Tíminn - 12.12.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.12.1934, Blaðsíða 1
(Sjaíbbagt 6IaA0tne ec I. |únl. 'SScaangactna (oatac IO ít. 55. blað. Reykjavík, 12. desember 1934. Kattarþvottur Magnúsar (juðmundssonar Hann reynir að þvo af sér makkið við Björn Gíslason en kámið gengur ekki at honnm. Nýjar leíðir í sjávarútveásmálum Magnús Guðmundsson heíir undanfarið gert tilraun til að þvo af sér makk sitt við Björn Gíslason. — Hann hefir deilt á núveranda dómsmálaráð- herra fyrir það, að hann hafi gert hið sama í máli Bjöms og Magnús hafi áður gert, — og hlotið óorð fyrir. — Þetta er nú fyrst og fremst brosleg ádeila, en auk þess algerður uppspuni, eins og auðvelt er að sanna. ' Mál Björns Gíslasonar gerði íhaldið svo sem kunnugt er, að sínu máli og ætlaði að nota það eins og fleiri mál til þess að koma Hermanni Jónassyni á kné. — Birni var lagt til saur- blað, hann var látinn sigla. Eggert Claessen var gei'ður að verjanda hans — en allt kom fyrir ekki. Björn var dæmdur í undirrétti og hæstarétti og því lýst yfir þar, að gefnu til- efni, að meðferð H. J. á mál- inu væri ekki aðfinnsluverð í neinu. M. G- sendir „vottorðin‘* M. G. er þá var dómsmála- ráðherra þótti þetta leið mála- lok fyrir vin sinn og félaga, Björn Gíslason — og þá var það, að hann sendi þáverandi lögreglustjóra, H. J., tvö lækn- isvottorð, annað frá E. Kjerulf og hitt frá Þórði Sveinssyni cg lagði svo fyrir, að Björn Gísla- son mætti ekki taka út refs- ingu. — Hermann Jónasson skrifaði M. G. og fann að því, að þessi vottorð — annað og aðalvottorðið frá prívatlækni — væri tekin gild og benti á, að sjálfsagt væri að láta skoða Björn af prófessorum lands- spítalans eins og gert hefði verið um aðra dæmda menn, er eins hefði staðið á um. Með því móti fengist hið bezta öryggi fyrir því að sjúkir menn væru ekki settir í fangelsi og að heilbrigðir slyppu ekld við refsingu. Benti hann á að reynsla sýndi, að ef taka ætti vottorð prívatlækna gild, væri svo auðvelt að fá þau, að með því að innleiða þá aðferð mundu margir sleppa við að taka út hegningu. En M. G. ncitði að láta skoða Björn Gíslason á landsspítalan- um eins og aðra dæmda menn. Þannig hélt Magnús Birni Gíslasyni utan fangelsisveggj- anna í heilt ár. — Fyrir þetta var deilt á M. G. Gngnar fyrir almenningsálitinn Og svo mikið var um þetta hneyksli ritað, að M. G. var ekki vært vegna almennings- álitsins — hann varð að láta prófessora á landspítalanurn skoða Bjöm rétt fyrir kosn- ingarnar í vor. Björn var tal- inn eitthvað veill, en eklci svo að hann mundi ekki geta tekið ! út refsingu — og sannaðist 1 þannig, að Magnús hafði hald- ið verndarhendi yfir Birni í heilt ár. Magnús lét nú loks senda Björn á Litla-Hraun. En eftir að hafa tekið út refsingu sína nokkurn tíma varð hann lasinh síðla sumars — hafði átt erfitt með svefn, notað mikið svefnmeðöl, fékk útbrot og var að öðru leyti „slappur“, eins og kemur fyrir, þótt menn séu heilbrigðir, er þeir byrja að taka út refsingu. Núverandi dómsmálaráðherra fyrirskipaði þá lögreglustj óra að láta prófessora landspítal- ans skoða B. G. og töldu þeir rétt, að hann væri látinn hvíla sig frá því að taka út refsingu fyrst um sinn og var þá að sjálfsögðu farið að þeim ráð- um, en jafnframt lagt fyrir lögreglustjóra að fá prófessora I.andspítalans til þess að fylgj- ast