Tíminn - 26.10.1934, Qupperneq 1

Tíminn - 26.10.1934, Qupperneq 1
©faíbbagi 6io6ð!n» •« I. fúnl. 3&*fl«nsnrton (estot 10 (b J2^fgteit>sía ®fl tnnt>CÍRita ó íaugaoeg fO. Ginrf 2353 - Péet^tf 931 48. blað. Reykjavík, 26. október 1934. XVm. árg. Hugleiðingar um afvinnumál Eftir Guðjón Samúelsson húsameistara ríkisins Barátta þjóðar vorrar er háð um atvinnu, eins og x öðnim löndum. Þessi barátta hefir harðn. að mjög á síðasta mannsaldri, og liggja til þess margar orsakir. Ein er sú, að á síðari tímum Uefir verið stríður straumur fólks úr sveitunuml í kaupstað- ina, og þá einkum til Reykjavík- ur. Miklu færri íslendingar lifa ílú af landbúnaði en áður, og sýna hagskýrslur glögglega hversu hlutföll þessi hafa rask- azt á síðari árum. önnur höfuð- ástæða er sú, hve kröfur þjóðar vorrar til lífsþæginda hafa vaxið á síðasta mannsaldri. Nú keppa allir eftir, bæði í sveitum og kaupstöðum, að verða aðnjótandi þæginda rafmagns til lýsingar og hitunar, ef unnt er. Margar breytingar hafa og orðið á hög- um þjóðarinnar. Símar eru lagðir um land allt, útvarpstæki munu eftir nokkur ár verða komin á hvert heimili á landinu. Kvik- myndahús 1 kaupstöðum, skemmt- anir og mörg önnur útgjöld hafa bæzt við á síðasta mannsaldri, sem áður voru ókunn. Þá hefir og ferðalöngun fólks vaxið. Allt er á férð og flugi. Nú er talið sjálfsagt fyrir hvern viimandi mann að fá sitt sumarleyfi, og er því venjulega varið til ferða- laga. Margir Islendingar ferðast á hverju ári til útlanda. Ef öll þessi atriði væru athuguð vand- lega og til væru hagskýrslur, er sýndu þennan árlega kostnað á hvem einstakling þjóðarinnar, mætti sanna, hve útgjöld hvers Islendings hefðu vaxið á síðasta mannsaldri. í kjölfar þessara auknu lífsþæginda hafa farið auknar lífskröfur, sem eðlilegt er, og samtök vinnandi stétta í landinu. Nú mætti ætla, að auð- velt væri á landi, sem nær yfir 100,000 ferkílómetra, og telur að- eins rúm 100,000 manna, að koma atvirmumálum þjóðarinnarí það horf, að enginn atvinnu- skortur væri, þar sem vitanlegt er, að á íslandi er nóg landrými fyrir margfalt fleiri menn en þar búa, nægilegt land í sveitum til nýbýla og fiskauðugustu mið kringum strendur landsins. Hagur heildarinnar verður vit- anlega að sitja í fyrirrúmi fyrir hag einstaklingsins, og út frá því sjónarmiði verður stundum að gera ráðstafanir, er einstakl- ingum kann að þykja miður, en verða allri þjóðinni til blessunar. Aðalatvinnuvegir þjóðarinnar eru, eins og kunnugt er, landbún- aður og fiskiveiðar og í seinni tíð nokkur iðnaður. En þar sem hann er tiltölulega nýr og lítt þroskaður, mún ég fyrst beina hug mínum að landbúnaði og at- huga, hvort ekki sé xmnt í sam- bandi við hann að benda á atriði, er megi verða honum til bóta. Ég mun ekki að þessu sinni taka til athuguixar sjávarútvegs- mál, enda er landbúnaðurinn einn ærið viðfangsefni. En áður en ég sný huga mínum að vanda- málum sveitabúskaparins, ætla ég að i-æða eitt mikilsveort mál, atvinnuleysið og mun ég því skifita ritgerð þessari í 2 kafla: 1. At- vinnuleysið. 2. Sveitabúskapur. I. Aivinnuleysið Eins og öllum er ljóst, er at- vinnuleysi Islendinga háð breyt- ingum árstíðanna. Á sumtín er venjulega næg atvinna fyrir ís- lendinga, hvort sem er í sveit eða til sjávar, og eins hefir sjáv- arútvegurinn, og þó einkum tog- araútgerðin og vélbátaútgerðin, aukið mjög atvinnu landsmanna síðara hluta vetrar, frá því í því ailskostar ólík skilyrði fyrir vinnu. Hygg ég því, að hér á landi vei-ði að koma því á, að verkalýðurinn flytji úr einum stað í annan á mismxmandi árs- tíðum, þar sem vinna er mest og hagfelldust á hverjum tíma. Vil ég nú leyfa