrar flokksins sjálfkjörnir í
miðstjórnina, ef flokkurinn færi með stjórn.
Að afstöðnu þessu flokksþingi fóru fram
alþingiskosningamar 1931 og hlaut þá
Framsóknarflokkurinn meirihluta eða 23
þingmenn.
En þessi sigur notaðist illa. — Undan-
hald varð í aðalmálinu sem um var kosið,
og ofan á bættist að gengið var til stjórn-
armyndunar með höfuðandstæðingnum, í-
haldsflokknum.
Stjórn flokksins var veik, hún kvaddi
lítt til funda og þá kom það sér vel að
flokksþingið 1931 hafði búið svo um að full-
trúaráðið gæti kvatt til flokksþings.
Þetta var gjört, og áður en Alþingi lauk,
var efnt til þriðja flokksþings Framsóknar-
manna á útmánuðum 1933.
Samgönguörðugleikar voru miklir, far-
sóttir í landi, en samt varð sóknin á þetta
flokksþing svo mikil, að mikið skorti á, að
því nægði fundarsalur sá, sem því upphaf-
lega hafði verið ætlaður.
Á þessu flokksþingi var m. a. gengið frá
því skipulagi á flokknum, sem tryggir það
lil fullnustu, að kjósendur flokksins sjálfir
hafi hið æðsta vald yfir málefnum hans.
Kjósendurnir og flokksfélögin í kjördæm-
unúm ráða til dæmis framboðum, flokksfé-
lögin velja menn á flokksþing, sem ekki
Framh. á 3. síðu.
m
Urslit kosninganna
í einstökum kjör-
dæmum
Framh. af V síðu.
Austur-Húnavatnssýsla:
Kosningu hlaut:
Jón Pálmason S
með 454 atkv. Jón Jónsson B
fékk 334. Hannes Pálsson F '
fékk 219. Jón Sigurðsson A 1
; fékk 33. Erling Ellingsen K
fékk 17 atkv.
Skagaf jarðarsýsla:
Kosnir voru:
Sigfús Jónsson F. 911
(með hlutkesti milli hans og j
Jóns Sigui'ðssonar).
Magnús Guðmundsson S. 934
Aðrir fengu:
Jón Sigurðsson S. 911
Steingrímur Steinþórsson 898
Magnús Gíslason B. 56
Pétur Jónsson A. 34
Kristinn Guðlaugsson A. 32
Pétur Laxdal K. 51
Elísabet Eiríksdóttir K. 47
Akureyri:
Kosningu hlaut:
Guðbrandur Isberg S
með 921 atkv. Einar Olgeirs- j
son K fékk 649. Árni Jóhanns- i
son F fékk 336. Erl. Friðjóns- j
son A fékk 248 atkv.
Landlisti Bændafl. fékk 9
atkvæði.
Ey jaf jarðarsýsla:
Kosnir voru:
Bernhaið Stefánsson F. 1319
Einar Árnason F. 1251
Aðrir fengu:
Garðar Þorsteinsson S. 917
Einar Jónasson S. 905
Barði Guðmundsson A. 371
Halldór Friðjónsson A. 303
Stefán Stefánsson B. 348
Pétur Eggerz B. , 301
Gunnar Jóhannsson K. 262
Þóroddur Guðmundsson K. 237
Suður-Þingey jarsýsla:
Kosinn var
Jónas Jónsson F. 1090
Aðrir fengu:
Kári Sigurjónsson S. 304
Aðalbjörn Pétursson K. 172
Hallgrímur Þorbergssop B. 95
Sigui’jón Friðjónsson A. 83
Jónas Jónsson fox-m. Fram-
sóknarfl. er hinn eini af for-
ystumönnum stjórnmálaflokk-
anna í landinu, sem kosinn
hefir verið á Alþing í kjör-
dænxi. Hinir allir hafa ýmist
fallið eða horfið frá framboði.
En einn þeirra, Jón Baldvins-
son, náði kosningu sem upp-
bótarþingmaður.
