Tíminn - 20.11.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.11.1934, Blaðsíða 1
©faíbbagi 6Iabðtna et 1. ) ú n £. Átgangutlnn Costax JO tu -S^fðtcibsla O0 tnuí)dmta á íaugaptg JO. Siinl 2353 - í>6ott>úli 961 52. blaö. Reykjavík, 20. nóvember 1934. XVm. árg. Skipulag fisksölunnar Frumvarp stjórnarflokkanna á Alþingi Olafur Thors hefir í hótunum ef einræðið verðí tekið af fíveldúlfi Frumvarp það, sem hér um ræðir, var lagt fram í neðri deild Alþ. í vikunni sem leið. Er það flutt af meirahluta sjávarútv.nefndar, þeim Bergi Jónssyni, Fixmi Jónssyni og Páli Þorbjamarsyni. En frum- kvæðið að flutningi þess á rík- isstjómin og ýmsir þeirra manna í báðum stjórnarflokk- unum, sem mesta reynslu og kunnugleika hafa um verzlun- ar_ og sjávarútvegsmálin og fiskmarkaðinn erlendis. Hefir frumvarpið verið til meðferðar í báðum flokkunum alllangan tím'a og hlotið svo rækilegan undirbúning, sem kostur var á. Flsklmálaneind. Samkv. 1. gr. frv. skipar rík- isstjórnin 7 manna Fiskimála- nefnd. Verksvið hennar og vald skal vera sem h.ér segir, samkv. 2. og 3. gr.: „2. gr. Fiskimálanefnd hefir með höndum úthlutun verkunar- leyfa og útflutningsleyfa á fiski og löggildir saltfisksút- flytjendur. Hún skal gera ráð- stafanir til þess, að gerðar séu tilraunir með nýjar veiðiað- ferðir og útflutning á fiski með öðrum verkunaraðferðum en nú eru mest tíðkaðar. Hún skal hafa forgöngu um mark- aðsleit og tilraunir til að selja fisk á nýja markaði og annað það, er lýtur að viðgangi sjáv- arútvegsins. Getur ríkisstjórn- in veitt nefndinni fé úr mark- aðs- og verðjöfnunarsjóði í þessu skyni með samþykki s j óðstj ómarinnar. 8. gr. Enginn má bjóða til sölu, selja eða flytja fisk til út- landa, nema með leyfi fiski- málanefndar. Eigi má afgreiða farmskírteini fyrir fisksend- ingum til útlanda, nema slíkt leyfi liggi fyrir. Leyfi til út- flutnings á saltfiski skulu að- eins veitt þeim, sem fengið hafa löggildingu sem saltfisks- útflytjendur. Þó getur nefndin veitt undanþágu fyrir smá- sendingar af óverkuðum salt- fiski, ufsa, keilu og úrgangs- fiski“. Þessir aðilar tilnefna menn í Fiskimálanefnd: Ríkisstjómin, Samb. ísl. samvinnufélaga, Alþýðusamband íslands, Fiskifélag Islands, Botnvörpuskipaeigendur, Landsbankinn, Otvegsbankixm. Útflutnlngsleylln. Viðvíkjandi veitingu útflutn- ingsleyfa, er gert ráð fyrir tveim möguleikum. 1. Almennt félag fiskfram- leiðenda, sem sé opið fyrir öll- um fiskframleiðendum. Félags- fundir hafi æðsta vald í félags- málum, enda megi þar enginn fara með meira fyrir sjálfar. sig og aðra en V2o af at- kvæðamagni. 2. Sé ekkeirt slíkt almennt félag til, er gert ráð fyrir, að löggilda megi til útflutnings tiltekna tölu útflytjenda, sem fullnægi ákveðnum, þar um settum skilyrðum. Sem þrautavai'aúrræði, ef þær leiðir, sem aðallega er gert ráð fyrir í frv., reynast ekki færar sökum vantandi sam- taka, gerir frv. ráð fyrir, að ríkisstjórnin geti falið Fiski- málanefnd einkasölu á salt- fiski. Samvlnnulelöln. Sú leið sem farin er með þessu frumvarpi, er mjög i anda þeirra greina, sem birat hafa hér í blaðinu undanfarið, um