Tíminn - 20.11.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1934, Blaðsíða 3
T I M I N N 201 Fréttir Hjúskapur. í gær voru geíin saman ungfrú Guðný þorvalds- dóttir og Ólafur pórarinsson fyrv. kaupféiagsstjóri á Patreksfirði (nú starísmaður hjá S. í. S.). Heim- ili þeirra er á Hverfisg. 30. Ragnar Jónsson fulltrúi lög- reglustjóra hefir verið settur bæj- arfógeti í Hafnarfirði og sýslu- maður í Gullbringu og Kjósar- sýslu íyrst um sinn. Viðsjár í Bændaflokknum. í sambandi við umr. á þingi nýlega um að fella niður prestlaunasjóð, blossaði upp einkennileg deila milli fuUtrúa „einkafyrirtækisins" i Nd. Byrjaði deilan með því, að Hannes deildi á Magnús Torfason fyrir að hafa látið greiða sér sem sýslumanni óhæfiiega mikið skrif- stofufé. Óðar en Hannes hafði lokið ræðu sinni, kvaddi Magnús Torfason sér hljóðs. Sagðist ekki ætla að ræða málið, heldur bera af sér sakir. Bændafloklturinn i deildinni væri nú klofinn þann- ig, að annar helmingurinn og þá líklega „betri helmingurinn" hefði nú ráðist á hinn. þar næst færði Magnús skýr rök að þvi, að þessi árás „betri helmingsins“ vœri al- gjörlega ástæðulaus og óréttmœt Lauk svo Magnús ræðu sinni með þessum orðum um Hannes: „Úg tek þetta svo sem ekki illa upp af því það kom frá honum, því ég þekkti hann vel, og við þekkjunj liann allir". ísfisksveiðunum er nú að ijúka rneð því að innflutningsleyfin í Englandi og þýzkalandi eru á þrotum. Kemur nú tilfinnanlega fram það skipulagsleysi, sem er á framleiðslu og sölu fiskjarins enn- þá. Enski markaðurinn er sem sé takmarkaður við fiskmagn en ekki verð, en inn á þann markað hefir verið flutt óhóflega mikið af verðlitlum fiski í stað þess að nota hann til hins itrasta fyrir þann fisk, sem verðmestur er. Skýrsla frá Sölusambandi isl. íiskframleiðenda er nýkomin út. Á rekstri Sölusambandsins hefir orðið 150 þús. kr. halli á timabil- inu 1. maí 1933 til 30. apríl 1934. Stafar þessi halli af þvi, að eitt- hvað af fiski hefir veriö greitt l'yrirfram of háu verði, áður en vitað var, hvaða endanlegt verð lengist fyrir hann á markaðinum. Hefir oft verið á það bent af sam- vinnumönnum, hversu hættulegt slikt fyrirkomulag geti verið og hefir nú reynslan staðfest það. Seyðisfjarðarbær hefir látið byggja fjóra vélbáta í Svíþjóð, og eru þeir nýkomnir. Stærð bát- anna er um 17 y2 tonn. Verða þeir leigðir Samvinnufélagi sjó- manna á Seyðisfirði. þing Alþýðusambands ísiands stendur nú yfir í Reykjavik, og sækja það á annað hundrað full- trúa. Forseti Alþýðusambandsins er Jón Baldvinsson alþm. Vara- forseti er Héðinn Valdemarsson alþm. og ritari Stefán Jóh. Stef- ánsson alþm. Sogsvirkjunin. Borgarstjórinn í Heykjavík er nýfarinn utan til að ieita fyrir sér á ný um lán handa Reykjavíkurbæ til Sogsvirkjunar- innar. Er förinni heitið til Sví- þjóðar. Sigurður Jónasson forstjóri fór utan uml leið, og á hann að vera eftirlitsmaður af hálfu rík- isstjórnarinnar við innkaup, sem gerð kunna að verða vegna virkjunarinnar, ef úr lántökunni verður. Frá Kleppi. Nýja dagblaðið birtir 17. þ. m. ýmsar upplýsing- ar um kynlegt atferli Helga Tóm- ássonar á Kleppi. Helgi hefir m. a. bannað, að