Norður-Þingey jarsýsla:
Kosinn var:
Gísli Guðmundsson F. 46-1
Aðrir fengu:
Sveinn Benediktsson S. 298
Benjamín Sigvaldason A. 32
Ásgeir Blöndal K. 32
Jón Sigfússon B. 22
N orður-Múlasýsla:
Kosnir voru:
Páll Hermannsson F. 457
Páll Zóphoníasson F. 441
Aðrir fengu:
Ámi Jónsson S. 385
Árni Vilhjálmsson S. 350
Halldór Stefánsson B. 254
Benedikt Gíslason B. 219
Skúli Þorsteinsson A. 64
Sigurður Ámason K. 42
Áki Jakobsson K. 38
Seyðisf jörður:
Kosningu hlaut:
Haraldur Guðmundsson A
með 288 atkv. -f- 6 á landlista.
Láras Jóhannesson S. fékk 215
+4 á landlista. Jón Rafnsson
K fékk 26-f á landlista.
Landlisti Bændafl. fékk 2
atkv.
Landlisti Framsóknarfl. fékk
3 atkv.
Suður-Múlasýsla:
Kosnir voru:
Eysteinn Jónsson F. 1062
Ingvar Pálmason F. 949
Aðrir fengu:
Magnús Gíslason S. 679
Ámi Pálsson S. 603
Jónas Guðmundsson A. 566 j
ólafur Þ. Kristjánsson A. 381 I
Amfinnur Jónsson K. 141
Jens Figved K. 116
Sveinn Jónsson B. 84 ;
Ásgeir L. Jónsson B. 49 j
A.-Skaf taf ellssýsla:
Kosinn var:
Þorbergur Þorleifsson F. 299
Aðx-ir fengu:
Pálmi Einarsson B. 155
Stefán Jónsson S. 96
Eiríkur Helgason A. 40
V.-Skaf taf ellssýsla:
Kosinn var:
Gísli Sveinsson S. 422
Aðrir fengu:
Lárus Helgason B. 229
Guðgeir Jóhannsson F. 143
Óskar Sæmundsson A. 40 ;
Rangárvallasýsla:
Kosningu hlutu:
Jón Ólafsson S
með 856 atkv., og
Pétur Magnússon S.
með 850 atkv. — Sveinbjörn ;
Högnason F fékk 836. Helgi j
Jónasson F. fékk 808. Svafar j
Guðmundsson B fékk 35. Lár-
us Gíslason B fékk 34. Guðm. j
Pétursson A fékk 34. Nikulás ,
Þórðarson U fékk 15 atkv.
Véstmannæyjar:
Kosningu hlaut:
Jóhann Jósefsson S
með 785 atkv. + 21 á landl. j
Páll Þorbjarnarson A fékk 388 ;
+10 á landlista. Isl. Högna- :
son K fékk 301+3 á landl.
Óskar Halldói'sson Þ fékk 64 i
atkvæði.
Landlisti Bændafl. fékk 3
átkvæði.
Landlisti Framsóknarfl. fékk
18 atkvæði.
Árnessýsla:
Kosnir voru:
Jörundur Brynjólfsson F. 891
Bjarni Bjarnason, F. 888
Aðrir fengu:
Eiríkur Einarsson, S. 836
Liiðvík Nordal, S. 726 1
Magnús Torfason, B. 422
Sigurður Sigurðsson, B. 283
Ingimar Jónsson, A. 230-
Jón Guðlaugsson, A. 168
Magnús Magnússon, K. 44
Gunnar Benediktsson, K 33
Gullbr.. og Kjósarsýsla:
Kosinn var:
Ólafur Thors S. 1240
Aðrir fengu:
Sigfús Sigurhjartarson A. 309
Klemens Jónsson F. 187
Finnbogi Guðm.son Þ. 84
JJjörtur Helgason K. 48 j
Jónas Björnsson B. 31
Haf narf jörður:
Kosningu hlaut:
Emil Jónsson A
nxeð 1019 atkv. + 45 á landl.
Þórleifur Jónsson S fékk 719+
62 af landlista. Björn Bjarnar-
son K fékk 30+1 á landlista.
Landlisti Bændaflokks fékk
3 atkv.
Landlisti FramsóknaxTlokks-
ins fékk 7 atkv.