mér að benda á tvö atriði, sem gætu stuðlað að lausn þessara mála, jarðeplarækt og saltvixmslu. A. Jarðeplarækt. Ég hygg að hver kaupstaður, hvert kauptún og hver sambyggð í sveitum ætti að koma því þann- Islandi fari stórum vaxandi, enda ber að keppa að því marki, að engin jarðepli flytjist til landsins, og þegar jai’ðeplaræktunin er komin í viðunandi horf, ber að banna með lögum innílutning. allra jarðepla. Samkvæmt verzl- unarskýrslum voru jarðepli flutt inn til Islands 1932 fyrir krónur 357,758,00, og ber að spara þenna skilding. En með aukinni jarð- eplarækt á einstökum stöðum í landinu er þó elcki ráðin bót á því, að nægilegt sé til af jarð- j eplum á öllu landinu, einkum í Reykjavík. Ber því að nota þá staði á landinu, sem einkum eru hæfir til jarðeplaræktar, til auk- innar framleiðslu og sölu á Reykjavíkurmarkaði, eða annars- staðar, þar sem þess gerist þörf. En eins og þessum málum nú hag- ar, virðist þetta lítt gerlegt. Ef t. d. jarðepli væru flutt frá Horna- firði, sem mun vera eitt bezta Sýnishorn af hngsanlegu nýbýlaskipnlagi við Ölfusá. — Á uppdrættinuni sézt, hvert landsvæði, af ræktuðu og órækfuðu landi, er ætlað hverju sambýli, ásamt skýringum um áætlaða býlatölu og mannfjölda. Enn- frernur sjást á uppdrættinum rafmagnslínur frá hlnni væntanlegu Sogssföð. Aðalskiptistöð við Ölfusá. — Eins og menn sjá, er gert ráð fyrir þrem sambýlum undir Ingólfsfjalli. Að vestan ein byggð með 30 býlum, að austan ein byggð með 30 býlum, að sunnan tvær byggðir, önnur með 30 og hin með 15 býlum. — Linur sýna landamerki mllll búenda. febrúar og fram í maí, f Reykja- vík og nálægum verstöðvum. En á haustin, og einkum vetrarmán- uðina fram yfir nýár, hefir at- vinnuleysi magnazt mikið á síð- ari árum, og er af þessu ljóst, að æskilegt væri að geta skift atvinnunni því sem næst jafnt yfir allt árið. Eins og nú horfir við, tel ég nauðsynlegt að auka sumpart þær atvinnugrein- ir, sem fyrir eru, og sumpart skapa nýjar atvinnugreinir, til þess að ná þessum atvinnujöfn- uði yfir allt árið. Þessi verkefni verðta æ erfiðari mleð hverju ári sem líður, þar eð 1500 manns bætast við árlega, sem sjá þarf fyrir atvinnu í landinu. Eins og nú er ástatt má segja að við högum vinnuframkvæmd- um okkar á sama hátt eða svip- aðan og í þéttbýli annara landa, þar sem segja má, að hverjum só skipaður sinn bás og fáir bás- ar eða engir auðir. I öðniml lönd- um er hver landskiki ræktaður og olbogarúm því lítið, en land vort er enn að mestu ónumið og ig fyrir, að láta afmarka að minnsta kosti eins stórt svæði og nauðsynlegt er, til þess að fá nægilega jarðeplauppskeru. Þetta jarðeplasvæði ætti að verá sam- eiginlegt og standa undir opin- beru eftirliti kaupstaða- eða sveitastjóma, og á hver búandi eða kaupstaðarbúi að geta fengið eins stóra skák og hann treystir sér til að rækta. En ef um at- vinnuleysi er að ræða í viðkom- andi kaupstað, er hægt að láta atvinnuleysingja vinna að aukinni jarðeplarækt á hverjum stað. Þegar búið er að afmarka jarðeplasvæði til ræktunar, skal nota sameiginleg stóriðjuáhöld til plægingar landsvæðisins, og til lúningar, þegar þar að kemur, til þæginda fyrir hvem einstakan. Áhöld þessi skal viðkomandi sveitarfélag eða kaupstaður eiga. Hver jarðeplaræktandi skal svara gjaldi fyrir plæging og lúning, er fer fram með þessum vélum, í hlutfalli við stærð landskákar sinnar. Með þessu er vitanlega gert ráð fyrir, að jarðeplarækt á j arðeplaræktarsvæði landsins, til Reykjavíkur, kostar sá flutning- ur nú, ásamt uppskipunargjaldi kr. 31.00 á smálest, en flutningur á jarðeplum frá Noregi til Reykjavíkur kostar ekki nema 16—17 kr. á