Tíminn - 26.10.1934, Síða 3
T I M I N N
185
mestu um val lands til sambýla.
Efnafræðina verður því að taka
í þjónustu landbúnaðarins, því að
hún getur leyst úr mörgum
vandamálum um gróður og jarð-
veg, áburð og fóður, er bændun-
um er lífsskilyrði að vita um. Hin
fyrirhugaða atvinnudeild háskól-
ans hefir hér merkilegt verkefni
að fást við, og hljóta slíkar rann-
sóknir að verða öldum og óbom-
um að ómetanlegu gagni í fram-
tíðinni. Benda má t. d. á það í
þessu sambandi, að fitumagn
mjólkur og mjólkurmagn er mjög
mismunandi í ýmsum sveitum
landsins. Nythæð kúa hér á landi
er svo misjöfn, að hún er á milli
1800 og 5000 kg. yfir árið, og
fituprósentan milli 2,8 og 5,0 eða
vel það (samkvæmt upplýsingum
Páls Zophoníassonar alþm.).
4) Athuga verður, hvort auð-
velt sé að ná í drykkjarvatn, þar
sem sambýli verður sett.
5) Loks verður að setja sam-
býli eða hverfi með tilliti til
landslags, veðráttu o. s. frv.
Ég' hefi þá drepið á þau helztu
atriði, er hljóta að ráða, þegar
valin verða landsvæði til sam-
býla og nýræktar. Það er verk»
efni þeirrar nefndar, er Verður
falið að ákveða sambýlasvæðið,
að rannsaka þessi atriði eins ítar-
lega og unnt er, áður en hafizt
verður handa.
Skal ég nú þessu næst lýsa því,
hvemig ég hefi hugsað mer fyrir-
komulag sambýlanna.
Fyrirkomulag sambýla.
Gerum nú ráð fyrir að nefnd
sú, er áður hefir verið um getið,
hafi komið sér saman um land-
svæði, er hún telur heppilegt til
stofnunar sambýlis, eins eða
fleiri, og fullnægi þeim kröfum,
sem lög um þessi efni setja. Ger-
um ennfremur ráð fyrir, að slíkt
sambýli eða sveitaþorp nái yfir 10
—40 bæi, er allir liggi saman, eða
því sem næst. Er þá augljóst, að
margar eru sameiginlegar þarfir
slíks sambýlis, og liggur í aug-
um uppi, að unnt er að spara all-
mikið fé, ef litið er á hag alls
sambýlisins í heild. Fyrst verður
að ákveða stærð eða landrými
hvers bæjar í sambýlinu og hafa
það svo rúmt, að hver meðalbóndi
geti lifað sæmilegu lífi af afkomu
jarðarinnar, og ennfremur verður
að gjöra ráð fyrir því, að hver
bóndi geti fært út landsvæði sitt,
ef svo til hagar, og honum vex
svo fiskur um hrygg, að haxm
óskar að stækka bú sitt. Þar sem
næstum allt land nýs sambýlis
(10/ie) verður plægt og unnið
fyrir sameiginlegan reikning,
verður að gera ráð fyrir þvi, að ef
um stækkun landsvæðis einhvers
búanda er að ræða, er tímar líða
fram, verður vitanlega viðkom-
andi bóndi að sjá um,1 þessa
stækkun fyrir eigin kostnað á
sínu óræktaða landi.
En hve stórt á nú hvert bú í
sambýlinu að vera? Þar sem gera
verður ráð fyrir að bóndinn lifi
svo að segja eingöngu á ræktuðu
landi, og rányrkja öll hverfi
smámsaman, má ætla, að hverju
búi fyrir 5 mánna heimili með
núverandi mjólkurverði, nægi 10
kýr, (miðað við 2500 1. á kú á
ári), en ræktað land fyrir 10 kýr
má telja 10 hektara. Gera verð-
ur þó ráð fyrir óræktuðu landi á
hverju búi, til hagagöngu m. a.,
og tel ég 6 hektara hæfilega til
þess. Hvert bú yrði þá að stærð
16 hektarar. öllu þessu landi yrði
skift jáfnt niður og það ræktað
sameiginlega, sem rækta skal
(300 ha.) með stóriðjuvélum, og
yrði vitanlega mikill spamaður
við það að taka svo stórt land í
einu til ræktunar með stóriðju-
vélum, sem einstakur búandi ann-
ars gæti ekki ráðist í- Öll sam-
byggð er miðuð við það að koma
á eins miklum sparnaði við hin
einstöku bú og unnt er, ekki að-
eins í stofnkostnaði, heldur einn-
ig í rekstri. Allverulegur þáttur í
stofnkostnaði og rekstri þessara
búa eru allir að- og fráflutning-
ar. Verður því að gera sameigin-
legan akveg fyrir öll búin, ef
þau liggja ekki fram með þjóð-
braut, og ef um fleiri sambýli er
að ræða, að gera akveginn milli
þeirra sem styztan og í sem
beztu og auðveldustu sambandi
2. hæðar eru úr steypublöndu
1 -.31/2:6, en loft yfir 1. hæð úr
jámbentri steypu 1:2:3.
