Tíminn - 04.09.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.09.1934, Blaðsíða 2
152 T í M I N N fellur. Vextir og- afborganir í kreppusjóð eiga nú ekki að vera nema 5%, og mun mörgum f>að þykja nægileg byrði smt. En eftirtektarvert er það, að allir þeir „bænda- vinir“, sem stóðu að kreppusjóði, skyldu ekki geta gert þessa eðlilegu og sjálfsögðu umbót á kreppusjóði, áður en „bæjaradi- kal“ maður eins og Eysteinn Jónsson kom í stjórnina. Manni finnst óskiljanlegt, að það væri þýðingarmeira að gera bráða- birgðalög um Sólbakkaverksmiðjuna. fyrir Óskar lækni á Þingeyri, heldur en ef Þor- steinn Briem hefði gert bráðabirgðalög um la'eppusjóð til að hjálpa nokkrum þúsund- i m af bændum landsins til að fá leiðrétting á afbakaðri hjálparlöggjöf. Næstu stóru bjargráðin voru kjötlögin. Jón Árnason og Eysteinn Jónsson tóku það mál upp í miðstjórn Eramsóknarflokksins fyrir ári síðan, að koma skipulagi á kjöt- söluna innanlands, þar sem seld eru um GG% af allri kjötframleiðslu landsins. Sam- vinnumenn hafa síðan þá unnið að lausn þessa ináls, einkum á sérstökum fundi, er samvinnumenn héldu seint í vetur. Höfðu j-eir menn í einu mesta þekkingu og mest- an áhuga á málinu. Með kjötlögunum á að fækka milliliðum, hindra óeðlilegt undirboð, ti'yggja hreinlæti við slátrun og meðferð kjötsins, tryggja bændum það verð, sem sanngjarnlega má fá fyrir kjötið, en neyt- endum góða vöru og með hóflegu verði. Jón Árnason, sem Mbl. áfellir mjög fyrir for- göngu sína í málinu, hefir í einu gætt hófs og þó haldið fast á rétti bænda. Hann vildi enganveginn útiloka þá kaupmenn, sem verzlað hafa með kjöt, frá að halda atvinnu sinni, ef þeir uppfylltu eðlileg skilyrði eins og kaupfélögin, og hann hefir manna mest lagt áherzlu á hófsemi í verðlaginu. J. Á. segir með réttu, að ef boginn sé spenntur of hátt með verðlagi á einhverri neyzlu- vöru, þá minnkar neyzlan, því að neytend- ur kaupa þá aðrar fæðutegundir. Skipulagn- ing á sölu kjöts og mjólkur á að vísu að tryggja rétt framleiðenda á þann hátt, að hafa markaðinn sem stærstan og verðhæst- an, en forðast hinsvegar þær öfgar, að hyggjast að kúga neytendur, og neyða þá til annarlegra vörukaupa. Stjórnin hefir verið heppin með fram- kvæmdastjóra kjötmálanna, Jó nívarsson kaupstjóra frá Hornafirði. Nýtur hann um land allt mikils trausts, og er það hinu nýja skipulagi til mikillar eflingar að hafa slíkan mann til forgöngu í því rnáli. Jafnhliða lausn kjötmálsins hefir Her- mann Jónasson unnið að lausn á skipulagn- ingu mjólkursölunnar. Hefir honum tekist að' fá samkomulag með öllum helztu aðilum framleiðslunnar, leiðtogum búanna austan- fjalls, bænda í Mosfellssveit, og bænda í Kvík. Eins og í kjötmálinu, er gert ráð fyrir, að neytendur ráði' allmiklu um á- kvörðun verðsins og má segja að sala kjöts og mjólkur eigi í framtíðinni að byggjast á skipulagsbundnu samstarfi framleiðenda og neytenda. Samkvæmt hinu nýja skipulagi, verður ein sölumiðstöð í hverjum kaupstað, búðir ekki fleiri en þörf krefur, enginn ó- þarfa kostnaður við dreifingu mjólkurinn- ar. Öll sölumjólk í Rvík verður