n»eð heilsufari B. G. og þannig sjá um að hann tæki út refsinguna þegar þeir teldu hann hafa heilsu til þess. — Björn sótti þá um náðun, en var neitað. — En meðan hann tekur ekki út refsingu er hann frjáls, enda naumast hætta á, að hann reyni að byrja á svindli sínu aftur meðan nú- verandi dómsmálastjórn er í landinu. Ohreinindi, sem ekki nást at M. G. getur því ekki þvegið sig með því að segjast hafa gert hið sama og núverandi dómsmálaráðherra. — Það sem deild er á M. G. fyrir, er að hann lét hættulega sérreglu og skaðlegt fordæmi gilda um B. G., lét hann útvega sér „prí- vat“ læknisvottorð í stað þess að láta skoða hann af læknum Landspítalans. Núverandi dómsmálaráðherra fer að eins og hann heimtaði af M. G. — Þegar kvartag er um lasleika B. G., lætur hann ekki Kjerulf heldur prófessora land- spítalans skera úr — eins og um aðra dæmda menn — og síðan er farið eftir því áliti. Því það hefir aldrei verið fundið að því við M. G. og verður ekki deilt á neinn fyrir það, að þeir fangar séu eldd látnir taka úr refsingu, sein beztu læknaheimildir telja ó- færa til þess. Annars er harla merkilegt, að M. G., sem er svo kámugur af allskyns hneykslum, að hvergi sést í hvítan blett, sltuli vera að basla við það vonlausa verk, að' þvb af sér skjólstæð- ing sinn Björn Gíslason. Ætti M. G. heldur að fallast á að játa hreinlega sekt sína í þessu máli, alveg eins og hann varð að játa „Lauga Landa“ hneykslið í útvarpsum- ræðunum um daginn. Meirihl. sjávarútvegsnefndar nd., Bergur Jónsson, Finn- ur Jónsson og Páll Þorbjörns- son, fluttu eftirfarandi við- aukatillögu við frv. til laga um fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða og fleira: „Ríkisstjóminni er heimilt að veita einstaklingum og fé- lögum lán eða styrk, til þess að gera þeim kleift að koma upp tækjum til þess að verka fisk og aðrar sjávarafurðir með nýjum aðferðum, svo sem herðingu, hraðfrystingu o. fl., svo og til þess að gera tilraun- ir með útflutning og sölu sjáv- arafurða á nýja markaðsstaði, enda leggi þá markaðs- og verðjöfnunarsjóður einnig fram fé í sama skyni. Fiskimálanefnd sér um veit- ingu lána og styrkja sam- kvæmt 1. málsgrein eftir regl- nm, sem ríkisstjórn setur, að fengnum tillögum fiskimála- nefndar, og mega lánin vera vaxtalaus um ákveðið árabil. Ríkisstjórninni er heimilt að verja allt að 1 milljón króna samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, og heimilast henni að taka þá upphæð að láni, eða jafngildi hennar í erlendri mynt.“ Meirihluti sjávarútvegsn. bar þessa tillögu fram fyrir hönd stjórnarflokkanna á Alþingi. Það má óhætt fullyrða, að þessari tillögu verður fagnað af sjávarútvegsmönnum um land allt. Framtíð sjávarút- vegsins er ekkert nauðsyn- legra, en að aflað sé nýrra markaða og gerðar ráðstafanir til nýrra framleiðsluaðferða. Hingað til hafa forvígis- menn útgerðarinnar og stjórn- arvöld látið þetta stærsta mál sjávarútvegsins afskipta- laust. Með tillögu þessari við- urkenna stjórnarflokkarnir þá ábyrgð, sem á þeim hvílir til að reisa við atvinnuvegi lands- manna og sýna, að þeir hafa fullan hug á að le.vsa hin knýj- andi vandamál, þó það kosti miklar fórnir. Það er býsna fróðlegt að bera saman þær tillögur, sem stjórnarflokkarnir annarsvegar cg íhaldmennirnir með núv. stjómendur stórútgerðarinnar hinsvegar leggja til