Tíminn - 05.12.1934, Page 2
208
T i M I W N
Útsöiumenn
rog kaupendur Tímans um allt
land eru vinsamlega beðnir að
gera upp reikninga sína við
blaðið, ekki síðar en um ára-
mótin. V. G.
súgulegrar þekkingar og heimilda og að
tara ráðvandlega með allar heimildir. 1 því
efni er engin skortur heimilda sem skylt er
;ið nota, og nota rétt, þegar ritað er um
þróun samvinnustefnunnar hér á landi.
En nútímaæskan er yfirleitt ekki hneigð
til þess að líta til baka, sízt með virðingu
fyrir hugsjónum og reynslu fyrirrennara
sinna. Hún þykist ekki þurfa stuðnings né
léiðsagnar frá fortíðinni, enda eru viðhorf
mannlífsins nú að flestu leyti ný, og óvenju-
legum býltingum háð, þótt hin náttúrlegu
(guðlegu) grundvallarlög lífsins séu hin
sömu sem þau hafa verið frá eilífð og munu
verða til eilífðar. Þess er ekki gætt sem
skyldi, að viðhorf m'annlífsins á hverjum
tíma eru ávalt ný, og að þau eru manna-
verk; þau eru ávalt bein og rökrétt afleið-
ing af athöfnum eldri og horfinna kynslóða,
og verða þess vegna ekki skilin án skiln-
ings á lífsviðhorfi fyrri kynslóða og við-
leitni þeirra til að ráða gátur mannlífsins
og byggja upp lífsskoðanir.
Það ei' synd- að' segja að nýtímafólkið
iiafi iýðræðishugsjónina í hávegum, með
smni eðlilegu, hægfara þróun. Nú er krafan
sú, að öll mein mannlífsins sé lagfærð og
læknuð í einu heljar-átaki jarðlífinu í einu
hendingskasti smellt inn í ævarandi sælu-
ástand, eihs og að námsárum mannkynsins
væri nú að fullu lokið. Og þetta á allt að
gerast með valdboðum sterkra stjómenda,
einvalða.
Hvað hefir svo óunnizt á þessari leið?
Að Einstein er flæmdur í útlegð og ofsóttur
þar, en Hitler gerður að heimsleiðtoga, og
að höfð eru býtti á Lenin og Jesú Kristi,
að bókasöfn eru brennd og smíðaðar nýjar
eitursprengjur. Þessa lífsstefnu aðhyllist nú
ekki svo lítill hluti af yngstu kynslóðinni,
þar á meðal námsfólkið í skólum vorum,
ýmist sem nazistar eða kommúnistar. Er þá
ekki að undra þótt þessar andlegu krabba-
tegundir einnig teygi arma sína inn í sam-
vinnuhreyfinguna og trufli hennar eðlilegu
þróun á lýðræðisgrundvelli.
Slíku fáti og andlegu uppnámi hefir
heimskreppan valdið, þessi ægilega en eðii-
lega afleiðing af skammsýni og syndnm
feðranna. — Efnalegt volæði við hliðina á
ofurgnægð hefir orðið mönnunum ofurefli,
af því þeir hafa ekki komið auga á frum-
crsakirnar og reynt að uppræta þær, en
stara sig blinda á afleiðingamar, sjúkdóms-
einkennin, sótthitann, og hugsa sér að kæfa
hann með kraftaverkum og kynjalyfjun;.
Árangurinn er viðlíka haldgóður og frjó-
samur fyrir gróður og þróun mannlífsins,
eins og þegar indverskir fakírar láta stórar
skógareikur vaxa af fræi á fáum mínútum
fyrir augum dáleiddra áhorfenda. Aðferðin
§r viðlíka fjarlæg eðlislögmálum náttúrunn-
ar og lífsins, heldur viðlíka lífsgildi.
