Tíminn - 27.11.1934, Page 2

Tíminn - 27.11.1934, Page 2
204 T ! H I R R 2) Lán í veðdeild Búnaðarbankans eru með 6y2% vöxtum. (Þau lán voru veitt af- fallalaus). 3) RæktunarsjóðsLánin eru með 6% vöxt- um. . .j 4) Lán Byggingar- og landnámssjóðs eru með 5% ársgreiðslu. 5) Söfnunarsjóðslánin eru með 6% vöxt- um. 6) Sparisjóðslánin yfirleitt með víxilvöxt- um allt að 7yg%. 7) Ýms lán með 4—5% vöxtum. Það má hiklaust fullyrða um meginhluta þeirra lána, sem hér eru talin, að þau eru svo dýr, að mjög örðugt er fyrir landbúnað- inn að ávaxta þau, þegar tillit er tekið til þeirrar verðlækkunar, sem orðið hefir á af- urðum landbúnaðarins hin síðari árin, eftir að meginþorri lánanna hefir verið tekinn, og er nú mikið ósamræmi orðið á milli afrakstr- ar lánsfjárins og þeirra framleiðslutækja, sem það er bundið í. Sömuleiðis er orðið ósamræmi milli hinna föstu lána og veltu- íjárins (víxla o. þ. h.), en föstu lánin eru \ enjulega mun ódýrari, vegna þess að þau eru að jafnaði miklu betur tryggð, þó láns- tíminn sé að vísu lengri.. Nú eru t. d. ýms fasteignalán komin upp í og jafnvel yfir hæstu víxilvexti. Það er því bæði nauðsyn og réttlæti að færa þau mikið niður frá því, sem er. En hitt er þó íljótséð, að örðugleikamir við það eru mikl- ir, og næstum ósigrandi í jafn fjármagnsfá- tæku landi og hér, þar sem eftirspurnin eftir peningum er næstum óþrjótandi, og næstum því hve háir sem vextimir eru. Það er t. d. kunnugt, að ríkistryggð verð- bréf með 5% vöxtum (veðdeildarbréf) hafa undanfarin ár verið seld hér með 20—30% afföllum á frjálsum markaði. Að bæta á u'kið auknum erlendum lánum til verðbréfa- icaupa, má teljast neyðarúrræði á þessum tímum, þ ó sennilega verði ekki hægt að komast hjá því að einhverju leyti, auk þess sem þesskonar lán hafa til þessa ekki feng- izt undir 6% vöxtum, ef frá er talið lán það, er á þessu ári var tekið í Englandi til „konverteringar“ á ríkisláninu frá 1921, og nokkur smálán, sem tekin voru á sama ári. Leiðir til nmbóta En þar sem ekki verður hjá því komizt, eips og að framan er sagt, að gera nokkra tilraun til vaxtalækkunar fyrir landbúnað- inn, ef hann á ekki að sligast fullkomlega undir þunga þess lánsfjár, er á honum hvílir, verður að grípa til opinberra ráðstaf- ana til þess að létta þá byrði. Nú hefir með lögum um Kreppulánasjóð, fiá árinu 1933, verið gerð allróttæk ráðstöf- un til að lækka vexti og bæta kjör á hinum svokölluðu lausu skuldum bænda, þar sem miklum hluta þeirra er þegar breytt og verður breytt í föst lán með 4% vöxtum til margra ára, auk þess hluta þeirra, sem algerlega hefir verið niður felldur. En sú löggjöf hefir ekki snert hin föstu lán að öðru leyti en því, að nokkrum, en þó litlum hluta þeirra hefir þegar verið breytt í la-eppulánasjóðslán og lítilsháttar fellt nið- ur, og auk þess hefir með sérstökum lögum frá þinginu 1933, um heimildir til ýmissa ráðstafana vegna fjárkreppunnar, stjórn- inni verið gefin heimild til að greiða úr ríkissjóði þann hluta af vöxtum fasteigna- lána, sem er frarn yfir 4(4 %. Þetta hefir ríkisstjómin gert, og hefir fjöldi bænda fært sér