Tíminn eða Nýja dagblaðið mætti koma í spítal- ann, og haft á orði að banna Al- þýðublaðið, en hætti þó við það áform upp úr kosningunum, þeg- ar Haraldur Guðmundsson var orðinn yfirmaður hans. Mælist bann þetta skoplega fyrir sem von er. Hitt er alvarlegra, að starfsmannahald virðist hafa auk- izt allmikið í tið Helga. Hefir hann m. a. bætt við læltni og læknanema á landsins kostnað, en sjálfur „praktiserar" hann í stór- um stíl í Reykjavík, samkvœmt samningi sínum við Ólaf Thors. Einstaka starfsmenn spítalans hefir hann lagt í einílti og reynt Reykjavik. Simi 1240 (3 linur) Símnefni: Sláturfélag. Áskurður (á brauð) Avalt íyrlrllggjanill: Haiigibjúgu(Spegep.)nr.l, gild Do. — 2, — Do. — 2, injó Sauða-Hangibjúgu, gild, Do. nvjú. Soðt:ar Svina-rullupylsur, Dtt. Kálfarullu-pylsur, Du. Sauða-rullupyísur, D( i. Mosaikpylsur, Do. Malakoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur Vðrur þessar «ru allar búnar til á eigin rinnustofu, og etandast — aO dómi neyt- enda — eamanburð við ■amskonar erlendar. Vesrðtikrár aendar, og pant- anlr afgraiddar um allt iand. S A G A N af Samsoni fagra og Kvintalín kvennaþjóf óskast til kaups. Eiríkur Benediktz, Pósthólf 16, Reykjavík. nð flæma burtu, vegna grunar um ákveðnar pólitískar skoðanir. Sjógarðurinn á Eyrarbakka. l't af aðfinnslum Alþ.bl. nýl., vegna vinnu fanga á Litla-Hrauni við l>yggingu sjóvarnargarðs á Eyr- urbakka, þykir rétt að minna á, að ekkert fé var áætlað á fjárlög- um tii þessa verks. Vinna fang- anna var hinsvegar ríldssjóði að kostnaðarlausu og verði hún stöðvuð, þýðir það- einungis það, að verkið hlýtur að stöðvast, þ^r eð fé er ekki áætlað til þess. F.r það litil bót fyrir Eyrbekkinga. Farsóttartilfelli voru 1252 talsins j á öllu landinu í októbermánuði. Mikill undirbúningur er nú haf- inn í Bergen undir það, að halda hátíðlegt afmæli Holbergs 3. des. n. k. Norræna félaginu hér hefir verið boðið að senda fulltrúa á hátiðina. Nýtt smjörlíki. Frá Kaupfélagi Eyfirðinga er nú að koma á mark- aðinn ný tegund af smjörlíki (Gula bandið). Er það selt í búð- um á kr. 1.30 kg. og er það mun lægra verð en smjörlíki er almennt selt í verzlunum. Gullbrúðkaup áttu 30. f. mán. hjónin Margrét Illugadóttir og þórður Pétursson, Hólshúsum í Ga u 1 ver j abæ j arhreppi. S veitungar þeirra héldu þeim rausnarlegt sam sæti. Kvenfélag hreppsins sá um veizluhöldin. Skyldmenni hjónanna og kunningjar héðan úr Reykjavík tóku þátt i samsætinu og fluttu kvæði og árnaðaróskir. Alian sinn búskap bjuggu þau í Hólshúsum. Jöfnum höndum stundaði þórður búskap og sjómennsku og fórst hvorttveggja prýðilega. þótti hann með afbrigðum veðurglöggur sem íormaður og naut óvenju mikils trausts og vinsælda hjá mönnum sinum. — Gleðskaparmaður var hann með afbrigðum talinn og þótti hvarvetnn hrókur alls fagn- aðar. Njóta þau hjón bæði virðing- ar og vinsælda sveitunga sinna. Miljónamæringur, sem vildl giftast uugum stúlkum. Nýlega er látinn ameríski miljónamær- ingurinn Edward Browning, sem var mikið umtalaður í amerísku blöðunum fyrir nokkrum árum, þegar hann fimmtngur að aldri Jörð Jörðin Lækur í Hraungerðishreppi í Arnessýslu fæst til kaups og ábúðar frá næstu fardögum eða nú þegar. — Nánari upplýsingar gefur Landsbanki íslands Útibúið á Selfossi Jörð i Arnessvslu tæ*>t til kaups og ábúðar i næstu fardögum 1000 hesta heyskapur, aðallega á véltæku áveituengi og túni. Upplýsingar geta Helgi Ágústsson í Sigtúnum og Skúli Ágústsson Laufásveg 75, Reykjavík. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI OG H V EITI Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. síkptir eingöngu við okkur. giftist 15 ára gamalli stúlku. Barnaverndarráðið þar vestra reyndi að afstýra hjónabandinu, með tilliti til aldurs stúllcunnar, en það varð árangurslaust. Áður hafði Brownipg auglýst eftir ungri stúlku í blöðunum og bor- izt margar umsóknir Var hann kominn að því að ganga að eiga eina, sem, sagðist vera 16 ára gömul. En rétt áður en átti að gefa þau í hjónabandið, komst Browning að því, að stúllcan var 21 árs og eftir það vildi hann ekki hafa neitt með hana að gera. Frá Washington er símað, að Bandaríkin ráðgeri að auka svo byggingu hernaðarflugvéla á næstunni, að innan þriggja ára liafi flugherinn ráð á 2400 flug- vélum. Framkvæmd þessara ráða- gerða er þó komin undir því, að fulltrúadeild þingsins samþykki fjárveit’ingar í þessu skyni. Sem stendur eru 800 herfiugvélar í smíðum í Bandaríkjunum, en 500 af þeim eiga að koma í stað ilugvéla, sem þegar eru orðnar úreltar, og eykur því þessi ný- smíði flotann aðeins og 300 flug- j vélar. Bremeu setti nýlega nýtt met i sigiingu yfir Atlanzhaíið. Fór það frá Clierbourg á Frakklandi til New York á 4 dögum, 15 klst. og 27 mín., og er það 21 mín. styttri timi en gamla metið. Kaupendur eru áminntir um' að greiða yfir- standandi árgang Tímans fyrir n. k. nýár. Þeim, sem hafa fengið blaðið allt árið, ber að greiða 10 krónur, en þeir sem byrjuðu að fá blaðið s. 1. vor (og fá það nú) skulda því 5 krónur. Munið að vera kvittir við Tímann fyrir áramót. TRYGGINGU hafa menn fyrir að fá góðar vörur með góðu verði, með því að verzla við Kaupfélag Reykjavíkur. TRÚLOFUN ARHRIN G AR ávalt fyrirliggjandi. HARALDUR HAGAN, Austurstr. 3. Sími 8890 Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAB Simn.s KOL. Roykjavík. Siml 1833 Hmbættisóreíða hjá tveim sýsiumönnum Eftir stjórnarskiptin hefir komizt upp um allverulegar misfellur í fjármálum hjá tveimur af elztu sýslumönnum landsins, Guðmundi Björnssyni sýslumannd í Borgar- nesi og Magnúsi Jónssyni sýslumanni og bæjarfógeta í Haínarfirði. Viðvíkjandi sýslumanninum í Borgarnesi varð íjármálaráðherra þess var í haust, að 17 þús. kr. vantaði til að sýslumaðurinn liefði gert íull skil til ríkissjóðs á fyrra ári. Var þessarar upphæðar þegar krafizt, en fékkst ekki greidd. Gaf þá sýslumaður þá skýringu, að hann hefði haft munnlegt leyfi frá fyrv. ráðherrum, Magnúsi Guð- mundssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni, til að haida eftir þessum peningum, vegna sinna eigin greiðsluvandræða. Hefir nú ríkis- stjórnin óskað bréflegrar umsagnar þessara tveggja fyrv. ráðherra um þetta atriði, og veitt sýslumanninum greiðslufrest til 1. des., en ekki talið ástæðu til að víkja hon- um úr embætti