Hin náttúrlega jarðlífsþróun er hægfara,
og' fylgir sínum eigin lögmálum, en lætur
ekki að taumhaldi framhleypinna og nær-
sýnna fauta, hvort sem þeir em í gerfi naz-
ista eða fasista, kommúnista eða sósíalista,
íhalds eða framsóknar. Þróunin hefir tím-
ann fyrir sér, og fyrir endann á honum
hefir enginn séð, hvorki til baka né fram-
undan.
Mönnum er gjarnt að hugsa sér tímann
sem öldung kominn að fótum fram. En hver
vill mæla hlutföllin á milli þess, sem af er,
og þess sem eftir er framundan?
Binn vitur maður hefir sagt, að nútíma-
mennihgin væri barnasjúkdómur mannkyns-
ins*). Hvers halda menn að sá maður hafi
vænzt af ókomna tímanum?
Þetta er sjónai'mið sannra samvinnu-
manna, þetta er þeirra lífsskoðun, sem þeir
byggja á allar sínar athafnir.
Þeir fara að engu óðslega af því þeir
stefna að marki, sem þeir vita að enn er
í fjarlægð, og af því þeir vita, að þróunin
ei' eilíf. Þeir leitast við að verða samtaka,
ekki einungis hver öðrum, heldur einnig
logmálum náttúrlegrar eðlisþróunar.
Það er þessi lífsskoðun, þetta mat lífs-
gildanna, sem bjargað getur, og bjarga mun
hinni vestrænu menningu frá tortímingu, og
samið frið á jörðu, með réttlætis- og jafn-
réttishugsjónina að leiðarvísi.
Gamall samvinnumaður.
*) Carpenter: „The Civilisation, íts Cause and
Cure“
Fjárlðgin
Framh. af 1. síðu.
Ný vinnubrögð.
Þau vinnubrögð, sem nú eru
upp tekin af hálfu stjórnar og
þingmeirihluta, mega heita ný
á Alþingi og stórlega til fram-
fara.
Hingað til hefir sú verið
venjan að endanleg afgreiðsla
fjárlaganna hefir farið meira
og minna í handaskolum, og ,
tilviljun ein og hrossakaup
einstakra þingmanna ráðið
miklu um margt það, sem sam-
þykkt hefir verið. Viðleitni
stjórna og fjárveitinganefnda
til að gæta ábyrgðar við af-
greiðslu fjárlaganna hefir
þannig verið stórlega spillt.
Þau vinnubrögð, sem nú eru
upp tekin af hálfu stjómar-
flokkanna eru í líkingu við það,
sem tíðkast í þingum hinna
reyndari þjóða, þar sem ramm-
ar skorður eru settar við því,
að einstakir þingmenn geti
komið fram breytingum til
hækkunar á ríkisútgjöldunum.
Sum þing eru þó undantekn-
ing í þessu efni, sakir flokka-
fjölda og ábyrgðarlausra „einka
fyrirtækja“ einstakra þing-
manna, sem „spekulera" í fjár-
lögunum. En flestum ber sam-
an um að af því stafi hinn mesti
voði.
Með þeim losaralegu vinnu-
brögðum, er tíðkast hafa áður
um afgreiðslu fjárlaganna,
má segja, að enginn sé raun-
verulega ábyrgur fyrir því,
hvemig fjárlögin eru úr garði’
gerð. En núverandi stjóm og
þingmeirihluti óskar ekki eftir
að mæla sig undan ábyrgð.
Slíkrar ábyrgðar er full þörf
ávalt — og þá eigi sízt á slík-
um alvörutímum, sem nú eru.
Vafalaust hefir það vakið
allmikla eftirtekt, hversu fast
þingmenn stjómarflokkanna
standa saman við allar atkv.-
greiðslur um fjárlögin. Þau
sterku samtök auka traust rík-
isstjómarinnar og starfsmögu-
leika.
