Tíminn - 11.09.1934, Síða 3

Tíminn - 11.09.1934, Síða 3
T I M I N N þeim aðallínum, sem hér eru markaðar, án nokkurrar skuld- binding-ar til að halda því úti lengur en fjárhagur blaðsins leyfir'K Ótíðin. Af Norður- og Austur- landi berast hvarvetna hinar al- \arl(>gustu fregnir um ástandið af völdum óþurkanna. Engir þurkar að verulegum notum síð- an snemma í júlímánuði. Allra tilfinnanlegast virðist þurkaleysið hafa verið í ‘ norðaustursveitun- fim, þ e. í Norður-þingeyjar- og Norður-Múlasýslu norðan til. Á Lunganesi og Austur-Sléttu, hafa a sumum bœjum engin hey náðst á þessu sumri, nema lítið eitt í votheysgryfjur, og fyrri sláttur af túnum talinn ónýtur að mestu. Kr þetta eitt hið allra versta ó- þurkasumar, í manna minnum á þessu svœði. Bráðabirgðalög um mjólkursöl- una. I gœr staðfesti konungur bráðabirgðalögin um mjólkursöl- una. H.efir aðalatriöa þeirra laga verið getið áður hér í blaðinu og eru lesendum blaðsins þvi vel kunn. Frá samning allra aðalat- riða mjólkurlaganna hefir verið gengið fyrir nokkru eins og skýrt var frá hér i blaðinu, en seinustu dagana hafa nokkur smáatriði \erið til athugunar og endanleg afgreiðsla þeirra því dregist þang- að tii nú. það má fullyrða, að þetta er langerfiðasta og vanda- « samasta málið, sem hin nýja stjórn hefir tekið til meðferðar. Má fyrst og fremst þakka það festu og samtiingalipurð forsætis- ráðherra, liversu vel hefir tekizt um afgreiðslu þess. Kveðjusamsæti var sr. Rögn- valdi Péturssyni og frú hans haldið i Oddfellowhöllinni í gær- kvöldi. Eru þau á förum héðan i kvöld. Spellvirki á þingvöllum. Ein- liverjir misyndismenn hafa fyrir skömmu brotið tvöfalda hliðið á þingvallagirðingunni. Hefir enn ekki hafzt upp á spellvirkjunum. En þeim, sem lesið hafa óhróður íhaldsblaðanna um friðunina á þingvöllum, eru auðskilin slík óbótaverk sem þessi. Skriða féll nýlega úr fjall- inu upp af Sauðanesvita. Skriðan er 200 metra breið sunnan við vitann, og einn til einn og hálfur metri á dýpt. Heyfengur er úti var ónýttist. Vitinn er óstarfhæf- ur eins og stendur. Svonefnt Her- konugil milli Engidals og Dala- bæjar, grófst svo niður, að það er talið fyrst um sinn ófært meö öllu. Bærinn Búrfell i Grímsnesi brann til kaldra kola nýlega. — Fólk var á engjum, þegar eldur- inn kom upp, nema ein stúlka og 2 börn. Gat hún komið boðum til fólksins og kom það ásamt fleira fólki á vettvang. en eldur- inn var það magnaður, að ekki varð við neitt ráðið. Talið er, að kviknað hafi út frá reykháf. Tjón- ið er mikið og tilfinnanlegt. Á Búrfelli búa tveir bræður, Páll og Halldór, Diðrikssynir. í Miklaholtsprestakalli fór frarn prestskosning fyrir stuttu siðan. þorsteinn L. Jónsson fékk 131 at- kvæði af 140 atkv. greiddum. Kosningin er lögmæt. Skólanefnd Reykjaskóla í Hrúta- firði hefir ráðið Jón Sigurðsson í Ystafelli skólastjóra næsta vet ur, en 1. kennara síra Jón Guðna- son á Prestsbakka. Er útlit fyrir