Tíminn - 20.11.1934, Blaðsíða 2
200
T 1 M I N N
Friðun náttúruminja.
Frv. um friðun náttúruminja miðar að
því að hindra það, að spillt sé náttúrufeg-
urð eða fágætum náttúrueinkennum. Skal
dómsmálaráðherra láta gera skrá um slíkar
„náttúruminjar“ og birta í stjórnartíðind-
um, og eru þær þá friðaðar.
Sigluf jarðarhöfn.
Einar Árnason og Bernharð Stefánsson
í'lytja frv. til hafnarlaga fyrir Siglufjarð-
arkaupstað. Er þar gert ráð fyrir 50 þús.
kr. framlagi úr ríkissjóði árlega í 4 ár og
allt að 400 þús kr. ríkisábyrgð fyrir Siglu-
fjörð til haínarmannvirkja.
Einkasala á trjáplöntum.
Jón Pálmason, Bjami Bjamason og Sig-
urður Einarsson flytja frv. um einkasölu á
erlendum trjáplöntum og eítirlit með inn-
íiutningi trjáfræs. Arður af þessari einka-
sölu á að renna til skógræktar. Á þetta að
iryggja það, að ekki séu fluttar inn og
seldar trjáplöntur, sem lítil eða engin lík-
indi eru til að geti þrifizt, og að hafðar
séu gætur á, að ekki flytjist. hingað trjá-
sjúkdómar með slíkum plöntum. En eins og
nú standa sakir, munu ýmsir fást við þenn-
an innflutning, sem lítið skyn bera á slíka
hluti.
Kjötverðið og verðjöfnunargjaldið.
Kjötlögin hafa nú verið endanlega af-
greidd frá Alþingi. Eina breytingin, sem
gerð hefir verið á bráðabirgðalögunum og
sem verulegu máli skiptir, er hækkun verð-
jöfnunargjaldsins. Er nú samkvæmt lögun-
um heimilt að ákveða það allt að 10 aurum
á kg., en samkvæmt bráðabirgðalögunum
allt að 8 aurum á kg. Nú 1 haust heíir það
verið 6 aurar eins og kunnugt er. Aðrar
breytingar, sem gerðar voru, eru aðallega
í þá átt, að gera ýms ákvæði um framkvæmd
iaganna gleggri en þau áður voru.
Breyting þessi á verðjöfnunargjaldsá-
ákvæðinu var sett inn 1 lögin eftir ósk rík-
eð tilliti til þeirrarisstjórnarinnar og m
hættu, sem er á lágu verðlagi á 'útfluttu
kjöti. Var þá jafnframt á það bent af land-
búnaðarmálaráðherra, Hermanni Jónassyni,
að menn yrðu að vera við því búnir, að sú
uppbót á útflutt kjöt, sem fengist með verð-
jöfnunargjaldinu, nægði ekki til að fá við-
unandi verðlag miðað við það kjöt, sem selt
er á innlendum markaði. Lýsti hann yfir
því, að ríkisstjórnin myndi fylgjast nákvæm
lega með því máli og láta athuga möguleika
til frekari aðgerða, ef óhjákvæmilegt reynd-
ist, þegar lokið væri sölu á kjötframleiðslu
þessa árs og útkoman lægi fyrir.
Þessar bendingar ráðherrans urðu svo til
þess, að „Bændaflokksmenn“ þóttust sjá
leik á borði að afla sér nýrrar „kosninga-
beitu“. Bar þá Þorst. Briem við allra síðustu
umræðu málsins fram tillögu um það, að
ákveðið yrði í lögunum, að ríkið legði fram
fé í verðjöfnunarsjóð. En við þær sex um-
ræður, sem áður höfðu farið fram um málið
í báðum deildum, hafði þeim „Bændaflokks-
mönnum“ sýnilega ekki dottið í hug að hér
væri neinna sérstakra ráðstafana þörf.
En eins og þetta mál er hugsað og byggt
upp, kemur ekki til mála að lögbinda slík
DKisútgjöld til verðuppbótar. Skipulagning
afurðasölunnar er einmitt byggð upp á
þeim grundvelli, að hægt verði yfirleitt að
komast hjá útgjöldum úr ríkissjóði í þessu
skyni. Enda er slík stefna, verðuppbót úr
ríkissjóði, ekki heilbrigð stefna til frswn- ;
búðar, þó að hún geti verið óhjákvæmileg
í einstaka tilfelli sem neyðarráðstöfun. Að
hinu ber vitanlega að stefna, að skipulagn-
ingin og jöfnun á verðlaginu tryggi þolan-
legt kjötvérð hjá öllum. Og það er einmitt
þetta takmark, sem samvinnumenn landsins
og Framsóknarflokkurinn höfðu í huga, þeg-
ar íarið var inn á skipulags- og verðjöfmm-
arleiðina í stað ríkisstyrkja, sem í þessum
efnum eru næsta viðsjárverð leið fyrir þjóð-
l'élagið og aðrar þjóðir hafa reynt að kom-
ast hjá í lengstu lög.