Af hálfu íhaldsmánna var því
haldið fram í vor, að engrar á-
byrgðartilfinningar væri að
vænta á Alþingi, nema íhalds-
flokkurinn fengi hreinan meira-
hluta! En reynslan sýnir hið
gagnstæða:
Að ábyrgðartilfinning þing-
meirahlutans og samtök um
skynsamlega afgreiðslu fjár-
laga hafa aldrei verið eins góð
og nú — þegar íhaldið ræður
engu.
Kauplélay Ejrfirðinga heíir fest
kaup á Kongshaug, norslca síld-
veiðaskipinu, sem strandaði á
Sigiufirði i veturnáttabylnum.
Skipið náðist út og var dregið
af varðskipi til Akurcyrar.
Kryddsildartollur. Sjávarútvegs-
nefnd nd. flytur í samcinuðu þingi
þáltill. um að skora á stjórnina að
fá afnuminn innflutningstoll í
Danmörku af islenzkri kryddsíld,
en eins og nú er ástatt, njóta Is-
lendingar ckki jafnréttis við Dani
í þessu eíni, sem þó ætti að vera
eftir sambandslögunum. Dansk-ís-
lenzka ráðgjafarnefndin hcfir
látið í ljós það einróma álit sitt,
iið tollur á islenzkri síld i Dan-
mörku fram yfir það, sem greitt
er af danskri síld sé brot á sam-
bandslögunum.
Frétt frá Norðfirði scgir, að
haustafli hafi orðið þar óvenju
lítill og síldar hafi ekki orðið
vart.
Nautgripir 1932. í fardögum 1932
var 436 nautgripum fleira hér á
landi en verið hafði árið áður. í
; sumum sýslum hafði þeim þó
íækkað á árinu, í Barðastrandar-
i sýslu nm 15%, Dalasýslu um 10%
op Snæfellsnessýslu 9%. Mest
fjölgun varð i kaupstöðunum
18% og i Gullbringu- og Kjósar-
sýslu 12%.
Búpeningur landsmanna. Bún-
áðarskýrslur fyrir árið 1932 eru
nýkonmar út. Samkvæmt þeim
var búpeningseign landsmanna í
iardögum 1932 sem hér segir:
Sauðfé 706.415, nautgripir 30.015,
hi'oss 46.328, Hænsni- 54.694, Svín
138, endur 833 og gæsir 71. Svín,
gæsir og endur hafa ekki áður
verið talin á búnaðarskýrslum.
Krá því árið áður hefir sauðfé
tjölgað um 2%, nautgripum um
1%, hænsrium um 7.6% og hross-
mn fækkað um 3%.
í Borgamesi urðu nokkrar
skemmdir í ofsaveðrinu nýlega.
Brotnaði 1 þvi veðri 8V2 metra
langt skarð i skjólgarð, sem byggð-
ur var framan á bryggjunni suð-
vestantil, til að varna að sjór gengi
yfir hana.
Laxveiðiu 1932. Samkv. nýkomn-
uin hlunniridaskýrslum frá Hag-
stofunni fyrir 1932 hefir laxveiðin
verið óvenju mikil það ár. Alls
hafa veiðst 26.298 laxar. Árið 1931
veiddust 11.847 laxar og mcðaltal
10 næstu áranna þar á undan er
rúm 15 þús.
Ljóð eftir Einar H. Kvaran eru
nýkómin á bókamarkaðinn.
Gengst ísai'oldarprehtsmiðja h.f..
fyrir útgáfunni í tilefni af 75 áva
_afmæli skáldsins.- Ljóð Einars eru
ekki mikil að vöxtum og segist
"liörnim sjálfum frá því á þennan
hátt 1 formála bókarinnar:. „A
einu skeiði æfi minnar fannst mér
ég þurfa fyrir hvern mun að
yrkja (sbr. fyrstu vísumar í þessu
safni). En það hefir atvikast svo,
uð ég fór að „draga andann“ með
öðrum hætti. Fyrir því er þetta
safn ekki stærra en það er“. Mörg
af þeim ljóðum, sem þarna birtast
eru þjóðkunn og er því óþarft að
íeila um þau neinn dóm. Bókin er
rnjög vönduð að frágangi. Má
ganga að því vísu, að þetta ljóða-
kver rp.uni ná miklum vinsældum.