Ge.vmslukjallari bustaður út að
innan, svo og veggir og loft að
fjósi á 1. hæð og útveggir 2.
liæðar, en á útveggi beggja hæða
komi tjörulag áður en torf er
sett innan á veggina- Veggir og
loft mjólkurhúss, snyrtingu og
forstofu á 1. hæð skal fínhúðast.
Utanhúss skal öll steypa burst-
uð út og roðin sementsvatni, en
karmar steyptir í útveggi.
Slitlag úr blöndu l:\Vz sé á
öllum' gólfum 1. hæðar, nema í
básum, þar sé torf eða tré.
Þak úr timbri, klætt 1” borð-
um, bikpappa og bámjárni, yfir
íbúðinni, en jám á rimlum yfir
.UTI ÆAM»YI-I 1 6VSIT
þvagþró sameiginleg, og er ætl-
azt til að það taki við öllum öðr-
um saur frá húsinu. Síðan er
gert ráð fyrir að dæla því úr
kjallaranum. Þess utan er í kjail-
aranum geymsla fyrir garðá-
vexti etc.
Á 1. hæð er fjósið, ásamt
mjólkurhúsi, ræstingarklefa 0 g
stigauppgangi. A 2, hæð íbúð
bónda.
Til hliðar þessu húsi, en áfast
því, er hlöðubyggingin. Nær
hún gegnum kjallara og báðar
hæðir. Þessutan er gert ráð fyr-
ir viðbyggðum húsum til beggja
enda, er rúmi sameiginlegt kæli-
hús, bílskúr, mjólkurvélar, hey-
vinnuvélar og önnur tæki er bú-
unum tilheyra.
rRAHNUJft
Hlntl af sambýll 1 svelt.
Eísta mynd: Framhllð tveggja ibúða. Gluggasvæðið er ibúð (uppi) og fjós (nlðri). par undir haughús. —
Gluggalausu svæðin eru hlöður, og lága húsið frystihús.
Önnur mynd að ofan: 2. hæð, grunnmynd. í ibúðinni eru: t efri rðð tvö svefnherbergi og eldhús með búri
og geymslu. í neðri röð: HJónaherbergi, baðstoía og forstofa. t forstofu eru klæðaskópar og salemi.
priðja mynd að ofan: 1, hæð, grunnmynd. Par sózt fjósið, sem er nndir ibúðinni og ætlað fyrir 10 kýr og 2
vetrnnga eða kálía. par til hægri að ofan er mjölkurhús, þá klefi tll að hafa fataskipti, og er i honnmþvotta-
skál og steypibað. Lengst til hægri á þessarl mynd sézt tnnréttlng frystihússins.
Neðsta mynd: par sézt haughús, undir fjósi, og til hltðar vlð það geymsla, sem gengið er i úr anddyri 1.
hæðar, eins og menn sjá ó myndunum, gengur hlaðan gegnnm báðar hæðlx og kjallara.
:tia myndin tll vinstri sýnlr þverskurð af húsL
við þjóðvegakerfi landsins, ef
þess gerist þörf að leggja veg
út að þjóðvegi. Gera verður ráð
fyrir ýmsum sameiginlegum
leiðslum til slíkra sambyggða,
einkum vatns, rafmagns og síxna,
0g hitaleiðslum, heits vatns eða
gufu, þar sem því er að skifta.