þessara mála. Frá íhaldsflokknum hefir komið lítið frv. um skipun valdlausrar nefndar, til að at- huga þessi mál. Frá stjórnar- flokkunum hafa komið ítar- legar tillögur um skipulag þess- ara mála og að miklu fé verði varið til að gera tilraunir með nýjar verkunaraðferðir og markaðsleitir. Á laugardaginn var fór fram í neðri deild Alþingis atkvæða- greiðsla 3. umræðu um áður- nefnt frv. stjórnarinnar. Var frumvarpið samþykkt með at- kvæðum stjórnarflokkanna og Ásgeirs Ásgeirssonar og vísað til efri deildar. Ýmsir þingmenn gerðu sér- staklega grein fyrir atkvæði sínu um frumvarpið. Ein af þessum greinargerð- um vakti þó langmesta athygli, en það var greinargerð Ásgeirs Ásgeirssonar fyrv. forsætis- ráðherra. Ásgeir Ásgeirsson lýsti yfir því, um leið og hann greiddi at- kvæði, að Ríkharður Thors og Sveinn Björnsson hefðu í vor sem leið, þegar þcir unnu að samningum fyrir Islands hönd suður á Spáni, óskað eftir því, að lögleidd yrði hér samskonar einkasala á saltfiski og heimiid væri gefin til í frumvarpinu — og þossar óskir sínar hefðu þeir R. Th. og Sv. B. borið fram í símskeyti til fyr- verandi forsætisráðhcrra (Á. Á.). Það vakti alveg sérstaka eft- irtekt, hve mjög Ólafi Thors brá við þessa yfirlýsingu. Hrópaði hann upp úr sæti sínu og hellti úr sér ókvæðisorðum yfir Ásgeir Ásgeirsson í miðri atkvæðagreiðslunni. En síðan þessi yfirlýsing var gefin í heyranda hljóði á Al- þihgi eru liðnir fjórir dagar. Og yfirlýsingunni hefir hvorki verið mótmælt af Ríkharði Thors né Sveini Björnssyni. Það er því hér með staðfest — ómótmælt — af Ásgeiri Ás- geirssyni fyrv. forsætisráð- lierra, að Ríkharður Thors og Sveinn Björnsson — samninga- menn íslands á Spáni — hafi stungið upp á þeirri einkasölu- heimild, sem hér er um að ræða — þessari sömu heimild sem blöð íhaldsmanna nú kalla glæp gegn sjávarútveginum1. Um verknn á húðum og skinnum. Oft hefir verið kvartað um það hin síðari árin, og ekki að ástæðulausu, hve húðir og skinn væru í afar lágu verði. Að nokkru leyti stafar þetta lága verð af því, að sumir hugsa lítið um það þegar skepnunum er slátrað, að gera húðirnar og skinnin að góðri og útgengi- legri vöru. Meðferð á þessum afurðum stendur nú þess vegna langt að baki meðferð á öðrum búfjárafurðum1, svo sem kjöti, ull og mjólk. Aðallega veldur þessu fáfræði og hirðuleysi. En á því verður að ráða bót. Af- urðaverðið er nógu lágt fyrir því. Það hefir komið fyrir, að húðir, sem sendar hafa verið til útlanda, hafa verið svo skemmdar af ýldu, að kaup- andinn hefir ekki fengið leyfi dýralæknis til að taka þær í land, heldur orðið að endur- senda þær. Slíkur frágangur er vitanlega ekki til að hækka verðið eða álit á íslenzkum af- urðum. Við verðlagningu á skinna- vöru yfirleitt þarf að gera meiri og ákveðnari mun en verið hef- ir á góðri og slæmri vöru. Af Framh. á 2. aiOu. JKfðrcibsla ®8 tnnbelmta á £angaoeg 10. ©iml 2353 - PiotbétJ 961 XVm. árg. Nokkur þingmál Alþingi heíir nú setið að störfum 72 daga. Vænta nú margir, að síga taki á seinnahluta þingtímans að þessu sinni. Ekki er þó þingið orðið sérlega langt ennþá mið- að við venjuleg fjárlagaþing síðustu ára, því að venjuleg lengd þeirra hefir verið 90 —100 dagar og allt upp í 113 daga. En von- in um stutt þing að þessu sinni byggist á trú manna á því, að núverandi stjórn og þingmeirihluti sýni