Strákarnir sem struku heitir
saga eftir Böðvar frá Hnífsdal.
Er hún nýlega komin á bóka-
markaðinn.
Marfa Markan hélt söngskemmt-
un í Ilamborg 25. f. m. og hlaut
hún lofsamlega dóma þar í blöð-
unum.
Hátíðahöld stúdenta 1. dcs. voru
sem hér segir: Kl. 1 skrúðganga
frá Stúdentagarðinum að Alþingis-
húsinu. Lúðrasveit Reykjavíkur/
spilar. Kl. IV2 flutti þórður Eyj-
ólfsson prófessor ræðu af svölum
Alþingishússins. Kl. 3var skemmt-
un í Gamla Bió: Ræða, dr. Einar
01. Sveinsson. Fjórhent pianospil,
Emil Thoroddsen og Páll ísólfs-
son. Upplestur, þorsteinn Ö. Step-
herisenr F.insöngur, Pétur Jónsson
óperusöngvari. Kl. 7 darisleikur á
Hótel Borg. Stúdentablaðið kom út
og var selt á götunum allan dag-
inn.
Eggjasölusamlag hafa eggja-
framleiðendur i nágrenni Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar stofnað
nýlega, eins og getið hefir verið
liér í blaðinu. Hefir það falið
Sláturíélagi Suðurlands að sjá um
heildsölu eggjanna. Eggin verða
stimpluð, flokkuð og pökkuð i
pappaöskjur 10 egg í hverja —
og fylgir askjan í kaupbæti.
Verða eggin stimpluð með sér-
stöku merki hvers framlciðandn
og flokkuð eftir þyngd. Er þetta
fyrirkomulag mjög til bóta. Fyrir
Innflutningsnefndina er það mik-
ið hagræði, að hcildsalan skuli
vera á einni hendi, þvi með þvi
verður fengin betri vitneskja um
eggjaframleiðsluna ' innanlands og
því hægt að talcmarka meira inn-
flutning eggja en vcrið hefir.
Neytendum er þetta einnig til
mikils hagrœðis. Hefir undanfarið
verið oft hin mestu vandræði að
kaupa íslenzk egg, bæði vegna
skemmda og hvað þau eru lítil,
þó verðið væri það sama. Flokk-
un eggjanna og stimpilmcrki
framleiðandans œtti að vera rík
hvöt til að bæta framleiðsluna.
Ætti þessi umbót að verða til þess
að auka eggjaframleiðsluna í
landinu, en egg eru nú flutt til
landsins fyrir Huridruð þús. kr.
árlega.
Enginn minntist á Möllerl ])að
hefir vákið eftirtekt ýmsra, sem
hlýddu é eldhúadagsumraiðumar, '
uð euginn stjórnarandstæðingur
fann ástæðu til þess, að minnast
á Jakob Möller og brottvikningu
hans úr embætti eða finna að
þeirri ráðstöfnn við stjómina. --
l’essi þögn skýrir sig sjálf eins 02
geðvonzka V'isis nú um þingtím
■ III! !
Eintal sálarinnar. 2 umr. fjárl
euilaði kl. 3y2 á laugard.nótt með
raiðu þorsteins Briem. það -lictir
þótt við brenna, að þingmenn og
áheyrendur hafa slæðst burtu, er
þessi þm. hefir talað, eu i þetta
skiíti setti hann met 1 því að
lula yfir auðum stólum á Alþingi.
A þessa rœðu hans hlýddu aðeiiis
íorseti, ílannes Jónsson og auk
þess einn þingskrifari, er þurfti
að teikna á pnppirinn þ;ið sem jv
Hr. Iramleiddi. En hrátt eyrðí
ll.'umes ekki heldur undir ræðu
hans, og skundaði út. Nokkrir j
menn sátu í ráðherraherberginu
og höíðn lokað á milli. En þor
•steini brá hvergi og þrumaði hann
víir tómum stólunum lengi vel.