Einkum verður að gæta þess ura
alla rafmagnsleiðslu, og leiðslu
heits vatns og gufu, að sjá svo
um, að leiðslan verði sem styzt
og í sem nánustu sambandi við
magngjafann.
öll hús á jörðunni verður að
reisa þannig, að þau verði sem
ódýrust, og virðist því sjálfsagt,
að hverfa að því ráði, að gera
uppdrætti að sveitabæjum af
einni og sömu gerð. Er enginn
efi á því, að með slíku fyrir-
komulagi er unnt að spara afar-
mildð af byggingarkostnaði
hvers húss. Hefi ég hugsað mér
eftirfarandi gerð af sveitabæ í
sambýli:
Kjallari allur er steyptur þann-
ig: Undirstöður úr blöndu1 1:4:7
með grjóti til helminga, gólf og
veggir úr blöndu 1:3:5, með
grjóti í veggjum að V12 hluta
eða svo, 0g þéttiefni í þvervegg
að geymslu. Loft yfir kjallara
úr jámbentri steypu, 1:2:3.
Veggir 1. hæðar og útveggir
lilöðunni.
Innveggir allir á 2. hæð og
veggur um anddyri og fjósinn-
gang í hlöðu séu úr timbri, en t
íbúðinni séu allir veggir þiljaðir
krossvið, en loftið sé panejierað,
strigaklætt og veggfóðrað.
Tvöfalt reiðingstorf sé sett iim-
an á alla útveggi 1. og 2. hæðar,
og í þverveggi að íbúðinni en tvö-
falt torflag á panelloft íbúðariim-
ar, en einfalt á þverveggi að fjósi
ig hlöðu. Lyktarlaus bikpappi sé i
undir rimlum þeim, er loftinu er |
fest með, að fjósi.
Gólf í íbúð sé bitaloft með
bikpappa og gólfborðum, á bik-
pappinn að verja lykt og raka.
Þessi aðferð er notuð til þess að
fá rneiri hlýju úr fjósinu.
Aðrir einstakir hlutar bygging-
arinnar verða gerðir sem venja
er til.
Milligerðir og jötur í fjósi séu
úr timbri. Allt timbur í fjósi sé
borið Coprinol til þess að verj-
ast fúa.
Lýsing og hitun sé með raf-
magni.
! eldhúsi sé vaskur og vatns-
leiðsla, sem og í ræstingarklefa,
enda séu þar steypibaðtæki. Sal-
emi sé á íbúðarhæðinni.
Fyrirkomulag hússins er þann-
ig: í kjallara er haughús og
Byggíngarkostnaður fyrir hvem
búanda er áætlaður 15500 krón-
ur, og hluttækur kostnaður í
sameiginlegu geymsluhúsi og
frystihúsi er áætlaður 500 krón-
ur.
Allvenxlegur þáttur í rekstri
búa í sambýli verður rafmagns-
notkun og hitaveita, þar sem
henni verður við komið. Er því
sjálfsögð krafa, að reisa sambýli
aðeins þar, sem nægilegt raf-
magn fæst, bæði til hitunar og
Iýsingar. En rafmagnið er dýrt
og tel ég nægilegt að reikna það
svo, að dugi í 7° frosti, en þá
fáu frostdaga, sem fara fram úr
þessum kulda, skal að auki nota
þar til gerða litla upphitunarvél.
Gert er ráð fyrir að öll rán-
yrkja hveríi og landrými hvers
bús því tiltölulega takmarkað.
En auk grasræktar getur bónd-
inn, með vinnu sinni einni, komið
á allskonar garðrækt (jarðepli,
rófur, allskonar káltegundir).
Rafmagnsnotkun verður að sjálf-
sögðu mest á vetuma. En þar eð
hver búandi mun verða að kaupa
ákveðixm kw. fjölda á ári, getur
bóndinn notað rafmagn til alls-
konar véla á sumrin, einnig til
garði-æktar á vorin og sumrin,
og verður þá að koma fyrir leiðsl-
um á heppilegum stöðum í jörð-
inni með þetta fyrir augum. í
Noregi og sérstaklega í Finn-
landi og Þýzkaiandi, hafa t. d.
verið gerðar tih-aunir með raf-
magnsleiðslur til þess að flýta
fyrir gróðri, og mun hafa tekizt
að fá uppskeru tveim mánuðum
á undan venjulegum tíma, á
þenna hátt, og hygg ég, að hér
ætti einnig að gera tilraunir í
þessa átt. Sama er að segja um
hitaleiðslur, þar sem svo hagar,
að koma skal þeim fyrir einnig
til garðræktar.