fisksölumálin. Ætlunin er að byggja á sam- vinnugrundvelli með réttlátri hluttöku af hálfu allra fisk- framleiðenda — hvar sem er á landinu. Er það í samræmi við fyrri tOlögur samvinnufé- laganna í þessu máli, sem Jón Ámason hefir Iagt grimdvöll að, og frumvarp það, sem Vil- hjálmur Þór flutti á fundi Sölusambands ísl. fiskframleið- enda nú fyrir skemmstu, en ekki náði þá samþykki fyrir ofríki Kveldúlfsmaima og ann- ara þvflíkra. Kák-frumvarp Ólafs Thors um Fiskiráð, var tekið út af dagskrá í neðri deild eftir stuttar umræður daginn, sem hið nýja frumv. kom fram. En Fiskiráðinu mun aðallega hafa verið ætlað að dylja í augum sjávarútvegsmanna það ó- fremdarástand, sem nú er, enda voru Fiskiráðinu engin völd ætluð og engin fjárráð nema til að borga sjálfu sér kaup. Hótanlr Ó. Th. 1 tilefni af frumvarpi stjórn- arflokkanna um skipulag á fisksölunni og markaðsleitir fyrir sjávarútveginn, sam- hliða almennri íhlutun fisk- framleiðenda um þessi mái, ritar Ólafur Thors grein í Mbl. fyrir helgina. Sú greih er að vísu stutt. En hún er svo einstök að efni og af svo mikl- um ofstopa fram sett, að furðu gegnir. I þessari grein hefir Ólafur Thors beinlínis í hótunum við ríkisstjórn og Alþingi, ef skipulagi verði komið á fisk- söluna og fiskframleiðendur leystir undan yfirgangi Kveld- úlfs. Þessar hótanir Kveldúlfsfor- stjórans eru að vísu ónákvæmt orðaðar. En blaðið hefir það fyrir satt, að Ólafur hafi látið orð falla um það við menn í stjórnarflokkunum — einn eða íleiri —, að framkvæmd þessa máls skyldi verða dýrkeypt innanlands eða utan. Má segja, að nóg sé þá komið og meira en það, af frekju þeirra Kveldúlfsmanna. Það er á almanna vitorði, að fyrirtæki Ólafs Thors hefir verið og er skuldugasta ein- staklingsfyrii'tæki landsins, að því er haldið uppi fyrir náð bankanna og á ábyrgð alls al- rnennings í þessu landi. öll sanngimi sýnist mæla með því, að þessir piltar hafi sig hæga, þegar stjórn og lög- gjafarþing þjóðarinnar verða að grípa inn í til að finna nýj- ar leiðir fyrir sjávarútveginn út úr þeim erfiðu kringum- stæðum, sem þessa menn virð- ist skorta bæði vilja og for- sjá til að ráða bót á. RáSríkl Kveldúlfs. Það eru sannarlega of al- varlegir timar fyrir sjávarút- veginn nú, til þess að ein- stakri sérhagsmunaklíku megi haldast það uppi, að gera sig að drottnara yfir öllum sjáv- arútvegsmönnum landsins, cg neita þeim um alla hlutdeild í meðferð þeixra mála, sem þcir eiga alla lífsafkomu sína undir. Það er á flestra manna vit- orði, að það er fyrst og fremst hlutafélagið Kveldúlfur, sem veldur þeim vansmíðum, sem frá upphafi hafa verið á Sölu- sambandi ísl. fiskframleiðenda. Það er Kveldúlfur, sem þar hefir setið yfir hlut allrahinna smærri fiskframleiðenda. Og það er Kveldúlfur, sem nú síðast á hinum svokallaða „fulltrúafundi" Sölusambands- ins, hefir knúið það fram með frekju, að öllum sanngjörnum umbótum á skipulagi þessarar stofnunar væri hafnað. Jafnhliða hefir svo Ólafur Thors á Alþingi leikið skrípa- leik með gagnslaust hégóma- mál, í því skyni að villa fisk- framleiðendum sýn og beina huga þeirra frá þeim rangind- . um, sem