Að síðustu snéri hann máli sínu
til háttv. 10. landskjörins þm.
Vitti hann mjög íramkomu þessa
manns i þinginu og endurtók það
livað eftir unnað, að sá hv. þm.,
10. landskj., væri ekld til upp-
byggingar á þessum stað, og á
engan hátt svaraverður. Sumir
halda uð þorsteinn hafi ætlað að
heina þessum orðum sínum gegn
Sigurði Einarssyni, sem er 9.
landskjörinn, en hitt telja þó
margir sennilegra, að þegar þor-
steinn sá, -að hann hafði engan til
að tala við, hafi hann tekið það
ráð að tala við sjálfan sig, og á
orðbragðið þá vel - við, því 10.
landskjörinn ,er enginn annar en
þorsteinn Briem sjálfur.
Ótrúlega prúður. í grein í Mbl.
í gær um Ólaf Thors ferst höf-
undi hennar (sem raunar mun
vera Ó. Th. sjálfur!) þannig
orð, að Ólafur Thors sé „bæði
rökíimur, mælskur og ótrúlega
prúSur við aðra eins menn og
lrnnn oft á í orðastað við“ — það
verður ekki sagt að aldrei finnist
neisti af. meinlcgri fyndni eða
giiinánsemi i Mbl., eftir þessa lýs-
ingu og aðrar álíka, í sömu
grein. þessi máður ætti að skrifa
meira í Mbl.
Sunnudagsníð Morgunblaðsins 1
fyrradag snerist að vanda mjög
að Hermanni Jónassyni forsætis-
ráðherra. Nú síðast hefir Valtý
sárnað mjög að forsrh. gerði i eld-
húsdagsumr. hæfilegt „grín" að
Olafi Thórs fyrir grunnfærni hans
og pólitíska löðurmennsku. En
Morgunbl. er viðkvæmt að rætt sé
um slíka hluti, enda eiga moð-
hausarnir um þetta mjög sammerkt
við Ólaf, svo að vart má í milli
sjá. I bræði sinni og vandræðum
ræðst blaðið að forsrh. fyrir það,
að dómar hans, meðan hann var
lögreglustjóri, hafi staðizt illa fyr-
ir hæstarétti. Hér fara moðhaus-
arnir sem oftar heldur en ekki
aftan að sannlcikanum. það má
fullyrða, að enginn dómari i land-.
inu hefir dæmt jafnmarga dóma
og Hermann Jónasson meðan hann
var lögreglustjóri og fyrir engum
dómara hefir verið hrundið færri
dómum. Morgunbl. er að vonum
liugstæður dómur hæstaréttar í
Belgaumsmálinu og Behrens máli
Magnúsar Guðmundssonar, en öll-
urn almenningi ei' nú ljóst orðið,
hversu géðslegir þeir dómar voru.
Armars er engin ástæða til að
svara brópyrðum moðhausanna,
•■nda munu nú flestir aðrir cn
þeir vera famir að láta sér skilj-
ast það Hermanni Jónassyni verð-
ur harla litill geigur gerður með
svonu löguðum skrifum það
eitt vinnsf á, að sunnudagsníð
Moggans gerir hann sjálfan ögn
viðbjóðslegri og sóðafengnari en
hann er hversdagslega.
Siglfirðingar vilja íá útibú frá
Landsbankanum. Nýlega var sam-
þykkt f bæjarstjóminni á Siglu-
firði eftirfarandi tillaga, sem bor-
in var fram af þormóði Eyjólfs-
syni: „Með þvi að almenri banka-
viðskipti á Siglufirði- eru orðin
svo umfangsmikil, að ofvaxið má
teljast fyrir einn sparisjóð að
anna þeim, og með því að ríkið
sjálft greiðir mikið fé fyrir banka-
störf vegna ríkisverlcsmiðjanna,
skorar bæjarstjóm Siglufjarðar á
I.andsbanka tslands (banltaráð og
bankastjóm) að setja upp útibú ó
Mm a flrðfitiin
sjðtugur
Þann 18. nóv. sl. varð Þoi>-
steinn Jónsson á Hrafntóftum
sjötugur. Hann var fæddur að
Hrafntóftum 18. nóv. 1861.