Enn einn kost sambýlis má
telja það, að hafa einn sameigin-
legan síma. Nú er svo varið, að
hver sveitabær keppir að því að
íá sinn eigin síma, og er það
einnig nauðsynlegt vegna hinna
miklu fjarlægða milli bæja. En
slíkir símar eru dýrir. Ríkissjóð-
ur greiðir nú 3/5 kostnaðar við
sveitasíma, en viðkomandi sveit-
arfélag eða bær V5. Meðalkostn-
aður við lagning sveitasíma er nú
650 kr. (skv. upplýsingum land-
símastjóra), en ef 30 bæir ættu
hver fyrir sig að leggja síma á
sitt heimili, yrði sá kostnaður
samtals kr. 19.500. Sambýh get-
ur aftur á móti komizt af með
einn síma, og mýndi þá sparast
á símalagningarkostnaði sambýl-
is kr. 18.850, miöað við símalagn-
ingu á 30 dreifða bæi.
í sambýli ætlast ég til að reist
sé sameiginlegt frystihús fyrir
alla bændurna. í frystihúsinu
verður komið fyiir frystivélum,
er knúðar verða rafmagni, og ætti
það ekki að valda neinum kostn-
aði, því að vélar þessar má
knýja með rafmagni því, er ekki
þarí að nota ýmsa hluta dagsins,
t. d. að næturlagi. Á þennan hátt
fengju bændumir allt árið nýtt
kjöt og nýjan fisk og gætu því
losnað alveg við saltmetið. Tel
ég þetta atriði afarþýðingarmikið
fyrir heilsu þjóðarinnar, því að
enginn vafi er á því, að saltmetis-
át Islendinga er óholt. Ég átti
tal' um þetta rnál fyrir öríáum
árum við einhvern frægasta lækni
Evrópu (próf. Rosin í Berlín) og
kvað hann það vera álit sitt, að
íslendingar væru að úrkynjast og
taldi hann eina aðalorsök þess
vera, að íslendingar neyttu of
mjög gamallar, saltaðrar fæðu.
Af sameiginlegum vélum til
uotkunar á sambýli vil ég minn-
ast á heyþurkunarvél, knúða raf-
mágni. Þar sem slík heyþurkun-
arvél er svo dýr, að eitt bú gæti
ekki veitt sér hana, getur orðið
stói-kostlegt gagn að henni í sam-
býli. Tilraunir hafa nú staðið
yfir með slíkar vélar erlendis, og
ef tekst að nota þær við íslenzk-
an landbúnað, án of mikils kostn-
aðár fyrir hvert býli, er ráðin
bót á mestu örðugleikum sveitar
búskapai- á íslandi.
Af öðrum vélum má nefna
sláttuvél, er rekin sé með hreyfli,
og mun sú sláttuvél á örstuttum
tíma geta slegið allt hey í sam-
býli, en ógemingur er fyrir hvern
einstakan bónda að eignast slíka
vél. Verð slíkrar vélar mun vera
um 4000 kr. Þá koma og enn til
greina rakstrarvélar, mjöltunar-
vélar og vélar til þess að lyfta
upp miklum þunga, heyi í hlöður
0. þ. h. Ýmsar aðrar smávélar má
og nota sameiginlega.
Ég geri ráð fyrir, að dælt sé
upp úr öllum safngryfjum með
mykjudælu, er knúin sé raf-
magni. En engan millivegg skal
hafa milli mykju og þvags. Einn-
ig skal blanda mannasaur við
mykjuna og öllu aðkeyptu áburð-
arefni. En áður en öllu þessu er
dælt upp, skal hleypa nægilegu
vatni saman við mykjuna, svo að
hæfileg blanda teljist- En síðan
skal nota sérstalm rafknúða
spaða til þess að hræra öllu
þessu vel saman áður en dælt er
upp. Dælan skal sett í samband
við stóran og algerlega þéttan
mykjukassa, og er dreifir á hon-
um að aftanverðu, sem opna má