fyrir þessar sakir, meðan nánari upplýsingar eru ókomnar viðvíkjandi framburði hans. Hjá sýslumanninum í Hafnarfirði lét íjármálaráðherra fara fram rannsókn nú alveg nýlega, og vantaði þá hjá honum um 70 þús. kr. Var honum samkv. lögum veitt- ur þriggja daga frestur til að greiða þetta fé, og tókst honum það. Hinsvegar er ekki vist enn nema hér kunni að vera um meiri vöntun að ræða, og stendur rannsókn enn yfir. Sýslumaðurinn hefir þegar beðizt lausnar og verið veitt «hún, án eftirlauna. Alþingi 13.—19. nóv. Framh. af 2. síðu. að“ fyrir mjólkina. Þessháttar ákvæði er vitanlega alveg þýðingarlaust að setja í lög, því að um það má deila til eilífðar, hver sé raunverulegur framleiðslukostnaður bænda- Sá kostnaður er ákafiega misjafn í einstök- um héröðum, og jafnvel hæpið að nokkrir tveir bændur hafi nákvæmlega sama fram- leiðslukostnað. Stækkun útvarpsstöðvarinnar og end- urvarp á Austurlandi. Sigurður Einarsson, Páll Hermannsson, Þorbergur Þorleifsson, Jónas Guðmunds- son, Gísli Guðniundsson, Ingvar Pálmason og Páll Zophóníasson flytja svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjóm- inni að gera þegar ráðstafanir til þess að láta auka og endurbæta senditæki Ríkisút- varpsins, svo að þau fullnægi þörfum lands- manna. Skulu þær endurbætur fara eftir nánari ákvörðun stjórnarinnar, enda beri Ríkisútvarpið sjálft kostnað allan af fram- kvæmdinni“. Þessari þingsályktunartillögu fylgir ítar- leg greinargerð frá útvarpsstjóra og verk- íræðingi útvarpsins. Leggja þeir til, að út- varpsstöðin í Reykjavík verði aukin mjög að orku og endurvarpsstöð reist á Austur- landi. Leggur útvarpsstjóri fram áætlun umi fjárhagshlið þessa máls, og gerir þar ráð fyrir, að hægt verði að greiða kostnaðinn við þessar framkvæmdir á fimm árum af rekstrarhagnaði viðtækjaverzlunarinnar og án þess að leggja þurfi útvarpinu rekst- ursfé úr ríkissjóði. Er hér þó ummikiðféað ræða eða um 580 þús. kr. eftir áætlun, og er gert ráð fyrir, að útvarpið fái það fé að láni erlendis í byrjun hjá þeim, sem sjá um framkvæmd verksins og efni til þess. Um nauðsyn þessa máls segir m. a. í greinargerð frá útvarpsstjóra: „1. Vegna þrengsla á bylgjusviði því, sem útvarpsstöð okkar starfar á og hlýtur að starfa á, vaxa stöðugt örðugleikar um hag- kvæm! og réttlát skipti þjóðanna í þessu efni. Til þess að verja hlustendasvæði stöðvanna fyrir truflunum af völdum ann- j ara stöðva, kappkosta þjóðirnar að auka ! orku stöðva sinna.Af þessum ástæðum hafa stöðvar í nágrannalöndunum stækkað mjög á síðustu árum. 2. Af þeim sömu ástæðum, sem nú var getið, verða ákvæði alþjóðaráðstefna því síður metin og látin gilda gagnvart aðilurn, sem þeir eru minni máttar og síður færir um að verja rétt sinn með mikilli útvarps- orku. Enda höfum við Islendingar orðið fyrir þungum búsifjum í þessu efni, þar sem öldulengdir, sem okkur hafði verið út- hlutað af alþjóðaráðstefnum, hafa þrátt fvrir áköf mótmæli okkar og nokkurra ná- giannaþjóða okkar, verið þrisvar sinnum teknar af okkur. 3. Af þessum framangreindu ástæðum liggur það í augum uppi, að ef við ekki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.