hreinsuð og af þeirri mjólk, sem seld er til neyzlu, er borgaður verðjöfnunarskattur, sem gengur lil að hækka verðlag á mjólk þeirra bænda, sem ver eru settir. Bráðabirgðalögin um skipulag mjólkurmálanna eru ekki enn kom- in út, en koma næstu daga. Með því átaki, sem gert er í þeim málum, hefir hinn nýi þingmeirihluti og stjórn látið kjósendum verða að trú sinni um að miklu skiftir, að senda íhaldið og vini þess út úr stjómar- ráðinu. Eitt umtalað mál þessa undangengna mánaðar, er sálmabókar-viðbætirinn. Biskup landsins stóð þar í broddi fylkingar með út- gáfu sálmlabókar, en nefndin lenti í því ó- trúlega óláni, að byrja á því að breyta sálmum eftir fjölmörg skáld, bæði dauð og lifandi- Varð úr þessu mildll úlfaþytur. Skáldin sjálf eða venzlamenn þeirra mót- mæltu þessari aðferð og heimtuðu bókina gerða upptæka. Biskup sýndi klókskap í því að draga málið nokkuð á langinn, en þegar umtalið um hina ómögulegu sálmabók hafði valdið því, að sala vár orðin nægileg til að standast útgáfukostnaðinn, gafst hann upp og munu leifarnar af bókinni nú verða brendar á báli. Biskup hefir í þessu máli haft ólán af því að íylgja ekki bendingum fyrverandi Framsóknarstjórnar í þessu máli. Sú stjórn ritaði honum bréf fyrir nokkrum árum og lngði til að sálmabókin væri endurprentuð og gefin út að nýju. Var biskupi bent á að í bókinni væri mikið af sálmum, sem: væri Framh. á 8. síðu. Rannsókn ofí skipulag Starfsskrá Framsóknar- j flokksins í atvinnumál- um. I samningi þeim er gerður var um stj ómarsamvinnu milli Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins hljóðar 1. gr. svo: „A8 skipa nú þegar nefnd sér- fróðra manna til að gera tillögur og áætlanir um aukinn atvinnu- 1 íekstur, framkvæmdir og fram- leiðslu í landinu, svo og aukna sölu afurða utan- og innanlands. Annars er óþarfi að vera að mála upp neinar stórkostlegar „þjóðnýtingar“grýlur í sam- bandi við þessa nefndarskipun, því að í erindisbréfi ráðherr- ans er það skýrt fram tekið, að nefndin eigi því aðeins að gera tillögur um opinberan rekstur, að „fyrirsjáanlegt yrði, að einkarekstur ekki nægir til að fullnægja kröfum þjóðarinnar eða kann að öðru leyti að vera varhugaverður fyrir almenningsheill11*). Sé lögð áherzla á að efla þann atvinnurekstur, sem fyrir er og rekinn er á heilbrigðum grund- j velli, enda komið á opinberu eft- 1 irliti með hverskonar stórrekstri 1 til tryggingar því, að hann sé rekinn í samræmi við hagsmuni almennings. Opinberar ráðstaf- anir verði’ síðan gerðar til aukn- ingar atvinnurekstri í landinu eftir því, sem við verður komið". Er þessi grein samningsins m. a. byggð á starfsskrá Framsóknarflokksins í at- vinnumálum, sem samþykkt var á síðasta flokksþingi og birt í „Ávarpi til þjóðarinnar“, en þar ákveður Framsóknar- flokkurinn, að „Vinna gegn atvinnuleysinu með þvi að: .. a. Hafa framlög til verklegra framkvæmda svo rífleg sem unnt er. b. Með aukinni skipulagðri ræktun landstns. c. Með auknum og betur skipu- lögðum sjávarútvegi. d. Með því að vemda og efla allskonar iðnað, einkum úr ís- lenzkum efnum. Breyta tollalöggjöfinni