að skólinn verði vel sóttur. Tvö námskeið hafa verið hald- in við Laugaskóla i sumar, fyrir böm á aldrinum 8—15 ára og hafa »ótt þau milli 50—60 nemend- ur. Námsgreinar voru: sund, iþróttir og útileikir. Kommylla. Nokkrir Vestur-ís- lendingar og menn hér heima hafa stofnað hlutafélag til að koma upp kornmyllu í Reykjavík og hafa þeir sr. Rögnvaldur Pét- ursson og Ragnar E. Kvar&n sótt um það til bæjarráðsins að fá land undir mylluna á heppilegum stað. Bæjarráðið hefir enga á- kvörðun tekiö um þetta enn, enda venjuiega seint að taka ákvarð- anir, þegar um aukna atvinnu- möguieika er að ræða. Skipulagsnefnd atvixuiuveg- anna liefir þegar hafið starf sitt. Viðfangsefni sínu hefir hún skift í sex aðalílokka: I. Landbúnað. II. Sjávarútveg. III. Iðnað. IV. Verzl- un. V. Flutninga og VI. Húsa byggingar. Hafa verið gei’ðar ráð- stafanir tii að afia' nauðsynlegra upplýsinga, viðkomandi hvem grein. Auk þess mun hún taka til meðferðar ýms smærri mál og er sennilegt að hún muni ieggja fram frv. um sum þeirra á næsta þingi. Steingrimur Steinþórsson liefir verið kosinn ritari nefndar- innar. Ríkarður kennir Færeyingjum iréskurð. í ágústmánuði siðastl. var lialdið kennaranámskeið í þórshöfn i Færeyjum og kenndi Rikarður Jónsson myndhöggvari þar tréskurð. Hann hafði 36 nem- endur. I Héraðsskólinn á Reykjum hefst fyrsta vetrardag og starfar í sex mánuði. Skólinri starfar í tveim deildum og er samskóli. Kennslugreínar: íslenzka, danska, enska, reikningur, saga, náttúrufræði, söngur, handavinna, sund og leikfimi. Skólahúsið er nýtt og gott, ágæt heimavistarherbergi og rúmgóðar kennslustofur. Allt er húsið hitað með hvera- hita. Innangengt í sundlaugina og leikfimishúsið. Formaður skólanefndar, Skúli Guðmundsson, kaupfélags- stjóri á Hvammstanga, tekur á móti umsóknum og gefur allar upplýsingar um skólann. Kj ö tverð Fyrst um sinn, frá og með 10. september þessa árs, er ákveðið að heildsöluverð til verzlana á nýju kjöti af dilkum, sauðum, veturgömlu fé og algeldum ám, skuli vera: Athuganir veðurstoíunnar. í ný- komnu mán.yfirliti Veðurst. seg- ir: í vor var róíufræi sáð frá 23. mai til 8. júní, að meðaltali 1. júni (12 stöðvar); hætt að gefa kúm frá 6. júni til 6. júlí, að með- aitali 15. júní (16 stöðvar), 11 dögum siðar en 5 ára meðaltai; geinlingar rúnir irá 9. til 26. júní, að meðaltali 16. júní (7 stöðvar), 6 dögum síðar en 5 ára meðaltal; ær rúnar frá 14. júní til 5. júlí, að meöaltali 27. júní (10 stöðvar), 3 dögum síðar en 5 ára meðaltal og túnasiáttur byrjaði írá 2. til 12. júli, áð meðaitali 8. júlí (16 stöðv- ar). Árbók Ferðafélagsins 1934 er nýkomin út Efni hennar er leið- arlýsing um þingeyjarsýslur. Eru þar lýsingar af ýmsum fegurstu stöðum landsins. Steindór Stein- dórsson náttúrufræðingur ritar um Mývatnssveit, og er ritgerð bans prýdd ágætum myndum. Hitt ritar dr. þorkell Jóhannesson. Er þar m. a. lýst hinum fögru sveitum, Kelduhverfi