þetta í nyt. Með sömu lögum hefir Búnaðarbanka íslands og Landsbanka verið gefin heimild til að veita greiðslufrest á af- borgun lána af veðdeildar-, Ræktunarsjóðs- og Byggingar- og landnámssjóðslánum. Stjóm Búnaðarbankans hefir notað heim- ild þessa og veitt afborgunarfrest á fjölda lána, en hinsvegar ekki stjóm Landsbanka íslands. Heimildin um afborgunarfrestinn nær yfir 5 ár, en heimildin til vaxtatillags- ins einungis árin 1933 og 1934, og er því útrunnin eftir næsta gjalddaga lánanna. Það má því ekki dragast að gera frambúð- arráðstafanir til vaxtalækkunar á hinuin föstu íánum, eftir því sem við verður kom- ið, því að þeir bændur, sem mest höfðu af lánum sínum í föstum lánum fyrir krepp- una, hafa ekki getað orðið aðnjótandi kreppulánanna nema að litlu leyti, og eru því orðnir verr settir en hinir. Verður nú farið nokkrum orðum um hvem framangreindan lánaflokk fyrir sig. 1) Veðdeild Landsbankans. Við veðdeild- arlánin sáum við ekkert unnt að eiga, þar sem vextir þeirra eru skaplegir, eða 4(4— 51/2%, eins og að framan er sagt. Þó að lánin hafi verið raunverulega dýr, vegna af- fallanna við sölu bréfanna, þá verður ekki Frmmh. á 8. alðu Fiskimálanefnd og »fagþekkiné« Eftir að kunnugt var orðið um takmarkanirnar á iim- flutningi íslenzks saltfiskjar á Spáni og víðar, hlaut það að vera hverjum hugsandi nianni ljóst, að einhverjai- ráðstafan- ir yrði að gera af hálfu lög- gjafarvaldsins, til að mæta þeirri hættu, sem atvinnu og lífsmöguleikum þjóðarinnar var búin af völdum þessara takmarkana. Framsóknarflokk- uirnn og Aiþýðuflokkurinn lögðu mikla vinnu í undirbún- ing frumvarp þess um „fiski- málanefnd, útflutning á fisld, hagnýting markaða o. fl.“, sem nú er fram komið á Alþingi. Jafnvel ólafur Thors, sem aldrei hefir átt upptök að nokkru nýmæli til þjóðþrifa og jafnan þykir rista grunnt, þegar um er að ræða úrlausn vandamála, mun hafa fundið það, að sem nýbakaður formað- ur Sjálfstæðisflokksins, yrði hann að sýna einhvern lit á því, að hann hefði þó a. m. k. tekið eftir því, að vegna ráð- stafana erlendra viðskipta- þjóða, væri fyrirsjáanlegt, að markað myndi vanta þegar á næsta ári fyrir um það bil fjórða hluta af venjulegri fisk- framleiðslu landsmanna. Til þess að friða sína pólitísku samvizku, bjó hann svo til frv. til laga um „Fiskiráð“, sem er hið aumasta vansmíði, eins og margoft hefir verið bent á hér í blaðinu, af því að hann skorti hugkvæmni til þess að láta þetta Fiskiráð hafa ein- hver völd eða einhverja mögu- leika til að gera eitthvað, sem að gagni mætti koma. Þótt engum, sem þekkir ó. Th., detti í hug, að hann muni koma með tillögur, sem leysa vandamálin, er hart, að þessi maður skuli með engu móti fást til að viðurkenna það, að þetta Fiskiráð hans yrði gersamlega gagnslaust og myndi á engan hátt hafa að- stöðu til að breyta neinu frá því sem nú er, þar sem þvi er eingöngu ætlað að hafa til- lögurétt, sem hver borgari þjóðfélagsins hefir án þess að vera í neinu „ráði“ eða „nefnd“. I frumvarpi stjórnarinnar er gert ráð fyrir, að nefnd sú, sem skipuð verði, hafi ákveðið valdsvið og sé henni jafnframt