Af þessum ástæðum hikaði Framsóknar-
flokkurinn ekki við að fella tillögu Þorsteins
Briem. Hann telur farið inn á ranga leið
með því að lögbinda slíkt til frambúðar.
Ilann telur að verðjöfnunargjaldið verði að
ákveðast það hátt, að viðunanlegt geti orðið.
Komi hinsvegar í ljós síðar meir, að það
nægi ekki að þessu sinni, verður að gera
sérstakar ráðstafanir, sjálfum kjötlögunum
óviðkomandi.
Hitt mun engum dyljast, að Þorsteinn
Briem er með þessari tillögu að fremja alveg
samskonar „kunstir" og fólust í tillögu hans
og Péturs Magnússonar í mjólkurmálinu um
það, að bændur skyldu fá „framleiðslukostn-
Framh. á 3. síðu.
I t I
Ingþór Bjðrnsson
bóndi á Óspaksstöðum.
Hann andaðist að heimili
sínu Óspaksstöðum í Hrútafirði
s. 1. sunnudagsmorgun 18. þ.
m. Fékk snögglega aðsvif
seint á laugardagskvöld, og
kom ekki til meðvitundar eftir
það. Kl. 5 um morguninn var
hann látinn.
Hann hafði ekki kennt neins
sjúkleika undanfarið og virtist
vera vel hraustur. Hið skyndi-
lega fráfall hans kemur því öll-
um mjög á óvænt.
Ingþór heitinn var fæddur á
Óspaksstöðum 9. maí 1878
og ól þar allan sinn aldur.
Heima í héraði gegndi hann
mörgum trúnaðarstörfum, sat
m. a. í sýslunefnd um tvo ára-
tugi.
í landsmálum lét Ingþór mik-
ið til sín taka. Var hann um
langt skeið einn af forvígis-
mönnum Framsóknarflokksins í
Vestur-Húnavatnssýslu og átti
sæti í stjóm Framsóknar-
félags þar. Hann var fulltrúi
á flokksþingum Fram'sóknar-
manna, var kosinn í miðstjórn
flokksins á flokksþinginu 1933
og endurkosinn á síðasta
flokksþingi.
Samherjar hans víða um
land, sem áttu kost á að kynn-
ast honum á flokksþingum og
víðar, munu minnast hans sem
góðs drengs og samstarfs-
manns, sem ekki var gjarn á
að láta sinn hlut og góðra mál-
efna í hinni opinberu baráttu.
Afurðusulan og ihaldið
Framh. af 1. síðu.
Um kjötlögin farast Mbl. m.
a. orð á þessa leið:
„Tilgangur laga þessara er
vitanlega sá, að tryggja það,
að kjöt fáist ekki með góðu
verði hér né i öðrum; sjávar-
plássum."
„Góða verðið", sem íhalds-
menn tala um, er það verðlag,
sem verið hefir lægst á kjöti
undanfarin ár. Það er verð-
lagið, sem gerði bændum ó-
líft á búum sinum, sem var
svo langt fyrir neðan alla sann-
girni og alla möguleika til lífs-
aflcomu, að elzti og farsælasti
atvinnuvegur landsmanna var
að hrynja í rústir.
Við það verðlag áttú bændur
að búa. Það var ósköp hæfi-
I legt, að dómi íhaldsþingmanns-
ins, er greinina skrifar, hinum
„þreklausa bændalýð", mönn-
unum, sem íhaldsblöðin sögðu.
uni, að réðu því heimskari ráð-
um, sem þeir kæmu fleiri sam-
an.
Og lesbók Isafoldar, sem gef
in er út af „einkafyrirtækinu",
var látin halda því fram, að
bændur hefðu alltaf sjálfir ráð-
ið verðlagi á vörum sínum(!),
hefðu með öðrum orðum ekki
kært sig um meira.
En bændur hafa nú verðlagt
fleira en kjöt búfjár síns.
Þeir hafa verðlagt íhaldið og
óheilindi þess, þegar á reynir.
„Rímur fyrir 1600“ heitir rit,
sem Bjöm Karel þórólfsson hefir
samið, og hefir heimspekideild iiá-
skólans úrskurðað það maklegt
til varnar við doktorspróf. Fer
vömin fram í janúarmánuði.
Lögreglan í Hafnarfirði fór 13.
þ. m. suður í Afstapahraun og
fann þar jarðhús um 4X2 metra
að gólffleti. Voru þar bruggunar-
tæki og 350 lítrar í gerjun. Lög-
reglan ónýtti bruggunartækin og
jarðhúsið og hellti niður leginum.