meiri samtök og hag- sýni í vinnubrögðum en verið hefir. Kemur það og berlega fram nú síðustu dagana, að stjórnarandstæðingum þykir nóg um, hversu greiðlega stjórnin kemur fram mál- um sínum. Hafa þeir þá beitt því ráði, semi áður hefir lýst verið hér í blaðinu, að þæfa málin með löngum og óþörfum ræðum um1 „daginn og veginn“. Gengur þetta málþóf svo til, að íhaldsmenn flytja ræður sínar, hver eftir annan, en stjórnin og fylgismenn liennar svara aðeins endrum og sinnum. Enda munu flestir það mæla, að meir sé um vert að gei'a grein. fyrir máli sínu í opinber- um blöðum eða á almennum fundum en í sölum Alþingis, þar sem fáir heyra til, en hver ræða, sem flutt er, kostar eyðslu á sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar. Sl. föstudagskvöld, þegar málþóf íhalds- manna keyrði úr hófi fram, var gripið til þess laust fyrir miðnætti að skera niður umræður með meirahluta atkvæða. Höfðu þá íhaldsmenn talað samfleytt 6 klukku- stundir í einu máli, en aðeins einn maður úr stjórnarflokkunum og ekki nema 15 mínút- ur. Um hindrun málþófs eru svohljóðandi ákvæði í 37. gr. þingskapanna: „Ef umræður dragast úr hófi fram, get- ur forseti stungið upp á, að þeim sé hætt, og sker þingdeildin úr því uniræðulaust. Sömuleiðis geta 3 þingmenn í efri deild, 6 í neðri deild og 9 í sameinuðu þingi kraf- izt þess, að greidd séu atkvæði um, hvort umræðum skuli lokið“. Eftir að þessi „aðgerð“ hafði verið gerð á íhaldsmönnum, var fundinum haldið á- fram fram eftir nóttinni og ýms mál af- greidd, og létu þá „þófararnir" minna á sér bera. Mjólkurlögin eru nú komin úr nefnd í neðri deild, og eiga nú eftir tvær umræður í þeirri deild og að líkindum eina í efri deild, en þar voru þau upphaflega lögð fram. Nefndin gerir nokkrar minniháttar breytingar, sem búast má við að verði sam- þykktar, og má telja málinu vísan fram- gang. Jafnframt eru nú ýmsar fram- kvæmdir hafnar utan þings, af hálfu mjólk- ursölunefndar, í þá átt, að koma á skipulagi því, er lögin ákveða. Verðjöfn- unargjald af neyzlumjólk er innheimt nú eftir síðustu mánaðamót, og verðlagssvæði Iteykjavíkur og Hafnarfjarðar hefir verið ákveðið. Eru Borgarfjarðar- og Mýrasýsla á því verðlagssvæði, ásamt sveitunum aust- anfjalls og nágrenni Reykjavíkur. Þá hefir mjólkursölunefnd ráðið framkvæmdastjóra væntanlegrar samsölu í Reykjavík, Arnþór Þorsteinsson, ungan og duglegan verzlunar- rnann, ættaðan af Austurlandi. Tekur sam!- salan til starfa nú um1 áramótin. Frumvarp stjórnarinnar rnn umbætur á lánakjörum landbúnaðarins er nú komið gegnum aðra deildina og kemst væntanlega fram á þinginu. Er þar um að ræða, að létta, þau lánin, sem erfiðust eru, bæði með því - að stytta lánstíma og lækka vexti. Er ætlunin að engin fasteignalán landbúnaðar- ins verði hér eftir með hærri vöxtum en 5%, en eins og skýrsla sú, sem birt hefir verið hér í blaðinu, ber með sér, er mikið af landbúnaðarlánum með mun hærri vöxt- ,um en því nemur. Lán þau, sem hér er um að ræða, eru í veðdeild Landsbankans, Ræktunarsjóði, Söfnunarsjóði, ýmsum spari- sjóðum og víðar. Varð ekki hjá því komizt, að taka þau lánin fyrst til meðferðar, sem verst kjör eru á. Hitt er þó jafn vitanlegt, að mörg hinna vaxtalægri lána, t. d. úr Byggingar- og landnámssjóði, eru mönnum næsta þungbær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.