og Öxarfirði, í Norður-þingeyjarsýslu vestan- verðri. Mun margan fýsa að kanna þessar leiðir, eftir að hafa lesið um Ásbyrgi, Dettifoss, Jök- úlsárgljúfur, Hljóðakletta, Grettis- hæli o. fl. í ritgerð þessari, og þá eigi síður, er menn minnast þess, að á þessum stöðvum og um þær hefir þjóðskáldið mikla, Einar Benediktsson orkt ýms sín dýrðlegustu ljóð. Er þetta áreiðan- lega ein bezta árbókin, sem út hefir komið. En skaði er, og raun- ar óverjandi, að útgáfan skuli haía dregist þangað til nú, að sumarferðum er að mestu lokið. En ráð mun að tryggja sér ritið í tima. þvi að sennilega verður það uppgengið á næsta vori. Hef- ir svo fai'ið um sumar Árbækurn- ar, að þær eru nú lítt fáanlegar. Byrd bjargað. Tekizt hefir nú að ná heimskautakönnuðinum Byrd úr kofa þeim, er harm hafði vetr- arsetu 1. Sem kunnugt er, lagði Byrd af stað með leiðangur sinn til suðurheimskautsins í septem- ber í fyrra. Skyldu þar rannsök- uð og kortlögð áður órannsökuð svæði. í janúar settust þeir að í Iivalaflóanum, en þá var orðið of áliðið sumars, tii þess að hefja rannsóknir. Yfirgaf Byrd þá fé- laga sína, og bjóst þá einn til vetursetu í kofa, sem var 123 míl- ur frá höfuðstöðvunum. Ætíaði hann að gera veðurfræðilegar at- huganir yfir veturinn, og gerði ráð fyrir dvöl þar þram í septem- ber eða október. Er slik einvera mánuðum saman í heimskauta- myrkrinu ekki heiglum hent. 20. júli neyddist hann til að senda fé- lögum sínum skeyti, og biðja um lijálp. Brugðu þeir við óg gerðu út leiðangur. Mistókst hann og sömuleiðis annar, en í þriðja sinn var heppnin með, og 8. ágúst kom Byrd til félaga sinna aftur. Var liann þá orðinn lasburða, en kjarkurinn óbrotinn. Bækiu Halldórs Kiljans Laxncss á dönsku. í haust eru væntanleg- ar á dönsku bækur Halldórs Kilj- ans Laxness „þú vínviður hreini" og „Fuglinn í fjörunni". Gunnar Gunnarsson skáld hefir gert þýð- inguna og eiga þær á dönsku að bera nafnið „Salka Valka“. Bandaríkjastjóm hefir gert ráð- stafanir til þess að ríkið kaupi hey frá Canada, til að bæta úr Á 1. verðlagssvæði kr. 1,25 kgr. nema í Hafnarfirði, Reykjavík og Vm.eyjum 1,30 — A 2. verðlagssvæði kr. 1,20 — A 3. „ kr, 1,20 — A 4. „—„ kr. 1,20 Siglufirði . . . kr. 1,25 A 5. verðlagssvæði kr. 1,20 Norðfirði . . kr. 1,25 nema á Akureyri og uema á Seyðisfirði og Hámarksálagning í smásölu má hvergi vera meiri en 20% að meðaltali á hvern kropp. — Nefndin leggur ríka á- herzlu á, að álagning í smásölu á hverjum stað sé ekki meiri en brýn nauðsyn krefur. Reykjavík 8. sept. 1934. Kjötverðlagsnefndin. Dfralækningaáhöld íyrir bændur Bólusetningasprautur cem, 5 10 rumar með bóluefni í 10 kindur 20 — í nekkelhulstfi með 2 nálum Kr. 10,00 — 15,75 sprautan sjálf lau8 án nála Kr. 7,00 — 8,75 Bólusetningarsprautur, 5 ccm, rúma bóluefni í 10 kindur, . með fingurfangi, í nikkeleruðum stokk, með 2 nálum .. .. kr. 15.50 Sama, án stokks og án nála......................... • • — 12.00 Lausar nálar.. .. frá kr. 9.75 Doðasprautur........kr. 12.00 Mjólkurstílar .. .. á — 1.50 Geldingatengur, Burdizzo. Tetraklórkolefnl á 1 líters ilátum.....................kr. 5.00 Sama, á Vz líters ilátum..............................