séð fyrir fé, svo að hún geti látið framkvæma það, sem lög- in ætlast til. Út af þessu frumvarpi hefir Ólafur Thors og Morgunblaðið ætlað að ærast og fullyrða, að með frumvarpi þessu, ef að lögum verði, sé verið að koma á einkasölu. Þetta eru tilhæfu- laus ósannindi eins og hver maður getur séð, sem frum- varpið les. Þar er einungis gert ráð fyrir einkasölu sem neyð- arúrræði, ef ómögulegt reynist að skipuleggja útflutninginn, svo að viðunandi sé án þeirra aðgerða. Og blaðið getur lýst yfir því fyrir Framsóknar- flokksins hönd, að sá flokkur mun a. m. k. ekki styðja að því, að gripið verði tU þess neyðarúrræðis fyr en öll önnur sund er,u lokuð. 1 sjálfu sér telur blaðið, að Framsóknar- flokkurinn myndi geta vel við það unað, að fellt yrði nið- ur úr frv. varaákvæðið um einkasölu, þar sem alltaf er hægt að grípa til þess ráðs að setja á einkasölu með bráða- birgðalögum, ef brýn nauðsyn krefur, eins og ólafur Thors gerði á sínum tima þessar vik- ur sem hann var ráðherra seint á árinu 1932. Það er eftirtektarvert, að Sjálfstæðismenn hafa alls ekki fengizt til að rökræða stjórn- arfrumvarpið opinberlega, en hafa í þess stað haft í frammi stóryrði og hótanir svo sem gleggst kemur fram í grein Ó. Th. í Mbl. 14. þ. m. Skal hér með skorað á ólaf Thors að svara því skýrt og afdráttarlaust, hvað felst í þessum hótunum, sem hann hefir látið koma fram bæði á prenti og munnlega f viðtölum við einstaka menn. I áðumefndri grein ó. Th., sein eins og áður er fram tek- ið, ekki hróflar neitt við efni stjórnarfrumvarpsins uml fiski- málanefnd o. fl., er hann að nöldra um það, að eitthvað sé tekið úr hans frumvarpi, m. a. hugmyndin um nefndina. Ætti hann að gleðjast yfir því, ef svo væri, og sjálfsagt myndu flokkar þeir, sem að frv. standa, vel geta gert Ó. Th. það til eftirlætis, að kalla nefndina „ráð“, ef honum væri einhver huggun í því. Annars var frv. stjórnarinnar búið að fá nafn og form áður en frv. Ólafs Thors kom fram, og fannst mönnum engin ástæða til að fara að breyta um nafn á nefndinni, þó að montnum mönnum eins og Ó. Th. þyki kannske meira varið í að vera í „ráði“ heldur en „nefnd“. í umtali Mbl. og Ó. Th. um „Fiskiráð" er sífellt verið að ala á því, að með þessu sé sjávarútveginum sköpuð „for- ysta“ hinna hæfustu „fag- manna“. Mönnum til glöggv- unar skal það nú rifjað upp hvernig nefndarskipunin er hugsuð annarsvegar eftir stjómarfrumvarpinu og hina- vegar eftir frumvarpi Ó. Th. Fiskiráð ó. Th. á að skipa sem hér segir: Ráðherra til- nefnir formann, Alþýðusam- band Islands einn, Fiskifélag íslands einn, Félag ísl. at- vinnurekenda einn, Fisksölu- sambandið einn, Matjesíldar- samlagið einn og Verzlunar- ráð íslands einn. Eftir stjómarfrv. verður fiskimálanefnd þannig skipuð: Atvinnumálaráðherra tilnefnir einn, Alþýðusambandið einn, Fiskifélagið einn, Botnvörpu- skipaeigendur einn, Landsbank- inn einn, Útvegsbankinn einn og Samband ísl. samvinnufé- laga einn. Á samanburði þessum sézt, að þrír fyrstnefndu mennimir eru skipaðir af sömu aðilum í báðum tilfellunum. I frv. stjómarinnar er botnvörpu- skipaeigendum