Hann byrjaði búskap á föður-
leyfð sinni 25 ára að aldri og
bjó þar ágætu búi í 34 ár, frá
1890—1924. Þorsteinn var hinn
mesti búhöldur, efnaðist vel,
bætti jörð sína stórmikið og
ól vel upp mörg og mannvænleg
börn. Hann var- tvíkvæntur og
er síðari kona hans andaðist,brá
hann búi og fékk börnum sín-
um í hendur jörðina. Dvelur
hann síðan oft í Rvík á vetr-
um en heimá á Hrafntóftum á
sumrin. Þorsteinn er manna
frjálslyndastur í skoðunum og
hefir frá því að Framsóknar-
flokkurinn tók að starfa verið
einn af öruggustu forvígismönn
u m þeirrar stefnu í héraði sínu'
Tíminn óskar Þorsteini þess,
að hann eigi eftir að starfa vel
með sama áhuga og einlægni
fyrir áhugamál sín, bæði heima
í héraði og í þjóðmálunum.
Siglufirði upp úr næstu áramób
um, sem starfrækt sé allt árið“.
„Eru Indíánar Eskimóar?" þess-
ari spumingu hefir hæstarétti i
Canada verið falið að svara, en sér-
fræðingum ber ekki saman um
svarið. Á svarinu veltur, hvort Can-
adastjórn eða Quebecfylki beri að
greiða Eskimóum í Quebec kreppu-
hjálp. Quebecstjórn heldur því
fram, að Eskimótar séu índiánar,
og þar sem Indíánar séu undir
vernd sambandsstjómarinnar, sam-
kvæmt lögum, þá beri stjórninni
að greiða þeim krcppuhjálp. Can-
ada-stjórn hcldur því aftur ó móti
fram, að Eskimóar séu ekki Indi-
ánar, og beri henni því engin
skylda tii þess að sjá þeim far-
horða.
Lloyd George fékk flest atkvæðL
Enskt sunnudagsblað lagði nýlega
íyrir lesendur sína þessa spurn-
ingu: Hver er vinsælasti stjóm-
málamaður Englands? Spurning-
unni lét blaðið fylgja nöfn tutt-
ugu þelcktra manna, sem lesend-
urnir gátu valið milli. Úrslitin
urðu þau, að Lloyd George fékk
flest utkvæði eða 229,126, mestur
varð Winston Churchill með
226.898. þriðji varð Neville Cham-
berlain fjármólaráðlierra, fjórði
John Simon og fimmti Snovden
•lávarður. Foringi íhaldsflokksins,
Baldwin, varð sá áttundi 1 röðinni,
MacDonald ellefti, Elliot landbún-
aðarráðherra fjórtándi og jafnað-
annannaforinginn Stafford Cripps
tuttugasti.
Merkileg samgöngatilrann var
nýlega gerð í París. Svifflugvél
settist niður á eina höfuðgöt-
una, stóð þar við í nokkrar mín-
útur, og hóf sig síðan aftur til
flugs. Umferð hélt áfram ótrufluð
um götuna á meðan. Tilraunin,
sem gerð var á vegum póstmála-
stjórnarinnar og samgöngumála-
ráðuneytisins, og voru viðkomandi
ráðherrar sjónarvottar að þvi,
hvernig þetta tókst.
Fær hún svar? Fislcimær nokk
ur í Hjaltlandi vildi endilega eign-
ast fallegan sjómann, en henni
leizt ekki á neinn þar í grenndinm
Ilún skrifaði því biðilsbréf og lét
það í ílösku úsamt mynd af sér
og biður nú moð óþreyju eftir
»vari.