Óvíst er ennþá hverjir að þessu
haíi staðið.
Gjöf sem gíeymdist
að afhenúa
Þingmenn í Landbúnaðar-
nefnd n. d. Alþingis hafa gert
m. a. tillögur um það, að gerð-
ar séu nýjar ákvarðanir um
launagreiðslur fyrir stjóm
Kreppulánasjóðs. Miða þser í
þá átt, að minnka laun þeirra
manna, sem kosnir voru til þess
að annast stjóm hans og með-
ferð.
Þessi stjómarstörf em eltki
áberandi mikil. Samt hefir
hver hinna þriggja forstöðu-
manna 7200 kr. árslaun fyrir
umsvifin.
Tveir þeirra kusu sig sjálfir
í embættin, en hinn þriðji, hr.
Tryggvi Þórhallsson, er — sem
aðalbankastjóri Búnaðarbank-
ans — sjálfkjörinn í stjóm
sjóðsins.
Á kosningafundum s. 1. vor
í því kjördæmi, er Þorst. Briem
var frambjóðandi fyrir „bænda
ílokkinn“ var nokkuð á þessi
mál drepið m. a.
En Þ. B. hafði sem ráðherra
ákveðið stjórnendum Kreppu-
lánasjóðs laun — 600 kr. á
mánuði.
Á þessum fundum var að
því vikið, bæði af mér og öðr-
um, að lánskjör þau, sem bænd-
ur ættu kost á að sæta úr fyr-
nefndum sjóði og greipum
forstjóranna, væru ekki bein-
línis hagkvæm, og að svo liti
út sem dálítið hefði meir verið
borinn fyrir brjósti fjárhags-
legur velfaraaður stjórnar-
mannanna en bændanna nauð-
stöddu, sem þangað máttu
leita, ekki sérlegra hagstæðra
lánakjara.
Og það var deilt á þann
flokk og þann ráðherra, sem
greiddi aðalbankastjóra Búnað-
arbankans 7200 kr. fyrir vinnu
við kreppulánin ofan á rösk
19.000 kr. laun fyrir banka-
starfið.
Bændunum og þeim öðrum, er
á umræðurnar hlustuðu, þótti
þessar tölur ekki með öllu
ómerkilegar.
En Þorst. Briem leitaðist við
að bera ásakanimar af sér og
flokksbróður sínum, Tr. Þ.
Hann sagði, að aðalbanka-
stjórinn þægi ekki þessi laun
öll, ekki þessa 7200 kr. óveru,
heldur gæfi hann þau inn í
Búnaðarbankann.
Þetta kærleiksverk var hvorki
sannað né afsannað þá. En
ýmsir tóku því með svolítilli
tortryggni, þar á méðal ég.
En í þessu atriði — mér
liggur við að segja þessu eina
atriði — haggaði Þ. B. ekld
framburði sínum á fundunun..
Og svo allt í einu og mörg-
um mánuðum seinna, kemur
þetta furðulega fyrir, að þing-
menn úr landbúnaðamefnd
flytja frumvarp, þar sem m. a.
er lagt til, að framvegis skuli
aðalbankastjóri Búnaðarbank-
ans vinna störf sín í þágu
kreppumálanna kauplaust, þ. e.
hann skuli láta sér nægja með
þessar 19200 kr. fyrir banka.
stjómina.
Það lítur út fyrir, að þing-
mönnunum, sem lögðu þetta
til, og deildinni, sem fól land-
búnaðarráðh. að annast fram
kvæmd tillögunnar, hafi verið
alls ókunnugt um „gjöfina" til
lánsstofnunar bændanna.
Þorst. Briem virðist hafa
gleymt að skýra þingheimi frá
því, hve þessu fé væri göfug-
mannlega varið.
i Veit landbúnaðamefnd ekk-
ert um það?
Eða þræddi Þ. Briem örlítið
á snið við sannleikann á fund-
unum í vor — líka í þessu at-
riði?
Eða hefir einungis gleymzt
að afhenda gjöfina í þarfir ís-
lenzkra bænda? H. J.
íí.
4$
T-áÁ
ÍÍT
Hérmeð viljum við votta okkar innilegasta þakklæti )|4
fyrir það kærleiksþel og velvilja, sem sveitungar okkar
auðsýndu með samsæti því er þeir héldu okkur á gull- ífr
brúðkaupsdegi okkar 30. okt. s. 1. í samkomuhúsi Gaul-
verjabæjarhrepps. Beinum við sérstöku þakklæti til allra ;:4
þeirra, sem komu langa vegu að, til að votta vinarhug it'4
smn.