Atkvæðatölur flokkanna eru
nú sem hér segir:
Framsóknarfl. 11310
Alþýðuflokkurinn 11223
Bændaflokkurinn 3195
Sjálfstæðisfl. 21924
Kommúnistafl. 3092
Þ j óðemissinnifl. 363
Utan flokka 506
! Mstfiðm
| til amiarra bjéða
i
j Meðan stóð á kosningabar-
áttunni voru að gerast merki-
leg tíðindi viðkomandi Islandi
úti í löndum. Spánverjar til-
kynntu öðrum þjóðum seint í
vetur, að þeir myndu byrja
með vorinu að takmarka inn-
flutning á saltfiski frá öðrum
þjóðum og binda innflutnings-
leyfi við gagnkvæm skipti í
landinu.
Spánn er aðalnxarkaður ís- i
lendinga fyrir stærstu útflutn- J
ingsvöruna, saltfiskinn. Það er
elzta og stærsta markaðs-
landið.
Sendinefnd fór til Spánar að
freista að bjarga því sem
bjargað yrði uixx sölumálin.
Þegar hún kom til Madrid,
voru þar fyi'ir seixdinefndir
frá Dönunx, Norðmönnum og
Englendingum. Allir vildu
selja fisk, og allar þessar þjóð-
ir höfðu betri aðstöðu en við.
Englendingar höfðu á sinni
könnu allan fiskinn frá Ný-
fundnalandi og 100 íxxiljónir
peseta meiri kaup á Spáni
heldur en innflutningur frá
Englandi þangað.
Aðalkrafa Spánvei'ja til alli-a
þjóða var í byi'jun hin forna
í’egla: auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn. Þeir létu það al-
mennt í ljós, að hver útlend
þjóð yrði að kaupa jafnmikið
af spönskum vörum eins og
hún seldi þar af sinni fi'am-
leiðslu.
Ef þessi krafa hefði verið
framkvæmd myndi það hafa
verið rothögg á þjóðarbúskap
íslendinga. Við höfum keypt
vörar frá Spáni fyrir 1 krónu
á sanxa tíma og þeir keyptu af
okkur fyrir 22. Það má vitan-
lega kaupa ýmsar nausynja-
vörur á Spáni handa íslending-
unx, en í heild sinni ei'u löndin
of ólík og- öll lífsskilyrði til
þess að Spánn geti orðið það
land, sem býður okkur bezt
kjör til innkaupa. íslendingar
hafa fábreytta framleiðslu, en
margbi'eyttar þarfir. Veðdeild-
in, bankarnir, ríkið og einstök
kaupsýslufyrirtæki hafa fengið
peninga erlendis til margskon-
ar þarfa. Vextir og afborganir
af þessu fé eru árlega greiddir
með peningum, sem koma fyr-
ir útfluttar afurðir, og þá ekki
sízt því sem kemur frá stærsta
markaðinum, Spáni.
Sem betur fer halda Spán-
vei'jar ekki við þessa almennu
frumkröfu gagnvart íslending-
um/ Samningar eru fullgerðir,
en ekki undirskrifaðir. Þeir
minnka tilfinnanlega sölu
þangað, en jafníramt má bú-
ast við að verðið hækki. Mesta
hættan er liðin hjá að þessu
sinni,- og einhver hulinn verad-
arkraftur hefir bjargað ís-
lenzku þjóðinni um stund frá
bersýnilegum voða. En víðar
eru sker og hættulegar leiðir.
Bæði á Ítalíu og Portúgal er
lxætta á ferðum með markað-
inn, og í Svíþjóð vex hin inn-
leixda framleiðsla og þi'engir að
bezta markaði íslendinga með
þá vöru. Það eru.allar líkur til
að verzlunar- og • viðskipta-
málin muni gerbreytast á fá-
einum missirum í það horf,
sem engan myndi hafa grunað
fyrirfram. J. J.
Nýlátiim er hér i bænum Einar
Pétursson timbursmiður, rúmlega
íimmtugur. I-Iafði hann numið
iðn sína erlendis og ferðast sem
„sveii>n“ víða um Evrópu. Ilann
var um mörg ár starfsmaður við
Reykjavíkurhöfn.