iðnaðin- um í hag“. í stefnuskrá Framsóknar- flokksins er ennfremur ákvæði um að vinna að því „Að bankarnir beini ekki út- lánastarfsemi um hendur fárra einstaklinga, eins og virðist hafa verið venjan hlngað til, heldur fái framleiðendur til lands og sjávar sem greiðastan aðgang að lánsfé“. Skipulagsnefndin. Samkvæmt þessu hefir nú ríkisstjórnin, í vikunni sem leið, skipað fimm manna nefnd, sem í eru þeir Jónas Jónsson formaður Framsóknarflokks- ins, Steingrímur Steinþórsson skólastjóri, Ásgeir Stefánsson útgerðarstjóri í Hafnarfirði, Emil Jónsson bæjarstjóri og Héðinn Valdimarsson for- stjóri, sem er formaður nefnd- arinnar. Við val nefndarmannanna virðist hafa verið tekið tillit til þess fyrst og fremst, að neíndin hefði þeim kröftum á að skipa, sem verkefnin munu krefjast. Þannig er valinn höf- uð forvígismaður samvinnu- málanna í landinu, skólastjóri i- Samvinnuskólans, þar sem vit- að er, að úrræði nefndarinn- , ar hljóta mjög að byggjast á : samvinnu. Annar nefndarmað- ur er sérmenntaður í land- búnaði, þriðji verkfræðingur, fjórði framkvæmdastjóri tog- araútgerðar, en formaðurinn er hagfræðingur og reyndur verzlunarmaður. Andvörp Morgunblaðs- ins. Mbl. birtir nú, í tilefni af nefndarskipuninni, grein með gleiðletraðri fyrirsögn: „Ríki sósíalismans nálgast*. Er helzt svo að skilja, að íhaldið sé nú í þann veginn að leggja alveg árar í bát og gefast upp við að „vemda þjóðskipulag- ið“! Hvernig er ástand at- vinnuveganna? En það þarf sennilega enga sosíalista til að sjá, að ekki má við svo búið standa um at,- vinnulíf landsmanna. Á árinu, sem nú er að liða, eru áætlaðar hvorki meira né mlnna en 900 þúsundir króna frá ríki og bæjarfélögum til atvinnubóta. Þessar 900 þús- undir eru áætlaðar af opinberu fé til þess að útvega vinnu handa mönnum, sem atvinnu- vegirnir geta ekki veitt mögu- leika til að vinna fyrir sér. Af sumum er því haídið fram, að þetta fé sé of lítið til að bæta úr atvinnuleysinu. En hvað sem því líður, þá sjá það allir menn, að eitthvað hlýtur að vera bogið við at- vinnuvegina úr því að svona er ástatt. Á öðrum stað í blaðinu er rifjað upp í fáum dráttum1 á- stand atvinnulífsins hér í höf- uðstaðnum eins og það nú er. Það ástand er ekki glæsilegt. Af reynslu annara landa er það vitað, að stöðugt atvinnu- leysi er hin þyngsta raun, sem komið getur fyrir nokkurt þjóðfélag. Og það væri mikil gifta fyrir þessa þjóð, ef hægt væri að stemma stigu fyrir þeirri voveiflegu plágu áður en hún nær að færast enn meir í aukana en orðið er hér á landi. En ef það á að takast, dugir ekki að halda að sér höndum í blindri trú á að erfiðleikamir hverfi af sjálfu sér. Slíkt sinnuleysi leiðir út í beinan voða. Verkefnin. Skipulagsnefndin á mikið verkefni fyrir höndum. Hún á að leggja drög að því, að byggja upp nýtt og heilbrigt atvinnulíf í landinu. Þá við- reisn, sem landið þarfnast í þeim efnum, má ekki binda við neinar fastnegldar kredd- ur sérstakra fræðikerfa. Ekki má hún heldur stranda á for- dómum á nýjum aðferðum, hvaða nöfnum, sem menn kunna að vilja nefna þær. í þessum efnum þarf að fara margar