Biðjum við guð að blessa alla þessa vini okkar og
launa þeim gjafir þeirra. ‘^4
Hólshúsum í Gaulverjabæjarhr. í nóv. 1934. ;44
Margrét niugadóttir. Þórður Pétursson. ^
4- ^ tjv" ^tj; If? ^
Happdrætti
Háskóla Islands
I 10. flokki eru 2000 vinningar,
448 900 krónur.
l veir fimmtu allra vinninga á þessu ári
Dregið verður 10. og 11. des.
MUNIÐ AÐ ENDURNÝJA.
Takiö
eftir!
í fyrsta lagi fáið þér góða tryggingu og 1
öðru lagi góða vexti af þeim peningum, sem
þér verjið til að kaupa líftryggingu í Andvöku
Liftryggið yður!
„Vindhana“'p6litlk
Greinar Ólafs Thors eru
sennilega með því skringileg-
asta, sem ritað er í ísl. blöð
— jafnvel Mbl.
Honum virðist með öllu fyr-
irmunað að skrifa svo tíu línu
langa grein, að ekki verði úr
hinn skoplegasti þvættingur.
Til dæmis um þetta eru
tvær greinar eftir hann í Mbl.
nýlega.
Hin fyrri er um „Fiskiráðið
og Framsóknarfl.". Hún á að
vera vöm fyrir frumv. hans
nm fiskiráð. Þar fullyrðir ól.
Th., að grein hér í blaðinu ný-
lega um fiskiveiðar og fisk-
; verzlun íslendinga, sé hreinn
; og klár upptíningur úr grein-
j argerð sjálfs hans. Þar sé engu
I sleppt og engu auldð við. Til-
; lögumar og ráðin séu öll frá
j honum.
i Hugsum okkur nú það held-
ur sjaldgæfa fyrirbrigði, að Ól- I
afur segði þarna satt, sem
j hann vitanlega ekki gerir.
En eftir þessa yfirlýsingu
um að öll grein Tímans sé
rituð í hans anda, kemur dóm-
urinn. Og hann er svona orð-
réttur:
„Vænti ég nú að öllum sé Ijóst,
að forystumenn Frams.fl. hafa (
þessu máli gengið fram úr öllu
hófi langt í því að ófrægja og
kveða niður mikilsvarðandi um-
bótaviðleitni ..."
Hér er það hreinlega fullyrt,
að þessar tillögur og ráðlegg-
ingar, sem Ól. Th. sver og sárt
við leggur, að séu hold af sínu
holdi, gangi út á það „að ó-
frægja og kveða niður mikils-
varðandi umbótaviðleitni“, til
eflingar sjávarútveginum.
Það er ekki furða þó einum1
flokksbróður Ól. Th. yrði að
Grði eftir lestur greinarinnar:
„Þarna er Ólafur að flengja
sjálfan sig“.
Seinni greinin er í yfirlýs-
ingarformi. Og hún er um það,
að íhaldsmenn séu við því
búnir, að samþykkja mjólkur-
lögin, en „að framgangur þess
(málsins) veltur algerlega á
fylgi Framsóknarfl. og bænda-
flokksins“.
Ráðherrar Framsóknarfl.
gáfu út bráðabirgðalög og
bera fram frumv. um mjólkur-
lög. Allur flokkurinn fylkir sér
um málið, utan þings og innan.
Ihaldsblöðin rægja lögin og
níða, þangað til lögin hafa
hlotið almennar vinsældir, en
íhaldið almenna andstyggð. Þá
snýr ól. Th. umj áliti sinna
blaða og síns flokks eins og
moðpoka og segir: Við íhalds-
menn erum svo margir með
lögunum um mjólkursölu, að
framgangur þess veltur á
Framsóknarfl. Og það er reynt
að læða inn þeim grun, að
heilindi Framsóknarmanna
muni ótrygg í málinu.
Svona auvirðilega getur
enginn „flokksforingi“ lagst
nema sá, er forsjónin hefir al-
veg sérstaklega vanrækt að
veita nokkrar náðargáfur í
vitsmunum og manndómi.
Þegar Framsóknarfl. hefir
borið fram eitt þýðingarfyllsta
umbótamál landbúnaðarins,
hefir skapað því álit, traust
og vinsældir, þrátt fyrir níð
og róg íhaldsblaðanna, þá
kveða allt í einu við smjaður-
tungur íhaldsins: Við erum
margir með málinu, en varið
ykkur á Fraxnsóknarfl., það
veltur á þeim.
Þvílík er vindhana-„sann-
færing" þeirra manna, sem
skiftir eru milli sérhagsmuna-
baráttu íhaldsklíkunnar og
óttans við almenningsálitið.
■f« Allt með islensktim skipinn! *f»
Matvælaeítirlit. Atvinnum.ráÖ-
herra heíir nýlega skipað Jón E.
Vestdal efnafræðing eftirlitsmann
með smjörlíkisgerðum. Jafnframt
setti ráðherrann reglugerð um til-
búning og verzlun með amjörliki