Helgi á Ketilstöðum
Nýlega lézt á Dunkárbakka
í Dölunx Helgi Guðmunds-
son hreppstjóri frá Ketilstöð-
um.
Helgi var einn af þessum
ranxmíslenzku sveitabændum,
þéttur á velli og þéttur í lund,
gestrisinn, traustur og sjálf-
stæður. Var hann jafnan
áhugamaður um landsmál og
öruggur Framsóknarflokksmað-
ur allt frá stofnun flokksins.
Engin áhrif hafði það á hann
í þeim efnum, þótt árin væru
farin að verða mörg að baki.
Hann var ætíð æskunxaður í
anda og gekk því ekki í lið með
hinpi „öldruðu sveit“ eins og
svo nxörgum hættir við að gera
þegar aldur færist yfir þá og
lífsfjörið dvínar.
Það er ánægjulegt að koma
á sveitabæi, þar sem gest-
i'isni góðra húsbænda „hlakk-
ar og hlær“ á móti vegfarand-
anum, en óvíða hefir sá, er
þessar línur skrifar, komið,
þar sem eins hefir verið ágætt
að koma og til Helga bónda á
Ketilsstöðum, konu hans og
barna.
Þar var íslenzkt sveitaheim-
ili xxf beztu tegund.
V. G.
Fréttir
Iunflutninguriim. Fyrstu fjóra
mánuði ársins liefir innflutning-
Urinn nunxið 13.1 millj. kr. Á
sama tíma í fyrra var hann 10.3
milLj. kr.
Dýravemdarinn, 3. tbl. yfir-
standandi árg. er nýlega komið
út. það flytur þýdda sögu, frá-
sögn um dýravenidunarfélög
bama og nokkur smáljóð.
Skarlatsóttin. í maímánuði voru
122 skarlatssóttartilfelli á öllu
iandinu. í Reykjavík einni voru
þau 59, og vikunni 27. maí til 2.
júní voru hér 18 skarlatssóttar-
tiifelli.
Kornrækt í Reykholti. Um 40
dagsláttur hafa verið afgirtar í
Reykholti til kornræktar. Á að sá
i 15 dagsláttur í vor og er þegar
húið að sá i 12 þeirra.
Síldarbræöslustöð á Seyðislirði.Á
nýafstöðnum sýslufundi Norður-
Múlasýslu var samþykkt að skora
á ríkisstjórn og Alþingi að reisa
sildarbræðsíustöð á Seyðisfirði.
Skólaskýrsla Eiðaskóla fyrir vet-
urinn 1932—33 hefir blaðinu ný-
lega borizt. í eldri deild skólans
þann vetur voru 5 nemndur og i
yngri deild 19 nemendur.
Höfðingleg gjöf. Samband ísl.
samvinnufélaga hefir gefið tíu
þúsund krónur til bágstadda
lólksins á jarðskjálftasvæðinu.
Konur presta halda fund á
pingvölium í hyi’jun júlímánaðar,
og aðalfundur Prestafélags ís-
lands verður haldinn þar um
sarna leyti.
Danir eru svo sem kunnugt
mikil landbúnaðarþjóð, 31,7% 'af
þjóðinni heyrir landbúnaðinum
til. Búpeningseign Dana er þessi:
Svín........ 4.390.000
Nautgripir .. . 3.141.400
Hestar....... 496.000
Sauðfé ............. 192.657
Geitur........ 20.981
Kanínur...... 194.212
Hæns........ 26.953.000
Endur........ 690.583
Gæsir........ 332.535
Kalkúnhæns . .. 71.365
Bíflugnabúr . .. 94.027
Svfn, nautgripir og hæns eru hér
talin samkv. skýrslum frá 1933.
iiestar 1932, en. aðrar tölur eru
miðaðar við árið 1929.
gerð á Skagaströnd vinna nú um
ítalskir formenjafræðingar, sem
verið hafa við fornmenjagröft í
grísk-rómversku fornborginni Teb
Tunis, skamnxt sunnan við Kairo í
Egyptaiandi, hafa rétt nýskeð
fundið um 1 þúsund pergament-
skjöl og handrit á grísku. þau
voru í ágætu ásigkomulagi. Talið
er að þau séu frá annari öld eftir
Krist.