þeir nú eru beittir og þeim félagslega óskapnaði, sem þeir verða að sætta sig við, sem m. a. ber þann árang- ur, að nokkur hluti af útvegs- mönnum landsins hefir ekki fengið flutt út nema 32% af ársafla sínum, á sama tíma og af öðrum fiski eru flutt út um 70% ái-saflans. Sérhagsmunlr Kveldúlls verða að víkja íyrir þjóðar- heiU. Bæði með tilliti til fortíð- ar og nútíðar, mun það vera hollast fyrir Ólaf Thors að spara sér yfirlæti og stór orð. Eins og aðrir þeir, sem hafa vanrækt og misnotað sitt hlut- verk, verður hann að sætta sig við, að hlíta forsjá annara og láta sér það lynda. Þaðerkom- inn tími til að hann viti það, maður sá, að hótanir af hans munni eru að engu hafðar, og að það eru hinar vinnandi stéttir en ekki Kveldúlfur, sem nú ráða í þessu landi. Og þeir mega líka vel vita það, Kveldúlfspfltar, að vinn- andi stéttir landsins hafa bæði ráð og manndóm til þess að koma fram fullri ábyrgð á hendur þeim, sem þykjast í þessu máli ráða yfir einhverj- um vopnum „innan lands eða utan“ og ætla sér að nota slflí vopn til að hindra þá löggjöf, sem almenningshagsmunir krefjast. Þjóðin er löngu orðin þreytt á sjálfsgorti þessara oflát- unga um „máttarstólpa“ hlut- verk þeirra í íslenzku atvinnu- lífi. Og í markaðsmálum sjáv- arútvegsins hefir, eins og allir kunnugir vita, heldur ekki ver- ið sá glæsimennskubragur á frammistöðu þeirra Kveldúlfs- manna nú upp á síðkastið, að þeir séu þess sérlega umkomn- ir að bera höfuðið hátt gagn- vart öðrum þeim, sem með þessi mál fara, eða gera sig digra af valdi sínu eða áhrif- um um þau efni. Endurteknar fyrirspurnir til stjómar Sölusambands ísl. fiskframleiðenda í tilefni af svokölluðum „fulltrúafundi" Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, sem haldinn var um síðustu mánaðamót, beindi Timinn 7. þ. m. eftirfarandi fyrirspurnum til stjórnar S. í. F.: 1. Hverjir gengust fyrir kosningu full- írúanna? 2. Hverjir kusu fulltrúana? 3. Eftir hvaða reglum voru fulltrúarnir kosnir? Síðan þessai' fyrii'spurnir voru bomar fram hér í blaðinu er liðinn hálfur mánuður. Ennþá er ekkert svar komið frá stjóm S. í. F. Hinsvegar hefir á þessum tíma oft verið í þennan „fulltrúafund“ vitnað í sum- um blöðum hér í bænum. Tíminn endurtekur því hérmeð fyrir- spurnirnar, og skorar á stjóm S. 1. F. að svara þeim nú þegar. Alþíngi 13.—19. nóv. Hinu nýframkomna frv. stjómarflokk- anna um skipulag fisksöluxmar og markaðs- leitir, er lýst á öðrum stað hér í blaðinu. Afurðasalan og ihaldið. Skömmu eftir þingbyrjun héldu þingmenn íhaldsflokksins fund um afurðasölumál land- búnaðarins. Á fundinum veittust sumir þingmenn flokksins mjög harð- lega að íhaldsblöðunum fyrir árásir þeirra á lögin þar sem þau nytu mikilla vinsælda úti á landi og yrðu þessar árásir til þess eins að draga úr fylgi í- haldsins þar. Myndi t. d. þessi skrif blaðaima verða mjög örðug til vamar á fund- um úti á landi. Þessir sömu þingmenn hafa þó ekkert gert til að hindra þessi svívirði- legu skrif blaða sinna. Aðrir þingmenn héldu því fram, að réttast væri að greiða atkv. gegn lögunum. Stjómin fengi hvort eð væri allan heið- urinn af