leiðir, þar sem sum- staðar kann að vera ágreining- ur milli flokka og annarsstaðar ekki. Það þarf að rannsaka starfsaðferðir þess atvinnu- reksturs,' sem nú er. Það þarf að athuga, að hverju leyti hann ber óeðlilegar byrðar vegna kröfuharðra einstakl- ingshagsmuna. Það þarf að rannsaka gamla og nýja mark- aðsmöguleika fyrir framleiðslu landsmanna. Og það þarf að finna ný ráð, skapa nýjar hug- myndir til að auka framleiðsl- una, gera hana fjölbreyttari en hún nú -er, og það þarf að gera sér grein fyrir, að hve miklu leyti þjóðin getur full- *) það er líka misskilningur hjá Alþýðublaðinu í sl. viku, að nefndin hafi „mjög víðtækt vald- svlð“. Nefndin hefir ekkert vald, heldur eingöngu tillögurétt. Um áfengisbannið Brynleifur Tobíasson kennari, íyrv. stórtemplar og einn af aðalforvígismönnum bindindislireyfingarinnar hefir, samkvæmt beiðni, ritað grein fyrir Nýja dagblaðið og Timann, þar sem hann rekur sögu áfengisbannsins og lýsir afstöðu templara til þess nú. Hér fer á eftlr síðarl hluti greinarinnar. „Báglega tókst með Al- • þing enn“. Á Alþingi hafa komið fram ; síðustu árin frumvörp um af- nám banns sterkra drykkja og afnáms á banni gegn bruggun sterkra öltegunda. Ágætir bannmenn á Alþingi, eins og | Tryggvi Þórhallsson, Vilmund- ! ur Jónsson og Pétur Ottesen, i beittust fyrir því að kveða | niður þessi frumvörp, og þeim j tókst það. Með þessum aðför- um ýmissa alþingismanna var eins og hert á þjóðinni að láta sér finnast fátt um lögin eða það, sem eftir var af þeim. Heimabruggið magnaðist, og mestur var drykkjuskapurinn í Reykjavík og grennd. Þar var sí og æ predikað gegn „bann- i«u“, og hafði háskólakennari í læknisfræði forustuna. Bann- inu, sem Alþingi var búið að eyðileggja að mestu, var kennt ' um, hvernig komið væri. Það var alið á því að lækna meinið með meira áfengi. Það var kennt að reka ætti djöful út með Belzebub. Danskur and- banningur var fenginn til Reykjavíkur, og andbanninga- félag var sett á laggimar. Og nú, þegar bann þjóðarinnar frá 1909 hafði verið úr lagi fært, hvað eftir annað, gerðist Al- þingi til þess að skora á stjóm- ina að láta fara fram atkvæða- greiðslu um bannslitrin, eins og nú voru, á haustdegi, þeg- ar var allra veðra von. Fyrsta vetrardag 1933 létu kjósendur í ljós vilja sinn. Tæpar 28 þúsundir kjósenda greiddu atkvæði eða um helm- ingur allra kjósenda í landinu. Tæpar 16 þús. voru mótfallnar löggjöfinni, eins og hún nú er, en tæpar 12 þúsundir vildu ekki sleppa henni, hafa vafa- laust talið, að hreppa mundi þjóðin ekki betra, þó að afnum- ið yrði bannið. Það, sem ger- ist, er þetta, að nokkru minna en þriðjungur allra kjósenda í landinu vill afnema bannið, eins og það er nú. Glæsilegan er ekki hægt að kalla sigur and- banninga, ef um sigur er hægt að ræða í þessu sambandi, þrátt fyrir alla ófræginguna um bannið fyrr og síðar og þrátt fyrir slælegt eftirlit með lögunum alla tíð. Það er ómótmælanlegt að drykkjuskapur á Islandi er I minni nú en hann var fyrir bannið, þó að gert sé ráð fyrir talsverðri nautn ólögleyfðs áfengis. ! Þessu hefir bannið þó kom- i ið til