ætlað að til- nefna einn manninn, af því að enginn almennur félags- skapur útgerðarmanna er til. Ætti tilnefning þess manns að geta tekizt það lánlega, að hann hefði engu síður fagþekk- ingu heldur en t. d. maður skipaður af Verzlunarráðinu. I staðinn fyrir tilnefning Fisk- sölusambandsins og Matjesíld- arsamlagsins, sem hvomgt er varanleg stofnun og starfar aðeins frá ári til árs, er Lands- bankanum og Útvegsbankan- um ætlað að tilnefna tvo menn, og ætti ekki að óreyndu að að vantreysta þeim stofnunum til að geta haft á að skipa mönnum með sæmilegri þekk- ingu á högum sjávarútvegs- ins. Þá hefir ó. Th. stungið upp á að félag atvinnurekenda tilnefni einn mann, en stjóm- arfrv. gerir ráð fyrir, að Sam- band ísl. samvinufélaga til- nefni einn mann. I sambands- félögunum er fjöldi smáútgerð- armanna víðsvegar um land, og virðist það engin goðgá, þó að þeim sé ætluð tilnefning á einum manni, Hinsvegar er félag atvinnurekenda nýstofn- að, ef þá búið er að ganga endanlega frá stofnun þess. Og þótt ekkert skuli hér í þann félagsskap hnjóðað, þá virðist þar alllangt seilst að ætla félagi, sem aðeins er í stofnun, tilnefningu í þessa nefnd. Blaðið vill alvarlega beina því til þeirra Sjálfstæðis- manna, sem virðast vera á móti frv. stjórnarinnar, hvort þeir vilja ekki yfirvega það ró- lega og sleggjudómalaust, livaða frambærilegar ástæður séu fyrir því, að skipa nefnd- ina öðruvísi en stjómarfrum- varpið gerir ráð fyrir. í sambandi við tal ólafs Thors um „fagþekkingu“ í sjávarútvegs. og fisksölumál- um, væri enn ekki of seint að rifja upp „fagmennsku" þeirra Kveldúlfsmanna við fisksöluna 1931. Eiga enn margir um sárt að binda út af meðferð þeirra á fiski þeim, sem þeir tóku í umboðssölu af fiskframleið- endum það ár, og þarf Ó. Th. því ekki að koma það neitt á óvart, þó að menn taki ekki gambur hans um fagþekkingu í þessum málum neitt sérlega hátíðlega. Það er líka í þessu sambandi eftirtektarvert, hve mikið ber á því í umtali íhaldsmanna um fisksölumálin, að nauðsyn beri til að takmarka framleiðsluna. Þetta er handhægt ráð og í- haldsmönnum líkt. þeim er tamt að standa kyrrir og haf- ast ekki að, ef vanda ber að Fjármálastefna íhaldsins Framh. af 1. síðu. mikilli ákefð um meiri og hærri laun — aukna kaup- getu? Samtímis segir hann að þetta sé hið háskalegasta mein fyrir alla aðra og þjóðina í heild. En hvað finnst sveitafólkinu, sem undanfarin ár hefir orðið að neita sér um ýmsar brýn- ustu lífsnauðsynjar? Hvað finnst verkamönnum og sjó- mönnum? Finnst fátækum al- menningi, að hann geti komizt af með að kaupa minna en hann nú gerir? Er vinnandi fólk til sjávar og sveita fúst til þess að draga úr kaupgetu sinni og spara við sig lífsnauð- synjar enn meir en orðið er, til þess að geta hlíft hátekju- og stóreignamönniim við aukn- um sköttum? höndum. Þá kann og líka að vera einhver grunur hjá hin- um stóru útgerðarmönnum um það, að framleiðslutakmörkunin myndi frekar lenda á smáút- gerðinni en þeirri stóru. Þarf ekki frekar að færa rök að því máli. Liggja til þess svo auð- sæjar ástæður hverjum heil- skyggnum manni, sem eitthvað