\ — 2.75 Allar þessar tegundir verða sendar gegn eítirkröfu hverjum sem óskar. Skrifið okkur hvaða tegundir þér þurfið og greinl- legt nafn yðar og hetmkynni. — Utanáskrlft okkar er: Laugavegs Apótek, Reykjavík. hinum tilfinnanlega fóðurskorti, sem horfur eru á meðal bænda vegna þess tjóns, er þurkarnir hafa valdið í Bandaríkjunum í sumar. Úrkoma í Júlí. Samlcv. mánað- aryfirliti Veðurstofunnar fyrir júlí síðastl. hefir úrkoman verið 20% yfir meðallag á öllu landinu. ’ Mest var ltún mæld á Hrauni ) ‘ Fljótum 312% yfir meðallag. Rigningar voru miklu meiri norð- anlands, en austan. Alltaf pláss í Kreppulánasjóðil þegar „einkafyrirtækið'* hafði fengið reynslu fyrir því, að Árni þórðarson myndi vera ónothæfur ( til þess að vera ritstjóri Fram- sóknar, var hann látinn fara. í þess stað var hann látinn koma í Kreppulánasjóð og taka laun þar En þar hefir virzt óþrjótandi pláss fyrir alla gæðinga „einka- fyrirtækisins". Nýr skattstjóri. Fjármálaráð- herra hefir sett Halldór Sigfússon ondurskoðanda til að vera skatt- stjóra í Reykjavik. Halldór hefir áður gegnt varaskattstjórastörf- nm. Gistlhúslnu á Laugarvatuf var lokað um fyrri helgi. Gestir hafa verið þar með mesta móti í sum- ar. — Laugarvatnsskóla hafa bor- ist 200 umsóknir, en skólinn get- ur ekki tekið nema 130 nemendur. Lumaperumar, sem samvinnu- félögin sænsku búa til í hinum myndarlegu verksmiðjum sínum við Stockholm, eru nú nýkomnar hér á markaðinn og fást í Kaup- félagi Reykjavíkur. Eru þær bæði sérstaklega vandaðar og ódýrar eins og flestar þær vörur er sænsku samvinnufélögin fram- leiða. Atviunuleysi í kaupstöðum. 1. ágúst síðastl. voru skráðir 33 at- vinnuleysingjar á Seyðisfirði og 31 á ísafirði. Á Akureyri, Siglu- firði og í Vestmannaeyjum mun skráning ekki hafa farið fram. I Réykjavík voru 390 atvinnuleys- ingjar. Viðskiptajöfnuður í júlllok. — Verðmæti útflutningsins í júlílok nam 19.7 milj. kr., en verðmæti innflutningsins 28.2 milj. kr. Hall- inn á verzlunarjöfnuðinum hefir því verið þá 8% milj. kr. Út- flutningurinn á þessum tíma hef- ir verið svipaður og í fyrra, en innflutningurinn 32% meiri. Ásgeir Einarsson hefir verið skipaður dýralæknir í Austfirð- ingafjórðungi. Kaupfélag Revkjavíkur selur allskouar nýlenduvörur, kryddvör- ur, hreinlætisvörur, snyrtivörur, tóbaksvör- ur, sælgæti o. m. fl. Brauðgerð kaupfélagsins selur í heildsölu tvlbökur, kringlur og skonrok Góðar vörur. Sanngjarnt verð Samvinnumenn hvaðanæfa af landinu! Látið Kaupfélag- Reykjavíkur sitja fyr- ir viðskiptum yðar, þegar þér komið til Reykjavíkur Kaupfélag Reykjavíkur Bankastræti 2 Sími 1245 Rit Steingríms Thorsteinssonar, sem undirritaBur