vegar. nægt sínum eigin þörfum með innlendri framleiðslu og spar- að innkaup á erlendum vinnu- krafti og jafnvel erlendum hráefnum. Almenningur á kröfu á því, að starfi hinnar nýju nefndar sé tekið með vilvilja, og eins þó að hún kunni að komast að þeirri niðurstöðu, að ráðstaf- anir þurfi að gera gegn ýmsu því, sem sjúkt er í atvinnulíf- inu. Hér, og alstaðar, á að vera í gildi kjörorðið: Þar sem hagsmunir einstáklinga rekast á hagsmuni almenn- ings, verða hagsmunir almenn- ings að ráða. Hvað á nú að gera? Sumir seg'ja: Nú á Alþingi að afnema bannlögin. Aðrir telja enga nauðsyn reka til þess að hreyfa við þeim, og auðvitað hafa alþingismenn al- gerlega óbundnár hendur í þessu efni. Við templarar erum ekki ein- huga í málinu. Meirihluti ráð- andi manna í Stórstúkunni tel- ur rétt, eins og á stendur, að nema bannið, þ. e. bann gegn innflutningi sterkra drykkja,, úr lögum. Minnihlutinn vill ekki beygja sig fyrir atkvæða- greiðslunni. En um það eru málsmétandi félagar Reglunnar, að því er ég' bezt veit, sammála, að sterkar hömlur eigi að vera gegn sölu og veitingum áfengra drykkja í landinu, en þó þannig, að þjóðin ráði þeim að onestu sjálf. — Það verður að krefj- ast þess, ef bannið verður af- numið, að kjósendur í landinu, í hverju lögsagnarumdæmi fýrir sig, verði látnir segja til sín um það með atkvæða- greiðslu, hvort áfengissala skuli fara þar fram eða ekki (héraðabann). 1 öðru lagi verður að leggja áherzlu á það, að veitingar áfengra drykkja á skipum kringum landið verði bannaðar. 1 þriðja lagi verður að tryggja það, að áfengið verði selt háu verði, þar sem það kann að verða á boðstól- um. í fjórða lagi verður að gera gangskör að því, að bind- indisfræðsla fari fram í skól- unum og að alveg sérstök áherzla verði lögð á þá fræðslu í kennaraskólanum. 1 fimmta lagi verður að koma skipulagi á útbreiðslu bindindis, og velja sérstaklega hæfa menn til þess að annast hana. Þessar kröfur byggjast á þeim staðreyndum, að því erf- iðara sem er að ná í áfengi, því minna er drukkið; því dýr- ara, sem áfengið er, því minna er keypt af því; því betri skil, sem menn kunna á hættunum, því meira forðast þeir þær, og loks er það nú orðið talin siðferðileg og þjóðfélagsleg skylda um allan svokallaðan menntaðan heim, að löggjöfin og framkvæmdavaldið yfirleitt geri sitt til að firra mannkyn- ið hættu þeirri, er af áfengis- nautninni leiðir, svo mjög sem auðið er. Allt þetta verður að miða við þær skoðanir og erfðavenjur, sem ríkjandi eru í hverju þjóðfélagi, því að þau lög ein ná tilgangi sínum, sem eru í nokkumveginn sam- ræmi við þau lög, sem rituð eru á hjörtu fólksins sjálfs, sem við þau á að búa. Br. T. EBsessBBmBammBimmmammmmm MAUSER fjár- og stórgripabyssur á kr. 20,00. Sport-rifflar kal. 22, með 60 cni. hlaupi á kr. 30,00. Super-X riffla og fjárbyssu skot eru 50% kraftmeiri en venjuleg skot. pað bezta er ódýrast. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR, Reykjavík. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Siinn.: KOL. Reykjavik. Siml 1933.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.