hefir fylgst með í málefnum útgerðarinnar hin síðari ár. Stjómarflokkamir munu hinsvegar ekki fyr en í fulla hnefa ganga inn á þá braut, að takmarka framleiðsluna. Slík neyðarúrræði fyrir viim- andi menn í landinu koma ekki til greina fyr en öll önnur sund eru lokuð, eins og frv. stjórnarinnar líka ber ljósast- an vott um. \ Lárus Jóhannesson tapar í annað sinn Forstjóri Áfengisverzlunarinnar sýknaOur I Hæstarétti I hæstarétti í gær var kveð- inn upp dómur í hinu svo- nefnda Rosenbergsmáli. Dómur Hæstaréttar féll á þá leið, að Áfengisverzlunin var sýknuð, en málskostnaður látinn falla niður. I undirrétti hafði Áfengisverzlunin verið dæmd til að greiða krónur 62.190,50, til stefnandans, Lúr- usar Jóhannessonar. Vorið 1928 keypti Alfred Rosenberg veitingahúsið Hotel Island. Fyrverandi eigandi veitingahússins hafði munn- legt leyfi ríkisstjómarinnar til vínveitinga og var jafnframt umsamið, að hann skyldi fá 331/3% af útsöluverðinu í sölulaun. Þegar Rosenberg varð eig- andi veitingahússins þurfti að sjálfsögðu að endumýja þetta leyfi. Þáverandi dómsmála- ráðherra taldi óverjandi með öllu, að veitingahúsið fengi í sinn hlut þriðjunginn af út- söluverði vínanna. Veitti hann leyfið með því skilyrði, að sölu- launih væm 10% og leyfið væri uppsegjanlegt, hvenær sem væri. Stóð þessi samning- ur til 1. febr. 1930, en þá var veitingahúsið svift vínveitinga- leyfi. Mál þetta lá svo niðri þang- að til Láms Jóhannesson hafði tapað málinu gegn Áfengis- verzlun ríkisins á síðastl. vori. Mun hann hafa ætlazt til að geta fengið þama einhverjar raunabætur og fengið leyfi Rosenbergs, eða keypt af hon- um kröfuna, til að höfða mál gegn Áfengisverzluninni, vegna þessara viðskipta. Byggði hann kröfu sína á því, aS vegna þess, hve sölulaunin voru lág, hafi Rosenberg verið seld vín- in of háu verði, en því hefir nú verið hrundið með dómi Hæsta- réttar. Ríkissjóður hefir þannig hagnazt á þessari ráðstöfun fyrv. dómsmálaráðherra, Jón- asar Jónssonar, svo tugum þús. kr. skipti. 331/3% sölulaunin eru glöggt dæmi íhaldsráðs- mennskunnar, þar sem hlynnt er að gróðabrallsmönnum og „spekulöntum" á kostnað rík- issjóðs og almennings í land- inu. Eins og kunnugt er, var Pét- ur Magnússon verjandi Áfeng- isverzlunarinnar í hinu fyrra máli Lárasar Jóhannessonar. Hefir hann fengið greidda á- litlega fjárhæð fyrir það starf sitt og mun flestum þykja það nægileg greiðsla til þess, að Pétur legði rækt við að halda sem bezt á þessum málum um- bjóðanda síns. Þann 4. júlí síðastliðinn sendir Láras Jóhannesson samningstilboð um að láta mál þetta falla niður, ef hann fengi greiddar kr. 49.781,60. Bréf þetta sendi dónismálaráðuneyt- ið Pétri til umsagnar. Pétur svarar nokkram dögum síðar. Fer hér á eftir niðurlagið á bréfi Péturs, sem sýnir hvaða tillögur hann gerir: „Álit mitt er - því, að yfir- gnæfandi líkur bendi til, að úr- slit málsins muni verða þau, að Áfengisverzlunin muni verða dæmd til að endurgrelða þann hluta álagningarinnar, er fer fram yfir 75% af kostnað- arverði. Hinsvegar get ég eigi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.