hefur gefið út, sel eg framvegis fyrir 10 krónur, ef keypt eru öll i einu, og’ sent burðarg'jalds- fritt á næstu höfn við pantanda eða þangað sem hægt er að senda pakka með bilum. Bækurnar eru þessar: Ljóðabók I, m. mynd. Ljóðabók II, m. mynd. Sawitri, saga m. mynd. Sakúntnla, saga. Æfintýrabókin. Sugu frá Sandhólabygðinni, eftir H: C. And- ersen. R.H. ríma. Sagan af Trölla- Elínu og Glensbúðlr og Sankti Pétnr. Sagan af Kulaf og keisaradóttnrinni kínversku. AIls tæpar 1000 bls. prent- aðar á góðan pappir, innheftar í sterka kápu. Nú á einhver, sem vildi eign- ast þessar bækur, eina þeirra eða fleiri. Getur þá sami getið þess viö pöntun og fengið eina eða fleiri af eftirtöld- um bókum i stað þeirra, sem hann á: Æflntýri Islendings, Heiin er hanstar og nokkrar smásögnr aðrar, eða af eldri árgöngum Rökknrs, eftir sam- komulagi og eftir því hve mörg af ritum Stgr. Thorsteinssonar eru und- anskílin. Pantanir sendlst fyrir i. okt. Bókaversluu Kirkjnstr. 4, Reykjavík (Axel Thorsteinson) Opin 4-6 virka daga. Pósthólf 956. Heyskapnrinu og komandi vetur Framh. af 1. síðu. erii víða í ár, er ekki að undra þó menn óttist um afraksturinn og að vanhöldin á búfénu verði mikil á komanda ári. En við því mega bændur illa nú, eins og allt er í pottinn búið. Því er alveg nauðsynlegt að reyna nú í haust að gera það sem mögulegt er til að hafa áhrif á það, að vanhöldin verði sem minnst. Mest koma vanhöld og afurðamiss- ir á búfénu fram á sauðfénu og’ í lágri nyt hjá kúnum. Ýmislegt má nú gera af hverjum einstök- um til að reyna að draga úr vanhöldunum á sauðfénu, og skal ég reyna að minna á | nokkuð af því, ef ske mætti, að einhver | gleymdi því þá síður. j Fyrst vil ég þá benda á það, að í haust j er sérstök ástæða til að setja nú ekki á vetur gamalær, sem aldi'ei er hægt að fóðra nema með dekri og aukakostnaði, en ó- mögulegt er að fóðra á hrakningi. Allar þær kindur, sem menn hafa hugmynd um að vangæfar muni reynast í fóðri, á að (irepa í haust á þeim svæðum landsins, sem lieyin eru mest hrakin á. Nú er það að vísu svo, að ærkjöt er í lágu verði og raunar varla seljanlegt, en þá er að reyna að nota það sem fóður, t. d. handa kúm, með hrökt- um töðum. Þarf þá að gefa það soðið. Kýr eru nokkuð vangæfar á að læra á því átið, en það gengur, og það er sæmilegur fóður- bætir. Handa refunum er það tilvalið og sjálfsagt, sérstaklega þar sem ekki er um að ræða hrossakjöt, eins og er í stórum hlutum af landinu. 1 öðru lagi vil ég benda á það, að þó allt- af ríði mikið á því að láta féð halda heils- unni, þá ríður aldrei meira á því en nú, því allar veilur, sem til staðar eru í fénu, koma miklu fremur fram í vetur, er hröktu heyin eru gefin, en á venjulegum tímum með skaplegu fóðri. Vegna þessa eiga menn almennt að hreinsa ormana úr meltingarfærum fjárins í haust og það verður ekki betur gert með

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.