smálest. Hér verður því aðstoð ríkisstjómariimar að koma til, er fyrirskipi, að flutn- ingur á þessari einu matvælateg- und verði svo ódýr, að ekki fari fram úr flutningskostnaði t. d. frá Noregi til Reykjavíkur. — Sti’andferðaskip ríkissjóðs, sem eru á sífelldu flakki fram með ströndum landsins, hafa • venju- legast nægilegt rúm til slíkra flutninga, enda mætti skipa svo fyrir, að í hvert skifti, sem farm- rúm er afgangs, mætti nota það til jarðeplaflutninga með mjög niðursettu farmgjaldi. Aukin jarðeplarækt á nefnilega að gera meira gagn en að fúllnægja nú- verandi jarðeplaþörf landsmanna, og skal ég nú víkja að því. Svo- nefnt jarðeplamél er nú flutt inn í landið fyrir nokkra tugi þús- unda króna árlega (1932 fyrir 46.000 kr.) og' má spara sér þessa upphæð, því að galdurinn er ekki meiri en það, að þurka jarðeplin vel og mylja þau og sía. — Væri sjálfsagt að koma upp stórfelldri jarðeplarækt til þess að gera úr jarðeplamél á lieitum stað, t. d. Reykhóíum, þar er afargott jarðeplaland. Og stórvægilegur þáttur við mél- gerðina er hitinn. Einnig má nota jarðeplamél til allskonar kökugerðar, í staðinn fyrir hveiti, og spara þannig innflutning á Því. (Má um þetta lesa í riturn þeirra Bjöms í Sauðlauksdal, jux’tagarðsbók Eggerts ólafsson- ar og- bókinni Bökun í heimahús- um, eftir frk. Helgu Sigurðar- dóttur). Hveitiinnflutningur til landsins nam 1932 kr. 1,076,270,00 eða rúmri miljón ki’óna, og virðist því vera mögulegt að spara nokk- urn hluta þessarar upphæðar, en einnig ber að rannsaka, að hve miklu leyti jarðepli eða jarð- eplamél geti komið í staðinn fyrir kom eða hveititegundir, og þyx-fti að gera efnalega rannsókn á þessu í sambandi við almennar matvælarannsóknir. Ég hygg að spara mætti hveitiinnflutning fyrir álitlega fúlgu árlega, og að koma mætti þessu í fram- kvæmd á næstu 3 árum. Stjóm- in ætti að íela einum manni að hafa fi-amkvæmdir í þessu málí. Hann ætti að ferðast um landið, úr einu byggðarlagi í annað, til þess að vekja áhuga á jarðepla- rækt og rannsaka, hve mikil jarðeplaþörf væri á hverjum stað, en aukin ræktun einstakl- ingsins myndi draga mjög úr innflutningi. En auk þess er jarðeplaræktun tilvahn atvinnu- bótavinna, þar eð tilkostnaður ut- an vinnuaflsins er tiltölulega lít- ill. í sambandi við aukna jarðepla- rækt ber vitanlega að auka alla kálmetisrækt, sem er enn á byrj- unarstigi hjá oss. Einkum ber að auka ræktun þeirra tegunda, er hér þrífast bezt, eins og salat, gx-ænkál og spínat, er þroskast alstaðar á landinu. En viðast- hvar má einnig rækta blómkál og hvítkál. En aukin ræktun kálteg- unda myndi draga úr innflutn- ingi þeirra og jafnvel erlendrar mjölvöru. Alla vinnu við kálrækt má hafa í hjáverkum, en allmik- ið af káli má selja í bæjunum, og getur orðið góð búbót að þessu. En vitanlega þarf að kenna þjóðixmi að rækta kálteg- undir og mætti gera það á þann hátt, að umferðakennari færi um sveitir landsins, og væri slíkt fyrirkomulag sennilega betra, heldur en að koma á sameigin- legri kennslu í kaupstöðum eða annarsstaðar. Með þessari auknu jarðepla- rækt (og garðrækt), er hér hefir verið minnzt á, mætti bæta mjög úr atvinnuleysi manna yfir vor- tímann og hausttímann. Allt er undir því komið, að skipuleggja þessa vinnu (sáningartímann og uppskerutímann) á réttan hátt, og væi’i það ekki ofvaxið einum eða tveimur mönnum, er færu eftir ákveðinni vinnustefnu. Sumartíminn er mesti axma- tími þjóðarinnar, og ætti þvi að vera óþarfi að benda á nýjar leið- ir til atvinnu um sumarmánuðina, þó að hinsvegar megi gera breyt- ingar á sumaryinnumii, einkum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.