þeim, og það væri of mikil viðurkenning á gerðum hennar, ef aðalandstöðuflokk- urinn greiddi atkvæði með lögunum. Urðu um þetta miklar deilur og höfðu hvorutveggju I hót- unum, að hlíta í engu flokks- samþykkt, þó gerð yrði. Tókst að síðustu samkomulag um það, að lýst skyldi yfir, að flokkurinn væri klofinn í mál- inul Birtist yfirlýsing um það í Mbl. daginn eftir, undirrit- uð af ólafi Thors. Segir þar „að mál þetta er ekki flokks- mál Sjálfstæðisflokksins“ og „málið hefir fylgi margra þingmanna flokksins í báðum deildum“. Sýnir þetta bezt á hve fall- anda fæti íhaldsflokkurinn stendur og að þar er hver höndin upp á móti annari. Á þingi heldur Magnús Jóns- son áfram að kalla mjólkur- lögin „árás á Reykvíkinga" gerða í þeim tilgangi „að leggja einn atvinnuveg bæjarbúa í rústir“ ? Framh. á 2. síöu. Aldur embættismanna. Allsherjarnefnd efri deildar hefir flutt þi-jú ný frumvörp eftir beiðni forsætisráð- herra. Hefir ráðherrann látið undirbúa þessi frumvörp. Eitt er um aldurshámark em- bættismanna, annað um breytingu laga um ríkisborgararétt. Þriðja er um friðun nátt- úruminja. I frv. um aldurshámark embættismanna er svo að orði kveðið, að opinberir starfs- menn í þjónustu ríkis, bæjar eða sveitar- felaga eða opinberra stofnana skuli að jafn- aði leystir frá starfi þegar þeir eru 65 ára að aldri. Heimilt er þó að þeim, „sem þykja til þess nógu ernir til líkama og sálar“, sé leyft að vera í embætti til 70 ára aldurs. Aldurstakmark þetta nær þó ekki til þeirra, sem kosnir eru almennri kosningu í opinber- ar stöður. Þeir, sem orðnir eru 70 ára er frv. öðlast lagagildi, víki úr stöðum sínum 1. jan. 1935. — Það mun nú vera orðið nokk- uð almennt viðurkennt hér á landi, og þó sérstaklega erlendis, að pheppilegt sé fyrir þjóðfélagið og geti jafnvel verið hættulegt, að láta menn, sem farnir eru að heilsu og starfskröftum og jafnvel orðnir sljóir and- lega, sitja i ábirgðarmiklum embættum. Enda er síður en svo vöntun á starfskröft- um yngri manna. Utlendingar á lslandi. í frv. um ríkisborgararétt er m. a. svo ákveðið, að ekki megi gera útlending að ís- lenzkum ríkisborgara, nema hann hafi dvalið hér á landi í 15 ár og að hann færi sönnur á, að hann hafi aldrei framið athæfi, sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Hingað til hefir verið næsta auðvelt að fá ríkisborg- avarétt hér á landi, en víðast erlendis er slíkur réttur veittur með hinni mestu var- kárni. Hvarvetna í heiminum er nú farið að hafa hinar ströngustu gætur á útlendingum, enda getur oftlega verið um menn að neða, sem ekki er hættulaust að hafa í landinu eða veita réttindi. Er það og ekki ótítt, að æfintýramenn og óaldarflokkar leiti til annara landa, setjist þar að og reki þar ýmsa vafasama starfsemi. Gæti slíkt vel komið fyrir hér á landi nú orðið, þar sem athygli umheimsins er vakin á landinu og ferðamannastraumur hingað fer vaxandi. Auk þessa hefir þjóðin naumast ráð á því eins og sakir standa, að láta marga erlenda menn öðlast hér atvinnuréttindi, enda reisa nú flestar þjóðir rammar skorður við sliku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.